Tíminn - 28.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓH ASKBIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargðtu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 ERLENT YFIRLIT: Skæruhernaður inn í Grikklandi Tilboð Tsaldaris til kommúnista. Síðan Truman forseti flutti ræðu sína um lánveitingar til Grikkja og Tyrkja, hafa fá mál verið rædd meira í heimsblöð- unum en Grikklandsmálin. Þessar umræður hafa orðið enn meiri vegna þess, að gríska stjórHin tilkynnti litlu síðar, að haf- in væri allsherjarsókn gegn skæruliðunum. Eins og kunnugt er, sendu Grikkir kæru til sameinuðu þjóðanna á síðastl. hausti, þar sem því var haldið fram, að ná- búaþjóðir þeirra stæðu fyrir undirróðurstarfsemi og skæru- hernaði í Grikklandi. Samein- uðu þjóðirnar ákváðu að fela sérstakri nefnd rannsókn máls- ins og mun hún skila áliti sínu innan skamms tíma. Kunnugir menn telja, að nefndin verði tvíklofin. Fulitrúar Rússa og Gestir AOA úr vestur- förinni komnir heim íslendingarnir, sem fóru vestur um haf í boði flugfé- lagsins AOA, komu aftur til landsins kl. 4 í fyrrinótt. Förin hafði gengið þeim að éskum, enda hafði fyrir- greiðsla félagsins verið í bezta lagi. Ferðin vestur hófst frá Kefla- víkurflugvellinum kl. 5 síðd. fyrra miðvikudag. Var flogið með Flagship Reykjavík og tók ferðin vestur um 14 klst. Á fimmtudaginn var dvalið í New York, en á föstudagsmorgun var ? flogið til Washington. Þar voru skoðaðir ýmsar merkar bygg- ingar og söfn og fylgzt með fundum f báðum þingdeildum. Seint um kvöldið var flogið til v New York. Þar var siðan dvalið næstu fjóra dagana og tíminn notaður til að sjá ýmsar þekkt- ar byggingar og kynnast borg- arlífinu. Kl. 10 á miðvikudag- inn (amerískur tími) var lagt af stað heimleiðis og var þá mikill stormur og snjóhríð í New York. Ferðin heim gekk á- gætlega og var lent á Keflavík- urflugvellinum um 14 klst. síð- ar en lagt var af stað frá New York. , Þeir, sem voru í ferðinni, voru Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Jón Magnússon fréttastjóri, Þór- arinn Þórarinsson ritstjóri, Gunnlaugur Pétursson deildar- stjóri, Gunnlaugur Þórðarson forsetaritari, Sigurður Bjarna- son alþm. og Sigurður Olason * fulltrúi. Fjórir þeir síðastnefndu voru fulltrúar ríkisstjórnar- innar. ERLENDAR FkETTIR Á utanríkisráðherrafundinum i Moskvu hefir enn ekki náðst neinn árangur. Marshall er sagður hafa við orð að fara heimleiðis, ef ekki næst neinn árangur fyrir 6. apríl. Chautemps, fyrrv. forsætis- ráðherra Frakka, hefir verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir samvinnu víið Þjóðverja á stríðsárunum. Acheson aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hefir lýst yfir því, að amerískur her verði ekki sendur til Grikklands. Hins vegar muni hernaðarleg- ir sérfræðingar fara þangað. Óstaðfestar fregnir herma, að Bormann, staðgengill Hitlers, hafi sézt í Ástralíu. Pólverja í nefndinni muni telja kæru Grikkja tilefnislausa, en allir hinir nefndarmennirnir munu telja órækar sannanir fyrir því, að kæra Grikkja sé á rökum reist. Áreiðanleg blöð, eins og t. d. New York Times, telja að skæruhernaðurinn í Grikklandi hafi færzt mjög í vöxt í vetur og telja sveitir skæruliða nú um 13000 manns, er fengið hafi hernaðarlega þjálfun og séu vel vopnum búnir. Skæruliðarnir tilheyra tveimur samtökum, sem bæði eru undir yfirráðum kommúnista. Önnur þeirra, sem er skammst'öfuð KKE, eru undir innlendri stjórn og lúta fyrir- mælum kommúnistaflokksins. — Skærusveitir þeirra eru dreifð- ar um allt Grikkland. Hin þeirra sem skammstöfuð er NOF, hafa aðalbækistöð sína erlendis og er markmið þeirra að skilja Makedoniu frá Grikklandi og gera hana að sérstöku ríki í hinu nýja Jugoslavneska rikja- bandalagi. Skæruliðar þessara samtaka eru þjálfaðir erlendis og er sleppt yfir landamærin vel búnum af vopnum og vist- um. All náin samvinna er á milli KKE og NOF. Þær raddir hafa heyrst síðan Truman flutti ræðu sína, að ástæðulaust væri að styrkja grisku stjórnina gegn skærulið- unum, þar sem hún sé raun- verulega fasistísk. Lýðræðinu sé þvi enginn greiði gerður með því að viðhalda völdum hennar. í ræðu sinni tók Truman skýrt fram, að hann væri hvergi nærri samþykkur öllum gerðum grísku stjórnarinnar. Mun hann þar einkum hafa átt við ýmsar þvingunarráðstafanir, sem hún hefur gert gegn verkalýðssam- tökunum og pólitískum and- stæðingum hennar. En þess ber að gæta, að þau verk voru unn- in áður en samsteypustjórnin, sem nú starfar i Grikklandi, kom til valda. Þau voru unnin (Framhald á 4. siðu) u r snjor Mesta fönn síðan 1920 á Vestf jjörðum. Víða um land er nú óvenju- lega mikill snjór. Um Austur- land og Norðurland austanvert mun ekki hafa verið slíkur snjór síðan 1936. En þar hefir nú ver- ið góðviðri í nokkra daga, þýð- viðri og sólbráð. Það er aðeins um Vestfirði norðanverða, sem hríðarveður og fannkomur hald- ast enn að staðaldri. Blaðið hafði í gær tal af fréttaritara sínum á Flateyri. Hann sagði að þar væri nú svo mikill snjór, að dæmalaust væri síðan 1920. Eimskipið Horsa hefir verið á Vestfj arðahöfnum undanfarna daga, að taka freð- fisk, sem á að fara til Frakk- lands, sitt litið úr hverju frysti- húsi, því að alls staðar er fullt. Hefir víða þurft miklum snjó að moka til að koma bílum milli frystihúss og skips, og það jafn- vel tveggja mannhæða há göng gegnum skaflana. 61. lilao' Harðsótt uppskipun á ísavetri Afkoma ríkissjóðs 1946 og meðferð Alþingis á fjárlögum 1947 Hvar eru umf ramtekj- ur ársins 1946, sem námu h. u. b. 80 milj.? [MMiMiMi&émiiiiiiMMMi: ' • ¦ i'.miíiiiijiiimm ¦¦¦¦¦: ¦' ¦.::':%;; Sums staðar á dönsku eyjunum var um skeið mjög erfitt um samgöngur vegna ísalaganna í vetur, dæmi þess, að vistir gengu til þurrðar í sumum byggðalögum. — Dönsk stjórnarvöld reyndu þó eftir að bæta úr þessu vandræðaástandi. — Þessi mynd var tekin í slíku byggðarlagi. Vistaskipið er komið, kemst ekki að landi. TJppskipunarbátur er settur fram um langan veg yfir snævi þakta ísa. og voru föngum en það Flokkaglíman er íkvöld; sigurvegari í bruni Hér birtast tvær myndir af glímu- köppum, i sem sýna fræknleik sinn í flokkaglímunni við Hálogaland í kvöld. Báðir eru þeir úr 3. flokki. Þettá eru þeir Andrés Sighvatsson, sem varð 2. vetur, til vinstri, og Sigurður Hall- björnsson, til hægri. Margir hyggja, í þriðja flokki i flokkaglímu Rvikur i að þessir menn verði skæðir Ólafi Jónssyni, sigurvegaranum frá í vet- ur. — asammngur Norðmenn Hingað er komin sendinefnd frá Noregi til að ræða við ís- lenzku ríkisstjórnina um við- skipti milli íslands og Noregs. Þessir menn hafa verið valdir til að ræða við sendinefndina: Finnur Jónsson, alþingismað- ur, og er hann formaður, Eggert Kristjánsson, stór- kaupmaður, Einar Sigurðsson,'forstjóri, Jón Árnason, bankastjóri, Kjartan Thors, framkvæmda- stjóri. Ráðunautar nefndarinnar eru: Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri, Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri, Hans G. Andersen, þjóðrétt- arfræðingur. Ritari nefndarinnar er Þór- hallur Ásgeirsson," fulltrúi i ut- anríkisráðuneytinu. Félag raftækjasaia Nýlega var stofnað hér í bæ „Félag Raftækjasala". Markmið félagsins . er að stuðla að sameiginlegum á- hugamálum félagsmanna, svo sem heilbrigðum verzlunarhátt- um og réttlátri úthlutun inn- flutnings og gjaldeyrisleyfa. Ennfremur að hnekkja ómak- legum árásum í garð félags- manna. Stjórn félagsins skipa: Hans R. Þórðarson formaður, Holger P. Gíslason gjaldkeri og Jón Á. Bjarnason ritari. Varamenn eru Ingólfur Bjarnason og Júlíus Björnsson. I gær fór fram keppni í bruni karla á skíðamótinu. Sigurveg- ari varð þar Jónas Ásgeirsson, hinn alþekkti skíðakappi frá Siglufirði. .J Jónas Asgeirsson. Morgunblaðið segir nú næst- um því daglega viilandi frá fjárhagsástæðum ríkisins, af- komu siðasta árs og meðferð f járlaganna á Alþingi nú. Er því sérstök ástæða til að gera sér Ijós aðalatriði og höfuðdrætti þessara örlagaríku þjóðmála, sem varða hvern íslending svo mjög og flokkar og stjórnar- völd verða metin eftir. Vegna þrálátra, ruglingslegra og villandi frásagna í Morgun- blaðinu, er ástæða til að taka greinilega fram, það sem hér fer á eftir um fjárhag ríkissjóðs og afkomu síðastliðið ár. Tekjur rikissjóðs 1946 voru áætlaðar á fjárlögum 122 milj. króna.. Hins vegar verða þær fullar 200 miljónir þegar til reynslunnar kemur. Það er algjörlega rangt þegar Morgunblaðið segir, að núverandi stjórn ætli sér „að hækka gjaldahlið ríkisfjárlag- anna á rekstursreikningi úr 127 miljónum 1946 í 200 miljónir 1947". Það er ekki verið að hækka gjaldahliðina, heldur semja á- ætlun *í samræmi við fengna reynslu. Hitt er svo umhugsunarefni, að þrátt fyrir það, að árið 1946 fær ríkissjóður umframtekjur, sem að krónutali eru fjórfaldar á við heildartekjur hans síðustu árin fyrir stríðið, er hann þó tómur og með allmik'ar lausa- skuldir, — nál. 20 milj. kr. Að sönnu hafa verið kostaðar af tekjum ársins ýmsar fram- kvæmdir, sem lánsheimild var til. En þess má minnast í því sambandi að öllum lántökum fylgja skuldadagar, þó að seinna sé. Auk þess eru skilyrði til öfl- unar lánsfjár ekki takmarka- laus, og hafa ýms teikn til þess sýnt sig að undanförnu. Það er fjarri öllu lagi að halda því fram, að afgreiðsla fjárlaganna nú, á þann veg sem útlit er fyrir, stafi af því, (Framhali á 4. slðu/ Félag íslenzkra frístundamálara Rösklega 200 myndir tómstundamálara á sýningu. Félag íslenzkra fristundamálara efnir til sýningar innan skamms. Verða þar sýndar liðlega 200 myndir, sem um 30 fé- lagsmenn hafa gert sér til gamans í tomstundum sínum, olíu- málverk, vatnslitamyndir, teikningar o. s. frv. Félag íslenzkra frístundamál- ara var stofnað fyrir um það bil ári siðan. Það er i fyrsta sinn, sem það kemur opinber- lega fram, er það stofnar nú til sýningar á verkum félagsmanna. Sú sýning á að standa 9.—21. apríl og verður í sýningarskála myndlistarmanna. Þetta er eins konar heimilis- iðnaðarsýning, og það er efnt til hennar í þeim tilgangi, að sýna að dráttlist og myndagerð getur verið skemmtilegt og heillandi viðfangsefni í tóm- stundum. Sýningin á því að vera eins konar hvatning til manna, sem hafa hneigð og hæfileika í þá átt, að leita sér hvíldar og gleði eftir önn og eril dagsins við þessi viðfangs- efni. Jafnframt sýningunni er gert ráð fyrir nokkurri fræðslu í fyrirlestraformi um undirstöðu- atriði myndagerðar. Forgöngumennirnir geta' þess, að hér sé ekki um listsýningu að ræða, en hvað sem um það (Framháld á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.