Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 3
106. blað TtMIIVN. flmmtudagiim 12. júní 1947 3 MINNINGARORÐ: f* Aðalbjörg Grjótnesi Síðastliðinn vetur lézt að heimili sínu, Grjótnesi á Sléttu, fyrrverandi ljósmóðir, Aðal- ®^)jörg Pálsdóttir. Aðalbjörg sáluga var fædd að Laugaseli í Suður-Þingeyjar- sýslu 30. okt. 1870, dóttir hjón- anna Páls Guðmundssonar af Brúnagerðisætt og Guðrúnar Jónatansdóttur frá Ljótsstöðum í Laxárdal. Þrátt fyrir fátækt braust Að- albjörg til náms á Laugalands- skóla og lauk þar námi 18 ára gömul, en Laugaland var á þeim árum helzta athvarf fyrir nám- fúsar ungar stúlkur í norður- sveitum. Að loknu námi fluttist hún til systur sinnar, Borg- hildar Pálsdóttur húsfreyju á Oddsstöðum á Sléttu. Um þær mundir vantaði ljós- móður í hið strjálbyggða og erf- iða umdæmi Presthólahrepps. Varð það að ráði, að Aðalbjörg færi til Akureyrar til að nema þar ljósmóðurfræði. Þó þessi unga stúlka væri talin fínbyggð og eigi heilsuhraust, þótti það ekki nema sjálfsögð prófraun, að hún færi gangandi norðan af Sléttu til Akureyrar, um há- vetur. En Aðalbjörg stóðst þá raun og námið einnig með á- gætum, kom heim aftur um vor- ið með full ljósmáðurréttindi, hófst þá hennar langa og merka starf, sem lengi mun minnst norður hér; hún var starfandi ljósmóðir í 33 ár, og auk víðáttu- mikils umdæmis, var hennar oft leitað bæði úr Axarfirði og Þistilfirði. Aðalbjörg var mjög skyldu- rækin í starfi, ávallt ferðbúin á fáum mínútum, er hennar var leitað, og spurði aldrei um veð- ur né færð, hvorki á nótt eða degi, en hitt bar þó næstum enn meir af, nákvæmni henn- ar, öryggi og sálræn áhrif við hjúkrun sængurkvenna og ann- arra, er hennar leituðu, enda vildu konur, er til þekktu ó- gjarna þurfa annarra að leita í þeim efnum. Svo mikil gifta fylgdi starfi hennar sem ljós- Pálsdóttir á Sléttu móður," að engin kona dó af barnsförum eða eftirstöðvum fæðingar af öllum þeim fjölda kvenna^ er hún vitjaði á löng- um starfstíma, og læknis mun nær aldrei hafa verið leitað, enda lítið um lækna hér nær- lendis á þeim árum. Árið 1900 giftist Aðalbjörg eft- ^rlifandi mannji sínlum, BHrni Guðmundssyni á Grjótnesi. Varð heimili þeirra fljótt orðlagt fyr- ir rausn og híbýlaprýði, enda voru* þau hjón samyalin um mannkosti, svo að til þeirra var auðsótt öllum nauðleitarmönn- um, hvort heldur var um hjúkr- un eða aðra aðstoð. Þau Björn og Aðalbjörg eign- ; uðust 5 börn, sem öll eru á lífi, Guðmund, Gunnar og Baldur, bændur á Grjótnesi, Jóhönnu, konu Hólmsteins Helgasonar oddvita á Raufarhöfn, og Borg- • þór, skrifstofustjóra í Reykja- vík. Bera þau öll hinn bezta vot\ uppeldi og ættar. Á efri árum tóku þau Grjót- nes-hjónin til fósturs tvö börn, sér fjarskyld, sem misst höfðu móður sína, og veittu þeim það uppeldi, er þau ávallt muna og : þakka, að verðleikum. Aðalbjörg var tekin að eld- | ast, er kvenfélag voru stofnuð hér um slóðir, en varð þó þegar áhugasamur meðlimur í þeim félagsskap, og skyldi til fulln- ; ustu gildi þess til þroska og ; -- (Framhald á 4. síðu) Úr Rangárvallasýslu (Framhald af 2. síðu) urinn af þeim tvíhöfðaða hugs- anavaðli. Þá er grein eftir A. J. John- son um Heklugosið 1845. Það er ' mest ritgerð frá þeim tíma, hvað öskufall varð mikið í nálægð Heklu o. s. frv. „Þá datt engum í hug að flýja“, segir greinar- höfundur. Það er enn ekki útlit fyrir, að margir fari eða flýi i burt. Jú, tveir bændur á Rang- árvöllum fara í burtu í vor, ann- ar fer beinlínis vegna öskufalls og eyðileggingar, en hinn var á- kveðinn í að hætta áður en Hekla gaus. Enn fremur fer einn bóndi úr Fljótshlíðinni. Um Eyfellinga veit ég ekki, en senni- lega fara þeir ekkijnarglr. í niðurlagi áminnstrar grein- ar, er höfundur harðorður vegna margs konar vitleysu fólksins, heldur að mönnum sé ekki sjálf- rátt o. fl. o. fl. Ég læt hann al- veg um það, en mér heyrist víða hafa verið á boðstólum jarðir í vetur og vor, þó engin aska hafi verið því valdandi, e*ida er það mjög eðlilegt, þetta fáa fólk, sem er enn þá í sveitunum, er að gefast upp á erfiðleikunum, víðast eru einyrkjar, sem engan dag hafa frían til hvíldar hvað þá meir. í sambandl við þetta ætla ég að segja A. J. Johnson eina smásögu, er skeði hér í Rang- árvallasýslu fyrir fáum áratug- um. Sagan er á þesa leið: í Seljalandsseli við Eyjafjöll bjuggu ung hjón. Bóndinn hét Jón Kristjánsson. Á þeim tíma var árferði líkt og venja er til hér um slóðir, en talið var, að búskapur í Selinu hefði ekki verið meir en í meðallagi og ekki leið á löngu að bóndi þessi hætti búskap og flytti að sjó. Þá var hvorki eldgos eða ösku- fall og miklu hægara að fá fólk vil vinnu en nú, þó flúði þessi maður frá landbúnaði. En það skyldi nú ekki vera, að það kæmi úr hörðustu átt, þegar A. J. J. fer að kasta grjóti að bændum, þó þeim detti í hug, að erfiðleik- ar séu framundan og hafi jafn- vel á orði, að þeir verði að flæmast frá jörðum sínum. Nú væri tækifæri fyrir ménn eins og Á. G. E. og A. J. J. að fá sér jarðir á öskufallssvæð- inu og sýna i verki og fram- kvæmd, að gott sé að búa á .sandi, sennilegt þætti mér, að þeir gætu fengið sína jörðina hvor á Rangárvöllum. Það ætti að nægja þeim í bili, þó þeir kunni að vera miklir búmenn. Dalakarl. - i* í Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund um um leið og hann seig ofurhægt niður á gólfið með því, sem á honum var. En við þessi síðustu loft- köst höfðu krabbarnir loks losnað, og húsbóndinn not- aði líka tækifærið til þess að hypja sig brott. En ekki var allt búið. Hildigerður rak upp nýtt ang- istaróp. — í-i-í-í-í — þessi kvikindi eru líka komin í rúmið mitt! Þetta reyndist rétt vera. Undir sitjandanum á Hildigerði iðaði heljarstór krabbi, og á gólfinu voru margir á skriði. Við tíndum nú saman alla þessa stroku- fanga og hentum einum, sem húsbóndinn hafði stig- ið ofan á, í ruslafatið. Meðan við vorum að þessu, sagði Hildigerður mér næturævintýr sitt. Hún hafði náttúrlega steingleymt að láta körfuna niður í kjall- ara, en í stað þess skilið hana eftir loklausa á eldhús- gólfinu. Krabbarnir höfðu notað tækifærið og lagt af stað í skemmtigöngu í tunglskininu. Þrír þeirra höfðu sennilega skriðið upp horn á lakinu, sem lafði niður á gólfið, og tveir af þeim flækt sig í hinu mikla hári Hildigerðar með þeim afleiðingum, sem lýst hefir ver- ið. Það var í sjálfu sér engin furða, þótt stúlkukind- inni yrði bylt við, þegar hún vaknaði við þessa krabba- innrás í hlýtt og friðsælt bólið, þegar hana var að byrja að dreyma elskhuga sinn, enda hafði hún hlaup- ið upp í svefnrofunum og æpt allt hvað af tók, rétt eins og hnífur hefði verið rekinn í hana. Við bjuggum nú rambyggilega um hina lífseigu krabba. Hildigerður hreiðraði um sig á gólfinu, og brátt færðist aftur friður mildrar nætur yfir menn og krabba á Grund. Fleira hefir ekki gerzt, sem í frásögur sé færandi, en ;á sunnudaginn kemur ætla Hildigerður og Arthúr að /setja upp hringana. Þá verður hér hóf mikið. Veizlu- :gestirnir verða fyrst og fremst sjálf hjónaefnin, en :auk þeirra foreldrar Hildigerðar, móðir Athúrs og Hólm, sem ætíð er sjálfsagður eins og prestslambið. Þessi sunnudagur verður honum þó þungbær reynslu- •stund, þar eð húsbóndinn mun ekki veita vín né aðra :áfenga drykki með tilliti til viðhorfs Arthúrs til þess lífselexírs. Hér verður sem sagt ekki drukkið neitt Sestaröl. Það mátti gerla sjá á svip Hólms, hvernig honum ■var innanbrjósts, þegar honum var tjáð þessi ákvörðun, svo að húsbóndanum fannst tryggara að itreka vilja .'Sinn: — :Það verður sem sagt ekkert vin á borðum og eng- iinn skápur opinn og engir vasapelar heldur, vona ég. — A-ha, sagði Hólm. En það skaltu vita, bróðir sæil, ,a@ ég fæ mér ærlega brjóstbirtu, áður en ég fer :að heimán. \ — E-há, ja-há, sagði húsbóndinn. Svo verð ég auðvitað að lokum að óska þér góðs rgengis í nýju stöðunni. En góða vinkona — reyndu lekki að útvega mér starf. Ég hafði lagt drög að ýmsu hér og þar, en ég er bara hræddust um, að einhver verði nógu grunnhygginn til þess að gína við þeim ó- heillaflugum. Því lengur, sem það dregst, þeim mun betra. Ég get alls ekki farið héðan í bráð, þvi að nú fer ávaxtauppskeran í hönd, og einhver verður að matbúa það, sem blessuð trén gefa af sér. Greinar þeirra svigna nú undan þunga safaríkra epla og pera — ef þú vissir bara, hve perurnar eru fallegar i ár! Ég hefi ásett mér að leggja mig alla fram við að búa til eplamjöð úr eplunum, sém slitnað hafa niður — amma kenpdi mér, hvernig fara ætti að því, —, og svo ætla ég að tæla húsbóndann til þess að brugga dálítið af ávaxtavíni. Hver heldur þú, að geti hugsað um kennslukonustöðu og þess háttar hégóma, þegar ;annað eins verkefni er fyrir, höndum hér á Grund? 'Ég er með öndina í hálsinum, í hvert skipti sem Jó- hann í pósthúsinu kemur, því að kannske ber hann í tösku sinni bréf, ^em bindur enda á þessa indælu sumardvöl mína á Grund. Ég lýk þvi þessum pistli með þá bæn á vörum, að undirrituð eigi enn eftir að skrifa þér mörg bréf. • Þln Anna Andersson. Hjartans engillinn minn! 5$5S$$$$$555Í$5$$S5555555S5$$555555$5$5$555$5$5$$$555$$5$$$Í5555SÍ5SÍÍ5«»ÍS«ÍS$ 555555555S55S5555555555555555555555555555S55555555555555555555555555555S55S5SÍ Hringurinn hefir ákveðið að gera sérstakar ..ráðstafanir til að efla barnaspítalasjóð sinn með því safna sem flestum styrktarfélögum,- Styrktarfélagar - greiða 100 kr. árstillag í þrjú ár. Ef nógu margir gerast styrktarfélag,ar rís barnaspítalinn brátt af grunni. Hringurinn heitir því á alla, unga og gamla, að styðja hann í þessu starfi með því að gerast styrktarfélagar og hvetja aðra til þess. Þar sem hér er um velferðarmál barnanna að ræða, fer vel á því, að foreldrar innriti börn sín sem styrktarfélaga. Hringkonur annast innritun styrktarfélaga í Soffíubúð miðvikudaginn og næstu daga frá kl. 10—6. # Einnig má alla daga hringja í síma 3146, 3680, 4218, 4224 og 4283, þar sem líka verður tekið við nýjum styrkt- arfélögum. R.f Eimskipafélag tslands. Arður fyrir árið 1946 Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 7. þ. m., sam- þykkti að greiða hluthöfum 4% — fjóra af hundraði — í arð fyrir árið 1946. Arðurinn verður greiddur í aðalskrif- stofu félagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum þess um land allt, gegn framvísun arðmiða. Ennþá eiga allmargir hluthafar eftir að-sækja nýjar arðmiðaarkir fyrir árið 1943—1961. Eru það vinsamleg til- mæli félagsins, að hluthafar sæki arðmiðaarkirnar hið fyrsta, en þær eru afhentar gegn framvísun arðmiða- stofnsins, sem fylgir hlutabréfum félagsins í Reykjavík, stofnunum er ennfremur veitt viðtaka hjá afgreiðslu- mönnum þess um land allt. Þá skal á það minnt, að arðmiði er ógildur, ef ekki hef- ir verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár ’eru liðin frá gjalddaga hans. ö H.f. Eimskipafélag tslands. TILKYNNING Vegna sumarleyfa verður AÐALSKRIFSTOFA Áfengis- verzlunar ríkisins á Skólavörðustíg 12, ásamt EDNAÐAR- og LYFJADEILD lokað frá mánudegi 14. júlí til laugardags 26. júlí, að báðum dögum meðtöldum. Sérstaklega er vakin athygli á lokun iðnaðar- og lyfja- deildar hina tilgreindu daga, 14.—26. júlí. Áfeiigisverzlun ríkisins. Auglýsing um arðsúthlutun Samkvæmt ákvörðun aðalfundar verður greiddur 4% arður af hlutabréfum bankans fyrir árið 1946. Arðmiðar verða innleystir í aðalbankanum í Reykjavík og í útibúum hans á venjulegum skrifstofutíma. Ttvegsbanki tslands h.f. Nú eru Hildigerður og Arthúr búin að setja upp hringana, og ég hefi sjaldan séð hjónaefni ljóma eins ;af hamingju. Það var sönn unun að horfa á þau bæði tvö. Það er áreiðanlega ekki neinn brúðarbeygur í Hildigerði minni. Foreldrar Hildigerðar ljómuðu líka, og móðir Arthúrs ljómaði — ekki sízt, þegar húsbónd- inn stóð upp, mælti fyrir minni hjónaefnanna og spáði Arthúri hinni glæstustu framtíð og hældi hygg- indum hans á hvert reipi. Hólm ljómaði, þvi að hann hafði búið sig rækilega undir þetta áfengislausa hóf, áður en hann fór að heiman, húsbóndinn ljómaði, að minnsta kosti rauði lubbinn, Skjöldur ljómaði, því að hann fékk öll beinin úr hanasteikinni, Ásta-Brandur Skrifstofur Vatns- og Hitaveitunnar verða lokaðar eftir hádegi fimmtudaginn 12. júní vegna jarðarfarar. Vatns- «g Hitaveta Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.