Tíminn - 28.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.02.1947, Blaðsíða 3
41. blað TÍMlftflV, fftstndaglim 28. febr. 1947 3 í ÞETTA SINN ætla ég að láta ykk- ur heyra stökur, sem ég hefl náð í á vængjum vindanna og komnar eru frá æðstu stöðum. Sú fyrsta er orðin til ‘meðal alþingismanna og er frá síðustu fundum Alþingis fyrir jólin. Hún varð til þegar neðri delld hafi fellt sildar- skattinn og samþykkt að ríkissjóður ábyrgðist landbúnaðarvörur jafnt s]áv- arafurðum. En fylgjendur málsins í sinnl 'upprunalegu mynd áttu víst að geta fært það i sama horf í e. d. Til þes svo að n. d. breytti því ekki aftur var Ingólfur Jónsson fenglnn til að koma aftur um nóttina, en hann var eins og fleirl utanbæjarþingmenn far- inn heim til að halda jólin. En vísan er svona: Ólafs prang og Ásgeirs brauk illa fór af vangá,, en þeír fanga einn sem strauk aústur í Þór við Rangá. ÞEGAR ÓLAFUR THORS GAFST upp við stjórnarmyndun kom þessi kveðlingur upp og er eignaður einni starfsstúlku Alþingis: Átt hef ég árum saman á því bjargfasta trú, að Ólafur illa gæfist, — en upp ekki fyrr en nú. En síðar, — þegar Stefán Jóhann var tekinn við, kom þessi upp: Góður er sérhver genginn, geti hann legið kyrr. En Ólafur afturgenginn er Ólafur verri en fyrr. Ég kem þessum ljóðum áleiðis, minn- ugur þess sem sr. Einar i Eydölum kvað forðum daga: Heilagur andi hvert eitt sinn hefir það kennt mér vinur minn, lífsins krydd ef lítið fjnn að leggja það ekki í kistur inn. UM ÞAÐ AÐ FLÝTA KLUKKUNNI, skrifar V á þessa leið: Ekki skil ég þann úlfaþyt, sem nú er geröur vegna þess, að klukkunni verði flýtt. Út yfir tekur þó hræsnin í pistlunum hans Hannesar á horninu, þegar sagt er að umhyggja fyrir skóla- börnum gangi til að vera á móti þessu. Ja, svei attan! Eins og börnin hafi nokkuð lakara af því að vaka á morgnana en kvöldin. Ég veit að margir telja kvöldsvefninn hollari en engan hefi ég heyrt halda þvi fram að klst. morgunvaka væri ekki bætt með klst. kvöldsvefni fyrr en nú að þessi Hannesarbarnavernd tekur til máls. — Og nei nei. Við skulum ekki vera með neina hræsni, — heldur sjgja afdrátt- arlaust, að við kvíðum því að vakna þennan eina morgunn, þegar breyt- ingin er ný. En hitt er jafnsatt fyrir því, a;V breytingin styttir ljósatima um allt land og sparar bæði rafm^.gn og olíu. En því miður verður því ekki breytt með því að færa klukku, að menn vaki, slóri og slæpist sér til bölvunar fram á nætur og sofl sér til skammar á morgnana. SVEITAMAÐUR SKRIFAR: Ég sé að margt bendir til þess að jeppar þeir, sem inn hafa verið fluttir séu taldir landbúnaðarverkfæri. Það er t. d. tal- að um innflutning bíla auk landbún- aðarjeppa. Mér er kunnugt um að Búnaðar- félag íslands úthlutaði þessum bílum í sveitirnar samkvæmt tillögum frá stjórnum hreppabúnaðarfélaganna og var tr/ggilega um það búið að búnað- arfélög hreppanna hefðu ráðstöfunar- réttinn, ef eigandi jeppa vildi selja hann fyrstu árin. Jæja. Svo komu önnur sjónarmið. Nýbyggingarráð tók úthlutun landbúnaðarjeppanna í sín- ar hendur. Og þá var nú ekki verið að tala við lireppabúnaðarfélögin. NÝBYGGINGARRÁÐ KVAÐ HAFA haft þá aðferð að skipta jeppunum milli róðsmannanna og svo útþlutaði hver þeirra þvi, sem hann fékk til hlutar, eins og honum sýndist. Margir jeppanna hafa þó lent í Reykjavík, en það sýnh þó vott af samvizkutætlum hjá ráðinu að yfirleitt munu leyfin hafa verið veitt á nöfn sveitamanna. Dæmi er til þess, að Reykvíkingurinn, sem átti að njóta jeppans og falsaði umsókn frá sveitabónda, hafði vanrækt að láta bóndann vita hvernig allt var í pottinn búið, þegar hann fékk sím- skeyti frá skrifstofu Nýbyggingarráðs um það, að - hið háa ráð hefði allra mildilegast úthlutað honum jeppa, (sem hann liafði aldrei sótt um eða óskað að fá). ÉG KANN EKKI VIÐ ÞAÐ, að svona bílar séu kallaðir landbúnaðar- jeppar. Og ef það hefir þótt rétt, að þeir háu herrar í Nýbyggingarráði út- býttu þessum tækjum eftir eigin geð- þótta eingöngu, — hvers vegna var þá verið að hafa bændagreyin til blóra, og fela umbun og fyrirgreiðslu bak við þá? En hvað segja nú Búnaöarþing og ríkisstjórn um það, að láta rannsaka í sveitunum, hvað mikið af jeppum, sem þangað hefir verið ákveðið í orði að kæmu, eru þar ekki og hafa aldrei komið þar? ÞETTA ERU NÚ KANNSKE hörð orð hjá sveitamanninum, og ég vil taka það fram til að gæta hlutleysis míns, að það er sjálfsagt að birta svör og leiðréttingu frá Nýbyggingarráði eða hverjum öðrum, sem þess óskar. En einhvern veginn liefir þessi skoðun sveitamannsins skapast, og það er öll- um fyrir beztu að hún sé rædd fyrir opnum dyrum. Mér finnst það náttúrulega mjög furðulegt, að úthlutunin skyldl nokk- urntíma vera tekin af B. í. og sé sú frásögn, sem hér er birt, rétt, þá er full þörf á rannsókn 1 málinu. Pétur landshornasirkill. l’æra byggðina saman, þrátt fyr- ir það, þó við afneitum þeirri stefnu eða kenningu, að allir íslendingar eigi að flytjast á Suðurlandsundlrlendið, eða að- eins á nesin í kringum Faxa- flóa. Hitt er svo annað mál, þó að ýms útnesja og heiðabýli kunni að falla úr byggð, þar sem lands kostir samsvara ekki kröfum tímans. Slíkt er ekkert nýtt í sögu okkar eða annara. Ég ætla ekki að fara að ræða hér um eða bollalegja hvernig sveitaþorpum eða samvinnu- byggðum næstu tíma, kann að verða háttað eða fyrirkomið hér á landi. Slíkt er mál út af fyrir sig, og hefir verið rætt og verð-, ur rætt af öðrum, sem betur eru til þess fallnir. , En það er margt, sem við, sem í drelfbýlinu búum, og ætlum að búa framvegis, þurfum að athuga og höfum gott af að ræða um, ef vera mætti að úrræði finndust til að létta störfin, bæta samlífið og draga úr ókostum hinnar títt nefndu einangrunar. Víða um land allt, jafnvel á hinum svokölluðu útkjálkum, eru jarðir, sem eru svo stórar, eða fallnar til ræktunar, að þeim má skipta 1 svö eða fleiri býli og hvert sé þó nægilegt einni fjölskyldu til sómasamlegrar af- komu. Enda hefir margt af jörð- um hér á landi verið í tvibýli og margbýli, og svo er enn t. d. á Vestfjörðum, þar sem ég þekki bezt til. Hefir sjávargagn að sjálfsögðu stutt vjða að því-, að lífvænlegt varð á þessum skiptu jörðum, áður enn nokkrar rækt- unarumbætur komu til sögunn- ar. Nú hefir þetta sambýli sums staöar verið svo náið, að tvær fjölskyldur hafa haft einn arin og eina matseld, og i’arið hið bezta á þvi. Gæti ég nefnt mörg dæmi því til sönnunar, en vil aðeins nefna eitt: Sambýli ’ þeirra bræðra Þórðar og Bald- vins Gunnarssonar í Höfða í Höfðahverfi. Ég átti þvi láni að fagna fyrir 31 ári aö gista það heimilí og kynnast því nokk- uð. Hefi ég ekki komið á elsku- legra eða myndarlegra. heimili, þar sem auðsæ velmegun bar ágætri samvinnu fagran vott. Nú er ekki svo að skilja, að ég hvetji íslendinga til sameignar- búa almennt, til þess mundi þjóð- ina vanta félagslegan þroska, og til þess að vel færi í svo nánu sambýli þurfum við almennt að (Framhald á 4. siOu) ALICE T. HOBART: Yang og yin flokksins að sætta sig viö þessa lítilfjörlegu stöðu. Voru flokks- bræður hans að setja hann á krókbekk í þjóðfélaginu? Athöfninni var lokið. Peter flýtti sér inn í hús sitt. Þar var Sen Ló Shí á tali við einhverja af embættismönnum borgarinnar. En Peter forðaðist hann — hann leitaði sér athvarfs 1 vinnuherbergi sínu. Þar staðnæmdist hann við gluggann og horfði á fólkið streyma brott. Hershöfðinginn hélt brott við lúðrablástur, og Sen Ló Shí fylgdi honum eftir niður að hliðinu og hneigði sig vlð annað hvort skref. En næst þegar Peter leit út um gluggann, sá hann, að Ló Shí stefndi aftur upp að húsi hans. Var hann á leið til hans? Gat það verið, að hann, yfirmaðurinn, ætlaði að stiga íyrsta skrefið til sátta? Ló Shí kom inn, og Peter gekk á móti honum. -,,Þú sýnir mér mikinn heiður .... “ „Ég geri það, sem mér ber að gera gagnvart fræðara mínum og meistara,“ svaraði Ló Shí. „Vilt þú vera ráðgjafi minn í sjúkra- núsinu?“ Peter minntist löngu liðins dags. Þeir höfðu hitzt á þessum sama itað, og þá hafði Ló Shí komið til þess að færa honum að gjöf embættisstaf föður síns. Nú kom hann til þess að bjóöa honum nýja gjöf. Snöggvast hvarflaði að Peter að þiggja þessa fórn. En svo hikaði hann. Það var ranglátt — hann mátti ekki gera það. „Ég mun alltaf minnast þessa boðs,“ sagði hann loks. „En sjúkrahúsinu verður þú að stjórna eins og þú sjálfur kýst. Láttu mig vinna það, sem þér sýnist, ef þú telur, að ég geti orðið þér að iiði, en sjálfur stjórnar þú sjúkrahúsinu, án minnar íhlutunar.“ Þessi orð léttu sýnilega þungri byrði af Ló Shí. Hann varö aftur eins frjálsmannlegur og hann hafði verið, þegar ieiðir þeirra skildi fyrir mörgum árum „Hefir rannsóknum bínum miðað áfram síðan þú komst aftur?“ spurði hann. „Dálitið,“ svaraði Peter alls hugar feginn. „Nú skal ég sýna þér, hvað ég hefi unnið á.“ Hann tók blað og teiknaði myndir af sýklinum, eins og ha?m leit út á ýmsum stigum. „Ef kenning mín reynist rétt, verðum við að kenna bændunum að útrýma snigl- unum úr sýkjunum og búa til nóg af lyfjum, sem vinna bug á innyflaormunuin.“ „Má ég vera'aðstoðarmaður þinn í rannsóknarstofunni?,, spurði Ló Shí. Þeir ræddu lengi urp rannsóknirnar og tilraunirnar, og það var komið myrkur, þegar Ló Shí kvaddi og hélt brott. Peter var glaður. Hann hafði hlotiö umbun. En hitt datt honum ckki i hug, að Ló Shí stæöi um þessar mundir andspænis stærsta ásigri lifs síns. Veldisdagar hinna ungu og vigreifu byltingar- manna voru taldir, og raddir hinna gætnari og íhaldssamari manna fundu æ meiri hljómgrunn. Við vérðum að afla fjár, sögðu þeir — án peninga erum við vigðir falli. Ráðstefna inikil var haldin í Shanghai, og þar börðust íoringi byltingarinnar og formaður hins leynilega bandalags ópiumkaup- mannanna um völdin. Fundurinn stóð alla nóttina, en morguninn eftir varð breyting á stefnu flokksins. Það hafði átt að útrýma ópiumverzlun og ópíumnautn, en peningar, sem aflað var með ópíumverzlun, íylltu vasa forsprakka byltingarinnar. Framsækn- ustu mönnunum var vikið til hliðar, og þeirra á meðal var Ló Shí. öpiumræktin tók að blómgast aftur, og rikið kom á laggirnar stofnun til þess að berjast gegn ópiumnautn — sem raunveru- lega var miðstöð skattinnheimtunnar. Hinir nýríku byltingarmenn urðu stórauöugir. En bændunum blæddi. Skattheimtumennirnir voru eins og mara a alþýðu landsins, og fleiri og ílelri seldu dætur sínar í þrældóm I stóriðjuverin í Shanghai. Sumt af því, sem Sen Ló Shí og fylgismenn lrans hafði dreymt um, varð þó að veruleika. Meðal annars byggði flokkurinn stórt og fullkomið sjúkrahús í höfuðborg Kínaveldis — hið fyrsta í sögu landsins. XVII. PETER umgekkst nær eingöngu Kínverja. Nú bjuggu Kin- verjar í öllum gömlu húsum trúboðsstövarinnar, nema húsi hans sjálfs. Mei Ing og kennslukohur hennar höfðu lagt undir sig kvennaskálann, nema hvað ungfrú Dyer hafði þar íitt herbergi til umráða og staríslið sjúkrahússins bjó í húsi Bergers. Öll bar hin gamla trúboðsstöð orðið kínverskt yfirbragð. Frjó- semi fólksins og jarðarinnar var enn sem fyrr mikilvægasta atriðið. Nýtt hús hafði verið reist i þágu feng shúi, vatns og vinds, svo að jafnvægi mætti haldast milli lifenda og dauðra. Og í garðinum uxu yang-blóm, tákn karlmennskunnar og frjómagns- ins, og yin-blóm, tákn kvenlegra eiginleika. Peter var hægri sönd Ló Shí í sjúkrahúsinu, og þar var nóg að gera. Sjálfur var Ló Shí umsetinn af njósnurum. Alls konar orða- sveimur gekk, og það var jafnvel sagt, að hann hefði í hyggju að eggja bændurna til nýrrar uppreisnar. Hann var ekki einu sinni óhultur í sjúkrahúsinu. Hann vildi aldrei ganga einn um sjúkra- stofurnar, því að hann óttaðist, að reynt yrði að bera það á hann, að hann æsti veika bændur og verkamenn gegn stjórninni. Þeir Peter höfðu orðið ásáttir um það, að Ló Shí skyldi fram- kvæma alla uppskurði. Hönd hans var örugg og styrk — hann hafði erft þá eiginleika gamla Sens, sem gerðu hann að frægum )krautritara. Svo bar við einn dag, að uppskurður mistókst. Um skeið var ekki annað sýnna en sjúklingurinn myndi deyja. Nýr orða- sveimur komst undir eins af stað — fjandmenn hins unga læknis létu ekkert tækifæri. ónotað. Að vísu llfði maðurinn og orðrómur- ttmnmiinmnsKmnttninmnnnsttwnntnwnrtnmnnnnfflntnmtanntwwtt Getum afgreltt nú þegar . .. . . 'v;. c . ♦ handsáövélar „Nordland” j fyrir rófur. handsáðvélar „Jalco” fyrir grasfræ. Samband ísl. samvinnufélaga SKIPAUTG6RD RIKISINS Vegua jarúarfarar verða skrifstofur %■ vorai* og vöruhús lokuð frá kl. 12 á há- ilegi í clag. ♦ n Tek ennþá á móti sendingum á vegum Rauða Kross íslands til meginlandsins. SIMl 420!» HOW YOU WILL BENEFIT BY READING the world'i daily newspaper— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You will find yourtelf ono of the best-informed persons in your community on world affolrs when you reod this world-wide daiíy newspoper regularly. You wlll galn fresh, new viewpoints, o fuller, richer understanding of toda/s vltot news—PLUS help from its exclusive features on homemoklng, educo- tion, business, theoter, music, rodio, sports. Subscrlbe now to thls speclal "get- acguainted" offer —5 weeks for $ 1 (O. S. tunds) * ng Soclety One, Norwoy Streef, Boston 15, Moss., U. S. A. The Chrlstian Science Publlshln Listen to “The Christian ^ Science Monitor Views Ihe News“ every Thursday night over the Araerican 8roadcasting Comoany PS-5 , iNuivvuy jiicci, Dv/aiuii i j, /vvuöo., \j. 9, r>. I Enclosed is $1, for which please send me The Chrlttian I Science Monitor for 5 weeks (30 issues). Name___________ l $ Strect_ lcity— Zone.— Stote- tr heiini 66 „siýsköpuisariimai* (Framhald af 2. siðu) þannig, að mikið fé hefir þar eyðzt að óþörfu. Meiri hluti fj árliagsnefndar hefir ekki talið ástæðu til að gefa út nefndarálit um þetta frv., en undirritaður taldi rétt að láta framanritaðar athuga- semdir koma fram í nál. Úr þvi sem komið er, mun ekki verða hjá því komizt að auka enn við lántökuheimild ríkisstjórnarinn- ar vegna þessara verksmiðju- bygginga. En sú óþarfa eyðsla, sem þar hefir átt sér staö, ætti að verða víti til varnaðar í fram- tíðinni. Væntanlega verður inn- an skamms hægt að koma upp þeim síldarverksmiðjum; sem eftir er að byggja samkvæmt lögunum frá 1942, og er mikils um vert fyrir sjávarútveginn, að meiri hagsýni verði beitt við þær framkvæmdir en nýju verk- smiðjubyggingarnar á Siglufirði og Skagaströnd. E.s. ,Reykjafoss’ fer héðan mánudaginn 3. marz til Austfjaröa og Leith. Viðkomustaðir á Austfjörð- um: Djúpivogur Stöðvarfjörður Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður Esklfjörður Norðfjöröur Seyðisfjörður. Il.f. Eimsklpafélag lslands. IVjótlð sólarlunar 1 skammdeginu og borðtö hinar fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur. Söluumboð tll kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavíkur HJÖRTUR HJARTAKSON Brœðraborgarstíg 1 Sfmi 4256. Kaupum tuskur Baldursgötu 30 Vintiiö ötullcfía fyrir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.