Tíminn - 17.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1947, Blaðsíða 2
2 l lMIMV. þriðjudagimi 17. jiiiii 1947 109. blað E*riðiudagur 17. júní Eftir þrjú ár í dag eru liðin þrjú ár frá stofnun islenzka lýðveldisins. Það er ekki illa tilfundið að nota þetta tækifæri til að staldra við og íhuga það, hvort þessi þriggja ára timi hafi verið notaður til að styrkja lýðveldið í sessi og auka veg þess og virðingu. Það var bjart yfir framtíð þjóðarinnar fyrir þremur árum. Að vísu var allmikil verðbólga i landinu, en þó ekki meiri en svo, að hún mátti teljast vel við- ráðanleg. Afkoma ríkisins og at- vinnuveganna var mjög sæmileg og hinar miklu inneignir erlend- is gáfu vonir um stórfelldari framfarir eftir styrjöldina en þjóðin hafði nokkru sinni þor- að að láta sig dreyma um. Nú er viðhorfið allt annað. Svo illa hefir þessi tími verið notaður, að trauðla mun hægt að finna hliðstætt dæmi í allri íslandssögunni. Á þessum tíma hefir verðbólg- an verið mögnuð svo, að allir sjóðir ríkisins og atvinnuveg- anna eru uppétnir og ekki virð- ist annað bíða framundan en hrun og stöðvun og það áður en stríðsverðið fellur á afurðun- um. Öllum hinum miklu gjald- eyrisinneignum hefir verið eytt og byrjað að safna gjaldeyris- skuldum. Aðeins lítið brot af gjaldeyriseyðslu seinustu ára hefir farið til raunhæfrar ný- sköpunar. Eftir lýðveldisstofn- unina gafst þó alveg sérstakt tækifæri til að stöðva verðbólg- una, þegar setuliðsvinnan hætti, en skammsýni þeirra, sem réðu stjórnarforustunni, var svo mik- il, að flanað var áfram á ógæfu- brautinni með meiri hraða en nokkuru sinni fyrr. Eq. afleiðingar verðbólgunnar eru fleiri en þær, sem ógna þjóð- arafkomunni. Það er hægt að kenna hin ljótu fingraför henn- ar á flestum sviðum þjóðlífsins. í skjóli verðbólgunnar héfir risið upp fjölmenn stétt brask- ara og milliliða, sem hefir van- izt á mesta óhófslifnað og krefst að mega lifa því lífi áfram á kostnað hins vinnandi almenn- ings. Fyrir þessa stétt hefir verðbólgan fyrst og fremst ver- ið búin til og erlenda gjaldeyr- inum eytt. í þeim.átökum, sem bíða framundan, mun þessi stétt neyta allra bragða til þess að geta haldið óbreyttum lifnaðar- háttum. Vinnandi stéttirnar auka vitanlega kröfurnar til að fá einnig sinn skerf þeirra gæða, sem þær sjá eyðslustéttirnar búa við. Afleiðingin verður sí- vaxandi kröfusýki, síminnkandi þegnskapur, hatursfull stéttaá- tök og hvers konar siðferðileg ó- áran. Hin siðferðilega óáran, sem jafnan er fylgifiskur verðbólg- unnar, blasir nú næsta ömurleg við, hvert sem litið er. Gálaus- legasta meðferð fjármuna, sem einkennir m. a. stóran hluta æskulýðsins, er eitt merki henn- ar. gvívirðilegasta okur, sem alltof margir temja sér, án minnstu blygðunar, er annað tákn hennar. Léleg vinnubrögð og vinnusvik, sem tíðkast orðið í alltof ríkum mæli, rekur ættir sinar til sömu uppsprettu. Öm- urlegasta afleiðingin er þó hin sívaxandi áfengisnautn, sem eyðileggur heilsu, líf og ham- ingju fleiri manna en nokkuru sinni fyrr í þessu landi. E^igi þjóðin að bjargast úr þessari andlegu og fjárhagslegu VETTVHNGUR ÆSKUNNflR MÁLGAGN SAMBAMDS UNGRA FRAMSÓMARMANM. — RITSTJÓRI: JÓ\ HJALTASON. „Illa er komið íslending” ÓLAFIJR HALLDÓRSSOIV, STUD. JUR.: Minni Jóns Sigurðssonar í dag er þriffji afmælisdagur íslenzka lýffveldisins og stofnunar þess er minnzt hátíðlega um allt land. Hver íslenzkur fáni blaktir viff hún og gleffi ríkir í hug. En um Ieiff og viff fögnum frelsi og sjálfstæffi mlnnumst viff í þökk og virffingu mannsins, sem mest og bezt barðist fyrir sjálf- stæffi fslands og færffi íslenzku þjóffinni dýrari gjafir en affrir menn. — Jón Sigurffsson var sómi íslands, sverff og skjöldur, og minningin um hann og starf hans á aff vera okkur það áfram — þess mun viff þurfa. — Grein þessi er erindi, sem flutt var á hátíðinni á Akureyri 17. júní í fyrra, en hún á eins vel við nú og þá. í dag eru liðin 135 ár síðan sá maðurinn er fæddur, er við ís- lendingar eigum öðrum fremur að þakka, að við erum frjáls og fullvalla þjóð. Þessi maður er Jón Sigurðsson. Nafn Jóns Sigurðssonar er tengt frjálsri, íslenzkri þjóð ó- rjúfandi böndum. Forysta hans í frelsisbaráttu þjóðarinnar og margra ára barátta hans fyrir því að gera íslendinga að þjóð, sem verðskuldaði frelsi og full- veldi, var með þeim ágætum, að hver einasti íslendingur nefnir nafn hans með virðingu og minning hans mun verða i heiðri höfð, meðan frjáls hugs- un þrífst á íslandi. Það var því að mínu áliti mjög snjallt að velja fæðingardag Jóns Sigurðs- sonar til löglegrar stofnunar ís- lenzka lýðveldisins — fyrir tveimur árum, því að með því var minningu Jón Sigurðssonar veitt sú afmælisgjöf, er öllum íslendingum ber skylda til að gera henni verðuga. Þegar lýðveldisfáninn íslenzki var dreginn að hún á Þingvöll- um 17. júní vorið 1944 og vakti I huganum minningu tíbrár úti í bláum fjarskanum eða regn- þvéginna fjalla og hvítra jökla á íslenzkum vordegi, þar sem hann bylgjaðist fyrir stormi og regni, fór hrifningaralda um alla þá, er til sáu, og varminn frá eldum þeirra hugsjóna, sem þarna voru að verða að veru- leika, þurrkaði áhrif óveðurs og kulda burt úr skynjuninhi. Þá hygg ég, að margir hafi minnzt Jóns Sigurðssonar og baráttu hans með þakklæti og lotningu. óáran, sem hún hefir sjálf skap- að sér, m. a. vegna oftrausts á nokkrum skammsýnum stjórn- málaleiðtogum, verður viðnám- ið og endurreisnin að koma taf- arlaust. Það verður að skera niður hvers konar okurstarfsemi og óhófslifnað, sem er frumrót þeirrar óhamingju, sem hér er orðin. Það verður að koma á réttlátri skiptingu þjóðartekn- anna, svo að hver togi ekki sinn skika án tillits til þjóðarhags- muna. Það verður að leiða sann- an dugnað, ráðdeild og reglu- semi til öndvegis á ný, en hætta að dýrka þá, sem safna sé? fjár- munum með hrekkjum og svik- semi og verja þeim síðan til ó- hófslifnaðar. Það þarf að láta jafnréttishugsjón og bræðra- lagsanda samvinnunnar móta sem allra flest starfssvið þjóðfé- lagsins í stað hinnar skefjalausu samkeppni, sérdrægni og stétta- átaka. Það verður öruggasta leið íslendinga til þjóðarsjálfstæðis, velmegunar og sannrar menn- ingar. Þegar Jón Sigurðsson kom fram á sjónarsviðið var Dana- konungur einvaldur á íslandi. Þjóðin var fátæk og lítt mennt og hrjáð af útlendum kaup- sýslulýð. Óáran stjórnarfars og veðráttu hafði á undanförnum áratugum dregið kjark og dug úr miklum hluta almúgans, en þó höfðu komið fram nokkrir menn, er telja mátti afbragð annarra og reyndu með ræðu og riti ag hvers konar störfum að vekji þjóðina til dáða og lyfta henni upp, og ruddu braut nýj- um hugsunum og nýjum hreyf- ingum. Það má því með nokkr- um rétti segja, að vor hafi verið í lofti, því að vorhugur var að grípa um sig í hjörtum þjóðar- innar. En það var víðar en á íslandi, sem voruhgur nýrra tíma sveif yfir vötnunum. Um alla álfuna leystust frelsishreyfingar úr læðingi á fyrri hluta 19. aldar. Nokkrir menn höfðu rænt eldin- um frá Olympstindi valdhaf- anna og komið þjóðunum í skilning um, að þær væru ekki skuldbundnar til að hlýða öðru valdi en þvi, er þær sjálfar kysu. Gamla sagan um guðdómlegan uppruna valdsins var svipt sauðargærunni, svo að úlfurinn kom í ljós. Þegar Jón Sigurðsson hóf starf sitt, hafði hann hina ágæt- ustu samstarfsmenn við að gróðursetja þessar frelsishug- sjónir í brjóstum íslendinga, og má þar sérstaklega geta Fjöln- ismanna. Ef til vill voru þeir Jónas Hallgrímsson betur fallnir til að kveikja eld hugsjónanna en Jón Sigurðsson, en hann var aftur raunsærri og snjallari at- hafnamaður, er gera skyldi þær að veruleika. Það, starf, sem baráttumenn íslendinga unnu í þágu þjóðar- innar á 19. öld og framan af 20 öldinni, allt þar til lokamarkinu var náð, verður seint fullþakkað eða fullmetið, og ég efast um, að nútíma íslendingar geri sér þess fulla grein, hvað í raun og veru hafði á unnizt. Þjóðin var leyst úr helfjötrum þeim, sem danskir kaupmenn höfðu haldið henni í um áratugi. Til þess að ná því marki þurfti ekki aðeins þrautseiga baráttu við stjórnarvöldin, heldur varð einnig að svipta þeirri blekk- ingarhulu frá augum þjóðarinn- ar, að dönsku kaupmennirnir gerðu það af náð og miskunn að hætta sér yfir hafið með mat- björg til íslendinga. í „Nýjum félagsritum," er Jón Sigurðsson stóð að, flettu bæði hann og aðrir svo rækilega ofan af þess- ari blekkingu, að hún varð ónýtt vopn í hendi kaupmanna. Þannig var barátta Jóns Sig- urðssonar alltaf tvíþætt. í fyrsta lagi, að koma þjóðinni í skilning um rétt sinn og fá hana til að hefjast handa og í öðru lagi að fá dönsku stjórnina til að ganga að kröfum íslendniga. Það er aðdáunarvert, hvernig Jón Sigurðsson hélt á málunum í þessari baráttu sinni. Eldheit eggjunarorð hans til þjóðarinn- ar rötuðu leiðina til hjartans og vöktu þjóðina til dáða og metn- aðar jafnframt því sem þau kveiktu glóð frelsishugsjónanna eða blésu svo að þeim kolum, að upp reis sú hreyfing, er danska stjórnin varð að láta undan að lokum. Þegar við íslendingar í dag minnumst Jóns Sigurðsson- ar, megum við gjarnan r§nna huganum að baráttuáðferðum hans, því, hver vopn hann valdi sér, og hvers hann virti þann málstað, er hann barðist fyrir. Allir hafa heyrt getið þolgæði hans og festu, er á einfaldan, en áhrifamikinn hátt kom fram í einkunnarorðum hans: „Eigi víkja“. En fyrst og fremst barð- ist hann alltaf með fullkomnum drengskap. Ég hygg, að hvergi sé að finna' hrakyrði eða níð i ritum Jóns Sigurðssonar, er hann hafi stefnt að dönsku þjóðinni, eða áróður, er miðaði að því, að vekjá hatur meðal íslendinga í garð Dana. Jón Sigurðsson var svo mikill drengur og mat mál- stað sinn svo mikils, að hann valdi sér aldrei slík vopn lág- mennskunnar. Þessa mættu þær sjálfstæðishetjur okkar íslend- inga nú í dag mi'nnast, er hyggj - ast slá sig til riddara og vinna ættjörð sinni þarft verk með því að rægja erlendar þjóðir í ræðu og riti, ár eftir ár og dag eftir dag, bæði skyldar þjóðir og fjarskyldar í austri og vestri. Það eru ekki slík vopn, sem við fáum varið sjálfstæði vort með á komandi árum. Ef við hyggjumst afla góðum málstað brautargengis, verðum við að velja okkur vopn, er hon- um sæma. Ódrengileg bardaga- aðferð vinnur sjálfum mál- staðnum meira tjón en and- stæðingnum, því að lýðurinn, bæði samtíð og niðjar ókominna alda, dæmir hvern og einn og málstað hans eftir þeim vopn- um, er hann velur sér. Það er einmitt vegna þess, hve drengi- lega Jón Sigurðsson barðist, að hann má kallast sönn hetja, hetja, sem aldrei hirti um hylli lýðsins, en fylgdi því einu, er hann áleit sannast og réttast. Það var þess vegna, að hann varð sómi íslands. En gegn hverju barðist Jón Sigurðsson í raun og veru? Hann barðist gegn hinni æva- fornu en jafnframt síungu til- hnéligingu hins sterka til að kúga hinn veika. Hann barðist gegn yfirráðastefnu þjóðar, sem af misskildum metnaði hélt, að sér myndi horfa til frægðar og farnaðar að ráða yfir öðrum. þjóðum. Hann barðist gegn hin- um eilífa bölvaldi mannkynsins og friðspilli þjóðanna, óréttin- um, sem segir, að einni þjóð leyfist að eiga aðra. Þessi bar- átta Jóns Sigurðssonar leiddi til Fyrir nokkru barst mér í hendur eitt tölubl. af „íslend- ingi“. Kenndi þar ýmissa grasa og ærið misjafnra. Ein síða blaðsins er eignuð S.U.S. Nokkr- ir greinastubbar birtast þar nafnlausir og munu eftir rit- stjórann. Þar er ungpm Fram- sóknarmönnum eignaður fremsti dálkur. í honum er hrúgað sam- an ýmsum fjarstæðum, sem hin- ir eldri og reyndari ritstj. íhalds- blaðanna hafa japlað á mánuð- um og jafnvel árum saman þótt ekki hafi þær sérstaklega verið tengdar ungum Framsóknar- mönnum fyrr en nú. Unglingur- inn við „íslending“ virðist hafa gleypt þessi fræði í fullkomnu grandaleysi og má af því marka hversu varasamt er að hafa ljótt fyrir blessuðum börnunum. Ritstj. er raunamæddur yfir því, að Jón Hjaltason skuli hafa talið íhaldsfl. byggðan upp af auðjöfrum og „spekulöntum." Vel mætti ritstj. hugleiða, að rök J. H.. fyrir þessari staðhæf- ingu eru sterkari en svo, að þeim verði eytt með því einu, að telja þau „níð“, „fúkyrði“, og sleggju- dóma. Útaf fyrir sig er þa^ síður en svo að lasta, að einstaklingarnir séu vel efnum búnir. Það er enginn stærri glæpur til en fá- tæktin, segir Laxness í Sölku Völku. Hitt er þjóðarskaði að lífskjör manna séu mjög mis- jöfn. Og það er þjóðarskömm, að gera ekki allt, sem unnt er, til þess að jafna þau. Verulegur hluti af þjóðarauð okkar ís- lendinga er í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Auðnum fylgir alltaf^vald og valdið er háskagripur í höndum óhlut- vandra og eigingjarnra sérgæð- inga. Flestir eiga stóreignamenn pólitískt sveitfesti í „Sjálfstæð- isflokknum." Margir þeirra hafa með höndum alls konar at- vinnurekstur. í gegnum hann eiga þeir oft auðvelt með að hafa áhrif á skoðanir undir- manna sinna og afstöðu þeirra á sigurs fyrir Islenzku þjóðina. En frá sjónarmiði alls mann- kynsins væri ef til vill hægt að segja, að vatnsdropa hefði verið stökkt á elda helvítis, þegar til- raun var gerð til að gera hug- sjón frönsku stjórnarbyltingar- mannanna um frelsi, jafnrétti og bræðjralag að veruleika hjá um hundrað þúsund manna þjóð. En með sigrinum í frelsis- baráttunni var annað og meira að gerast, og það er ekki aðeins mikilvægt íslending- um, heldur öllum þjóðum, er þjáðust undir oki erlendrar kúg- unar, því að sigur hafði unnizt á drottnunarandanum, hinum sameiginlega óvini allra þeirra, sem frelsi unna. Baráttumenn íslendinga höfðu undir forystu Jóns Sigurðssonar tekið við frelsiskyndlinum frá öðrum þjóðum. Þeir báru hann með sæmd, og hann logaði bjart í höndum þeirra. íslendingar geta því borið höfuðið hátt í hópi þeirra þjóða, er hrifið hafa fjöregg sitt, frelsið, úr höndum kaldrifjaðra yfirdrottnara, og frelsishetju þeirra, Jón Sigurðs- son, má tvímælalaust telja meðal þeirra hetja mann- kynsins, er fórnuðu ævidegi sin- (Framhald á 4. slOu) kjördegi. Er á allra vitorði að þvílíkum þokkabrögðum er þrá- faldlega beitt þótt slíkt verði kannske sjaldnast sannað fyrir dóm^tólum. StjórnmátaíHbkkiar eru fjárfrek fyrirtæki. Sá flokk- ur, sem sterkasta hefir fjárhags- aðstöðuna, stendur, að öðru jöfnu, bezt að vígi. Og íhalds- menn horfa ekki i herkostnað- inn. Þeningamennirnir vita sínu viti. Það er ekki út í bláinn gert fyrir þeim, að bera fyrir brjósti kosningasjóð „Sjálfst.fl. Stjórn- málabaráttan er að verulegu leyti hagsmunatogstreyta. Og í þeim átökum geta gróðamenri treyst sínum flokki. Peningar þeirra ávaxtast ekki annars staðar betur en í kosningasjóði „Sjálfst.fl.“ Ritstj. segir að ungir Fram- sóknarmenn heiti kommúnist- um hlutleysi þar til náð sé sam- starfi við þá og fari þar eftir bendingum frá hinum marghat- aða Hermanni. „Vettvangur æskunnar" hefir komið út fjórum sinnum. f þessum tbl. er þannig vikið að kommúnistum, að sérstaka tegund af hæfileik- um þarf til að leggja slíkt út sem hlutleysisyfirlýsingu. Satt er það að vísu, að ekki skorti unga íhm. orðaskakjið í garð komma. Og aldrei er það nema maklegt, að íhaldið fái að þreyta draugaglímu við sinn eigin upp- vakning. Það sem kommúnistar eru í dag eiga þeir íhaldinu fyrst og fremst að þakka. Það studdi þá til valda i verkalýðsfélögun- umum. Það reiddi þeim hvílu í ráðherrastólunum með þeim af- leiðingum, að aðstaða þeirra til hvers konar skemmdarverka og skammarstrika er nú auðveld- ari en nokkru sinni fyrr. Og loks er það alkunna, að ýmsir íhalds- þingmenn óskuðu ékki annars heitar s.l. vetur en komast enn á ný í eina sæng með ,-,útsendur- um Stalins“. Ég held að ritstj. ætti að siða sína eigin sálufélaga — ef það skyldi vilja til að þeir tækju eitthvert mark á honum — áður en hann fer að ávíta Framsóknarmenn fyrir synd- samlegar hneigðir til samstarfs við kommúnista. Ritstj. ungra ihaldsmanna bjástrar mikið við að telja les- endum ,trú um að íhaldsæskan gegni því sem þeir kalla „for- ustuhlutverki í baráttunni við kommúnismann.“ Mega þeir til- burðir heita rpemlausir. En það eru ekki eða verða íhaldsmenn, hvorki ungír né gamlir, sem lið- tækastir reynast í átökum við austræna trúboðið. Til þess að eyða áhrifum kommúnista end- ist hvorki innihaldslítil orða- froða, fánalist í Heimdallarstll né nazistadrengir með „hreinar hugsanir". Ekki heldur „brenn- andi ofstæki“ eins og eitt sinn var predikað í íhaldstímariti Magnúsar dósents. Til þess þarf þjóðhollt, vökult og fórnfúst umbótastarf, sem íhaldsmenn, samkv. pólitísku eðli sínu og for- tíð, eru manna ólíklegastir til að ljá lið, heldur þvælast fyrir og torvelda það á allan hugsan- legan hátt. Væntanlega gefst síðar tæki- færi til að rifja hér upp afstöðu íhaldsmanna til ýmissa þjóð- þrifamála, bæði að fornu og nýju. Magnús H. Gislason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.