Tíminn - 18.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1947, Blaðsíða 3
53. blað TfMIM, þrigjadagiim 18. marz 1947 3 Skrifstofustulka óskast til vélritunar og fleiri starfa. Málakunnátta æskileg. í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Sími 7110. S5«5Í«««SS«554«Í5!««S««SÍÍ543«5«Í«»5Í3«Í4«S«5«*5«Í4«5S«3««W5SS5S55«54«S3«4«5 nVtt tímarit SYRPA Tímarit um almenn mál. Flytur að þessn siimi þessar greinar: Um byggingamálefni. 1. grein. (Gunnlaugur Halldórsson og Hannes Daviðsson). íslenzkt mál. Spurningar og svör. 1. grein. (Bjarni Vilhjálmsson). Stökur ........................... (Hjálmar Gíslason). Minningar Jónasar Hallgrímssonar.............. (Mynd). Kveðskapur. Kennsla í bragfræði. 1. grein. (Björn Sigfúss.). Drykkjuskapur .................... (Alfred Gíslason). Endurminningar Gythu Thorlacius ............ (Þýðing). Samtök kvenna gegn áfengisneyzlu. Neyð. Ferð um Mið-Evrópu.....(Sigríður Hallgrímsdóttir). Símtal. Þýdd saga.................... (Dorothy Parker). Jónas Gíslason segir sögur ................. (V. Þ. G.). Vinnulækningar á Kleppi........... (Kristín Ólafsdóttir). „í þúsund ár höfum við setið við sögur og ljóð.“ (Jóhanna Knudsen). Karl og kona. Þýdd saga.............. (Dorothy Parker). Karladálkur. Bókasýning Helgafells. Bækur: Rannveig Schmidt: Kurteisi. G.uðmundur Einarsson: Fjallamenn. í sjúkrastofu: ....................... (Dægrastytting). Segðu okkur sögu................ .......... (Ævintýri). Ég undirrit.....>óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „SYRPU," Reykjavík, Pósthólf 912. Nafn Heimilisfang Póststöð öll séu 1 standi gildu þau föng sem fylgdu. Himnaskálanum eftir í alnegldar sperrur skildu. Þegar lesin er í kirkju yfir messufólki auglýsing um týndan hest, stælir sr. Jón alkunnan sálm og kveður: Hver las? Hirðir mera. Hvað? Um fola graðan. Hvar? í helgum dyrum. Hvenær? Á dag boðunar. Og þegar hann missir reið- hest sinn, tekur hann því létt og karlmannlega eins og hann á vanda til og segir með glöðu yfirbragði: Hryssutjón ei hrellir oss, hress er ég þó dræpist ess. Missa gjörðí margur hross. Messað get ég vegna þess. Þannig mætti lengi íelja, þvi af miklu er að taka. Nú er hægt að segja, að þessir menn séu undantekningar, sem ekkert sanni. En þá vil ég benda á það, að það var alþýðan á ís- landi, sem varðveitti kveðskap þessara manna við hjarta sér og því aðeins er hann nú til. Vegna þess, að alþýðan felldi sig við svona ljóðagerð og naut hennar, hafa kvæðin geymzt, og einungis vegna þess. Það ber líka að líta á það, að ýmsar sögur eru sagðar og ýms- ar vísur eignaðar þeim Stefáni Ólafssyni og Hallgrími Péturs- syni, án þess að hægt sé að sanna, að það sé rétt. Allar líkur eru til þess, að þjóðtrúin hafi verið þar að verki og eign- að þeim ýmislegt, sem þeir ekki eiga, og er raunar hægt að sanna það. Það eru rök fyrir mínu máli, því að það sannar hvernig alþýðan hugsaði sér hin mestu og ástsælustu skáld. Þjóð- in vildi ekki hugsa sér sitt mesta og hjartfólgnasta trúarskáld öðru visi en þannig, að þvi hefði verið kýmnigáfan og gam ansemin eiginleg og ávallt til tæk. Þjóðin vildi ekki lifa án kýmninnar. Hún gat ekki venið án þess að gera að gamni sínu Og hún gat ekki hugsað sér stór- menni andans án þeirra hæfi- leika. Þessi sundurlausu og slitr- óttu drög ætlast ég til að nægi til að sýna það, að kuldi kúgun- ar og hörmunga hefir aldrei náð að leggja lind kýmni og gaman- semi í klakabönd dauðans. Sú lind hefir altaf streymt og verið eitt af vötnum lífsins i þjóðllfi íslendinga. Þeir, sem hafa lesið greinina með athygli, eru beðnir að af saka og athuga villur eins og þessar. Hinum gerir það ekki neitt: Auðkýfingr lét ævi óblíðr fyr Grásíðu, — hvöss var hún heldr að kyssa. — Harðmúlaðr var Skúli. Oss finnst illr að kyssa jarl sá ræðr fyr hjarli, — vörr er hvöss á harra. — Harðmúlaðr var Skúli. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund upp í rúmið. Hún hló svo dátt, að augun flutu í tárum. Þegar hún hafði loks jafnað sig, bætti ég við fáeinum viðvörunarorðum og þröngvaði henni áð síðustu til þess að sverja mér þagnar- og trúnaðareiða. Ég treysti henni eins og ég treysti þér, og þar að auki lofaði hún að villa um fyrir bróður sínum, ef þess þyrfti með. Hádegisverðurinn var snæddur úti á flötinni og hlaut ágæta dóma. Karlmennirnir höfðu fengið sér ofur- litla brjóstbirtu og voru hinir lystugustu. Verkfræö- ingurinn hældi systur sinni fyrir kunnáttu í matar- gerð, og Maja hlustaði á hrósið með húsmóðurlegum virðuleik, þótt alvaran hafi kannske ekki rist djúpt. Ég lá úti í gluggakistunni og heyrði hvert orð, sem sagt var. Meðan Hildigerður var að skipta um disk- ana, sneri húsbóndinn sér að Maju og spurði um . krankleika minn, en Maja sagði, að ég væri sárkvalin. Ég hefði sagt, að ég fengi svona tannpínuköst oftast nokkrum sinnum á ári, en þau liðu venjulega hjá á einum degi. En svo kom glettnin upp i Maju, því að hún bætti við: — Þetta er laglegasta stúlka. Ég leyfi mér að spá því, að yður haldist ekki á henni til eilífðar. — Ég vona, að sú spá rætist ekki, svaraði húsbónd- inn, ég fengi ekki hennar jafnoka við ráðskonustörfin. Ég engdist sundur og saman í dýflissu minni, en Maja hélt ótrauð áfram: — Já — hún virðist hæglát við fyrstu sýn, en ég er viss um, að hún nýtur hylli karlmannanna, og þá eru stúlkurnar ekki vaiiar að láta standa á sér. — Óhræsið þitt, hvíslaði ég að sjálfri mér. En í sama bili heyrði ég mér til ósegjanlegrar skelfingar, að Hildigerður greip fram í og sagði sinni gjallandi hanaraustu: — Hún er strax búin að ná sér í einn — hann er bilstjóri á vörubíl, og þau ætla víst að setja upp hring- ana í haust. — Hvernig veit Hildigerður þetta? spurði húsbónd- inn áfergjulega, í stað þess að skipa stelpunni. að þegja og láta gestina afskiptaíausa, þótt hún gengi þarna um beina. — Maður hefir augu í hausnum og dálitla vitglóru í ofanálag, sagði Hildigerður drýldin. — Nú skal ég hjálpa yður dálítið, Hildigerður,- svo að þér hafið ekki allt of mikið fyrir okkur. Við skulum vona, að elskendurnir verði hamingjusamir. — Með þessu batt Maja enda á umræðurnar um ástir mínar. Þær Hildigerður hurfu báðar inn i eldhúsið, en karl- mennirnir tóku að bera sig saman um ýmsar bilgerð- ir, er þeir höfðu spurnir af. En þjáningarsaga mín er ekki á enda. Þegar þau höfðu drukkið kaffið, fóru karlmennirnir að hyggja að bílnum, en Maja og Hildigerður skröfuðu góða stund saman úti á eldhúströppunum, og þá barst talið nátt- úrlega að mér og mínum högum. — Það má víst segja, að hún hafi lapið dauðann úr skel, sagði Hildigerður. Hún átti ekki einu sinni lepp- ana utan á sig, þegar hún kom hingað. Hún kom ekki með annað en aflóga buxur og samfestinga af ein- hverri garðyrkjumannsdóttur — tuskur, sem hún var vaxin upp úr. Hún sagði vitaskuld, að nærfötin sín hefðu verið í þvotti, þegar hún varð að fara, en sá þvottur hefir sjálfsagt þornað illa, því að enga spjör, sem hún á sjálf, hefi ég séð enn sem komið er. Og leppana af dóttur garðyrkjumannsins hefir hún merkt sér — maður sér nú, hvað gerist í kringum mann .... Átti ég ekki von á bankabyggi! Þessu var ég samt búin að glstyma. — Er þessi bílstjóri þá ekki á horleggjunum líka? spurði Maja óþarflega hátt. Hana grunaði auðvitað, að ég lægi úti í glugganum og fylgdist með samtalinu af dramatískum spenningi. — Hann er sosum laglegasti piltur, sagði Hildigerð- ur, en mér finnst hún nú samt of góð handa honum, Hann er líka dálítið í föðurættina — já, frökenin skil- ur það náttúrlega. Og bílstjóri, sem alltaf er út og suð- ur, getur átt kærustu á hverjum bæ, án þess að þær viti hvur um aðra. Hann kom með hana hingað, þeg- ar hún kom, en næsta dag hefir hann kannske farið með aðra á einhvern annan bæ. Karlmennina verður maður alltaf að hafa í pilsvasanum, ef þeir eiga ekki að misbrúka mann — það sagði móðir mín sálaða að minnsta kosti. — Hvernig fellur yður þá við Önnu? spurði Maja. — Skammi mig, ef mér þykir ekki bara vænt um hana, svaraði Hildigerður hreinskilnislega, en ég vor- kenni henni, að hún skuli vera svoddan fátæklingur að eiga ekki einu sinni skyrtugopa til þess að fara í inn- anundir kjólinn. í vikunni sem leið keypti hún sundbol, því gamli bolurinn hennar rifnaði, þegar ég fór í hann, og mér datt í hug að segja henni að kaupa heldur vænt léreft í nærföt í staðinn, því að baða sig sund- bolslaus — það getur maður hæglega gert —, en það er verra að vera alveg nærfatalaus, þótt að sumarlagi sé. En ég er ekki vön að reka nefið niður í það, sem Kaupfélög! # FJÖLYRKJAR Planet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnuf élaga /'////>/>//'/v>///y/v/vvv>/>/v>/vvv>w>///«///^/>/v^/'//v//v>//vw/y'/v>/y/V'/>/vv>/>Nyyv«/y/>/>/vv/ Þakpappi ýmsar þykktir. Ennfremur galvaníseraður pappasaumur. O II Sími 7450. Óskum eftir einum eða tveimur ungum og duglegum verzlunarmönn- um. Dönsku, ensku og þýzkukunnátta nauðsynleg. Leitið upplýsinga hjá oss. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Sími 7110. $ SMJÖR Islenzkt smjör ÁN SKÖMMTUXAR- SEÐLA seljum vér í heildsölu og smásölu, þar á meðal Akureyrarsmjör í l/z kg. og’ 5 k«. pökkum. Frystihúsið Herðubreið Sími 2678. Bækur meö 50-60% afslætti Neðanskráð'ar bækur verða seldar í HELGAFELLS-búðunum, hjá LÁRUSI BLÖNDAL og hjá útgáfunni í nokkra daga, með 50—60% afslætti: Boðskapur Pýramidans .................... Valdimar munkur ......................... Glas læknir ............................. Lady Hamllton ........................... Bertha Ley .............................. Nýr heimur .............................. Norðanveð'rið ........................... Ólafur liljurós ......................... Saga og dulspekl ........................ Saga Jónmundar 1 Geisladal .............. Spádómar um ísland ...................... Stund milli striða ...................... Upphaf Aradætra ......................... Útilíf ............................... ... Við, sem vinnum eldhússtörfin ........... Dr. Jekyll og Mr. Hyde .................. Spánskar smásögur ....................... Ef ofanskráðar bækur eru allar keyptar íyrir eitt hundrað krónur á forlagi mínu. Hallveigarstíg 6 A. áður 20,00 nú 8,00 — 17,00 — 10,00 — 20,00 — 10,00 — 50,00 — 25,00 — 16,00 — 8,00 — 12,80 — 6,00 — 2,50 — 1,25 — 14,00 — 6,00 — 15,00 — 7,00 — 22,40 — 11,00 — 3,00 — 1,50 — 12,00 — 5,00 — 3,50 — 2,00 — 18,00 — 8,00 — 10,00 — 5,00 • 10,00 — 5,00 — 5,00 — 2,50 einu lagi, fást þær Sjónssonar. Sími 4169 VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.