Tíminn - 07.06.1947, Blaðsíða 3
103. blað
TfMHVTV. laugardaginn 7. júní 1947
SEXTXJG
Gubrún Jónsdóttir
GuðrúnarstoBum
í dag er Guðrún á Guðrúnar-
stöðum í Vatnsdal 60 ára.
Guðrún fæddlst 7. dag júní-
mánaðar 1887 að Öxl í Þingi.
Foreldrar Guðrúnar voru þau
Stefanía Guðmundsdóttir og
Jón Jónsson, er .lengi bjuggu
myndarbúi að Öxl í Þingi. Þau
foreldrar Guðrúnar eignuðust
9 mannvænleg börn og eru 7
þeirra enn á lífi. Guðrún ólst
upp með foreldrum sínum, og
naut góðrar uppfræðslu í
heimahúsum, eftir því sem þá
gerðist. Um tvítugs aldur fór
hún til Reykjavíkur og nam þar
hannyrðir og matreiðslu. Eigi
festi Guðrún yndi í Reykjavík
og hvarf fljótlega aftur til
heimahaganna.
Árið 1919 giftist Guðrún Guð-
mundi Magnussyni bónda á
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, og
hefir heimili hennar siðan verið
þar, og í minningu kunningja
hennar mun hún ávalt verða
Guðrún á Guðrúnarstöðum.
Hjónaband þeirra Guðrúnar
var með ágætum. En árið 1937
varð Guðrún fyrir þeirri þungu
sorg að missa mann sinn. Þeim
hjónum hafði orðið 4 barna
auðið 3 dætra og 1 sonar. Eru
þau öll á lífi og dvelja nú í
Reykjavík.
Þegar Guðrún missti mann
sinn, voru börn hennar það ung,
að ?j.ún treystist eigi til að halda
saman búinu að Guðrúnarstöð-
um, og varð því að bregða búi.
En svo margar hugljúfar minn-
ingar átti GuðrUn bundnar við
Guðrúnarstaði, að þar fannst
henni bezt að dvelja. Nokkru
eftir lát síns ágæta eiginmanns
seldi hún jörðina Guðrúnar-
staði Lárusti Björnssyni í
Grímstungu. Muh það hafa ver-
ið þungt skref að stíga því svo
vænt þótti Guðrúnu um jörð-
ina, þar sem hún hafði starfað
sín manndómsár með ástríkum
eiginmanni. Á Guðrúnarstöðum
vildi Guðrún dvelja, og gerðist
þvi bUstýra hjá Lárusi er rak þar
^^^^^^^¦^^¦^^^^^^^•^•^^^•¦^•^^¦^^^•^•^¦¦^¦^^^^¦^•^¦^¦^¦^¦^^•^•^¦¦^¦^•^¦^•^¦^¦^¦^¦¦^¦¦^¦^
¦-'¦
bú um skeið. Síðar varð hún
ráðskona hjá Eysteini, bróður
Lárusar, sem hóf búskap á
Guðrúnarstöðum þegar ^Lárus
hætti að reka þar bú.
í vetur hefir Guðrún dvalizt
hjá dóttur sinni í Reykjavík, en
oft mun hugurinn hafa leitað
heim í dalinn fagra, og heimili
sitt mun Guðrún ávalt telja á
Guðrúnarstöðum.
Guðrún frá Guðrúnarstöðum
er 'með afbrigðum vinföst kona
og traust í skapgerð, enda'hefir
hún ávallt notið virðingar allra
þeirra, er henni hafa kynnzt.
Á þessum tímamótum í lífi
Guðrúnar munu margar hug-
heilar árnaðaróskir berast þess-
ari «raustu og heilsteyptu konu.
Við gömlu sveitungarnir
þökkum GuðrUnu fyrir öll þau
ár er við höfum þekkt hana sem
húsfreyju á Guðrúnarstöðum og
árnum henni allra heilla um
ókomin ár.
Vatnsdælingur.
út á íslenzku. Þetta er gagnmerk
bók og ættu allir, sem kynnast
vilja þróun tónlistar og fleiru,
sem að henni lýtur, að kaupa
hana og lesa. Er þarna gefið í
aðaldráttum, skýrt yfirlit yfir
sögu tónlistarinnar, allt frá
dögum fornkirkjunnar til okkar
daga. Nótnadæmi eru til skýr-
ingar frá ýmsum tímum. Þegar
líða tekur á miðaldir, fer að
koma skriður á þróun þessara
mála og er það hliðstæða við
sögu þekkingarinnar. Hver snill-
ingurinn tekur við af öðrum og
umbætir til hliðar eða fram á
við. í bókinni, þó ekki sé stór,
er minnst á margt er að tón-
mennt lýtur, svo sem hljóðfæra-
gerð á ýmsum tímum, hljóð-
færastillingu, stefnur í tónlist
og fleira. Er hUn þvi mikill feng-
ur fyrir alla þá, er vilja fræð-
ast eitthvað um þessa listgrein.
Saga tónlistarinnar er einn
þátturinn 1 menningarsögu
mannkynsins og sérlega mennt-
andi. Hún er þáttur í hinni
miklu framvindu, er hefur
mannkynið til aukins þroska. —
Bókin er á ágætu íslenzku máli,
enda er Hallgrímur ritfær vel,
.svo sem kunnugt er.
III.
Að lokum ber að minnast þess,
:að á þessu ári hefir „Gígjan"
gefið út „Tíu lög til söngs og
leiks" eftir Hallgrím Helgason.
Hefst það á lagi við „Sláttuvís-
ur" Jónasar Hallgrímssonar,
„Fellur vel á velli." Er lag þetta
raddsett fyrir blandaðan kór og
mjög frumlegt. Verður það mik-
ils metið, þegar þjóðlagastefn-
an í tónlist íslendinga fer að
festa rætur. „Yfir sveitum tíbrá
titrar" og „Guðbjörg í dal," eru
Ijómandi lög, hið síðara með
rómantisku ívafi. Eitt af beztu
lögunum í heftinu, er lag við
„íslendingaljóð" Jóhannesar úr
Kötlum, „Land míns föður
landið mitt." Mun það verða
mikið sungið við hið ágæta ljóð
Jóhannesar.
Öll eru lögin í þessu hefti at-
hyglisverð. Þau eru eins og önn-
ur tónverk Hallgríms, sönn og
áhrifamikil, missa ekki marks,
eru skapandi list. Sést þarna
sem viðar ljóslega, að hann get-
ur brugðið upp margvislegri
fjölbreytni og hefir á valdi sínu
hinar ýmsu stefnur I tónlist,
þó að undirölduna sé oftast að
finna frá hinum Islenzku þjóð-
lögum.
Gott er að fá þarna framan
við heftið, skrá yfir þau verk
Hallgríms, sem út eru komin og
er óskandi, að bráðlega verði I
framhaldi af þeim, meira gefið
út Ur handritíisafni hins mikil-
hæfa og mikilvirka tónhöf
undar.
Hvenmum í Hvera-
gerði fjölgar enn
í Hveragerði er aftur að kom-
ast kyrrð á. Jarðskjálfta hefir
ekki orðið vart þar að undan-
förnu, p^ hverasvæðið er enn
þá að færast út. Er jafnvel bú-
izt við því að yfirgefa þurfi enn
tvö IbUðarhús.
Síðan umbrotin hófust á
hverasvæðinu, hafa margir ný-
ir hverir komið upp. Nýtt líf
hefir færzt 1 gamla hveri.
tttttt
Gunnar Widegren:
RáMonan á Grund
— Hvað? sagði ég og hlammaði mér á stól. Hvað ertu
að segja, Hildigerður?
— Ég segi, að þú hefðir átt að taka honum Jóhanni
I Stórholti. Það er ekki dags-daglega, sem fólki býðst
að eignast soddan jörð. Hugsaðu bara um akrana þar
— og búpeningurinn eftir því! Tarfarnir hans hafa
hvað eftir annað fengið fyrstu verðlaun á sýningum,
og svo hefir verið skrifað um þá og prentað í blöðunum,
og allt eftir þessu. Ég hefi ekki séð fallegri tarf en
þann skjöldótta, sem við héldum undir I vor, og þvl
segiég það, að þú hefðir átt að taka Jóhanni. Þú hefðir
bæði orðið me$hjálparafrú og hreppsnefndarmannsfrú,
þvfað Jóhann verður þetta hvort tveggja áður en langt
um líður. Sjálf hefðirðu ekki þurft að dýfa hendi þinni
í kalt. Þú hefðj£ ekki ejinu sinni þurft að rífast í vinnu-
konunum, því að það gerir hún móðir hans — þú hefðir
getað flatmagað á legubekknum í stássstofunni eða
sleikt sólskinið allan guðslangan daginn. Hugsaðu bara
um, hverju þú hefir kastað frá þér, aulinn þinn.
— Já — en góða .... umlaði ég sg vissi varla hvaðan
á mig stóð veðrið..
— Já, þú hefir hagað þér eins og kjáni, og allir liggja
þér á hálsi fyrir gikksháttinn. Móðir hans Jóhanns er
orðinn svarinn óvinur þinn. HUn fer bæ frá bæ og hall-
mælir þér við hvurn mann, því að hUn segir, að Jó-
. hann hefði aldrei farið að elta Gunnu í hjáleigunni,
sem einu sinni var kaupakona I Stórholti og eignaðist
með honum krakka, ef þU hefðir ekki hryggbrotið
hann. Hann segist ætla að eiga hana, en móðir hans
vill það ekki, og Jóhann hefir rekið hnefann 1 eldhiís-
borðið, rétt fyrir framan nefið á móður sinni, og sagt,
að hann skuli eiga Gunnu. Og hann sagði: Ef þú lætur
ekki undan, fer ég frá Stórholti og tek Gunnu með
mér og tek jörð á leigu — þetta sagði hann, og það
meira að segja I áheyrn vinnukonunnar. Kerlingin
segir, að þetta sé allt þér að kenna, því að þú hafir ekki
viljað eiga Jóhann — þú hafir leitt ógæfu yfir heimilið
— en það sé heldur ekki furða, því að þú sért vist af
Sígónaættum ....
— Hildigerður! hrópaði ég til þess að stöðva þennan
orðaflaum. Slökktirðu í kjallaranum, áðan þegar þú
komst upp?
— Jesús minn, sagði Hildigerður. Því gleymdi ég
áreiðanlega. Ég verð að hlaupa niður og gæta að því.
Þegar hún kom upp aftur, var ég auðvitað á bak og
burt, og þannig slapp ég við að hlusta á framhald
ræðunnar I það skipti. Ég fór Ut I garð og tók til græn-
meti I kvöldmatinn, en ekki get ég neitað því, að ég var
talsvert annars hugar, eftir allt sem ég hafði fengið
að vita.
En nú verð ég að segja þér einhverja skemmtilegrt
sögu. Ætti ég til dæmis að segja þér af því, þegar við
Hildigerður fórum að veiða vatnakrabba.
Vatnið hérna er nefnilega sannkölluð krabbanáma.
Sjálf höfum við borðað krabba hvað eftlr amjiað —
stóra, ljUffenga og feita krabba, sem matreiddir hafa
verið og borðaðir á ótal vegu. Auk ]?ess hefi ég saltað
heilan hestburð. Hvað mikið við höfum selt, þori ég
' ekki einu sinnl að áætla.
Hérna um kvöldið áttum vlð vinnukonurnar á Grund
að fá að fara með I eina veiðiferð. Við höfðum fyllt
stóran malpoka af smurðu brauði, kökum og soðkökum.
Hólm liðsforingi bjó til kaffi á margar flöskur, og það
var kaffi, sem enginn þurfti að skammast sín fyrlr.
Við hældum honum á hvert reipi, og hann fetti sig og
bretti eins og kalkúnhani og endurgalt okkur hrós-
yrðin með mergíuðum sögum af veiðiferðum slnum á
sjó og landi. Og hann hefir bæði stundað fiskveiðar og
mannaveiðar, eins og Slmon Pétur forðum og orðið vel
ágengt, ekki síður en honum.
Við Hildigerður kveiktum eld, sem við hjúfruðum
okkur við, þvi að það var kalt i veðri þetta kvöld, og
þess á milli hlupum við niður að vatninu og réttum
karlmönnunum hjálparhönd við að tæma háfana. Ég
get sagt þér, að það voru krabbar, sem vert er um að
tala, er veiddust I þetta sinn. Hiisbóndlnn áleit fyrir
sitt leytl, að það værum við, sem værum svona veiðnar,
en Hólm sló þann varnagla, að tálbeltan, sem hann
hafði sjálfur fundið, myndi eiga sinn þátt i aflanum.
Krabbar hafa aldrei verið sólgnir i lambakjöt^- sagði
hann — nei, þeir vilja fá eitthvað til bragðbætis, þótt
það sé annars gott, þar sem það á við. Beitan ha,ns var
líka sannkölluð tálbeita —-frá sjónarmiði vatnakrabba.
Hann bauð þeim sem sé hálfUldið íkornakjöt, sem hann
hafði hellt yfir terpentínu. Eftir fáeina klukkutíma
var búið að fylla fjóra kassa af fallegustu- kröbbum,
og auk bess höfðu allir þeir vænstu verið látnir í sér-
staka köníw. Þá átti að legijja til heimilisins.
Arthúr hafði komið til okkar um kvöldið, en farið
heim að Grund og lagzt fyrir á legubekkinn í skrlfstofu
husbóndans, eins og hyggnum og forsjálum bílstjóra
ber að gera. En hann hafði á sér góðan vara, því
að hann ætlaði með aflann til borgarinnar um nóttina,
auk bess sem hann þurfti að sækja meira á fleiri bæi.
Hildigerður ljómaði eins og fægður tinkoppur 1 tungls-
ljós, þegar hann kom til okfcar og settist við eldinn,
C'-j'-» -»'* *-«- »~n—r— r— *~*-m-*r .*- <-i# ^i#-#i^i#i#i^ *- f^rr«-^-rr<-f 4-4-*-r<"f rmrf rrrrj
13 bindi fyrir kr. 423.50
Hin nýja útgáfa íslendingasagna eln, býður yrður allar
íslendinga sögurnar. Þar eru 33 sögur og þættir sem ekkl
eru í fyrri heildarútgáfu og af þeim hafa 8 aldrei veriff
prentaffir áffur.
Því aðeins eignist þér allar Islending* sögurnar, að þér
kaupið þessa útgáfu.
Gerist strax áskrifendur og vitjið bókanna í bókaverzlun
Finns Einarssonar, Austurstræti 1.
lendingasagnaútgáfan
| Pósthólf 73, Reykjavík.
Aðvörun
til hesta- og saufffjáreigenda í Hafnarfirði og nágrenni.
Samkv. 57. og 58. gr. lögreglusamþykktar Hafnarfjarðar
er bannað að láta hesta og sauðfé ganga laust á kaup-
staðarlóðinni. Er því skorað á alla, sem hesta og sauð-
fé eiga að hafa það í öruggri vörslu, ella verða þeir
látnir greiða skaðabætur og sæta refsingu lögum sam-
kvæmt.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Guðmundur I. Guðmundsson.
Til sölu Fordbifreið
model 1937 meö nýlegri vél og 6 manna husi.
Allar nánari upplýsingar gefa. Rögnvaldur Helgason og
Jón Gunnarsson, Borðeyri.
—,------~~------n
^k of this Clean, Family Newspaper
^j^ The Christian Science Monitor
'Free from crime and sensational news . . . Free from yoiitícal
Was ... Free from "special interest" control .. . Free to tell you
the truth about world events. Its own world-wide staff of corre-
spondents bring you on-the-spot news and its meaning to yott
and your family. Each issue fiUed with unique self-help features;
to clip and keep.
I
The Chrlstian Sdence Fablishlr.g Socioty
One, Norway Street, Bcston 15, Wfess.
? Pleate se»4 samþle copiet f
of Tie Cbristian Scieace l
Monitor. i
Street.
CttT.
PB-3
? Please send a one-mcmlb
trial subscription. I et$-
close $í
¦ ¦¦MHXl
\
Snjókoma í Kaupmannahöfn
i vetur, er kuldarnir og snjókoman var mest í Danmörku, var oft svo dimmt
af hríö, að illa sást niillí trjánna við' göturnar f Kaupmannahöfn, elns og
þessi myntl sýnir.