Tíminn - 01.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.03.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, langardagiim 1. mraz 1947 42. hlaö Lauyardagur 1. marz Sjálfstæðisbarátta Vísis og Þjóðviljans Síðustu dagana hefir verið háð hér I bænum ströng sjálf- stæðisbarátta. Vísir reið fyrst á vaðið, en Þjóðviljinn og önnur dagblöð bæjarins fylgdu fast á eftir. Utanríkisráðherrann gaf tvær yfirlýsingar á Alþingi og miklar skeytasendingar voru á milli hans og sendiherrans 1 Washington. Það hefir komið á daginn, eins og vænta mátti, að hér hefir verið þyrlað upp miklu rykl af litlu tilefni, enda óvíst, að Vísir og Þjóðviljinn hefðu brugðið jafn skörulega við að öðrum kosti. Æsingabelgur nokkur á þingi Bandaríkjanna hafði borið fram tillögu þess efnis, að íslandi yrði boðið að gerast 49. fylki Bandaríkjanna og Grænland yrði falað til kaups. Meðal bandarískra þingmanna er litið á þessa tillögu sem hreina fjarstæðu og svipað mun álit Bandarikjamanna almennt. Tillagan er yfirleitt hvergi tek- in alvarlega, nema reynt er að blása hana út af þeim, sem vilja gera sem mest úr yfirdrottnun- arsemi Bandaríkjanna. Það er því eins óréttmætt að dæma Bandaríkjamenn eftir henni og að álykta af skrifum Þjóðviljans, að allir íslendingar séu Rússa- dýrkendur, eða af skrifum Vís- is, að ísland sé á vesturleið. Það getur verið skemmtilegt að nota slík tækifæri til að hrópa á gatnamótum og auglýsa umhyggju sína og áhuga fyrir sjálfstæði íslendinga. Fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar skiptir það hins vegar litlu máli. Það, sem skiptir máli, er að vera á verði, þegar raunverulega þarf að vinna gegn erlendri yfirdrottnunarsemi. Þá þarf ekki að óttast, sem ganga hreint til verks eins og Gerhart hinn ameríski, heldur hina, sem koma i sauðargærum, og segjast ein- lægif vinir sjálfstæðis íslands, en bæta svo við, að það verði ekki varðveitt, nema ísland leiti fylgilags við austrið eða vestrið. Það kynlega hefir átt sér stað, að blöðin, sem fyrst byrjuðu að hrópa í þessu máli, Vísir og Þjóðviljinn, hafa haft ríkasta tilhneigingu til að hlýða slíkum röddum. Það hefir sannast hér eins og oft áður, að þeir, sem hrópa hæst um sjálfstæðið, eru ekki alltaf öruggustu sjálfstæð- lsmennirnir. Stundum geta sjálf Stæðisskrifin verið sprottin af viðleitni til að leyna vondri samvizku. Falsanir Morgunbl. Mbl. heldur áfram þeirri iðju að falsa stefnu ríkisstjórnarinn- ar í dýrtíðarmálunum og gera lítið úr henni. Það kallar hana karlagrobb og öðrum slíkum nöfnum. Einkum tönnlast þó blaðið á því, að stjórnin hafi ekki hugsað sér önnur úrræði en að borga niður vísitöluna. Eins og skýrt er tekið fram i stjórnarsáttmálanum, — hefir stjórnin sett sér það mark, að stöðva dýrtíðina. Slíkt væri mik- ill ávinningur frá því, sem ver- ið hefir, og myndi skapa að- stöðu til lækkunar síðar. Hins- vegar verður hrunið ekki um- flúið, ef dýrtíðin fær að vaxa á- fram, eins og í tíð fyrrv. stjórn- ar. Takmarki slnu hyggst fi úíðaúangi ÁTTRÆÐUR: Helgi Sigurjónsson bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssvelt. Ráðgerður halli. Verið getur að einhverjum þyki það tíðindum sæta, að i fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1947 er gert ráð fyrir reksturshalla á Korpúlfsstaða- búinu. Yfirvöld bæjarins ætla sér að tapa 42 þúsunum króna á búskapnum Hvers vegna í ósköpunum skyldu mennirnir ekki heldur vilja græða á búskapnum? Þungir ómagar. Eftir því mjólkurmagni, sem Korpólfsstaðabúið seldi síðast- liðið ár iætur nærri að ætla, að þar séu 42 mjólkandi kýr. Eftir því á Reykjavíkurbær að gefa þúsund krónur með hverri kú dnni. Það væri þung ómegð á Reykvíkingum, ef bærinn ræki sjálfur búskap til að fullnægja njólkurþörfinni allri. áð skemma eða selja. Þjóðviljinn birti í vetur þá frétt, að eitthvað af'jarðeplum ’ierði orðið ónýtt vestur í Amer- ku. Þetta varð góður frétta- matur í blaðinu. Var birt fyrir- ;ögn um forsíðu blaðsins þvera, feit og gleið, og því þar lýst yfir, ið Bandaríkjaauðvaldið vildi íeldur skipuleggja matvæla- ;kemmdir, en matvælasölu til íungraðra þjóða. Ekki kann Tíminn að dæma am þessar jarðeplaskemmdir í 3andaríkjunum. En hitt veit 'iann, að hér á landi er nú í 'rystihúsum fiskur, sem orðinn >r ske^.imdur og naumast verð- ir útflutningsvara eða manna- natur. Væri frá þessu sagt, með vipaðri hófsemd og góðgirni og >jóðviljinn notar I fréttaburði frá Ameríku, myndi það eiga að orðast sem svo, að auðvalds- iólgurinn Áki Jakobsson hefði iagt meira kapp á að skemma mat, en selja hann til hungraðra þjóða. Þjóðviljamenn ættu að hug- leiða þennan samajiburð. Eða halda þeir að Áki hafi viljað láta fiskinn skemmast af því, ið hann hafi ekki getað unnt lungruðum þjóðum að neyta lans? húsnæði fyrstu árin eftir slíka þjóðflutninga. í öðru lagi hefir það verið látið viðgangast síðustu ár, að byggingarefni og vinnuafl, væri lagt í að koma upp sumarbústöð- um, bíóum o. s. frv. Þetta dapurlega ástand 1 húsnæðismálunum i Reykjavík er rökrétt og óhjákvæmileg af- leiðirÆ þess, að fjármagnið hefir verið látið toga fólk skefjalaust til Reykjavikur, og fullkomið skipulagsleysi hefir ríkt i bygg- ingarmálunum, jafnvel þvert ofan í bein lagaákvæði um að skammta byggingarefni. „Það er nú komið annað hljóð í strokkinn.“ Hálfum vetri eyddi Ólafur Thors í það, að reyna að fram- lengja tveggja ára samstarf við Sósíalista. Þegar þær tilraunir voru strandaðar, en þar mun 3kki hafa staðið á Ólafi, segir blað hans, Mbl. „Kommúnistar þykjast, sem kunnugt er, vera hinir mestu ættjarðarvinir. Allt, hvert ein- asta orð, sem þeir láta út úr sér í þeim efnum eru svik og ekkert annað en svik.------ Þeir þjóna erlendum málstað í einu og öllu, og hlýða fyrir- ikipunum, sem þeir fá þaðan i blindni og auðmýkt. — — Þeir þykjast unna þjóðfrelsi. En þeir geta aldrei dulið gleði sína er hinir miskunnarlausu kúgarar, húsbændur þeirra, fá Eæri á að kyrkja frelsi einhverr- ir þjóðar í greip sinni.“ Það er alkunnugt, að sumir )* 1>Snpnir biðlar snúast á þá sveif í örvinglan ástaxhrellinganna, að ófrægja og svívirða skefja- laust þær persónur, sem þeir sóttust stjórnlausast eftir að fá til fylgilags. En hvorki þykir það stórmannlegt né drengilegt. „Kalt er mér löngum.“ Þjóðviljinn talar nú margt um bað þessa dagana, að „sníkju- lýður heildsalanna“ muni „ekki lengi hrósa sigri.“ Fleiri svipuð hreystiyrði eru þar viðhöfð. Má vel vera, að þetta gangi eftir að einhverju leyti. Svo mikið er vist, að begar hefir frétzt um lækk- aða álagningu á ýmsum nauð- synjum, og er það allt annað en sigur fyrir snýkjulýðinn. Er von- andi að ríkisstjórnin beri gæfu til áð fylgja stefnu sinni eftir, að gera verzlunina sem ódýrasta og láta þannig orð Þjóðviljans rætast. Svo mikið er vist, að allt bend- ir til þess, að það blómaskeið og uppgangstími, sem sníkjulýður- inn átti meðan sósíalistar voru í ríkisstjórn sé liðið hjá. En það er dálítið óviðfelldið, að nú skuli Þjóðviljamenn rjúka upp og hrakyrða fólkið, sem þeir hafa verndað undanfarið, ein- mitt nú, þegar farið er að skerða forréttindi þess,. En svona fer einstæðingsskap- urinn stundum með menn; Kalt er mér löngum, kúri ég ein í sæng. Heitara var mér forðum undir arnarins væng. Átti að vera búið. Þetta hefði átt að vera löngu búið, segir Þjóðviljinn, þegar hann fréttir um þá ráðstöfun Verðlagsráðs að lækka álagn- ingu sumra vara. En hvers vegna er það þá ekki löngu búið? Hugsa Þjóðviljamennirnir eitthvað fastara og skýrara síð- an flokkur þeirra fór úr ríkis- stjórn? Upp koma svik um síðir. Tímanum hafa bætzt ný vitni í umræðunum um ýmsar fram- kvæmdir fyrrverandi stjórnar. Hennar eigin menn eru nú tekn- ir að staðfesta frásagnir hans og það jafnvel ráðherrar hennar. Þannig færði Finnur Jónsson mörg rök og þung að því á Al- þingi í fyrradag, að mjög illa hefði verið unnið að byggingu síldarverksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd undir stjórn Áka Jakobssonar. Sagði Finnur, að enn væri óséð, hvort þær yrðu nothæfar á næstu síldarvertíð, og færi það eftir því, hvernig gengi að fá hluti til þeirra frá Helgi Sigurjónsson bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit varð áttræður 1. febrúar þ. á. Hann er nú elztur bænda í Mý- vatnssveit og hefir yfir langan starfsdag að líta. Finnst mér við eiga að minnazt hans með nokkrum orðum á þessum tima- mótum. Hann er fæddur að Ferju- bakka i Öxarfirði 1. febrúar 1867 og voru íoreldrar hans Sigurjón Guðmundsson,Pálsson- ar frá Brúnagerði í Fnjóskadal og Friðfinna Davíðsdóttir, Jós- efssonar bónda á Ferjubakka. Dvöldu þau hjónin nokkur fyrstu hjúskaparár sín þar og á Aust- ] ara-landi, en vorið 1879 fluttu; þau alfarin úr Öxarfirði í • átt- ■ ina til Mývatnssveitar með 3; drengi, þann elzta fjögra ára,! en þann yngsta á fyrsta ári.! Fyrsti áfanginn var að Hlíðar- 1 haga. Hann stendur við Eilíís- vatn sunnan undir Grjóthálsi. Hafði þá verið búið þar nokkur undanfarin ár en áður verið sel frá Reykjahlíð sem hét Vatnasel. Næsta vor fluttu þau að Austaraseli sem er allmiklu nær Mývatnssveit og dvöldu þar 2 ár áður en þau komust í Syðri- Neslönd. Þau hjónin lifðu við mikla fátækt og á hrakningi eins og sjá má á þessu. Þau eignuðust 10 börn, sem öll náðu fimmt- ugsaldri. Bendir það til þess að mikill lífsþróttur hafi þeim ver- útlöndum. Varð ekki af svörum af hálfu Sósíalista. Hingað til hefir verið reynt að skýra það, sem fjandskap við allar framfarir, ef slóðaskapur og sukk við svona fyrirtæki var gagnrýnt. En það var ekki fyrir einum að lá í kosningabaráttunni síð- ustu, að lesa upp reikninga og töflur um hið mikla síldarverð- mæti, sem þessar verksmiðjur myndu bjarga í þjóðarbúið sum- arið 1946, samstjórn Áka og Ólafs Thors til dýrðar. En þær kosningaræður voru byggðar á misskilningi. ið í blóð borinn, enda hefir svo reynzt og hafa þessir ættmenn sumir verið hinir mestu afreks menn t. d. Fjalla-Bensi, sem var einn þessara bræðra. í bæjardyrunum á Grímsstöðum. Helgi dvaldi á ýmsum stöðum með íoreldrum sínum, þangað til hann varð 17 ára. Vorið 1884 réðist hann sem vinnumaður til Árna Jónssonar í Garði. Næstu 10 árin var hann svo vinnumaður hjá ýmsum bændum hér í sveit. Fyrstu árin hafði hann 60 krónur í kaup, en seinustu árin 100 krónur. Á þessum árum kom hann sér upp nokkrum kindum, því kaupiö var alltaf borgað að einhverju leyti í kindafóðrun. Höfðu þá foreldrar hans stundum ær hans í kvíum á sumrin og nutu sjálf góðs af nyt þeirra. Margvísleg voru störf hans þessi ár og reynist það oft heppilegur undir búningsskóli undir lífið að venj- ast fjölbreyttum heimilisstörf- um og kynnast misjöfnum bú- háttum bænda. Seinustu vinnumennsku árln hafði hann eina viku fri um sláttinn — sumarfrí — en varði henní til heyskapar fyrir sjálf- an sig til þess að geta átt fleiri (Framhald, á 3. síSuJ Jóhaimes Davíðsson, Hjarðardah SAMBÝLI ívextir illrar stjórnar. Sennilega hefir mörgum runn- ið til rifja, er Rannveig Krist- jánsdóttir talaði í útvarpið í fyrrakvöld og var að lýsa þeim húsakynnum, sem fólk býr nú við í Reykjavík. En þegar á það 3r hlustað verða menn þó að nuna tvö meginatriði: Undanfarin ár hefir fólki fjölgað svo ört í Reykjavík, að læmalaust er með öllu. Það er engin furða, þó að jinhver sé í vandræðum með 3tjórnin ekki aðeins að ná með liðurborgun á vísitölunni, eins og Mbl. heldur fram, heldur íinnig með skerptu og auknu verðlagseftirliti, bættri tilhög- un á innflutningsverzluninni, úgnakönnun og öruggri skipan i fjárfestingunni, en skipulags- 'eysið þar hefir verið ein mesta mdirrót verðbólgunnar. Hvers vegna falsar Mbl. allta‘f ’rásögn sína um dýrtíðarstefnu itjórnarinnar með því að nefna íldrei þcUsar þýðlngarmiklu 'yrirætlanir hennar? Hvers ægna kallar það stefnu ríkis- -.tjórnarinnar i dýrtíðarmálum karlagrobb? Er það kannske vegna þess, að Mbl. og aðstand- 3ndur þess séu andvígir þessum ráðstöfunum og sitji á svikráð- um við þær? Niðurl. Kínverskt máltæki segir: ,Komdu þér vel við nágranna •þína, en hafðu garð á milli.“ Kín verjar munu þó búa einna þétt- .býlast á jörðu hér. En við íslendingar verðum að hætta að hafa fjörð á milli frænda og vík á milli vina. Kín- verski garðurinn ætti að vera nóg, og ég er ekki viss um að hann sé einu sinni nauðsyn- legur, og hefi ég nokkra reynslu í þessum efnum, þar sem ég hefi r.ær mannsaldur búið i sam- býli og margbýli við skylda og vandalausa nágranna og ólíka að lífsskoðunurri, án þess garðnr væri á milli, og allt farið vel. Kostir sambýlis eru margir, og hægt að koma við mikilli -amhjálp, þó hvert heimili hafi sitt allt sér: hús, hey og bú- péning í húsum inni. Girðingatækni nútímans, ger- ir einnig mögulegt, þar sem 'andrými er nóg, að afgirða pen- ing hvers býlis í heimahögum, en ósamkomulag í sambýli, hefir tiðum risið út af samgangi bú- fjár milli jarða og býla, enda mikill hluti málaferla lands- manna fyrrum landamerkja- mál. Var slikt að vonum, þar sem afkoma heimilisins var að mestu undir þvl komln, að land- rými væri nægilegt til beitar úti- göngufénaði vetur og sumar. Sömuleiðis var hver slægna- blettur umsetinn, jafnvel þó fram á regindölum væri og uppi á heiðum og fjöllum. Þessi agnúi á sambýlinu og Þrándur í Götu nágrennis, er nú vikinn úr vegi eða hlýtur að víkja úr vegi innan skamms með vaxandi ræktun og breytt- um búskaparháttum, úr ránbú- skap í ræktunarbúskap. Nú munu einhverjir spyrja, er nokkur verulegur vinningur eða sparnaður að því, að káka við samfærslu byggðarinnar, ef sporið er ekki stígið fullt til byggðarhverfa, éða sveitaþorpa, sem allir eru sammála um að koma eigi, þar sem bezt hentar. Ég segi hiklaust já. Það er ótal margt sem nábýlismenn og nágrannar geta unnið í félagi, til mikils léttis og sparnaðar. Við skulum t. d. nefna fjár- gæzlu alla, aðdrátta- eða kaup- staðarferðir, flutning afurðanna á markað eða vinnustað. Einnig getur sameign á ýms- um dýrarl og sjaldnotuðum verkfærum verið auðveld og sjálfsögð, t. d. jarðyrkjuverk- færum, svo að eitthvað sé nefnt. Þá standa þeir sem i nábýli búa ólíkt betur að vígi með að fá hjálp, ef einhver þarf að bregða sér út af heimilinu, eða ef sjúkdóm ber að garði. Er í slíku mikið öryggi og getur þetta bætt upp missi hinna mann- mörgu heimila. Þá getur gagnkvæm hjálp við ýms störf og framkvæmdir oft komið að afar miklu liði. Vil ég í því sambandi geta þess að sumar sveitir og þorp hafa komið á þeirri venju, að ef einhver bóndi eða borgari þarf að ráðast í meiri háttar framkvæmdir t. d. byggingar, á hann visa hjálp frá öllum sveitungum sínum, t. d. eitt dagsverk frá hverju heimili end- urgjaldslaust. Hygg ég að Geira- dalshreppur i Barðastrandar- sýslu hafi fyrstur komið gagn- kvæmri skipun á slíka sam- hjálp. Búnaðarfélög annars staðar hafa tekið þetta upp, og skipulagt þannig, að kosin er nefnd til þess að annast þetta samhjálparstarf. Sækja þeir, er þær framkvæmdir hafa með höndum, er samvinna þessi nær til, um vinnuhjálp til nefndar- innar, og skiptlr hún vinnu- framlögum þeim, sem nefndin hefir ráð á (t. d. einu dagsverki frá hverjum félagsmanni) á milli þeirra er sótt hafa um vinnuhjálp. í þorpi einu á Austurlandl skeði það fyrir nokkrum árum, að fátækur borgari varð fyrir miklu eignatjóni vegna hús- bruna. Kom þá einn af íbúum þorpsins að máli við samborg- ara sína, og sagði við þá: „Nú hjálpum við þessum nágranna til þess að byggja húsið sitt.“ og þetta gerðu þeir, en vegna þess að hann þurfti litla eða enga vinnu að kaupa tókst hon- um að byggja aftur yfir sig. Síðan hefir þessi slður hald- ist í þessu þorpi, að hver sem þarf að byggja á vísa ókeypis vinnuhjálp nágranna sinna. Slíka samhjálp og samvinrm, ættu allar sveitir og þorp að taka sér til fyrirmyndar. Eng- inn bindur sér með sllkum fram- lögum fjárhagslegar byrðar, og hver og einn kann að hitta sjálfan sig fyrir. En þó að fjár- hagsleg aðstoð slíkrar samhjálp- ar sé mikils virði, þá er þó hitt meira um vert, samhugurinn og samúðin, sem af þessu sprettur. „Góðar þykja mér gjafir þinar, en meira þykir mér verð vih- átta þín og sona þinna,“ sagði Gunnar vlð Njál. — Það hefir oft verlð vikið að þvi, hve landskostir hér væru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.