Tíminn - 26.03.1947, Page 1

Tíminn - 26.03.1947, Page 1
 RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJ ÓR ASKRIPSTOFDR: EDDUHÚ3I, Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÖSI, Llndargötu 9 A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, miðvlkudaginu 26. marz 1947 59. blað ERLENT YFIRLIT: HARÐINDIN í BRETLANDI DG HJALPIN VIÐ ÞJÚÐVERJA Brezka jtjóðin telur sér skylt að reyna að bjarga sem mestu á meginlandi álf- unnar. Brezka þjóðin hefir síðustu vikurnar búið við mikið vetrar- ríki og nú síðast stórflóð og vatnagang. Ofan á mikla sjálfsaf- neitun og hið þrautseiga viðreisnarstarf verður hún nú að mæta þeim erfiðleikum, sem frosthörkur, snjóþyngsli og vatnavextir valda. En þessu er tekið með sama manndómi og ró og öðrum erfiðum viðfangsefnum. Það hefir verið óvenjulega mikið vetrarríki um norðan- verða álfuna og alla Mið- Evrópu. í Suður-Svíþjóö og jafnvel í Danmörku hafa úlfar sést, þar sem þeirra hefir ekki oröið vart svo að mannsöldrum skiptir, — 60 til 80 ár. Harðindin hafa ekki verið minnst á Englandi .Þar hlóð niður fönn og varð fannkyngi svo mikil, að alvarlegar trufl- anir á samgöngum hlutust af. Trufluðust flutningar á nauð- synjum, kolaskortur varð víða tilfinnanlegur, vandræði voru með rafmagn og rekstur iðn- stöðya truflaðist. Flutningavandræðin voru svo alvarleg, að sums staðar neydd- ust bændur til að fella bústofn sinn, vegna þess að ótækt reynd- ist að draga í búið fóðurvörur til daglegra þarfa. Þegar svo hlána tók í Eng- landi nú fyrir nokkrum dögum varð leysing mikil, en jakahlaup og ruðningar í ám gera sitt til þess, að flóð verða mikil og stórkostleg. Akurlendi liggur undir vatni svo að hundruðum hektara skiptir og má gera ráð fyrir því, að það land notist lítt eða alls ekki til kornræktar þetta ár. Vatnavextirnir og flóðin hafa valdið margháttuðu tjóni öðru. í fjölda husa hafa kjallarar fyllst af vatni, mikil verðmæti hafa skemmst og heil þorp og borgarhverfi liggja undir mik- illi hættu og jafnvel eyðingu. Brezka. þjóðin hefir yfirleitt tekið þessum vandræðum með æðruleysi og ró. Ríkisstjórnin hefir haft forgöngu um skipu- legar aðgerðir tíl að draga úr tjóni af harðindunum. Ákveðið var að láta vinna í þriðjungi allra verksmiðja um nætur tii að jafna rafmagnsnotkunina og drýgja not raforkunnar. Er ráð- gert að sú skipun haldist næstu ár. Brezk stjórnarvöld hafa mikla reynslu i því að stjórna fram- kvæmdum við erfið skilyrði. Það þarf enginn að halda, að það ERLENDAR FRETTIR Bandaríki Indónesíu voru formlega stofnuð í gær. Voru samningar Indónesa og Hol- lendinga um þetta undirritaðir í Batavíu í gær. Samkvæmt þeim verður Indónesía áfram innan vébanda hollenzku krún- unnar. Stórflóð eru nú í Þýzkalandi Óderfljót hefir flætt yfir bakka sína, og flýr fólkið vestur á bóginn undan þessum ósköpum. 20 þúsund menn hafa þegar yf- irgefið heimili sín, og heimili 30—40 þúsunda eru í yfirvofandi hæt'tu. Ráðstefna hefir verið ákveð- in í París í haust, þar sem rætt skal um fólksflutninga frá Þýzkalandi. Það er einkum Bi- dault, sem vill koma á þessum fólksflutningum, því að Frakka skortir verkafólk. hafi verið leikur á stríðsárun- um að treina lífsnauðsynjar, svo að þær dygðu þjóðinni, skipuleggja alla framleiðslugetu hennar svo að hún notaðist til fulls og láta samgöngukerfið gera sitt gagn. En það voru engin þreytumerki eða slapp- leiki yfir brezku þjóðinni fyrir því. Hún sneri sér með fullum krafti að ýmsum félagslegum endurbótum strax að stríðinu loknu. Ríkið tók að sér námu- rekstur, rekstur járnbrauta, banka o. fl. Brezka stjórnin hefir þannig staðið fyrir gjör- breytingu atvinnureksturs á ýmsum sviðum. En þrátt fyrir þetta allt litu Bretar jafnframt þannig á, að þeir hefðu skyldum að gegna á meginlandi álfunnar, og það jafnvel við sigraða andstæð- inga. Þeir litu ekki þannig á, að þýzka þjóðin ætti nú að taka út refsingu fyrir þátttöku sína í styrjöldinni. Þeir töldu það blátt áfram skyldu sína, að reyna að bjarga þýzku þjóðinni eftir því, sem verða mátti. Þess vegna hafá þeir haldið við og hafa enn stranga matar- skömmtun í landi sínu, svo að þeir geti flutt þaðan vistir til Þýzkalands. Það er stundum deilt á brezku stjórnina fyrir þetta. Það er •eðlilegt að stjórnarandstæðing ar freistist til þess að reyna að láta erfiðleikana vekja óánægju gegn stjórninni. Og það væri heldur ekki nema skiljanlegt að sumum brezkum borgurum finndist, að þeir væru búnir að leggja nóg á sig vegna Þjóð- verja, þó að ekki væri haldið áfram eins og verið hefir. En það bendir samt allt til þess, að brezka þjóðin sé -víð- sýnni og göfugri en einstakir æsingamenn, sem hrópa um réttláta hefnd yfir hina seku. Og sá hugsunarháttur, sem mót- ar framkomu Breta í þeim mál- um, slær óneitanlega bjartari blæ á sambúðarhætti og fram- tíðarhorfur þjóðanna en margt það, sem nú er mest talað um. Sólskin og 9 stiga hiti á Akureyri í gær Mjólkin er þó eim i'Iutt á sleðum og bátum til m jjólkur samlagsins. Hinar síðustu vikur . hefir fannkyngi mikið verið víða norðan lands og austan. En nú hefir brugðið til hláku, og er snjórinn að byrja að hjaðna. Á Akureyri var níu stiga hiti i gær, sólskin og hið bezta veð- ur. Var fönnin tekin að sjatna en þó er mjólkin öll en flutt á bátum og sleðum til Akureyrar. íshröngl er á Pollinum, en það er mjög að losna og eyðast. Rafmagnsskortur í Lundúnum SKÍBALANDSMÓTIB: Siglfirðingar sigruðu í stökkun- um með miklum yfirburðum Jón Þorsteinsson fékk flest stig' og varð skífSakappi Islands. Skíðalandsmótinu var haldið áfram á Kolviðarhóli í gær, og var þá keppt í stökkum í þremur flokkum. Jón Þorsteinsson frá Siglufirði vann sigur í skíðastökkunum og varð þar með skíðakappi íslands. Brunkeppni karla hefir eigi farið fram enn. Mikil rafmagnsskortur hefir verið í Lundúnum í vetur. Hefir það valdið miklum vinnutöfum og óþægindum. En hér sjáum við náunga, sem ekki hefir látið rafmagnsleysi valda vinnustöðvun. Hann hefir að hætti starfs- bræðra sinna á þeim tímum, er enginn þekkti rafmagn, kveikt á kertum sínum, og sólar nú skóna, plukkar og saumar við flöktandi ljós þeirra. — Kona elur barn í lögreglubíl Var verið að flytja hana frá Siiimuhlíð við Geitháls í fæðingardeild Landspítalans. Það er harla fátítt, að konur ali börn sín í bifreiðum. En þó eru þess dæmi hér á landi. Slíkur atburður gerðist í nágrenni Reykjavíkur aðfaranótt mánudagsins. Það átti að flytja kon una ofan frá Geithálsi í fæðingardeild Landspítalans, en snjór var mikill á vegunum, svo að ferðin gekk seint, og ól konan barnið á leiðinni. Um tíuleytið á sunnudags- kvöldið var hringt til slökkvi- stöðvarinnár í Reykjavík, og þess óskað, að hún sendi sjúkra- bifreið upp að sumarbústaðnum Sunnuhlíð, rétt hjá Geithálsi, til þess að sækja konu, Sigríði Sigurðardóttur, er þar væri i barnsnauð. Leitað til lögreglunnar. Slökkviliðsmönnum þótti þó ekki hyggilegt að fara á bifreið- um þeim, sem þeir höfðu til um- ráða, því að þær eru allt of veikar til ferðalaga í þeirri ó- færð, er þá var. Leituðu þeir til lögreglunnar. Bjuggust nú fjór- ir lögregluþjónar til ferðar á stórum lögreglubíl. Voru það þeir Hjörtur Guðmundsson, Guðmundur Brynjólfsson, Ein- ar Ásgrímsson og Leifur Jóns- son. Með þeim fór svo yfirljós- móðirin í fæðingardeild Land- spítalans, Jóhanna Friðriksdótt- ir, og einn nemi úr ljósmæðra- skólanum, Guðrún Ólafsdóttir. Var klukkan um hálf-ellefu, þegar lögreglubíllinn var ferð- búinn. Ferðin upp að Sunnuhlíð gekk skaplega, þrátt fyrir mikla ófærð og tafir, og var búið um sjúku konuna í bílnum. Síðan var haldið af stað' til Reykja- víkur. Fæddur sonur — og skrýddur lögreglukápu. En ferðin reyndist nú hálfu tafsamari en áður. Skammt fyr- ir neðan Geitháls bilaði bíllinn, en þó tókst lögregluþjónunum að gera við bilunina, og var svo enn haldíið áfriam. En þegar komið var skammt niður fyrir Rauðavatn, ól konan barnið — sprækan dreng, sem vó fjórtán merkur. Hafði ljósmóðurin tekið með sér allt, sem þurfti ty þess að taka á móti barninu, og var nú sveipað um það teppi, og síðan hlúð enn betur að því með kápu eins lögregluþjónsins Mun þetta yngsti borgarinn, sem skrýddur hefir verið lög- reglubúningi á íslandi. Bíllinn bilar í Ártúns- brekkunni. Ferðinni var síðan haldið á- fram, eins og ekkert hefði i- skorizt. En þegar kom niður í Ártúnsbrekkuna, var þar skafl mikill, því að færðin hafði sí- fellt verið að þyngjast og stærri og stærri skaflar að safnast saman á veginum. Brotriaði öx ull bifreiðarinnar þarna í skafl- inum. Vöktu lögregluþjónarnir þá upp í húsi þar skammt frá og símuðu þaðan eftir öðrum bíl. Kom hann von bráðar, og voru konan og sonur hennar borin i hann. Komust hau heilu og höldnu í Landspítalann, er klukkan var um það bil hálf- þrjú. Þar eru mæðginin nú í hinu bezta yfirlæti, og hefir hvorugu orðið meint af þessu ferðavolki. I gær var aðeins keppt í skíðastökkum á landsmótipu. Voru flokkarnir þrír, A- og B- flokkur og unglingaflokkur (17 —19 ára). Siglfirzku skíðamennirnir sigruðu glæsilega í öllum þessum flokkum. Eru þeir sýnilega langbeztu stökkmenn okkar á sviði skíðaíþróttarinnar. Úrslit urðu sem hér segir: Jón Þorsteinsson stökk 43 og 45 metra og hlaut hæsta stiga- tölu. Næstur varð Ásgrímur Stef- ánsson, er í bæði skiptin stökk 46 metra. Þriðji varð Jónas Ásgeirsson er stökk 42 y2 og 44 metra. í B-flokki sigraði Haraldur Pálsson frá Siglufirði. í unglingastökkinu varð hlut- skarpastur Guðmundur Árna- son. Annar varð Hafsteinn Sæ-' mundsson. — Þeir eru báðir Siglfirðingar. Þriðji varð Ragnar Thorvald- sen úr Reykjavík. Þeir þrír, er hlutskarpastir urðu í aðalstökkkeppninni, Jón Þorsteinss^n, Ásgrímur Stefáns- son qg Jónas Ásgeirsson, eru allir gamalkunnir skíðamenn, sem tekið hafa þátt í mörgum skíðakappmótum hér syðra og jafnan reynzt sigursælir. Mest orð hefir þó farið af Jóni Þor- steinssyni, er nú varð skíðakappi íslands. Jón Þorsteinsson frá Sigluíirði, skíðakappi íslands 1947. Þetta eru stökkskiðin hans, sem hann er með, og þau gaf norski skíðagarpurinn Birg- er Ruud honum, .er hann var hér um í árið. Framsóknarvist Framsóknarmenn athugið, að draga ekki að tryggja ykkur að- J göngumiða að Framsóknarvist- [ inni á föstudaginn. Pöntun að- göngumiða er veitt móttaka í innheimtu Tímans, sími 2323. i Hér sjáum við þrjá siglfirzka skíðakappa, sem tóku þátt í skíðamótinu. Yzt til vinstri er Valtýr Jónasson, er varð annar í skiðagöngu Aflokks. í miðið er Jón Þorsteinsson, sigurvegarinn i skíðastökkunum og skíða- kappi tslands. En yzt til hægri erSteinn Símonarson, góður skiðamað- ur, er tók bæði þátt í göngu og stökkum, og fékk ágæta útkomu, er stig voru reiknuð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.