Tíminn - 21.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÍJTGEFANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKDRINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hi.
r.ITST JÓR ASKRIPSTOFUR:
EDDUHÚ8I. Llndargðtu 9 A
áímar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
QG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDTJHÚSI, Llndargöta 9A
Siml 2323
31. árg.
Reykjavík, miovikudaginn 21. maí 1947
Eignakönnunin:
Innköllunin á seölum
Landsbanka íslands
Hér fer á eftir þriðji kaflinn úr eignakönnunarfrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar, þar sem fjallað er um innköllun á peningaseðlum
Landsbanka íslands. Þar sem marga mun fýsa að vita, hvernig
innköllunin verður framkvæmd, þykir rétt að birta þessi ákvæði
frv. í heilu lagi:
Innköllun gömlu seðlanna.
Landsbanka íslands ber að
kalla inn alla peningaseðla sína,
sem í umferð eru á framtalsdegi.
Hætta þeir frá upphafj þess
dags að vera löglegur gjaldmið-
ill í greiðslur til opinberra sjóða
og manna á milli, sbr. þó 3. og
4. mgr. hér á eftir.
Landsbankinn gefur út nýja
tegund seðla, og skulu þeir látn-
ir í skiptum fyrir þ&, sem inn-
kallaðir eru.
Innkallaðir seðlar halda gildi
sínu gagnvart Landsbanka ís-
lands framtalsdag og næstu níu
daga þar á eftir. Þann tíma er
unnt að afhenda seðla til inn-
lausnar í bankanum sjálfum og
þeim stofnunum, sem bankinn
yeitir rétt til seðlainnlausnar í
umboði sínu. Sá, sem síðar fær
í hendur seðla í peningabréfi,
sem sett hefir verið í póst fyrir
framtalsdag, getur þó innan
mánaðar frá framtalsdegi feng-
ið þá innleysta, sé peningaum-
slagið jafnframt afhent. Svo
skulu og skipverjar og farþegar
á íslenzku skipi, sem ekki hefir
verið statt á innlausnarstað á
iramtalsdegi eða næstu níu
daga þar á eftir, eiga þess kost
að fá seðla sína innleysta á
fyrsta innlausnarstað, sem skip-
ið kemur til eftir þann tíma,
enda votti skipstjóri skriflega
um fjarveru skipsins og að mað-
ur sá, sem innlausnar æskir,
hafi með því fylgzt.
Frá up^hafi framtalsdags er
afhending, viðtaka og sérhver
önnur jfa^stöfun á innkölluðum
peniT^gaseðlum óheimil, að und-
antekinni afhendingu til inn-
lausnar. Framtalsdag og tvo
næstu daga þar á eftir er þó
heimilt að nota 5 kr. og 10 kr.
seðla til greiðslu farmiða og
flutningsgjalds, kaupa á meðul-
um í lyfjabúðum, nauðsynlegri
matvöru í smásöluverzlunum og
þess háttar. Viðtaka seðlá þessa
daga veitir þó ekki viðtakanda
heimild til að skipta seðlum of t-
ar en eitt sinn, sbr. 22. gr.
Um auglýsingu innköllunar-
Innar fer eftir nánari ákvörðun
Landsbanka íslands.
Seðlaskiptin.
Hver sá, sem afhendir inn-
lauVnarstofnun seðla til inn-
lausnar, sbr. 3. mgr. 21. gr., skal
sýna stofnuninni vegabréf sitt
eða nafnskírteini. Þeir, sem ekki
eiga vegabréf, skulú eiga þess
kost að fá nafnskírteini útgefin
:af lögreglustjóra eða hrepp-
stjóra, og skal eigandi skírteinis
rita nafn sitt á það með eigin
hendi". Inn]ausnarstofnun skal
um leið og innlausn fer fram,
stimpla á vegabréfið eða nafn-
skírteinið, að eigandi þess hafi
neytt innlausnarréttar.
Þá skal og sá, sem seðla af-
hendir til innlausnar, undirrita
innlausnarbeiðni. Skal þar
greind upphæð hihnar afhentu
seðlafúlgu fullt nafn áfhend-
sjmda ásamt fæðingardegi og
fæðingarári svo, og heimilisfang
hans. Hann skal einnig greina
heimilisfang sitt við síðasta
skattaframtal, ef annað hefir
verið. Giftar konur, sem sjálfar
afhenda seðla til innlausnar,
skulu auk nafns síns greina
nafn qg heimilisfang eigin-
manns síns.
Hér þurfti að taka hraustlega í spottann
í k/\upstöðum og kauptúnum,
þar sem innlausn fer fram,
skulu einstaklingar, 16 ára og
eldri, afhenda sjálfir seðla sína
til innlausnár, séu þeir um það
færir. Ef eigandi seðla á heima
utan nef,ndra staða, eða sé hann
ekki fær um að afhenda seðla
sjálfur, má hann fela öðrum
manni að innleysa seðlana fyrir
sína hönd, enda afhendi hann
honum nafnskírteini sitt til sýn-
is og. stimplunar í innlausnar-
stofnun. Þeir, sem æskja inn-
lausnar seðla fyrir ,börn innan
16 ára aldurs, skulu, auk þess
að gera grein fyrir sjálfum sér,
eins og áður segir, skýra frá
fullu nafni og heimilisfangi
eiganda- seðlanna, svo óg fullu
nafni og heimilisfangi föður
barnsins eða framfærslumanns.
Innlausnarbeiðni ópersónu-
legra aðila, félaga, stofnana,
sjóða o. s. fr., skal undirrituð af
þeini stjórnarmönnum viðkom-
andi aðila, sem lögum sam-
kvæmt geta skuldbundið hann.
Ekki má sami aðili fá seðla
innleysta * oítar en eitt skipti.
Ákvæði þetta tekur þó ekki til
manna, sem fengið hafa í hend-
ur peningabréf, samkvæmt því
sem áður segir.
Skattyfirvöldin fá
innjausnarbeiðnirnar.
Stofnanir þær, sem annast
innlausn og viðtöku seðla, senda
Landsbankanum allar móttekn-
ar innlausnarbeiðnir, ásamt
hinum innkölluðu seðlum.
Landsbankinn afhendir skatt-
yfirvöldum innlausnarbeiðn-
irnar samkvæmt nánari ákvörð-
un framtalsnefndar.
Nú koma innkallaðir seðlar
fram, eftir að ^innlausnarfrest-
urinn er liðinn, eða eftir að eig-
andi hefir notað réj,t sinn til
seðlsinnlausnar, og skal þá
Landsbanki íslands eða önnur
innlausnarstofnun taka við
seðlunum, ef þess er óskað, enda
fylgi þeim greinargerð um á-
stæður fýrir drættinum. Fjár-
málaráðherra setur, í samráði
við stjórn Landsbankans, reglur
um, að hve miklu leyti bankan-
um skuli heimilt að láta endur-
gjald fyrir slíka seðla.
Á þeim tíma,, sem fjármála-
ráðherra ákveður í samráði við
stjórn Landsbanka íslands, skal
skýrsla uny það gerð, hversu
mikið af innkölluðum peninga-
seðlum hefir komið fram til inn-
lausnar.
Af hagnaði þeim, sem innköll-
unin hefir í för með sér, skal
fjárh/eð, sem svarar til 2%
seðlafjárhæð þeirri, sem í um-
ferð var á framtalsdegi, falla til
Landsbanka íslands. Það, sem
fram yfir kann að verða, rennur
í ríkissjóð.
Falli einhverjar greiðslur í
Gjalddaga á framtalsdegi eða
næstu tvo daga þar á eftir, fær-„
jst gjalddagi þeirra fram um 3
daga.
Tékkar og ávísanir.
Tékka, sem út eru gefnir fyrir
framtalsdag, skal, þrátt fyrir
ákvæði 29. gr. laga nr. 94/1933,
sýna til greiðslu í síðasta lagi
innan mánaðar frá framtals-
degi. Innan sama tíma skal
grSiðslu vitjað samkvæmt ávís-
(Framhald á 4. siðu)
91. blaö
Fyrir nokkru síðan strandaöi hið mikla hafskip, Elísabet drottning, við Englandsstrendur. Þessi mynd var tekin,
þegar dráttarskipin voru að reyna að draga „Drottninguna" á flot.
íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar
í Haukadal 20 ára
Nemendamót í Haukadal um hvítasunnuna,
Íslandsglíman um miðjan júní, ársþing Í.S.f.
í júlíhyr jun
íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar i Haukadal á tuttugu ára
starfsafmæli um þessar mundir. Verður af því tilefni haldið
nemendamót í Haukadal annan hvftasunnudag næstkomandi,
og einnig fer íslandsglíman að þessu sinni fram i Haukadal 15.
júní. Þar verður ennfremur háð ársþing f.S.f. snemma í júlí.
Er það gert í virðingarskyni við það merkilega starf, sem Sigurður
Greipsson hefir unnið fyrir fþróttalífið í landinu með hinum
agæta skóla sínum.
Sigurður Greipsson stofnaði
skóla sinn i Haukadal haustið
1927, og voru þar þarln vetur 12
nemendur. Byrjunarörðugleik-
ar voru þá miklir, en áhugi
brautryðjandans fyrir eflingu
íþróttanna og þá sérstaklega
okkar fornfrægu og fögru íþrótt-
ar, fflímunnar, bjargaði skólan-
um fram úr byrjunarerfiðleik-
unum. Nú er risin upp myndar-
leg skólabygging í Haukadal og
þangað sækja 30—40 æskumenn
hreysti, þjálfun og íþróttaanda
á vetri hverjum. Alls hafa nú
um 500 manns stundað nám í
skóla Sigurðar.
Skólinn starfar þó eins og
kunnugt er aðeins zy2 mánuð
að vetrinum, svo nemendurnir
geti losnað fyrr og komizt í
vinnu.
Með nemendum Sigurðar
Greipssonar hefir borizt heil-
brigður íþróttaandi út um
byggðir landsins, og má óhætt
segja, að nám þeirra í Haukadal
hafi haft varanleg og mann-
bætandi áhrif á þá. Sigurður
Greipsson hefir með íþrótta-
skóla sinum únnið merkilegt
starf, sem hann á þakkir al-
þjóðar skilið fyrir. Hann hefir
Fimmtán námsmeyjar
útskrifast frá Hall-
ormsstað
Húsmæðraskólanum að Hall-
ormsstað var slitið'; 30. apríl
Nemendur voru 33 og luku 15
burtfararprófi.
Forstöðukona skólans, ungfrú
Þórný Friðriksdóttir,. dvaldi á
Norðurlöndum í vetur til að
kynna sér ýmislegt varðandi
starf sitt, en Þorbjörg Berg-
stuðlað að því að gera 500 unga
íslendinga að betri, duglegri og
hraustari þjóðfélagsþegnum, en
þeir hefðu annars orðið. Sér-
stakar þakkir á hann þó ef til
vill skiljLð fyrir það, hve drjúg-
an þátt hann hefir átt í vexti
og viðgangi íslenzku glímunnar
á seinni árum. En hún er sú
þjóðlega íþrótt, er íslendingar
ættu að leggja höfuðkapp á og
metnað sinn í að efla.
Einmunatíð á
Vestfjörðum
Skaf lar lækka um hátt
á annan metra á einni
viku
Einmunatíð hefir verið á
Vestfjörðum síðustu tíu daga.
Var þar víða mikið fannfergi
fyrir, en snjóa hefir leyst ákaf-.
lega ört. í síðastliðinni viku
lækkuð skaflar í Önunadarfirði
til dæmis mikið á annan metra.
Verið er nú að vinna á tún-
um þar vestra, og sauðburður
er byrjaður.
Enn eitt barn
verður undir bíl
Bæjaryfirvöldin verða
tafarlaust að gera rót-
tækar varúðarráð-
stafanir
Sorglegt slys varð á Skúla-
götu í gær, á móts við Vatns-
stíg, er tveggja ára drengur,
Gunnar Reynir Kristinsson,
varð fyrir bifreið og beið þeg-
ar bana.
Var litli drengurinn að leika
sér með félaga sínum, er slysið
varð, en ekki er enn vitað um
nánari atvik að þvi. Málið er í
rannsókn.
Er þetta fjórða barnið, sem
bíður bana af völdum bifreiðar-
slyss á rúmum mánuði.
Þessi tíðu slys eru farin að
valda miklum ugg hjá alþýðu
manna í bænum. Það er miður
glæsileg tilhugsun, ef ganga má
út frá því vísu, að einu barni
sé bani búinn af völdum um-
ferðaslysa í viku hverri. Verður
að krefjast, að bæjaryfirvöldin
taki þessi mál þegar í stað til
röggsamlegrar meðferðar, er
sé meira en kák eitt og yfir-
skin. Einn þátturinn verður að
Aðeins lítils hattar
hræringar í Hvera-
gerði síðustu dægur
En nýir hverir
myndast í síf ellu
Tiðindamaður Tímans átti
símtal við 'Herbert Jónsson
stöðvarstjóra í Hveragerði í gær.
Sagðist honum svo frá, að stór-
um hefði dregið úr jarðskjálft-
unum. Þó voru hræringar við og
við í fyrrinótt og gær.
Alltaf voru að opnast ný og
ný hveraaugu á hverasvæðinu,
ýmist vatnshverir eða leirhverir.
En enginn nýr hver hefir kom-
ið upp utan við gamla hvera-
svæðið. Sums staðar hafa marg-
ir nýir hverir myndazt með eins
og tveggja metra millibili, og
eru þá stundum sinn með hvor-
um lit. Þannig hafa á einum
stað korftið upp þrír nýir hverir
með eins til tveggja metra milli-
bili, og einn rauður, annar grá-
blár og hinn þriðji kolsvartur.
Engin hætta virðist húsum eða
mannvirkjum búin, en sums
staðar hefir orðið röskun á heitu
vatni, sem leitt er í gróðurhús og
ibúðarhús. Einkum eru brögð að
þessu í Gufudal, þar sem einnig
brotnaði mikið af glerjum 1
gróðurhúsum og veggir húsa
sprungu hvað mest.
Það var aftur á móti á mis-
skilningi byggt, er sagt var I
blaðinu í. gær, að hver hefði
komið upp í aðalgötu þorpsins.
Hann kom upp í stíg, sem liggur,
um hverasvæðið.
Vegir í Arnes-og Rang-
árvallasýslum víða
mjög torfærir
Vegir í uppsveitum Árnes-
sýslu og Rangárvallasýslu hafa
verið afarillir yfirferðar sein-
ustu vikuna. Til dæmis hafa
vegir upp Holt og upp á Skeið
verið með því allra versta, sem
þeir hafa orðið, síðan þeir voru
lagðir. Hefir þetta einkum bitn-
að hart á þeim, sem mjólkur-
bilum aka þessar leiðir.
Klaki er ekki enn með öllu
farinn úr vegum, en víða komin
klakaslit.
yera sá, að sjá börnunum tafar-
laust fyrir leikvöngum og gæzlu
þar.
þórsdóttir stýrði skólanum i
fjarveru hennar.
Matreiðsl'ukennari skólans,
ungfrú Vigdís Jónsdóttir frá
Deildartungu, hvarf frá skólan-
um sl. haust, þar sem hún tók
þá við skólastjórn hins nýja
húsmæðraskóla Borgfirðinga,
við Veggjalaug í Borgarfirði. Við
starfi Vigdísar tók ungfrú Guð-
rún Aðalsteinsdóttir frá Vað-
brekku í Hrafnkelsdal.
Heilsufar var gott í skólanum.
| Fæðiskostnaður námsmeyja var
8 krónur á dag.
Tónlistarfélagið efnir til
tónlistarhátíðar í jóníbyrjun
Átta erlendir tónsnillingar munu taka
þátt í henni
Tónlistarfélagið efnir til stórhátíðahalda á 15 ára afmæli sinu.
£n hátíðahöldin eru að öðru leyti tileinkuð 120. ártíð Ludvigs
van Beethoven og standa yfir í tvær vikur. Átta erlendir tón-
snillingar taka þátt í þeim.
A tónlistarhátíð Tónlisarfé-
lagsins í byrjun júní n. k. verða
leikin yfir 20 af stórverkum
Beethovens og hefir ekkert
þeirra heyrst hér áður. Meðal
verkanna eru 18 strokkvartett-
ar, Die Grosse Fugue.-konsertinn
fyrir fiðluleik og symfóniu-
hljómsveit, septettinn o. fl.,
svo og storverk eftir Brahms,
Mozart, Haydn, Schubert, Mend-
elsohn, Bach, o. fl. Verður með-
al annarra verka leikinn kon-
sert Haydns fyrir celloeinleik og
symfóníuhljómsveit og tvö síð-
ustu verk Schuberts og stærsta
verk hans, Oktettinn.
Auk allra hérlendra hljóm-
listarmanna, sem til næst, verQa
þesslir eftirtaldir menn gestir
félagsins í júní:
Adolf Busch. Leikur fyrstu
fiðlu í strokkvartett sínum og
einleik í fiðlukonsert Beethov-
ens og symfóníuhljómsveit.
Prófessor Hugo Gottesmann
frá Vín. Gottesmann stjórnaði i
(Framhald a 4. slSu)