Tíminn - 22.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hX RITSTJÓR ASKREFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargðtu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSDíGASKRDTSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 22. apríl 1947 75. hlaö Kristján konungur tíundi lézt í fyrrakvöld Danska þjóðin drúpir í sorg Gervöll íslenzka þjóðin minnist hans með virðingu og þökk Kristjánu tíimdi, konungur Dana ogr áður konungur íslendinga, er látinn. Hann hafði lengi verið sjúkur, og hina síðustu daga elnaði honum sóttin, unz hann missti rænu um sexleytið í fyrradag. Kom hann ekki eftir það til meðvitundar og dó um ell&fuleytið í fyrrakvöld, þján- ingarlaust áð því er virtist. Voru sorgartíðindin tilkynnt frá höll konungs klukkan hálf-tólf um k\öldið og tíu minútum síðar í danska ríkisútvarpinu. Danska þjóðin drúpir nú í sorg við fráfall Kristjáns tíunda, sem gæddur var þeim mann- kostum og átti slíkri giftu að fagna, að honum auðnaðist að verða einn ástsælasti konungur, sem ríkt hefir í Danmörku. En hann er harmaður víðar en í Danmörku. Um öll Norðurlönd er þeaisa fallna þjóðhöfðingja saknað, og það á ekki sízt við hér norður á íslandi. Kristján tíundi var konungur íslands í 32 ár, og kom fjórum sinnum hin^ið til lands. Með Ijúfmennsku sinni og auðsýni- legri ást á landi og þjóð ávann hann einlæga vináttu íslenzku þjóðarinnar. Hann fullkomnaði verk afa síns, Kristjáns níunda, um réttarbætur til handa ís- lendingum, og ógleymanlegast allra hinna löngu samskipta Kristjáns konungs tíunda og ía- lenzku þjóðarinnar, eru heilla- óskirnar, sem hann sendi ís- lenzka lýðveldinu á stofndegi þess á Þingvöllum, 17. júní 1944. Skilnað Danmerkur og íslands bar að á annan hátt en hann hefði kosið, en eigi að síður rétti hann vinarhönd yfir hafið, þeg- ar bróðurhugur Dana og fslend- inga stóð um stund höllum fæti, svo að draga mætti til heilla sátta og gagnkvæms skilnings. Þær tugþúsundir, sem heyrðu árnaðaróskir Krist- jáns konungs fluttar á Þing- völlum 17. júní eða fengu þær þakklátum hugum hinna fyrri þegna hans meðal hinna helg- ustu minninga, sem synir og dætur íslands eiga. Þess vegna, og einnig vegna margs háttaðr- ar umhyggju, er hann hafði áð- ur sýnt þegnum sínum á ís- landi og íslenzku þjóðinni í heild, er harmur á íslandi við fráfall hins auðnum(ikla kon- ungs og göfuga manns, Krist- jáns tíunda. Banamein konungs var lúngnabólga. Eins og áður er sagt, andað- ist Kristján konungur um ell- efuleytið í fyrrakvöld. Hann hafði verið veikur um þriggja mánaða skeið, og læknar hans höfðu ráðið honum að taka sér algerða hvíld, enda var hann. langþreyttur eftir raunir og á- hyggjur hinna löngu og \þrúg- andi hernámsára. En þessi hvíld kom of seint. Fyrir nokkrum dögum fékk konungur lungna- bólgu og mikinn híta. Dró þ4 fljótt af honum, og duldist hon- um ekki lengur að hverju stefndi. Kvaddi hann Alex- andrínu drottningu sína og nán- ustu ættmenn nokkru áð- ur en hann missti rænu og með- vitund. Fjaraði líf hans svo út. Andlát konungs tilkynnt. Lát konungs.var tilkynnt frá könungshöllinni klukkan hálf- tólf, eins og áður er sagt, og komu sorgartíðindin engum á ó- (Framhald á 4. síðu) Samúðarkveðjurnar Þjóðhöfðingjar fjölmargra landa hafa vottað dönsku kon- ungsfjölskyldunni og dönsku þjóðinni samúð sína. í Bretlandi hefir verið fyrirskipuð hálfs mánaðar hirðsorg. Héðan af íslandi hafa margar samúðarkveðjur verið sendar Dönum. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, sendi Frið- riki niunda og Alexandrínu ekkjudrottningu samúðarkveðj- ur sínar. Stefán Jóhann Stef- ánsson forsætisráðherra' símaði Knud Kristensen forsætisráð- herra Dana" og vottaði honum samúð íslenzku ríkisstjórnar- innar og íslenzku þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson utanríkis- málaráðherra gekk í gærmorgun á fund Bruun, sendiherra Dana hér, og tjaði honum samúð sína vegna fráfalls konungsins. Kristján konungur tíundi og Alexandrína drottning hans í setstofu sinni. Á borðunum eru niyndir af börnum konungsf jölskyldunnar. — Þetta er ein af síðustu myndunum af Kristjáni tíunda og Alexandrínu drottningu, Virðuleg athöfn á Alþingi í gær Forseti sameinaðs þings minnist hins látna konungs. Alþingi kom saman til fundar klukkan hálf-tvö í gær. Var Kristjáns konungs minnzt þar hátíðlega. Forseti sameinaðs al- þingis, Jón Pálmason, flutti þar svolátandi ræðu, sem þingmenn hlýddu á standandi, asamt sendiherrum erlendra ríkja hér á landi: . Kristján hinn tíundi, konung- lenzka lýðveldið var stofnað, ur Daua, er látinn eftir 35 ára eða í 32 ár, þó að konungsvald- á heimili sín á öldum Ijósvak- j ríkisstjórn. Hann var jafnframt ið væri ekki í hans höndum hin ans víðs vegar um byggðir ís- konungur íslands, hinn síðasti f jögur síðustu árin af þeim tíma, lands, munu aldrei gleyma þeirri ( konungur þess, frá 1912, er hann eins og alþjóð er kunnugt. stund. Þær munu geymast í settist að völdum, til 1944, er ís- J Þessi góðí lýðræðiskonungur mun jafnan verða íslendingum minnisstæður. Undir stjorn hans j fengum vér fullveldi landsins viðurkennt, og var þá ísland sér- staklega tekið upp í heiti kon- ungs. Á ríkisstjórnarárum hans hafa með vaxandi sjálfstrausti j þjóðarinnar orðið hér meiri i framfarir en á nokkru öðru ! tímabili í sögu vorri. Vér erum i þess minnugir, að Kristján kon- ungur lagði mikla rækt við ís- lendinga, heimsótti landið fjór- um sinnum, bar velvildarhug til lands og þjóðar og kynntist hér hverjum manni vel. Þó að skiln- aður íslendinga við Dani yrði, fyrir rás viðburðanna, með öðr- | um hætti en hann hefði kosið, þá sýndi hann þó á úrslita- i stundu með heillaóskaskeyti 1 sínu til Alþingis og íslenzku þjóðarinnar, á Þingvöllum 17. júní 1944, lýðræðishug sinn gagnvart einhuga vilja íslend- inga. Kristján konungur tíundi var sá þjóðhöfðingi, sem dönsku þjóðinni hefir þótt vænst um og ógleymanlegur mun verða í sögu hennar, ekki sízt vegna karlmennsku þeirrar og stað- festu, sem hann sýndi í raun- um þjóðarinnar á styrjaldarár- unum. Alþingi íslendinga minnist hins látna konungs með virð- ingu og þökk og vottar ástvinum hans og dönsku þjóðinni inni- Hinn nýi konungur Dahaveldis, FriSrik níunði. lega samúö. Einn merkasti konungur Dana ao ve//i nníginn Hann var dönsku þjóðinni hið dýra tákn ein- ingarinnar í þrengingum hernámsáranna Hinn látni konungur var á miðju 77. ári. Hann hafði verið kvæntur Alexandrínu drottningu í þvi nær rétt 49 ár, konungur Dana var hann í 35 ár, og konungur íslendinga var hann í 32 ár. Konungshjónin áttu tvo sonu, Friðrik ríkisarfa, sem nú tek- ur við konungdómi, og Knút prins, sem nú gerist ríkisarfi. Kristján tíundi fæddist í Kaupmannahöfn 26. september 1870. Foreldrar hans voru Frið- rik, þá ríkisarfi, en síðar kon- ungur Dana og íslendinga um sex ára skeið, og Lovísa, dóttir Karls fimmtánda Svíakonungs. En afi hans var Kristján kon- ungur níundi, sem íslendingar þáðu af „frelsisskrá úr föður- hendi" og munu lengi minnast með ást og virðingu, en amma Lovísa drottning hans. Æskuár Kristjáns konungs. Kristján tíundi hlaut bæði gott og frjálsmannlegt uppeldi og gekk til dæmis fyrstur manna af konungsættinni undir stúdentspróf. Þótt hann léti þar almennri skólagöngu lokið lagði hann jafnan mikla stund á hag- fræði, lögfræði, stjórnmálafræði og söguvísindi. Að loknu stúd- entsprófi tók hann að gefa sig áð hermennsku og lagði við það mikla alúð. Lauk hann öllum lögboðnum prófum sem aðrir menn ótignir og "gerðist síðan starfandi liðsforingi í danska hernum. Varð hann undirhers- höfðingi áður _en hann tók við konungdómi. í rikisráðinu tók hann sæti árið 1900. Árið 1898 gekk hann að eiga Alexandrínu prinsessu, dóttur Friðriks Franz þriðja, stórher- toga af Mecklenburg, og eign- uðust þau tvo sonu, Friðrik, er nú tekur við konungdómi, og Knút, er nú er orðinn ríkisarfi. Faðir Kristjáns konungs, Friðrik áttundi, kom til ríkis árið 1906. En hans naut skamma stund við. Hann lézt þegar ár- ið 1912, og séttist þá Kristján tíundi á konungsstól. Stórviðburðir í tíð Krist- jáns konungs. • Það er ekki of mælt, að Krist- ján konungur tíundi hafi orðið einhver allra ástsælasti og merkasti konungur, sem rikt hefir í Danmörku frá upphafi vega. Bar margt til þess, bæði störf og sjónarmið konungsins og ljúfmennska hans, hvar sem hann fór. Meðal stórviðburða í stjórnartíð hans má geta þess, er konum var veittur kosninga- réttur og kjörgengi við þing- kosningar, bæði í Danmörku og á íslandi árið 1915, sambands- laganna 1918, er íslendingum var veitt fullveldi og réttur sá til sambandsslita, er neytt var 1944, og sameining Suður- Jótlands við móðurlandið eftir heimsstyrjöldina fyrri. En í hug- um Dana mun þó allra mestur ljómi stafa af Kristjáni tíunda vegna hetjulegrar og óhvikull- ar framkomu hans á hernáms- árunum. Þá varð hann tákn hinnar þjóðlegu, dönsku ein- ingar, sem veitti miljónum von og styrk til þess að þrauka og þreyja þau löngu kúgunarár. Mætti margs minnast frá þeim tíma. Þegar Þjóðverjar ætluðu að skipa Gyðingum í Danmörku að bera gult merki á handleggn- um, eins og títt var í þeim lönd- um, þar sem nazistar þorðu að fara öllu sinu fram, gaf hann til kynna, að konungsfjöl- skyldan myndi öll taka uppslík merki, ef kúga ætti einhverja þegna sinna til þess að bera slíkt. En þótt framkoma kon- ungs væri svo einbætt og djarf- mannleg, bæði þá og miklu oft- ar, þorðu Þjóðverjar aldrei _að skerða hár á höfði hans. Ást þjóðarinnar á hinum aldna og skörulega konungi sínum var hin örugga bakvörn hans. En nú hefir hin þunga byrði, sem hann bar á þessum árum, lagt hann í gröfina. Kom fjórum siunum til fslands. Kristján konungur ferðaðis.t allvíða um lönd áður en hann tók við konungdómi, og meðal annars var hann í op- inberum sendiferðum fyrir land sitt. Hingað til lands kom hann fjórum sinnum eftir að hann varð konungur. í fyrsta skipti kom hann hingað 1921, síðan 1926, þá 1930 og loks 1936. f þessum íslandsferðum sinum á- Kristján konungur tíundi hvílist í garði sínum. AndUt hans er merkt rúnum, sem áhyggjurnar hafa á þaff rist á síðustu árum. En svipurinn er samt sem áour heiður og göfngmann- legur. Alexandrína drottning eins og hún var, þegar hún giftist Kristjáni kon- ungi tíunda, 26. apríl 1898. vann hann sér ást og traust sérhvers íslenzks' manns, sem af honum hafði kynni, og þeir voru margir, því að hann var jafnan ljúfmannlegur og lítil- látur við hvern mann og gerði sér mikið far um að kynnast sem flestum. Þá dró það ekki úr ástsæld hans hér, að hann talaði íslenzku, einn allra kon- unga, sem íslendingar hafa átt. Því fylgja honum til moldar djúpar þakkir og sönn lotning íslendinga. Ilinn nýi Danakonungur. Friðrik níundi, sem nú er tek- (Framhald á 4. ai«u)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.