Tíminn - 26.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.04.1947, Blaðsíða 3
78. blatS TÍMINM, laMgardagiim 26. apríl 1847 3 DÁNARMIMIMG: Stefán S. Rafnar Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund aðalbókari Stefán Rafnar er til moldar borinn í dag. Hann gekk fyrir nokkrum dög- um glaður og hress frá starfi sínu eftir langan og erilsaman dag kl. 7 að kveldi. Áður en miðnætti var komið hafði hjart- að hætt að slá. Svo skammt er stundum milli starfs og dauða. Stefán kom ungur til starfs fyrir samvinnuhreyfingu þessa lands, og hann vann henni síðan alla ævi.' Við unnum saman nokkur ár hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, þá báðir ungir piltar. Við unnum nú aftur saman hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Stefán vann alltaf öll sín störf með einlægri kostgæfni, á- stundun og framúrskarandi skyldurækni. Hans er sárt saknað af sam- starfsmönnum, og sæti hans er vandfyllt. Stefán var dagsfarsprúður maður og hlýr i viðmóti. Haan vann sér því hylli allra sem honum kynntust og var hvers manns hugljúfi. hjjá S. t. S. Vinir hans, kunningjar og ætt- menni trega hann því mjög. En sárastur harmur er kveð- inn að ekkju hans, tveimur ung- um börnum og uppkomnum syni, sem sakna hins ágætasta eigin- manns og föður. Öll þökkum við Stefáni fyrir samveruna og biðjum honum góðrar farar um þá heima, er hann nú leggur leiðir um. 25. apríl 1947. Vilhjálmur Þór. SEXTUGUR Vilhjálmur Hjálmarsson bóndl á Brckkn í Mjóafirði Á Austfjörðum miðj um er Mjóifjörður. Þar hefir skapar- inn gefið sér betri tíma en víð- ast annars staðar til þess, að meitla fjöllin í hnarreista húsa- gafla, gnæfandi Goðaborgir og svipmiklar Súlur. í miðjum þess- um glæsta f jallahring, í brekku- hvammi móti sumri og sól, stendur bærinn Brekka, við iognsælan fjörðinn. Fyrr á árum, meðan sam- göngur á Austfjörðum voru í einhverju lagi og póstskipin komu við á Mjóafirði, varð mörgum farþega starsýnt á túnbringurnar á Brekku, breið- ar og áléttar, með reisulegu íbúðarhúsi uppi á brekkunni og myndarleg gripahús út í frá á túninu. Hér hafði atorka og ást bónd- ans á jörðinni unnið glæsilegan sigur á hrjóstrunum. Og það með rekunni einni og ristuspað- anum, því þetta var fyrir daga vélplóga og þúfnabana, og áður en stjórnmálamenn fylltust ræktunarvímu fyrir hverjar kosningar. Hér bjó um og eftir aldamótin isíðustu einn mesti túnræktarmaður landsins á þeirri tíð, Vilhjálmur á Brekku. Svo var hann kallaður af öllum austur þar, enda gerði hann garð sinn frægan. Nú er þessi þrautseigi brautryðjandi löngu farinn á fund feðra sinna og synir hans teknir við jörð og búi og Hjálmar Vilhjálmsson, sextuga afmælisbarnið, hefir haft forustuna um aldarfjórð- ungsskeið. Eftirsóknarvert er talið að taka við góðu búi, en gamallt máltæki segir, að ekki sé minni vandi að gæta fengs en afla, og víst mun mörgum bónda á þessu landi hafa reynzt erfitt að halda uppi stórbúi á síðustu áratugum. Þetta hefir þeim Brekkúbræðrum tekizt vel og giftusamlega. Stækkað túnið að mun og tekið upp garðrækt með svo miklum myndarbrag, að óvíða á Austurlandi mun hún meiri eða margbreyttari en á Brekku. Girt vandlega tún og haga. Reist öfluga rafstöð og sett rafhitaða miðstöð í húsið. Hjálmar hefir dvalið allan sinn aldur á Brekku, nema tvo vetur upp’úr aldamótunum sem hann var í Möðruvallaskóla. í hreppsnefnd hefir hann verið í aldarfjórðung, oddviti hrepps- ins um skeið og sýslunefndar- maður um mörg ár og í stjórn Kaupfélags Austfjarða frá stofnun þess. Hjá þessu komast ekkí menn eins og Hjálmar, en hugur hans stóð fyrst og fremst til búskapar. AUt frá æskuárum hefir hann helgað jörð feðranna orku sýna um- hyggju og hagsýni, og aldrei gugnað þótt í móti blési. Hjálmar er giftur Stefaniu Sigurðardóttur frá Hánefsstöð- um í Seyðisfirði, hinni mestu atgerfis- og ágætiskonu, sem hefir átt sinn drjúga þátt í að gera garð þeirra hjóna frægan að híbýlaprýði og gestrisni. Blóma- og trjágarðurinn á Brekku ber smekkvísi hennar órækan vott og lagni við að lát.a allt dafna kring um sig. Bezt vitni bera þó stofurnar á Brekku þeim hjónum. Þær eru ekki að- fluttar utan úr löndum, eins og oft vill við brenna. Heldur eru húsmunir flestir heimaunnir í sviphreinum íslenzkum sveita- stíl. Þar er þvi sjaldgæft sam- ræmi og jafnvægi milli heimtlis- fólksins og umhverfisins, sem ber íslenzkri sveitamenningu fagnrt vitni. Margir verða þessara heimilis- töfra aðnjótandi í dag. Vinir og nágrannar munu fjölmenna að Brekku til að óska Hjálmari til hamingju á sextugsafmælinu og þakka honum góða samfgrð á liðnum árum. En við, sem fjarri erum, verðum að senda óskir okkar og kveðjur hugleiðis og láta andann einn gista þetta glæsilega heimili i dag. Rvik, 25/4. 1947. Ó. H. S. Vinniíf ötulleqa fyrir Tímann. að ég sé framhjátökubarn einhvers greifa? — Hildigerður sagði frá þessu, sagði Jóhann. • — í áætlunarbílnum? — Já. — Hamingjan góða! Hvað sagði Hildigerður fleira? — Ja, hún sagði, að greifinn myndi gefa þér tuttugu þúsund krónur, þegar þú giftist, og að hann myndi viðurkenna, að þú værir dóttir hans, undir eins og greifafrúin dæi. En hún gæti aldrei litið þig réttu auga — kvenfólk er nú svona gert. Því finnst sér lík- lega misboðið með svona nokkru. Og svo sagði Hildi- gerður, að móðir þín hefði verið herbergisþerna hjá gömlu greifafrúnni. — Þetta hefir verið orðin heil skáldsaga hjá Hildi- gerði, sagði ég. En nú skalt þú fá að heyra sannleikann. Ég hefi reyndar verið í Lindarbrekku, en aðeins eitthvað tvo mánuði eitt sumarið — ég var bara tekin þangað svona, bætti ég við og kingdi munnvatni mínu um leið, þannig skýrði Lára veru mína þar — og þá var húsbóndinn, sem reyndar hét Gripenstedt en ekki Grip- enberg og var barón en ekki greifi, búinn að liggja mörg ár í gröf sinni. — Nú, sagði Jóhann og klóraði sér á hökunni. — Já — svo að pabbi minn er ekki vitund betri en pabbi Gunnu í hjáleigunni, og ég fæ áreiðanlega engar tuttugu þúsund krónur til þess að leggja í búið í Stór- holti. — Nú, sagði Jóhann aftur. — Svo nú ferð þú til Gunnu, því að ég veit, að þér lízt vel á hana enn, og ef móðir þín hreyfir andmælum, segir þú henni, að hún skuli sjálf búa í Stórholti, en þú ætlir að eiga Gunnu, hvað sem á dynur. Og þá mun hún sjá sína sæng útreidda. Og það veit ég, Jóhann, og það skal ég segja þér, þó að enginn annar hafi kannske viljað segja þér það, að fiCikið hérna í sókninni liggur þér ekki lítið á hálsi fyrir þetta með Gunnu, og það verður þér áreiðanlega miklu auðveldara að verða bæði meðhjálpari og komast i sveitarstjórn, ef þú tekur nú hana að þér. Þetta var dagsatt, því að sjálf Hildigerður hafði sagt mér það, þótt það sé ekki einhlítt að trúa öllu, sem hún segir. — Og nú hita ég, Jóhann, hélt ég áfram — nú hita ég vatn í ofurlítið tár handa þér, og svo ferð þú á bátn- um þínum á fund Gunnu, fyrst þú ert á annað borð á biðilsbuxunum í dag. — Ég þakka þér nú fyrir það, sagði Jóhann. Það væri kannske skárst að fara að þínum ráðum, og svo bið ég þig afsökunar. Ég reis nú á fætur úr sætinu, sem mér hafði hlotnazt, og þá fyrst rann það upp fyrir mér, !að ég hafði verið svo hugtekin af öllu því, sem hann sagði mér, að ég hafði setið langa stund í fangi hans, eftir að hann hafði sleppt á mér tökum. En reyndar hafði farið ágæt- lega um mig. Þess var ekki langt að bíða, að Hildigerður yrði tekin til bæna. Hún var í sjöunda himni, þegar hún kom heim, því að Arthúr hafði verið á skotfélagsmótinu og ekið með hana heim í hliðarvagninum á mótorhjólinu. Hún var mitt í hrífandi frásögn af öllu, sem gerzt hafði um kvöldið, þegar ég greip fram í fyrir henni; — Það er ekki skömm að föðurnum, sem þú hefir gefið mér, Hildigerður. — Æ, finnst þér ekki? sagði Hildigerður og rak upp tröllahlátur. Ég laug það fullt, allt hyskið, sem var í bílnum. En það kemur vonandi ekki að sök. — Það skaðar mig ekki neitt, sagði ég eins þurrlega og ég gat. Það bitnar mest á þér sjálfri, þegar stefnan kemur. — Stefnan .... ? — Já. Þú ímyndar þér þó ekki, að greifinn sætti sig við það, að fólk eigni honum barn með herbergisþernu móður hans? — Ætlar hann að stefna mér fyrir þetta? spurði Hildigerður. Það fóru kippir um munnvikin á henni. — Já. Það skrifar hann að minnsta kosti. — Ég geng í vatnið, öskraði Hildigerður hágrátandi. Ég drekki mér áður en fóvetinn kemur með gapastokk- inn. Hvað heldurðu, að ég fái harðan dóm? — Eins árs fangelsi að minnsta kosti, sagði ég. Það er alls ekki hægt að lýsa með orðum öllum þeim óhljóðum, sem Hildigerður gaf frá sér, og nú fannst mér, að hún hefði þolað næga hegningu fyrir lausmælgi sína, svo að ég sagði: — En greifinn sagði líka, að hann skildi láta þetta niður falla, ef þú skrifaðir sér tafarlaust fullnægjandi játningu og fyrirgefningarbón. Skrifáðu nú greifanum, Hildigerður, ef þér finnst það skárra en lenda í tukt- húsinu, og fáðu mér svo bréfið. Ég skal senqla honum það. Og góða nótt, Hildigerður, og sofðu nú vel! — Anna, hrópaði Hildigerður, farðu ekki frá mér. Ég veit ekki, hvað ég kynni til bragðs að taka. En ég skal skrifa, ef þú verður bara hjá mér. — Nei, Hildigerður, sagði ég. Ég er þreytt og úrill yfir þessu, og ég ætla að reyna að sofna. Kveinstafir Hildigerðar fylgdu mér alla leið upp í Getnm afgreitt nú þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. Samband ísl. samvinnufélaga 1 Laxveiöijörðin Ölvaldsstaðir III í Mýrasýslu er til sölu og laus til ábúðar. Þar er einnig mikil silungsveiði. Þar eru steinsteyptar byggingar fyrir menn og búpening. Þar er 300 heyhesta töðufall og 700 heyhesta flæði- engi, hvorttveggja véltækt. Jörðin er í hjartastað Borgarfjarðar. Slík jarðeign er gullinu betri. Nánari upplýsingar gefur Pétur Jakobsson löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12. Sími 4492. ::::::::: ♦< ♦< : : ! : Viðtalstími kl. 1—3». Skemmtilegustu sögur, sem skrifaðar hafa verið um ást- ina. — GLEÐISÖGUR I sögum þeim eftir franska stórskáldið Honoré de Bal- zac, sem birtast í íslenzkri þýðingu undir nafninu Gleði- sögur, er á óviðjafnanlegan og ógleymanlegan hátt fjallað um mannlegar ástríður og mannlegan breyzkleika. Balzac hefir í sögum sinum lýst æskunni í öllum hennar marg- breytilegu myndum betur en flest eða öll skáld önnur. Frásögn hans leiftrar af kímni, og hann teflir fram allri sinni listrænu getu til þess að fjalla um þessi efni á mannlegan og hispurslausan' hátt, án þess að gera sig sekan um kauðalega fjölþreifni. Hin islenzka útgáfa þessara sagna er í hvívetna hin vandaðasta. Bókin er þýdd af Andrési Kristjánssyni, prentuð á úrvalspappír' og prýdd miklum fjölda mynda eftir færustu listamenn. — Kostar heft kr. 18,00 og í góðu bandi kr. 27.00. Gleðisögurnar fást nú lijá bóksölum um laud allt, eða beint frá útgefanda. draupxisútgAfax, Pósthólf 561 — Reykjavík. Nokkrar stúlkur gcta fengið fasta atviimu við afgreiðslu- störf í mjólkurbúðum vorum. úpplýslngar I skrifstofu vorri. Mjólkursamsalan NÝKOMIÐ: Rúsínur—Sveskjur Þurkuð epli KRON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.