Tíminn - 24.06.1947, Qupperneq 4

Tíminn - 24.06.1947, Qupperneq 4
FRAMSÓKNARMENN! 4 Muníð að koma í flokksskrifstofuna REY KJAVÍií ■4 Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 24. JtHÍ 1947 113. blað Af hverju kjósa? ... (Framhaid af 3. slOuJ á kjörstað 13. Júlí n. k. og aetja X íyrir framan nafn Jóns Glsla- sonar. Sajntaka um það Vestur- Skaftfellingar. Slgurjón Skaftason, Fossi: Hver verður þingmað- ur Skaftfellinga? Sunnudaginn 13. júlí i sumar elga aS fara fram kosningar til Alþingls 1 A.-Skaptafellssýslu, þar eS þlngmaður kjördæmis- ins, Gisli Sveinsson, hefir lagt niður þingmennskuumboð sitt, sökum brottfarar stnnar úr hér- aðinu. En hann verður, sem kunnugt er, sendiherra íslands í Noregi. Nú er framboðsfrestur liðinn, og að sjálfsögðu hafa allir flokk- ar boðið fram. Um framboð Sósí- alista og jafnaðarmanna þarf naumast a#, ræða, því svo fylg- islausir munu þeir reynast hér i þetta sinn. Aðalbaráttan verð- ur þvi, eins og áður, á milli Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Nú er hér í kjöri fyrir Fram- sókr\arflokkinn mætur bóndi, sem heima á i kjördæminu, Jón Gislason í Norðurhjáleigu, vel greindur maður og mjög álitlegt þingmannsefni, sökum marg- háttaðra hæíileika sinna, á- kveðinn samvinnumaður, sem ó- hætt er að treysta til þess að verða góðuf málsvari sinnar stéttar á þingi og utan þess. Enda hefir framboði hans ver- ið mjög vel tekið hér i sýslunni af bændum og samvinnumönn- um, sem munu verða nógu marglr til að tryggja það, að Jón Gíslason komist á þing. í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn er Jón Kjartansson, ritstjóri Morgunblaðsins. Hann sáu Sjálfstæðismenn hér 1 sýslunni liklegastan til að halda saman fylgl Gisla Sveinssonar — og atundum verður mönnum að trú sinni — en ekki alltaf, og svo mun reynast í þetta sinn. Nú verða kjósendur hér í sýsl- unnl undir smásjá alþjóðar I aambandi við þessar kosnlngar, og það verður ábyggilega eftir þvl tekið hvernig bændur þessa héraðs kjósa nú. Skaptfeliskir bændur mega ekki bregðast sjálfum sér — og þess vegna kjósa þeir Jón Gisla- son á þlng. Sveinn EinarMMm, Reyni: Kosningin í Vestur- Skaftafellssýslu í sumar eiga fram að fara aukakosningar til Alþingis i V.- Skaptafellssýslu. í fljótu bragði virðast þessar kosningar hvorki merkilegar né þýðingarmiklar, og ekki líkar til að hafa teljandi áhrif í stjóm- málalifi þjóðarinnar. En ef bet- ur er að gáð, tel ég þó sérstaka ástæðu fyrir kjósendur að vega og meta gaumgæfilega stjóm- m^laviðburði siðustu ára, á- stand og horfur í fjármálum innan lands og utan, ástand og horfur i atvinnumálum þjóðar- innar með tilliti til afkomuvona framleiðslunnar til sjávar og svoita. Þvl, »f kjósondumir tru vakandi og í raun og veru ljóst hverjar skyldur lýðræðið leggur þeim á herðar, krefst lýðræðið þess af hverjum kjósanda, að hann taki hispurslausa afstöðu, með atkvæði sínu, til þess, hvernig með mál þjóðarinnar er farið á hverjum tíma, án til- 11 ts til þess, hvort kjósandinn var fylgismaður þess flokks eða flokka eða ekki, er með völdin hafa farið. Atvikin hafa hagað því þann- ig, að við Skaptfellingar verðum nú fyrstir til þess að fella með atkvæði okkar dóm um það, sem gerzt hefir í tíð fyrrverandi stjórnar. Við skulum hiklaust gera okkur það ljóst, að rétt- látur dómur okkar aðeins, getur haft undramátt til bjargar því, sem bjargað verður eftir stjórn- málaófarir síðustu ára. Sennilega gefst nú betra skil- yrði til rólegrar íhygli heldur en þegar almennar kosningar fara fram, og því meiri likur til, að okkar dómur verði sannari og í meira samræmi, en ella, við það, er okkur finnst sannast og rétt- ast. Við skulum nú athuga dálítið hvernig er umhorfs í fjármála- og atvinnulífi þjóðarinnar, er fyrrverandi stjórn lætur af völd- um, eftir hið mesta fjárafla- tímabil, sem gengið hefir yfir þetta land. Allri þjóðinni er nú í fersku minni atburðirnir á síðastliðn- um vetri, er Alþingi neyddist til að grípa tíl hinna mestu ör- þrifaráða, er sagan getur um hér á landi, og ég hygg þó að víðar væri leitað, til bjargar sjávarútveginum, er þá virtist vera að stöðvast, vegna þess, að dýrtíðin í landinu hafði magn- azt svo gífurlega, að fram- leiðsluverð fisksins var komið í það verð, að jafnvel hálfsvelt- andi þjóðir í nágrannalöndun- um sáu sér ekki fært að kaupa fiskinn fyrir framleiðsluverð. Stjórnum allra hernumdu þjóð- anna tókst betur í þessu efni en okkar ríkisstjórn, svo að þær geta nú framleitt fyrir brot af þvl verði, sem við getum fram- leitt fyrir, þótt þær væru rúnar inn að skinni, bæði soltn- ar og klæðlausar, en við lifðum við allsnægtir. Á sama tíma var þá fleira að verða uppvíst, sem reynt var þó að dylja þjóðina í lengstu lög. Innstæður þjóðarinnar í erlend- um gjaldeyri voru þrotnar. Fyrr- verandi ríkisstjórn var þá búin að koma í lóg á annan milljar'5 í erlendum gjaldeyri. Slik sóun og öngþveiti í framleiðslumál- um, er hér dæmalaus, og má aldrei koma fyrir oftar. Að því eigum við kjósendur í Vestur- Skaptafellssýslu að stuðla með atkvæði okkar í sumar. Nú við þessar aukakosningar hafa allir flokkarnir, fjórir, boð- ið fram, þótt ekki komi til greina nema annar fulltrúinn af tveim- ur, fulltrúi Framsóknarflokks- ins eða fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. , Af hálfu Sjálfstæðisflokksins er bofjinn fram Jón Kjartansson, ritstjóri Morgunblaðsins. Jón Kjartansson er frambjóðandi flokksins, er veitti þeirri ríkis- stjóm forustu, er sat við völd á meðan erlenda gjaldeyrinum var eytt, og á sama tíma sem sú öfugþróun varð tilfinnanlegust, er gerði það að verkum, að sjáv- arútvegurinn var að komast í strand, og ber Sjálfstæðisflokk- urinn því langsamlega mesta á- byrgð á því hvemig komið er. Jðn Kjartansson er ritstjóri blaðsins, sem skeleggast allra blaða Sjálfstæðisflokksins hefir lagt blessun sina yfir verk fyr- verandi ríkisstjórnar, og er hann því tvímælalaust samsek- ur um framferðið. Okkur ber því að fella þennan frambjóðanda, því að sagan mun sakfella þá kjósendur, er með atkvæði sínu efla flokk hans. Svo auðsæ er sekt Sjálfstæðisflokksins. Af hálfu Framsóknarflokks- ins er nú í kjöri Jón Gíslason bóndi í Norðurhjáleigu. Öll þau ár, er fyrrverandi stjórn sat að völdum, var Fram- sóknarflokkurinn í stjórnarand- stöðu, og allan þann tima hefir Framsóknarflokkurinn varað þjóðina við þeirri stefnu stjórn- arinnar, er nú hefir leitt til þess, sem orðið er. Flokkurinn hefir sí og æ varað þjóðina við síauk- inni dýrtíð og gert ítrekaðar til- raunir á Alþingi til að koma í veg fyrir hana, en jafnan verið ofurliði borinn. Sama er að segja um fjármálin. Þó að þessi tvö mál hafi verið höfuðbar- áttumálin, hefir þó margt fleira komið til greina, svo sem eins og hin meingallaða tryggingar- löggjöf, o. fl. Eins og kunnugt er, hafa svo að segja allir kjósendur í Vest- ur-Skaptafellssýslu atvinnu af landbúnaði, eða vegna landbún- aðarins, sem þar er rekinn. Hag- sæld landbúnaðarins er því hag- sæld allra íbúa héraðsins., Það ætti því að vera sérstakt á- nægjuefni öllum í kjördæminu, að nú hefir valizt í framboð einn okkar ágætasti bóndi, er hefir alið hér aldur sinn frá fæðingu og barist sömu baráttu og við hinir. Hann byrjaði ungur búskap í einni af harðbýlustu sveitum sýslunnar, og hefir staðið, ásamt sveitungum sínum, í stórræðum við stórvötn og jökulhlaup. Þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæð- ur hefir Jón, ásamt konu sinni, komið fram mjög mannvænleg- um barnahóp. Sveitungar hans hafa lengst- um hlaðið hann trúnaðarstörf- um fyrir sveitina, svo og sam- vinnumenn sýslunnar, sem hafa falið honum hin þýðingarmestu trúnaðarstörf. Jón Gíslason er einn þeirra manna er harðnar við hverja raun, og vex af störf- um sínum, og því meir, sem þau eru þýðingarmeiri. Við skulum því ótrauðir fela honum umboðið, til þess að fara með mál héraðsins á Alþlngi og ráða þar fram úr þeim vanda, sem óstjórn síðustu ára hefir komið þjóðinni í. Aðalfundur (Framhald af 1. slOu) þess annast félagið alla mjólk- urflutninga Mýrdælinga. Á fundinum kom fram almenn óánægja með Almannatrygg- ingalögin, og að breytingar á þeim væru alveg óhjákvæmileg- ar strax á næsta ári. Fyrirspurn Undirritaður beiðist skýringar á, hvort um hafi verið að ræða gáleysi, þá honum voru veittar 1000 krónur af fé því, sem ætlað var íslenzkum skáldum og lista- mönnum á síðastliðnu ári — eða gleymsku háttvirtrar úthlutun- arnefndar, að honum hefir engu verið úthlutað á þessu ári. Sé hið fyrrnefnda rétt, óskar hann að greiða Alþingi téða upphæð aftur, svo að hann sé því ekki skuldugur um neitt nú né síðar. Kaupmannahöfn, Langdraget 13, 17. júní 1947. Þorstelnn Stefánsson. (jatnla Síó SKIPAUTG6RD RIKISINS Ferðir flóabáta:' i i Skagafjarðarbátur M.b. „Mjölnir“ fer frá Siglu- firði til Hofsóss og Sauðárkróks kl. 7.00 árdegis alla þriðjudaga og laugardaga og til Haganes- j víkur kl. 10.30 alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, fyrst um sinn. En til baka fer bát- urinn eftir komu áætlunarbif- reiða. Húnaflóabátur M.b. „Harpa“ fer frá Ingólfs- firði alla þriðjudaga og föstu- daga um Strandahafnir inn til Hólmavíkur. í þriðjudagsferð- inni fer báturinn einnig inn til Hvammstanga. Til baka frá Hvammstanga og Hólmavík fer báturinn eftir komu áætlunar- bifreiða. Skáldsagan KAPÍTÚLA er komin í Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar. Vörusala S.I.S. j (Framhald af 1. síOu) en þó ekki nóg. Nú hefði Eim- skipa'félagið lofað, m. a. fyrir atbeina S. í. S., að flytja vörur frá Ameríku beint á fjórar aðal- hafnir landsins. Væri það strax veruleg úrbót. Þá myndi koma Hvassafells, hins glæsilega skips samvinnufélaganna, gera sitt til að jafna metin í þessum efnum. Þá hefði S. í. S. nú þrjú leigu- ' skip, er annast flutninga á ýms- um þungavörum til hafna úti á landi, og í ráði væri að fá um- ráð yfir fleiri skipum til slíkra flutninga. S. í. S. sé þó engan veginn að sniðganga Eimskipa- félagið, heldur myndi gera sitt til að geta átt góða samvinnu við það. Aukin sókn. Vilhjálmur sagði, að tölurnar um viðskipti S. í. S. og kaupfé- laganna sýndu, að samvinnu- hreyfingin hefði haldið áfram að eflast á síðastl. ári. Víða væri þó enn ónumið land ekki sízt á verzlunarsviðinu sjálfu. Mætti þar t. d. ekki sízt nefna sjálf- an höfuðstaðinn. Kaupfélag Reykjavíkur hefði að vísu aukið viðsk/pti sín myndarlega á síð- astl. ári, en sóknin þar þyrfti þó að verða enn meiri. Þess bæri að vænta, að S. í. S. og kaupfélögin gætu hafið sameiginlega sókn á þeim stöðum, þar sem sam- vinnuhreyfingin værl enn skemmst á veg komin. Það myndi bæði reynast þjóðinni mest fjárhagslegt bjargráð og. efla bezt samhug hennar og þroska. Leið samvinnunnar væri bezta leiðin úr þeim ógöngum, sem sambúð einstaklinga og þjóða hefði komizt í vegna sin- gjarnrar samkeppni og tor- tryggni, sem hún hefði skapað. Aðalfundur S. f. S. Eins og áfiur segir, hófst aðal- fundur S. í. S. að Þingvöllum kl. 10 f. h. í gær. Formaður S. í. S., Einar Árnason, setti fundinn og minntist m. a. við það tækifæri tveggja nýlátinna forvigis- manna S. í. S., Aðalsteins Krist- Friðlaud ræningjanna (Badman’s Terrltory) Spennandl amerísk stórmynd. Aðalhlutverk leika: Bandolp Scott Ann Richards Georg-e „Gabbý" Hayes Sýnd kl. 5, 7, og 9. ffrjja Bíi (> iH Sknlnootn) Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem ailra fyrst. „Leitið og þér miuiuð finna“ (The Runaround) Pyndin og spennandi gaman- mynd. Aðalhlutverk leika: Ella Raines Rod Cameron Aukamynd: Frá jarðarför Krist- jáns konungs X. o. fl. Sýnd kl. 5, 7, og 9. “Tjarharbíó SVARTNÆTTI (Dead of Night) Dularfull og kynleg mynd. Michael Redgrave, Mervyn Johns, Googie Withrs. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýning kl. 7 og 9. REGNBOGAEYJAN. Amerísk mynd í eðlilegum litum. Dorothy Lamour, Eddie Bracken. sýning kl. 5. ♦ «*► ♦ ♦ ■< Kaupfélög: Höfum fyrirliggjandi og eigum von á á næstunni alls- konar verkfærum til garð- og jarðyrkju, sVo sem: stungukvíslar, arfasköfur, garðhrífur, fjölyrkjar, skóflur, kvíslar, járnkarlar, hakar. Allar nánarl upplýsingar gefur: Samband ísl. samvinnufélaga Leikskóli fyrir 2—5 ára börn verður starfræktur í sumar í Málleysingjaskólanum. Tekið verður á móti umsóknum í skólanum í dag og á morgun kl. 3—5 e. h. Fræðslufulltrúinn. t Læknisskoðun þeirra barna, senj sótt hefir verið um fyrir 1 leik- skólann i Stýrimannaskólanum, fer fram þriðju- daginn 24. þ. m. (í dag) kl. 3—5 e. h. Fræðslufulltrúinn. inssonar og Stefáns Rafnars. Þá fór fram athugun kjörbréfa. Þegar henni var lokið., fór fram kosning fundarstjóra og ritara. Var Jörundur Bfynjólfsson alþm. kosinn fundarstjóri, en Gunnar Grímsson kaupfélags- stjóri og Karl Kristjánsson odd- viti fundarritarar. Þessu næst fluttu þeir Einar Árnason og Vilhjálmur Þór skýrslur sínar, og verður þeirra nánar getið síðar, því hér að framan eru ekki rakin nema fá atriði úr ræðu Vilhjálms. Síðan fluttu framkvæmdastjórar S. í. S. skýrslur um starf deilda sinna. í gærkvöldi átti að hafa skemmtisamkomu. Fundurinn heldur svo áfram i dag.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.