Tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munið að koma í ftokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 12. MAKZ 1947 49. blað Frá Búnaðarþingi: Teiknistofur úti um land og auk- inn innf lutningur varahluta I jeppa Skorað á ríkisvaldið að ráða leiðbeinanda % um meðferð varplanda Á fundum búnaðarþings í gær var eitt mál endanlega af- greitt, en áður höfðu verið afgreidd þrjú mál, sem ekki hefir verið getið hér í blaðinu. Þessi mál eru þau, -er hér greinir: Innflutningur varahluta í jeppabila. Viðgerðastöðin Stillir í Reykja- vík hafði sent búnaðarþingi er- indi, þar sem þess var farið á leit, að þingið reyndi að stuðla að því, að Stillir fengi aukin leyfi til innflutnings á varahlut- -um í jeppabíla. Búnaðarþingið samþykkti að mæla með óskum Stillis um aukinn innflutning varahluta, þar eð brýn nauðsyn er á, að gnægð slíkra varahluta sé til í landinu, ef jeppar þeir, sem bændur og áðrir hafa nú fengið, eiga að koma að fullum notum. Efling æðarvarps. Æðarvarpið er meðal þeirra landshlunninda, er virðist hraka ár frá ári. Er það illa farið af fleiri en einni ástæöu. — Bún- aðarþingið samþykkti, með þessa staðreynd í huga, að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins, að Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi yrði ráðinn leiðbein- andi um hirðingu og ræktun æðarvarps, ef vera mísitti, að slík starfsemi gæti hamlað gegn Þýzka jb/óðm z svelti (Framhald af 2. síöu) fyrir illan aðbúnað, léleg skip og veiðarfæri. Þeir geta frá ýmsu sagt, en eru fáorðir. 'Píðindamaður blaðsins hitti einnig að máli ýmsa aðra af skipshöfninni og hafði ýmislegt á daga þeirra drifið, sem ekki er rúm til að segja hér frá að þessu sinni. Einn skipverja var t. d. í Noregi á hemámsárunum og kunni vel við sig þar. Hann sagðist hafa eignast marga góða vini í Noregi og verið í Þránd- heimi, þegar friðurinn komst á, en í október haustið 1945 fór hann heim til Þýzkalands og varð ekki feginn þeim umskipt- um, þrátt fyrir mikla neyð, sem þá var ríkjandi í Noregi._ Lftill drengur kátur og fjör- ugur var á skipinu, og sagðist skipstjórinn hafa tekið hann að sér skömmu áður en hann lagði frá landi í þessa fyrstu veiðiför. Var hann einn af hinum jpiörgu munaðarlai^su jflóttabörnum, sem misst hafa foreldra sína í stríðinu. Kom hann til Weser- munde frá Berlín. Flóttamanna- straumurinn er ennþá mikill í Þýzkalandi. Vildu síður láta taka mynd af sér. Þegar tíðindamaðlu• blaðsins fór fram á það við hina þýzku sjómenn, að fá að taka mynd af þeim, urðu þeir í fyrstu dálítið undrandi og tregir til þess. — Það sem mest einkennir útlit þessara þýzku sjómanna eru merki um langvarancli skort og neyð. Svipur þeirra er alvarlegur og þeir bera allir merki þess, að hafa átt í baráttu við dauðann. Samt sem áður eru þeir von- góðir og ákveðnir að gera sitt bezta, þj&ð sinni og sjálfum sér til bjargar. Þannig var ástandið um borð í litla, þýzka togaranum, sem lá við Faxagarð í gær. — Aftur á björgunarbátnum hefir verið komið fyrir brotnu kústskapti, og á því blaktir fáni, nýi fán- inn brezka hernámssvæðisins í Þýzkalandi. Það er þungt yfir þessum fána og litum han|, þar sem hann hangir á kústa- skaptsbrotinu, þungt yfir hon- um, eins og landinu, *sem hann er merki fyrir. rýrnun varps og dúntekju. - Er hér um að ræða verðmæta framleiðslu, sem ekki er vanza- laust að láta verða að engu, án þess að hafast að. Útibú frá teiknistofu Búnaðarbankans. Enn skoraði búnaðarþingið á Búnaðarbankann að koma upp þremur útibúum utan Reykja- víkur frá teiknistofu landbún- aðarins, og verði hinu fyrsta þeirra komið upp á Akureyri. Slík útibú myndu mjög auðvelda bændum landsins, þeim er búa fjarri ReykjaíVík, að færa sér i nyt þá miklu og mikils verðu aðstoð og leiðbeiningar, er teiknistofan veitir. Fellt að athuga um breytingu á kjördæmaskipuninni. Málið, sem afgreitt var í dag, varðaði kosningar til búnaðar- þings. Búnaðarsamband Vest- fjarða hafði sent erindi um það, að tekið yrði til athugunar að breyta skipun kjördæma við kosningu til búnaðarþings. — Munu Vestfirðingar telja sig að ] einhverju leyti afskipta um full- trúa á búnaðarþing. — Þetta var þó fellt með 13 atkvæðum gegn 8. Gunnlaugur Kristmundsson kosinn heiðursféálagi. Á fundi búnaðarþings síðari hluta dags í gær flutti Gunn- laugur Kristmundsson, sem nú er að láta af störfum sem sand- græðslustjóri, erindi um gróður- far landsins og beitarþol þess, í einstökum héruðum. Að því loknu árnaði hann bændum landsins og búnaðarfélags- skapnum allra heilla. Búnaðarþingsfulltrúar þökk- uðu Gunnlaugi störf hans öll og alúð við það málefni, sem hann hefir helgað sig, og var hann síðan einuró rómi kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags ís- lands. Kaffisölubannið (Framhald af 1. slðu) nema 8,80, þrátt fyrir hækkun heildsöluverðsins. Lækkaði þá álagning smásalanna úr 1,70 á kíló í 1,10. Þetta vildu kaup- mennirnir ekki sætta sig við og gerðu þá verkfall sitt. Því af- léttu þeir svo, þegar viðskipta- ráð sat fast við sinn keip, og ákváðu þeir í þess stað að selja kaffið við gamla verðinu — 8,40 hvert kíló, þótt þá sé álagning ekki nema 0,70 á kíló. — Þetta gerum við, sagði Guðmundur, til þess að geta haldið áfram baráttu gegn lækkun álagning- arinnar í von um* að fá hana uppbætta með hækkaðri álagn- ingu á einhverri annarri vöru, Þetta er prófsteinninn. Almenningur fylgist með þessari deilu af áhuga, því að hér er í rauninni teflt um það, hvort leggja skal út á þá braut að lækka verzlunarálagningu almennt frá því, sem verið hefir, og reyna að feta aftur niður dýrtíðarstigann. Mörgum mun finnast kominn tími til þess, að hafizt sé handa. Hitt er svo aftur mannlegt og skiljanlegt, að þeir aðilar, sem þetta hlýtur að bitna á, reyni að verja hags- muni sína. Hins líka minnast, að það er Kron, sem brotið hefir verk- fallið á bak aftur með því að neita að taka þátt í því og lýsa yfir því, að hin heimilaða álagn- ins nægði. KAUPFÉLÖG BYGGINGAFÉLÖG Höfum fyrirliggjandi á lager í Reykjavík og Akureyri einangrunarplötur i Stærð y2X2 metrar á 14.90 platan. Samband ísl. samvinnuf élaga (jatnla Bíó Þannig vlltu atí ég sé — (Som du vil ha mig!) Fjörug og fyndin dönsk gaman- mynd, gerð eftir leikriti Alex- anders Brinckmann. Marguerite Viby Gunnar Lauring Erling Shroeder. Sýnd kl. 5 7 og 9. Vtfja Síi (við Steúitttsötu) Dánarminning (Framhald af 2. síðu) Sérstaklega var hann snjall og skemmtilegur sendibréfahöf- undur. Þar lét hann oft gamm sinn geysa. Sú tegund ritlistar var íþrótt hans, eins og enskra og franskra aðalsmanna forð- um. Framan af árum var Baldvin fremur fátækur, en síðari bú- skaparár sín bjó hann allgóðu búi og bætti jörð sína. Hann mun aldrei hafa verið sérstak- lega gefinn fyrir búskap. Aftur á móti mundi honum vafalaust' hafa látið mjög vel skrifstofu- störf og embættisfærsla, ef hann hefði gengið þær brautir. Segja má því, að hann hafi ekki verið á réttri hillu. En rangt væri samt að hafa um það mörg orð. Sveit hans og' héraði varð ómet- anleg liðsemd að þeim hæfileik- um hans, sem búsýslan krafðist ekki. Hann naut sín vel sem fyrirmaður í sveit sinni, einmitt af því að hann hafði fjölhæfar gáfur. í geði hans sjálfs varð ekki, svo ég viti, vart óánægju yfir hlutskiptinu. Hann var ham- ingjusamur maður. Hitt er annað mál, að Bald- vins sjálfs vegna, hefði forsjónin ekki þurft að vista hann norður við nyrzta haf. Vel myndi hann einnig hafa sómt sér, staðið og unað sér, „konungsmönnum hjá,“ því að svo upplagður virt- ist hann vera til konunglegra hátta á marga lund. Þó að Baldvin Baldvinsson væri orðinn 75 ára gamall, þegar hann dó, var honum furðu lítið brugðið af elli. Ég hygg, að hann hljóti, — þrátt fyrir karlmann- lega lund og talsverða trú- hneigð að hafa kvatt lífið með nokkrum söknuði. Menn eins og hann eiga við lífið mikilsverð og óteljandi erindi, — bæði alvar- leg og gamansöm, — sem aldrei verður lokið, þó að vel sé að ver- ið og „formannsheiðri“ náð. Er það ekki dásamlegt? Dauðinn einn getur slitið þeim erinda- rekstri^ en ekki sársaukalaust. Við þvílíka menn hljóta allir, sem til þekkja, að verða sáttir að endingu og þakka þeim bæði fyrir „alvöruna og gaman.“ Og dauðinn? Hann er hinn ráðríki konungur alvörunnar gagnvart lífinu, — dularfullur og ískyggilegur. Til hirðar hans var Baldvin Ballvinsson kallaður. En hver er Öllu líkle^fi heldur en Bald- vin Baldvinsson til þess að snúa á konung þann, ef það er hægt, og halda áfram að reka erindi lífsins? Ljósvetningar hafa jafnan átt ágætum mönnum á að skipa til forustu. Þeir eiga það ennþá. Samt verður Baldvins Baldvins- sonar lengi minnzt og saknað þar í sveit. Og ekki aðeins þar í sveit, heldur um Þingeyjarþing og víðar. Karl Kristjánsson. ir irkic-k -k ★ ★ -A- ★★★★★★■* Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ★★★★★★★★★★★★★★★★ UPPBOD Opinbert uppboð verður hald- ið í bragga hjá áhaldahúsi bæjarins við Borgartún (gengið frá Skúlatúni) föstudaginn 14. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. — Selt verður píanó, orgel og 1 guitar. Alls konar húsgögn, svo sem skrifborð, borð, stólar, buffet, gólfteppi, saumavélar o. fl. Nýr fatnaður og fleiri verzlunarvör- ur. Þá verður einnig seld bif- reiðin R 4264. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. MORÐmGJAR (The Killers) Áhrifamikil mynd, byggð á sam- nefndri sögu, eftir hinn fræga rithöfund ERNEST MEMINGWAY Aðalhlutverk: Burt Lancaster og Ava Gardner Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 7'jatnarkíc Hinrlk fimniti Stórmynd - í eðlilegum litum eftir leikriti Shakespeares. Sýning kl. 9. Soiiin* Hróa hattar (Bandit of Sherwood Forest) Aðalhlutverk: Cornel Wilde Anita Louise Sýning kl. 5 og 7. ... DREKKIÐ MALTKO. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Hjartanlega þökkum við öllum vinum og vandamönnum, en sérstaklega viljum við þakka hjónunum Ingibjörgu Guðnadóttur og Þórði Kristjánssyni, Miðhrauni og Jóhönnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Þorgrímssyni, Eiðhúsum, fyrir auðsýnda samúð og virðingu við fráfall og jarðarför föður okkar ]\arfa Jónssonar. Halldóra Narfadóttir Veronika Narfadóttir. Þeir meðlimir Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, sem höfðu Kristján, héraðslækni, Arinbjarnar — að heimilislækni, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til læknanná, Eiríks Björnssonar og Theodórs Matthiesen, ef þörf krefur, þar til önnur ráðstöfun verður auglýst. Sjiíkrasamlag Hafnarfjarðar. Sala á brenndu og möluðu kaffi liefst aftur í dag í búðum félagsmanna Verðið verður fyrst um sinn kr. 2.10 pakkinn. Félag matvörukaupmanna í Reykjavík Kaupmannafélag Hafnarfjarðar Leiðrétting Vegna ummæla Péturs Jó- hannessonar í grein hans í Þjóð- viljanum 6. þ. m„ hvað tekur til niðursuðuverksmiðju S. í. F„ get ég ekki látið hjá líða, að leiðrétta eftirfarandi mishermi greinarhöfundar. Hann heldur því fram í grein sinni, að verksmiðjustjórnin hafi tekið upp þá stefnu að neita upph/singum um iðnað þennan. Pétur Jóhannesson hlýtur hér að mæla á móti betri vitund, þar sem hann sjálfur hefir verið starfsmaður verksmiðjunnar, og fengið allar þær upplýsingar frá niðursuðuverksmiðju S. í. F„ sem hann þurfti á að halda til framleiðslu á niðursuðuvörum, þegar hann réðist upp á Al^ra- nes, til Niðursuðuverksmiðju Haraldar Böðvarssonar & Co„ og oftar en einu sinni kom það fyrir að senda varð honum mann til hjálpar, eins og gengur og gerist með byrj endur, og situr því sízt á honum að halda slík- um ósannindum fram. í öðru lagi fullyrðir Pétur í grein sinni, að vélar niðursuðu- verksmiðju S. í. F. hafi frá byrj- un verið afkastalitlar og svikul- ar. í því sambandi skal tekið fram, að verksmiðjan aflaði sér þeirra beztu fáanlegu niður- suðuvéla, sem völ var á í Evrópu, að ráðum og undir eftirliti hins þekkta norska verkfræðings, Omsted, og hins fræga þýzka vísindamanns, dr. Metzner, og hafa þær reynzt fullnægjandi í alla staði eftir 8 ára reynslu mína og annarra. starfsmanna verksmiðj unnar. Það gegnir furðu, að greinar- höfundur skuli koma fi-am á opinberum vettvangi með full- yrðingar, sem annað hvort eru sagðar á móti betri vitund, eða þá, að hann er ekki dómbær á það mál, sem hann fjallar um. Reykjavík, 7/3 1947. Tryggvi Jónsson. Þrjár söngkonur (Framhald af 1. síðu) hér til fermingaraldurs. Var faðir hennar lyfsali á Raufar- höfn. Hún hefir og efnt til söng- skemmtana áður, svo að margir munu við hana kannast. Þriðja söngkonan er Guð- munda Elíasdóttir, sem er ný- komin hingað til lands frá Kaupmannahöfn. Mun hún ætla að setjast hér að. Ekki er enn ákveðið, hvenær hún efnir til söngskemmtunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.