Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÖKNARMENN! MunÍð að koma í ftokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins et í EdduhLLsinu við Lindargöta Sími 6066 30. APRtL 1947 80. blað Hættulegur leikur barna og unglinga í vetur var sýnd kvikmynd um Hróa Hött, eða öllu heldur son hans. Var þar mikið um bardaga og bogaskyttur. Síðan kvikmynd" þessi var sýnd, hefir mikið borið á þvi, að þörn og unglingar hafa leikið sér með' boga á götum úti og hefir þessi hættulegi leikur valdið nokkrum slysum, þó oftar hafi legið við að þau yrðu. Fyrir nokkru síðan skutu unglingar ör af boga inn um glug|a á strætisvagni, sem fór um í Höfðahverfi. Svo heppilega vildi þó til i það skipti, að bif- reiðarstjórinn var einn í vagn- inum og sakaði hann ekki. Þá voru nýlega nokkrir ung- lingar að leika sér með boga á Óðinsgötunni og lenti ör í auga eins drengsins, svo að litlu mun- aði að hann missti augað. Erij það vinsamleg tilmæli Rannsóknarlögreglunnar, að foreldrar taki börnvm sínum vara fyrir þessum hættulega leik og banni þeim hann. Aðalfundur Hreyfils Aðalfundur Samvinnufélags- ins Hreyfils var haldinn í Tjarn- arlundi þ. 25. apríl síðastliðinn. Þar voru samþykktir reikningar félagsins fyrir árið 1946 og kosn- ir tveir menn í stjórn. Á stöð félagsins eru nú um 200 bifreiðar, og er hagur félagsins góður. í stjórn Samvinnufélagsins Hreyfils eru: Ingjaldiy: ísaksson formaður, Vilhjálmur Þórðarson varaformaður, Ingvar Sigurðs- son gjaldkeri, Ingimundur Gestsson ritari og Tryggvi Krist- jánsson meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri félagsins er Tryggvi Kristjánsson. Bifreiðaviðgerðarmenn Aíokkrir æfðir bifreiðaviðgerðarmenn geta nú þegar fengið « fasta atvinnu á bifreiðaverkstæði voru í Jötni við Hringbraut. Upplýsingar á staðnum, eða í síma 5761 og 7005. Samband ísl. samvinnufélaga Sextugur. (Framhald af 3. síðu) gengt mörgum. Verið í hrepps- nefnd Hrafnagilshrepps síðan 1918, deildarstjóri K.E.A. frá 1928, átt sæti í skólanefnd, sóknarnefnd o. fl. Jafnan hefir Hannes verið ótrauður baráttu- maður Framsóknarflokksins og samvinnustefnunnar. Hannes er maður léttur í lund, lipur í hreyfingum og mesti dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Hann er mannkostamaður, sem nýtur ó- skoraðs trausts og vinsælda samferðamanna sinnai, X. Noregsför Ungmenna- félaganna undirbúin Ungmennafélögin vinna nú af kappi að undirbúningi Noregs- fararinnar, sem skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru siðan. Eíns og þá var skýrt frá, fer flokkur íslenzkra glímumanna í sýningarfqr til Noregs í næsta mánuði. Förin er farin að til- hlutun Ungmennafélags Reykja-' yíkur en Ungmennasamband ís- 1 Jands tejcur einnig þátt í henni pg annast fræðslu- og fyrir- lestrastarfsemi í sambandi við sýningarnar. gtefán Runólfsson formaður. Ungmennafélags Reykjavíkur fer til Noregs í dag, meðal ann- ars til að undirbúa förina. Edent yfirlit (Framhald af 1. síðu) Varðandi friðarsamningana við Austurríki var það helzti ásteytingarsteinninn, hvað teljá beri þýzkar eignir, sem sigur- vegararnir megi gera upptækar samkvæmt Potsdamsáttmálan- um. Rússar telja það þær eignir, sem Þjóðverjar áttu í Austur- ríki í stríðsiok. Bretar og Banda- rikjamenn vilja hins vegar binda sig við þær eignir, sem Þjóðverjar áttu þar 1938 eða fyrir innrás nazista, þar sem þeir notuðu sér yfirráð sín til að ná mestu af iðnaði og nám- um landsins í sínar hendur. Yrði fallizt á skilgreiningu Rússa, myndi mestallur iðnaður og námueignir Austurríkis falla sigurvegurunum í skaut og landið verða fullkomlega ósjálf- bjarga. Það eru fleiri þjóðir en Aust- urríkismenn, sem munu harma það, að friðarsamningurinn við þá dregst á langinn. Meðan hann hefir ekki verið gerður og Rússar hafa setulið í Austurríki, geta þeir einnig haft herlið í Ungverjalandi og Rúmeníu til „að gæta samgönguleiðanna,“ eins og það er orðað. Annars hefðu þeir þurft að flytja her sinn í burtu þaðan, samkvæmt friðarsamningunum við þessi ríki. Starfsstúlkur vantar á Kleppsspítalaiin. Upplýsing'ar í síma 2319. Ferðafélag íslands heldur framhalds-aðalfund í Félagsheimili verzlunar- manna, Vonarstræti 4, þ. 2. maí 1947 kl. 8,30 síðdegis. Lagðir fram reikningar félagsins. Ferðastarfsemi. Sæluhúsabyggingar. Önnur mál. | Stjórnin. j Eyfirðingar vilja fá rafveitu Sýslufundur kýs nefnd til þess að vinna að skjjótum framgangi málsins Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu var haldinn um miðjan þennan mánuð. Lágu fyrir honum mörg og merkileg mál, einkum varðandi samgöngumál héraðsins, raforkumál og sauðfjárveiki- varnir. Verður hér lítillega sagt frá sumum þessara mála. Rafmagn í helztu byggðir Eyjafjarðar. Sýslufundurinn kaus þriggja manna nefnd til þess að vinna að framgangi raforkumálsins. Voru valdir í hana Friðjón Skarphéðinsson sýslumaður, Einar Árnason á Eyrarlandi og Einar Jónasson á Laugalandi. Fyrsta sporið verður að fá því framgengt, að stjórnin láti gera áætlun um kostnað við rafveitu í Eyjafjarðarsýslu. Er ráðgert, að línur verði lagðar um inn- héraðið, um Hörgárdal og Öxna- dal, um Svarfaðardal innan Dal- víkur, og á Dalvík norðan Brim- nesár. Lagði sýslunefnd mikla áherzlu á, að kostnaðaráætlanir verði gerðar þegar á þessu sumri og ákveðið, hvað hver hreppur þarf að leggja fram af óaftur- kræfu og vaxtalausu fé til hinn- ar fyrirhuguðu rafveitu. Sauðfjárveikivarnirnar. Sýslunefndin kaus tvo menn af fjárskiptasvæðinu í héraðinu til þess að fylgjast með því, að varnir þær, sem sauðfjársjúk- dómanefnd ákveður, séu full- nægjandi og framkvæmdir i góðu lagi. í nefndina voru kosnir Halldór Guðlaugsson í Hvammi og Garðar Halldórsson á Rif- kelsstöðum, og eiga þeir að hafa samvinnu við sams konar nefnd í Þingeyjarsýslu. i Ný Ijósmyndastofa í Höföakverfi MIÐTÚN 34, SÍMI 2152 Myndir teknar alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 4—6 e. h. Myndatökur má panta í síma 2152. Passa- myndir, fyrir ökuskírteini og fl. afgreiddar með stutt- um fyrirvara. „AMATÖR“ vinnustofur mínar halda áfram sem áður ó- breyttar, með afgreiðslu í Lækjargötu 8, sími 5583. Carl Ólafsson ljósmyndari. Brunabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsi (sími 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. .Grebbestroom’ frá Hull 5. maí. EINARSSON, ZOEGA & Co., hf, Hafnarhúsinu. Símar: 6697 & 7797. Drekkið Maltko! Litla - Ferðafélagið efnir til ferða að Múlakoti í Fljótshlíð til að hreinsa þar garðinn og tún eftir því sem tími vinnst til, í sjálfboðavinnu. Félagar og aðrir, sem vildu verja helginni í þágu bróðurhugs og mannkærleika, geri svo vel og skrifi sig á lista, sem liggur á Bifreiðast. Bifröst. Farið verður á Laugardag kl. 2,5 og þurfa þeir, sem þá fara, að hafa með sér viðleguútbúnað. Einnig verð- ur reynt að fara kl. 8 f. h. á sunnudag fyrir þá, sem ekki hafa ástæður til að fara á laug- ' ardag, en langar til að leggja ’ sitt af mörkum. Félagar og aðrir! Fjölmennið. Nóg er verkefnið. Margar hend- 1 ur vinna létt verk. STJÓRNIN. j i Vinniit ötuUcga ft/rir j Tímann. (jatnla Síc tjja Síc (við SUúlttwötu) Kona um borb. (En kvinna ombord) Spennandi sænsk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu Dagmar Bdqvist. Aðalhlutv. leika: Karin Ekelund og Edvin Adolphsson, (er léku í kvikmyndinni „Sjötta skotið“). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Dldur í æðum. (Frontier Gal). Skemmtileg, ævintýrarík og (■ spennandi mynd í eðlllegum litum. Aðalhlutverk leika: Rod Cameron og Yvonne de Cárlo, er var fræg fyrir leik sinn og söng í myndinni „Salome dans- aði þar“. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. MlSRHIÓN- USTA . Æ.VÍNTYK1 J AUSTU R- l.ÓNDUM ♦ ORWSTAN \ &UDAN I artA- STRiOJNU ? ÆVl NTYRALEIT Efíir Wmsíon S. Churchilí fntfKist'HseiShcrt* CectlatSidn Tjatnarkíó Víkiugurlnn. (Captain Blood) Errold Flynn, Olivia de Havilland. Sýnd kl. 9 Bönnuð yngri en 14 ára. Kossaleikur. Sýnd kl. 5 og 7. ! i LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ærsladraugurinn Gamanleikur eftir NOEL COWARD. Leikstjóri: HARALDUR BJÖRNSSON. Frumsýning á föstudag kl. 8. Frumsýningargestir og fastir áskrifendur sæki aff- göngfumiffa sína á morgun (fimmtudag) kl. 4—7. Barnaleiksýning Álfafell ævintýraleikur í 2 þáttum eftir ÓSKAR KJARTANSSON Leikstjóri: JÓN AÐILS Sýning á morgun kl. 4. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. ttœœæjantæatœœHímjaæíjæyjatmæœæíæímnmnjjnsujjœnaær Málverkasýning Magnúsar Þórarinssonar i Listamannaskálanum ar opin daglega frá kl. 18-2 Í2. sttttttttattættttttttttttttttttttttttttttttææattttattaattaaaa:æ:tttta3asa .aatttttti Undrin gerast enn Kaupið og Iesiff, bókina UÓS OG YLUR LIFSINS HEIMAR Þar er talað frá öðrum heimi. Fæst hjá bóksöluj » víðs- vegar um land og hjá útgefanda 1 ERLINGI FILIPPUSSYNI, /•' ■ Grettisgötu 38 B, Reykjavík. / Kostar í bandi kr. 28,00, ób. kr. 20 ^ Sendist hvert á land sem er gegn pé VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.