Tíminn - 22.05.1947, Side 3

Tíminn - 22.05.1947, Side 3
92. blað TÍJIIITVX. fimmtndagiim 22. maí 1947 3 Sjötíu og flmm ára: Gunnlaugur Jónasson á Eiði, Langanesi Hann er fæddur í Hlíð á Langanesi 22. maí 1872, sonur Jónasar Jónssonar bónda þar og konu hans, Helgu Þorleifs- dóttur, sem var aðflutt úr Eyja- firði. Eftir lát föður síns flutt- ist Gunnlaugur frá Hlíð að Brimnesi ásamt móður sinni og systkinum, þá 19 ára gamall, og árið 1897 að Eiði, en þar hefir hann átt heima síðan, eða rétt um 50 ár, þótt eigi hafi hann dvalið þar að staðaldri síðasta áratuginn. Vorið 1900 gekk hann að eiga Þorbjörgu Daníelsdóttur Jónssonar bónda á Eiði og hófu þau búskap á þriðjungi jarðar- innar. Þar bjuggu þau hátt á fjórða tug ára með miklum myndarskap. Eindrægni, hlýtt viðmót, geðró og starfsemi ein- kenndu þar allan heimilisbrag. Þar var jafnan gott að koma. Þorbjörg lézt árið 1936, og mun hún jseint gleymast þeim, er hana þekktu. Eftir lát Þorbjargar brá Gunn- laugur búi, enda voru börnin að mestu uppkomin. Þrjú þeirra búa nú á æskustöðvunum. Eru tveir bæir í heimatúnina eins og áður, en auk þeirra ný- býlið Ártún í landi jarðarinnar. Af börnum þeirra hjóna eru níu á lífi (og ein fósturdóttir) og eiga sjö þeirra heima á Langa- nesi. Barnabörn þeirra Gunn- laugs og Þorbjargar eru nú orð- in yfir fjörutíu talsins, þar af um hálfur þriðji tugur heima á Eiði og í Ártúni. Við slíka staði er tengd framtíðarvon íslenzkra sveita. Það er ekki ofmælt að Gunn- laugur á Eiði hafi innt af hendi mikið og gott ævistarf. Búskap hóf hann við fremur lítil efni á túnlitlum og nærri húsalausum jarðarparti. Þriðjungurinn af Eiðislandi var að vísu eign þeirra hjóna, en bústofninn var um 20 ær, einn hestur og leigu- kýr. Varð Gunnlaugur því að stunda vinnu utan heimilis meira og minna fyrstu árin. Lengi vel sótti hann sjó á sumrum eftir því sem ,tíð og tími leyfði. Fljótlega gerðist hann einn mesti athafna- og umbótamað- ur í sveitinni. Varð þá fyrst fyrir að koma upp viðeigandi bæjar- húsum og slétta túnið, en síðar vann hann að.stækkun þess af miklu kappi. Árið 1912 byggði hann fjögur hundruð hesta hey- hlöðu úr steinsteypu, þá fyrstu þar um slóðir. Sá hann fljótt hvers virði það myndi vera, að hirðing af hinu stóra, slétta túni gæti gengið greiðlega og heyin geymst sem bezt og þaS því fremur sem mjög óþurrka- samt er á Eiði og mikil nauðsyn fyrninga. Á síðustu búskaparár- tim sínum var Gunnlaugur bú- inn að tífalda töðufenginn eða vel það, og hafði byggt upp bæ sinn í annað sinn yið hæfi nýrra tíma, ásamt peningshús- um og steyptri votheyshlöðu. Ekki má því gleyma, að þeir Eiðisbændur, Gunnlaugur og Daníel tengdafaðir hans, komu upp i félagi tveim mannvirkjum, sem telja mátti einstök í sinni röð. Hið fyrra var Eiðisbrautin, 4—5 km. upphlaðinn vegur yfir ótræðið í Eiðisskarði, og var það verk hafið árið 1916. Hið síðara, rafveitan, var gert árið 1927 og kostaði stórfé. — Naut Gunn- laugur við búskap sinn og fram- kvæmdir hin síðari ár, mikils- verðar aðstoðar barna sinna, er þau komust á legg, þvi að þau voru þá lengst af heima og lögðu fram lið sitt. Ekki hefir Gunnlaugur verið neinn auðmaður um ævina, enda fyrir mörgum að sjá, en þó kom hann sér upp góðum bú- stofni jafnframt því, sem hann stóð í meiri og minni fram- kvæmdum ár hvert. Allan bú- skap hans einkenndf snyrrti- mennska sú, hagleikur og út- sjónarsemi, sem honum er í blóð borin, samfara miklum dugnaði, áhuga og ósérhlífni. Lét hann hvergi undan siga, enda þótt heilsa hans væri um tíma eigi svo góð sem skyldi. Seint gleymi ég því, hve mikið mér fannst (Framhald á 4. síðu) •að undra, þótt margar tóm- stundir fari til lítils og mörgum verSi hált á þessu svelli. Enda er ekki hægt að neita því, að tóm- stundalíf á þessum stöðum skapar marga þverbresti í fari ungra manna nú á dögum. „Ef starfinu linnir, er hjartanu hætt, öll hvíld er þá drepandi þreyta.“ En hvíldin, ráðleysi tómstundanna og skipulagsleysi lífsins verður þá ekki aðeins drepandi þreyta, heldur brýzt út í sukki og svalli. Það er reynt að svala tómleikanum, sem fyllir sálina, með tóbaksreykingum, áfengisdrykkju, jazzmúsík og öðru slíku. Þó er enginn maður, hvorki karl eða kona, fæddur til að lifa slíku lífi. Það eru lang- oftast hin ytri skilyrði, sem leiða menn, eða hrinda þeim . út í slíka ófæru. Af langri kennarareynslu get i'ég lýst því yfir, að ég hefi aldrei þekkt þann bekk í skóla, er hafði nokkra tilhneigingu til óknytta, óhlýðni eða annarra skólaódyggða, ef honum leið vel 1 skólanum, ef hann hafði kenn- ara, sem var starfi sínu vaxinn og hafði nægilegt starf, sem var þannig búið í hendur hans, að börnunum geðjaðist að því. Þannig er ungu fólki farið yfir- leitt. Það þráir umfram allt starf og gleði. Enginn ungling ur er fæddur með áfengisþorsta eða tóbakshungur. Óuppfylltar þarfir unga fólksins skapa hjá því þessa ímynduðu þörf, ásamt sýktum aldaranda og ljótu og ábyrgðarlausu fordæmi. Ekkert hús er lengi tómt. Ef það er ekki fyllt með einhverju góðu, kem ur hið illa og sezt þar að. Þetta er lögmál, sem ekki verður um- flúið. Hafi unga fólkið ekki tækifæri til að fylla tómstundir sínar með góðu og þroskandi starfi eða skemmtunum, koma hinir illu andar athafnaleysis- ins og fylla hið auða rúm. Á þessu sviði þörfnumst við ein- hverra uppeldisaðgerða, og sjá- um svo til, hvort ekki verður færra af reykjandi og drekkandi kaffihúsa- og kvikmyndalýð, sem er að týna sjálfum sér í eintómu tilgangsleysi. Framhald. Gunnar Widegren: * Ráðskonan á Grund bæði stórt og fallegt kvikindi, sem sigraði hjarta mitt á svipstundu — það er að segja hundurinn. Mér fannst minna til um hinn. — E-há og einmitt, sagði húsbóndinn. Svona er hann — ja-há. — Ef ég má láta mína skoðun í ljós, sagði ég hæ- versklega, þá yrði manni nú eins og dálítið rórra innan- brjósts, ef það væri hundur á bænum, hvort sem hús- bóndinn keypti nú þennan eða einhvern annan. —_Ég er viss úm, sagði Arthúr tvístígandi og drap tittlinga framan í mig, að þið fáið hvergi slikan hund sem þennan. Ég þekki hann Lund, og ég veit, að hann býður fólki ekki annað en það, sem boðlegt er. — O-ne-ei, sagði Lund dimmum rómi. — Hans nafn er frægt meðal allra, sem hafa vit á hundum, og hann hefir fengið verðlaun fyrir hunda- uppeldi og fleiri verðlaun. Það er fullt af verðlauna- bikurum heima hjá honum. — O-ja-á, drundi í komumanni. — Svo mér finnst, að húsbóndinn ætti að þekkjast þetta boð. Það veit enginn, hvað hér kann að gerast í nótt. — O-ne-ei, tautaði Lund. — Mig langar bara mest til að taka hann upp í til mín, sagði Hildigerður hvellum rómi. — E-há og einmitt, sagði húsbóndinn. Jæja — það er þá bezt ég kaupi hundinn. Kvenfólkinu lízt vel á hann, og það kemur hvort eð er mest á það að hirða um hann. Hvað heitir hann? — Skjöldur, svaraði Lund, sem nú sannaði loks, að hann gat sagt fleira en „o-ne-ei“ og „o-ja-á.“ — Það er ágætt nafn, sagði húsbóndinn. En við Hildigerður kynntum okkur Skildi. — Skjöldur — irr, sagði Lund og benti á húsbóndann. Þetta er bóndinn, og honum átt þú að þjóna. Skjöldur dillaði rófunni og leit gáfulegum augum á alla viðstadda. — Og hérna er motta handa þér, og hana átt þú að fara vel með, sagði ég. Skjöldur sletti klónni upp á trýnið á sér eins og hann vildi segja: Hí á stelpuna. — Og þetta er vinnukonan .... sagði Lund. — Mikil afdæmis ósköp, hvein í Hildigerði. Ég er ekki meiri vinnukona en hún, og hefði ég ekki verið hér í dag, væri hún hér ekki heldur. Svo að það er jafnt á komið, hefði ég haldið! — Ég bið afsökunar, sagði Lund, sem féll fúslega frá röngum hugmyndum sínum um stöðu mína á heim- ilinu. Þær eru þá báðar vinnuhjú — sei-sei já, hús- bóndinn hefir efni á því að hafa tvær vinnukonur — o-jú-jú, þá hefir hann líka ráð á því að eiga hund — og þú átt líka að vera góður við þær. Skjöldur gaf til kynna, að hann skildi þetta líka, og síðan skipti lítil ávísun um eiganda, en Skildi var gefið margs konar lostæti og þar með boðinn veíkominn að Grund. Arthúr og Lund voru hresstir á góðum kaffi- sopa. „Fóvetinn,“ sem kom skömmu síðar, naut einnig góðs af örlætj okkar, áður en hann fékk heimfararleyfi og Skjöldur var settur á vörð í hans stað. Nóttin var hin friðsælasta. En þegar birti af næsta degi og ég rumskaði í bóli mínu, heyrði ég, að Hildigerður var í háværum sam- ræðum við húsbóndann. — Ef húsbóndinn vissi, hvað ég veit! sagði hún. — Einmitt, já — e-há, rumdi húsbóndinn þumbara- lega. — Anna er harð-trúlofuð, sú dálitla! — E-há og einmitt. Svo hún er trúlofuð. — Það er hann Kalli á Hóli. — E-há og einmitt — heitir hann Kalli, og er á Hóli. Og með það þrammaði rauðúlfurinn út í garð, en útvarpsstöðin skálmaði inn í eldhúsið, hálf-vonsvikin yfir því að hafa ekki fengið að segja allt, sem henni bjó í brjósti um. þetta hugðnæma mál. E-há og einmitt — heitir hann Kalli, og er á Hóli! Kalli á Hóli hafði verið fyrsta karlmannsnafnið, sem mér flaug í hug, þegar ég sá strokufangann við hænsna- kofann. Ég hafði hugsað mér að hræða hann með því að hrópa eitthvert karlmannsnafn, og þetta var nú tiltækilegast, af því að ég hafði einmitt verið að söngla vísuna um hann Kalla á Hóli, eins og svo margar stúlkur gera. — Nú jæja, ég tek þá Kalla á Hóli — ef ekki til annars, þá til þess að verja mig, þegar næstu biðlar koma. — Hildigerður er þannig gerð, að hún snýr öllu á bezta veg og rekur úr manni alla ólund. Við skulum vona, að þess verði ekki langt að bíða, að hún hafi frætt alla í næstu byggðarlögum um ástir okkar Kalla á Hóli. Fólkið hérna á bæjunum er ekki eins kaldrana- legt og áhugalaust og húsbóndinn á Grund. Auk þess verð ég að meta það að makleikum, að Hildigerður hefir bjargað mér frá bráðum bana. Þegar ég kem heim, ætla ég að kaupa handa henni fallega gjöf fyrir afganginn af sumarkaupinu mínu og kannske eitthvert tillegg úr bankabókinni hans pabba. í drottins ást og friði! Þin Anna Andersson. Getum afgreitt nú þcgar handsáðvéfar „Jalco” fyrlr rófur. Samband ísl. samvinnufélaga Faðir okkar Ólafur Guðmundsson fyrrum ferjumaður á Sandhólaferju, andaðist að Elli- heimili Hafnarfjarðar þriðjudaginn 20. maí. Kjartan Ólafsson Jón Ólafsson. Hjartanlegt þakklæti færum við sveitungum okkar og öðrum vinum, er sýndu okkur hlýhug og vináttu, með því að halda okkur veglegt samsæti á gullbrúðkaupsdegi okkar 13. maí s.l. Ennfremur þökkum við hinum mörgu vinum okkar fjær og nær, er sendu okkur vinarkveðjur og árnaðaróskir. GUDRÚN BJÖRNSDÓTTIR PÁLL HANNESSON GUDLAUGSSTÖÐUM. Innilega þakka ég öllum þeim, er glöddu mig á sextugs- afmæli mínu, mð heimsóknum, skeytum og gjöfum. BENEDIKT BLÖNDAL BRÚSASTÖÐUM VATNSDAL. Sundhöll Reykjavíkur O o o o O O Sundhöllin verður framvegis opin fyrir bæjarbúa o frá kl. 7.30—10 virka daga og 8—3 sunnudaga. Aðgöngumiðasala hættir 45 mínútum fyrir lokunar- tíma. - Stúlkur óskast til Kleppjárnsreykjahælisins i Borgarfirði til aðstoðar við hjúkrun og saumaskap. upplýsingar í skrlfstofu ríkisspltalanna, sími 1765. o o o o O I * < I •iitit Nýr jeppabíll Vil kaupa nýjan eða nýlegan jeppabíl. Guðmundur Tryggvason Símar 5564 og 2353. iitttitittttntttittittttitittittitiiiititiiKttitKttttttiKittiiiiitiitttiiitttitiUtiiimtitiiittiiii Starfsstúlkur og hjúkrunarmenn vantar á Kleppsspítalann. Tppl. í síma 2319. VINNIÐ ÖTULLEGA AB ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.