Tíminn - 26.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.04.1947, Blaðsíða 2
2 Tímiviv. langardagÍMit 26. aprll 1947 78. blað Laugardagur 26. apríl Siðlitlir sökudólgar Það var ein af siðlausustu áróðursaðferðum nazista að eigna öðrum þau glæfraverk, sem þeir unnu sjálfir. Einkum reyndu þeir að gera þá að söku- dólgum, sem saklausastir voru. T. d. kenndu þeir Roosevelt for- seta um styrjöldina og kölluðu hann mesta stríðsæsingamann veraldarinnar. Það er þvi vel ljóst, hvaðan áhrifin eru, þegar Mbl. er að eigna Hermanni Jónassyni af- leiðingarnar af verkum Ólafs Thors í dýrtíðarmálunum. Her- mann Jónasson er einmitt sá maður, sem hefir flestum eða öllum eindregnar beitt sér gegn vexti dýrtíðarinnar. Hermann Jónasson vann að setningu dýrtíðarlaga vorið 1941, sem þá hefðu nægt til þess að stöðva dýrtíðina. Ólafur Thors og Jakob Möller svikust um að framkvæma lögin og gerðu þau þannig gagnslaus. Hermann Jónasson beitti sér fyrir stöðvunarfrv. haustið 1941 og baðst lausnar, þegar það fékkst ekki fram. Vegna þrá- beiðni þáv. stjórnarflokka tók hann þó stjórnartaumana aftur í trausti þess, að fljótlega næð- ist samkomulag um raunhaéfar aðgerðir. Þetta fékkst um ára- mótin 1942, þegar gerðardóms- lögin voru sett. Hermann Jónasson átti þess kost 1942 og 1944 að fara aftur í stjórn, en hann mat meira, að Framsóknarflokkurinn véki ekki frá viðnámsstefnu sinni í dýr- tíðarmálunum. Hermann Jónasson hefir þannig á öllum stigum dýrtíðar- málsins beitt sér fyrir aðgerðum til að stöðva verðbólguna og ekki látið það aftra sér, þótt það kostaði hann valdamissi og mis- skilda óvináttu þeirra, sem hann vildi helzt eiga samstarf við. Hann hefir látið sig einu gilda, þótt barátta hans væri talin byggð á afturhaldi og hrakspá- dómum. Hann mat meira en augnablikslýðhylli að berjast fyrir því, sem hann vissi að var þjóðinni fyrir beztu, enda myndi reynslan eiga eftir að leiða það í ljós. Þennan mann, sem hefir hreinni skjöld í dýrtíðarmálun- um en flestir eða allir aðrir, hyggst Mbl. að eigna dýrtíðina og verk Ólafs Thors. Betur er ekki hægt að sverja sig í ætt við mennina, sem kenndu Roosevelt um styrjöldina. Það bætir ekki málflutning Mbl., að það telur dýrtíðina hafa orðið óviðráðanlega, þegar rofið var hlutfallið, sem var milli afurðaverðsins og kaupgjalds- ins 1939. Þetta hlutfall hefir verið rofið í öllum þeim löndum, er bezt hafa haldið dýrtíðinni 1 skefjum, og myndi ekki fremur hafa komið að sök hér en þar, ef ekki hefði annað komið til. Sama fávizkan er það, að verka- fólkseklan hafi gert dýrtíðina óviðráðanlega. í þeim löndum, sem bezt hafa haldið dýrtíðinni niðri, hefir verkafólkseklan ver- ið sízt minni en hér. Það gerði giftumuninn, að þar voru gerðar ráðstafanir til þess, að verka- fólkseklan yki ekki verðbólgöna, en hér var það fyrsta verk Thorsstjórnarinnar 1942 að rjúfa samning, sem gerður hafði verið af herstjórnjnni um skipu- lagningu vinnuaflsins. Mbl. mun þvl hvorki finna hér né annars staðar möguleika til að losa Ólaf Thors undan Kólumbusardómur. Kólumbusardómurinn vekur mikla athygli og umtal. Margir ólöglærðir menn héldu að það væri föst regla í réttarfari landsins, að ef menn högnuð- ust með vísvitandí rangindum, beinum þjófnaði, fjárdrætti, prettum eða annarri yfirtroðslu laga og réttar, væru þeir látnir endurgreiða ránsfenginn þegar upp kæmist. Menn héldu, að það væri ekki til í löggjöf lands- ins, að mönnum væri heimil fjáröflun þvert ofan í gildandi lög og fyrirmæli ríkisvaldsins, með þeim viðurlögum einum, að þeir greiddu hluta af ólög- legum gróða til almannaþarfa. Nú sjá menn betur. Fyrirtækið Columbus flutti inn bíla fyrir fulla miljón króna í erlendum gjaldeyri án þess að fá gjald- eyrisleyfi eða innflutningsleyfi. Og dómurinn er sá, að það greiði 20 þúsund krónur í sekt! Það er auðvitað ekki nema litill hluti af því, sem fyrirtækið_fær, ef það selur bílana, en sam- kvæmt frásögn Mbls. hefir við- skiptamálaráðherra fulla laga- heimild til að leyfa því, að selja þá sjálft. Því verður raunar ekki trúað að óreyndu að núverandi við- skiptamálaráðherra fari svo að, er því alls fjarri að slíku sé dróttað að honum hér. En hitt eE jafn alvarlegt fyrir því, ef íslenzk löggjöf rúmar þann möguleika. Þá væri litið á ólöglegan inn- flutning líjct og fiskiróður á helgrnn degi fyrrum. Þvi fylgdi bara sú kvöð að greiða til sveit- arþarfa hlut af afla. Hvernig væri að leyfa togurum landhelg- isveiðar upp á hlut? — Nú veit ég hvað það kostar. Kólumbusardómurinn talar skýrt til kaupsýslumanna ef staðfestur verður, og segir eins og maðurinn, sem greiddi bætur fyrir að lúskra lagsmanni sín- um, sem snúið hafði á hann í kvennamálum: ábyrgð verka sinna í dýrtíðar- málunum. Hann notaði sér kauphækkunartrú verkalýðs- foringjanna til að verzla um aukningu dýrtíðarinnar. Verka- menn fengu hærri krónutölu og var talin trú um, að þeir væru að græða. Ólafur Thors fékk ráðherrastöðu og milliliðirnir fengu að starfa að vild sinni. Afleiðingar þessarar verzlunar dyljast ekki lengur. Allar hinar miklu gjaldeyrisinneignir eru eyddar, en miljónamæringar eru hér fleiri en nokkurru sinni fyrr. Útgjöld- ríkisins hafa margfald- ast og draga á eftir sér síaukna skatta og tolla. Atvinnuvegirnir eru hallareknir, þótt enn sé stríðsverð á afurðunum. Laun- þegarnir búa ýmsir við mun lak- ari kjör áður, þrátt fyrir allar kj arabæturnar. Mbl. finnur að vonum, þegar fyrstu afleiðingarnar af stjórn- arháttum Ólafs Thors eru að koma fram í gjaldeyrisskorti og nýjum tollum, að dómurinn um þá verður þungur. En hann verður ekk'i gerður léttari með því, að málgagn hans skuli feta í fótspor nazista og reyna að koma sökinni á þá, sem börðust gegn stjórnarháttum Ólafs og létu ekki ógert að vara þjóðina við þeim. Sektin er nógu mikil, þótt því sé ekki bætt við hana að byggja málsvarnirnar á þeim fyrirmyndum, sem siðlausastar eru. — Nú veit ég hvað það kostar að berja hann og get veitt mér það, þegar mig langar. Eins geta kaupmenn sagt, þegar Columbus hefir greitt sín- ar 20 þúsundir: — Nú vitum við hvað það kostar að hunza vefðlagsyfir- völdin. En hvernig væri að láta al- mennt siðferði og réttarfar gilda á verzlunarsviðinu, svo að fyrirtæki væru látin skila öllum ólöglegum hagnaði, sem uppvíst verður um, og réttindamissir lagður við slíkum trúnaðarbrot- um? • Leyfisbréfabrask. Undanfarið hafa menn orðið að fá leyfi hins háa Nýbygging- arráðs til að kaupa ameríska bíla. Margt bendir til að annar- leg og óréttmæt sjónarmið hafi stundum fengið að ráða við út- hlutun þeirra leyfa líkt og jeppabílanna. Ekki er hægt að ætlast til þess að mannlegri stofnun geti aldrei yfirsést, og er því ekki tiltökumál, þó að sumar leyfis- veitingar séu misráðnar. Nú standa málin svo, að ýmsir hafa fengið innflutningsleyfi til að gera sér þau að verzlunar- vöru. Svo mikil er óskamm- feilnin, að í sjálfu Mbl. eriðug- leiga auglýst eftir slíkum inn- flutningsleyfum og jafnvel aug- lýst eftir tilboðum í þau. Ennþá hefir ekki orðið vart við að Nýbyggingarráði þyki neitt að því, að sá, sem það hefir leyft að kaupa bíl, setji leyfið á uppboð og selji það hæst- bjóðanda. Slíkt skeytingarleysi styrkir *ýmsar leiðinlegar grun- semdir manna, svo sem þær, að le^funum sé útbýtt sem flokks- legum mútum eða af persónu- legu vinfengi og jafnvel að ráðs- mennirnir sjálfir láti selja þau fyrir sig. Vilji Nýbyggingarráð hafa hreinan skjöld í þessum efnum og ganga af slíkum illmælum dauðum, ætti það að krefjast þess, að leyfunum væri skilað aftur, ef sá sem fékk þau, notar þau ekki sjálfur. Það er sök sér þó að skjótist í eitt og eitt leyfi til ómaklegra, en hitt er ósæmileg einfeldni og aðgerðaleysi af trúnaðarmönn- um ríkisins, að láta reka opin- bert verzlunarokur með leyfis- bréfin. Hvað eftir öðru. Frumhlaup sósíalista vegna sölu olíustöðvarinnar í Hvalfirði vekur undrun allra þeirra, sem ekki eru hættir að verða hissa á kommúnistum. En þetta eru mennirnir, sem heimtuðu að við framleiddum mat fyrir nazista 1940 og kröfð- ust þess, að siglingum til Bret- lands yrði hætt. Þetta eru mennirnir, sem vildu segja Þjóðverjum stríð á hendur, þegar þeir voru sigraðir, þó að þeir ættu sér enga háleit- ari ósk, en að mega selja þeim mat meðan verst horfði fyrir lýðræðisöflunum. Hefði íslenzka þjóðin látið sósíalista ráða utanríkismálum sínum síðustu 8 ár væri hún nú afhrak og undur í augum sið- aðra manna um allan heim. Það eru því margir hættir að verða hissa á sósíalistum, og láta sér hvergi bregða þó að „Hvalfjarðarhetjurnar“ hrópi. Þetta eru hvort eð er „sprelli- karlar,“ sem stjórnað er þráð- laust austan úr Rússaveldi. Þess vegna er stefna sósíalista í utanríkismálum öðru hvoru bæði furðuleg og hneikslanleg fyrir íslenzkum augum. Og hrópyrði þeirra um leppstjórn og landráð verða sett á bekk með svarta listanum hans Jón- asar. Minnisblað fyrir Morgunblaðsfólk. Morgunblaðið segir á miðvd. að hinn vondí Hermann Jónas- son eigi líka sök á dýrtíðinni því í hans stjórnartíð hafi verið gert þrennt, sem dýrtíðin sé „afleið- ing af“: „Slitiff sambandiff milli kaupgjalds og verfflags og þá voru sett vísitölulögin og gerffar- dómslögin.“ 1. Um fyrsta atriðið er sann- að, að um þá ráðstöfun voru allir stjórnarflokkarnir sammála. í annan stað er sannað, bæði hér og erlendis, að þessi slit voru ekki orsök dýrtíðarinnar. — 2. Um annað atriðið, vísitöl- una, er staðreynd að Morgun- blaffiff gerffi þá kröfu blaffa fyrst aff taka upp vísitöluna og 100% uppbætur á kaup. — Það átti í löngum deilum við Alþýðublaðið um heiðurinn af þessu. — 3. Meff gerffardómslögunum mælti Ólafur Thors þannig, að hann sagði að Stefán Jóhann mundi fá „Júdasarlaun" fyrir að vera á móti þeim, og sá sem ekki fylgdi lögunum væri „böffull alþjóffar.“ Öfugmælasakir. Þær eru skrítnar sakirnar, sem Morgunblaðið hefir á H. J. í dýrtíðarmálinu, manninn sem mest varaði við verðbólgunni og bezt barðizt gegn henni. Það mætti kalla þessar sakir öfug- mælasakir, sbr. öfugmælavísur. I „Júdasarlaun" „böffuls alþjóffar.“ Veturinn 1942 var Ólafur undir svo sterkum og góðum áhrifum ráðherra Framsóknar- flokksins, að um skeið talaði hann eins og heiðarlegur stjórn- málamaður. Um vorið féll hann fyrir freistingu „Júdasarlaun- anna“ sem beitt var fyrir hann með forsætisráðherratitlinum og stórgróða fyrir sjálfan sig og nokkra aðra stórgróðamenn. Síðan vorið 1942 hafa verk Ólafs verið samfellt böðulsstarf. Hvaff er böffull? Böðull er sá, er framkvæmir líkamlegar refsingar. Ólafur sagði er hann hugsaði og talaði með þjóðhollustu í huga, að sá sem hækkaði dýrtíðina (hann tvöfaldaði hana sumarið 1942) væri „böffull munaffarleysingja, ekkna, launamanna o. s. frv., böffull alþjóffar.“ Og nú eru af- leiðingarnar af böðulsstarfi Ól- afs að koma í ljós. — Vefð- hækkun, tollar, skattar, sölu- tregða afurðanna, tæmdir bank- ar, eyddur erlendur gjaldeyrir. — Þetta er fyrsta — aðeins fyrsta — böðulshögg þess manns, sem sjálfur gaf sftr rétti- lega heitið „böðull alþjóðar.“ Skattarnir og tollarnir, fórnirn- ar, eru persónuleg gjöld til Ólafs fyrir óstjórn hans. Það sem enn er komið í ljós, er aðeins lítil byrjun. — „Næg ráff.“ Ólafur lét Morgunbl. segja, að samsí.arf verkamanna (komm- únista) og átvinnurekenda rétt- lættist af því, að þessir aðiljar hefðu í samstarfi „næg ráff,“ til aff færa niffur dýrtíffina er þess þyrfti. Þetta átti aff réttlæta Bréf frá Sviss Zúrich, 1. apríl 1947. Tími sæll: — Eins og ég lof- aði þínum ágæta ritstjóra, Þór- arni, hefi ég sent þér nokkrar línur öðru hvoru, síðan ég fór að heiman, en hefi enga hug- mynd um, hvort þú hefir birt nokkuð af þeim. Kannast nú við að pappírskarfa ritstjórans er löngum rúmgóð. Um síðustu helgi var ég hér suður í fjöllunum um 100 km. suður af Zúrich, einæum í há- fjallabænum Engelberg. Er það faUegt og fjölsótt ferðamanna- þorp, er liggur nokkuð á 4. þús. fet yfir sjó, lukt himinháum fjöllum rösklega á þrjá vegu. í þorpinu eru um 20 hótel og hafa nokkur þeirra um 150 gestarúm hvert. Umhverfis eru stór tún og talsvert af sveitabýlum. Hanga sumir sveitabæirnir langt uppi í snarbröttum fjaliahliðun- um, rétt eins og þeir muni velta þá og þegar niður brattann. „Loftbrautir“. En hótel eru ennþá hærra í fjöllunum en þetta. Var ég m. a. í einu þeirra: Trúbsee. Þangað er svo snarbratt að fara verður með „loftbrautum.“ Fyrst er far- ið þráðbeint upp snarbratt fjall á járnbraut, líkt og upp Fluuen við Bergen, en þó brattara. Síð- an er farið í nokkurs konar lyft- um, sem hanga neðan í digrum vírum, sem festir eru á fjalla- hyrnur og hér og þar á háar trönur,sem reistar eru á leiðinni, þar sem hæst er. Þessar lyftur eru knúnar áfram með raf- magni. Hafið, sem ég fór yfir á einum stað í þessu farartæki milli fjallatindanna.var 2% km. Tók það loftferðalag 10 mínútur upp en nokkru skemur niður. Hótelið, sem ég heimsótti þarna, er í tæpl. 6000 feta hæð, en fjöllin umhverfis eru allt upp að 10000 feta há. Hafði þetta hótel um 600 gestarúm og ágæta veitingasali og virtist vera stjórnað með ágætum af mynd- arlegri og menntaðri konu, er tók „manninum frá Norðurpóln- um“ tveim höndum. Sagðist hún aldrei hafa séð íslending fyrri, en lesið örlítið um ísland á skólaárum sínum. Annars virð- ast fáir hér syðra vita nokkuð um ísland og því síður um ís- lendinga. Og þeir, sem kannast eitthvað við ísland, virðast flest- ir halda, að það sé dönsk ný- lenda. Búskapur Svisslendinga. Túnin voru að byrja að fá grænan lit á Engelberg. En uppi á Trúbsee var þykkur snjór yfir öllu. Aðeins voru dökkir blett- irnir í fjöllunum og barrtrén, sem standa þarna hér og þar, líkl. upp í 7—8 þús. feta hæð. Fjöldi fólks neðan úr bæjun- um var þarna á skíðum á sunnudaginn, þar á meðal héð- an frá Zúrich. Fór það alla þá leið til að nota skiðafærið um helgina. Engin húsdýr eru þavna uppi að vetrinum og á villidýrin gengur óðum fyrir ránshendi mannanna. Sagði hótelstýran í Trúbsee, með sárum söknuði í röddinni, að nær þvi væri búið að útrýma gemsunni úr fjöll- unum. En með hornum gems- óstjórn Ólafs, og að haldið væri úc leið og dýrtíðin enn hækkuð um 50 stig. — En er allt er komið í botnleysu, hárreita kommún- istar Ólaf, samstarfsmennirnir bera hvern annan verstu brigzl- um og hlaupa frá öllu. — Ólafur gefst upp og leggur frá sér laup- ana. Þetta er að kunna „næg ráð.“ En eru þetta nokkuð verri svik en allt annað? anna var ein stofan þarna skreytt eins og ýmsra fleiri veit- ingastofur þarna i Ölpunum. Þegar vorar og snjóa leysir er húsdýrum fært einhverjar krókaleiðir þarna upp. En hagar í ýmsum fjallakrókum í um- hverfinu kváðu vera aíbragðs- góðir á sumrin. Er það notað af búum nærliggjandi þorpa, sem venjulega hafa mjog takmarkað iandrými. Kýr þeirra eru reknar þarns. upp á vorin. Sagði skóla- stýran í Trubsee, að venjulega væru 4—500 mjólkurkýr þar á sumrin og mjólkuðu þær ágæt- lega. Sveitabúskapur virðist mikill víða inni í dölunum. Kom ég inn i ijós og hlöður hjá bændunum og virtist þar vel um gengið og gnpirnir fallegir. En ekkl er eg h’úfinn af byggingunum á sveitabæjunum. Húsin mjög gúmul víða og ljót. Vingjarnlegt kvenfólk. En landið virðist vera mjög vel nota§ og teygja bændurnir túnin sín upp snarbrattar fjallahlið- arnar og inn í barrskogana þar sem nokkur tök eru til rækc- unar — Sveitafólkið virðist sér- smklega þægilegt. Vissi ég varla hvernig ég átti að taka því fyrst, er ég kom út í jaðra sveitaþorp- anna eða þar út fyrir og Alpa- stúlkurnar og húsfreyjurnar buðu mér hressilega og vinalega góðan daginn, að fyrra brágði, þegar ég mætti þeim. Geröu þær þetta jafnvel á nokkru færi, gengi ég eftir stígnum skammt frá heimili þeirra og þær væru úti við bæ sinn eða úti í opnum gluggum hans. En brátt komst ég að raun um, að þetta var að- eins vinar- og alúðarmerki. Zúrich. Hér í Zúrich er mikið um ferðamenn oftast, eins og víðast í Sviss. Zúrich er langstærsta borg landsins, með allt að 400 þús. í búa. Þó að Bern sé höfuð- borgin, þar sem ríkisstjórnin og ríkisþingið hefir aðsetur, þá búa ekki í henni nema nokkuð á annað hundrað þúsund manns. Zúrich stendur við norðvest- urhornið á Zúrichvatninu í um 400 metra hæð yfir sjó. Allstórt fljót, Limmatáin, rennur úr vatninu gegnum miðja borgina og fellur hún alla leið út í Rín. Beggja megin árinnar breiðir borgin sig út á bökkum hennar og upp í brattar hlíðar, klædd- ar að nokkru skógi neðantil, en þykkum barrskógi (óbyggðum) þegar ofar dregur. Er fagurt út- sýni þegar dregur upp til hlíð- anna. Þá blasir vatnið við, suð- austur af borginni og fjær yfir því að sjá císa snævi klædd Alpafjöllin. — Hótel eru uppi á fjallabungunum beggja megin dalsins og mjög skemmtilegt og fagurt útsýni frá þeim. Er borg- in m. a. þaðan að sjá á kvöldin ein marglit ljósadýrð. Stokkhólmur og Zúrich skera sig úr borgum, sem fyrir augun hafa borið í vetur, hvað ljósa- dýrðina á kvöldin áhrærir. Verður mér í því sambandi hugs- að til Reykjavíkur okkar, hve fábreytt ljós hennar eru á vetr- arkvöldum. En vorkvöldin henn- ar fara nú bráðum að jafna metin við borgirnar, sem sunn- ar liggja. Framh. Á skíðum yfir Álandshaf. Svíar tveir gengu ó skiðum yfir Álandshaf í frostunum um daginn og er talið, að það hafi aldrei verið gert áður. Þeir fóru frá Mariehamn til Grisslehamn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.