Tíminn - 29.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.04.1947, Blaðsíða 3
79. blað TÍMIIVN, þrigjMdagmm 29. apríl 1947 bankanna verSur að vera í sam- ræmi við stefnu þings og stjórn- ar í atvinnu- og fjárhagsmál- um — það er hægt að tryggja í framkvæmdimii, þar sem allir bankarnir eru ríkiseign. Þótt bankarnir geri sitt, þá verður lánsfjáröflun mikið vandamál á næstunni. Eins og ég sagði áðan, er eignakönnun þar fyrsta skrefið. Dýrtföarvandamálið. Stöðvun er aðeins fyrsta skrefið. Þá vil ég víkja að dýrtíðar- málinu. * Það er stefna ríkisstjórnar- innar að vinna að því af alefli að stöðva hækkun dýrtíðarinnar og framleiðslukostnaðarins og vinna að lækkun hans. í því skyni verður leitað til samtaka launastéttanna og samtaka framleiðenda til sjávar og sveita, til að gera ráðstafanir gegn frekari vexti dýrtíðarinn- ar og um leiðir til lækkunar. • Það er samkomulag milli stjórn- málaflokkanna að greiða nið- ur fyrst um sinn vöruverð af ríkisfé svo mikið, að vísitalan hækki ekki frá því sem nú er. Höfuðáherslan er lögð á að stöðva fyrst hækkun dýrtíðar- innar og vinna síðan að lækkun hennar. Sú leið, að greiða nið- ur aukningu dýrtíðarinnar, sem stafar af verðhækkun erlendra vara, er aðeins bráðabirgðaleið á ineðan reynt er að skapa sam- tök um frekari ráðstafanir, sem flestir viðurkenna nú orðið að verður að gera svo framarlega, sem forða á frá algeru hruni, stöðvun framkvæmda og at- vinnuleysi. Framsóknarflokknum er það vel ljóst, að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til bráða- birgða í þessum efnum, eru ekki fullnægjandi frambúðarráðstaf- anir. En í þessu sambandi þyk- ir rétt að undirstrika sérstak- ieg'a,_ að Framsóknarflokkur- inn vild’i samt sem áður vera með í því að mynda samtökin um þessa ríkisstjórn og þá fyrst og fremst vegna þess, að honum er ljóst, að fyrsta skrefið varð að vera í því fólgið að stöðva sig á barmi gljúfursins og aS slík stöðvun var undirstaða þess að hægt væri að rétta við. Aug- ljóst var og, að fengjust engin samtök gegn verðbólgunni nú, þá hlaut hún að vaxa risa- skrefum frá mánuði til mán- aðar, og ástandið verða því ó- viðráðanlegra sem lengra liði. Fyrstu ráðstafanirnar gegn verðbólgunni eiga að verða stjórnin á fjárfestingunni, framkvæmd verzlunarstefn- unnar, sem ákveðin er í stjórn- arsáttmálanum, eignakönnunin, stöðvun i vísitölunnar með bráðabirgðaúrræðum fyrst í stað og almennt viðnám gegn öllum ráðstöfunum, sem aukið geta verðbólguna. Bráðl?.ga verða. frekari ráðstafanir að koma til, og kem ég að því síðar. En ég vil leggja áherslu á, að hefðu ekki náðst samtök nú i vetur um fyrstu sporin, þá hefðu menn nú þegar verið búnir að missa öll tök £ þessum hiálum. Það má vera, að þjóðin beri ekki gæfu til að þola þær ráð- stafanir, sem óhjákvæmilegt er að gera áður en langt um líður, ef koma á í veg fyrir algert öng- þveiti. Færi svo, mundi kann- ske margur segja, að þessi sam- tök, 'sem nú hafa, verið gerð um byrjunarspor, hefðu orðið að litlu gagni. Ekki mundi ég telja það réttmætt. Ég mundi benda á það, að þessi samtök hefðu þó gefið þjóðinni tæki færi til þess að hugsa sig um á síðustu stundu, örlagastundu, (Framhald á 4. slðu) Minningarathöfn I tilefni af litför Kristjáus konuugs tí- unda fer fram á vegum ríkisstjjórnar- innar miðvikudaginn 30. apríl. Atböfnin hefst í dómkirkjunni kl. 1,30 eflir bádegi. Ríkisstjórn íslands Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Stefáns S. Rafnar, skrifstofustjóra. Sérstaklega viljum við þakka Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga veitta aðstoð við útförina og virðingarmerki við hinn látna. VANDAMENN. KRISTINN MAGNUSSON, Blönduósi. Kaupfélög! FJÖLYRKJÁR Planet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnufélaga Einar Kristjánsson óperusöngvari Ljóöa- og aríukvöld í TRÍPÓLÍ í kvöld, 29. apríl, kl. 9. Við hljóðfærið: Dr. V. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar í Ritfangaverzlun ísafoldar, Banka- stræti, sími 3048 og Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti, sími 4527. iSifreiðastjjórafélagið Hreyfill. Tilkynning Allir sem hafa óselda happdrættismiða frá félaginu, eru góðfúslega beðnir að gera skil fyrir mánaðamótin, í síðasta lagi miðvikudaginn 30. apríl. Skrifstofa félagsins er á Hverfisgötu 21, kjallaranum, opið kl. iy2 til 7 e. h. daglega. Munið að gera skil nógu snerxjma. STJÓRAIN. Halló! Halló! Nú er hver síðæstur að grípa tækifærið til að styrkja gott málefni og ef til vill eignast nýjan bíl um leið. Kaupið happdrættismiða Hreyfils strax í dag, á morg- un er það ef til vill of seint. Dregið verður á fimmtudaginn. HJARTANS ÞAKKIR til allra, sem heiðruðu mig og glöddu á fimmtugsafmæli mínu með heimsóknum, heilla- skeytum og höfðinglegum gjöfum. Orðsending til bifreiðaeigenda Vegna margítrekaðra fyrirspurna um það, hvort félög vor muni taka upp sama fyrir- komulag á bifreiðatryggingum eins og Samvinnutryggingar, viljum vér hér með tilkynna, að vér munum ekki að svo stöddu gera það, meðal annars sökum þess, að vér álítum það vafasaman hagnað fyrir viðskiptavini vora, að gefa þeim von um endurgreiðslu, ef engin tjón verða, þar sem því hlyti að fylgja kvöð um greiðslu á aukaiðgjaldi, ef halli verður á j tryggingum, eins og Samvinnutryggingar hafa áskilið sér skv. auglýsingu í Lögbirtinga- i ! I í blaðinu, þann 26. sept. 1946, þar sem stendur: „Verði um aff ræffa meiri halla á rekstrinum en svo, aff hann verffi bættur úr varasjóffum, skal ieggja aukaiffgjald á trygging- artaka stofnunarinnar, þó eigi hærri en svo, aff nemi árlega helmingi hins árlega iffgjalds, sem tiltekiff er í vátryggingarskír- teinunum.“ Eins og mönnum er kunnugt hafa félög vor ekki innheimt slík aukaiðgjöld, enda þótt halli hafi verið á tryggingunum. Þess skal ennfremur getið, að Samvinnutryggingar eru aðilar að iðgjaldahækkun þeirri, sem ákveðin var frá og með 14. april 1947. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Almennar tryggingar h.f. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar KRON veröa verzlanir, verksmiðjur og skrifstofa félagsins LOKAÐAR ALLM DAGIXK 1. MAf. ' Aiðskiptainenn vorir eru jiví vinsamlega lieftnir að haga inii- kaupum síiium samkvæmt |iví. KRON M.s. Dronnini Alexandrine fer héðan um 7. maí. Þeir, sem fengið nafa loforð fyrir fari, sæki farseðla föstudaginn 25. apríl fyrir kþ 5 e. h., annars seldir öðrum. íslenzkir ríkisborgarar sýni vegabréf frá lögreglustjóranum. Erlendir ríkisborgarar sýni skírteini frá borgarstjóraskrif- stofunni. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. (Erlendur Pétursson). --------------f---------- Vínnið ötullega fyrir Tímann. AÐALFUNDUR Flugfélags Islands h.f. verður haldinn í Oddfellowhúsinu (uppi) í Reykjavík föstudaginn 30. maí 1947, kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Afhending aðgöngumiða og atkvæðamiða fer fram í skrifstofu félagsins í Lækjargötu 4, Reykjavík, dagana 28. og 29. maí. STJÓIHVIA. Góðar kýr til sölu í vor verða til sölu, ef umsemst, nokkrar góðar mjólkur- kýr á Páfastöðum í Skagafirði. Albert Kristjánsson. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.