Tíminn - 18.03.1947, Blaðsíða 1
j
RITSTJÓRI: \
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j
ÚTGEPANDI: j
PRAMSÓKNARFLOKKURINN í
Símar 2353 og 4373 [
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. {
RITSTJÓRASKRrPSTOFDR: !
EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A t
Símar 2353 og 4373 - \
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A
Sími 2323
31. árg.
Reykjavík, þriðjuadginn 18. marz 1947
53. blað
f^rítuaaáti oa Puráti ára<
'imaná
nefót í dí
9 .
Guðbrandur Magnússon, fyrsti ritstjóri
Tímans, segir frá stofnun blaðsins \
f dag hefst 31. árgangur Tímans. í tilefni af því hefir ritstjórinn
snúið sér til Guðbrands Magnússonar forstjóra, sem var fyrsti
ritstjóri Tímans, og beðið hann að segja lesendunum frá aðdrag-
andanum að stofnun blaðsins og fyrstu göngu, en í ráði er að
gera sögu Tímans nánari skil síðar. Frásógn Guðbrands fer hér
í'í eftir:
Þau kveinka sér ekki jbóíf bað'ið sé kalt
Ritstjóri Tímans hefir beðið
mig að segja frá endurminn-
ingum um stöfnun Tímans fyrir
30 árum.
Árið 1916 fór fram landkjör í
fyrsta sinn. Við þær kosningar
buðu Óháðir bændur fram lista
með þeim Sigurði á Ystafelli
og Ágúst í Birtingarholti efstum.
Um J)ennan framboðslista sam-
einuðust þéir, sem töldú að
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON '
fyrsti ritstjóri Tímans.
flokkaskiptingin í landsmálum
ætti að verða sniðin eftir við-
horfum í innanlandsmálum.
Óháðir bændur fengu Sigurð
í Ystafelli kosinn, og vantaði
lítið á að Ágúst í Birtingarholti
yrði einnig kosinn.
Urðu þessi kosningarúrslit því
vottur um það, hvern hljóm-
grunn þessi hugsun átti hjá
þjóðinni, að innanlandsmálum
yrði gjört hærra undir höfði en
áður.
Á næsta þingi eftir þessar
kosningar var Pramsóknar-
flokkurinn stofnaður. Að stofn-
-un hans stóðu stuðningsmenn
Óháðaflokksins og nokkrir þing
menn, sem fundið höfðu þörf
nýrrar flokkaskiptingar, og því
haft nokkra sérstöðu í þinginu.
Hafði þessarar sérstöðu gætt frá
1912, en þó ekki orðiö úr form-
legri flokksstofnun fyr en nú,
er hreyfing Óháðra bænda kom
til.
Auk þeirra þingmanna, sem
aðhylltust hugmyndina um
flokkaskiptingu á grundvelli
innanlandsmála, koma hér eink
um við sögu tveir gáfaðir ungir
menn, Jónas Jónsson, ritstjóri
Skinfáxa, og Gestur Einarsson,
bóndi á Hæli. Eru mér einkum
kunn afskipti J. J. af þessari
hreyfingu. Hann hafði um þetta
leyti mikið rætt við ýmsa menn,
einkum gamla ungmennafélaga,
þörfina á flokksmyndun á grund
velli innanlandsmálanna. Sá
hann í hendi sér, að hinn til-
vonandi flokkur yrði að gefa út
blað, og einnig hugleiddi hann
og ræddi um æskilegan formann
fyrir hinn væntanlega flokk.
Sjálfur vildi J. J. einkum vinna
að uppeldismálum á þessu tíma-
bili. í samráði við Bjarna Ás-
geirsson, o. fl. var afráðið að
leita 'til Héðins Valdimarssonar,
sem þá var enn við hagfræði-
nám í Hafnarháskóla, um að
hann tæki að sér ritstjórn hins
væntanlega flokksblaðs.
En nú varð meiri hraði á
viðburðunum, en ráð hafði .verið
fyrir gjört. Framsóknarflokkur-
inn var stofnaður og hafði þegar
eignazt einn af þremur ráðherr-
um í stjórn, sem settist á lagg-
ir í ársbyrjun 1917.
Þegar svo var komið, þurfti
flokkurinn að eignazt málgagn
tafarlaust.
Ég var þá í eins konar „veri"
hér í Reykjavík. Eftir að hafa
verið prentari í 14 ár, tók ég
mig til, flutti austur að Holti
undir Eyjafjöllum vorið 1914 og
fór að búá. Eignaðizt þar þriðja
hluta í búi með æskuvini mín
um séra Jakobi Ó. Lárussyni og
konu hans, frú Sigríði Kjartans
dóttur. Haustið 1916 töldum við
Jakob, að við værum búnir að
sprengja utan af okkur jörðina,
harin gæti einn haft hennar
sömu hot og við báðir, en ég þá
kominn að því að festa ráð mitt,
en vantaði jörð. Varð úr að ég
færi til Reykjavikur, ynni þar
að prentiðn um veturinn, til þess
að geta betur setið um hentugt
jarðnæöi, >ef það losnaði á suð-
vesturlandi. Jakob ætlaði að
vaka yfir, ef jarðnæði losnaði
eystra.
Þennan vetur bjó ég hjá
Bjarna heitnum bróður mínum,
sem þá hafði hluta af Hótel ís-
land á leigu og starrfækti þar
veitingahús.
Eitt kvöld kom þangað til mín
Jónas Jónsson, og spyr mig
hvort ég vildi verða ritstjóri
að blaði hins nýja stjórnmála-
ftbkks. Fékk ég að vita hvað eftir
rak, en Héðinn Valdimarsson sé
enn við nám.
Varð ég við þessu, og þá mest
fyrir það, að ég sá í hendi mér
hversu erfitt kynni að verða að
losna við aðra bráðabirgðamenn.
En ég var enn staðráðinn í því
að verða bóndi.
Við Jónas Jónsson höfðum
unnið saman í ungmennafélagi,
og verið saman í ritnefnd Skin-
faxa. Penni hans var þegar orð-
inn landskunnur, en hann hét
að vinna með mér að því, að
skrifa í blaðið.
Þegar ég llt í fyrsta' blaðið,
man ég að J. J. á forustugrein-
ina, þar sem lýst er í megin-
dráttum stefnu blaðsins.
í næsta blaði á J. J. einnig
fyrstu greinina: Jafnvægi at-
vinnuveganna.
í næstu blöðum komu svo
greinar eftir mig um verzlun og
um landbúnað. Verzlunargrein-
arnar voru endurprentaðar í
Tímariti Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, og síðan sérprent-
aðar.
Samvinna okkar Jónasar Jóns
sonar var mikil og góð, meðan
við unnum saman að Tímanum
Haustið 1917 var ekki hægt að
starfrækja skóla vegna kola-
skorts. J. J., sem þá var kennari
við kennaraskólann, afréð þá að
dvelja að heimili sínu Hriflu um
véturinn, en ráðgerði að senda
mér þaðan greinar í blaðið.
En þetta haust ber það við, að
Tryggvi Þórhallsson lýtur í
lægra haldi í samkeppni um
dósentsembætti við guðfræði-
deild háskólans, en við biskupa-
(Framhald á 4. siðu)
Hinn mikli ís á dönsku sundunum hamlar því ekki, aS hraust og harðgert
fólk stundi sjóböð. Það *r bara höggvin vök í ísinn og stiga reimt niður
í vökina — svo er hægt að baða sig. — Hér á myndinni sést ungt fólk,
bæði karlar og konur, sem ekki kveinkar sér við það, þótt baðvatnið sé
kalt. Þannig er það í sólskinslandinu Danmörku. Geri þeir betur, sem
fæddir eru og uppaldir á þessu landi, sem kennt er við ís og kulda.
Flugbáturinn brotnaöi í tvennt,
þegar verið var að draga hann
að landi
Öll líkin hafa náðst úr flakinu
Um seinustu helgi voru gerðar tilraunir til að ná upp flaki flug-
vélarinnar, sem fórst viff Búðardal síðastliðinn fimmtudag. Unnu
að því verki kafari úr Reykjavík, er farið hafði á vegum Loftleiða
vestur til Stykkishólms og þaðan á vélbát til Búðardals, ásamt
Axel Kristjánssyni flugvélaeftiiriitsmanni og vélamönnum frá
fIugfélaginu. Höfðu þeir til aðstoðar marga menn úr Búðardal og
tvo báta, frá Stykkishólmi og Flatey. Var unnið að þessu allan
laugardaginn og sunnudaginn.
Þegar verið var að draga
flugvélarflakið að landi á
sunnudaginn, brotnaði það í
tvennt, og er talið að flugvélin
sé að mestu ónýt.
Það tók fyrst nokkurn tima að
finna. flugvélarflakið, og voru
bátar látnir slæða eftir því. Þeg-
ar það fannst, var það um 500
metra frá landi á 10—12 metra
dýpi.
Strax og flakið hafði fundizt
fór kafari niður að þvi, og lokaði
hurð flugvélarinnar og kom 1
hana taugum. Við átökin, sem
urðu við það að draga vélina að
landi, brotnaði flak vélarinnar
í tvennt. Hafði þá áður verið
gerð tilraun til að hefja flak
vélarinnar upp á yfirborð sjáv-
arins, en böndin slitnuðu og það
sökk á ný.
Þegar, báðir hlutar flugvélar-
flaksins voru komnir á grunn
á sunnud^ginn, tókst kafaran-
um að ná likum þeirra þriggja,
sem ekki komust út úr vélinni.
Hafa lík þeirra Mariu Guð-
mundsdóttur og Einars Odds
Kristjánssonar verið flutt til
Stykkishólms.
í gær fóru þeir, sem komið
höfðu að sunnan, aftur til
Reykjavíkur, og hefir flugvéla-
eftirlitsmaðurinn látið þá skoð-
un í ljós, að ógerlegt sé að graf-
ast fyrir utti orsakir slyssins
með rannsókn á flugvélarflak-
inu. Með þeim komu þeir Jó-
hannes Markússon flugmaður
og Benedikt Gislason farþegi.
Þegar tíðindamaður blaðsins
átti í gær tal við Hallgrím Jóns-
son stöðvarstjóra í Búðardal,
leið þeim, sem þar liggja rúm-
fastir vegna slyssins, eftir at-
vikum vel. Eru það læknisfrúin,
sem hlaut handleggsbrot og
ýmsar skrámur, og Magnús Hall-
dórsson, sem einnig handleggs-
brotn/.ði. Bæði eru þau víða
mikið marin. Eru þau nú búin
að ja£na sig eftir taugaáfallið.
Ennþá hefir lítið bflargazt af
farangri, sem í vélinni var. Að-
eins einum póstpokanum frá
Bíldudal hefir verið bjargað og
nokkrum lausum bréfum, sem
munu hafa verið fram í hjá
flugmanninum. Flutu þau upp,
er flugvélin fórst. A/ farangri
farþega hefir.engu v^rið bjarg-
að, nema einni tösku.
í dag mun fara fram hér í
Reykjavik réttarrannsókn vegna
slyssins, og verður þá Jóhannes
Markússon flugmaður látinn
gefa skýrslu að nýju.
Útgerðin í Kef lavík lamaðist sakir
innflúensunnar, en starfsmenn
flugvallarins voru gerðir ónæmir
Ilvernig fylgjumsl við með nýjjungum á sviði
heilsuverndar?
Eins og kunnugt er hefir að undanförnu gengið inflúenzu-
faraldur hér syðra, og þótt hann sé fremur vægur, hefir hann
gengið ört yfir, svo að á mörgum verkstöðvum, til dæmis hér í
Reykjavík, hafa svo margir lagzt samtímis, að starfrækzlan hefir
lamazt af þessum sökum. Á Akureyri gengur þessi faraldur einnig
crt yfir þessa dagana. Á Suðurnesjum torveldaðist sjósókn um
fckeið, og reru sumir bátar ekki meðan flestir lágu veikir, og nýting
aflans seinkaði. En uppi á Keflavíkurflugvellinum eru starfs-
menn allir Iprautaðir, svo að þeir era ónæmir fyrir veikinni.
Hvernig fylgjast fslendingar
með nýjungum á sviði
heilsuverndar?
Þessar staðreyndir hljóta að
vekja þá spurningu, hvöfnig ís-
lendingar fylgist með nýjung-
um á sviði heilsuverndar. Það
hlýtur að vekja talsvert umtal
og undrun, þegar sjósókn í
Keflavik torveldast um há-
vertíðina vegna inflúensu,
meðan starfsmennirnir á flug-
vellinum örstuttan spöl frá út-
gerðarbænum, eru allir gerðir
ónæmir gegn veikinni með einni
innsyjrautun, sem kvað aðeins
taka brot úr mínútu.
Annars mun það vera um
þetta varnarlyf gegn inflúenz-
unni, að lítið mun enn vera
farið að nota það til almennings
gagns, en herstjórnir Banda-
manna notuðu það og fleiri
varnarlyf af svipuðu tagi mjög
mikið á stríðsárunum og siðan
með g^um árangri.. Vjrðist
fyllsta ástæða til þess að heil-
brigðisyfirvöld landsins gefi
þessu góðan gaum og tryggi sér
þetta og önnur varnarlyf, sem
að haldi mega koma, svo fljótt
sem unnt er, og geri þær .ráð-
stafanir, sem nauðsynlegar eru,
til þess að unnt sé að nota þau,
þegar þess er þörf.
Er hér almennur skortur
á varnarlyfjum og fleiri
nauðsynjum lækna?
í þessu sambandi er rétt að
minnast þess, að hér virðist vera
talsverðúr skortur á ýmsu, sem
nauðsynlegt er við nútímalækn-
ingar og heilsuvernd. Til dæmis
mun ekki ein.u sinni hafa vérið
Flugferðir A 0 A
hefjast í dag
Sendimenn og rœlfis-
menn 1 slendinga vest-
an hafs meíl' fyrstu
flugvélinnl
Eins og auglýst hefir verið
hefst viðskiptaflug milli New
York og Stokkhólms, um ís-
land, hinn 17. marz, og er
fyrsta flugvélin væntanleg
hingað frá Ameríku á þriðju-
dagsmorgun 18. marz. FMg-
vélin, sem kemur frá Stokk-
hólmi, fer héðan á miðviku-
dagsmorgun til Bandaríkj-
anna.
í fyrsta fluginu verða einung-
is gestir flugfélagsins fárþegar.
Meðal þeirra, sem hingað koma
(Framhald á 4. siBu)
Samband bindindisfé-
laga í skólum 15 ára
Veglegi afmœlishóf á
sunnudaginn var
Samba!*! bindindisfélag í
skólum minntist 15 ára afmælis
síns síðastliðinn sunnudag með
samkomu i Sjálfstæðishúsinu.
Voru þar fluttar margar ræður
í tilefni af afmælinu, meðal
annars af þeim Pálma Hannes-
syni rektor, Hjalta Þórðarsyni,
forseta sambandsins, Pétri Sig-
urðssyni erindreka og Þórarni
Þórarinssyni "ritstjóra.
Sambandið gerði þá Klemenz
TryiJgvason og Þórarinn Þórar-
insson að heiðursfélögum á af-
mælinu, en áður hefir Pálmi
Hannesson verið gerður heið-
ursfélagi þess. Var það á tí» ára
afmæli sambandsins. Þórarjfhn
og Klemens áttu báðir sæti í
fyrstu stjórn sambandsins,
ásamt Helga Scheving, sem
drukknaði í Vestmannaeyjum.
Nemendur gagnfræðaskólans
í Vestmannaeyjum fóru, ásamt
skátum og góðtemplurum skrúð-
göngu að gröf hans og lögðu
á hana blómsveigá af tilefni
fundarins, en Þorsteinn Vig-
lundsson skólastjóri flutti ræðu.
né vera til nægilegt efni til
þess að bólusetja sjúklinga í
suraum sjúkrahúsum gegn misl-
ingum, sem getur þó verið mörg-
um þeirra háskalegt að sýkjast
af. Þess er þó skylt að geta, að
bóluefnið, sem fengizt hefir,
hefir reynzt misjafnlega, en illa
gengið að ná í sjúklinga til þess
að búa til úr serum innan lands.
Einnig mun vera hörgull á
filmum til þess að mynda mein-
semdir og sjúka eða grunsam-
lega líkamshluta manna, og mun
hafa dregið verulega úr slíkri
myndatöku, svo að jafnvel að-
kallandi myndatökum hefir orð-
ið að slá á frest. Er það vitan-
lega mjög bagalegt. Vélar þær,
sem notaðar eru við þessar
myndatökum munu þýzkar og
aðeins þýzkar filmur nothæfar
í þær, en þær er vitanlega ógern-
ingur að fá. En þar eð vafa-
samt er, hvort eða hvenær þessi
þýzki iðnaður rís úr rústum,
virðist einsætt, að sjúkrahúsin
verði að útvega sér önnur tæki,
sem hægt er að nota í aðraf
filmur og auðfengnari.
Framsóknarvistin
á föstudaginn
Skemm^un Framsóknarfélag-
anna í samkomusal Mjólkur-
stöðvarinnar s. 1. föstudag var
fjölsótt. Kom þá í ljós eins og
oft áðuf, hverjum vinsældum
þessar skemmtanir eiga að
fagna meðal bæjai^búa.
Skemmtunin hófst með því að
spiluð var hin vinsæla Fram-
sóknarvist, að því loknu flutti
Bernharð Stefánsson alþm.
fróðlegt og skemmtilegt erindi.
Var honum mjög fagnað af
samkvæmisgestum.
Þriðji liður dagskrárinnar var
einsöngur Sigurður Ólafssonar.
Undirleik annaðist Gunnar Sig-
urgeirsson píanóleikari. Vakti
söngur Sigurðar hina mestu
hrifningu. Að lokum var svo
stiginn dans. Var hinn mesti
gleði- og glæsibragur yflr
skemmtun þessari frá upphafi
til samkvæmisloka.
Fundur Framsóknar-
félags Reykjavíkur
Framsóknarfélag Reykjavíkur
heldur fund í Kaupþingssaln-
um miðvikud. 19. þ. m. kl. 8y2
e. h.
Eysteinn Jónsson, mennta-
málaráðherra hefur umræðu —
um stefnu ríkisstjórnarinnar og
undirbúning þingmála. Er þess
að vænta að marga fýsi að
heyra rætt um þessi mál og
fundurinn verði því fjölsóttur.
Framsóknarmenn eru vel-
komnir á þennan fund meðan
húsrúm leyfir, en sérstaklega er
Framsóknarmönnum utan af
landi sem eru gestkomandi hér i
bænum boðið á fundinn.