Tíminn - 29.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: 5 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON í ÚTGEFANDI: • > FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 ( PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. < ! JTSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Lindargötu 9 A Sírawc 2353 og 4373 AFGRETOSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargöta 9A Sfmi 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl 1947 79. blað Það verður að horfast í augu við það, hvernig ástatt er Ríkisstjórnin hefir stigið fyrsta skrefið Mæða Eysteins Jónssonar við 3. umræðu fjár- j "B" Þar er sól og su.rn.ar laganna í gærkvöldi. Það er óhugsandi að dæma um stefnu ríkisstjórnarinnar og framkvæmdir hennar, án þess að hafa skýrt í huga, hvernig ástatt er í landinu nú um þessar mundir, þegar ríkisstjórnin er að hefja störf sín. Ég mun því byrja með því að leitast við að gefa yfirlit í örfáum stór- um dráttum um viðhorfið eins og. það kemur mér fyrir sjónir. ^ Gjaldeyrisskorturinn. Af mörgu þýðingarmiklu er það þó þýðingarmest þegar á fjár- hagsmálin er litið, hvering af- staða þjóðarinnar er gagnvart útlöndum. Á styrj aldarárunum söfnuðust þjóðinni miklar inn- eignir erlendis og þegar menn litu á þær, töldu menn, að þjóðin væri orðin rík. Þessar inneignir söfnuðust þó ekki að- eins vegna framleiðslu lands- manna, heldur fyrst og fremst vegna viðskipta við heri þá. sem í landinu dvöldu og eyðslu þeirra hér. Sézt þetta af því, að gjaldeyris-eyðslan á stríðsárun- um mun ætíð hafa nálgast jafngildi útflutningsins. Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir þeim vandamálum, «sem nú bíða framundan, nema með því að ?thuga nokkuð þá þróun, sem orðiC hefir í þess- um efnum, og þá sérsiaklega frá því að inneignir þjóðarinnar erlendis náðu hámarki, en það var í lok nóvembermánaðar 1944. Þá komust gjaldeyrisinn- eignirnar hæst og námu 585. 330.000 króna. Á þessu hvíldu ábyrgðarskuldbindingar bank- anna á þeim tíma, er námu 48 milj. kr.; þannig, að nettó inneignir umfram ábyrgðar- skuldbindingar námu 537 milj. króna. , Lítum" þá á, hvernig nú er á- statt. Síðasta dag marzmánaðar síðast liðinn, námu gjaldeyris- inneignir bankanna samtals 149.655.000 kr., en ábyrgðar- skuldbindingar á sama tíma námu 41.484.000 kr., þannig, að nettó inneignir voru þá 108.171. 000 kr. Á nýbyggingarreikningi áttu þá að vera 111.154.000 kr. og skorti því á þeim tíma 3 milj. kr. til þess að bankarnir ættu fyrir því fé, sem óútborgað á að vera á nýbyggingarreikningi. Ennfremur eru ófærð á ný- byggingarreikning þau 15% af útflutningsandvirði ársins 1946, sem þangað áttu að fara, blátt áfram af því, að þeir miljóna- tugir hafa verið notaðir fyrir venjulegan innflutning. Útgefin innflutningsleyfi á nýbyggingarreikning námu á þessum tíma meiru en þeim 111 miljónum, semþar áttu að vera. Niðurstaðan er því sú, að öll- um gjaldeyrisinneignum lands- manna hefir verið ráðstafað og meiru til. Síðustu mánuðina heíir. svo fast að sorfið, að bankamir hafa neyðst til að stöðva yfirfærsl ur að verulegu leyti. Vörur hafa hrúgast upp á skipaafgreiðsl um, sem eigi hefir verið unnt að greiða vegna skorts á gjaldeyri. þótt leyfi væri fyrir hencji. Landsbankinn ¦ hefir orðið að taka gjaldéyrislán til bráða- birgða og það þó lítt hrokkið upp í þær miklu kröfur, sem fyr- ir liggja. Fyrirmæli hafa verið gefin til viðskiptaráðs um að gefa ekki út leyfi fyrir öðru en lífsnáuösynjurh og brýnustu þörfum framleiðslunnár, og hef- ir þó framkvæmd þeirrar stefnu ekki náð að forða frá þeim hnút, sem þessi mál eru komin í, enda ekki við því að búast, þar sem sú ráðstöfun var ekki gjörð íyrr en í febrúarmánuði síðast liðnum, en þá var öllum gja^deyris inneignunum þegar ráðstafað. Dráttur á sölu og útflutningi á sinn þátt í því, að gera sjálf yfirfærsluvandræðin stórkost- legri nú þessar vikur, en þó því hefði ekki verið til að dreifa, væri gjaldeyrir samt þrotinn og það raskar þó ekki þeirri heild- armynd, sem ég hefi dregið upp. Enginn gjaldeyris- varasjóður lengui* til. Menn verða því að horfast í augu við það, að gjaldeyrisinn- stæður þjóðarinnar, sem fyrir rúmum tveimur árum voru nær- fellt 600 milljónir; eða sem svaraði 8—10 ára útflutningi fyrir stríð, eru ekki lengur til sem varas j óður iandsmanna, sem hægt sé að grípa til ef eitt- hvað ber útaf. Og þær geta held«*r ekki staðið undir þeim greiðslum vegna margtháttaðra framfaramála, sem nauðsynlegt er að inna af höndum á næstu misserum. Þjóðin verður að horfast' í augu við, áð allt það, sem hún ver til uppbyggingar atvinnulifi og til framfara, verður héðan af að takast af útflutningsverð- mæti hvers árs. Ég efast um, að menn hafi enn gjört sér grein fyrir því, hversu gifurlega breytingu þetta boðar. Renna má þó grun í þetta rrieð því að gjöra sér ljóst, hversu miklum gjaldeyri hefir verið ráðstafað nú undanfarið og gizka síðan á, hvað til ráð- stöfunar muni geta orðið á næstunni. Árið 1945 voru notað- ar 427 milj. ísl. kr. í erlendum gjaldeyri og árið 1946 508 milj. kr., eða samtals einn miljarður á þessum tveimur árum eða að meðaltali 500. milj. kr. á ári. Til samanburðar má geta þess, að útflutningur ársins 1946 nam 291 milj. kr. og árið 1945 267 milj. kr. (Framhald á 2. síðu) Það er enn kalt í loi'ti hér og fer lítið fyrir vorinu enn sem komið er, þótt sumar heiti samkvæmt almanakinu. En suður í löndum er komið indælt sumar. Trén hafa skrýðzt ilmandi laufi, og fólk er komið í sum- arklæði — þar sem þau er að fá. — Þessj, mynd hér að ofan er frá Nizza í Frakklandi — á strönd Miðjarðarhafsins. Gestir flykkjast að útiveitinga- stöðunum. Hér sjást veitingastaðir báðum megin götunnar. Eyfirzkur bændaöld- Sendiherra Dana á ungur látinn Bændaöldungurinn Guðmund- ur Guðmundsson á Þúfnavöll- Um í Hörgárdaf andaðist í fyrra- kvöld, 92 ára að aldri. Hann var fæddur í Skjaldarvík við Eyja- fjörð, sonur Guðmundar, bónda þar, Jóhannessonar, og konu hans, Snjólaugar ísaksdóttur frá Kjarna. Guðmundur stundaði ungur nám í Möðruvallaskóla og Hóla- skóla. Var hann um skeið kenn- ari að Hólum, en bjó síðan að Þúfnavöllum um fjörutíu ára skeið, þar sem hann átti síðan heima alla stund. Guðmundur var hinn merk- asti maður og lét mikið að sér kveða við margvisleg félags- og umbótamál í héraðinu. Viðskipti Kaupfélags Reykjavík- ur og nágrennis árið 1946 meiri en nokkru sinni áður Vörusalan nam nær hálfri finimtándu miljjón króna. Kaunfélag Reykjavíkur og nágrennis hélt aðalfund sinn í gær. Var vörusala félagsins árið 1946 meiri en nokkru sinni áður, enda þótt utanbæjardeildirnar hafi nú verið greindar frá því. asamnmgar við Svía íslandi farinn til Hafnar ' Sendiherra Dana á íslandi, C. A. C. Brun, fór hinn 25: þessa mánaðar til Danmerkur til þess að vera viðstaddur heimsókn herra Sveins Björnssonar, for- seta íslantgs, til Danmerkur í til-. efni af útför hans hátignar Kristjáns konungs tíunda. Þrír skálar á Kefla- víkurflugvelli brenna Þrír amerískir menn meiðast. í fyrramorgun kom eldur upp í skálum á Keflavíkurflugvelli, og brunnu þrír til ösku. Höfðu skálar þessir áður verið notaðir sem klúbbhús handa ameríska setuliðinu þar suður frá. En nú stóðu þeir auðir og yfirgefnir, þar sem þeir hafa ekki verið notaðir síðan herinn fór. Er ó- kunnugt, hver eldsupptökin voru. Þrír ameriskir menn urðu fyrir nokkrum meiðslum í við- ureigninni við eldinn, og voru þeir fluttir í sjúkrahús. En ekki voru meiðsl þeirra hættuleg. Samninganefnd skipuð í gær Eftirtaldir menn voru í gær skipaðir í nefnd til að ræða við samninganefnd frá Svíþjóð um viðskipti milli íslands og Sví- þjóðar: Finnur Jónsson, alþingismað- ur, og er hann formaður nefnd- arinnar, Ásgeir Sigurðsson, skip- stjóri, Eggert Kristjánsson, stór- kaupmaður, Jón L. Þórðarson, forstjóri, Kjartan Thors, for- stjóri, Oddur Guðjónsson, for- maður viðskiptaráðs, og Vil- hjálmur Þór, forstjóri. I Ritari nefndarinnar er Þór- hallur Ásgeirsson, fulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu. Formaður sænsku nefndar- innar er Otto Johansson, sendi- herra, en aðrir nefndarmenn eru: fil. dr. G. Widell, Statens livsmedelskommission, K. B. Utbult, þingmaður, S. Cornelius- son, Vastkustfiskarnas Central- förbund, fil. dr. A. Molander, Islandsfiskarnas Förening, S. Ericson, Förening för - fisk- importörerna, G. H. von Matern, Sveriges Almánna Exportfören- ing, Nyblad, Statens livsmedels- kommission. I ráði að selja Súði Andvirði hennar notað í nýju skipin. Fjárveitinganefnd bar fram þá breytingartillögu við fjár- lagafrumvarpið, að ríkisstjórn- in hefði heimild til þess að selja strandferðaskipið Súðina, ef við- unandi verðtilboð fengizt. Þessi tillaga var samþykkt. Mun ríkisstjórnin hafa í hyggju að selja Súðina og verja andvirði hennar upp í greiðslu á verði skipa þeirra, sem nú eru í smíðum til strandferða hér við land. Súðin er gamalt skip, og hefir lifað sitt fegursta. Lengi hefir hún bætt úr brýnni flutninga- og samgönguþörf dreifbýlisins á íslandi. En nú er því hlut- verki hennar sennilega -bráðum lokið, og ný og hentugri skip koma í hennar stað. Vörusalan á síðasta ári nam alls kr. 14.374.585,64. Árið 1945 var hún kr. 12.286.740,98, en 1944 kr. 13.390.356,58. Meðalrýrnun á matvörum, vefnaðarvörum og. búsáhöldum var 2,59%, en hafði verið 3,85% árið 1945. Kaupfélagið var á liðnu ári rekið því nær að helmingi (49,55%) með eigin fé, en 33,28% árið 1945. Tekjuafgangur, sem til ráð- stöfunar kom, nam kr. 556.540,94 Lagði stjórnin til, að einum af hundraði af vörusölu, krónur 143.745.86, yrði ráðstafað í vara- sjóð, en til úthlutunar tíl fé- lagsmanna og í stofnsjóð rynnu 7% af kr. 5.850.000,00 eða 409.500,00. í arðjöfnunarsjóð skulu renna kr. 3.295,08. Þessar tillögur voru samþykkt- ar. Sjóðir kaupfélagsins námu í árslok: Stofnsjóður ___ kr. 1.120.390,89 Varasjóður ___ — 625.232,87 Arðjöfnunar- sjóður ...... — 31.348,90 Varasjóður inn- lánsdeildar .. — 68.963,33 Fasteignasjóður — 309.211,12 Úr stjórn kaupfélagsins áttu áð ganga Guðmundur Tryggva- son, Jón Brynjólisson og Krist- jón Kristjónsson, og varu þeir allir endurkosnir til þriggja ára. Fyrsti varamaður í stjórn fé- lagsins var kosinn Björn Guð- mundsson, Einholti 11. Ýmsar tillögur voru sam- þykktar á fundinum. Meðal annars var samþykkt að kjósa nefnd til þe&s að undirbúa út- vegun lóðar undir aðalverzlun- hú,'{ félagsins, fjáröflun til framkvæmda og fyrirkomulag slíks húss. Ennfremur að vinna að því, að komið verði á stofn kjötiðnaðarmiðstöð í Reykjavík og stuðla að því að koma á sama kaupi fyrir sömu vinnu, án tillits til þess, hvort um karl eða konu er að ræða. Loks skor- aði fundurinn á viðskiptaráð að veita Kron aukin leyfi til inn- flutningjr á heimilisvélum. Snorrahátíðin í Krónprins IVorðmanna og forsætisráðherra ætla að vera viðstaddir afhjjúpun minnis- varða Snorra Sturlusonar. Mikill undirbúningur er nú hafinn af hálfu Norðmanna undir Snorrahátíðina, sem halda á í Reykholti í sumar, þegar Snorralíkneskið, sem þeir gefa þangað til minningar um Snorra Sturluson, verður afhjúpað. Hér heima er undirbún- ingur einnig hafinn, eftir því sem Þórir Steinþórsson skóla- stjóri í Reykholti tjáði tíðindamanni blaðsins í gær. Rottueyðingarherferð á Akureyri Áætlaður kostnaður 105 þús. krónur. Bæjarstjórn Akureyrar ákvað nýlega að hefja herferð mikla gegn rottum í bænum. Hefir hún gert samning við brezka fyrir- tækið The British Ratin Co. um rottueyðinguna, og munu starfs- menn þess fýrirtækis væntan- legir til Akureyrar upp úr miðj- um maímánuði. Rottueyðingarherför þessi^ er áætluð að kosta um 105 þús- und krónur. Eins og kunnugt er ákváðu Norðmenn nokkru fyrir styrjöld- ina að gefa íslenzku þjóðinni veglegt mirmismerki um Snorra Sturluson, er reisa skyldi að höfuðbóli hans, Reykholti. Var upphaflega ætlazt til, að likn- eskið yrði flutt til íslands og það afhjúpað í Reykholti á dánar- afmæli Snorra Sturlusonar, 21. '¦ feptember 1941. Vegna styrjald- arinnar gat þó ekki orðið af neinni almennri hátíð i Reyk- holti á tilsettum tíma. Komu þar þá að .visu saman nokkrir vís- ;indamenn og aðrir, sem héldu í upp á afmælið, en um almenna i þátttöku var þar ekki að ræða, enda stóð ekki til, að svo yrði þá. Á styrj aldarárunum hefir all- mikið verið unnið að' hinum svo- nefnda Snorragarði, sem á að vera þar staðarprýði, þegar framlíða stundir, þó enn skorti mikið á, að umhverfi skólans sé komið í það horf, sem æskilegt væri íyrir stórhátíð þessa. Hefir styttunni verið valinn staður á fallegri grasflöt vestan við skólabygginguna. og blasir hún þar við þeim, sem að Reykholti koma. Strax og styrjöldinni lauk sýndu i Norðmenn enn áhuga sinn í þessu máli, og var brátt ákveðið, að hátíðin skyldi haldin pwn«p.,jiu!M.up. : Snorralíkneski Gustavs Vlgelanas. nú í sumar. Verður þá hið fagra líkneski, sem Vigeland, hinn mikli meistari Norðmanna, hef- (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.