Tíminn - 02.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munið að koma í fíokksskrifstofuna 4 I IIEYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu 2. APRÍL 1947 l Sími 6066 64. blað Flugvél lendir á nýjum stað við Heklu Tí5indamaður blaðsins flaug í fyrradag í lítilli tveggja manna •flugvél austur að Heklu, aðal- lega til að taka myndir af gos- inu. Tók ferðin austur tæpa klukkustund, en flugmaðurinn var Ólafur Bachmann. Á sléttum sandeyrum austan við bæinn Svínhaga á Rangár- völlum var flugvélinni lent. Það- an er ekki nema um þriggja stunda lestagangur að Heklu Sést þaðan greinilega til fjalls- ins. Á þessum sandeyrum eru sæmilega góð lendingarskilyrði fyrir litlar flugvélar. Eftir að hafa flogið röskan klukkutíma yfir eldstöðvunum, bæði yfir hraunið í hlíðum Heklu og upp fyrir mistrið og skýjaþyjíknið, lenti vélin aftur á sama stað, áður en haldið var aftur til Reykjavíkur. Helci Auðunsson sem býr að Svínlyiga ásamt móður sinni og tveimur systkinum, sagði að þetta væri í fyrsta sinn, er flug- vél lenti á þessum slóðum. * Anægjuleg sarakoma Framsóknarmanna Um 300 manns sóttu skemmt- un Framsóknarfélaganna í samkomusal Mjólkursamsölunn- ar s.l. föstudagskvöld. Samkoman hófst með því að spiluð var Framsóknarvist, að því loknu flutti Páll Þorsteins- son alþm. fróðlegt og skemmti- legt erindi. Var ræðu hans óspart fagnað. Þá sungu þeir Egill Bjarnason og Jón Kjartansson „glunta.“ Undjrleik annaðist Fritz Weiss- happel. Vakti söngur þeirra fé- laga hina mestu hrifningu með- al áheyrenda. Voru allir sam- mála um, að sá orðrómur, ^em gengið hefir um ágæti söngs þeirra, væri ekki tilkominn að ástæðulausu. Að lokum var svo stiginn dans undir hljómlist Bjarna Böðvars- sonar til kl. 2. e. m. Skemmtunin fór vel fram og skemmtu allir sér hið bezta. Osknfall í Mýrdal (Framhald af 1. síOu) mikiff, aff vel vár sporrækt. Náttúrufræffingarnir, sem hafa annast rannsókn Heklu- gossins komu í bæinn í gær og munu sennilega fara austur aft- ur i dag. Þeir munu bera saman bækur sínar og sennilega birta bráffabirgffaálit. Þeir hafa skipt þannig meff sér verkum, aff Pálmi Hannesson, Trausti Ein- arsson og Guffmundur Kjartans- son hafa haldiff til í Næfurholti og annast rannsóknir á suður- hluta Heklu, en Sigurffur Þórar- insson, Steinþór Sigurffsson og Jóhannes Áskelsson hafa haldíð til á Galtalæk og annast athug- anir á norffurhluta fjallsins. Skipulag í byggingamálum (Framhald af 2. síðu) vegalausar ef bygging íbúðanna stöðvast með öllu og af þessu skapist hreinustu vandræði. Þess vegna verður að leggja megináherzluna á að halda þeim íbúðum áfram sem byrjað er á, og byrja ekki á nýju fyrr en' fyrir fé til þeirra er séð. Sjötug varð í gær Halldóra Pétursdóttir frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, nú til heimilis á Bjarnarstíg 12. Aflabrögð austanlands (Framhald af 1. síðu). flytja þangað saltfisk frá Horna firði. Sama er að «egja um Neskaupstað. Frá Seyöisfirði hefir enn aðeins einn bátur stundað veiðar og aflað sæmi- lega. Hefir aflinn verið seldur til neyzlu í kauptúninu. Á Norð-austurlandi hafa verið stöðugar ógæftir og mjög lítið farið á sjó. T. d. var aðeins farin ein sjóferð frá Raufarhöfn. Frá Húsavik eru róðrar hafnir og eru það aðallega opnir bátar, sem sjó stunda enn. Hefir veiðst þar loðna til beitu og aflast vel á hana. Hafa bátar fengið um 2,5 smál. í sjóferð. Mestur hluti aflans hefir farið í frystihús, en iítilsháttar saltað. Frá Akureyri eru gerðir út fimm bátar á botnvörpuveiðar í ís og hefir afli verið mjög tregur. Frá Hrísey hafa verið farnar 5—8 sjó- ferðir og hefir afli verið 1,5 til 4 smál. í sjóferð hjá þilfars- bátum, en um 2,5 smál. hjá opnum bátum. Þrjú skip þaðan hafa stundað botnvörpuveiðar í salt. Hefir eitt þeirra verið fyrir Suðurlandi og lagð'i á land um miðjan mánuðinn um 130 skpd. af saltfiski á Akureyri. Frá Dalvik hafa verið farnar fáar sjó- ferðir vegna ágæfta, en afli verið allgóður a línubáta, eða allt upp í 6 smál. í sjóferð. Á togbát, sem þaðan stundar veið ar, hefir aflást lítið. Frá Ólafsfirði hafa eingöngu opnir vélbátar stundað línuveiðar en aflaö lít- ið, enda farið fáar sjóferðir. Tveir togbátar hafa stundað þaðan veiðar en aflað lítið. Afl- inn hefir verið frystur. Frá Siglufirði hafa verið farnar fáar sjó- ferðir vegna ógæfta en afli hef- ir veriö sæmilegur þegar gefið hefir á sjó. Togbátar, sem það- an hafa stundað veiðar, hafa aflað lítið. Nokkrir aðkomubátar hafa lagt upp afla sinn á Siglu- firði. Frá Hofsós hafa aðeins 2 bátar stundað róðra og fóru 4 og 8 sjóferðir. Var afli frá 1,5 til 4 smál. í sjó- ferð en gæftir voru stirðar. Allur aflinn var saltaður. Frá Sauðárkróki stunduðu 4 opnir vélbátar og einn þilfarsbátur róðra og öfl- uðu vel. Einn togbátur, sem stundaði sjó þaðan, aflaði litið Aflinn var allur frystur. Frá Skagaströnd stundaði einungis einn bátur línuveiðar og afiaði sæmilega. en gæftir voru stirðar. Allur aflinn var frystur. Árásln (Framhald af 1. siOu) herm.aðurinn sjálfur við stýrið og gerði sig líklegan til þess að aka burt, en þrjár konur, sem sátu í bifreiðinni, komu í veg fyrir þaA. Viö höggin fékk Brynj- ólfur svima um stund, en náði sér fljótt aftur. LcRreglan kom fljótlega á vettvang og handtók hermann- inn, sem var mjög drukkinn. Hafði kona Brynjólfs, sem var með honum, komizt í síma og gert lögreglunni aðvart. Amerísk og íslenzk yfirvöld unnu að rannsókn málsins í gær. Sendifulltrúi Bandaríkjanna hér hefir látið uppi við utanrík- isráðherra einlæga hryggð yfir atburði þessum og lýst yfir því, að sökudólgurinn verði lát- inn sæta fullri ábyrgð gerða sinna. Þá hefir þ^ð orðið að samkomulagi, að þann tíma, sem hermennirnir eiga eftir að dvelja hér vegna gæzlu Kefla- víkurflugvallarins, verði þeim bannað að yfirgefa herbúðirnar þar. „Farmall" Höfuiu fyrirliggjandi á „FARMALL44 clráttarvélar Ljósaútbúnað með tilheyrandi startara og geymum KEÐJUR — REIMSKÍFUR Samband ísl. samvinnufélaga (jatnla Síó Maglaust á fjölda jarða . . . (Framhald af 1. síðu) um hópum austan úr Fljótshlíö og austan undan Eyjafjöllum. Voru þau rekin á haglendi á Rangárvöllum, þar sem öskufalls hefir ekki gætt svo teljandi sé. í gær var fólk flutt burtu frá Fljóti í Fljótshlíð. Bjuggu þar hjón með fimm börn, sem flutt- ust þangað síðastl. haust. Ekki er enn vitað hve víðtæk- ar afleiðjngar öskufallið kann að hafa á afkomu fólksins, sem býr á öskufallssvæðinu, og hvort takast má að hreinsa öskuna af túnum, svo að þar geti sprottið gras á næstunni. Hefir helzt komið til orða í þessu sambandi að nota jarðýtur til að reyna að hreinsa vikurinn af túnum. Hætt er þó við að það dugi ekki og vikurínn og öskuna skafi aftur á þau, þegar hvessir. í gær var stormur fyrir austan og skaf- bylur af fokösku. • Þrátt fyrir það mikla áfall, sem bændur hafa orðið fyrir austurfrá, ber fólk sig vel og æðrast ekki. Flestir vona í lengstu lög að eitthvað komi til hjálpar gegn þessum vágésti, svo að jarðirnar þurfi ekki að leggjast í eyði um aldur og ævi. Frlcndar fréttir. (Framhald af 1. síðu) tölum, að enn yrð'u það auð- kongarnir sem græddu mest. Verkalýðssamtökin hafa gert gagntillögu þess efnis að skatt- ar á hátekjumönnum yrðú alls ekki lækkaðir, en skattar á al- menningi þeim mun meira. Allt bendir til að republikanir ætli ekki að hagnast pólitískt á skattalækkunarstefnu sinni. Dewey ríkisstjóri í New York er nú talinn sigurvænlegasta forsetaefni republikana. Hann hefir verið mjög athafnasamur í vetur og m. a. hækkað laun allra starfsmanna New York ríkis. Stefna hans virðist frjáls- lynd á margan hátt.-Stjarna Wandenbergs er talin hækkandi og fylgismenn Tafts eru sagðir vinna kappsamlega. Þótt vinsældir Trumans séu vaxandi nú, getur viðhorfið orð- ig breytt eftir iy2 ár, þegar kosningar fara fram. Meiri og skyndilegri sveiflur virðast vera á almenningsálitinu í Banda- rikjunum en víða annars staðar og dægurmál ráða meiru um úrslit kosninga en stefnumál. Drekkið Maltko DALLR ÖRLAGATVIVA. (The Valley of Decision) Greer Garson, Gregory Peck. Sýnd kl. 9. HJÓNASKILNAÐAR- BORGIN. Amerísk kvikmynd. Ann Sothern, John Hodiak, Tom Drake, Ava Gardner. Sýning kl. 5 og 7. tfijja Síi (viS Shúlaqötu) Frumskóga- drottnmgln. (Jungle Queen). Ævintýrarík og spennandi mynd í tveimur köflum. Aðalhlutverk: Edward Norris, Ruth Roman, Eddie Quillan. Síari hluti sýndur í kvöld kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Fermingarföt úr dökkum efnum afgreiðum við nú gegn eftirkröfu. Sendið nákvæmt mál. Vesturgötu 12. — Laugaveg 18. Sími 3570. 7‘jamarbíó Engin sýn- ing í kvöld 1» M.s. Dronning Alexandrine Þeir farþegar, sem fengið hafa ákveðið loforð fyrir fari með næstu ferð héðan um 10. apríl, sæki farseðla fyrir kl. 5 í dag, annars seldir öðrum. íslenzkir ríkisborgarar sýni vegabréf árituð af lögreglu- stjóra. Erlendir rikisborgarar sýni skírteini frá borgarstjóraskrif- stofunni. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN — Erlendur Pétursson — SKIPAUTG€«Ö RIKISINS „SÚÐIN” austur um land i hringferð um miðja næstu viku. Tekur flutn- ing á allar venjulegar viðkomu- hafnir milli Hornafjarðar og Húsavíkur, ennfremur til Ólafs- fjarðar, Haganesvíkur, Skaga- strandar, Hvammstanga, Borð- eyrar, Óspakseyrar, Norður- fjarðar og Ingólfsfjarðar. Vöru- móttaka í dag og á|rdegSs á mánudaginn. Pantaðir farseðl- ar óskast sóttir á mánudag. Allt í páskamatinn: Hraðfryst dilkakjöt — Læri — Kételettur Siipukjöt — Hangikjöt, úrvals. — Niðursuðuvörur: Græuar baunir — Raunir & gulrætur — Rauðrófur — Gulrætur — Raked beans Beans & Pork — Red Kidney Beans. — Bökunarvörur: Hveiti í sinápokum — Egg — Ýmsar tegundir sultu ■— Gerduft og allt krydd í baksturinn. — CÓKOSMJÖL— ‘ NESTI: Lrval af nesti í páskaferðalagið. Stórt órval af skrautlegiim o<* Ijiiffengiim Pá?ka«fsíum KRON Verð við allra hæfi, 9 stærðir, frá kr. 2,65 til kr. 42,00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.