Tíminn - 20.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓBI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMHJJAN EDDA hj.
31. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 20. maí 1947
UITSTJÓR A8KRIFSTOFUR:
EDDtlHÚSI. Iindargðtu 9 A '
Slmar 2363 og 4373
ÁFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSrNGASKRD?STOFA:
EDDUHÚSI, likidargöw 9 A
Slml 2323
90. biaff
Eignakönnunarf rumv. ríkisstjórnarinnar
lagt fram í neðri deild í gær
_________________________________________________ *
Samkvæmt því fer fram sérstakt framtal eigna og
tekna ákveöinn dag á tímabilinu 1. sept—30. des.
1947. Jafnframt fer fram innköllun seðla, og nafn-
skráning á sparifé, og tilkynning handhafa verðbréfa
Refsingar mjög vægar fyrir minniháttar skattaafbrot
Harðir jarðskjálftar austan
fjalls síðustu dægur
Lítils háttar skemmdir haf a orðið í Hveragerði
Harðir jarðskjálf takippir hafa rekið hvern annan í Hveragerði
síffustu dægur og náðu hámarki sínu um hádegi í gær. Hafði l'ólk
þar engan svefnfrið í fyrrinótt. Margir nýir hverir hafa myndazt.
Innveggir þriggja steinhúsa í þorpinu sprungu, hlöðuveggur að
Vorsabæ í Ölfusi hrundi, gler í gróðurhúsum brotnuffu, ljós slokkn-
uffu víða, og lausir munir féllu niður. Þessara jarðskjálfta hefir
crðið vart víða í Árnesþingi, en verið þeim mun vægari, sem lengra
dró frá Hveragerði, þár sem sýnt þykir, að þeir eigi upptök sín.
Tlðindamaður Tímans átti tal
við Herbert Jónsson, stöðvar-
stjóra í Hveragerði, og fer lýs-
ing hans á jarðskjálftunum hér
á eftir:
Við urðum fyrst vör við jarð-
skjálftana á laugardagskvöldið,
en fyrstu kippirnir voru mjög
Vægir. Hélt þessu svo áfram
annað veifið á sunnudagsnótt-
irja og sunnudaginn. En upp úr
kl'ukkan tíu á sunnudagskvöld-
ið tóku - kippirnir mjög að
harðna. Mátti heita/að látlausir
járðskjálftar væru fram til
klukkan fjögur um nóttina, og
komu þá að jafnaði mjög snarp-
ir kíppir á hálftíma fresti. Urðu
þeir þvi harðari sem lengra leið
Fjórir nýir þingmenn
taka sæti
Finnlandsfararnir
Hröii fyrir töfum
Þingmennirnir fjórir, sem
boðnir voru héðan á afmælis
hátið finnska þingsins, fóru
héðan á laugardaginn. En för
Dr. Kristinn Guðmundsson.
þeirra varð þó ekki eins greið
og vænta mátti. Flugvélin, sem
þeir voru í, neyddist til þess að
lenda á Hjaltlandi sökum vél-
arbilunar. En förinni var hald-
ið áfram á sunnudaginn, er gert
hafði verið við vélina.
Fjórir nýir þingmenn hafa nú
tekið sæti á Alþingi í stað þeirra,
sem út fóru. Eru þaö dr. Krist-
inn Guðmundsson, Steindór
Steindórsson menntaskólakenn-
ari, frú Auður Auðuns og Snorri
Jónsson, formaður járniðnaðar-
mannafélags Reykjavíkur.
Dr. Kristinn tekur sæti í stað
Bernharðs Stefánssonar. Var
hann annar maður á lista
Framsóknarmanna i Eyjarfjarð-
arsýslu við síðustu kosningar og
Jiví varamaður Bernharðs.
á nóttina. Um fimmleytið og
sjöleytið gerði enn harða kippi,
en eftir það dró úr jarðskjálft-
unum um stund. Klukkan ellefu
herti þá aftur, og klukkan
hálf-tólf kom lengsti og harð-
asti kippurinn. í gærdag voru
síðan alltaf kippir við og við,
en linuðust heldur, þegar á dag-
inn leið.
Enginn svefnfriður.
Varla mun nokkur maður hafa
fengið svefnfrið í Hveragerði né
á næstu bæjum í fyrrinótt. Voru
börn víða mjög óttaslegin, því
að húsin léku á reiðiskjálfi með
hrikti miklu og brestum og jörð-
in gekk í bylgjum. Lauslegir
munir féllu niður af hillum,
klukkur stöðvuðust, ljós dóu og
sums staðar duttu jafnvel ljósa-
krónurnar niður á gólf.
Skemmdir af völdum jarð-
skjálftanna.
Skemmdir af völdum þessara
jarðskjálfta urðu ekki miklar,
en þó nokkrar. í Vorsabæ í
Ölfusi hrundi hlöðuveggur úr
torfi og grjóti. í Hveragerði
sprungu innveggir þriggja stein-
húsa. í Gufudal upp frá Hvera-
gerði urðu mestar skemmdir á
húsum og brotnaði talsvert af
gleri í gróðúrhúsum. Vera má, að
einhverjar fleiri minni háttar
skemmdir hafi orðið, auk laus-
legra muna, er brotnuðu, er þeir
féllu niður.
Margír nýír hverir.
Margir nýir hverir hafa mynd-
azt á hverasvæðinu í Hvera-
"gerði, og gömul hveraaugu, sem
orðin voru þurr, hafa fyllzt af
leirleðju á ný. Allir eru þessir
nýju hverir mjög skollitir og
leirblandnir. Vella þeir og
krauma, og þeir, sem ákafastir
eru, gusa talsvert upp úr sér.
Einn hver kom upp í aðalgötu
þorpsins og tvö hús voru yfir-
gefin i gær, vegna þess að hver-
ir komu upp svo nærri þeim.
Þá voru nokkur börn flutt til
Reykjavikur í gær.
En unga fólkið hélt áfram
aðfcdansa.
Á laugardaginn var sundmót
háð í Hveragerði, og hafði verið
efnt til dansleiks að því loknu.
Var dansskemmtunin byrjuð,
þegar jarðskjálftamir tóku að
magnast. Slokknaði þá mikið af
ljósum í húsinu, en eigi að síð-
ur var haldið áfram að dansa
langt fram eftir nóttu. Bar ekki
á, að það truflaði unga fólkið
svo ýkjamikið, þótt talsvert
hrikti í húsinu og mikið gengi
á niðri í jörðinn, svo að segja
undir fótum þess.
Engar skemmdir austan
Ölfusár.
Við- Ölfusárbrú varð jarð-
sk]álftanna fyrst vart klukkan
(Framhald á 4. siðu)
Frumvarp ríkisstjórnar um eignakönnun var lagt fram í neðri deildo
í gær og var þegar tekið á dagskrá. Frumvarpið er í sjö köflum ojí
f jalla þeir um útgáfu rfkisskuldabréfa, um sérstakt framtal eigna og
tekna, um innköllun peningaseðla Landsbanka íslands, um nafnskrán-
ieigií á innstæðum í lánsstofnunum, um tilkynningu handhafaverð-
bréfa, og um framkvæmd laganna. Verða aðalatriðin í fyrsta, öðrum
og þriðja kafla rakin hér á eftir. Þan atriði, sem um er rætt I hinum
köflunum (innköllun eða skráning sparif jjár og verðbréf a), eru eink-
um framkvæmdaatriði í sambandi við framtalið, er amiar kafli
f jallar um.
Um útgáfu
ríkisskuldabréfa.
Ríkissjóður gefur út ríkis-
skuldabréf, sem hljóða á hand-
hafa. Heildarfjárhæð bréfanna
skal ákveðin með forsetaúr-
skurði. Bréfin skulu tölusett, og
kveður fjármálaráðherra á um
tölu þeirra og fjárhæð. Nafn
hans skal standa undir texta
bréfanna.
Vextir af bréfunum skulu vera
1% — einn af hundraði — á ári.
Fjármálaráðherra ákveður og
auglýsir, hvar og hvenær greidd-
ir verði vextir, sem fallnir eru
í gjalddaga.
Skuldabréfin greiðast upp á 25
árum. Skal x/a& bréfanna dreg-
inn út og greiddur á ári hverju,
í fyrsta sinn 1. águst 1948, og
slðan sama dag árlega, unz út-
drætti og greiðslu allra bréf-
anna er lokið. Notarius public-
um í Reykjavík annast útdrátt-
inn.
Skuldabréfin skulu vera til
sölu almenningi frá 15. juní til
1. ágúst 1947. Landsbanki ís-
lands annast söluna. Bréfin
skulu fást keypt á þeim stöðum
og hjá þeim aðilum, sem bank-
inn ikveður í samráði við fjár-
málaráðherra.
Bréfin seljast með nafnverði
gegn greiðslu i peningum, opin-
berum verðbréfum og skulda-
bréfum með veði í fasteign, sem
gild eru metin af Landsbanka
íslands.
Opinber verðbréf, sem ekki
bera lægri vextien 4 af hundr-
aði, skulu keypt Við nafnverði.
Ef bréfin bera lægri vexti, skal
Landsbanki íslands meta þau
til- verðs eftir vaxtahæð og
greiðslutíma.
Veðskuldabréf skulu keypt við
nafnverði, ef 'þau bera 5% vexti
eða meira, enda séu þau þing-
lesin fyrir 1. júlí 1946 og trygg-
ingin metin gild af Landsbanka
fslands. Ef bréfin bera lægri
vextí, skal Landsbanki íslands
meta þau til verðs eftir vaxta-
hæð og lánstíma.
Ríkisskuldabréf þau, er gefin
verða út samkvæmt í. gr. laga
þessara, skulu eigi 'talin með
skattskyldum eignum skatt-
þegns í hinu sérstaka framtali,
sem í II kafla laganna greinir.
Þau skulu og ásamt vöxtum
vera skattfrjáls til 31. des 1952,
en þá skal eigandi þeirra sýna
þau skattyfirvöldunum til skrá-
setningar, ef hann vill halda
vöxte«i af bréfunum, enda verði
þau skattskyld frá þeim tima.
Ef eigandi sýnir ekki bréfin til
skrásetningar á tilskildum
fresti, verða vextir ekki greiddir,
en þá haldast skatthlunnindin,
sem að framan greinir.
Verði lagður á sérstakur eign-
arskattur í eitt skipti, má, þrátt
fyrir framanskráð ákvæði,
skattleggja bréfin í samræmi
við aðrar eignir, enda sé þá eig-
anda þeirra heimilt að greiða
skattinn með hlutfallslegum
afslætti af nafnverði bréfanna.
Þegar innlausnar er krafizt á
útdregnu bréfi, skal sá, er við
greiðslu tekur, greina skriflega
frá nafni sínu og heimilisfangi
svo og því, hver verið hafi eig-
andi bréfsins, þegar þáð var
dregið út. Stofnun sú, er greiðslu
innir af hendí, tilkynnir við-
komandi skattyfirvöldum um
greiðslu bréfsihs og nafn og
heimilisfang eiganda þess.
Þegar bréf hefir verið dregið
út og greitt, skál sá, er bréfið
átti, telja fram í næsta framtali
sínu til eignarskatts fé það, er
fyrir bréfið kom, svo og þá vexti
af þvf,' sem safnazt kunna að
hafa fyrir, enda telst þá það fé
með skattskyldum eignum hans.
Ef skattþegn telur, að hann
hafi eftir 1. águst 1947 varið fé
til kaupa á skuldabréfum, sem í
þessum kafla getur, skal honum
skylt að greina frá þvi i fram-
tali sínu, hver verið hafi hinn
fyrri eigandi bréfanna. Ef það
fæst ekk upplýst, skal fé það,
er skattþegninn kveðst hafa
goldið fyrir bréfin, talið til
skattskyldra eigna hans.
Nú kemur fram eignarauki
hjá skattþegni eftir 1. ágúst
1947 sem hann telur stafa af
sölu ofangreindra rikisskulda-
bréfa, og skal hann þá skýra
skattyfirvöldunum frá, hver sé
kaupandi og hvert söluverð
hafi verið. Ef þessi atriði fást
ekki upplýst, skal skýrsla hans
um söluna eigi tekin til greina,
þegar honum er ákveðinn skatt-
ur.
Um sérstakt framtal
eigna og tekna.
Sérstakt framtal eigna og
tekna skal fara fram, miðað við
þann dag á tímabilinu frá 1.
september til 31. desember 1947,
er fjármálaráðherra ákveður.
Nefnist sá dagur í lögum þessum
framtalsdagur. Framtölum ber
að skila til viðkomandi skattyfir-
valda innan mánaðar frá fram-
talsdegi. Framtalsnefnd (Sbr.
45. gr.) getur þó veitt framtelj-
anda lengri frest, ef sérstaklega
stendur á.
Telja skal fram-eignir, eins og
þær voru á framtalsdegi, sam-
kvæmt því, sem nánar segir í
lögum þessum.
Telja skal fram tekjur frá og
með 1. janúar 1947 til framtals-
dags. Fjármálaráðherra setur i
samráði við framtalsnefnd nán-
ari fyrirmæli um tilhögum
teknaframtals.
Framtalsskyldir eru allir þeir
aðilar, sem fram eiga að telja
til skatts samkvæmt gildandi
skattialögum. |
Framtalsskyldir eru einnig'
sjóðir, félög stofnanir og bú, sem !
eru undir skiptum, og aðrir
ópersónulegir aðilar, sem eignir
eiga, enda þótt þeir reki ekki
atvinnu eða njóti skattfrelsis að
lögum.
Fram skal talið, þó að eign að-
ila sé» ekki svo mikil, að skatt-
skyldu nemi.
Eign barns innan 16 ára ald-
urs, sem ekki hefir verið sjálf-
stæður framteljandi, telst með
eignum foreldra, nema sannað
sé, að barnið hafi orðið eigandi
fjárins fyrir 1. sept. 1946.
Um framtal eigna samkvæmt
lögum þessum gilda ákvæði 17.—
20. gF. laga nr. 6/1935, að því
leyti sem ekki eru settar sérregl-
ur í þessum lögum.
Ef aðili hefir eftir 1. jan. 1947
gefið eða greitt fyrirfram upp 1
arf fjárhæð, sem meiru nemur
en 1000 kr. til sama viðtakanda,
þá skal sú fjárhæð talin með
! Verkamenn rísa
gegn sósíalistuní
Verkalýðsfélagið á EskifirSi
hefir nýlega samþykkt aS verða
ekki við þeirri áskorun frá
stjórn Alþýðusambands íslands
að segja upp gildandi kaup-
samningum. Höfðu kommún-
istar þó unnið kappsamlega að
þvi að samningum yrði sagt upp
og safnað liði á fundinn.
Verkalýðsfélagið í Vík í Mýr-
dal hefir gert sams konar á-
lyktun.
Verkalýðsfélagið Baldur á
ísafirði hefir einnig neitað að
verða við áskorun Alþýðusam-
bandsstjórnarinnar og er nánar
sagt frá ályktun félagsins um
mál þetta í forustugrein blaðs-
ins í dag.
h;:::;:::::::::::j:::::::::j:jjjjjj:::j:j:j:j::::::
eignum gefanda eða arfgreið-
anda. ^"
Fjármálaráðherra setur eftir
tillögwn framtalsnefndar nán-
ari reglur um framtölin, þar á
meðal sérgreiningu og sundur-
liðun eigna og skulda á framtali
og aðrar upplýsingar, sem fram-
teljanda ber að gefa um eign-
irnar og hvenær og hvernig
þeirra hefir v«rið aflað. ¦
Framteljandi skal sjálfur
undirrita framtal sitt, sé hann
fær um það. Foreldri eða fram-
færslumenn undirrita framtöl
ólögráða -þarna. Lögráðamaður
undirritar framtal skjólstæð-
ings síns. Framtöl ópersónulegra
aðila, félaga, stofnana, sjóða o.
s. frv. skulu undirrituð af þeim
stjórnarmeðlimum viðkomandi
aðila, sem lögum samkvæmt
geta skuldbundið hann.
Nú kemur fram meiri eign á
hinu sérstaka framtali, eða við
rannsókn á þvi, en samrýmzt
getur fyrri framtölum viðkom-
(Framhald á 4. síöu)
Enskur landhelgisbrjótur strýkur
brott með íslenzkan varðmann
Varðbáturinn Finnbjörn tók þrjú veiðiskip í
landhelgi við Mýratanga
Síðastliðinn laugardag gerðist sá atburður undan Mýratöngum,
að brezkur togari, sem staðinn var að veiðum í landhelgi, strauk
með íslenzkan mann af varðbátnum, er stóð hann að landhelgis-
veiðunum. Tíðindamaður blaffsins átti í gær tal viff Pálma Lofts-
son, framkvæmdastjóra Skipaútgerffarinnar, um þennan atburff.
Varðbáturinn Finnbjörn var á
eftirlitsferð undan Suðurlandi á
laugardaginn, þegar þessi at-
burður gerðist. Kom hann þá
að brezkum togara að veiðum i
landhelgi undan Mýratöngum.
Finnbjörn sigldi upp að togar-
anum og var skipstjóri hans
tekinn um' borð í varðskipið, þar
sem hann játaði þegar afbrot
sitt og afhenti skipstjóranum á
Finnbirni skilríki skips sins. Var
síðan siglt vestur áleiðis til
Vestmannaeyja. Var þá íslenzkr
ur varðmaður kominn um borð
í brezka togarann. — (Frh. á 4.)