Tíminn - 28.02.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munið að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu. við Lindargötu Sími 6066 28. FEBR. 1947 41. blatS \ Skipstjóri fellur fyrir borö og drukknar Ætlaði atS bregtSa sér milli stýrishúss og káetu Þaff sorglega slys vildi til í Garðsjó í fyrradag að Einar G. Sig- urðsson skipstjórinn á vélbátnum Huldu frá Keflavík féll fyrir borð og drukknaði. Lætur hann eftir sig konu og þrjú börn. Ætlaði aðeins að vera á bátnum á netavertíðinni. Einar Sigurðsson var. rúmlega miðaldra og hafði verið for- maður á bátum frá Keflavík um langt skeið, þar til nú fyrir nokkrum árum, er hann lét af formennsku, en byrjaði þó aftur í haust og ætlaði að vera formaður á Huldu yfir neiaver- tíðina. Hefir hann jafnan verið í fremstu röð formanna í y.efla- vík og þótt duglegur og trj.ustur maður. Einar var nýlega búinn að kaupa vélbátinn Huldu, ásamt nokkrum mönnum öðrum, og kom hann til landsins á síðastl. sumri. Er hann einn af hinum svonefndu Svíþjóðarbátum. Ætlaði að fara að borða. Nánari tildrög þessa sviplega slyss eru þessi: Vélbáturinn Hulda frá Keflavík var að vitja um net sín í Garðsjó í fyrradag. Voru skipverjar búnir að vitja um nokkurn hluta þeirra, er þeir fóru niður til að borða. Andæfði skipstjóri bátnum á meðan. Innan stundar kom vélstjórinn inn í stýrishúsið til hans og tók j við andófinu, meðan Ein>r fór fram að borða. Sjór var fremur hægur en þó nokkur gjóla. Líður svo og bíður, að ekki kemur Ein- ar aftur til að leysa vélstjórann frá andófinu og bíður hann ró- legur í 20 mínútur, en þá fer hann að lengja eftir Einari og byrjar að kalla. Kom þá í ljós, að EJinar hafði aldrei komið fram í káeti» til að borða, og vissu skipverjar, sem þar voru, ekkert um ferðir hans, Skipstjórinn horfinn. Leituðu skipverjar nú um skipið og kölluðu, en allt kom fyrir ekki. Einar skipstjóri var með öllu horfinn. Sneru þeir bátnum við og héldu aftur á þær slóðir, er þeir voru á, er farið var að borða. Var svipazt þar um um stund en árangurs- laust. Ekki verður frekar vitað um afdrif Einars anpað en það, að hann hefir fallið fyrir borð Má geta þess í því sambandi, að honum hætti til að fá svima yfir höfuðið. Yanof sky-skákmótið ÁsiBtundur sigraði Wasle í Ivísýnni viðureign Þriffja umferff á Yanofsky-skákmótinu var tefld í fyrrakvöld í samkomusal Mjólkurstöffvarinnar. Leikar fóru þannig: Ásmundur Ásgeirsson sigraffi fyrrverandi skákmeistara Nýja-Sjálands, R. Wade, eftir mjög skemmtilegan og tvísýnan leik. Biðskákir urffu á milli Baldurs Möller og D. A. Yanofsky, Guffm. Ágústssonar og Eggerts £ilfer, Árna Snævarr og Guffm. S. Guffmundssonar. í kvöld er tefld fjórffa umferð mótsins og mætast þá D. A. Yanofski og Guðm. Ágústsson, Baldur Möller qg Ásmundur Ásgeirsson, R. Wade og Guðm. S. Guffmundsson, Eggert Gilfer og Árni Snævarr. Biffskákir frá báffum þessum umfeijffum verða tefldar á sam astaff kl. 1.30 á laugardag. Skák þeirra Ásmundar og Wade vakti geysimikla athygli áhorfenda, sem von var til, því hún var, eins og áður er getið, mjög fjörug og tvísýn eftir að kom fram í miðtaflið. Þrátt fyr- ir það, að Ásmundi fataðist nokkuð í byrjuninni og fengi að henni lokinni aðeins verri stöðu, sannaði hann áþreifan- lega, að hann hefir engu gleymt og er harður í horn að taka eins og fyrr, ef til kastana kemur. R. Wade sýndi einnig í þess- ari skák nokkuð af sínum til- brygðum, hann er djarfur skák- maður, sem hefir líflegan skák- stíl og á til að gera hættuleg upphiaup. Skák þeirra mun væntanlega birtast hér í blaðinu ínnan skamms tíma. SKÁK . Tefld á Yanofsky-mótinu 24. þ. in. (2. umferð). Sikilyejar-vörn. Hvítt: D. A. YanofsJcy. Svart: Ásmundur Ásgeirsson. 1. e2—e4, c7—c5; 2. Rgl—f3, d7—d6; 3. d2—d4, c5xd4; 4. Rf3xd4, Rg8—f6; 5. Rbl—c3,g7— g6 6. Éfl—e2, Bf8—g7; 7. o—o, o—o; 8. Rd4—b3, Rb8—c6; Byrjunin er algeng, en hér var hugsanlegt: R—d7. 9. Bcl—g5, a7—a5; Frumlegt. — Eðlilegt áfram- hald virðist: 9. ... B—e6, 10. D—d2, R—a5 og ef nú 11. R—d4, þá B—c4, með svipuðum mögu- leikum fyrir báða. 10. a2—a4, Bc8—e6; 11. Ddl— d2, Ha8—c8; 12. Bg5—h6, Dd8— b6! 13. Bh6xg7, Kg8xg7; 14. Dd2—dl, Be6xb3; 15. c2xb3 Db6—b4; 16. f2—f3, Db4—d4+ Ásmundi hefir tekist að ná frumkvæðinu, hins vegar velur hann hér ekki beztu leiðina tiJ að framfylgja því. Bezt var nú 16....e7—e6, sem ógnar næst d6—d5! sem opnar línur til inn- rásar með hrókunum. Eftir 18 e4xd5, e6xd5; væri 19. Rc3xd,r rangt, vegna D—c5+ og vinnur mann. Ef 17. Be2—c4, þá eipfalt Hf—d8, með svipuðu áfram- haldi. Athyglisvert er einnig í þessu ^ambandi að 16...... Hf8—d8 væri ekki gott, vegna 17. Rc3— d5. 17. Kgl—hl, Rf 6—d7; 18 3e2—c4, Rd7—c5; 19. Ddl—e2, Þar með hefir hvítt náð jafn- væginu aftur, og hótar nú fram- ar öllu öðru Ha—dl, og síðan ef til vill Rc3-^d5, sem vær: mjög truflandi. 19..... Rc5—e6; 20. f3—f4 Dd4—c5; 21. Bc4xe6, Í7xe6; 22. Rc3—b5, Rc6—d4 23. Rb5xd4 Dc5xd4; 24. Hal—dl, Dd4—b4; Úthtið er nú orðið mjög jafn- teflislegt. 25. Hdl—d3, Hf8—f7; 26. h2- h3, Hc8—f8; 27. Hd3—f3, Db4— d4; 28. Hfl—dl, Dd4—c5; 29. Hdl—fl, Dc5—c6; 30. De2—d3 Dc6—c5; 31. Dd3—d2, Kg7—g8; 32. Hfl—cl, Dc5—b6; 33. Hcl— c3, Db6—b4; 34. Dd2—é3, d6— d5! Þrátt fyrir mjög nauman tíma, ákveður Ásmundur að brjótast um og sjá hverju fram vindur. 35. e4xd5, e6xd5; 36. De4—e6. Db4—e4; í þessari stöðu fór skákin í bið, en var síðan lokið næsta kvöld. 37. De6xe4, d5xe4; 38. Hf3—e3, Hf7xf4; 39. Hc3—c7, Kg8—f7; 40. Hc7xb7, Hf8—d8; 41. Hb7— c7, Hd8—d2 42. Hc7—c4, Hf4— fl + ; 43. Khl—h2, Hfl—f2; 44. Hc4xe4, Hf2xg2+; 45. Kh2—hl, Hg2—h2+; 46. Khl—gl, Hc2— g2+; 47. Kgl—fl, Hg2—f2+; 48. Kfl—gl, Hf2—g2+; 49. Kgl —fl, Hg2xb2; Endataflið er nákvæmt og örðugt viðfangs eins og flest tvö- föld hróka-endatöfl eru. 50. He4xe7+, Kf7—g8; „LUMA“ rafmagnsperur eru !í«ðar og óclýrar. Þær eru nú fyrirliggjandi hjá flestum kaupfclögum landsins Einkaumboð: Samband ísl. samvinnuf élaga (jamla Síó Loftskip í hernaði (This Man’s Navy) Stórfengleg og spennandi amer- ísk kvikmynd. Wallace Beery Tom Drake James Gleason Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 .ára fá ekki aðgang. ýja Síé (við SkúitHíiitu) Hvar er maðurinn? Leitaff látins hermanns, sem vitjar konu í draumi Margar sagnir eru um ber- dreymna menn, menn, sem hafa átt draumkonur, og framliðna menn, sem leitað hafa til ein- hvers, sem eftir lifði með vand- kvæði sin og áhyggjur í öðrum heimi. Svo mikið er vist, að ýms- ir taka talsvert mark á draum- um og telja sig hafa rökstudda ástæðu til þess. • Aðrir segja líkt og Sturla Sighvatsson á Örjygsstöðum forðum, er hann vaknaði sveitt- ur cjg strauk hendinni um kinn sér: „Eigi er mark að draumum.“ Að vísu fylgdu voveiflegir at- burðir geigvænlegum draumum á Örlygsstöðum forðum, en ekki sannar það neitt, þótt menn kunni að hafa dreymt illa í loft- illum og yfirfylltum skálum. Nú fyrir nokkru síðan héfir konu eina á Sauðárkróki dreymt drauma, sem vakið hafa talsvert umtál, þótt eftirgrennslanir sem gerðar hafa verið vegna þeirra, hafi ekki borið árangur. Er kona bessi nýlega flutt til Sauðár- króks, og býr innst í kauptún- inu, þar sem aðal-nýbyggðin er. Hefir hana oftar en einu sinni dreymt,að til hennar kæmi ensk. ur hermaður og tjáði henni, að 'iann lægi grafinn í mölinni, skammt frá húsi hennar, en áskaði þess að hljóta leg 1 vlgðri moldu. Þessir draumar konunnar hafa leitt tll þess, að menn á Sauff- árkróki hafa teklð sér fyrir hendur að leita í mölinni, þar sem draummaður vísaði til. En ekki hafa þeir fyrirhitt þar annað en sand og sjávarmöl. Þess skal getið, að nú eru mörg ár liðin síðan enskir hermenn dvöldu á Sauárkróki, og kona sú, sem draumana hefir dreymt, var ekki komin þangað, er þeir fóru. þaðan. Ekki er heldur kunnugt um, að neinn enskur hermaður hafi horfið á Sauð- árkróki eða þar í grennd. Kona í Eyjum særist af völdum byssuskots Eyjabúar krefjast þess, aff veitt byssuleyfi verffi afturkölluð Hinn 18. þ. m. varð kona nokkur í Vestmannaeyjum fyrir skoti úr byssu unglinga. Var hún fyrir utan hús sitt, sem stendur í útjaðri kaupstaðarins, og vissi ekki fyrr til, en skot hleyr>ur í öxl hennar, og slasað- ist hún allmikið. Strákar nokkrir, sem verið höfðu að æfa sig í skotfimi þarna I nágrenninu, voru valdir að verknaðinum, og mun það ekki vera í fyrsta sinni í Vest- Betra var ef til vill K—f6. 51. He7—e8+, Kg8—g7; 52. He8—e7+, Kg7—h6; 53. Kfl— gl, Hh2—c2; 54. He7—f7, Hc2— g2 + ; 55. Kgl—hl, Hg2—d2; 56. Khl—gl. — Samið um jafntefll. Sambýli (FramhalcL aj 3. síðu) þurrka burtu ættararf og erfða- ^venjur er staðhættir og þjóð- I hættir hafa hér skapað cg við- haldið. Framh. Auglysið í Tímainim. Etbrciðlð Timaan! Innheimtu- menn Tímans Muniff aff senða greiðslu sem alira fyrst. Daltons- bræðurnir (Daltons Ride Again) Ævlntýrarik og spennandi ræn- ingjasaga. . Aðalhlutverk: Allan Cnrtis Martha O’Disroll Lon Chaney Aukamynd: HÚSNÆÐISEKLA (March of Time) Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó Ivan grimmi Stórfengleg rússnesk kvikmynd með dönskum texta um einn mikilhæfasta stjórnanda Rúss- lands. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. MAL OG MENNING LJÓÐ FRÁ ÝMSUM LÖNDUM — MAGNÉS ÁSGEIRSSOIN islcnzkaði. Inugangur eftir Snorra Hjartarson. „Magnús er flestum þeim kostum búinn, sem nauðsynlegir eru iistamanni á hans sviði: lifandi orðgnótt og orðmyndun, hag- mselsku og tilfinningu fyrir formi, öruggri smekkvísi og vand- virkni og síðast en ekki sízt innsýn skáldsins í kjarna einstaks verks, verðandina á bak við orðin.“ Snorri Hjartarson. 3. hefti Tímarits Máls og menningar 1946 — efni: Ritstjórnargrein — Jón úr Vör: Tvö kvæði — Jakob Benediktsson: Nýi sáttmáli — Fríða Einars: Kvæði — Erlendur Patursson: Þjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum — Björn Franz- son: Lýðræðl — Westergaard-Nielsen: Kaj Munk — Ragnar Þórð- arson: Mikið voðalega á fólkið bágt — Ritdómar eftir Jakob Benediktsson cg Snorra Hjartarson. Félagsmenn eru beðnfr að vltja bókanna sem íýrst. Aýjiim félögum er veitt móttaka í Bókabúð Máls & menningar Laugavg 19. mannaeyjum, að unglingar fari óvarlega með skotvopn. He«fa bæj arbúar skrlfað dóms- málaráðuneytinu skjal, þar sem mælzt er til þess, að bæjar- fógeynn i Vestmannaeyjum aft- urkalli öll byssuleyfi þar og láti þau ekki framar af hendi við unglinga, sem ætla má að óvar- lega fari með skotvopn. Vélskipið Fanney Framhald af 1. síðu) og mæla sjávarhita, seltumagn og svifmagn. Gerffar ráffstafanir til þess aff fá fullkomin rannsóknartæki. Þá hafa verið gerðar ráðstaf- anir til »þess að fá fullkomin tæty af nýjustu gerð til könn- unar á fiskigöngum og dýralífi I sjónum, svo að framvegis ætti að verða heldur batnandi að- staða til fiski- og hafrannsókna hér, þótt ekki komizt þau mál 1 gott horf, fyrr en fengið verð- ur fullkomið hafrannsóknaskip. Hiinaðarþingið sett Ráðizt á konu (Framhald af 1. síðu) auðvitað hjá Alþingi og ríkis- itjórn. Fallnir stofnar. Að lokum gat ræðumaður þriggja manna, sem látizt hafa síðustu misseri og bændastéttin og búnaðarfélagsskapurinn á mikið upp að unna — þeirra Jósefs J. Björnssonar, fyrrver- andi skólastjóra á Hólum, Guð- mundar Hannessonar prófess- ors og Þórðar Sveinssonar pró- fessors. í sambandi við tvo þá síðarnefndu minntist hann þess, að þeir hefðu sennilega verið síðustu fulltrúar merkilegrar embættismannastéttar, sem beitti sér fyrir vagn félagsmála bænda, rpeðan þeir voru ekki sjálfir búnir að ná þeirrl að- stöðu og þelm félagsþroska, er þurfti til þess að gera samtök sterk og heilsteypt. (Framhald af 1. slðu) lega vlldi til, að konunni tókst að sparka 1 árásarmanninn, svo að hann missti fótanna. Tók hún þá til fótanna, en maður- inn hélt í kápuna og sleit af henni aðra ermina og stykki úr hliðinni. Hljóp konan yfir skurði, girðingar og aðrar tor- færur í myrkrinu. Komst hún þannig undan við illan leik, en týndi skóm sínum á hlaupun- um og reif sig á útlimunum á gaddavir. Rannsóknarlögreglan biður manninn, sem beið, ásamt kon- unni og árásarmanninum eftir strætisvagninum þarna i Foss- vogi, þegar þetta gerðist, að gefa slg fram. Þessi bíll mun hafa farið úr Hafnarfirði klukkan 10,30 á sunnudagskvöldið. Étbrelðlð Timann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.