Tíminn - 02.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1947, Blaðsíða 2
2 64. blað MiðvtUudafiur 2. upríl Skrif Þióðviljans um Bandaríkin Þjóðviljinn hefir nýlega eign- azt andstæðing, sem hann gerir sér enn tíðræddara um og tel- ur jafnvel enn verri en sjálfan Stefán Jóhann. Þessi maður er Truman Bandaríkjaforseti. Það, sem Truman hefir unnið sér til óhelgi er aðstoð sú, sem hann vill veita ríkisstjórnunum í Grikklandi og Tyrklandi, og ráð- stafanir þær, sem hann er að gera heima fyrir til að koma í veg fyrir að opinberir emb- ættismenn séu jafnframt „fimmtu herdeildar" menn. Þetta telur Þjóðviljinn svo óheyrilegt, að hann nefnir Truman forseta einræðisherra og fasista í öðru hvoru orði, og telur stjórnarfarið í Bandaríkj- unum jafnvel öllu fasistiskara en það var í Þýzkalandi í sinni tið. Þvi er ekki að neita, að fljótt á litið virðist nokkuð langt gengiö, þegar Bandaríkin veita grísku stjórninni lán til vígbún- aðar, svo að hún geti borið hærra hlut I borgarastyrjöld innan- lands. Sé hins vegar litiö á forsöguna, horfir þetta nokkuð öðruvísi við. Annað stórveldi hefir fengið að leggja undir sig hvert landið á fætur öðru með samþykki hinna stórveldanna. Þetta hefir því ekki nægt. Það hefir borið fram nýjar landa- kröfur og áhangendur þess vinna markvisst að því að færa út valdsvið þess. Þeir hafa byrj- að borgarastyrjöldina í Grikk- landi til að koma landinu undir kommúnistisk yfirráð. Ef Grikk- land félli, yrði haldið þannig áfram koll af kolli. Þar sem sameinuðu þjóðirnar eru enn of vanmáttugar til að skakkíi leik- inn, hafa Bandaríkin talið sig nauðbeygð að gripa, til mótráð- stafana. Þeir, sem áfella Banda- rikin fyrir aðgerðir þeirra í Grikklandsmálunum, verða að gæta þess, að þau hafa ekki átt fyrsta leikiim. Hjá þeim er að- eins um mótleik að ræða. Sá veldur mestu er upphafinu v.eldur. Ráðstafanir Trumans til að koma í veg fyrir, að fasistar og kommúnistar gegní opinberum áhrifastörfum í Bandaríkj un- um, eru byggðar á þeirri reynslu, er fengist liefir af vinnubrögð- um þessara manna. Fasistarnir settn alltaf hagsmuni Þýzka- lands ofar hagsmunum Banda- ríkjanna, þegar um þetta tvennt var að velja. Á sama hátt hafa kommúnistar alltaf tekið hags- muni Rússlands framyfir. í Bandaríkjunum eru því ekki skiptar skoðanir um, að þessum mönnum eigi að halda frá á- hrifastörfum, en hitt óttast ýmsir, að slíkum varúðarráð- stöfunum geti orðið misbeitt og þær notaðar til að útiloka fleiri en fasista og kommúnista. í þvi liggi aðalhættan við slíkar ráð- stafanir. Annars væri það ekki nema vel, þótt Þjóðviljinn áteldi Tru- man og aðra forvígismenn Bandaríkjanna fyrir það, sem telja mætti að stefndi í yfir- drottnunar- og einræðisátt, ef sannur hugur fylgdi máli, og það væri gert með skynsemd og hófsemi. Fyrir smáþjóð er jafn- an hollt að vera á verði og fylgjast vel með aðgerðum stór- veldanna. En þefcta hugarfar skortir rithöfunda- Þjóðviljans a. miðvikndagum 2. apríl 1947 Guðlaugur Rósinkranz: Skipulag í byggingamálum „Hvenær ætli komi að okkur með að fá íbúð“? — Þessa spurn ingu heyri ég mörgum sinnum á dag, dag eftir dag og viku eftir viku frá félagsmönnum Byggingarsamvinnuf. Reykja- víkur, sem nú eru nokkuð á ní- unda hundrað. Svarið er ósköp stutt og einfalt. „Það er ómögu- legt að segja. Félagið fær engin lán til bygginga". Þetta er svo sem ekkert gleðjandi svar fyrir húsnæðislausa fjölskyldu, sem engin úrræði eygir til úrbóta. En það er fullkomlega í sam- ræmi við veruleikann og hinn kalda veruleika er hverjum bezt að þekkjá til þess að gera sér þá engar falsvonir. Fjölgun um 10 þúsund í Reykjavík á 5 árum. . Þrátt fyrir miklar byggingar hér að undanförnu virðist aldrei hafa verið meira húsnæðisleysi en nú. Aðstreymi til bæjarins hin síðari ár hefur verið mikið og fólksfjölgunin ör, þannig að á siðustu 5 árunum hefur fjölg- að í bænum um 10 þúsund. Það er bví ofurskiljanlegt, aö ekki hafi unhizt tími til þess að byggja yfir allan þann fjölda. Það er hér um bil eins og að byggja yfir alla Akureyringa, Siglfirðinga og ísfirðinga á ein- um 5 árum. — Þrátt fyrir þessa miklu fólksflutninga til Reyja- vikur er húsnæðisskortur líka utan Reykjavíkur. Á stríðsárun- um hefir lítið verið byggt af íbúðarhúsum í kauptúnum og sveitum landsins og því mikil þörf nýbygginga. 1500 íbúðir á ári. Samkvæmt skýrslum þeim, sem Skipulagsnefnd sú, er gera átti' tillögur um framkvæmdir eftir stríðið, hefir lá'tið gera, lætur nærri að y3 allra íbúðar- húsa í sveitum og kauptúnum landsins sé óhæfur til íbúðar og þarfnist endurbyggingar. Auk þess þarf auðvitað að byggja alveg. Þeir gera úlfalda úr mý- flugunni hjá Bandaríkjamönn- um og blað þeirra er oftast fleytifullt af stóryrðum um amerískan fasisma og ameríska landráðastefnu. En það minn- ist áldrei einu orði á rússnesku yfirgangsstefnuna og stjórnar- hættina í Rússlandi, þar sem einræðið situr í öndvegi. Þetta stafar einfaldlega af því, að flokkur Þjóðviljans er ekki 1 raun réttri íslenzkur flokkur, er vill verjast erlendri ásælni hvaðan, sem hún kemur. Hann er fyrst og fremst þjónn rúss- neskra hagsmuna og hann myndi glaður fallast á kröfur frá Rússum um herstöðvar á íslandi, alveg eins og norskir kommúnistar hafa viljað fram- selja Rússum herstöðvar á Sval- barða. Það er þó rétt að taka fram, að í Sósíalistaflokknum er fjöldi manna, sem eru andvígir öllum yfirgangi og stórveldastefnum. Jafnvel í foringjaliðinu mun slíka menn að finna.En þeir,sem ráða flokknum, eru trúir þjónar rússnesku einræðisstefnunnar og líta á Rússland sem sitt sanna föðurland. Klofningur verkalýðssamtakanna, sem er eitt stærsta ólán þjóðarinnar, stafar af því, að þessum mönn- um hefir tekizt að villa á sér heimildir og meðan þeim tekst það, verða þeir verstu þrándar í vegi heilbrigðrar og róttiækrar umbótastjórnar á íslandi. nýjar íbúðir vegna fólksfjölgun- ar í landinu. Telur nefndin því, að byggja þurfi 15 þúsund íbúð- ir á landinu á næstu tíu árum eða 1500 íbúðir á ári að meðal- taii, til þess að sæmilegt geti talizt. Þó ekki væri gert ráð fyrir, að hver íbúð kostaði nema 100 þús. kr. eru það þó 150 milj. kr., sem þyrfti að festa í íbúða- byggingum á ári í Ú0 ár svo sæmilega væri séð fyrir íbúða- þörf þjóðarinnar. En það mun flestum ljóst, að svo miklu fé er tæpast hægt að verja til íbúðabygginga á næstu árunum. Þessvegna er það nauðsynlegt að gera sér vel grein fyrir því, hvar mest sé þörfin, skipuleggja byggingaframkvæmdirnar, þann ig, að fyrst og fremst sé bætt úr brýnustu þörfinni, gera skyn- samlega áætlun um áframhald bygginganna og tryggja fé og byggingarefni til þeirra fram- kvæmda. Þá er einnig nauðsyn- legt að gæta hófs um stærð og íburð íbúðanna, svo að með því efni og fé sem fyrir hendi er,' verði hægt að bæta úr húsnæð- isþörf sem allra flestra þegna þjóðfélagsins. — Það á að miöa ibúðastœrð við hina daglegu þörf fjölskyldunnar en ekki við fjölmenn boð, sem haldin eru einu sinni eða tvisvar á ári. Enda meira atriði að íbúð sé vistleg og þægileg fyrir þá sem þar eiga að dvelja að staðaldri, heldur eh að þar séu stórir salir til sýnis fyrir gesti. Lög um opinbera aðstoð við byggingar ibúðarhúsa. Á síðastliðnu ári voru s am- þykkt lög um aðstoð ríkisins við byggingu íbúðarhúsa. Að efni til eru þetta í rauninni engin ný lög, heldur gömlu lögin um samvinnubústaði frá 1931 dálítið breytt. Breytingin er aðallega í því fólgin að lengja lánstím- ann til verkamannabústaðanna og hækka nokkuð lánsupphæð- ina, þannig að lánstíminn getur orðið allt að 75 ár og lánsupp- hæðin allt að 90% af bygginga- kostnaði. Hvað byggingasam- vinnufélögin snertir er aðstoðin við þau engin önnur en heim- ild fjármálaráðherra til þess að ábyrgjast lán fyrir félögin, fyrir allt að 75% af byggingakostn- aði. Fyrir fjáröflun til bygging- arsamvinmufélaganna er ekki gert ráð í lögunum, enda ómögu legt fyrir byggipgarsamvinnu- félög að fá lán nú, en félög em- bættismanna ríkisins, sam- kvæmt vissum reglum fá lán til íbúðabygginga úr lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Fjáröflun til verkamannabústaða er ekki önnur tryggð en framlag ríkis- ins og bæja, og nemur það fram lag sem næst 2,6 milj. kr. á ári. En það framlag hrekkur skammt til bygginga allra þeirra verka- mannabústaða, sem þörf er á að byggja. Eins og sakir standa vantar nú nálægt 7 milj. kr. til þess að fullgera þá verka- mannabústaði, sem þegar er byrjað á og flestir alllangt á veg komnir. En fyrir liggja beiðnir um lán til rúmlega 300 nýrra verkamannabústaða, samtals 25 milj. króna. Á öllum þeim stöð- um, sem sótt hefir verið um lán til bygginga er talin mikil þörf á nýjum íbúðum. Lánsútvegun á opnum peningamarkaði, með sölu ríkistryggðra skuldabréfa, virðist nú alveg úr sögunni, sem sjá má af því, að aðeins eitt þúsund króna skuldabréf af bréfum Byggingarsjóðs hefir selzt síðan um áramót. Breyting á byggingarsam- vinnufélaga lögunum. Á síðasta þingi var lögum um byggingarsamvinnufélög breytt þannig, að heimilt er nú að stofna eins mörg félög og vera skal í hverjum bæ, ef 15 menn koma sér saman um það, nema 25 þurfa til þess í Reykjavík. Þetta hefur orðið til þess að fjöldi byggingarsamvinnufélaga hefir verið stofnaður hér í Reykjavík og keppa þau nú hvert við annað um lóðir, láns- fé, efni og vinnuafl. Mörg hafa farið af stað í trausti þess, að geta. fengið lán, sem ekki hefir f^ngizt, og sitja svo föst með hálfbúin hús eða ekki það. Þau félög ein fá lán, sem stofnuð eru um hóp opinberra starfs- manna, sem rétt hafa á að fá lán úr lífeyrirsjóði, og svo þeir, sem eru í þjónustu bankanna. Félag eins og Byggingarsam- vinnufélag Reykjavíkur, lang fjölmennasta og athafnamesta byggingarfélag landsins, sem auk þess hefir tekizt að byggja ódýrara, heldur en aörir hafa almennt gert á sama tíma, fær ekkert lán, þótt leitaö hafi ver- ið til allra lánsstofnana bæjar- ins. Hér þarf úr að bæta. Það er auðvitað eðlilegt, að .þeir sem lagt hafa í lífeyrissjóð gangi fyrir um lánsfé úr sínum eigin sjóði. En hinar opinberu láns- stofnanir þjóðarinnar geta ekki mismunað þegnum þjóðfélagsins eftir stéttum. Þar hljóta önnur sjónarmið að ráða. Það er því nauðsynlegt að byggingarsam- vinnufélögunum sé tryggt eitt- hvert lánsfé á líkan hátt og varkamannabústöðunum. Verði það ekki gert, eru lögin um bygingarsamvinnúfélög harla lítils virði, fyrir allan almenn- ing, sem hugmyndin mun þó hafa verið að hjálpa með lög- um þessum. 48 miljónir vantar. Eins og að framan segir vantar verkamannabústaðafél. mikið fé til þess að ljúka við þær íbúð- ir, sem og byggingarsamvinnu- félögin. Láta mun nærri að þau byggingarsamvinnufélög, sem eru innan vébanda Sambands ísl. byggingarfélaga vanti um 3 milj. kr. og félögin, sem utan við það eru, um tvöfalda þá upp^ hæð. Til nýbygginga þeirra, sem samvinnubyggingarfélögin inn- an Byggingasambandsins hafa gert ráð fyrir að byrja á í sum- ar, vantar 7 milj. króna lán. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um byggingar- þörf allra þeirra byggingafé- laga, samvinnu- og verkamanna bústaðafélaga, sem eru i Bygg- ingasambandinu, vantar þau nú 48 miljónir króna lán til þeirra bygginga sem áformað hefir verið að hefja á þessu ári. Félagsmálaráðherra hefur í ræðu, sem hann flutti á Alþingi, þegar lögin um fjárhagsráð voru til fyrstu umræðu, lýst þvi yfir, að ríkisstjórnin vilji styðja að byggingu verkamanna- og sam- vinnubústaða. Ég efast ekki um hinn góða vilja ráðherrans í þessu efni, og hið sama ætla ég um hina aðra ráðherrana, að þeir vilji gera það sem þeir geta til þess að ráða bót á húsnæðis- málunum. Enda má það ekki bregðast. Því á það treysta nú heimilislausar fjölskyldur, ekki aðeins í tugatali, heldur hundr- aðatali, að ríkisstjórninni tak- ist á sæmilegan hátt að leysa úr lánsþörfinni til þessarar nauðsynlegu bygginga. Öllum, MINNING : Sigríöur Jóhannesdóttir frá Hruna. í dag fer fram jarðarför frú Sigríðar Jóhannesdóttur frá Hruna, einnar merkustu og vin- sælustu húsfreyju hér á Suður- landi síðustu áratugi. Frú Sigríður fæddist 20. okt. 1864, að Hjarðarholti í Staf- holtstungum. Hún var dóttir Jóhannesar Guðmundssonar, sýslumanns og konu hans, Mar- enar Lárusdóttur, sýslumanns að Enni í Skagafirði, er bæði voru af merkum ættum. Sex voru systkini frú Sigríðar. Þau eru nú öll látin, nema Jóhannes, fv. bæjarfógeti og alþm. Þegar frú Sigríður var fjögra ára göm- ul missti hún föður sinn. Hann varð úti í aftakabyl hinn 11. marz 1869. Þá fluttist frú Maren norður að Enni, til móður sinn- ar, er þá var líka orðin ekkja. Skagafjörðurinn varð því bernskuheimkynni frú Sigrðar, enda henni mjög kær til ævi- loka. Um 1880 fluttist frú Maren til Reykjavíkur með börn sín, til þess að geta aflað þeim betri menntunar. Henni tókst það og með dugnaði og skörungsskap. Þau þóttu öll hinir merkustu menn. — Frú Sigríður stundaði nám í Kvennaskólanum í Rvk. Árið 1891 giftist hún sr. Kjart- ani Helgasyni, sem þá var orð- inn prestur að Hvammi í Döl- um. Þar bjuggu þau í 14 ár, en fluttu 1905 að Hruna í Hruna- mannahreppi, bernskusveit sr. Kjartans. Þar gerðu þau garð- inn frægan um aldarfjórðungs- skeið. Sr. Kjartan andaðist 1931. Þeim varð alls 10 barna auðið, en 7 komust til fullorðinsára. Þau voru þessi: Unnur, kennslu- kona, Elín, húsfreyja í Reykja- vík, Helgi, bói^di í Hvammi, Jó- hannes, verkfræðingur, dó 1928, Guðrún, húsfrú í Skipholti, dó 1931, Ragnheiður, kennslukona, gift hér í Reykjavík og Guð- mundur, jarðfræðingur, kenn- ari í Hafnarfirði. Fósturbörn voru þau Maren, bróðurdóttir frú Sigríðar,. — nú látin — og Emil Ásgeirsson (Sigurðssonar, konsúls), nú bóndi að Gröf í Hrunamannahreppi. — Mörg fleiri börn nutu ástríkis og um- önnunar á heimili þeirra hjóna, einkum á sumrin, þó ekki séu hér nefnd. Hér er þá sögð lífssaga frú Sigríðar í fáum dráttum. Sé betur að gáð, er augljóst, að hér er lokið óvenjulega langri og starfsamri ævi,- sem lærdóms- ríkt er að kynnast. Húp hlýtur ágætt uppeldi hjá umhyggju- samri móður, giftist afburða- manni, elur upp stóran barna- hóp og veitir forstöðu einu fjöl- mennasta heimili á landi hér um 40 ára skeið og það með þeim ágætum, að betur verður vart á kosið. Það eru allir á einu máli um, að heimili þeirra hjóna, bæði í Hvammi vestra sem kynnt hafa sér þessi mál er ljóst, að það er ekki léttur leik- ur að leysa úr þessum vanda, en vona þó að vel megi takast. I Það sem mest kallar að. Það sem mest er aðkallandi er að útvega fé fyrir þau félög, sem eiga hálfbúin hús, til þess að þau stöðvist ekki alveg og svo að ekki eyðileggist þau verð- mæti sem búið er að leggja fé í. Þá má einnig búast við að fjöldi fjölskyldna, sem treyst hafa á að fá íbúðirnar til afnota fyrir vissan tíma, verði alveg (Framhald á 4. slOu) og Hruna, hafi verið í fremstu röð og heimilisbragur allur þannig, að heimilisfólki öllu og gestum verður það ógleyman- legt. Samlíf þeirra hjóna var ástúðlegt, svo af bar, og þau svo samtaka um uppeldi barna sinna og fósturbarna og allan hag heimilisfólks, að ég' veit ekkert betra á því sviði. Hann alltaf jafn ljúfur í umgengni, fræðandi, skemmtandj og si- starfandi, hún alltaf jafn glöð, umhyggjusöm og ástúðleg, sí- vinnandi, fór jafnan fyi’st á fætur og siðust í rúmið öll bú- skaparár sín. — Hjá þeim hjón- um þótti öllum gott að vera, enda var jafnan gestkvæmt á heimili þeirra, bæði af inn- lendum mönnum og útlendum. Fólk kom þar oft hópum saman á sumrin. Lætur að líkum, að þá hafi oft reynt á hagsýni hús- freyju og dugnað, því að ekki voru efni mikil, „en allt bless- aðist“, sagði hún sjálf einu sinni. Kunnugir vita, að góð af- koma heimilisins var mikið að þakka frábærum bústjórnar- hæfileikum hennar. Frú Sigríður var fríð kona sýnum og fyrirmannle^, ljúf- mannleg og glaðleg í viðmóti, skemmtin í viðræðum, gáfuð, fróð og minnug. Hjálpsöm var hún með afbrigðum, tryggur vinur og ágætur nágranni. Aldrei var hún glaðari en þeg- ar hún gat rétt öðrum hjálpar- hönd. Þá skyldu rækti hún jafnan, þótt henni sjálfri blæddi sorgarund. Og á tímabilj ævinn- ar var hún sorgarbarn. Hún missti uppkomin , börn, fóstur- barn og eiginmanh á fáum ár- um. Þá virtist heilsu hennar vera hætta búin um tíma, en raunir sínar bar hún með still- ingu og þreki, svo að hún komst til góðrar heilsu aftur. Mátti segja, að hún væri heilsugóð alla ævi, þar til nú fyrir nokkrum vikum, að hún lagðist banaleg- una. Hún andaðist 26. marz s.l. Sðustu árin hefir húri dvalið hjá Helga syni sínum í Hvammi og notið þar friðsællar elli. Þar hafa börn hennar, frændur og vinir heimsótt hana og jafnan notið ánægju af samvistum við hana. Þeir sakna nú allir vinar í stað, því að frú Sigríður hélt svo vel andlegri heilbrigði og líkamskröftum, að hún virtist miklu yngri að árum, en raun bar vitni um. Sístarfandi var hún til æviloka og snilldarhand- bragð á öllum verkum hennar. Þeir verða margir um land allt, sem í dag drúpa höfði með einlægri virðingu, ást og þökk, þegar frú Sigríður verður kvödd hér í dómkirkjunni og kveðjan berst með öldum loftsins til vinanna nær og fjær. Það er gæfa hverrar þjóðar að eiga sem flestar slíkar hús- freyjur og — mæður. 2. apríl 947. Ingimar Jóhannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.