Tíminn - 29.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.04.1947, Blaðsíða 2
2 79. blað TIMINN, þriðjndaginM 29. apríl 1947 ítvarpsræða Eysteins Jónssonar Þriðjudatfur 29. apríl Leiðin til áhrifaleysis Kommúnistar reyna nú mjög að fá þau félög launþega, sem sagt geta upp samningum, til að gera það og krefjast grunn-. kaupshækkana. Segja þeir það svör og gagnráðstafanir við tollalögunum nýju. Kommúnistar reikna út að tollarnir nýju séu 8—9% launa- lækkun. Þetta er auðvitað út í bláinn sagt og ber tvennt til. Annað er það, að vísitölu- hækkun er greidd niður, en hitt að tekjur ríkissjóðs, sem eru tollar af þeim vörum, sem ekki eru hafðar með í vísitölureikn- ingi, eða þá því magni* af vísi- töluvörum, sem umfram er á- ætlaða neyzlu, koma mjög mis- jafnt frá fólki. Það er áreiðan- legt, að margir hagsýnir og sparneytnir menn komast hjá þeim kaupum að mestu, og er vel að slíkt sé verðlaunað. Hitt er jafn sjálfsagt, að lagður sé skattur til almanna þarfa á þá, sem eyða gjaldeyri til óþarfa kaupa. Mun enginn skattur réttlátari eða þjóðhollari þeim, sem lagður er á óþarfa eyðslu. Verkalýðssamtökin ættu að berjast fyrir öðrum hagsbótum en aukinni dýrtíð. Nú skyldu þau nota vald sitt til að heimta verzlun og viðskipti. í hendur kaupfélaga, að því marki, sem alþjóð vill. Það myndi gera vöruverð hagstæðara um 8—9% og þó meira. Nú skyldu samtök launastétt- anna ýta eftir því, að efndir verði á gefnum loforðum um stuðning Reykjavíkurbæjar við félagsmötuneyti. Það myndi spara mörgum sem mat kaupir og auka hollustuhætti. Nú skyldi Alþýðusamband ís- lands beita sér að því, að brot- inn yrði oddur af f>raski og okri með hús og húsnæði. Gott væri að eiga þau verka- lýðssamtök, sem þannig ,ynnu, markviss og mikilhæf. Aðra vegi velja þeir sér nú, verkalýðsf oringj arnir. Kommunistar hafa setið í ríkisstjórn. Þá var sérstakur blómatími og gróðaskeið fyrir stórkaupmenn, húsabraskara og ýmis konar okraralýð. Þá var tekinn uqp sá háttur, að miða vísitölu við ákveðið* vörumagn, — t. d. smjör og kjöt, — þó að margir keyptu á miklu hærra verði. Trúi þeir, sem trúað geta, að slíkum geri umhyggja einskær fyrir alþýðu landsins, er þeir tryllast nú gegn tollalögunum. Kommúnistar álíta sig eiga að vera á móti ríkisstjórn ís- lands eins og ríkisstjórn Bret- lands, vegna þess, að ekki kenni nægrar auðsveipni gagnvart æðsta ráðinu austur í Moskvu. Þjóðviljinn hefir birt hunds- mynd af Bevin og látið segja honum að éta skít. Þannig eru málpípur Moskvustjórnar. Kommúnistar vilja nú koma af stað verkföllum. Varla munu þó verkamenn, sem háðir eru því verzlunarlagi og húsnæðis- háttum, sem þróuðust undir stjórn kommúnista, þola lang- varandi atvinnuleysi. Ekki mun heldur miklu bætandi á at- vinnuvegi landsins. Verkalýðshreyfingin stendur á vegamótum. Nú er um það að velja, hvort heldur skuli beita sér að raunhæfum kjarabótum og hagsmunamálum íslenzkrar alþýðu eða neikvæðri dýrtíðar- baráttu fyrir flokkslega hags- muni Kommúnista. Verkföllin, (Framhald af 1. síðu) Ekki vil ég spá um það, hverj- ar gjaldeyristekjur þjóðarihnar kunna að verða á næstunni, en það er þó augljóst öllum, að þjóðin hlýtur á næstu árum að verða að nota stórkostlega miklum mun minna af erlend- um gjaldeyri er gert hefir verið, ef hún ætlar ekki að glata fjár- hagslegu sjálfstæði sínu. Það gæti skipt hundruöum miljóna á ári, sem verja yrði minna til vörukaupa en gert hefir verið nú um skeið. Sjjávariitvegurinii og söluhorfur|iar. Um síðustu áramót var þannig ástatt um afkomu sjávarútvegs- ins, sem aflar útflutningsverð- mætisins, að vonlaust var talið, að sjávarútvegurinn yrði rekinn af kappi og að unnt yrði að fá menn til starfa á fiskiflotanum, nema með því móti, að fiskverð- ið yrði hækkað um 30%. Var þá gripið til þess úrræðis í nauð- vörn að taka ríkisábyrgð á þessu útflutningsverði fisksins, enda þótt engir samningar lægju fyrir um sölu aflans og í landinu lægju talsverðar birgðir af ó- seldum sjávarvörum frá fyrra ári. í allan vetur hafa sjávaraf- urðir verið framleiddar út á þessa ábyrgð og þrátt fyrir á- byrgðarverðið hafa verið miklir erfiðleikar á því, að sjávarút- vegurinn gæti fengið það vinnu- afl, sem hann hefir þurft. Frá því að ríkisstjórnin tók við störfum, hafa nefndir unnið að samningum um sölu á útflutn- ingsvörum landsmanna, og er þeim ekki lokið enn, en augljóst er, að þess er enginn kostur að selja alla. framleiðslu lands- manna fyrir ábyrgðarverð. Jafn- framt er augljóst, að sá fiskur, sem seljast kann fyrir ábyrgð- arverð, verður raunverulega seldur langt yfir því markaðs- verði fyrir fisk, sem nú gildir og aðrir bjóða. Takist slíkar söl- ur á einhverjum hluta fram- leiðslunnar nú i þetta sinn, verð- ur það einvörðungu vegna þess, að samtímis sölu fisksins er samið um sölu á öðrum sjáv- arafurðum, sem eru meir eftir- sóttar nú sem stendur, og þær látnar fylgja með fiskkaupun- um. Allar aðrar fiskfram- leiðsluþjóðir en islendingar bjóða fisk sinn ódýrar en þeir. Það þýðir ekki annað en horf- ast í augu við þetta og mun það liggja gleggra fyrir innan skamms. AÉvinimvegirnir og vinmiaflið. Ástandið í landbúnaðinum er þannig, að hann getur með engu móti keppt um vinnuaflið við aðra atvinnuvegi og fólkið hefir flykkzt úr sveitum til kaupstaða og kauptúna og þó einkum eða nær einvörðungu til Reykjavík- ur, þegar litið er á fólksflutn- ingana í heild. sem Kommúnistar boða, eiga að vera pólitísk verkföll í þjónustu flokksins. Það er hætt við því, að Kommúnistar verði að finna sér stærri mál og betri að berjast fyrir, en niðurrif olíugeymanna í Hvalfirði, ef þeir eiga að hafa alþýðu landsins með sér. Og annað mun þeim gefast betur til vínsælda, en landráðabrigzl og óþverraskrif um samvinnu- menn landsins. Sá vegur, sem Kommúnistar hafa haldið, liggur til óvirðing- ar og áhrifaleysis. Báðir undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar eru í vandræðum með vinnuafl, beinn samdráttur á sér stað í landbúnaðinum og aukning sjávarframleiðslunnar er ekki í neinu hlutfalli við það, sem nefði getað orðið og þurft hefði að vera. Yísltalan — nýi flotinn og framtíðin. Fiskábyrgðarverðið, sem er hærra en staðizt fær í viðskipt- um við markaðsþjóðirnar, svo ’sem að hefir verið vikið, er mið- að við vísitölu 310 stig. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var vísitalan á hraðri leið upp á við, en tekist hefir að halda henni niðri með bráða- birgðaráðstöfunum. Nú myndi vísitalan vera á milli 320—330 stig, ef ekkert hefði verið að- gert síðustu mánuði og afléið- ing þeirrar hækkunar hefði ver- ið óbærileg fyrir sjávarútveg- inn og lagt grundvöll p,ð áfram- haldandi hækkun. Hins vegar kostar miljónatugi að halda vísitölunni þar sem hún er nú, og vaxandi kostnaður, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til þess gð breyta því fjárhagskerfi, sem við nú búum við. Þegar upp er brugðið mynd af ást’ándinu, þarf að taka fram, að þjóðin á nú fullkomnari bátaflota en áður og að á næstu mánuðum endurnýjast togara- flotinn að verulegu leyti með nýjum skipum. Þótt þessu sé til að dreifa, væri fásinna að draga af því þá ályktun, að íslending- um verði mögulegt á næstu mánuðum og misserum að halda framleiðslunni gangandi, hvað þá að halda uppi blómlegu at- vinnulífi, án þess að minnka verðbólguna og lækka fram- leiðslukostnaðinn, og það væri ■jaín mikil fásinna að líta svo á, að gjaldeyristekjur þjóðar- innar af framleiðslunni einni saman 'gætu orðið svo stórfelld- ar á næstu misserum, að komizt árerði hjá því að minnka stór- kostlega gjaldeyrisnotkun þjóð- arinnar til margs konar eyðslu og neyzlu, svo framarlega sem menn ekki ætla sér að láta upp- byggingu atvinnuveganna og framkvæmdir helztu nauðsynja- mála stöðvast alveg. Mvað líðnr nýskö|iiin- inni og' f járöflun til liennar. í nóvembermánuði síðastliðn- um var gert yfirlit um það, hvernig ástatt væri um fram- kvæmdir í sjávarútvegsmálum, aðrar en skipa- og bátakaup. Þá sýndi það sig að fullgerðar framkvæmdir í þessari grein á árinu 1945. námu 6.4 milj. kr., að fullgerðar framkvæmdir 1945 námu 6,1 milj. kr., að fram- kvæmdir, sem unnið var að en ólokið þá, námu 42,2 milj. kr., og að fyrirhugaðar fram- kvæmdir á næstunni námu 55,4 milj. kr. Þó að þarna sé tekinn sjávarútvegurinn einn, þá vitum við öll, að hinu sama er til að dreifa í landbúnaðarmálum, raf- orkumálum, samgöngumálum og þá ekki síst um íbúðarhúsabygg- ingar. Hitt vita menn einnig, og er þó nauðsynlegt að það sé undirstrikað til þess að menn geri sér grein fyrir því við hvað er að glíma, að fjáröflun til þessara þýðingarmiklu fram- kvæmda, sem mjög margar standa nú hálfgerðar, hafa með öllu stöðvazt um lengri tíma. Fjárhagsástandið í landinu hefir verið þannig um langan tíma, að þess hefir enginn kost- ur verið að útvega lán, þótt fullkomnustu tryggingar hafi verið í boði. Ríkisskuldabréf hefir ekki verið hægt að selja og ekki hægt að fá lán með rík- isábyrgð. íbúðarhúsabyggingar annarra en þeirra, sem fullar hendur hafa fjár, eru ýmist al- gerlega stöðvaðar, sumar fyrir nokkuð löngu, eða að stöðvast. Bankarnir hafa fest langsam- lega mestan hluta af því fjár- magni, sem þeir höfðu laust, og samt er ástandið svona. Samkvæmt upplýsingum, seip ég hefi fengið frá fyrstu hendi, námu útlán þjóðbankans um síðustu mánaðamót ca. 407 milj. Af því voru lausaskuldir ríkis- sjóðs og ríkisstofnana ca. 85 milj. (Þar í útlagt vegna tog- arakaupa). Föst skuldabréfalán bæja- og sveitarfélaga, ríkis og með ríkisábyrgð ca. 84 milj., og lán bæjarfélaga og stofnana þeirra, ca. 20 milj. Þetta nemur samtals ca. 190 milj. í opinberum lánum, eða nærfellt helmingi af öllum útlánum þjóðbankans. Öngþveitið á lánamarkaðinum á sér ýmsar ástæður. Fjárfest- ingin hefir verið mjög mikil undanfarin ' misseri eins og gjaldeyrisástandið sýnir, og hin almenna eyðsla enn stórkost- legri og þess vegna hefir fjár- magn beinlínis gengið mjög til þurðar frá því sem var. Hér kemur og til greina, að sívax- andi verðbólga og ástand at- vinnuvega og fjármála yfirleitt, hefir skapað þá skoðun, að pen- ingar væru sífellt að verða minna og minna virði, og komið þeirri trú inn hjá mönnum, að enda mundi með gengishruni. Þetta hefir auðvitað leitt til aukinnar eyðslu og til þess áð menn hafa ekki viljað binda peninga sína til langs tíma, heldur hafa þá til taks, til notk- unar næsta dag, ef tækifæri byðist. Það er táknrænt fyrir ástand- ið í þessum efnum, að ríkis- stjórnin situr uppi með láns- heimildir og ábyrgðarheimildir, sem nema hundruðum miljóna, en sem ekki hafa reynzt not- hæfar nema að litlu leyti og þá helzt þannig, að þjóðbankinn hefir lagt til féð. 200 miljónir, sem eru nllar notaðar. Lítum þá loks á fjárhagsaf- komu ríkissjóðs og afgreiðslu fjárlaga. Á árinu 1946 munu tekjur ríkissjóðs hafa eftir síð- ustu upplýsingum numið nær- fellt 200 miljónum en voru á- ætlaðar í fjárlögum 122 milj- ónir. Umfram tekjur hafa því orðið 75—78 milj. kr. Gjöld á rekstrarreikningi munu reynast 173—175 milj. og tekjuafgang- ur á rekstrarreikningi er því um 22 milj. kr., en útgjöld á sjóðsyfirliti eru svo há, að greiðsluhalli hefir orðið á ár- inu 1946. Var yfirdráttur ríkis- sjóðs á hlaupareikningi í Lands- bankanum 1. janúar 1947 7.9 milj. kr., 1. febrúar nam yfir- drátturinn 14,6 milj. kr. Fjárlagafrumvarpið, sem lá fyrir þessu þingi, þegar núver- andi ríkisstjórn tók við, gerði ráð fyrir 146 milj. kr. rekstrar- útgjöldum, en var þó ekki reikn- að með hækkun vísitölunnar, heldur 290 stig lögð til grund- vallar í frumvarpinu og ekki gert ráð fyrir neinum greiðsl- um til þess að borga niður dýr- tíðina, enda þótt til þess hefðu verið notaðar um 20 milj. á ár- inu 1946. Þegar frumvarp þetta hafði verið athugað til hlítar af nú- verandi stjórn, kom í ljós að afla þurfti a. m. k. milli 40—50 milj. kr. nýrra tekna, ef standa átti við skuldbindingar þær, sem á ríkissjóð hafa verið lagðar með löggjöf síðustu missera, gera ráð fyrir svipuðum verklegum fram- kvæmdum og áður og koma í fyrir, að vísitalan færi upp fyr- ir 310 stig. Stjómarstefnaii. — Fjárfestingin. Ég hefi nú minnst á örfáar staðreyndir, sém nauðsynlegt er að hafa í huga, og skal ég þá víkj;}. nokkuð að stjórnarstefn- unni, eins og hún er mörkuð í sjálfum stjórnarsáttmálanum og frumvörpum þeim og tillög- um, sem ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Alþingi. Fyrst er þá að nefna fyrir- hugaða stjórn á fjárfestingunni. Um það efni hefir verið lagt fram frumvarp samkvæmt stjórnarsáttmálanum, f rum- varpið um fjárhagsráð. Megin- tilgangur þess er sá, að ná tök- um á framkvæmdum í landinu, til þess að geta tryggt það, að þær framkvæmdir, sem nauð- synlegastar eru þjóðinni og mest horfa til framfara, sitji fyrir um efni, vinnuafl og fjármagn, og ennfremur, að hægt sé að hafa stjórn á því í hve miklar nýbyggingar er ráðist og þann- ig koma í veg fyrir þá ofþenslu og þá upplausn, sem af því hlýt- ur að stafa fyrir atvinnuvegi landsins og framkvæmdirnar sjálfar, ef miklu meira er tekið fyrir í einu en þjóðin er fær um að ráða við. Ennfremur er þetta gert til þess, að auðveldara sé um vik til þess a,ð eiga frum- kvæði að nauðsynlegum fram- kvæmdum, éf það sýnir sig, að þær eru ékki ^eknar upp án afskipta ríkisvaldsins. Þessi skipan er þjóðinni lífs- nauðsyn, hefði þurft að vera komin á áður, eins og Fram- sóknarmenn hafa þráfaldlega bent á, og þegar nú er svo kom- ið, að landsmenn hafa ekki á neitt að treysta annað en út- flutningsverðmæti hvers árs um sig, til öflunar nýrra tækja til landsins og standa undir fram- förunum, ber margfalda nauð- syn til að koma þessari skipan á. — Verzliiiiin. í Btjórnarsáttmálanum og frumvarpi til laga um fjárhags- ráð, er einnig mörkuð stefna stjórnarinnar í verzlunarmálum, og segir þar um það meðal ann- ars, með leyfi hæstv. forseta: „Að neytendur eigi kost á að kaupa neyzluvörur sínar og framleiðendur rekstrarvörur sínar á hagkvæmasta hátt og vörukaup til landsins og vöru- dreifing innanlands gerð eins ó- dýr og hagkvæm og frekast er unnt.“ Ennfremur segir í stjórnar- sáttmálanum: „Ríkisstjórnin leggur á það áherzlu, að innflutningsverzl- uninni verði háttað svo, að verzlunarkostnaðurinn verði sem minnstur. Reynt verði, eft- ir því sem frekast er unnt, að láta þá sitja fyrir innflutnings- leyfum, sem bezt og hagkvæm- ust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ó- dýrast í landinu, hvort sem þar er um að ræða einstaklinga eða félög.“ Þannig er stefnan mörkuð í verzlunarmálum í sambandi við ráðstafanir í fjárfestingar- og gjaldeyrismálum, en það er svo bæði um stjórn á fjárfesting- unni og framkvæmdir í við- skiptamálum, að þar verður mest undir sjálfri framkvæmd- inni komið á löggjöfinni, og er þannig frá gengið í stjórnar- samningnum og frumvarpinu um fjárhagsráð, að þessi mál- efni heyra undir ríkisstjórnina alla. Reynslan verður að sýna hvernig til tekst að framkvæma þá stefnu, sem mörkuð er i sátt- málanum. Það er ætlun ríkisstjórnarinn- ar með löggjöfinni um fjár- hagsráð m. 'a., að minnka eyðslu, bæta verzlunarástandið og tryggja það, að nauðsynlegustu framkvæmdir sitji í fyrirrúmi. Fjáröflun til fram- kvæmda. Getur Laiidsliankiiiu séð fyrir öllu? Ég hefi áður lýst öngþveiti því, sem ríkt hefir um öflun láns- fjár til nauðsynlegustu fram- kvæmda. í því efni hefir í sam- bandi við stjórnarmyndunina verið samið um fyrsta skrefið: Það er að segja allsherjar eigna- könnun, sem gera á til þess að draga laust fjármagn, sem skot- ið hefir_ verið undan skattlagn- ingu, inn til ríkisins og verja því þaðan aftur, til þess að standa undir þeim framkvæmd- um, sem mestu máli skipta. Fer ég ekki nánar út í það mál hér, en líklegt er, að frek- ari ráðstafanir verði að gera í þessum efnum áður en langt um líður. Kommúnistar gera sér tíðrætt um lánsfjáröflun til fram- kvæmda. Þeir segja, að engar á- hyggjur hafi þurft eða þurfi að hafa i þeim efnum. Allt sé hægt að gera — allir geti fengið ósk- ir -sínar uppfylltar — og menn geti lifað hátt, — á lánum frá Landsbankanum. Það er engu líkara en' að telja eigi mönnum trú um það, að bankastjórn Landsbankans geti gefið út seðla takmarkalaust og þjóðin byggt afkomu sína á því, án þess að það hefni sín. Við sjáum nú afleiðingar ofþenslunnar og eyðslunnar, sem þegnr er orðin” í gjaldeyrisskortinum og af- komu atvinnuveganna. Hvernig halda menn að hér iiti út eftir nokkur misseri, ef favið væri að ráðum kommún- ista um seðlaútgáfu og lána- stefnu þjóðbankans? Hagfræð- ingar, tilnefndir af fjórum flokkum, athuguðu þessar kenn- ingar kommúnista í haust, og niðurstaða þeirra var sú, að þessi leið, að skylda þjóðbank- ann til þess að leggja fram fjármagn, án tillits til þess, hvernig ástatt væri um fjárráð bankans, hlyti að auka verð- bólgu og fjárhagsupplausn og væri því ófær. Hagfræðingarn- ir segja svo um þetta úrræði: „Annar möguleiki, sem til greina kæmi, væri sá, að Landsbanlpnn af fúSum vilja eða með lagaboðum, lánaði mikið fé til nýsköpunarfram- kvæmdanna, ýmissa opinberra framkvæmda og til byggingar íbúðarhúsa. Þetta myndi við- halda og auka þá ofþenslu, sem nú á sér stað, skrúfa kaup- gjald og verðlag áfram upp á við, og auka enn misræmið á milli útflutningsatvinnuveg- anna og fjárfestingarfram- kvæmdanna og jafnvægið í greiðsluviðskiptum við útlönd.“ Fulltrúi Sósíalistaflokksins átti sinn þátt í því að kveða upp þenna dóm yfir kommúnistum og ábyrgðarlausum vaðli þeirra um fjáröflun og framkvæmdir og eyðileggja þar með þennan Kínalífselexír kommúnista, sem notaður hefir verið að undir- stöðu í ábyrgðarlausu tali þeirra undanfarið og enn þann dag í dag. Hitt er svo óskylt þessu skrafi kommúnista, að útlánastefna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.