Tíminn - 27.03.1947, Blaðsíða 3
60. blað
TlMIlVN, fimmtndagiim 27. marz 1947
3
ÉG VERÐ AUÐMJÚKLEGA að
byrja á því að birta flim eða skammir
um sjálfan mig, því að mér þykir ekki
fullur drengskapur í því, að stinga því
undir stól, fyrst það barst. Jafnframt
minni ég á það, sem máltækin segja,
— en þau eru lífsreynsla liðinna kyn-
slóða í samþjöppuðu formi: Sá er
vinur, er til vamms segir og skýzt, þótt
skýrir séu.
Svo tek ég það fram af öryggis-
ástæðum, að ég orti ekki sjálfur um
fávitahæli í efri deild, en ég birti
þann kveðskap, og tek því afleiðing-
unum. Svo kemur þá hérna bréfið
frá R.:
Þú biður, að stinga’ að þér stöku
þótt stolin sé. — Hygg þú að því:
sá, gröf sem að grafa vill öðrum,
oft gengur þá sjálfur hér í.
Og svo fór þér, landshorna-sirkill,
að sjálfan þig hefur þú hitt.
Þér fórst ekki Arnfinn að apa,
þótt ei kynni’ h’ann móðurmál sitt.
Á undan, í málsgrein rétt ofar,
þú orðunum skakkt raðað lézt;
um „Oxfordhreyfingu í „Vísi’"*)
mun ei hafa heyrzt eða sézt
Þó væri’ ekki vanþörf á iðrun
hjá Vísi — og mörgum — finnst mér.
Nú held ég að bezt sé að hætti’ ég,
að heitt muni nógu’ orðið þér.
SVO ER HÉR ANNAÐ BRÉP, sem
snýr að öðrum efnum, sem ýmsum
munu finnast alvarlegri. Það er að
sönnu búið að liggja dálítinn tíma í
inflúenzu eins og fleiri, en ég hugsa
samt, að það sé jafn satt og það var.
Og það fjallar um efni, sem ekki verð-
ur lagað með því að þegja yfir því.
Ef við getum ekki talað um vinnu-
brögð í skrifstofum í góðu, veit ég
satt að segja ekki, hvernig við eigum
að fara að.
SKRIFSTOFUMAÐUR SKRIFAR:
„Ég gekk inn á skrifstofu Tollstjóra
nýlega til að greiða þetta nýja trygg-
ingaiðgjald. Margar tilkynningar og
jafnvel. hótanir höfðu komið fram
*) Svo ritað: „— — hann las um
Oxfordhreyfingu í Vísi“ — en átti að
vera: „— hann las í Vísi um Oxford-
hreyfingu —— Hitt var: „— flutti
— frumvarp til laga um fávitahæli í
efri deild —“. En hefði átt að vera:
„— flutti — í efri deild frumvarp til
laga um fávitahæli —“. — Slík orða'-
röðunar-vitleysa er orðin svo algeng
bæði í ræðu og riti, að það er fyrir
óblinduðum augum og ósljófguðum
eyrum — svo mikið um þær eins og
„mý á mykjuskán". — R.
opinberlega um að gjaldið yrði að
greiða fyrir 1. marz. Þegar inn á
skrifstofuna kom, var þar þéttskipað
fólki, sem beið eftir afgreiðslu. Innan
við afgreiðsluborðið var einn maður
að afgreiða tryggingaskírteini, ómerki-
leg bréfspjöld, sem kosta kr. 30 stykk-
ið. Maður þessi virtist fremur sein-
virkur og þó hann reyndi að hraða sér,
tók það oft langan tíma fyrir hann
að finna viðeigandi spjald. Má því
nærri geta, hvernig afgreiðslan gekk.
Enda má fullyrða, að sumir hafa orðið
að bíða allt að klukkutíma áður en
þeir fengu sig afgreidda.
Þetta hefði e. t. v. verið afsakanlegt
ef liðlítið hefði verið á skrifstofunni.
En því var ekki til að dreifa. Þarna
sat margt fólk, sumt við einhverja
vinnu, annað aðgerðalítið, eða að-
gerðalaust. Ég tók.t. d. eftir einni ung-
frú, sem sat hin rólegasta í stól sínum
þær 45 mínútur sem ég. beið þarna,
og hreyfði ekki hönd til nokkurs hlut-
ar. Vafalaust hefði hún þó getað lesið
á spjöldin, en líklega ekki verið ráðin
til þess! Svipað mætti segja um fleiri,
sem þarna „unnu.“
NÚ VÆRI FRÓÐLEGT AÐ VITA,
hvað svona vinnubrögð eiga að þýða,
þegar mikil þörf er fyrir að unnið sé.
Og hvernig skyldu afköstin vera þegar
minna er um að vera á skrifstofunni?
Þessu skrifstofufólki finnst víst, að
hinn almenni borgari sé ekki tifgóður
til aö bíða. Vera má þó að einhver
þeirra hafi nóg með tímann að gera
og hafi ekki kringumstæður til að
eyða tíma sínum einungis til þess að
skrifstofufólk geti haft það nógu ró-
legt. Þar sem aöstaða virðist fremur
góð á nefndri skrifstofu myndi vera
auövelt að láta afgreiðslu þá er hér
um ræðir ganga þrefallt hraðar, ef
fólkið á skrifstofunni væri samhent
og ynni sómasamlega að starfinu.
ÞVÍ ER VER AÐ ÞETTA FRAM-i
FERÐI er ekki einsdæmi á skrifstof-
um hér í Reykjavík. Víða eru mjög
léleg vinnubrögð og lítur helzt út fyrir
að mörgu starfsfólki finnist það eiga
að fá sitt fasta kaup einungis fyrir það
að vera til, en aukakaup fyrir allt sem
það vinnif.-. Þetta er reyndar freistandi
fyrir fólkið eins og um hnútana er
búið. Þegar nýju launalögin voru sett,
var látið í veðri vaka að eftirvinna
yrði afnumin að mestu eða öllu leyti.
En því fór fjarri. Aldrei hefir verið
meira um háar greiðslur fyrir auka-
vinnu en síðan og gengur það svo úr
hófi sums staðar að undrum sæfir.
Minni vinna í vinnutíma þýðir meiri
eftirvinnu og hærra kaup. Það verður
þvi hreinn gróði fyrir marga að slæp-
ast sem mest í vinnutímanum, enda
(Framhald á 4. siðu)
Fjórir synir þeirra urðu bænd-
ur í héraðinu; Gísli í Leirár-
görðum, Jón í Ausu, Magnús á
Stálpastöðum og Guðmundur á
Eyri.
III.
Guðmundur Eggertsson var
yngstur af hinum fyrri Eyrar-
bræðrum. Hann var fæddur á
Eyri 22. marz 1857. Eldri bræður
hans kvæntust og byrjuðu sum-
ir búskap sinn á Eyri, en fengu
sér svo ajinað jarðnæði. Guð-
mundur var hjá móður sinni
og tók snemma við búsforráð-
um með henni. Sama árið og
móðir hans^dó, kvæntist hann
Kristinu Kláusdóttur frá Steðja.
Hún var þar fædd 23. maí 1855.
Faðir hennar var Kláus bóndi,
fyrst í Hítarholti og síðast í
Steðja, Sigmundsson frá Brúar-
hrauni, Brandssonar, en móðir
hennar var Ástríður Jónsdóttir.
frá Snorrastöðum, Jónssonar.
Guðmundur og Kristín bjuggu
til æviloka á Eyri. Guðmundur
dó þar 6. apríl 1922 en Kristín
3. september 1929. Þau eignuðust
fjóra syni er uppkomust og urðu
þar aftur fjórir Eyrarbræður.
Einkadóttur sína, Guðrúnu,
misstu þau úr mislingum, er hún
var um tvítugsaldur. Synirnir
voru, Vigfús gestgjafinn þjóð-
kunni, Lárus bóndi á Eyri, Björn
skrifstofumaður í Grænmetis-
verzlun ríkisins og Eggert bóndi
á Bjargi í Borgarnesi. Öll voru
þau börn hin mannvænlegustu
Vegna nábýlis í æsku minni
var mér Eyrarheimilið kunnast
allra heimila, annarra en míns
eigins. Mér eru því vel minnis
stæð hjónin á Eyri, Guðmund-
ur og Kristín. Guðmundur var
meðalmaður á hæð, þykkvaxinn
kvikur f hreyfingum, bjartuír
yfirlitum, með ljósrauðleitt al
skegg og mun snemma hafa
orðið sköllóttur. Ekki hitti ég
glaðværari og skemmtilegri
mann en Guðmund á Eyri. Fjör
og kæti ljómaði af ásjónu hans
og fasi. Honum var létt um mál
og hann fylgdist vel með lands
og félagsmálum öllum og þótti
gaman um þau að ræðá. Hann
las mikið og unni mjög öllum
þjóðlegum fræðum, enda stál-
minnugur og fræðasjóður hinn
mesti. Var það skaði mikill að
hvorki hann né aðrir skyldu
skrá neitt af frásögnum hans
og fræðaþáttum. — Mun hann
hafa fallið frá áður en hann
eða aðrir gerðu sér grein fyrir
nauðsyn þess, enda bar dauða
hans bráðar að, en aldur og aðr-
ar ástæður voru til að ætla.
Guðmundur á Eyri var bóndi
góður. Jörðin tók miklum
stakkaskiptum í búskapartíð
hans. Öll hús jarðarinnar voru
(Framhald á 4. siðu)
Gunnar Widegren:
Ráðskonan á Grund
— Ég skal kenna bæði því og þér þá siði, sem þið
þurfið að læra, svaraði Lára skrækróma. Svona getur
enginn tekið á móti gestum sínum.
Skömmu síðar kom hún fram í eldhúsið, þar sem ég
var að steikja kjúklinga á pönnu.
— Hætta þessu og hjálpaðu mér að taka upp far-
angurinn, sagði hún.
— Fúslega — eftir matinn, svaraði ég og brosti eins
vingjarnlega og mér var framast unnt. Ég má bara
ekki vera-að því núna.
— Já, en húsbóndinn sagði það áðan, að .... sagði
Lára
—.... að hádegismaturinn ætti að koma eins fljótt
og hægt er, greip ég fram í. Var það kannske eitthvað
fleira, sem frúin ætlaði að segja?
— Já, einmitt — þér eruð þá hortug líka, sagði Lára,
kerrti hnakkann og strunsaði burt. Fáum mínútum
seinna varð ég þess vör, að hún var komin út í garð-
inn.
— Borða úti á grasflöt. skrækti hún, og fá á sig
alls konar pöddur og kvikindi! Það gætu skriðið orm-
ar upp eftir fótleggjunum á manni.
Karlmennirnir reyndu báðir að koma vitinu fyrir
hana, en þess var enginn kostur.
— Mín vegna, mín vegna, sagði hún, étið þið úti á
flöt. En ég hefi hugsað mér að borða á svölunum.
Húsbóndinn kom inn í.eldhúsið til mín og spurði:
— Getur Anna þá lagt á borð á svölunum?
— Auðvitað, húsbóndi, sagði ég og hló glaðlega. Okk-
ur Hildigerði ætti ekki að verða skotaskuld úr því
tveimur. .
Lára sat eins og merkikerti við borðið á svölunum.
Hún hafði breitt þurrku á keltu sér og dregið til sin
disk, hníf, skeið og gaffal. Hún er eins og sjálf erfða-
syndin á svipinn, sagði Hildigerður.
Við vorum hraðhentar við að framreiða. Innan
lítillar stundar var hin girnilggasti hádegisverður
kominn á borðið úti í skuggsælasta horninu á svölun-
um. Dúkurinn var drifhvítur, og það glampaði á silf-
urborðbúnað og krystalsglös — alt það bezta, sem til
var á Grundarheimilinu. Á mitt borðið hafði ég sett
krystalsvasa og fyllt hann, af fegurstu rósum. Lára
varð auðvitað að skipta sér af þessu. Hún atyrti okkur
látlaust meðan við bárum á borðið, og loks klykkti
hún út með að segja:
— Það er ekki von, að sveitadyrgjur eins og þið
getið látið neitt eins og það á að vera. Svona eiga
rósirnar auðvitað að vera í vasanum!
— Farðu gætilega með vasann, sagði maður Láru,
en á sama andartaki lá hann í þúsund molum á borð-
inu. Eitt krystalsglasið brotnaði líka, og vatnið flæddi
yfir hvíta dúkinn.
— Það er hreint engin furða, þó að þú gerir fólk
taugaveiklað með bölvuðu japlinu í þér, sagði Lára við
eiginmann sinn. Hér hefði ekkert óhapp viljað til, ef
þú hefðir þagað. Reyndar skil ég ekki, hvaða erindi
þessi vasi átti þarna á borðið.
En húsbóndinn sagði aðeins:
— Má ég biðja Önnu að leggja á borð í annað sinn?
Hann lagði svo neyðarlega áherzlu á tvö seinustu
orðin, að Lára fann sig tilknúða að spyrja:
— ‘Átti þetta að vera einhver illkvittni í minn garð?
Þessari spurningu svaraði húsbóndinn ekki. En hvað
sem þessu leið, þá heppnaðist mér að síðustu að koma
matnum á borðið eins og vera bar, og það var ekki
hvað sízt Lára, er hafði góða matarlyst. Maturinn
var líka boðlegur: smurt brauð, fiskfars, búið til úr
geddum, sem húsbóndinn hafði sjálfur veitt, litlar
rauðbeður, beint úr matjurtagarðinum á Grund, soðn-
ar i söltu vatni og bornar fram með hrærðu smjöri,
kjúklingar, einnig^beint úr Grundarbúinu, aldir upp
undir handarjaðri húsbóndans, og loks rabarbarahlaup,
sem ég hafði sjálf fundið upp og segi náttúrlega ekk'i,
hvernig er búið til.
Með ábætinum bar ég portvín, er ég hellti í kúlu-
flösku. Húsbóndinn skenkti í glösin, skálaði við gest-
ina og bauð þá velkomna á heimilið. En um teið og
hann lét glasið á borðið, sagði Lára:
— Ég læt' aldrei hella víninu úr flöskunum, þegar
vín er veitt á mínu heimili. Ég læt bera þær beint á
borðið. Þá veit ég alltaf, hvað mikið er eftir, og þá
geta vinnukonurnar ekki stolið einum einasta dropa.
— Það er ekki stolið á þessu heimili, sagði húsbónd-
inn kuldalega.
— Ja, heyr á endemi, rumdi Lára. Vinnufólk stelur,
hvar svo sem það er.
Ég var einmitt að bjóða fólkinu meira af ábætinum,
þegar Lára sagði þetta, og stóð beint fyrir aftan hana.
Það var freistandi að halla skálinni dálítið og láta
hlaupið renna niður á svínfeitan hálsinn á henni. En
fólk má víst ekki gera allt, sem það langar til.
En það hefi ég fyrir satt, að Lára og maður hennar
séu bæði matgefin í betra lagi, og hversu ill orð, sem
hún lætur falla um vinnukonur, virðist hún ekki fyrir-
líta matreiðslukunnáttu mína.
Já — hún heitir sem sagt Lára. Ég er viss um, að
Kaupfélög!
Ilöfum fyrirliggjandi skilvindur
„SYLVIA“. Ýmsar stærðir frá Alfa-
Laval.
Strokkar — 5, 10 og 15 lítra vænt-
anlegir síðar á árinu.
Samband ísl. samvinnufélaga
SILDVEIÐISKIP
Síldarverksmiðja Akureyrarkaupstaðar í Krossa-
nesi óskar eftir að samningsbinda nokkur góð síld-
veiðiskip á næstu síldarvertíð.
Fyrir vertíðina fær verksmiðjan sjálfvirk löndunar-
tæki með 2X600 mála afköstum á klukkustund.
Þrær verksm. rúma 36 þús. mál síldar. Ennfrem-
ur fá samningsbundin skip verksmiðjunnar leyfi til
löndunar sjá síldarverksmiðjunni „Ingólfur h.f.“ á
Ingólfsfirði, samkvæmt samningi þar um milli þess-
ara verksmiðja. Skip, sem samningsbinda sig við
verksmiðjuna í Krossanesi, fá því ágæta aðstöðu til
að losna fljótt við veiði sína, hvort sem þau fiska á
austur eða vestur veiðisvæðinu.
Skipaeigendur, sem vilja sinna þessu, snúi sér hið
fyrsta til framkvæmdastjóra verksmiðjunnar, Hall-
gríms Björnssonar, Skólastíg 11, Akureyri, eða for-
manns verksmiöjustjórnarinnar, Guðmundar Guð-
laugssonar, Akureyri, sími 154.
Fyrst um sinn geta menn einnig snúið sér til
Steingríms Aðalsteinssonar, alþm., Hótel Borg.
Akureyri, 20. marz 1947.
Verksmið j ust jórnin.
Tilkynning
Höfum nú til sölu nokkra hermannaskála (spít-
alahús) við Helgafell í Mosfellssveit. Breidd hús-
anna er 7,40 metrar og því hentug fyrir heyhlöður
og söbuleiðis verkfærageymslur. Grindur húsanna
eru sterkar, klæddar svörtu járni. Munum vér
geta bent kaupendum á leið tii þess að fá galvani-
serað járn á húsin.
Gefum nánari upplýsingar á skrifstofu vorri,
Austurstræti 10, simi 4944.
Sölunefnd setuliðseigna
Kaupendur vaxtabréfa
Stofnlánadeildar
sjávarútvegsins
sem ekki hafa fengið afhent bréf sin, eru vinsamlegast
beðnir að vitja þeirra hið fyrsta. Bréfin verða einungis
é
afhent gegn framvísum bráðabirgðakvittunar bankans.
Landsbanki tslands.
«4««SÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ«ÍÍ4ÍÍ5Í4ÍÍ5Í««4ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍ4ÍÍ«Í54ÍÍÍÍÍÍSÍ«ÍSÍÍÍÍÍÍ
Njótíð sólarinnar
I skammdeglnu og borðlð hlnar
f jörefnaríku ' Alfa-Alfa töflur.
' Söluumboð til kaupmanna og
kaupfélaga utan Reykjavfkur.
HJÖRTUR HJARTAKSON
Bræðraborgarstíg 1
Sími 4256.
iliiiitiiilliiiiliiiiiiiilltiiit
Ferming'arföt
úr dökkum efnum afgreiðum við
nú gegn eftirkröfu.
Sendið nákvæmt mál.
Vesturgötu 12. — Laugaveg 18. ii
Sími 3570. H
iiUUiittitittiiittiiiiitiiiiitiitiiitiitiUtititi