Tíminn - 20.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.03.1947, Blaðsíða 3
55. blað TlMMN, fimmtadagtnii 20. marz 1947 3 IINNING: ^ón PáL lóóon frá Söndum. Föstudag 28. febr. s. 1. lézt hann í farsóttarhúsinu í Rvík, eftir fárra daga sjúkdómslegu. Jón var fæddur að Búlandsseli í Skaftártungu, V.-Skaptafells- sýslu, 21. marz 1913, og var því nú tæpra 34 ára gamall. For- eldrar hans voru Páll Pálsson, bóndi þar, sem nú dvelur að Galtalæk á Landi, og kona hans Margrét Þorleifsdóttir. Eftir síðasta Kötlugos fluttu foreldrar Jóns, þau Páll og Mar- grét, að Söndum í Meðallandi, og var þar heimili hans til full- þroska aldurs, enda síðan kenndur við þann bæ. Bærinn Sandar stendur á hólma í miðju Kúðafljóti og vandist Jón því snemma við ferðalög yfir fljót- ið, bæði vetur og sumar, fyrir sig og aðra, líka stundaði hann mikið veiðiskap í fljótinu, en til þessa hvorutveggja þarf karl- mennsku, samfara skarpri glögg- skyggni, þar sem um slíkt stór- vatnsfall er að ræða, og sýndi Jón þar fljótt, að hann var þeim eiginleikum búinn. Eftir fárra ára dvöl á Söndum missti Jón móður sína, og tók þá við búsforráðum með Páli föður hans, Sigríður Sæmunds- dóttir frá Borgarfelli í Skaftár- tungu, gekk hún börnum Páls í móðurstað hvað umönnun og ástríki snerti, og naut Jón þess, sem var næstyngstur fimm systkina. Strax um fermingaraldur bar á miklum hagleik hjá Jóni, samfara listrænum smekk, og næmri tilfinningu fyrir öllu því, er til fegrunar var, og var þá strax, þótt hann ungur væri, oft leitað til hans um viðgerð véla og verkfæra, sem hann leysti af hendi með mestu prýði. Nokkurn tíma eftir að Jón fór að heiman, stundaði hann húsa- smíði og húsgagna, en er til kom, varð það hans starf að vinna að vélaviðgerðum, sem hann var sérstaklega gefinn fyr- ir, og vann hann nú á bílaverk- stæði Helga Lárussonar og þeirra Klausturbræðra í Reykjavík. Jón var maður ágætlega greindur og aflaði hann sér þekkingar með lestri bóka,.bæði innlendra og erlendra, en var þó að öllu sjálfmenntaður, skólanám stundaði hann ekkert utan barnaskóla. Hann var prúð- ur í framkomu og hvers manns hugljúfi, er honum kynntust. Hann gat engri bón neitað, er til hans var leitað liðsinnis, jafnvel hvort hann hafði á- stæður til eða ekki, var frá hans hendi sjálfsagt að bæta úr þörf nágrannans. Með honum er í valinn fall- inn einn af þjóðhagasmiðun- um Skaftfellsku, sem jafnvígur var bæði á tré og járn og eins og í blóð borin þekking og lagni við allar vélar. Jón var heitbundinn Pálínu Jónsdóttur frá Norðurhjáleigu i Álftaveri og voru þau um það bil að stofna sitt eigið heimili. Er nú þungur harmur kveðinn að unnustu hans, öldruðum föður, systkinum og öðrum vin- um, við þetta sviplega fráfall hans, en gott er að geyma minn- inguna um góðan og prúðan dreng, sem öllum vildi gott en engan hryggja. Eru slíkar minn- ingar vegarnesti, sem ekki bregst á ókomnum árum þeim, sem eftir lifa. Hafi svo Jón frá Söndum þökk fyrir góða samveru og hlýar endurminningar fylgja honum frá mörgum vinum á þessum vegamótum tilverunnar. Blessuð sé minning hans. Vinur. stafanir hafi markað tímamót í áfengismálum þeirra. Þegar brennivínsdrykkja þvarr, hvarf að mestu versta veikin, sem henni fylgir, ölæðið. Árið 1916, eða árið áður en „hái tollurinn" kom, sýndu skýrslur höfuðborgarinnar, að ölæði („delerium tremens“) hefði komið fyrir 310 sinnum, árið eftir 82 sinnum og árið 1918 aðeins 9 sinnum. Ölæði hefir ekki aukizt neitt til muna síðan, og þakka Danir það brennivínstollinum. Að vísu hefi ég ekki við hendina skýrsl- ur frá tveim síðustu árum. En umkvartanir heyrði ég bæði í Danmörku, og þó einkum í Noregi, um að drykkjuskapur skapur hefði aukizt mjög eftir ófriðarlokin. Aðsókn að drykkjumannahæl- um minnkaði stórum viö fyrr- greindar ráðstafanir. Sum þeirra gátu lokað, af þvi að enginn bað þar um vist. Árið 1919 voru einir 14 vistmenn alls í báðum hælum Bláa krossins, þótt þar væri þá rúm fyrir 60. Árið 1923 leyfðu Danir aftur áfengt öl, og jafnskjótt hófst aðsóknin að hælunum aftur. T. d. má nefna að árið 1925 voru vistmenn á þessum tveim hæl- um orðnir 59, og um 1940 ná- lægt 90. En þá voru alls 180 til 200 vistmenn í dönskum hælum. Þjóöverjar tóku eitt hælið til íbúðar og ógnaröldin í landinu lamaði ýms líknarstörf. Aðsókn hefir vaxið síöan hún hætti. Danir kalla drykkjumanna- hæli í daglegu tali „Rednings- hjem“ (björgunarheimili), en hið „opinbera" nafn þeirra er ,,Afvænningshjem.“ Sem stend- ur eru þau 7 alls og skiptast svo eftir aðstandendum: Ríkið á 2, Blái krossinn 2, Sjúkrahúsasamband Hafnar á eitt. Eitt er sjálfseignarstofn- un og heimatrúboð Hafnar á eitt. Það er ætlað konum ein- um. Danir tóku upp þann sið árið 1930, („ósið,“ segja sumir), að dæma menn fyrir afbrot gerð í drykkjuskap til að fara allt að 2 ár í drykkjumannahæli. Árin 1933—41 voru 330 dæmd- ir til þeirror hælisvistar. Voru það flest ungir menn, — rosknir menn voru dæmdir í vinnu- heimili. — í fyrstu tóku hæli Bláa krossins við þeim, en af því að þar er frjálsræði mikið, lágu piltarnir á stroki og voru svo ódælir að ríkið stofnaði sjálft hæli handa þeim, þar sem eftirlit er strangt. . Framhald. Gun.n.ar Widegren: Ráhskonan á Grund Ég sá í huga mér húsbóndann róa lífróður út á a- borramiðin, og þess vegna laumaðist ég inn í svefn- herbergið hans, settist á rúmstokkinn hans og ber- háttaði. Svo vafði ég fötunum saman í böggul, en ein- mitt þegar ég var að leggja þau á vogina, heyrði ég fótatak hans frammi í fordyrinu. Ég átti ekki um neitt að velja..— ég hrifsaði fataböggulinn og stökk út um gluggann. Eina undankomuvonin var, að ég kæmist í kjallarann og gæti klætt mig þar, enda stökk ég eins og ég ætti lífið að leysa fyrir húshornið. Ég skim- aði í kringum mig á hlaupunum eins og strokufangi og sá Hildigerði bregða fyrir úti í garðinum. Hún var að lú jarðarberjareitinn, sem við vökum yfir, eins og tröllkonur yfir fjöreggi sínu, og nú átti að þekja hann með viðarull, jarðarberjalynginu til hlífðar. Hildigerð- ur starði á mig«f Hún var sannfærð um, að ég hefði fengið sólstungu og misst vitið, sagði hún seinna. Ég komst slysalaust bak við húsið, en þegar ég var í þann veginn að stökkva niður í kjallaratröppurnar, sá ég, að karlinn, sem ekur ölbílnum hérna um sveitina, var þar fyrir. Hann var að bogra við að læsa hurðinni og sneri að mér bakinu, — sem betur fór. En það er af mér- að segja. að mér tókst með naumindum að forða því, að ég fleygðist aftan á hann, svo var kastið á mér mikið. Ég sneri nú við í dauðans ofboði, þeyttist yfir grasf]£tina í þremur skrefum — Hildigerður hefir sagt, að það sé áreiöanlega heilnæmt að lofa bless- uðu loftinu að leika óhindraö um sig —, smeygði mér á milli blómstóðsins í limgerðinu og stökk beint ofan á netlustóð, sem tók mér upp í klyftir, tókst á svip- stundu á loft aftur, þótt ég hafði þarna annars tijtölu- lega gþða varnarstöðu gegn áleitni forvitinna augna, fleygði mér niður á grasbala í skjóli viö limgirðinguna, og reif mig í fötin í ógurlegu fáti. Ég þorði ekki að líta upp fyrr en ég var komin í hverja spjör og búin að jafna mig dálítið eftir ham- farirnar, og þá fyrst sá ég, að ég var rétt við veginn. Þar var bíll, og hélt kyrru fyrir, og í honum sátu tveir karlmenn. Ég veit ekki, hve mikið þeir kunna að hafa séð af þessum útiæfingum mínum, en hitt veit ég, að mér rann í skap. Ég tók tveim fingrum i pilsið mitt beggja megin, hneigði mig djúpt, eins og hirðmeyj- arnar kváðu géra, og rak auk þess út úr mér tung- una í áttina til þeirra, en það telst víst ekki til hirð- siða. Svo gaf ég þeim langt nef og hörfaði inn á milli runnanna. En við því gat ég ekki gert, að hlátrasköll þeirra hljómuðu í eyrum mér. Þetta getur lærð hús- ; mæðrakennslukona ekki leyft sér, segir þú og hristir glóhært höfuðið. Nei, segi ég og grúfi hrafnsvartan kollinn niður yfir borðið. En hvort tveggja var, að ég var reið, og svo var neðri hluti líkamans allur eins og logandi und eftir kynninguna við brenninetlurnar. Náttúrlega hefði ég átt að sjá fótum mínum forráð og hugsa um, hvað ég gerði, en það var nú samt hægra sagt en gert, eins og sálarástand mitt var í þann svipinn, ekki sízt, þar sem ég hafði í þessari andrá heyrt húsbóndann spyrja um mig. — Hún er áreiðanlega orðin fársjúk, sagði Hildi- gerður hátiðlegri tilkynningarröddu. Það er allaveg- ana víst. — Hvað er það þá eiginlega, sem að henni gengur? spurði húsbóndinn, og Hildigerður svaraði — röddin var þrungin þeirri djúpu alvöru, er grípur fólk, þegar þyngstu áföll lífsins skella yfir það: — Það vildi ég helzt komast hjá að tala um! Þar eð húsbóndinn forðaðist jafnan að örva frá- sagnargleði Hildigerðar, lét hann sér þetta svar nægja og spurði einskis frekar. En í sama bili og ég smaug inn á milli runnanna, hljóðnaði hlátur mannanna niðri á veginum skyndi- lega, og einkennilegur skarkali barst mér til eyrna. Rétt á eftir kvað við hávær og reiðileg rödd, og annar maður svaraði í sama tón. Svo sá ég annan manninn hlaupa heim að húsinu, og skömmu síðar varð ég vör við, að hann símaði eftir bíl til hjálpar. Þú skalt vita, að ég gladdist. Þetta voru þorpararnir, sem höfðu numið staðar á veginum til þess að horfa á aöfarir mínar. Maðurinn á ölbílnum hafði ekið beint aftan á bilinn þeirra, þarna sem hann stóð á vegar- bugðunni, þar sem verst gegndi. Þeir höfðu ekki getað slitið sig í tæka tið frá þeirri hrífandi sjón, er fyrir augu þeirra hafði borið, og svo hafði litli kagginn þeirra hafnað úti í skurði, allur beyglaður og braml- aður. Ég var enn að hrósa happi yfir því, að herra himins og jarðar hafði látið hönd sína slá þessa syndaseli eins og Filisteann forðum, þegar hann heyrði rödd húsbóndans fyrir aftan mig. — Hvernig víkur þessu við? sagði hann. Anna virð- ist alls ekki vera veik. — Nei — það er ekkert, sem tekur að tala um, svar- aði ég. — Já —- en Hildigerður sagði, að Anna væri veik, en hún vildi helzt komast hjá því að segja mér, hvað að henni gengi, hélt hann áfram með þráasvip. — Æ, það er bara maginn — ég þoli ekki sumar- Kaupfélög! Höfum fyrlrliggjandi skilvindur „SYLVIA“. Ýmsar slsrrðir frá Alfa- Laval. Strokkar 5, 10 og 15 lítra vænt- anlegir síðar si árinu. Samband ísl. samvinnuf élaga Laus staöa j VaSlarstjóri I Frá næstu mánaðamótum verður ráðinn í þjónustu | stjórnar íþróttavallar Reykjavíkur VALLARSTJÓRI, er 1 hafi með höndum alla framkvæmdastjórn í sambandi við i rekstur íþróttavallarins á Melunum frá 1. apríl fram í i október. Þetta starf auglýsist hér með laust til umsóknar. Nánari upplýsingar um launakjör og starfssvið veitir | Jón Þórðarson, gjaldkeri vallarstjórnar, bæjarskrifstof- \ unum. f Umsóknarfrestur til 28. marz. Reykjavík, 18. marz 1947. ! Stjórn íþróttavallar Reykjavíkur. | Tilkynning Hér eftir verður útborgun hjá okkur aðeins á þriðju- lögum frá kl. 10—12 og 2—4. Flugmálastjórinn, Reykjavíkurflugvelli. Stúlka óskast tjctí £amj2ÍeJ of this Cíeon, Family Newspaper The Christian Science Monitor ‘ Free from crime and sensational news . , . Free from political bias . .. Free from "special interest” control . . . Free to tell you the truth about world events. Its own world-wide staff of corre* spondents bring you on-the-spoc neu's and its meaning to you and your family. Each issue filled with unique self-help features to dip and kcep. ! The Chrlstiaa Sciencn Fuhlivhtnj? Society ( One, Norway Streei, Boston 15, Mrös. □ Name.. Street. 5 City... I PB-3 .Zone........Stute., Please send samþJe co/wíf "] of The Christsan Science \ Monstor. f □ Please ser.d a one-month | trial suhscription. I en- | close $1 ■ TÓNLISTARFÉLAGIÐ: Þjóðlagakvöld Engel Lund í Trípólí á föstudagskvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar á 18.00 kr. hjá Eymiuids- son og Lárusi Rlöndal. á Kleppsspítalanum Upplýsingar hjá ráðskonunni, sími 3099, og í skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.