Tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, migvikmlagiim 12. marz 1947 49. blað Miðv.dugur 12. tnraz Jafnrétti dreifbýlisins Svo er nú komiS, að Sjálf- stæðismenn eru farnir að við- urkenna, að þjóðinni stafi hætta af hinum miklu fólks- flutningum til Reykjavíkur. Hinn nýi borgarstjóri gerði þetta að umtalsefni, þegar fjár- hagsáætlunin var til umræðu í bæjarstjórninni á dögunum, og Mbl. leggur síðan út af ummæl- um hans, eins og þau séu ný- fundin sannindi. Ummæli borgarstjórans voru m. a. á þessa leið: „Ég er á þeirri skoðun, að að- alatriðið til þess að draga úr aðstreymi til bæjarins, sé að gera sem lífvænlegast annars staðar á landinu. Það er því hagsmunamál Reykvíkinga að í kauptúnum og sjávarplássum fái menn sem bezt og mest at- vinnutæki, svo fólkið haldist þar kyrrt. Kemur þar fram sem víða annars staðar, hve hagsmunir Reykvíkinga og annarra lands- manna fara saman." Ef Mbl. hefði viljað leggja satt og rétt út af þessum ummælum borgarstjórans, hefði það sizt af öllum átt að vera með köpur- yrði til Framsóknarflokksins. Það, sem borgarstjórinn heldur fram í ræðu sinni og Mbl. lýsir sig nú fylgjandi, er ekkert ann- að en sú stefna, Sem Framsókn- armenn hafa barizt fyrir á und- anförnum árum og sætt hefir ákafastri andstöðu flokks borg- arstjórans og Mbl. í næstum hvert skipti, sem Framsóknar- flokkurinn hefir beitt sér fyrir umbótamáli í þágu dreifbýlis- ins, hefir Mbl. risið upp pg talið málið bera vott um fja^idskap gegn Reykjavík, kallað það nýj- ar klyfjar á Reykvíkinga og þar fram eftir götunum. Þessi átök Fran>sóknarmanna og Sjálf- stæðismanna hafa sett höfuð- svip sinn á stjónömálabaráttu seinustu áratuga. Þótt Sjálfstæðismönnum hafi langt frá því tekizt að hindra öll framfaramál dreifbýlisins, hefir barátta þeirra eigi að síð- ur borið þann árangur, að dreif- ing fjármagnsins hefir orðið því í óhag og óeðlileg þennsla hvers konar braskstarfsemi hefir átt sér stað í höfuðborginni. Þangað má rekja þann sjúkleika, sem veldur hinum hættulegu fólks- flutningum, sem jafnvel Sjálf- stæðismenn eru nú orðnir hræddir við. En það er ekki nóg að viður kenna staðreyndir í orði, heldur verður líka að gera það á borði. Hugarfarsbreyting hjá Sjálf- stæðismönnum verðui^ ekki dæmd eftir því, þótt borgarstjór- inn og Mbl. mæli fagurlega, heltívr eftir verkunum. Ætla Sjálfstæðismenn að hjálpa til þess, að dreifbýlið fái stórauk- inn hluta af fjármagninu? Ætla Sjálfstæðismenn að hjálpa dreifbýlinu til að fá þann hluta af verzlunarútsvörunum, sem því ber? Ætla Sjálfstæðismenn að gera Eipiskipafélaginu skylt, ef það heldur skattfrelsinu áfram, að það sjái dreifbýlinu fyrir beinum siglingum frá út- löndum? Eftir því, hvernig Sjálfstæðismenn svara þessum og svipuðujn spurningum, verða þeir dæmdir í þessu máli. Það er vel, að fleiri og fleiri skuli nú opna augun fyrir því, að sú stefna Framsóknarmanna að berjast fyrir hagsmunum og jafnrétti dreifbýlisins, er síður en svo andstæð hagsmunum J6N GAUTI PÉTURSSOA: Hvers vegna hafa kaupmenn aldrei verið á móti tollahækkun? í áliti hagfræðinganefndar- innar, sem öll blöð höfuðstað- arins, önnur en Tímin'n, virðast hafa samtök um að ætla að reyna að þegja í hel, eru taldar upp ýmsar ráðstafanir, er, að áliti höfundanna, þurfi að gera til að koma á, eða vinna að jafn- vægi í greiðs.luviðskiptunum við útlönd. Fyrsta og áhrifamesta atriðið í þessu tilliti telja þeir hækkun á innflutningstollum, að, verulegum mun, og ekki minna en tvöföldun þeirra á sumum vörutegundum. Tolla- löggjöfin íslenzka hefir hingað til verið miðuð við það fyrst og fremst, eða jafnvel eingöngu, að afla fé í ríkissjóð, enda þótt hitt sé víst og satt, að ýms tollagjöld og innflutningstakmarkanir gagnvart einstökum vöruteg- undum, hafi haft sömu verkanir og verndartollar væri, enda hafa, í skjóli þeirra, vaxið upp í land- inu ýmsar vafasamar iðngrein- ar, sem ekki ættu sér neinn fjár- hagslegan grundvöll, ef tolla- ákvæði og innflutningstálmanir hefðu ekki bægt nálega allri utanlandssamkeppni frá þeim. í tillögum hagfræð'jinganna, sem áður getur, kom fram nýtt aukasjónarmið eða tilgangur með hækkun innflutningstolla, Reykvíkinga, heldur er þeim sjálfum fyrir beztu, þegar til lengdar lætur. Alltof margir hafa hingað til látið blekkjast af þeim áróðri Mbl., að það væri fjandskapur gegn Reykjavík að sýna málefnum sveitanna vel- vild og skilriing. Þegar napur veruleikinn sviptir þessari blekkingahulu frá sjónum þeirra, eiga þeir að draga af því réttar ályktanir og skipa sér um Framsóknarflokkinn, sem einn flokkanna hefir barizt fyrir jafnrétti dreifbýlisins og þá jafnframt fyrir hinum sönnu hagsmunum Reykjavíkur. þ. e. að takmarka á þann hátt kaupgetu landsmanna, eða öllu heldur eyða henni, og spara með því erlendan gjaldeyri, þar sem ætla megi að innkaup dragist saman, að verulegum mun við mikla tollahækkun. Þó árangur- inn í þá átt hljóti, að óreyndu, að byggjast á getgátum. má þó alveg telja víst að meðan sú kaupgeta, sem nú er fyrir hendi, helzt innanlands, orki tolla- hækkun ein því ekki að inn- flutningurinn minnki í hlutfalli við hana, og að þess vegna yrði um auknar tollatekjur að ræða fyrir ríkissjóð, Því gæti svo farið, að Alþingi yrði sammála um þann lið einan af tillögum nefndarinnar, og kippti honum úr sambandi við aðrar aðgerðir, sem stungið er upp á samhliða honum. Hvort sem þetta rætist bókstaflega eða ekki, er mjög við búið að veruleg tollahækkun sé framundan þó misjafnt falli væntanlega á vöruflokka. Tollastefnan, sem fjáröflun- arleið fyrir ríkissjóð, er ekkert nýnæmi hér á landi. Ef mark mætti taka á þingmálafunda- gerðum og stefnuyfirlýsirigum ýmsra stjórnmálaflokka, yrði að ætla, að hún ætti fáa for- mælendur í landinu, en marga mótstöðumenn. En eftirtektar- vert er það, að verzlunarstéttin, eða a. m. k. verzlunarrekendur, sem í framkvæmdinni inn- heimt þessar tekjur hjá al- menningi, hafa aldrei lagzt á móti, eða kvartað undan aukn- um tollálögum. Hvað myndi slíku valda? Eru þetta allt saman svo þjóðhollir þegnskaparmenn, að þeir hafi tekið slíka innheimtu að sér fyrir ekki neitt? Nei, ráðningin er allt önnur. Frá því tekið var fyrst að leggja tolla á verzlunarvöru, hefir sá háttur lagzt á áð . reikna verzl- unarálagninguna ekki einungis af kaupverði vörunnar, kominn- ar til landsins, heldur og að viðbættum öllum tollgreiðslum, sem á hverja vörutegund hafa fallið. Af því er augljóst, að það hefir síður en svo verið kaup- mönnum -eða öðrum verzlunar- rekendum, í mein, að tollálögin hækkuðu, því við það jókst verzlunarvelta þeirra, sem á mátti leggja — og það á miklu hagstæðari hátt fyrir þá, en með því að auka vörumagnið, því verðaukinn vegna tollanna krafðist hvorki aukins húsnæð- is né fjölgunar á starfsfólki, svo nokkru næmi. Um það gegnir sama máli og hitt, er fram kom á stríðsárunum, að haganlegast var að kaupa vörurnar sem hæstu verði utanlands, því þá var undirstaðan breiðari, sem á mátti leggja, og arðurinn vax- andi í hlutfalli við það. — Slík verzlunaraðferð getur að sönnu ekki þrifist, þar sem eðlileg sam- keppni kemst að um verzlun og vörueftirspurn er náttúrleg. En vegna þeirra hamla og hindr- ana, sem á vöruinnflutningi voru — og eru enn — svalg hin lausbeizlaða kaupgeta í landinu allar vörur sem fengust, án til- lits til verðlags á þeim. Ákvæðin um hámarksálagningu verð- launuðu þannig greinilega dýr innkaup, svo freistingin varð sterk um það að hafa mnkaupa- reikningana sem hæsta, á lög- legan og ólöglegan hátt, eins og nærtæk dæmi sanna. Þá voru og hækkandi tollgreiðslur vegna verðlagsins (þ. e. verðtollurinn) kærkominn útgjaldaliður tii að leggja verzlunarálagninguna á. Nú hefði mátt ætla, að lög- skipaðri álagningu (eða sama sem það), yrði hagað þannig, að hámarksálagning yrði, að öðru jöfnu, lægri á hátolluðum vör- um, því vitanlega nær það engri átt aö almenningur eigi að greiða verzlununum 40—60% eða þaðan af meira, í inn- heimtulaun á þeim tollgjöldum, sem í ríkissjóð eiga að ganga, enda þótt innheimtunni fylgi nokkur ómök, dálítið vaxtatap og einhver áhætta, sem þó er næstum að verða hverfandi vegna þess hve staðgreiðsla til verzlana er orðin útbreidd. Það er þó síður en svo, að ákvæðin um hámarksálagningu beri því vitni, að lægri álagning sé ætluð á tollagjöldin en aðra liði vöru- reikningsins, enda munu kaup- menn hafa komið þeirri venju á áður, að hlífast þar í engu við. En meðan nauðsyn þykir á að fyrirskipa hámarksákvæði um álagningu á vörur, er eina rétt- láta og skynsamlega aðferðin tvímælalaust sú, að leyfa álagn- inguna einungis miðað við kostnaðarverð vörunnar, kom- innar á land (cif-verð + upp- skipun) en alls ekki að viðbætt- um tollgreiðslurii, á annan hátt en þann, að í álagningunni fel- ist hófleg innheimtulaun toll- anna. Venjan í þessum efnum hefir gert menn sljóva fyrir þeim ókjörum, er þeir hafa orðið að sæta. En á þessa vanskipan kemur til með að reyna alveg sérstaklega, ef svo fer, sem áður er getið til, að snögg og stór- felld tollahækkun sé í vændum, hvort sem hún yrði gerð í fjár- öflunartilgangi einungis eða sérstaklega til áhrifa á greiðslu-1 jafnvægi landsins við útlönd, eins og fyrir vakir í nefndaráliti hagfræðinganna. Til glöggvun- ar skal lagt fram dæmi um hvernig þetta myndi koma fram í verzlun, er nú flytur inn vörur fyrir eina miljón króna (cif- verð), sem á falla 50% toll- gjöld til jafnaðar hefir álagn- ingarundirstöðu upp á iy2 mil- jón króna. Væri nú tollarnir tvö- faldaðir, sem hagfræðingarnir telja ekki of freklega í farið, og yrði 100% af vöruverðinu, færð- ist undirstaða álagningarinnar upp í 2 milj. króna, ef innflutn- ingsmagnið væri óbreytt. Að sönnu má búast við, að inn- flutningsmagnið minnki nokk- uð vegna tollahækkananna, — en að óbreyttum ákvæðum um hámadksálagningu má það minnka um % hluta, án þess brúttótekjur verzlunarinnar þverri nokkuð, frá því sem áður var, en nettótekjurnar yrðu sennilega meiri en áður, þar sem ætla verður að þverrandi vörumagn geti komizt af með minna húsrými og.færra starfs- fólk. Ekki er trúlegt að nokkur gerist opinberlega formælandi þess, að svona rangsnúin aðferð gagnvart öllum vörukaupendum í landinu haldist við, til þess að tryggja einni stétt í landinu öruggan og vaxandi ágóða af innheimtu á tolltekjum ríkisins. Enginn hefir gengið þess dul- inn, að þessi stétt, verzlunarrek- endur, . hefir á undanförnum árum hlotið þykkustu sneiðina í útdeilingu þjóðarteknanna, og til þess hefir álagning á vax- andi tollatekjur ríkisins bezt hjálpað, allra löglegra aðferða. Þessi stétt mun sennilega ekki, fremur en áður, leggjast á móti auknum tollálögum, enda geta þær orðið rihjákvæmileg nauð- syn, eins og þjóðarhögum er háttað. En það er bert ranglæti aö gera þær jafnframt að fé- þúfu einstakra manna, eða stétta. Ráðið til að afstýra því er einfalt, og liggur nærri: að taka tollálögurnar út úr undir- stöðu álagningarinnar, en láta heimildarákvæðin um hámarks- álagningu ei að síður innifela í sér hæfilega þóknun, vegna áhættu, vaxtataps og ómaks, sem því fylgir fyrir verzlunar- rekendur að standa skil á toll- tekjunum. Jón Gauti Pétursson. Afli Norðraanna Samkvæmt símskeyti frá fiskimálstjóranum í Bergen, var síld- og þorskveiði Norðmanna s.l. laugardag, 22. febr. sem hér segir: Síldveiðin var alls 3834 þús. hektólítrar, en var á sama tíma í fyrra 1551 þús. hektólítrar. Af síldaraflanum var flutt út ísað 703 þús. hektólítrar, saltað 854 þús. hektólítrar, í niðursuðu fóru 117 þús. hektólítrar og í bræðslu 2040 þús. hektólítrar. Þorskaflinn var 61874 smál. miðað við slægðan fisk, en var 36873 smál. á sama tíma í fyrra. Af aflanum var hert 7343 smál., saltað 35845 smál., en fryst og útflutt ísað 18686 smál. Meðala- lýsisframleiðslan var 34829 hektólítrar og salthrogn 17014 hektólítrar. Karl Kristjáiissoit: Baldvin Baldvinsson á Ófeigsstöðum Síðastliðið haust andaðist einn hinna öldnu bændahöfðingja Þingeyinga, Baldvin Baldvinsson á Ófeigsstöðum — maður, sem flestir lesendur Tímans kannast við af orðspori. Karl Kristjáns- son, oddviti á Húsavík, minnist þessa látna sæmdarmanns í eftir- farandi grein. „í fastri minning framsækinna og snjallra í formannsheiðri starf og nafn þitt vari. Á allt, sem áttum, sundurleitt og saman er sættst og þakkað — alvöruna og gaman.“ St. G. St. Hinn 20. nóvember s.l. andað- ist bændahöfðinginn Baldvin Baldvinsson á Ófeigsstöðum í Ljósavatnshreppi í Þingeyjar- sýslu, 75 ára að aldri. Baldvin var ekki vegna auð- æfa til höfðingja tekinn, — eins og þó ber stundum við um menn, — heldur fyrir glæsimennsku og mannkosti. Hann var einn af þeim snjöllu mönnum og þegnlunduðu, sem komu fram á síðari hluta 19. aldar, og unnu sér „formanns- heiður“ í framfarabaráttu þjóð- arinnar. Einn þeirra, er fram- sækin þjóð, — ef hún er sjálfri sér trú, — geymir „í fastri minning," þó að dánir séu. Baldvin Baldvinsson fæddist í Naustavík í Suður-Þingeyjar- sýslu 2. nóv. 1871. Foreldrar hans voru: Baldvin Sigurðsson, bóndi þar, og kona hans Guðrún Odds- dóttir. Baldvin Sigurðsson var af svonefndri Illugastaðaætt • í Þingeyj arsýslu (Sigurður var sonur Kristjáns á Illugastöðum í Fnjóskadal, bróðir Björns í Lundi, sem landskunnur er), en Guðrún Oddsdóttir var ættuð úr Árnessýslu. Baldvin Baldvinsson ólst upp í Naustavík fram undir tvítugs- aldur, en fluttist þá með foreldr- um sínum að Granastöðum í sömu sveit (Ljósavatnshreppi). Hann kvæntist árið 1896 eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Jónasdóttur, Guðmundssonar á Sílalæk í Aðaldal. Kristín er mæt kona og mikilhæf. Áttu þau 50 ára hjúskaparafmæli á „síðast- liðnu hausti. Eftir að Baldvin giftist bjó hann fyrst 8 ár að Granastöð- um, þvínæst sex ár að Hálsi í sömu sveit, en fluttist þaðan að Ófeigsstöðum árið 1910 og bjó þar æ síðan. Fjögur börn eignuðust þau Baldvin og Kristín. Eru þau öll á lífi: Baldur bóndi á Ófeigs- stöðum. Þórir byggingarfræð- ingur í Reykjavík, Hulda hús- freyja að Þóroddsstað í Ljósa- vatnshreppi og Sigrún hús- freyja að Ásbyrgi í Kelduhverfi. Baldvin varð snemma einn af aðalforvígismönnum í félags- málum sveitar sinnar. Hann var um langt skeið samstarfsmaður Sigurðar Jónssonar í Yztafelli í þeim málum. Tók hann við af honum hreppsnefndaroddvita- starfi og forstöðu kaupfélags- deildar, þegar Sigurður varð ráðherra árið 1916. Mátti segja um Baldvin, að hann væri lengi ævinnar hlaðinn þegnskapar- störfum. Var margt í þeim efn- um að gera í Ljósavatnshreppi, því að menningarviðleitni var þar allfjölbreytt. Um 25 ára skeið var Baldvin t. d. ritstjóri handritaðs sveitablaðs, sem var nefnt Snarfari. Var um tíma mikið fjör í útgáfu blaðsins, enda margt ritfærra manna þar í sveit — auk ritstjórans, — svo sem: Sigurður í Yztafelli, séra Sigurður Guðmundsson á Vatns- enda (síðar skrifstofustjóri hjá Verzlunarráði íslands), Konráð Erlendsson (seinna kennarj í Laugaskóla) o. fl. o. fl. Áttu þeir Baldvin og Sigurður í Yztafelli, stundum í allsnörpum ritdeilum í blaðinu, en þeir voru þá á önd- ver&um meið í stjórnmálum, þó að jafnan væri með þeim mikill vjnskapur; — Baldvin landvarn- armaður og skilnaðarmaður, en Sigurður heimastjórnarmaður. Seinna, þegar Framsóknar- flokkurinn kom til sögunnar, urðu þeir samherjar í stjórn- málum. Stjórnmál voru Baldvin mikið áhugaefni alla ævi. Baldvin var maöur fríður sýnum, hár vexti og bar sig vel og glæsimannlega; hlaut að vekja eftirtekt, hvar sem hanji fór. Hann var skemmtilega máli far- inn, fyndinn og viðræðufimur. Gamansamur gleðimaður, glögg- sýnn á hið skrítna, sem fyrir augu bar, og átti auðvelt með að vekja glaðværð og hlátur. Á honum margur skemmtilega stund að þakka. En jafnframt var hann skilningsgóður á sorgarefni mannlífsins. Hann gat orðið allharðskeytt- ur, meinlega háðskur og óhlífi- samur, ef í orðastríð fór. Mundi h'iklaust hafa endurgoldið hnútuköst við hirð Guðmundar á Glæsivöllum. Kappsfullur málafylgjumaður að upplagi. Fórnfús fyrir áhuga- mál sín. Höfðingi heim að sækja, greiðasamur og greiðvikinn. Vildi hvers manns vandræði leysa, er til hans leitaði. Góður heimilisfaðir, sem var börnum sínum ekki aðeins föð- urlegur — í þessa orðs eiginlegu merkingu, — heldur jafnframt leikbróðir og féiaaj. Baldvin skrifaði snildar rit- 1 hönd — og hafði nautn af því |að skrifa. Var prýðilega stílfær. (FramhalcL á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.