Tíminn - 22.05.1947, Page 4

Tíminn - 22.05.1947, Page 4
tRAMSÖKNARMENN! Munib ab koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarfíokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 22. MAÍ 1947 92. blað ll i œnum í dag. Sólin kemur upp kl. 4.19. Sólarlag kl. 22.32. Árdegisflóð kl. 7.35. Síðdegis- flóð kl. 20.00. í nótt. Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill,, sími 6633. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjar- skólanum, simi 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apoteki, sími 1616. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Préttir. 20.20 Útvarpshljóm- sveitin (Albert Klahn stjórnar): a) Skáld og bóndi eftir Suppé. b) Raddir vorsins — vals eftir Strauss. c) Preludium eftir Járnefeldt. d) Mars eftir Fucik. 20.45 Dagskrá kvenna (Kvenfélagasamband íslands) Erindi: Björgunarstarf (frú Ingveldur Einars- dóttir frá Grindavík). 21.10 Einleikur á píanó: Verk eftir Schumann (frú Jórunn Féldsted). 21.40 Frá útlöndum (Gisli Ásmundsson). 22.00 Fréttir 22.05 Kirkjutónlist (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Skipafréttir. „Brúarfoss" er í Kaupmannahöfn. „Lagarfoss" fór frá Kaupmannahöfn 20. maí til Gautaborgar. „Selfoss" er á Akureyri í dag. „Fjallfoss" fór frá Vestmannaeyjum 20. maí til Ham- borgar. „Reykjafoss" fór frá Hull 20 maí. „Salmon Knot“ kom til Halifax N.S. 20. maí frá Reykjavík. „True Knot“ kom til Halifax N.S. 18. maí frá New York. „Becket Hitch“ fór frá Reykjavík 17. maí til New York. „Anne“ kom til Reykjavikur 15. maí frá Gautaborg, fer 23. maí til Siglu- fjarðar og þaðan til Hamborgar og Kaupmannahafnar. „Lublin" fór frá Reykjavík 17. maí til Grimsby. „Horsa' fór frá Fáskrúðsfirði 19. mai til Boulogne. „Björnefjell" fór frá Ant- werpen 17. maí, til Leith. „Dísa“ lest- ar i Raumo í Finnlandi um 23. maí. „Resistance" fór frá Leith 17. maí til Reykjavíkur. N afnskráning á innstæðum (Framhald af 1. síðu) Skýrslugjöf Iánsstofnana. Frá og með framtalsdegi er sérhverri lánsstofnun óheimilt að greiða fé út af innstæðu- reikningi, fyrr en hún hefir fengið í hendur innstæðuyfir- lýsingu reikningseiganda. Ávísanir, sem út eru gefnar fyrir framtalsdag, er þó heimilt að færa reikningi útgefanda til skuldar, þótt hann ha*fi ekki enn fullnægt yfirlýsingarskyldu sinni, enda sýni viðtakandi vegabréf sitt eða nafnskirteini. Lánsstofnanir gefa framtals- nefnd skýrslu um allar þær inn- stæður, sem yfirlýsingar hafa' ekki borizt um innan tilskilins tíma samkvæmt framansögðu. í skýrslunni skal greina upphæð hverrar innstæðu, ásamt þeim upplýsingum, sem stofnunin getur í té látið um það, hver eigandi muni vera. Birta skal opinbera innköllun varðandi innstæður þessar og með þeim fyrirvara, er fjármálaráðherra ákveður. Komi eigandi ekki fram, áður en innköllunarfrest- ur er liðinn, rennur innstæðan óskert í ríkissjóð, Refsiákvæði, Nú kemur fram innstæðuyfir- lýsing, eftir að frestur er lið- inn, en fyrir lok innköllunar- frestsins, og getur þá fjármála- ráðherra gert eiganda innstæð- unnar að greiða sekt til ríkis- sjóðs vegna dráttarins, ef ekki þykjá nægar afsakanir fyrir hendi. Sekt má nema allt að 25% af innstæðunni, eftir nán- ari reglum, sem ráðherra setur í samráði við framtalsnefnd. Hver sá, sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gefur rangar eða villandi yfirlýsingar um innstæðueign, skal sæta sektum allt að 200000 krónum. Hlut- deild í broti er refsiverð á sama hátt. Bílaokrið (Framhald af 2. síðu) rúm 40.000,00 krónur. Með næstu skipsferð fékk hann senda nýja jeppa-bifreið til baka eftir sögn þess, sem seldi fyrir hann Dodge-bifreiðina. Margir læknar hafa fengið 2—3 nýjar bifreiðar á rúmu ári og sumir selt þær og bíða eftir einffii til. Sýslumaður einn á Norðurlandi mun hafa getað krækt sér í 2—3 bifreiðar til sölu á svörtum markaði. Á bifreiðastöðina Hreyfill eru/ nú nýkomnar 12 nýjar bifreið- ar. Þar af hefir aðeins tveim- ur verið úthlutað til atvinnu- bílstjóra þar. Hinar 10 eru keyptar á svört- um markaði fyrir 55 þús. kr. stykkið. Það er daglegt brauð, að ýms- ir menn, sem hafa getað logið sér út innflutningsleyfi fyrir bifreið, koma á framangreinda stöð og bjóða leyfi til sölu fyrir 20—30 þúsund krónur. Þá er einnig öllum, sem lesa blöðin, kunnugt um að flesta daga eru fleiri og færri nýjar bifreiðar auglýstar til sölu „ef viðunandi tilboð fæst.“ Sé ekki boðið um 60 þúsund krónur í bifreiðina, er það ekki talið viðunanlegt. Sagt er, að nefnd sú, sem bif- reiðaumboðin kusu til að út- hluta bifreiðainnflutningi síð asta árs hafi úthlutað sjálfri sér 1 bifreið á hvern meðlim og mun það geta kallazt að nota sér að- stöðu sína. Af slíkum trúnaðar- mönnum mun þjóðin eiga full- mikið. Fjöldamörg fleiri dæmi mætti nefna, en þessi ættu að nægja flestum til að sjá, hvílíkt rang- læti hér er framið gagnvart at vinnubílstjórum og öðrum, sem nauðsynlega þurfa á bifreiðum að haþ&ji, og hvílíkt handahófs- og hlutdrægnisverk svonefnd bifreiðaúthlutun er. Þetta ástand hefir skapazt af þVí, að fjárhagui- almennings er góður og að ekki hefir verið hægt að flytja inn svo mikið af bifreiðum, að það fullnægði eft- irspurninni. Framhald. Drekkið Maltko Sjötín og fimm ára (Framhald af 2. síðu) til um stórhug hans og áræði, er ég kynntist honum fyrst sem unglingur. Eins og nærri má geta hefir slíkur maður orðið samfrðamönnum sínum og sveitarfélagi næsta þarfur á lífs-r leiðinni. Han.fi er lika einn þeirra er bæði vilja oj? kunha að leysa annarra manna vandræði. Ótál- in eru handtök hans utan heim- ilis fyrr og síðar. Hefir hann átt mikið við smíði og húsabygging- ar, staðið fyrir vegagerð, og einnig hafði hann með höndum verkstjórn við hafnarbætur á Þórshöfn fyrsta sumarið, sem að þeim var unnið, þá kominn nokkuð á sjötugsaldur. En einn- ig í félagsmálum og sveitar- stjórnarmálum hefir hann verið meðal liögengustu manna, átti lengi sæti í hreppsnefnd og fræðslunefnd, sömuleiðis í stjórn Kaupfélags Langnesinga. Má segja, að hugur hans hafi jafnan verið vel vakandi 1 hverju máli, bæði heima fyrir og einnig í þeim málum, er þjóðarheildina varða. Eins og áður er sagt hætti Gunnlaugur búskap eftir ‘missi konu sinnar, og síðasta áratug- inn hefir hgnn sinnt ýmis kon- ar vinnu svo sem byggingum, vegagerð, fiskvinnu og fl„ enda er hann jafnvígur á margt. Hingað til hefir hann gengið að erfiðisvinnu með yngri mönn- um og sjaldan unnað sér hvíld- ar. Við og við heimsækir hann vandamenn og vini, tekur til hendinni þar sem honum þykir helzt við þurfa og á þar að von- um hlýju að mæta.’f vetur kom hann til Rvíkur í fyrsta sinn til að leita sér lækninga við sjón- depru, og dvelur þar nú um stund. En þó að hann sé nú nokkuð tekinn að lýjast eftir lamgan dag, er áhujginn enn svipaður og áður var, fyrir starfi og lífi á landi og sjó og öllu því, er mannshöndin með hjálpar- tækjum sínum fær til vegar komið. Nú, þegar tóm gefst til, kann hann frá mörgu að segja, sem á dagana hefir drifið í blíðu og stríðu. Það er bjart yfir end- urminningum hans og trú hans á það líf, sem aldrei þrýtur. ___ Margir munu í dag hugsa til hans með virðingu og þökk. G. G. ' oni húnir að læra . . (Framhald af 1. siðu) brenndar voru, voru kennslu- bækur (fjölritaðar) í dönsku og efnafræði auk danskrar kennslubókar i eðlisfræði. Bókabrenna þessi var ekki gerð af andúð til áðurnefndra námsgreina, heldur í mótmæla- skyni við íslenzka námsbókaút- gáfu eð^ m. ö. o„ að skólafólki sé boðið upp á fjölritaða snepla, sem ekki hanga saman hálfan vetur, eða jafnvel kennslubæk- ur á erlendum tungumálum. Þá viljum vér og víta harðlega þann fréttaflutning, er lögregl- an hefir viðhaft í þessu máli, þar eð henni voru allar aðstæð- ur kunnar. Bergmál 2. hefti er komið út. Flytur eingöngu skemmtiefni. í þessu hefti er m. a. Ljósið í turninum, smásaga eftir Valerian Tornius. Ráð undir rifi hverju, frásögn af njósnum seinústu styrj- aldar. Úr heimi kvikmyndanna, fjöldi mynda og greina um leik- ara. Endurfundir, ástarsaga eftir Q. Patrick. Undur tækninnar, fréttir af tæknilegum nýjungum. Kleópatra, síðari hluti af spenn- andi ævisögu. Skógurinn brennur, framhalds- saga eftir J. O. Curwood, og margar fleiri greinar. Nýir kaupendur, sem greiða árgang Bergmáls fyrirfram, kr. 60,00, fá ó k e y p i s bókina Kabloonu, sem seld hefir verið í bókabúðum á kr. ! 62. Tekið á móti áskrifendum hjá BÓKAÚTGÁFU GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR, Hallveigarstíg'' 6A. Sími 4169. (jamla Síó Grunaðnr um njósnir (Hotel Reserve) Spennandi, ensk njósnaniynd, gerð eftir sögu Eric Amblers. ’Aðalhlutverk: James Mason Lucie Mannheim Herbert Loin Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Utjja Síi (vW Shúlayötu) Leyndardómur fornsölunnar („River Gang“) Spennandi mynd og einkennileg Aðalhlutverk: Gloria Jean John Qualen Sýnd kl 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Tjatnatbíó Meðal flökkufólks (Caravan) Afar spennandi sjónleikur eftir skáldsögu Lady Eleanor Smith. .. .J Stewart Cranger, Jean Kent, Anne Crawford Dennis Price Robert Helpman. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. OPN a lækningastofu í Lækjargötu 6 B. Viðtalstími þriðjud. kl. 10—11, föstudaga kl. 4—5 og eftir um- tali. Sími: 5970, heima 1789. Sérgrein: lungnasjúkdómar JÓN SIGURÐSSON dr. med. ‘Ctf <& PQ £ £ Þ-. o3 40 o3 '5 £ o3 a. . .a <& ÖD £ P 40 s u <3 r£ o co £ 40 •H <D bfi bD o o3 £ aJ 5 <D ‘<D 'O £ <D CO s 03 <Q £ o3 £ <D „FarmalS’” Höfum fyrirliggjandf á „FARMALL“ dráttarvélar Ljósaútbúnað með tilheyrandi startara og geymum KEÐJUR — REIMSKÍFUR Samband ísl. samvinnuf élaga :::jj:j«::«jj«:::jj::j::j:j:k:j:j:j«jj::jjjj«jj:jjjjj:j:jjjjj:j«::jjj:jjjjjjjjjj:jjjjjj:«j«u::: UTBREIÐIÐ TIMANN Hin nýja útgáfa íslendingasagna Innan örfárra daga kemur út seinni hluti íslendingasagna. Hafa enn bætzt við nýjar sögur frá því, sem upphaflega var lofað svo að nú eru í útgáfunni samtals 127 sögur og þættir og þar af 33 sögur og þættir, sem ekki eru í fyrri út- gáfum og 8 þeirra hafa aldrei verið prentaðir áður. Þeir áskrifendur sem ekki hafa fengið fyrri hluta sagnanna eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra í Bókaverzlun Finns Einarssonar Austurstræti 1 eða í skrifstofu íslendingasagnaútgáTunnar í Kirkjuhvoli, sími 7508. Enn er hægt að eignast útgáfu þessa á lága verðinu með því að gerast áskrifandi. Öll bindin kosta aðeins kr. 300,00 óbundin en kr. 423,50 i vönduðu skinnbandi. Þvi aðeins eignist þér allar íslendinga sögurnar að þér kaupið þessa útgáfu. MUNIÐ: Ekki brot, heldur heildir. Saman í heild, það, sem saman á. tJJJJKJJJJJKJKJJJKJKJJJJJJJJKJJJJJJJJKJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJKJJKJJKKJJ Ég undirrit..... gerist hér með áskrifandi að íslendingasögum íslendingasagnaútgáfunnar, og óska að fá þær bundnar, óbundnar. Nafn islendingasagnaútgáfan Heimili Póststöð pósthólf 73, Reykjavík. ÍSIMIXCASACMtTGÁFAN Pósthólf 73, Reykjavík. : jjjj jj:j jjjjjjjj jjjj jj jjjj jj jjj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.