Tíminn - 03.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINIV, fimmtwclagiiin 3. apríl 1947 65. hlað Fhnmtudafiur 3. apríl „FRAMFARAAFLIД. Síðan sósíalistar lentu í stjórnarandstöðu, hefir oft ver- ið næsta broslegt að lesa for- ustugreinar Þjóðviljans. For- kólfarnir vita bersýnilega ekki hvaða stefnu þeir eiga að taka. Þeir benda ekki á nein úr- ræði í þeim vandamálum, er lausnar bíða, og þeir forðast að minnast á, hvers konar stjórn- arsamvinnu þeir telja æskileg- asta. Einn daginn er kannske helzt brosað í áttiná til Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins, en hinn daginn er flaðrað upp um Sjálfstæðisflokksmenn. Það er ekki ofsagt, að ekki munu dæmi um öllu áttaviltari og óburðugri stjórnarandstöðu en þéssa stjórnarandstöðu Sós- íalistaflokksins: Þó tekur út yfir allan þjófa- bálk, þegar Þjóðviljinn skrifar um það forustugrein í fyrradag, aá nú verði öll framfaraöfl að taka höndum saman gegn rík- isstjórninni og telur flokk sinn Tera í fremstu röð þeirra. Þetta hefði kannske getað gengið hjá Þjóðviljanum og villt auðtrúustu sálir, ef menn hefðu ekki haft neina reynslu af stjórnarþ^.tttöku Sósíalista- flokksins og kynnast því þannig, hvers konar framfaraafl hann er. En Sósíalistaflokkurinn hefir átt ráðherra í ríkisstjórn í tvö ár og eftir verkum flokksins þar, en ekki orðagjálfri og skrumi Þjóðviljans, verðúr hann dæmd- ur. — * Hvernig var viðskilnaðurinn, þegar sósalistar hrökkluðust úr ríkisstjórninni? Öllum hinum mikla gjaldeyri, sem þjóðinni hafði safnazt á stríðsárunum, var eytt. Það var ekki einum eyri óráðstafað af þeim 1300 milj. kr., sem stjórn sósíalista og samstarfsmanna þeirra hafði haft með höndum. Aðeins tæpur fjórði hluti þess- ara miklu fjármuna hafði verið notaður til kaupa á nýsköpun- arvörum. Miklu stærri fjárhæð hafð« farið í óþarfa eyðslu og munað. Dýrtíðin hafði farið sívaxandi í stjórriartíð sósíalista og var orðin svo gífurleg í lokin, að taka varð ríkisábyrgð á verð- hækkun fisksins, ef útgerðin' átti ekki að stöðvast, þrátt fyrir stríðsverð á afurðunum. Hiri sí- vaxandi dýrtíð hafði gert það að verkum, að útgerðin var slipp og snauð í lok hins mesta gróða- tímabils, sem sjávarútvegurinr. hefir notið hér á landi. Fjárhag ríkisins var þannig komið, að í fjárlagafrv. fyrir ár- ið 1947, er stjórn sósíalista lagði fyrir þingið, var gert ráð fyrii rúmlega 20 milj. kr. tekjuhalla, en ótalin voru um 50 milj. kr. útgjöld, sem nú eru fram kom- in. Fyrsta verk hinnar nýju stjórnar er að afla tekna til að fylla þessa miklu hít, er sósíal- istar og samverkamenn þeirra skildu' eftir. Vegna algers stjórnleysis á fjárfestingunni í stjórnartíð sósialista, sogaðist fjármagnið og vinnuaflið frá framleiðslunni og nýsköpunarframkvæmdunum í alls konar braskstarfsemi og luxusbyggingar. Þegar sósíalist- ar hrökkluðust úr stjórninni mátti svo heita, að allar nýsköp- unarframkvæmdir væru stöðv- aðar vegna féleysis og skipu- lagsleysis. Þannig mætti lengi telja og OSLÓARBREF ÁTTRÆBUR: Úlafur Guðmundsson Oslo, 9. marz 1947. 'Ég sagði frá Holmenkollen- mótinu í fáeinum línum fyrir nokkrum dögum síðan. Annað skíðamót, sem mikið er umtalað hér, var í Norefjeld 5. þ. m. Þar voru einnig tveir ís- lendingar þátttakendur. Erik Eylands, sem stundar nú nám hér í Oslo, sá um framkvæmd- ir á báðum mótunum fyrir ís- lendinganna hönd. Keppt var í bruni og svigi og var brunbrautin rúmlega 3 y2 km. löng og fallhæð hennar 800 metrar. Var hún mjög mjó (oft- ast 4—10 m.) og lág *í gegn um skóg, urðir og klungur. Þátttakendur voru sliráðir 86 frá nokkrum þjóðum, en 14 þeirra féllu frá strax í upphafi, ;ar á meðal Danirnir, sem dag- ana áður æfðu sig til þátttöku með íslendingunum. Gugnuðu þeir, þegar þeir sáu brautina. Enda kvað þessi brunbraut vera fcalin einhver hin allra erfiðasta í Evrópu. Einnig var keppt í svigi af ömu þátttakendum, en á öðrum stað. Var svigbrautin 500 metra íöng með 45 „hli'ðum" og 300 metra fallhæð. Þrjátíu og fjórir þátttakendur (af 72, sem byrjuðu) luku þess- ari sameinuðu keppni. Hinir all- ir höfðu hrakist út í skóg eða helzt á annan hátt úr leik á leiðinni. Einn af þessum 34, sem komust heilu og höldnu í mark var annar íslendingurinn, Guð- mundur Guðmundsson frá Ak- ureyri. Þar sem íslendingar hafa aldrei fyrri en í vetur tekið þátt í opinberum skíðakapp- mótum erlendis, má heita að útkoman hjá þeim sé góð eftir aðstæðum. Það er mikið rætt hér um úti- íþróttir og áhuginn mikili fyrir þeim, einkum skíðaíþróttinni. Oslo-fólkið er líka hraustlegt, sýna fram á, að aldrei hefir set- ið ráðlausari, eyðslusamari og óvitrari stjórn á íslandi en sú, sem sósíalistar áttu sæti í. Helztu minningarnar, sem hún skilur eftir, eru eyddir sjóðir, gfurlegt fjárhagsöngþveiti og nokkrir ,miljónerar‘, sem hafa hagnazt á verðþenslunni og óreiðunni. Flest verk hennar stefndu að því að skapa hrun í stað nýsköp- unar. Það er kannske lærdóms- ■íkast af öllu um stjórnarhætti iósíalista, sem þykjast sérstak- lega vera flokkur alþýðunnar, að braskarar og fjárbrallarar skyldu aldrei njóta betri tíma og meiri gróðamöguleika en í tjórnartíð sósíalista. Það mætti era alþýðunni lærdómsríkt, að Jdrei var byggt meira af luxus- illum og aldrei fjölgað bragga- búðum og kjallaraíbúðum jafn ört og í stjórnartíð sósíalista. Það skýrir kannske betur en nokkuð annað, að Sósíalista flokknum hefir verið og er um- hugað um annað meira en bætt kjör íslenzkrar alþýðu, Hann fór ekki í ríkisstjórnina til að vinna fyrir hana, heldur til aS gæta þar hagsmuna framandi aðila, og þegar honum tókst það ekki lengur, hljóp hann úr stjórninni. íslenzk alþýða hefir því áreiðanlega þá reynslu af Sósíalistaflokknum, að það er til lítils fyrir Þjóðviljann að vera að gylla hann sem framfaraafl í augum hennar meðan forustu hans er háttað eins og hún hefir verið að undanförnu. « útitekið og virðist mjög laust við tildur og tepruskap. Snjór er hér í vetur heldur lítill fyrir skíðaferðir, en frost er stöðugt ennþá, oftast 8—12 stig. Oslofjörðurinn er lagður jykkum ísi langt út og skip komust engin til hafnar í Oslo í hálfan mánuð, þar til einn daginn nú í s.l. viku að ísbrjót tókzt að brjótast í gegnum ís- inn með 14 skip á eftir sér. Kol eru engin fáanleg hér í borg, en við er brennt mjög mikið, svo að nægjanlega hlýtt er yfirleitt í húsum. Mikill munur er á hvað ódýr- ara er að búa í Oslo heldur en í Reykjavik. Sæmilega góðar máltíðir kosta t. d. um 3 kr., mjóikurlíter kostar tæpl. 50 aura í mjólkurbúðunum, leiga einstaklingsherbergjum er þetta um 50—60 kr. á mánuði o. s. frv. En kaupgjald er engu síður lægra. Almennir verkamenn hafa um eða tæpl. 2 kr. á klukkutíma og iðnlærðir verka- menn ta’svert á 3. krónuna. Verkastúlkur í húsum og veit- ingastöðum um 150 kr. á mán., ásamt fæði og húsnæði. Og svo halda „nýsköpunar- rnenn* heima á íslandi, að hægt sé að reka framleiöslu í sam- keppni við aðrar þjóðir, sem hafa svona verðlag hj á sér! Allt er, hér líka í uppgangi. Er það dálítið hart fyrir íslend- inga (hér eru nær 20 "íslend- ingar við ýmis konar nám), sem vita að inn í land sitt mokuð- ust auðæfin á stríðsárunum, að gang hér banka úr banka með íslenzka peninga og geta í ein- staka stað kannske svælt út 10 kr. fyrir 7 norskar, en fá yfir- leitt það svar, að íslenzka pen- inga sé ekki hægt að losna við aftur. Og nú munu um það leyti allir bankar hér vera gersam- lega hættir að vilja nokkra krónu íslenzka. Mikið mega ,íslendingar vera upp með sér af samstjórn kommúnista og íhaldsins á ís- landi, sem hefir tekizt að koma áliti íslenzks gjaldeyris svona langt niður. Ólík hefir þó aðstaðan verið fyrir Norðmönnum eða íslend- ingum á stríðsárunum. Flestu hefir verið rænt og skemmt hér, sem hægt hefir verið. Alls staðar fara fram stór viðgerðir, enda verkafólks ekla mikil. Eru skemmdir Þjóðverja ekki sízt á gestaheimilunum (hótelunum). Þar hafa þeir alls staðar verið með sínar skemmdarklær. Menn segja að þessi gestaheimili hafi yfirleitt litið út sem verstu svínastíur eftir Þjóðverjana. Eru mörg hótelin komin í ágætt lag aftur og önnur er verið að lagfæra af kappi, en hótelskortur er samt ennþá. Þegar menn koma í ókunnar borgir er yfir leitt sjálfsagt að tryggja sér verustað á hóteli. Fyrir þá, sem koma ókunnir í höfuðstað Norðmanna, vil ég nefna tvö hótel, rétt hvert hjá öðru, sem eru bæði góð og fremur ód^'f. Það er Bonde- heimen, Rosenbrauggade 8, og Hotell Norröna, Grensen 19. Þessi hótel eru mjög hreinleg, eru í miöbænum og starfsfólk þeirra er sérstaklega viöfelldið og lilýlegt í garð íslendinga. Það eru reyndar Norðmenn yfir- leitt. Mér héfir alltaf fundist sérstaklega gott að vera íslend- ingur í Noregi og það ekki s'í- ur nú en áður. Þegar íslendingar fara utan í fyrsta sinni er tæplega betra að fara annað en til Noregs, (þótt ýmislegt sé autfvitað að hér eins og annars staðar) þar er yfir- leitt vinarhug að mæta, málið auðv^lt, fólkið þróttmikið og heilbrigt og framfarir mikiar á mörgum sviðum. Og þá er ekki sízt hressandi að kynnast Norðmönnum nú eftir þá eld- skírn, sem þeir hafa hlotið í óþrjótandi örðugleikum stríðs- áranna og þeim gróanda, sem nú er áberandi í þjóölífi þess- arra frænda okkar íslending- anna. V. G. Séra Jakob Jnnsson: SIGURHÁTÍÐ I. Kor, 15, 57—58. Er hið illa að sigra í heim- inum? Eru mennirnir að gefa sig makt myrkranna á vald? Er allt það, sem gott er, að bíða ósigur í sálum þeirra? Er Krist- ur nú loksins að tapa fyrir fullt og allt? Þannig er spurt með tilliti til allra þeirra hryðjuverka, sem unnin eru í ýmsum löndum. Ef einhver hér inni hefir slíka purningu í huga, vil ég fyrst svara honum með annarri spurn :ngu: „Hvað hefir þú gert til þess að hið góða sigri? Hvað hefir þú gert til þess að sú kirkja, sem flytur orð og áhrif Krists til mannanna, hafi áhrif í þínu umhverfi; í þínum bæ?“ Þetta er það fyrsta sem þú þarft að gera upp við þig, þótt ekki sé nema af því, að ef þér er engin alvara sjálfum að vinna fyrir guðríki, þá kemur þér ekkert við, hvort það vinn- ur eða tapar. Ef þér er sama, hvort Kristur sigrar í þinni eigin sál, hví skyldir þá þá vera að gera þér áhyggjur af því, hvort hann sigrar utan við þig? En setjum nú svo, að þér sé heit og einlæg alvara með spurningu þinni? Ég vil gera ráð fyrir því, að einmitt þú hafir gert það að tilgangi lífs þíns að vinna fyrir Krist og ríki hans, og að þú hafir gert þér grein fyrir því, að þarna ,er um raunhæft starf að ræða, með eða móti. Þú finnur samt, að hugsunin um árangurinn hefir áhrif á sjálfan þig. Þér finnst vera árangurslaust fyrir þig, veikan einstakling að vinna fyrir hugsjónir, sem allur heim- urinn fótum treður. Og hugrekki þitt minnkar, ásetningurinn veikist og þú verður fátækur af því, sem þarf til þess að sigra heiminn. En hefir þú nokkurn tíma hugsað um það, sem felst í kenningum forfeðra vorra um Ragnarök. Þeir trúðu því, að sú stund mundi renna upp, að „brendur er heimur allur og dauð goðin öll og allir Ein- herjar og allt mannfólk“. Ekki verður annað fundið en að Óð- inn hafi átt að vita fyrirfram um það, sem gerast mundi í Ragnarökum. Samt safnar hann liði sínu meðal ása, Einherja og manna. Að berjast fyrir góðum málstað til síðustu stundar, án tillits til þess, hvort sá málstað- óðalsbóndi á Sámsstöðnni í dag er áttatíu ára einn af þeim mönnum, sem frá'því fyrir aldamót og fram til síðustu ára hefir verið í röð fremstu bænda Borgarfjarðarhéraðs, Ólafur Guðmundsson á Sámsstöðum. Á Sámsstöðum var hann-fædd- ur og uppalinn og þar hefir hann dvalið alla sína ævi, og gert þar garðinn frægan sem bóndi í hálfan fimmta tug ára. Hafa þeir feðgar þrír, Ólafur og Guðmundar tveir, faðir hans og afi, búið þar á óðalsjörð sinni langa hríð og nú er Guðmundur yngsti, sonur Ólafs, tekinn þar við búi á’allri jörðinni. Ólafur ólst upp við sömu kjör og aðrir sveitadrengir á siðari hluta nítjándu aldar, þau að vinna að búskapnum með öðru heimilisfólki strax og þroski og aldtlr leyfðu. Ekki naut hann mikillar tilsagnar í bóklegum fræðum, eða svo mundi ekki þykja nú á dögum. Þó varð hann vel að sér í nauðsynlegustu námsgreinum. Hann er glöggur reikningsmaður og vel fær á því sviði og skrifar afburða glögga og læsilega rithönd. Fróðleiks- fús var hann og aflaði sér drjúgrar og haldgóðrar menn- ingar af lestri góðra bóka. Að föður sínum látnum tók Ólafur við búi á Sámsstöðum og kvæntist Margréti Sigurðar- dóttur frá Neðra-Nesi, er reynd- ist hin mesta dugnaðar- og myndarkona. Var hún þá orðin ljósmóðir í Hvítársíðuumdæmi og hélt hún því samfleytt í 40 ár. Þrátt -fyrir þær annir, er þessu starfi fylgdu, var heimili þeirra hjóna þó ávallt moð hin- um mesta myndarbrag. Margrét andaðist árið 1942. Lét Ólafur þá að fullu af búskap og seldi jörðina í hendur Guðmundi syni sínum, en á henni hálfri hafði hann búið nokkur síðustu árin. Ólafur hefir alla tíð verið gætinn umbótamaður og þó at- hafnamikill. Á fyrstu árum sín- um byggði hann íbúðarhús úr timbri, járnklætt, og á sama hátt byggði hann öll önnur hús jarðarinnar. Á síðustu búskap- arárum sínum endurbyggði hann íbúðarhúsið og þá úr stein- steypu og að öllu hið vandað- asta. Einnig endurbyggði hann á sama hátt nokkuð af penings- húsunum. Hafa því byggingar allar á Bámsstöðum, miðað við hvern tíma, jafnan verið í tíð Ólafs, með hinum mesta glæsi- brag. Tún og beitiland girti hann og var áhugasamur jarð- ræktarmaður, enda er Sáms- staðatúniö eitt af fegurstu túnum Borgarfjarðar og var til sk.^mms tíma eitt af hinum allra stærstu. Allar voru um- bætur þessar vel af hendi leyst- ar og snyrtimennska einkenndi alla umgengni, bæði utan bæjar og innan. Var sá bragur á öllu, áð til hins mesta sóma var fyrir íslenzka bændastétt, enda heppilegt að svo var, því marg- an gestinn bar þar að garði, tíginn sem ótíginn, og lengra sem skemmra að. Sveitinni var Sámsstaðaheim- ilið alla tíð hin styrkasta stoð, eigi aðeins fjármálalega séð, heldur og í félagsmálum. Ólafur hefir alla tíð verið félagslyndur og staðið fast með sveitungum sínum um félagsleg hagsmuna- mál þeirra, og hafði um langa hríð forustu i þeim efnum. Fyr- ir hrepp sinn starfaði hann og (FramhalcL á 3. síðu) ur var að sigra eða tapa — Það var þessi trúarhugsjón, sem blés hetj um íslendinga- sagna í brjóst því hugrekki, sem vér síðan dáum. Og hún getur verið hojll til íhugunar þeim íslendingum, sem á vorri öld berjast fyrir góðu málefni, ekki sízt, því málefni, sem bezt er, sigri Krists. Ef þú sýnir, að þrátt fyrir allt, sem gerizt í heiminum nú, þá sé það góða að sigra, þá hjálpa þú sigrinum með því að ganga Kristi Jesú á hönd. Ef þú hyggur, að það góða sé að Jara halloka, þá stattu við hlið Krists í þeirri baráttu. Spurðu fyrst og fremst um það, hvort þú vilt að Krist- ur sigri eða hvort þú vilt að 7 hann tapi, þar sem þín áhrif ná til. En nú er til önnur hlið á þessu máli, og það hún, sem kemur fram í frásögum biblí- unnar um dauöa Jesú og upp- risu. Það var dapurt og dimmt yfir föstudeginum langa. En hvað var það, sem hvíldi þyngst á vinum meistarans? Var það í raun og veru það, að hann skyldi deyja? Óttuðust þeir, að hann lifði ekki eftir dauðann? Nei, vafalaust hafa þeir allir trúað á annað líf áður og verið vissir um, að Drottinn þeirra og meistari héldi áfram að lifa eft- ir dauðann. — Upprisa Jesú var í því tilliti enginn nýr boðskap- ur til þeirra. En af hverju stafaði þá þyngsti harmurinn? Var það af því, að þeir höfðu orðið vottar að því, hvernig sannleikurinn var svívirtur, réttlætið ská- gengið og kærleikurinn þjáður? Þeir höfðu í skæru dagsljósi séð og fundið það, sem íslenzka skáldið sér í gegnum móðu og mistur aldanna: < í gegnum móðu og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa /Og dýrð úr augum skin. Á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín. Þin braut er þyrnum þakin, hver þyrnir falskur koss. Ég sé þig negldan nakinn með níðing upp á kross. Ég sé þig hæddan hanga á Hausaskeljastað. — Þann lausnardaginn langa, — var líf þitt fullkomnað. Það var sárt að sjá sakleysið svikið með kossi, og hreinleik- ann negldan á kross. En samt höfum vér enn ekki komið auga á það, sem hlaut að valda sárasta sviðanum, og það var þetta: Ef Jesús Kristur hefði tapað baráttunni, — ef hann hefði beðið ósigur, — þá var þaö guö sjálfur, sem haföi tap- að, Þá var það sjálft hið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.