Tíminn - 10.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÖRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI: \
PRAMSÓKNARPLOKKURINN )
Símar 2353 og 4373
PRENTSMEÐJAN EDDA h.f.
RITSTJÓRASKRD7STOFUR:
EDDUHÚSI/Llndargötu 9 A
Slmar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ,
QG AUGLÝSINGASKRD7RTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A
Slml 2323
31. árg.
Reykjavík, fimmtudaginn 10. apríl 1947
67. blað
Rætt um framleiösluráð og
verðlagningu landbúnaðarvara
ÍJr framsöguræðu atvinnumálaráðherra við
1. uim*. í neðri deild í gaer.
Frumvarpið um framleiðsluráð landbúnaðarins og verðlagn-
ingu landbúnaðarafurða var til 1. umræðu í neðri deild í gær.
Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráðherra fylgdi frumvarpinu úr
hlaði með ítarlegri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrri aðal-
efni þess. Einkum ræddi hann um tvo fyrstu kafla frv., en þeir
fjalla um aðalbreytingarnar frá núgildandi lögum.
Framkvæmd afurðasölu-
laganna.
Fyrsti kafli frumvarpsins,
sagði landbúnaðarráðherra,
fjallar wji skipun framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins. Fram-
leiðsluráði er ætlað að hafa
með höndum framkvæmd af-
urðasölumálanna. Þegar afurða-
sölulögin voru fyrst sett, var
framkvæmdin falin nefndum
með stjórnskipuðum oddamönn
um. Þetta færðist síðar á ýms-
úm sviðum í þáð horf, að fram-
kvæmdin komst í hendur bænda
ájálfra, t. d. stjórn mjólkursam-
solunnar, enda var gert ráð fyr-
ir slíkri bróun í lögunum. Með
skipun búnaðarráðs var látið
héita svo í orði, að bændur
fengju framkvæmdisa alveg í
sínar henoVur," þar sem ráðið
skyldi eingöngu skipað bænd-
um eða starfsmönnum þeirra.
Þar var hins vegar sá hængur
á, að allir nefndarmennirnir
VOru stjórnskipaðir, enda undu
bændur þessu fyrirkomulagi
miður vel. Með þeirri tilhögun,
sem er fyrirhuguð í þessu frv.,
er það spor stigið til fulls, að
bændur fái framkvæmd afurða-
sölulagannja alveg í sínar hend-
ur, þar sem framleiðsluráðið
verður eingöngu skipað af
þeim. Þá er einnig ráðgerð í frv.
sú breyting, að framleiðsluráð-
inu er ætlað meira vald en hin-
um fyrri nefndum til að tryggja
sem bezta hagnýtingu innlenda
markaðsins og fullnægja sem
bezt þörfum neytenda, en þetta
tvennt hefir meginþýðingu fyrir
sölu afurðanna.
Sjálfsagður grundvöllur
verðákvörðunarinnar.
Annar kafli frv., sagði at-
vinnumálaráðherra, fjallar um
verðlagningu landbúnaðaraf-
urða. Það er ekki hæ^t lengur,
eins og fyrr meir tíðkaðist, að
miða við útflutningsverðið. ís-
lenzkur landbúnaður er ekki
lengur samkeppnisfær erlendis,
af ástæðum, sem óþarfi er að
rekja, en skýrast kannske bezt
með þeim samanburði, að hög-
um sjávarútvegsins er ekki ó-
líkt komið og hefir hann þó
verið talinn og er uppgripameiri
atvinnuvegur. Ýmsir kunna að
halda, að réttast sé að leggja
landbúnaöinn alveg niður og
flytja inn landbúnaðarvörur.
Við nánari athugun mun þó
sjást, að þetta er ekki hyggi-
legt, þar sem sumar vörurnar,
t. d. mjólk, er ekki hægt að
flytja hingað svo að viðunan-
legt sé. Einnig mýndi reynast,
að þær yrðu ekki ódýrari komn-
ar í búðir hér en innlenda fram-
jleiðslan. Fleira kemur og til,
' eins og öryggi landsmanna á
, ófriðartímum, nau&syn fjöl-
, breyttrar framleiðslu, o. s. frv.
Allir, sem hugsa þessi mál með
jSksnsemi, munu líka telja sjálf-
sagt, að hér sé rekinn blómleg-
j ur landbúnaður, sem fullnægi
I vel þörfujn landsmanna. En við
hvað á þá að miða verðgrund-
iVöllinn? Því er fljótsvarað. Eigi
menn að fást til að sinna land-
jbúnaðinum og leggja í hann fé
sitt, verður að tryggja þeim a.
m. k. jafngóð kjör og öðrum
(Framhald á 4. síðu)
Sænsk blöð rangfæra viðtal
við forsætisráðherrann
Rætt um málið á Alþingi í gser.
Allmiklar umræður urðu utan dagskrár í neðri deild í gær í
tilefni af viðtölum, sem sænsk blöð hafa nýlega birt við Stefán
Jóhann Stefánsson forsætisráðherra, Einar Olgeirsson hóf um-
ræðurnar, en forsætisráðherra og utanríkisráðherra urðu fyrir
svörum.
Viðtöl þau, sem hér um ræðir,
átti forsætisráðherrann við
blaðamenn þá, sem nýlega voru
hér á ferð í boði ameríska flug-
félagsins AOA. Blaðamenn þess-
ir voru frá Stockholms-Tidn-
ingen, Dagens Nyheter og Mor-
gontídningen. Forsætisráðherr-
ann talaði við þá alla í einu, en
þó er það talsvert ólíkt, er blaða-
mennirnir hafa eftir honum.
Morgontidningen (aðalblað
sænskra jafnaðarmanna) dreg-
ur það einkum fram, að íslend-
ingar vilji hafa góða sambúð við
Rússa, en í Stockholms- Tidn-
ingen er reynt að láta líta svo
út, að íslehdingar sækist mjög
eftir vinfengi Bandaríkjamanna.
M. a. er forsætisráðherra látinn
gefa í skyn, að flugvallarsamn-
ingurinn hafi verið gerður af
ótta við Rússa og ekki sé því að
neita, að samningurinn brjóti í
bága við „þjóðlegt fullveldi
vort".
Einar Olgeirsson hóf umræð-
Nýja Hekluhraunið veltur fram við rætur Heklu
A þessari mynd sést nýja Hekluhraunið velta fram í 12—15 metra háum hrönnum. Margir munu hafa ímynd-
að sér, að hraun streymdi sem glóandi leðja. Svo er þó ekki, þegar dregur frá gígnum. Þá storknar hraunið
að ofan og kvarnast, og veltur að lokum fram eins og hœgfara gríótskriða. En þegar steinar og björg hrynja úr
faldinum, glittir í glóandi grjót og leðju. Þungur niður og málmkennt glamur fyllir eyru manns.
(Ljósm.: Páll Jónsson).
Óvíða eins ömurlegt
og í Finnlandi
Rahltað við leikbróður Sally Salminen.
Dagana fyrir páskana kom hingað til Reykjavíkur finnskt
flutningaskip með sementsfarm. Lá skipið hér um hátíðina, en
fer væntanlega af stað til Noregs í dag, en þar tekur það brenni-
steinsfarm heim til Finnlands. Skip þetta þeitir Gottfrid og er
frá Maríuhöfn á Álandseyjum, 2500 lestir að stærð. Tíðindamað-
ur blaðsins hitti skipstjórann, sem heitir Lindholm, að máli í gær
og spurði hann frétta frá Finnlandi.
urnar með því að beina þeirri
fyrirspurn til forsætisráðherra,
hvort þessi ummæli væru rétt
eftir höfð. Jafnframt taldi hann
nauðsynlegt, að forsætisráðherra
mótmælti þessari frásögn kröft-
uglega, ef ummæli hans væru
fölsuð, en ella yrði þingið að.
taka í taumana.
Forsætisráðherra lýsti yfir því,
að ummælin væru ranglega eft-
ir sér höfð, enda mætti sjá það á
því, að hann hefði jafnan haldið
fram gagnstæðu áliti á samn-
ingnum en blaðamaðurinn frá
Stockholms-Tidningen hefði
lagt honum í munn. Þá benti
hann á og utanríkismálaráð-
herrann sömuleiðis, að algengt
væri, að erlendir blaðamenn
hefðu rangteftir eða „færðu í
stílinn" i viðtölum sínum.
Mætti E. O. vera það bezt kunn-
ugt, þar sem eitt norskt blað
hefði nýlega birt við hann við-
tal og kallað hann ráðherra, efi
(Framhald á 4. síöu)
„Ég er nú heldur fréttafár að
heiman," sagði hann um leið og
hann býður gestunum sæti í
hinni vistlegu og þrifalegu ibúð
sinni í skipinu. Öll umgengni
er hér auðsýnilega hin snyrti-
legasta, og maðurinn sjálfur er
myndarlegur á velli, kurteis og
látlaus í framkomu. Hann er
ljós yfirlitum og ber með sér
svipmót hins norræna manns.
Enda er hann Álendingur og
því ekki af þjóðstofninum, sem
aðallega byggir Finnland. Raun-
ir stríðsáranna og erfiðleikarn-
ir, sem finnska þjóðin býr við
enn þann dag í dag, hafa sett
áhyggjusvip á andlit hans, eins
og hinna skipverjanna, sem yf-
irleitt eru allir heldur daprir
í bragði. Þeir eru þó allir von-
góðir og staðráðnir í því að
láta ekki erfiðleikana yfirbuga
sig.
Afkoma fólksins bezt á íslandi,
Svíþjóð og.Belgíu.
„Það var skömmu fyrir jólin
seinustu, er við létum seinast
úr heimahöfn. Síðan höfum við
ekki komið heim. Við höfum
siglt til margra þjóðlanda, svo
sem Noregs, Danmerkur, Hol-
lands, Belgíu, Frakklands, Eng-
lands, Svíþjóðar og íslands.
Víða er afkoma fólksins afar
bágborin, en, hvergi held ég að
hún sé jafn bágborin og heima
í Finnlandi. Einna bezt virðist
mér ástandið hér á íslandi, í
Svíþjóð og í Belgíu. Á þeim
löndum get ég í fljótu bragði
ekki gert mun í þessu efni."
Menn misskilja aðstöðu Finna.
„Finnar urðu ákaflega illa úti
í styrjöldinni. Við misstum
meira en helminginn af öllum
skipastól okkar, og byggingar
voru eyðilagðar i loftárásum.
Eftir styrjöldina voru svo lönd
tekin af okkur og fólk varð að
flytja sig búferlum af þeim
landsvæðum í þúsundatali. Of-
an á þetta allt saman bætist
svo ófrelsi á marga lund og
sligandi þungar skaðabóta-
greiðslur, svo það er ekki meira
en svo, að finnska þjóðin háfi
nóg til hnífs og skeiöar. Allt er
skammtað, matvæli og fatnað-
ur. —
Finnum var af mörgum lagt
það til lasts að ganga í lið með
Þjóðverfum gegn Rússum í
styrjöldinni. Margir hafa þó
skilið hina erfiðu aðstöðu okk-
ar, og það, að okkur langaði
ekki til að fara allt í einu að
berjast með Rússum, sem við
höfðum skömmu áður sætt
hamrammri árás frá.
Annars var lífsafkoma fólks-
ins ekki miklu verri sjálf styrj-
aldarárin en eftir styrjöldina.
Þó hefir ástandið heldur lagast
nú allra seinustu mánuðina.
Dýrtíð er mikii í landinu og fer
vaxandi.
Finnar geta lítið flutt inn áf
erlendum varningi, nema hrá-
efnum til iðnaðar síns. Þó hefir
fengizt allstórt lán í Bandaríkj -
urium, sem hjálpar mikið".
„Nei — við erum Finnar".
„Hvernig er það með Álands-
eyjarnar?" spyr tíðindamaður
blaðsins. „Eruð þið Álendingar
ekki frekar Svíar en Finnar?"
„Nei, við erum Finnar, úr því
það' var einu sinni ákveðið, að
eyjarnar ættu að tilheyra Finn-
landi. Annars vildum við miklu
fremur, að svo hefði farið, að
þær hefðu tilheyrt Svíþjóð. í-
búarnir eru raunverulega
sænskir. Allir tala sænsku og
læra sænsku í barnaskólunum.
Leikbróðir Sally Salminen.
„Já, Álandseyjar. Vel á minnzt.
Þaðan er skáldkonan fræga,
Sally Salminen, sem á sinn þátt
i þvi að gera eyjarnar frægar?"
„Jú, þú kannast við hana.
Annars er náttúrufegurð eyj-
anna viðbrugðið. Sally Salmin-
en og ég erum leiksystkini, svo
ég þekki hana vel og betur en
af bókum hennar. Mér finnst
aðeins sú fyrsta þeirra, Katrín,
vera lesandi. Sally er af
venjulegu, fátæku bændafólki
komin, og naut ekki annarrar
menntunar en við fengum í
barnaskólanum heima á Álands-
eyjum. Svo fór hún til Ameríku
og skrifaði söguna Katrínu
meðan hún var vinnukona þar.
Aldrei datt mér það í hug í
uppvextinum, þegar við vorum
að skattyrðast í barnaskólanum
og kasta mold hvort í annað á
heimleiðinni, að hún ætti eftir
að verða heimsfræg skáldkona.
Þegar hún var orðin fræg skáld-
(Framhald á 4. síðu,
Elsa Sigfúss
komin heim
Ætlar að vera við af-
hjiinun minnisvarða
föður síns.
Ungfrú Elsa Sigfúss söng-
kona kom hingað til lands
með Dronning Alexandrine
annan páskadag. Tíðindamað-
ur blaðsins hafði tal af söng-
konunni í gær og spurði hana
frétta.
Ungfrú Elsa Sigfúss sagðist
hafa í hyggju að dvelja hér á
landi um þriggja mánaða tíma
að þessu sinni. Kemur hún aðal-
lega til að vera viðstödd afhjúp-
un minnisvarða föður sins, Sig-
fúsar Einarssonar tónskálds.
Síðan ætlar hún að ferðast um
landið í bíl sinum, sem hún
hafði með sér frá Danmörk.
Héðan ætlar söngkonan að
hald:> til Englands, en þar hefir
hún verið ráðin til að syngja í
brezka útvarpið, B.B.C., og enn-
fremur heldur hún ef til vill
söngskemmtun í Lundúnum.
Bergur Jónsson lætur
af sakadómara-
embættinu
Bergi Jónssyni sakadómara
var veitt lausn frá embætti á
ríkisráðsfundi í gær. Var það
gert samkvæmt lausnarbeiðni
hans sjálfs.
Bergur hefir verið heilsuveill
að undanförnu, og er það á-
stæðan fyrir þv^ að hann lætur
nú af embætti.
Honum er veitt lausn frá og
með deginum í dag.
Ráöstafanir til útvegunar vetr-
arfóðri og sumarbeitar handa
fénu á öskufallssvæðinu
Ráðagerðir bjargráðanefndarinnar í Rang-
árþingi.
Síðustu daga hafa verið undirbúnar ýmsar ráðstafanir til
bjargar búpeningi bænda á öskufallssvæðunum. Hefir nefnd sú,
sem skipuð hefir verið til þess að vinna að þessum málum, og
aðstoðarmenn hennar, átt fundi með bændum eystra. Tíðinda-
maður Tímans sneri sér í gær til Sæmundar Friðrikssonar fram-
kvæmdastjóra og spurðist fyrir um þessar ráðagerðir, og fer hér
á eftir frásögn hans:
— Dagana 4. og 5. þessa mán-
aðar ferðaðist innanhéraðs-
nefndin í Ranárvallasýslu, þeir
Björn Björnsson, sýslumaður,
séra Sveinbjörn Högnason og
Guðmundur Erlendsson, ásamt
okkur Gunnlaugi Kristmunds-
syni, um öskufallssvæðið til að
athuga og ráðgast við bændur
um það, hvernig heppilegast
væri að' framfleyta búfénaði á
þessu svæði það sem eftir er
vetrar og næsta sumar. Þrír
fundir voru haldnir: Einn í
Austur-Eyjafjallahreppi, einn í
Vestur-Eyjafjallahreppi og einn
í Múlakoti.
í' Eyjafjallahreppum hefir
öskufallið ekki verið svo mikið
að gera þurfi stórfelldar ráð-
stafanir til bjargar, og útlit er
fyrir, að yfirleitt komi bithagi
að miklu eða fullu gagni þar í
sumar, nema á örfáum bæjum
(Merkurbæjum). í þeim hrepp-
um er nú unnið að þvi í sam-
ráði við nefndina að koma
hrossum til göngu og fóðrunar í
nærliggjandi sveitir og útvega
fóður til nokkurra bænda, sem
'akast eru staddir.
Hins vegar er ösku- og vikur-
lagið svo -þykkt í innri hluta.
Fljótshlíðar, að ekki er útlit*
fyrir neina teljandi vor- eða
sumarhaga. Á fundinum í Múla-
koti var þó ákveðið og sam-
þykkt af öllum hlutaðeigendum
að slátra engu sauðfé fyrr en
síðari hluta sumars, eða næsta
haust.
Þær ráðstafanir, sem ákveðið
var að gera, eru þessar:
1. Koma í burtu til hagagöngu
í nærliggjandi sveitir öllum
hrossum, sem ekki þarf nauð-
synlega að hafa heima.
2. Útvega nægilegt fóður til
þess að hægt sé að gefa fénu
inni, heima við, fram að sauð-
burði.
3. Koma þá meiri hluta fjár-
ins fyrir í stórri sandgræðslu-
girðingu, sem tilheyrir sveitinni
að mestu leyti og hafa þar í vor
(Framhald á 4. síðu)