Tíminn - 01.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 ! PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RTTSTJÓRASKRIFSTOFDR: EDDTJHÚ3I. Lindargðtu 9 A Síniar 2363 og 4373 AFOREIÐSLA, INNHEIMTA OO AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndorgötu 9A Sfml 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 1. marz 1947 42. blaö ERLENT YFIRLIT. Frakkar kref jast Saarhéraðs Frakkar gera sér góðar vonir um úr- slit málsins á Muskvufuiicliiiuin. Franska stjórnin hefir nú lýst yfir þeirri kröfu, að Saarhér- aðið verði sameinað Frakklandi. en jafnframt vill hún tryggja því allvíðtæka sjálfstjórn. Pólverjar hafa þegar tilkynnt, að þeir muni styðja þessa kröfu Frakka og virðist það benda til, að Rússar muni einnig gera það. Óvíst er enn um afstöðu Breta og Bandaríkjamanna. * ¦ * Frakkar hafa þegar hafið undirbúning að innlimun Saar- héraðsins í Frakkland. Strax þegar þeir tóku við hernáms- svæði sinu í Þýzkalandi, tóku þeir upp sérstjórn fyrir Saar. Viktoría kemur' úr fengsæiii veibiför LEON BLUM, sciu notaSi tækifæriS í hinni stuttu ráSherratíð sinni í vetur til að sam- elna Saar tollumdæmi Frakklands. Á siðastl. sumri stækkuðu þeir Saarurrtdæmið verulega, svo að það nær nú til Luxemburg og fylgir landamærum þess allt til Trier. Eykur þetta stærð hér- aðins um 900 ferkm. og íbúa- töluna um 90 þús., en hún er nú alls 900 þús. Frakkar rétt- læta þéssa stækkun með þvi, að Saarhéraðið hafi verið þannig upphaflega. Stærsta sporið að innlimun Saarhéraðsins var svo stigið i vetur í stjórnartíð Leon Blums, þegar Saar var gert að frönsku tollumdæmi. Rök þau, sem Frakkar færðu fyrir- þeirri ráðstöfun, erú veigalítil, ef hún ERLENDAR FRETTIR Vináttusáttmálinn milli Bret- lands og Frakklands er nú full- gerður. Bevin tilkynnti í brezka þinginu i gær, að sáttmálinn myndi fljótlega verða undirrit- aður í Dunkirk af utanríkis- í-áðherrum landanna. Bevin flutti ræðu í brezka þinginu í fyrradag og varaði menn við að gera sér of miklar vonir um árangur af Moskvu- fundinum. Hann lagði áherzlu á áframhaldandi vináttu við Bandaríkin og Rússland. Prentaraverkfall hefst í Kaup- mannahöfn um helgina, ef ekki næst samkomulag áður. , Verk- fallið mun þó ekki ná til blaða jafnaðarmanna og kommúnista. Engin dagblöð hafa komið út í París siðastl. hálfan mánuð, því að starfsmenn blaðanna hafa gert verkfall. Þeir gera hærri kaupkröfur en blöðin vllja fallast á. Truman forseti hefir haldið fund með forvlgismönnum re- públikana og demókrata og mun þar hafa verið rætt um Moskvu- fundinn. Truman mun bráðlega fara í opinbera heimsókn til Mexlkó. hefir ekki jafnframt verið und irbúningur að innlimun héraðs- ins. Frakkar gera nú ekki tilkall til Saarhéraðsins á þeim for- sendum, að íbúarnir séu að miklu leyti franskir, eins og þeir héldu fram í Versölum 1919. Þeir viðurkenna þvert á móti nú, að ekki muni vera nema um 2000 Frakkar í héraðinu. Hinu halda þeir fram, að þeim sé nauðsynlegt að ráða yfir Saar af öryggisástæðum og Elsass- Lothringen og Saar heyri efna- hagslega saman, þar sem Elsass komist ekki af án kola frá Saar, og Saar kemst ekki af, án land- búnaðarvara frá Elsass. Jafn- framt telja þeir þó sjálfsagt, að Saarbúar fái viðtæka sérstjórn, þar sem þeir séu þýzkir og Frakkar vilja engan veginn neyða þá til að hverfa frá þjóð- erni sínu. Eins,og nú standa sakir, virð- ist engin sérstök andúð ríkjandi í Saar gegn sameiningu við Frakkland. Ýmsir skýra þetta þannig, að íbúarnir geri sér von um, að það muni reynast þeim efnahagslegra hagkvæmara á komandi árum, en að tilheyra Þýzkalandi. Hér sé svipað á- statt og í Suður-Slésvík, þar sem mikil hreyfing er nú fyrir sameiningu viö Danmörku, eða þótt það ætti litlu fylgi að fagna fyrir styrjöldina. Það var fyrst eftir fyrri heims- styrjöldina, sem Frakkar báru fram kröfuna um innlimun Saar í Frakkland. Kröfuna rök- studdu þeir þá einkum með þjóðernislegum ástæðum. Einn- ig töldu þeir réttmætt, að þeir fengu hinar auðugu kolanámur þar sem endurgjald fyrir tjón, er Þjóðverjar höfðu unnið á frönskum . námum. Bretar og Bandaríkjamenn vildu hins veg-' ar ekki fallast á þessar kröfur ur og 'varð því niðurstaðan sú, að Frakkar fengu afnot af kola- námunum til 15 ára og skyldi Saar vera undir umsjá Þjóða- bandalagsins á meðan. Að þeim tíma loknum skyldi fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla i Saar um framtíðarstöðu héraðsins. Frakkar hugðust að nota þenn- an tíma til að efla frönsk áhrif í héraðinu, en fóru mjög klaufa- lega að, svo að þeir fengu ibú- ana enn meira á móti sér. T. d. beittu þeir ýmsum þvingunar- ráðstöfunum. Úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar 1935 urðu því þau, að með sameiningu við Þýzkaland voru 477 þús atkv. (90%), en með áframhaldandi umboðsst j órn Þ j óðabandalags- ins voru 47. þús. atkv. Með sam- einingu við Frakkland voru að- eins 2000 atkv. Saar var mjög illa leikið í síð- ustu lotu styrjaldarinnar. Borg- iri þar urðu fyrir miklum skemmdum og er húsnæðisleysi þar mjög mikið. Líklegt er þó, að héraðið rétti fljótt við, vegna auðlegðar sinnar, ef Frakkar beita ekki óbilgirni. Það má telja vlst, að innlim- un Saar í Frakkland vekji mikla andúð í Þýzkalandi. Óvíst er því, að Frakkar hafi mikla ástæðu til að fagna yfir innlimuninni, þegar stundir liða fram. En þeir gera sér góðar vonir um, að hún fáist samþykkt á Moskvu- fundlnum. Það er ekkert lát á síldargengdinni í sundunum við Reykjavík. Veiðiskipin fá daglega hlaðafla, ef þau komast á annað borð út. í gær var sólskin og blíða, en fjöldi báta lá með fullfermi síldar í Reykjavíkurhöfn, því að aðeins tvö skip tóku á móti síld til norðurflutnings." En sama dag voru tugir bila að aka möl og saridi í Reykjafoss til kjölfestu handa skipinu í fyrirhugaðri ferð þess til Austfjarða og Leith. Vantar hér ekki samvinnu og skipulag? Hefði ekki verið heppilegra, að Reykjafoss hefði tekið síld til norðurflutnings og tekið kjölfestu þar, þó það hefði ef til vill tafið Skot- landsferð skipsins um fáeina sólarhringa? Á hverjum góðum degi, sem veiðiskipin verða að liggja í höfn og bíða afgreiðslu, tapar þjóðin aflafeng, sem nemur máske hundruðum þúsunda krónum. Hefir hún efni á því að fleygja þannig frá sér auðæfum? — Myndin hér að ofan er af Vlktoríu frá Reykjavík. Er hún að koma inn, hlaðin síld. Viktoría og Andvari eru fengsælustu síldveiðiskipin. Eru þau saman um veiðitæki, og stjórnar Ing- var S. Pálmason skipstjóri veiðiferðum þeirra beggja. (Ljósm.: G. Þórðarson). Unniö nótt og dag við að losa síld í f lutningaskipin Vioíal við Þorvald Ansnes verkstjfóra. I Undanfarna daga hefir verið góð síldveiði á ytri höfiUiuii í Reykjavík og inn í sundunum. í gær voru aðeins þrir bátar að veiðum og öfluðu þeir vel, en annars var flotinn bundinn við bryggju, drekkhlaðinn af síld. og beið löndunar. Tíðindamaður blaðsins fór niður á bryggjur í gær og hafði tal af verkstjór- anum, sem séð hefir um losun síldarskipanna og fermlngu skip- anna, sem flytja sildina norður. Heitir hann Þorvaldur Anshes, Qg er Siglfirðingur að uppruna. Vélskipið Freyja fór í há- karlalegu í nótt Gert er ráÖ fyrir áfranihaldandi veiðum, ef sæmilegur afli fæst. Hákarlaveiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land siðan fyrir stríð. En í nótt fór vélskipið Freyja í hákarlalegu, og hafa eigendur hennar i hyggju að gera hana út á hákárlaveiðar nú um skeið, ef afli reynist sæmilegur. Er nú svo gott verð á há- karlalýsi, að slík útgerð getur verið arðvænleg, ef afli bregzt ekki. Freyja er eign Hafsteins Bergþórssonar útgerðarmanuns, Guðmundar Jónssonar, skipstjóra og fleiri. Tíðindamaður Tímans átti tal við Guðmund Jónsson, skip- stjóra á Freyju, i gærkvöldi, skömmu áður en lagt skyldi af stað í veiðiförina. — Er ekki langt síðan farið hefir verið í hákarlalegu héðan frá Reykjavík, spurði tíðinda- maðurinn. — Jú, slík veiðibrögð lágu al- Kjöt og kartöflur lækkar í verði Ríkissjóður ver 88 aurum til niðurgreiðslu á hvert kjötkíló. Ríkisstjórnin hefir ákveðiS að verja fé úr rikissjóSi til þess að lækka verð á kjöti. SmásöIuverS á frystu og söltuðu dilkakjöti og fyrsta flokks geldfjárkjöti verö- ur kr. 10.85 hvert kílógramm frá og meS deginum í dag. Á öSrum tegundum kjðts Iækkar verðiS um eina krónu hvert kilðgramm. RíkissjóSur mun verja 88 aurum til niðurgreiSslu á hvert kjiltkíló, sem selt verSur hér eftir. Þá hefir rikisstjórnin einnig UvkkaS verS á kartöflum. Verð- ur smásöluverS þeirra frá og meS deginum f dag 95, 80 og 66 aurar, efttr gæðaflokkum. aurar, eftir veg niðri á striðsárunum. En fyrir stríð brugðum við okkur stundum á hákarlaveiðar. Bæði Sigríður og 'Rifsnes fóru þá á hákarl, auk Frejrju. — Hvernig voru aflabrögðin þá? . — Við veiddum talsvert, en verðið á hákarlalýsinu var svo lágt, að þessi útgerð bar sig ekki. Þá fengust ekki nema 32 krónur fyrir fatið. En nú er verðíð svo miklu hærra, að þess- ar veiðar ættu að geta borið sig með svipuðum aflabrögðum og þá voru. — Hvert farið þið? — Við ætlum að leggja lín- urnar á Kollunum út af Breiða- firði. Þar eru hákarlamiðin — svo sem 100 mílur vestur 'af Jökli. — Hirðið þið aðeins lifrina? — Við hirðum fyrst og fremst lifrina, og svo kannske eitthvað af hákarli handa beztu kunn- ingjum manns. — Ætlið þið aðeins. þennan ,eina túr? — Ef vel gengur, er ætlun okkar að halda þessu áfram. Það er lika gott að dreifa veiði- skapnum og afla sem fjölbreytt- astra sjávarafurða. Og nú sem stendur er mjög sótzt eftir lýsi. — Hvað verðiö þið margir á skipinu? — Við erunt' niu. (Framhald á 4. sióu) Sökkhlaðin síidarskip. — Ég hefi lítinn tíma til að tala við þíg núna, segir Þor- valdur, er tiðindamaðurinn hef- ir loksins fundið, hann um borð í einum síldarbátanna, sem á að fara að losa. Það er allt vitlaust núna og i mörgu að snúast. Þarna bíða sjö skip eftir losun, eins og þú sérð, og um leið bendir hann á sildarskipin, sem liggja báðum megin við bátinn, sem við erum i. Skipin eru öll drekkhlaðin. Fyrir aftan Sæfell, sem við erum í, liggur Viktorla fullhlaðin eins og sést á mynd- inni hér á síðunni. Skipverjar á Bjarka eru sem óðast að ganga frá lúgum á þilfarinu og segjast ætla sjálfir með aflann norður til Siglufjarðar í kvöld, ef ekki verður útlit fyrir, .að hægt sé að losa i flutningaskip. Vélbáturinn Dóra frá Hafnar- firði liggur yzt, og er sökkhlað- in, svo að stefnið eitt stendur í rauninni upp úr sjónum. Hún er nýkominn úr sinni fyrstu síldveiðiför að þessu sinni. Sifelldur hörgull á flutn- ingaskipum. — Hvernig gengur með flutn- ingaskipin? spyrjum við Þor- vald. Fiskafli á óvenjuleg- um slóðum Eins og áður hefir verið sagt frá, hefir verið mokafli á veiði- 3lóðum vestfirzku bátanna. Bát. ar frá ísafirði hafa byrjað að leggja lóðir sinar móts við Hnífsdal og vart sótt lengra í vetur en út í Djúpmynnið. Nd fyrir nokkru bar það við, er sjóveður var illt, að sjómenn, sem lagt höfðu í róður, en treystust ekki til þess að leggja línuna á venjulegum slóðum, tbku það 'ráð að halda inn í Tnn-Djúp og leggja lóðina þar, fremur en geja beituna ónýta. Fleygðu þeir línunni af handa- hófi fram undan Melgraseyri, og fengu þeir þar eftir skamma stund sex smálestir af fiski. Á þessum slóðum hefir fiski- göngu tæpast orðið vart frá ó- munatíð. — Jú, það eru tvö hér í dag. Sæfell og Erna, sem bæði taka síld til norðurflutnings, eri það bíða líka sjö skip löndunar. Von er á Hrímfaxa í kvöld að norð- an, og ætti þá að vera hægt að losa flest þessara skipa, en ef að líkum lætur, verða þá þau, sem fyrst fara út nú, komin aftur með fullfermi hér við bryggjuna áður en þau síðustu hafa verið tæmd. Þannig hefir það gengið að undanförnu. Meiri sild í sundunum en i Kollafirði. Þorvalduír sagði, að skipstjór- arnir, sem bezt væri trúandi til að vera kunnugir háttum sild- arinnar hér syðra, teldu að enn meiri síld væri hér í ytri höfn- inni og sundunum, heldur en nokkurn tíma var í Kollafirði, þótt mikið væri þar. Skipstjórinn á Viktoríu, Jón Sigurðsson, var að veiðum hér rétt úti fyrir hafnarmynninu einn daginn og ætlaði að láta reka upp að bryggjunni að norskum sið, þar sem nokkur gola var. En er líann var kom- inn í mitt hafnarmynnið sprakk nótin utan af síldinni. Þvllík ógrynni höfðu komið í hana. Vakað nótt og dag. — Hvernig er það, vakið þið ekki nærri því nótt og dag við síldarlosunina? .— Jú, við vökum oft lengi meðan veriö er að ferma tU norðurflutnings. Það er sama á hvaða tíma byrjað er að ferma skip til norðurflutnings — það er ekki hætt fyrr en það er fullt og lagt af stað norður, og bátarnir, sem losuðu, komnir út á ytri höfnina, og farnir að háfa síldina að nýju. Árshátíð Framsókn- arkvenna í Reykjavík Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík heldur fyrstu árshá- tlð sína í Tjarnarkaffi næst- komandi mánudagskvöld, 3. marz kl. 8.30. Þar verður margt tii skemmtunar, m. a. kvik- myndasýning, stuttar ræður, söngur, dans o. fl. Þá verður sameiginleg kaffidrykkja. Aðgöngumiðar fást á af- sreiðslu Tímans í Edduhúsinu (uppi), simi 2323, og eiga að sækjast fyrir kl. 3 á mánudag- Inn. Framsóknarmenn í Reykja- vik munu fjölmenna á þetta samkvæmi með gesti sina. Síoasta myndin Meðal þeirra, sem fórust í flugslysinu mikla á Kastrup- flugvellinum í Danmörku, var söngkonan og kvikmyndadísin Grace Moore. , Lík Grace Moore var flutt í flugvél frá Kaupmannahöfn um Amsterdam til Parísar. Mynd sú af söngkonunni, er fylgir þessum línum, var tekin er hún kom til Kaupmanna- hafnar og er þvi einhver Éiðasta myndin, sem til er af henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.