Tíminn - 21.02.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munih að koma í fiokksskrifstofuna 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu í Sími 6066 21. FEBR. 1947 36. blað Frá bæjarstjórnarfundi: Ölagið á rekstrí strætisvagnan na til umræðu Knýjandi nauðsyn að gerðar séu skynsamlegar heildartillögur um samgöngumál bæjarins Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt fund í gær. Var þar meffal annars kosiff í ýmsar nefndir. Þaff mál, sem einna mestar umræffur urffu um og mest snertir alþýffu manna í bænum, eru strætisvagnarnir og þaff herfilega ólag, sem er og undanförnu. Rekstur strætisvagnanna „í megnasta ólagi,“ Borgarstjórinn las meðal ann- ars útdrátt úr bréfi frá for- stjóra strætisvagnanna, Jóhanni Ólafssyni. Sagði borgarstjóri í upphafi máls síns, að rekstur strætisvagnanna væri „í megn- asta ólagi“ og „þýðir ekki að draga fjöður yfir það.“ Er það vel, að forráðamenn bæjarfé- lagsins viðurkenna opinberlega þessa staðreynd. Flestir vagnanna ónýtir effa nær ónýtir. Af bréfi forstjórans kom fram, að bærinn á 24 vagna, en lang- flestir þeirra eru alónýtir eða vart nothæfir, en aðeins sára- fáir í sæmilegu ástandi. Aðeins tíu þeirra eru fjögurra ára gamlir eða yngri, en svo er talið, að strætisvagnar hér séu útslitn ir eftir fjögurra ára notkun. Er því sízt að furða, þótt bilanir séu tíðar á vögnunum og margar ferðir falli niður, þegar svona er ástatt. . Til þess' að strætisvagnaferðir gætu verið i þolanlegu lagi þarf að sögn forstjórans, fimmtán vagna í daglega notkun og tíu til vara. Mun þó ekki hér gert ráð fyrir teljandi aukningu strætisvagnaferða. í bænum. En jafnvel þetta á langt í land. Að vísu eru fjórtán vagn- ar í pöntun, en sumir þeirra hafa verið pantaðir þessa síð- ustu daga, og litlar líkur til þess, að þessir vagnar verði komnir í notkun fyrr en séint í vor eða sumar, svo að teljandi bót á ferðum strætisvagnanna fæst ekki fyrr en í sumar eða haust. Strætisvagnaforstjórinn og formaffur viðskiptaráffs vitna hvor gegn öffrum. Fórstjórinn færði fram þau rök fyrir því, hví strætis- vagnarnir hafa verið látnir drabbazt niður, án þess áð nýir kæmu í staðinn, að viðskiptaráð hefði verið mjög illt viðskiptis. Borgarstjóri sagði þó, að for- maður viðskiptaráðs hefði harð- lega neitað þessari ásökun. Hann taldi viðskiptaráð hafa orðið við óskum forstjórans um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til endurnýjunar vagnastólnum, er þær hefðu verið fram bornar. Einn bæjarfulltrúi, Jón Axel Pétursson, -sagði, að forstjór- inn hefði aldrei borið fram við bæjarráð neinar óskir um það, að hann þyrfti á aðstoð að halda til þess að fá leyfi hjá viðskipta- ráðinu. Má af þessu nokkuð marka, hvaða fyrirhyggja hefir ríkt um viðhald og endurnýjun vagnanna. Að óstundvísi strætivagna sagði forstjórinn í bréfi, að væru „lítil brögð,“ en ferðir féllu oft niður. Margt athugavert. Allhörð gagnrýni kom fram á fundinum á hendur þeim, sem farið hafa með stjórn þessara mála. Var meðr\l annars um það rætt, að hvergi í heiminum myndi strætisvögnum ætlað að bíða á milli ferða á aðaltorginu, eins og hér er. Hér hefðu hins vegar veríð styttar strætisvagna- leiðir í úthverfin, til mikilla ó- þæginda fyrir þá, sem þar búa, til þess að vagnarnir gætu beðið lengur á Lækjartorgi. hefir veriff á rekstri þeirra að í fjárhagsáætlun bæjarins 1946 var gert ráð fyrir, að 135 þúsund krónum yrði varið til þess að byggja biðskýli á við- komustöðum strætisvagna. Ekk- ert hefir verið gert í þssu, og var að heyra á bréfi forstjórans, að hann teldi mörg tormerki á þessu. Er þó auðvelt að sækja til annarra la'nda fyrirmyndir að einföldum, ódýrum og hag- anlegum biðskýlum. Athugasemdir Pálma Hannessonar. Pálmi Hannesson vakti at- hygli á því, að gerðum strætis- vagnanna -hér væri verulega á- fátt. Strætisvagnarnir væru yf- irleitt of litlir og óhaganlegir og öldruðu fólki og lasbxrða veitt- ist erfitt að komast jfin í þá og fára út úr þeim. Auk þess væri sjálffÁgt, ,að vagnarnir væru misstórir, eftir því á jy.vaða leið- um þeim væri ætlað að ganga. Erlendis væri það ajð ryðja sér til rúms að nota rafknjína vagna á gúmmíhjólum t/1 farþega- flutninga í borgum og bæjum. Slíkir vagnar fá rafmagn úr neti, sem strengt er yfir göturn- ar, og væri þörf á að rannsaka, hvort ekki væri kominn tími til þess að taka upp þann hátt í Reykjavík. Allur akstur strætisvagnanna hefði verið handahófskenndur fram að þessu, en nú mætti ekki lengur dragast, að þessi mál væru tekin til vandlegrár íhug- unar og gerðar skynsamlegar heildartillögur um samgöngu- mál bæjarins. Er vonandi að þessi mál- verði nú tekin föstum tökum, og sam- göngumál bæjarins hafin upp úr því ófremdarástandi, sem þau eru í. Sveit og bær (Framhald af 2. síðu) verzlunarnótur eða færa tölur milli dálka.’eftir því að þrengja sér inn í þær atvinnustéttir. í raun réttri felur þessi skoðun í sér öfugmæli, hvort sem metin er aðstaða einstaklings eða þjóðar. Hvar sem fley þjóðar- innar fljóta og hvert sem sjó- manninn ber „verpur karl- mennskan íslenzka bjarma á hans slóð.“ Og jarðyrkjumaður- inn getur með sanni sagt í bók- staílegum skilningi: „Mitt verk er þá ég fell og fer eitt fræ mitt land, í duft þitt grafið.“ Hann reisir stórum glæstari bautastein en ýmsir, er að öðru starfa. Sé horft á þjóðarheildina frá þessum sjónarhól, er augljóst, að svo framarlega sem hlutverk framleiðslustéttanna verður lít- ilsvirt, störf þeirar sniðgengin, verður vöxtur þjóðarinnar áður en varir eins og gróðurs, sem hækkar án þess að stofninn styrkist og leggst út af, þegar gjóstar um hann, njóti hann ekki stuðnings annars máttar- viðar. KAUPFELOG — BUNAÐARFÉLÖG! Útveguin fyrir sumarið HERKULES sláttuvélar 3 y2” COCKSHUTT sláttuvélar 3i/2” DEERING sláttuvélar 4i/2” Samband ísl. samvinnuf élaga Oliustöðin í Hvalfirði (Framhald af 1. síðu) til íslandf á bensíni og olíum var 50—60 þús smál. á síðastl. ári og fer vafalaust vaxandi. Það er álitið, að hver nýju tog- aranna muni nota árlega yfir 1000 smáli af brennsluolíu, sem þeir taka hér á landi. Hvalfjarð- arstöðin ætti því að, geta verið hæfilega stór sem allsherjar- geymslustöð fyrir allar olíur og bensín, sem flutt er til landsins, og hefir t. d. þann kost fram yfir Shellstöðina, að þangað er hægt að flytja olíu á stærstu skipum, en til Shellstöðvarinnar í Skerjafirði er ekki hægt að flytja meira en 4—5 þús. smál. af olíu í einu. Sú mótbára, að olíustöðin í Hvalfirði yrði notuð í sambandi við herstöð, ef styrjaldarþjóð hertæki landið, fellur um sjálfa ■sig, þegar þess er gætt, að slíkur aðili gæti alveg eins notað hverja aðra olíustöð, sem byggð væri hérlendis. — Hvernig eru möyuleikarnir til að koma upp nýrri olíustöð? — Eins og stendur er erfitt að fá efni til olíugeyma. Styzti af- hendingarfrestur er talinn vera meira en 15 mánuðir, en reynsl- an sýnir að hann veyjður ávallt lengri vegna verkfalla og ann- arra ófyrirsjáanlegra tafa. Það myndi síðan taka a. m. k. eitt ár að byggja stöðina. Ef byggja þyrfti nýja stöð, myndi því allt- af líða hátt á þriðja ár eða jafn- vel lengri tími þangað til hægt væri að keppa með góðum ár- angri við olíuhringana B.P. og Shell. Ef rikið tæki að sér einka- innflutning á olíu, má óhætt segja, að stöðin í Hvalfirði gæti vel hæft fyrir ríkið allan þann tíma, sem hún entist, án mjög mikilla viðgeraa, en það getur orðið ein tíu ár eða jafnvel leng- ur. Að öllu þessu athuguðu sést, að það er hrein fjarstæða að fara að rífa olíustöðina í Hval- firði eftir að hún er komin í eigu íslendinga og eyðjileggja þannig stórkostleg verðmæti fyrir þjóð- inni. Það skiptir ekki máli í bessu sambandi, þótt ríkið hafi eignast stöðina fyrir lágt verð, sem stafar af því, að stöðin var Bandaríkjamönnum sáralítils virði, þar sem hún var. Hitt skiptir máli, að verði stöðin rek- in áfram getur hún sparað landsmönnum stórkostleg út- gjöld og mikinn erlendan gjald- eyri á næstu árum. — Hefir ekki Hvalveiðifélagið sótt um að fá hluta af stöðinni? — Það mun óska eftir að fá barna aðstöðu einkum við bryggjuna og vill fá t. d. Ketil- hús til gufuframleiðslu. Þá vill Hvalveiðifélagið fá verulegan hluta af íbúðarhúsum og geymsluhúsum sem herinn átti í landareign Miðsands. Samn- ingar standa nú yfir milli Hval- veiðafélagsins, Oliufélagsins og Sölunefndarinnar sem trúlegt er að ljúki á þann hátt að bæði félögin megi sæmilega við una. í þessu sambandi er það að athuga, að Hvalfjarðarstöðin er eingöngu byggð sem olíustöð, og hafa allar aðgerðir hersins þar efra verið miðaðar við slík af- not og þess vegna er það mjög fátt, sem væntanlegur eigandi olíustöðvarinnar má missa af Frá Hull E.s. Zaanstroom þann 27. þ. m. EINARSSON, ZOÉGA & Co. h.f. Hafnarhúsinu Símar 6697 og 7797. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Kaupum tuskur Baldursgötu 30 Sextugur. (Framhald af 2. síðu) indisstarfsemi, íþróttamálum og söngmennt. Hann stofnaði félag útvarps- notenda í Reykjavík og var í útvarpsráði árin 1935—39. Sigurður Baldvinsson er mað- ur hagorður og hefir ort talsvert af tækifæriskvæðum, gaman- kvæðum og lausavísum. Af því hefir þó lítið verið gefið út á prenti. Á seinni árum hefir hann nokkuð fengizt við mál- aralist og einkum málað lands- lagsmyndir. Sigurður er kvæntur Oktavíu Sigurðardóttur bónda í Seyðis- firði Þorsteinssonar. Erlent yfirUt (Framhald af 1. síðu) sig, að hann hafi verið ein und- irstaða þess, að þeir gátu hafið seinustu styrjöld. Einkum hafi Norðmenn fengið dýrkeypta reynslu af því. Þá er þess kraf- izt, að togaraveiðar Þjóðverja verði takmarkaðar og það m. a. rökstutt með því, að Þjóðverjar hafi orðið mikil not að togur- unum sínum við hernaðarstðrf. því sem þar er, til þess að geta rekið stöðina á fulkominn hátt. —Það er annars einkennilegt, segir Sigurður að lokum, að þeir sem hamast mest gegn olíustöð- inni í Hvalfirði, hafa ekki heyrzt mæla gegn því í bæjarstjórn Reykjavíkur, að Shell eða B. P. fengju að reisa í nánd við bæ- inn geysistórar nýtízku olíu- stöðvar, sem ekki gætu síður orðið erlendu herveldi að not- um í ófriði en stöðin í Hvalfirði. Það sýnir á hvers konar heilind- um hrópin gegn Hvalfjarðar- stöðinni eru byggð. En vissulega ætti þó að vera kominn tími til þess, að landsmenn átti sig á þvi eftir dýrkeypta reynslu, að það sé ekki heppilegt að leyfa erlendum olíufélögum að byggja olíustöðvar hér á landi. (jaynla Síó Loftskfp í hernaði (This Man’s Navy) Stórfengleg og spennandi amer- isk kvikmynd. Wallace Beery Tom Drake James Gleason Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn Innan 12 ára fá ekki aðgang. ■ n»n —n_ U — u — o — u — u_, tbfja Síc (við Shúlnqötu) Innan fangelsis- múranna (Within these Walls) Spennandi og vel leikin mynd. Aðalhlutverk: Thomas Mitchell Edward Byan Mary Anderson Aukamynd: Fréttir frá Grikklandi (March of Time) Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 'Tjarnafbíc 0 Mr. Emmanuel Áhrifamiki) ensk mynd um æv- intýri Englendings í Þýzkalandi fyrir ófriðinn. Felix Aylmer Greta Gynt Walter Billa Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Bróffir okkar, Jón Ásgeirsson skipstjóri, lézt í Boston 18. þ. m. Jakobína Ásgeirsdóttir Jóhanna Ásgeirsdóttir Dagbjört Ásgeirsdóttir, Hulda Ásgeirsdóttir Gísli Ásgeirsson. Innheimtu- menn Tímans Muniff aff senda greiffslu sem allra fyrst. —---—-----■ Auglýsing frá Kron um kjörskrá, fulltrúa- kosningu o. fl. Kjörskrá, sem gildir við kosningu aðal- og varafull- trúa fyrir Reykjavíkurdeild Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis, á aðalfund félagsins, svo og við kosningu aðal- og varamanna í deildarstjórn, liggur frammi félagsmönnum til athgunar á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 12, föstudag og laugardag 21. og 22. þ. m. kl. 13—19 og mánudag 24. þ. m. kl. 13—22. Kærum út af kjörskránni, sé skilað á sama tíma á skrifstofuna, en eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðju- daginn 25. febr. í deildarstjórn á að kjósa til eins árs, 211 aðal- alfulltrú og 106 til vara. Tillögum um stjórn, varastjórn, fulltrúa og vara- fulltrúa, sé skilað til deildarstjórnar á skrifstofu félagsins, eigi síðar en kl. 12 á hádegi, laugardaginn 28. febr. Deildarstjórnin verður til viðtals 26. þ. m. kl. 5—6 síðd. og 28. febr. kl. liy2—12 f. h. Allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi uppstill- ingu stjórnar og fultrúa, kjörgengi o. fl., eru gefnar daglega, á skifstofu félagsins. Deildarst j órinn. Teyju- Axlabönd Ilvít kjólaefni Sokkabönd Ermabönd og Ullar-karlmanna-sokkar hvít undirsett Verzlun H. Toft Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. Skólavörðustíg 5. — Slmi 1035.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.