Tíminn - 22.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1947, Blaðsíða 2
TflMlMN. þrlgjttdaginn 22. apríl 1947 75. blað 2 Halldór Kristjánsson: Þjóðmálabarátta sósíalista Þriðjudagur 22. apríl Agentar útlendu olíuhringanna Það verður jafnan talinn einn veigamesti sigur sjálfstæðisbar- áttunnar, að verzlunin komst í innlendar hendur. Ekkert lék þjóðina ver á kúgunartímunum en verzlunarináti hinna erlendu kaupsýslumanna. Þetta sáu frumkvöðlar sjálfstæðisbarátt- unnar líka glöggiega. Fyrsta takmarkið, sem þeir stefndu að, var að fá verzlunina frjálsa, svo að íslendingar fengju möguleika til að taka hana í eigin hendur. Þær miklu framfarir, sem orðið hafa í landinu seinustu áratugina, eru kannske framar flestu öðru innlendu verzluninni að þakka. Verzlunarkjörin hafa stórbatnað og hagur almenn- ings tekið hliðstæðum framför- um. Gróðinn af verzluninni hefir mest allur verið notaður innanlands og orðið ein helzta lyftistöng margháttaðra fram- kvæmda. Á einu sviði hefir landsmönn- um þó ekki enn tekizt að ná verzluninni í eigin hendur. Ol- íuverzlunin hefir til þessa verið í höndum erlendra hringa eða leppfélaga þeirra. Sú fjárhæð er orðin stór, sem þjóðin hefir þannig orðið að greiða að ó- þörfu úr landinu. Henni mætti því bæði þykja það hagsmuna- mál og metnaðarmál, að geta minnst aldarafmælis verzlunar- frelsisins, sem er skammt und- an, með því að eyða seinustu leifum hinnar útlendu verzlunar og taka olíuverzlunina alveg í sínar hendur. Miklar likur eru nú til þess, að þetta megi takast. Samvinnu- félögin og útvegsmenn hafa stofnað til myndarle'gra sam-. taka um olíuverzlun. Ríkis- stjórnin hefir sýnt þessum sam- tökum þann sjálfsagða skilning að útvega þeim olíugeyma þá, sem Bandaríkjamenn höfðu í Hvalfirði. Þannig hefur þeim skapazt aðstaða til að hefja þeg- ar olíuverzlun í stórum stíl. Fyrsti árangurinn er sá, að nýju togurunum hefir verið tryggð brennsluolía með beztu kjörum tvö næstu árin, en ann- ars myndi rekstur þeirra hafa komizt í óefni, þar sem ekki voru til aðrir geymar, er hent- uðu þessari olíutegund. Allir þjóðhollir menn, sem vilja innlenda og hagkvæma verzlun, munu vissulega fagna því, sem hér hefir gerzt. Alveg sérstaklega mætti þetta þó vera fagnaðarefni fyrir þá, sem vilja efla itðk samvinnuverzl- unarinnar og bæta hag útgerð- arinnar. En þó skeður það undarlega, að, sá flokkur, sem telur sig aðalfulitrúa verkamanna, ris upp með miklum bæglagangi, fcallar þetta landráðastarf og brigzlar samvinnufélagsskapn- um og útvegsmönnum, sem standa að innlenda olíufélaginu, um leppmennsku fyrir erlent herveldi. Allar eru þessar glæpsamlegu aðdróttanir vitanlega á sandi byggðar. Nokkrir olíugeymar geta aldrei orðið herstöð, en ef þeir væru það, myndu þeir verða það alveg eins, þó þeir væru annars staðar en í Hvalfirði, — einkum þó, ef þeir væru nær Reykjavík. Ef olíugeymar væru jafn hættulegir og forkólfar sósíalista vilji vera láta, ættu þeir að krefjast þess, að bann- Þjóðmálabarátta Só(síalista undanfarna daga hefir verið með þeim hætti að vekj a má athygli. Tvö eru þau mál, sem verið hafa á dagskrá, og þeim hefir þótt henta að snúast svo fast í gegn, að hvorki hefir verið sparað stórt letur né stór orð. Þessi mál eru tollahækkunin nýja og sala olíustöðvarinnar í Hvalfirði. Hér verða bæði þessi mál lít- ilsháttar rædd, og leitað að á- stæðunni fyrir hrópyrðum og gífurmælum sósíalista. Austurvegur. Ekki ætti að þurfa'mörg orð til að væri að hafa olíugeyma í landinu. Því er síður en svo að heilsa. Þvert á móti hafa þeir verið því fylgjandi, að brezki olíuhringurinn B. P. fengi að reisa stóra olíustöð rétt hjá Hvalfirði. Það er því eitthvað annað, sem liggur hér undir steini. Þetta skýrist líka vel, þegar það upp- lýsist, að nokrir aðalforkólfar Sósíalistaflokksins eru aðaleig- endur Nafta h.f., en það fær olíuna, sem það verzlar rceð, að mestu leyti frá B. P. Olíubur- geisarnir í Sóisíalistaflokknum óttast, að nýja olíufélagið dragi spón úr askinum þeirra, og þess- vegna láta þeir flokk sinn og blað ganga gegn þeim berserks- gang, en vitanlega undir fölsku yfirskyni. Sjaldan hefir fals og hræsni forkólfa Sósíalistaflokksins komið betur fram en í þessu máli. Þeir þykjast vera miklir sjálfstæðisgarpar og vilja hafa verzlunina innlenda. Þegar hins vegar er unnið að því að gera olíuverzlunina innlenda, verða þeir fyrstir manna til að ráðast gegn því, og umhverfa svo sann- leikanum, að þeir bera þeim, sem þetta þjóðræknisstarf eru að vinna, landráð og lepp- mennsku á brýn. Þeir þykjast vilja efla samvinnufélögin, en rísa svo fyrstir manna gegn því, að þau fái notið sín í olíu- verzluninni. Þeir þykjast vilja bæta hag útgerðarinnar, en berjast svo fyrstir manna gegn því, að útgerðin fái bætta olíu- verzlun. Allt er þetta gert vegna þess, að nokkrir forkólfar Sósíalista- 'flokksins hafa sameiginlega hagsmuni með hinum útlendu auðhringum. Þess vegna víla þeir ekki fyrir sér. að heimta mannvirki eyðilögð, sem myndi valda þjóðinni margra tuga miljóna kr. tapi, og bera fjöl- mennum samtökum og stéttum landráð á brýn, þegar þessir að- ilar eru að heyja raunhæfa sjálfstæðisbaráttu. Sem betur fer á íslenzka þjóðin ekki dæmi um jafn taumlausa þjónustu við útlent ‘ auðvald og hér kemur fram hjá forkólfum Sósíalista- flokksins. Það er hins vegar ástæðulaust að harma þetta. Þjóðin mun ekki láta þessa agenta erlendu hringanna blekkja sig. Þeirri baráttu, sem hér er háð, mun lykta með sigri innlendu sam- takanna og það mun reynast þjóðinni happadrýgst, eins og ávallt fyr, að hafa verzlunina í eigin höndum. Jafnframt mun það lærast af þessari baráttu enn betur en áður, að þótt engir tali fagurlegar um sjálfstæði þjóðarinnar en forkólfar sósíal- ista, eru engir reiðubúnari til að þjóna útlendum hagsmúnum en þeir. að rifja upp hvernig fjármál ríkisins standa í aðalatriðum. Fjárlagafrumvarpið var með fullum 30 miljóna halla, og þó fannst sósíalistum öllum að út- gjöldin þyrftu að vera miklu meiri, — jafnvel svo að miljóna- tugum skipti. Um það voru þeir einhuga. En hvernig átti að afla fjár til þeirra útgjalda? Um það hafa sósíalistar aldrei sagt eitt einasta orð. Það lítur því út fyrir að sósíal- istar hafi hugsað sér að halda áfram fjármálastefnu fyrrver- andi stjórnar, að samþykkja að miklar og dýrar framkvæmd- ir skuli verða gerðar, en sjá þó engin ráð til að standa við það. — Það er hinn pólitíski austur- vegur í fjármálum og löggjöf þjóðarinnar. En skólar, vqgir og verkamannabústaðir byggjast ekkert fljótar fyrir pappírslög, ef ekki er séð fyrir fé til fram- kvæmda. Hver skilur sósíalista? í öðru lagi er nú óvissa um sölu íslenzkra afurða. Fyrrver- andi stjórn hafði enga tilraun gert til að selja framleiðslu þessa árs, en lét sér nægja full- yrðingar um að allt seldist við geipiverði (sbr. ræðu Einars Olg. og Ólafs Thors við stjórnar- skiptin). Nú hafa samninga- nefndir verið bæði í Englandi og á meginlandi álfunnar 'í tvo mán uði og fréttist fátt af. Á sósíal- istum er helzt að heyra, að þeir reikni ekki með því, að hag- stæðir samningar náist við Rússa, og ætli að kenna ríkis- stjórninni um það, á þann hátt að hún hafi bakað <íér óþokka Rússa með slæmu umtali í blöð- um sínum, — einkum Alþýðu- blaðinu. í þessu sambandi er vert að muna tvennt og athuga. Það fyrst, hvernig ástatt er, ef menn verða að láta vel yfir öllum störfum og stefnu ríkis- stjórna í viðskiptalöndunum? Ættum við þá t. d. að svíkja sannfæringu okkar og láta sál og samvizku fylgja með í kaup- VíkiiigsjDrent er að gefa út bókaflokk, sem kallaður er Nýir pennar. Ekki er þó annað sam- eiginlegt með bókum þeim en brotið og kápumyndin. Þetta eiga að vera 10 bækur, 5 skáld- sögur og 5 ljóðakver. En heiti floklcsins er dregið af því, að höfundar bókanna hafa lítið eða ekki neiitt tairt í bókarformi áður. Sex: bækur eru komnar út í þessum flokki og verður þeirra hér stuttlega getið. HeixSur ættarinnar eftir Jón Bjcirnsson. Stærð 321 bls. 18 X12 sm. Verðkr. 25.00 ób. Jón Björnsson hefir dvalið í Danm .örku og skrifað nokkrar sögur á Dönsku og birtist ein þeirra hér í þýðingu. Nokkuð virðist bera á ókunnugleika um íslenzk a staðhætti. Það hefir víst ai drei verið fastur grafari í sveít á íslandi. — Hreppstjóra- embæt tið virðist eftir þessari sögu v't ra formennska í hrepps- nefnd„ sem er kölluð sveitar- nefnd. . — Þá mun það líka fá- títt, að úði frá brimgarði hold- væti me nn, sem standa upp í fjöru og sízt þegar lendandi er. — En þi ó að svona smámunir unum til þeirra, sem bezt vilja borga þorsk og síld? Þetta er eins og þegar Gunnar Thorodd- sen lét tímarit sitt segja, að við yrðum að miða stjórnarhætti vora við vilja Þjóðverja vegna verzlunarviðskipta við þá. Þetta er sjónarmið þrælsins mútu- þæga og féfala. í öðru lagi má svo athuga, hvernig Þjóðviljinn hefir greitt fyrir viðskiptum við Breta og Bandaríkjamenn, samkvæmt þeirri viðskiptasiðfræði, sem hann boðar. Skyldu sósíalistar telja það hollustu við samninga- nefnd okkar í Rússlandi og hagsmuni þjóðarinnar, ef Alþ,- blaðið birti grein, þar sem Molo- toff væri sagt að éta það, sem úti frýs? Þjóðviljinn reiknar með öðr- um umgengnisvenjum við Engil- saxa en Rússa, eða hann hefir viljandi stefnt að því, að spilla öllum viðskiptum við Engilsaxa, nema hann taki ekki sjálfur mark á orðum sínum. Lesendur trúi því, sem þeim þykir senni- legast. Á yztu þröm. Jafnframt því, sem svona er ástatt um fjárhag ríkissjóðs og afurðasölu þjóðarinnar, er öll- um bátaútveginum haldið við með því, að ríkissjóður ábyrgist.. honum verð, sem enginn veit, hvort næst á útflutningsmark- aði. Venjulegum mönnum finnst því, að eitthvað þurfi að gera til að tryggja það, að ríkissjóð- ur geti staðið undir lögbundn- um gjöldum og atvinnuvegirnir haldizt gangandi. Hver eru þeirra úrræði? Þá koma tekjuöflunarlögin nýju. Það hefir oft og rækilega komið fram, að þeim sem að tollahækkununum standa er það að ýmsu leyti ekki neitt ljúft, og vita lesendur Tímans fullvel hug Framsóknarmanna í þeim efnum. Það hefði svo sem getað verið heiðarlegt og réttmætt af sósíalistum að vera á móti þessu. En þá bar þeim skylda til að benda á önnur betri úrræði. í verki illi á lesandann, korna þeir skáldlegu gildi ritverksins ekkert við. Þessi saga gerist á árunum 1904—’6, þegar mestar deilur stóöu um símamálið. Virðist höf- undur allvel hafa kynnt sér þau átök og atburðarásina, án þess að dómur sé lagður á skiln ing hans á stjórnmálalifi þjóð- arinnar þá. Er það og mál út af fyrir sig, hvort sú lýsing og sálarlífslýsing bændanna er sönn og samræm íslenzku þjóð- lífi þau ár. Heiður ættarinnar á að sýna baráttu milli kyrrstöðu og fram fara, gamals og nýs. Því miður hafa tökin sums staðar slaknað hjá höfundi, svo að persónur verða óljósar og þokukenndar. Halldór hreppstjórasonur á Leiru er að miklu leyti óráðin gáta, þegar hann fer að heiman í forboði föður síns. Heim í sveitina berast slúðursögur um það, að hann hafi lagzt í drykkjuskap og falsað víxla. Sjálfur skrifar hann stúlkunni, sem hann elskar, að hann sé líkamlega og andlega bugaður maður. Honum græðist fé og eftir að hann deyr hetjudauða þess stað ráðast þeir gegn þess- um lögum með blekkingum og fölsunum, sjálfir úrræðalausir gagnvart vandanum. Blekkingar sósíalista eru t. d. fullyrðingar þeirra um að tolla- hækkanirnar lækki laun manna um 8—10%. Þó hefir því verið lýst yfir að vísitöluhækkun sú, sem af þessu stafi verði greidd niður. Og þó að segja megi, að vísitölugrundvöllurinn sé ekki réttur, er hann þó jafnréttur og hann var, þegar sósíalistar sátu í ríkisstjórn. Þess er ekki að dyljast, að tollalögin nýju hækka ýmsar nauðsynlegar vörur í verði, en yfirleitt nemur það þó ekki mjög miklu. Aðallega lendir tolla- hækkunin á miður þörfum og alls óþörfum vörum, sem þjóðar- nauðsyn er að draga úr kaup- um á. Við höfum nú einu sinni ekki ráð á að kaupa takmarka- laust allt glingur, glys og munað, sem gaman kynni að þykja að. Þjóðviljinn gæti sjálfsagt reiknað út með rökum, að á- fengishækkunin um daginn væri raunveruleg lækkun á launum manna, — sjálfsagt ekki minna en 8—9% lækkun hjá sumum. En aðrá snertir þessi hækkun ekki neitt. Eins er það, að tollahækkun á silki- sloppum, gullúrum, armbönd- um o. s. frv. kemur ekki við aðra en þá, sem þetta kaupa. Enn er þess að gæta, að lögin gilda aðeins í 9 mánuði. Verði sósíalistar eða aðrir búnir að leysa dýrtíðarmálið á þeim tíma, er sennilega engin hætta á, að þessi lög verði framlengd. Kannske gagnráðstafanirnar, sem Þjóðviljinn hefir boðað, beinist að því að leysa dýrtíðar- málið sjálft? Þá væri vel farið. Meðan ekki næst samkomulag um ráðstafanir, sem minnka út- gjöld ríkissjóðs, en þar eiga sós- íalistar engar tillögur, verður einhvernveginn að útvega ríkis- sjóðnum tekjur til að mæta gjöldunum. Um það eiga sósíal- istar engar tillögur heldur. Allt, sem þeir hafa enn sýnt, að þeir geti á þessu sviðí, er að mótmæla og hóta. En þó að hrinur og há- vaði kunni stundum að vera vænlegt til fylgis, verður þó að treysta því, að ’ nú sé hættan og alvaran svo nærri, að þjóðin hlusti ekki með velþóknun á trúir enginn illmæli^iu um hann. Að öðru leyti verst höf- undur nánari frétta um þessa persónu sína, bæði ytri atvik og sál og tilfinningu. Lesand- inn veit þryí næsita lítið um hana að loknum lestri, og er mjög gengið framhjá andlegu lífi og sálarstríði nafna míns. En skáldrit verða lesendum sín- um síður til andlegs þroska, ef þar koma ekki fram glöggar og ákveðnar myndir og mannlýs- ingar. Jón Björnsson hefir gaman af stórum viðfangsefnum, stór- brotnum mönnum, sviplegum og örlagaþrungnum atvikum. En það er mikil raun rithöfundum, að móta hinn dýra málm mann- dóms og. atgervis í eldi lífs- reynslunnar, og munu flestir þurfa mikla æfingu áður en það ferst vel. Eftir örstuttan leik. Skáld- saga eftir Elías Mar. Stærð: 207 bls. 18X12 cm. Verð: kr. 22,00 ób. Endurminningar tvítugs stúd- ents frá hausti og vetri 1945— 46. Hann kynnist stúlku, sem hann verður ástfanginn af og virðist elska hann líka, en þeg- ar móðir hennar hefir heyrt hvers konar piltur þetta er,’ drykkfelldur, kvensamur og á meira að segja barn á fyrsta ári, úrræðalaus org og hrópyrði. Hér verða að koma til jákvæðar gagnráðstafanir en ekki ein- ungis neikvæð mótmæli og nýjar dýrtíðarskrúfur. Óhapp sósíalista. Það er óhapp fyrir sósialista, að þeir skyldu lenda í því að heimska sig fyrir allra augum á Hvalfjarðargeymunum, einmitt meðan átökin um tekjuöflunar- lögin standa yfir. Þeir krefjast þess, að olíu- geymarnir í Hvalfirði séu rifn- ir, þrátt fyrir það, að þeira er þörf fyrir atvinnulíf lands- manna, og er erfitt að sjá-hvern- ig eldsneytisþörf nýju togar- anna verður fullnægt án þeirra. Þeir drótta landráðastarfsemi að samvinnumönnum landsins, bæði í kaupfélögunum og olíu- samlögum útvegsmanna. Þeir kalla Olíufélagið h.f., al- íslenzkt verzlunarfélag sam- vinnumanna, leppfélag Stand- ard Oil. Þeir kalla ríkisstjófnina lepp- stjórn Bandaríkjaauðvaldsins og skrifa um hana mjög á sama hátt og Rússar láta málpípur sínar í öllum löndum lýsa stjórn- inni í Grikklandi. Skyldu þeir halda að þau skrif sín greiddu fyrir viðskiptum við Rússa? Sjúklegt sálarástand. Þegar Rússar réðust á Finn- land hér um árið, sögðu sósíal- istar, að öryggi Sóvétríkjanna krefðist þess, að þau tækju Hangöskagann. Nú virðast sós- íalistar líta svo á, að öryggi ráðstjórnarríkjanna sé í hættu vegna Keflavíkurflugvallarins og olíugeymanna í Hvalfirði. Jafnframt segja þeir, að frá þessum herstöðvum sé hægt að leggja iðnaðarborgir Bretlands ‘ í rústir í einni svipan. Sam- kvæmt þeirri afstöðu, sem þeir tóku í Finnlandsstríðinu, myndi þeim því þykja ástæðulaust að mótmæla því, að Rússar eða Bretar sendu hingað her og tækju Reykjanes og Hvalfjörð. Þeim finndist það bara eðlileg nauðsyn þessara ríkja af örygg- isástæðum. íslenzk alþýða vill byggja ör- yggi sitt á öðrum grundvelli en þeim, að enginn geti gert öðrum illt, ef hann vildi þáð. Það sam- gerir hún alvöru úr því að senda dóttur sína til hljómlistarnáms í Kaupmannahöfn og elskendurn- ir skilja í myrku vonleysi, — a. m. k. hann. Þessi frásaga er ósköp vellu- leg, því að strákurinn er dáð- laus og trúlaus og veltist á- fram. Hann er lesinn og gáfað- ur, — ekki vantar það. Hann vanrækir námið, kann ekki við að borða heima hjáf föður sín- um og frænku, en kaupir sér mat úti í bæ og drabbar með félögum sínum. 1 E. t. v. er þessi bók sönn lýs- ing á andlegri örbrigð sumra gáfaðra og menntaðra unglinga nú á tímum. Þetta er lýsing á stefnulausu reiki í ástamálum, skemmtanalífi og námi. Hug- sjónir og stefnumál koma þar ekki við sögu. Drykkjugleði skólafélaganna er heimskuleg og ljót frá upphafi til enda. Allt er þetta rakið í hlutlausri frásögn, án dóma og ályktana, rétt eins og horft er á vatnsfall, sem án vilja og sjálfræðis hlýð- ir ytri lögmálum eðlis og um- hverfis, dómgreindarlaust, fyr- irbæri án sjálfsákvörðunar. Elías Mar er stílfær og hon- um hefir tekizt að hafa Þórhall Gunnarsson sjálfum sér sam- kvæman söguna alla. Það er gott að eiga lýsingu á slíku mannlífsfyrirbæri, og víst er (Framhald á 4. síðu) NÝIR PENNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.