Tíminn - 01.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1947, Blaðsíða 3
42. blað TÍMLMN. laugardaglnn 1. mraz 1947 3 Helgi Slgurjónsson áttræður. (Framhald af 2. siOuj skepnur. Eihnig heyjaði hann oft á sunnudögum. Árið 1894 til 1895 var hann lausamaður til heimilis á Helluvaðí. Átti þá dálítinn fjárhóp og i hest. Um þetta leyti voru hér miklir umrótstímar. Fjöldi fólks fór til Ameríku og jarðirnar gengu kaupum' og sölu. Á þessu ári festu þeir bræður, hann og Sig- finnur kaup á Grímsstöðum, þegar þaðan var farið til Ameríku. Þar hefir hann átt heima síðan. Búskap hóf hann ! á hálfxl jörðinnl; vorið 1895, en var á fyrstu áfum laus við stað- inn, sem hann leigði þá stund- um öðrum öll jarðarafnot af. Hófst nú merkur þáttur i ævi Helga þegar hann ferðaðist um margar sveitir hér i kring til að bólusetja sáuðfé við bráðafári. Hann hóf það starf haustið 1901 og hélt þessum ferðum á- fram þangað til 1917, að bóiu- setning var orðin almenn og margir höfðu eignast áhöld til þess. Helgi var næst fyrsti mað- ur, sem bólusetti fé hér í Suður- Þingeyjarsýslu. Veturinn 1904 fór Helgi fót- gangandi héðan úr Mývatns- sveit á búnaðarnámskeið sem haldið var að Hólum í Hjalta- dal. Þar var Ræktunarfélag Norðurlands stofnað og er hann einn af stofnendum þess. — Á þessu námskeiði kynntist hann aðferð til þess að lækna doða í kúm með innspýtingu. Fékk hann sér strax áhöld til þess og fór víða til að liðsinna mönnum í þeim efnum þangað til þetta varð líka almenningseign. Á þessum árum ferðaðist hann oft um nærsveitirnar á vorin og keypti kindur, átti þær yfir sumarið og seldi þær svo til Akureyrar um haustið. — Á hann bækur yfir þessa verziun, sem sýna kaup- og söluverð hverrar kindar sum árin. Einu sinni keypti hann all- stórt fjárbú i Eyjafirði, af manni sém mun hafa farið til Ameríku, og rak féð austur i Mývatns- sveít til sumardvalar. Á þessum tímum voru ekki miklar samgöngur úr Mývatns- sveit, annað en til Húsavikur. En Helgi fór á hverju ári 2 til 3 ferðir til Akureyrar. Hefir hann frá mörgu að segja af því sem hann útvegaði fólki í þeim ferðum. Margar þessar ferðir voru aðallega gerðar til þess að útvega kaupakonur bæði fyrir sjálfan hann og aðra. Er það langur nafnalisti, allar þær stúlkur, sem hann sótti og voru hjá honum tíma og tima. Sum- Helgi á Grímsstöðum, miðaidra. - ar þeirra hafa seinna gifzt þjóðkunnum mönnum. Þá keypti hann oft hesta í Eyjafirði fyrir ýmsa hér og reyndust margir þeirra vel og sumir ágætlega. Enda hefir Helgi alla sína ævi haft yndi af hesturn og oft átt góða hesta. Mun beztur af þeim öllum Bleikur sá er hann heygði í Slútnesi. Slútnes er eins og margir vita fegursta eyja í Mývatni og til- heyrir Grímsstöðum. Er það höfuðprýði jarðarinnar og sveit- ariirnar um leið. Þar eiga Gríms- staðabæxxdur margar yndis- stundir á vorin í fuglaríkinu þar, sem alltaf miðlar þeim miklu af eggjum, þó það hafi minnkað i seinni tið af því að svo margir hafa nú tækifæri til að komast þangaö. að umferð verður þar meiri en fuglinn kýs. Helgi hefir alla tíð unnað jörð sinni mjög og viljað allt fyrir háira gera. Hóf hann snemma jarða- og húsabætur. Byggði hann bæ sinn upp að nokkru 1902 og lagði þá rnikið á sig til að hafa það myndarlegt í þeim stíl, sem þá tíðkaðist. Sem dæmi má nefna það, að hann sótti hraunhellur á sleða norður i Bóndhálshraun hjá Gæsafjöllum 14 km. lelð, til að helluleggja gólf í búri sínu. Hann hefir allt- (Framhald á 4. síöu) góðir, háfjallagróðurinn verð- mætur og bætlefnaríkur, m. a. vegna birtunnar. Þessi gæði la,ndsins verða tæplega fullnot- uð, nema sauðfjárrækt sé stund- uð áfram i landinu, og það er ekki hægt, ef byggðin á að fær- ast saman í þéttbýl hverfi á mesta láglendinu. Enda mundi slík samfærzla byggðarinnar stríðá á móti stefnum öllum og straumum I heiminum yfirleitt. Byggja ekki Rússar allt sitt víðlenda ríki út á yztu skækla, norður á nyrztu strandir hhrna miklu fiæra i Síberiu. Tala ekki Norðmenn um að byggja upp aftur í Norður-Noregi, og ef ein kynslóð orkar því ekki, þá taki sú næsta við. Leita ekki landnemar sífellt út frá þéttbýlustu löndum gamla heimsins I strjálbýlið, einangrun og erfiðleika hinna lítt eða ónumdu landa og álfa, bara ef þeir fá að setjast þar að. Gæti ekki rekið að þvi, að ein- hverjir aðrir en íslendingar gerðu kröfu til að fá að nýta hina svo nefndu útskækla hér, ef þjóðin sjálf, sem landið á, og hefir byggt, yfirgæfi þá, og hvernig gætum við staðið á móti þvl, eftir því sem meir og meir þrengist 1 heiminum. Eru líkur til þess að nokkur þjóð verði algerlega svo sjálfráð, á þessari samábyrgðar, samhjálp- ar og félagsöld, sem óneitanlega virðist hilla undir, að nokkurri þjóð þolist slík sóun á byggi- legu landi. Ég held að við verðurn að gera okkur það ljóst, að full- komin hætta getur verið á því, að hin ágæta frjómold íslands kuiini að freista annarra, sem verra land eiga en við, ef ekki er hér fullsetið fyrir. Liklegt er að hin sívaxandi tækni nútim- ans I ræktun og vlsindum geti að verulegu leyti ráðið bót á þeim agnúum sem hnattstaða og veðráttufar veldur okkur nú. Enginn efi er á því, að hið dásamlega afl nútimans, raf- magnið, sem nú *er að leggja heiminn undir sig, eða réttara sagt, sem heimsbyggðin er nú að gera sér undirgefið, muni gjör- breyta öllum högum og háttum manna, ekki síður í dreifbýli en í þéttbýli. Hvers við í framtið- inni eigum af rafmagninu að vænta, er enn ekki fyllilega komið í ljós, en þegar sést þar hilla undir dásamlega og merki- lega hluti. Má vera að framleisla raf- magns til nota handa öllum landsmönnum, sé mesta nauð- synja- mannréttinda- og jafn- réttismálið í náinni framtíð. Þurfum við sveitamenn og sveitaunnendur, að halda fast (Framhald á 4. siöu) ALICE T. HOBART. Yang og yin ínn hjaðnaði, un eftir þetta þorði Ló Shí ekki annað en láta Peter íramkvæma hættulegustu uppskurðina. Eftir þetta fór Ló Shí að verða stopulli við starf sitt í sjúkra- húsinu. Meira og meira ienti á Peter. Ló Shí hafði misst traust sitt á framtíðinni, oij. hinn nagandi ótti lamaði hann. Hann tók að leita meira og meira lags við unga yfirstéttarmenn í Shanghai, og þar eyddi hann tómstundum sínum i skemmtistöðum og veit- ingahúsunum. Hinar ungu dætur Shanghaiborgar höfðu gengið á hönd vestrænum hugmyndum um frjálsar ástir, og þær voru jafnvel enn girnilegri en söngmeýiar gamla timans. Einn morguninn var Ló Shi á heimleið frá Shanghai. Hann hállaði sér aftur á bak í sætið á biíreiðinni og lét fara vel um sig. Það hafði komið sendimaður frá stjórnarvöldunum á fund hans kvöldið áður og gefið honum kost á að gerast aftur virkur þátttakandi í flokksstarfinu. Honum hafði verið boðin valda- mikil staða í hinu nýja heilbrigðismálaráðuneyti. Hann átti kost á að snúa við — frá útskúfuninni, sem hann hafði átt við að búa. Hann leit á armbandsúrið sitt. Jú — hann myndi ná Peter heima. Hann ætlaði að segja honum fyrstum manna, hver breyting væri orðin á högum hans. Hann myndi sjálfsagt fagna því manna mest, að nemandi hans átti loks kost á starfi, sem veitti honum 'oetri aðstöðu til að þjóna hinni sjúkdómum hrjáðu, kínvei'sku þjóð Peter leit upp, þegar Ló Shí kom inn. „Ég er kominn til þess að segja þér, að ríkisstjörnin hefir boðið mér nýja stöðu, mikil völd.“ sagði Ló Shí. Hann hafði ætlað að oæta þvi við, að hann hefði þegar ákveðið að taka þessu boöi, en í stað þess sagði hann: „Ég vildi gjarnan ráðgast um þetta við þig.“ Peter varð seinn til svars, Ló Shí tvisteig um stund og stakk loks höndunum inn í viðar ermarnar. Á þessu augnabliki skynjaði hann, að hinn hvíti læknir var þjónn þess málefnis, sem hann hafði helgað sig, firrtur éigingirni og sjálfselsku. En hann skynjaði fleira. Læknisaugu hans sögðu honum, að þreyta og sjúkleiki voru að sliga þennan mann. Andlegur þróttur hans var bara of mikill til þess, að sjúkdómar næðu tökum á honum. Loks leit Peter beint framan í hinn kínverska vin sinn. „Þú vilt ráðgast við mig,“ sagði hann, „en enginn getur tekið ákvarð- anir fyrir annan mann. Ti'úir þú því, að þú getir betur þjónað þjóð þinni, þá þiggðu stöðuna. En ef þú heldur, að það sé markmið þeirra, sem buðu þér hana, þá ertu á villigötum. Til þess liggja allt aðrar ástæður. Þú átt að borga þessa stöðu dýru verði, og þú veizt sjálfur, hvað það er.“ Sen Ló Shí mælti ekki orð irá vörum. Hann fann glöggt, að hann stóð á vegamótum. Léti hann veiða sig i net ópíumkaup- mannanna, myndi honum aldrei auðnast að losna úr því. Hann hafði verið kominn að því að ánetjast. En nú sá hann, hvers konar embættismaður hann átti að verða, ef hann gein við flugunni. Hann átti að hljóta völd og virðingu á yfirborðinu, en loka aug- unum fyrir því, sem ekki mátti koma i dagsins ljós. Að launum átti hann að hljóta peninga — mikla peninga, sem hann gat lagt í banka i Shanghai og átt þar vísa, á hverju sem gekk í Kínaveldi. Ef hann hafnaði boðinu, voru allir hans framadraumar að engu orðnir — þá yrði hann aldrei annað en vesall og umsetinn læknir í lélegu sjúkrahúsi. Þá beið hans þrældómur, sem var að litlu eða engu metinn — lýjandi þjónusta við hsaíó ren, hina smáu. Það yrði hlutskipti hans. „Ég hefi ráðið, hvað gera skal,“ sagði hann loks. „Ég hafna boðinu. Þeir finna sjálfsagt marga raenn í Shanghai til þess að stjórna skrifstofu. Starf okkar er . .. .“ „Já,“ sagði Pe»,er. „Starf okkar .... rannsóknirnar . .. .“ TILKYNNING frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Með því að ríkisstjórnin hefir ákveðið að verja til þess fé úr ríkissjóði að lækka verð á dilka og geldfjárkjöti, hef- ir Verðlagsnefnd landbúnaðaraíurða i dag ákveðið, að frá og með 1. marz næstkomandi skuli smásöluverð á frystu og söltuðu dilka- og geldfjárkjöti (súpukjöti) í 1. verðflokki lækka í krónur 10.85 hvert kíló. Jafnframt lækkar útsöluverð á öllum öðrum tegundum dilka- og geldfjávkjöts um kr. 1.00 hvert kíló. Heildsöluverð "kal vera frá sama tima: í 1. verðflokki kr. 9.52 hvert kíló 2. verðflokki kr. 7.62 hvert kíló. Meðan verð þetta gildir, greiðir Verölagsnefnd landbún- aðarafurða fyrir hönd ríkissjóðs kr. 0.88 á hvert kíló dilka og geldfjárkjöts, sem selt er eftir 1. marz af birgðum, sam- kvæmt mánaðarlegum sölureikningum. Reykjavík, 28. febrúar 1947. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða. Kaupfélög! FJÖLYRKJ AR Planet Jnnior nr. 11 Samband ísl. samvinnufélaga Bensín- og hráolíuraótarar „Atlas“ dieselmótorar 6—8 hestöfl „Atlas“ olíumótorar Zy2—4 hestöfl „Villiers“ benzinmótorar 2 y2 hestafl „Villiers" benzínmótorar iy2 hestafl. €B RII L%*il Síinl 7450. SALA Kápur og pelsar. Kjólar. Veskí. Undirföt. Hanzkar. Sloppar. Barnakápur. og ýmislegt fleira. Og einnig taubútasala. KÁPUBÚÐIN Laugavegi 35. Sigurður Guðmuudsson. umtsum::: Tilkynning til fisksaltenda Samkvæmt Ö. gr. reglugerðar um ríkisábyrgð á sölu- verði fréðfisks, saltfisks o. fl. frá 17. febr. 1947, er hér með lagt fyrir alla þá, sem fisk salta, að senda Fiskifélagi íslands 1. og 15. hvers mánaðar tilkynningu um saltað fiskmagn. í fyrstu tilkynningu skal gefa upp fiskmagn saltað frá vertlðarbyrjun til 15. íebrúar og síðan hálfs- mánaðarsöltun. í þessum tilkynningum skal sundurliða fisktegundir og miða uppgefið magn við fullsaltaðan fisk. í Reykjavík og Hafnarfirði skal senda þessar tilkynning- ar i bréíi, annars staðar í símskeyti. Fiskur, sem ekki er tilkynntur á framanskráðan hátt, fellur ekki undir ríkis- ábyrgðina. Þá skal fisksaltendum bent á það, að fiskurinn er í þeirra vörzlu og á þeirra ábyrgð, þar til hann er fluttur út, og að einungis matshæfur fiskur fellur undir ríkis- ábyrgðina. Óheimilt er að salta ýsu, ef unnt er að frysta hana. Reykjavlk, 21. febrúar 1947. FISKABYRGÐ4RN1EFKDI1N Stúlku eða konu til hjálpar við matreiðslustörf, helzt vana flatköku- bakstri, vantar strax. Upplýsingar á skriístoíu Kron.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.