Tíminn - 25.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.06.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIJMV, miðvikudagiim 25. júni 1947 114. blað Miðv.dagur 25. júní Á þjóðfélagið að vera varnarlaust? Þjóðviljinn er mjög stúrinn yfir ósigri kommúnista í Borg- arnesi. Ritstjórar hans hafa ekki átt því að venjast um langt skeið, að verkamenn rísi jafn rösklega upp og reki hið kom- múnistiska ofbeldi af höndum sér. í ógleði sinni gerást þeir allt í einu talsmenn laga og réttar og stimpla framferði borgneskra verkamanna „svo óskammfeilið réttarbrot og virðingarleysi fyr- ir lögunum, að ódœmum sœtir i þjóðfélagi siðaðra manna“. Jafnframt er þvi svo hótað, að þeir skuli „sóttir að lögum og sæta þeim viðurlögum, sem sam- tök verkalýðsins telja viðeig- andi þeim, er þannig ganga á rétt þeirra". Svo mörg eru þau orð Þjóð- viljans. En það eina ofbeldi og lögleysi, sem kunnugt er um í þessari Borgárnesdeilu, er sú framkoma hins kommúnistiska formanns verkalýðsfélagsins, að neita að kveðja saman fund í fé- laginu eftir að tilskilinn fjöldi félagsmanna hafði krafizt þess. Sú óvenjulega leið, sem borg- neskir verkamenn urðu síðan að fara til að aflétta verkfallinu, var eðlileg afleiðing af þessu ofbeldi formannsins. Þetta framferði hins kom- múnistiska formanns verkalýðs- félagsins i Borgarnesi, er ný sönnun um virðingarleysi kom- múnista fyrir félagsfrelsinu og lýðræðinu og fullkomna misnot- kun þeirra á þeim trúnaði, sem þeim er sýndur. Formaðurinn neitar að kveðja saman fund, þótt honum beri íyllsta lagaleg skylda til þess. Ástæðan er sú, að hann veit, að hann og flokks- bræður hans eru komnir 1 minnahluta í félaginu. Þess vegna er gripið til ofbeldisað- ferða til að forðast úrskurð meirahlutans. Það er þvl vissulega hámark ósvifni og hræsni, þegar kom- múnistar fara að gráta krókó- dilatárum yfir „réttarbrotum og virðingarleysi fyrir lögunum“ 1 sambandi við þessa deilu. Virð- ing þeirra fyrir lögunum sézt og vel á niðurlagsorðum umræddr- ar Þjóðviljagreinar, þegar sú hótun er ekki látin nægja, að verkamennirnir verði „sóttir að lögum“, heldur er einnig hót- að „viðurlögum, sem samtök verkalýðsins telji viðeigandi“. Hér er fullkomlega látið skína í það, að Alþýðusambandið muni grípa til sinna ráða, ef dómsúr- skurður gengur á móti því, sem kommúnistar gera bersýnilega ráð fyrir. Þetta er m. ö. o. yfir- lýsing um, að lögin verði virt að vettugi, ef þau verða ekki túlkuð eftir kokkabók kommún- ista. Þótt kommúnistar hafi sýnt næg réttarbrot og vlrðingarleysi fyrir lögum og lýðræði í Borgar- nesdeilunni, eru það þó ekki nema smámunir 1 sambandi við framferði þeirra í Siglufjarðar- deilunni. Láti þeir sér ekki segj- ast þar við úrskurð Félagsdóms, sem ekki getur orðið nema á elnn veg, hafa þeir afhjúpað svo til fullnustu lögleysi sitt og of- beldi, að þjóðfélagið verður að draga óhjákvæmilegar ályktanir af því. Annaðhvort verður það að játa fulla uppgjöf fyrir of- beldinu ellegar það verður að gera öruggari ráðstafanir til að halda uppl lögum og rétti. Framsóknarflokkurinn #r Óskar Jónsson, Vík i Mýrdal: Finnlandsfarar Ármanns Hafnargerð við Dyrhólaey Þessi athyglisverða grein birtist nýlega í sjómannablaðinu „Vík- ingur“ og er birt hér með leyfi blaðsins og höfundarins. Er þar hreyft merkilegu framfaramáli, er skiptir Vestur-Skaptfellinga, og raunar meginhluta Suðuriandsundiriendisins, en það er hafn- argerð við Dyrhólaey. Margt og merkilegt hefir verið rætt og ritað um hafnarmál á íslandi fyrr og síðar, einkum hin síðari ár, og þá sérstaklega í sambandi við hina svokölluðu „Nýsköpun". Er það mjög að vonum, þvi að aukinn skipastóll krefst íleiri og stærri hafna. Gera má ráð fyrir, þegar um jafn mikilvæg mál er að ræða, sem staðsetningu nýrra hafna, að gaumgæfilega séu athugaðir allir þeir staðhættir, er geta haft mikilvæg áhrif á vöxt og viðgang hafnarinnar. Að mínu viti eru þetta höfuðskilyrðin: 1. Öruggt skipalægi. 2. Liggi vel við fiskimiðum. 3. Gott uppland. 4. Nærliggjandi orkugjafi (vatnsfall). sennilega sá stjórnmálaflokkur landsins, sem sízt mun vilja beita lögregluvaldi i deilumái- um borgaranna. En honum hefir hins vegar jafnan verið ljóst, að skammt væri til lögleysisins og ofbeldisins, ef öfgamenn finndu, að varnir þjóðfélagsins væru svo vanmáttugar og vanburða, að þeir gætu fótumtroðið lög og rétt refsingalaust. Illu heilli hafa aðrir lýðræðisflokkar landsins ekki skilið þessa nauð- syn og notað það til árása gegn Hermanni Jónassyni, að hann hefir flestum framar beitt sér fyrir því, að lögunum yrði skap- aður framkvæmdagrundvöllur. Sá tími er vissulega kominn, að menn loki el<*íi augunum fyrir þessum staðreyndum lengur. Og það er víst, að raunhæfar ráð- stafanir í þessum efnum myndu ekki reynast neinum hollari og heppilegri en æsingamönnunum sjálfum, því að þeir myndu læra af þeim að leggja niður ofbeld- isaðferðirnar og taka upp lýð- ræðisleg vinnubrögð. 5. Mikilvægi með tilliti til samgangna. 6. Önnur þjóðhagsleg sjónar- mið. Það er vitað mál, að víða á landi voru eru flest þessi skilyrði fyrir hendi, en óvíða á landinu er meiri þörf fyrir höfn en á Suðurlandi, en þar er sá ljóður á, að eitt veigamesta atriðið virðist erfitt að finna, sem sé ör- uggt skipalægi. Ef nú er athug- uð strandlengjan, allt frá Reykjanesi að Höfn í Hornafirði, þá er ekki hægt að segja að um marga staði sé að velja, og kannske engan, frá tæknilegu sjónarmiði, en þó er þar einn staður, sem ekki verður um deilt, að frá landfræðilegu sjónarmiði væri ákjósanlegur sem hafn- arstaður, en það er svokallaður Dyrhólaós (við Dyrhólaey). Skal nú leitazt við að rök- styðja mikilvægi þess staðar, með áðurnefnd höfuðskilyrði fyrir augum. 1. Engum vafa er það undir- orpið, að Dyrhólaós er eitt hið ákjósanlegasta skipalægi, skjól i öllum áttum, og sjávargangur gæti ekki haft þar hin minnstu áhrif. Hitt er svo sóra atriðið, sem allt veltur á, er mögulegt að gera örugga innsiglingu í ósinn? Því verður ekki svarað hér, þar verða kunnáttumenn um að fjalla og úr að skera, enda þarf það m^tíillar rannsóknar vlð. Komi hins vegar í ljós, að inn- siglingu megi gera, þá er vafa- samt, að nokkur staður á íslandi sé frá þjóðhagslegu sjónarmiði sjálfsagðari sem hafnarstaður en ainmitt Dyrhólaós. 2. Sem fiskihöfn er Dyrhóla- ós mjög vel settur. Kemur það fyrst til, að sjávargrunnið allt frá næstu miðum við Vest- mannaeyjar austur að Homa- firði, er alls ekkert eða mjög lítið, notað af íslenzkum fiski- skipum, en á þessif svæði eru á vetrarvertíðum einhverjar kröft- ugustu fiskigöngur hér við land, sérstaklega af stórum þorski, og svo nærtæk mið, að óvíða mun um jafn skamman veg að sækja. Þá má vekja athygli á því, að mjög mikil síld virðist ganga um þetta svæði, allt frá því í fe- brúar og langt fram á sumar. Þessi sild veður sjaldan, en mun þó vera í þykkum torfum, sam- anber að stundum hleypur hún á land i stórum bunkum. Einnig gengur hún stundum inn í Dyr- hólaós og veiðist þar í silunga- net. Síðastliðið sumar óð síldin í stórum torfum næstum upp við land í grennd við Dyrhólaey dag eftir dag, mest um miðbik ágúst- mánaðar. Annars mun síldin vera meira við botninn á þessum slóðum og mundi auðvelt að veiða hana í botnvörpu. Það vita allir, sem við botnvörpuveiðar hafa feng- izt á þessum slóðum, að mjög oft kemur talsverð síld í vörp- una, er ánetjast í möskvum hennar, hvað þá ef notaðar væru þær réttu síldarvörpur. Heyrt hefi ég þess getið, að fyr- ir allmörgum árum hafi Þórar- inn Olgeirsson, þá skipstjóri á botnvörpungnum Venusi, kastað síidarbotnvörpu, að sumarlagi, við eða út af Kötlutanga og fengið svo mikla síld í vörpuna, eftir tiltölulega stutt tog, að varpan sprakk þegar hún kom í sjóskorpuna og mest af síld- inni flaut burtu. Mun auðvelt að fá sannar upplýsingar um þetta, ef eftir er leitað. Hér er um mik- ilsvert rannsóknarefni að ræða. Kæmi mér ekki á óvart, að hér sunnanlands væri um svo mik- ið sildarmagn að ræða, <ið hér ætti eftir að rísa upp stórkost- legur síldariðnaður. Með tilliti til þessa væri þörf á að rann- saka hafnarmöguleika við Dyr- hólaey. 3. Upplandið kringum Dyr- hólaós er mjög gott og sveitirn- ar þar í kring munu geta séð all- stórum bæ fyrir nægum land- búnaðarafurðum. (Framhald á 4. síðui Um helgina hefir bæjarbúum gefizt kostur á að sjá íþrótta- sýningar Ármenninganna, sem nú eru á förum til Finnlands í boði finnska fimleika- og í- þróttasambandsins, til þess að taka þátt í íþróttahátíð, ein- hverju stærsta íþróttamóti, sem fram til þessa hefir verið háð í heiminum. íslenzka íþróttafólk- ið mun fyrst fljúga til Stock- hólms með Heklu. En þaðan með skipi til Ábo á vesturströnd Finnlands, og síðan með lest til Helsingfors. En þar hefst hátíð- in árla morguns sunnudaginn 29. júní með því að 70—80 þús. íþróttemenn og konur ganga fylktu liði gegnum götur borg- arinnar. Kl. 11 verður guðsþjón- usta úti og mun þá íþróttafólk- ið hafa safnazt saman á þrem stærstu . torgunum: Stórtorginu, Járnbrautartorginu og Sölutorg- inu. Kl. 2 um daginn verður há- tíðin sett á Stadien, þar sem halda átti Olympisku leikana 1940. íslenzku flokkarnir sýna mörgum sinnum á hátíðinni. M. a. sýna þeir í finnska þjóðleik- húsinu (National teatern) og sænska leikhúsinu (Svenska te- atern). Eftir mótið verður Norður- landa fimleika- og íþróttaráð- stefna í Viermáki, stærsta og frægasta íþróttamannasetri Finnlands. Þangað er flokkun- um boðið, og munu þeir standa þar fyrir íslenzku kvöldi. Einnig ferðast Ármenningarnir milli helztu borga landsins og sýna þar. Fimleika- og glímusamband Finnlands hefir undirbúið þar sýningar. Heim koma flokkarnir aftur um miðjan júlí. Sýningin sú fyrsta, sem haldin var á laugardag kl. 4 í íþrótta- húsinu við Hálogaland tókst með ágætum. Það varð fljótlega ljóst, er flokkarnir gengu fylktu liði undir íslenzka fánanum, að hér voru þaulæfðir og þjálfaðir flokkar á ferð. Kvennaflokkur- inn, sem er sá sami og sýndi í Gautaborg í fyrravetur, við glæsilegan orðstir, er mjög góð- ur. Hinar erfiðu staðæfingar vel útfærðar og stílhreinar. En sér- staklega eru hinar vandasömu æfingar á jafnvægisslánni eftir- tektarverðar. Má með sanni taka undir með Gautaborgarblöðun- um, „að þær séu á heimsmæli- kvarða“, eins og þau orðuðu það. Næst kom fram glímuflokkur- inn. 12 þaulæfðir glímumenn sýndu ísl. glímu. Þar á meðal eru margir þekktustu og beztu glímumenn landsins. Var það samdóma álit manna, að sjaldan hefði vaskari sveit ísl. glímu- manna komið fram samtímis. Fyrst voru glímdar sýningar- glímfir, sem glímumennirnir hafa auðsjáanlega lagt rækt við, enda kom þar vel fram fjöl- breyttni glímunnar og fegurð. Að lokum var glímd bænda- glíma. Færðist þá líf í tuskurn- ar. Voru margar glímurnar með afbrigðum skemmtilegar og vasklega glímdar. Fór svo að lokum, að glímukóngurinn stóð einn uppi. Er það fullsýnt, að þessi sveit mun sýna þjóðar- íþrótt íslendinga fullan sóma á erlendri grund. Að lokum sýndi svo karla- flokkurinn, sem um nokkurt skeið hefir ekki haft opinberar sýningar. Það sem sérstaklega einkenndi hann, voru frábær samtök og samstilling í staðæ.f- ingunum — ósviknar Jóns Þor- steinssonar staðæfingar, ásamt stílhreinum útfæringum. Þeir sýndu og margar erfiðar æfingar á jafnvægisslá. En hápunkti nær sýning þeirra, er þeir vega sig upp í handstöðu á hárri slá og standa sjö í handstöðu á kistu, sem er einstakt afrek. Svo eru dýnustökkin vaskleg og öflug. Sem sagt sýningin sem heild á- gæt. Um Sýningarnar sem heild má segja, að þær séu með ágætum. Verða þær eflaust landi og þjóð til mikils sóma erlendis, enda það bezta, sem völ er á hérlend- is. Stjórnandi allra flokkanna er hinn góðkunni íþróttafröm- uður Jón Þorsteinsson, sem mörgum sinnum, oftast allra ís- lendinga, hefir stjórnað fim- leika- og glímuflokkum erlend- is, jafnan við hinn bezta orðs- tír. Nafn hans eitt, er næg trygging þess, að hér fara glæsi- legir flokkar, sem eru líklegir til að flytja frama íslenzku þjóðar- (Framhald á 3. síðu) Þar sem vindmyllan gnæfir NIÐURLAG Ferðamaðurinn á ef til vill von á því að finna fullkomnara og nýtízkara fjós, en raun verður oft á. Hin milda veðrátta og langur beitartími gera það að verkum, að peningshúsin eru flest einföld og ódýr. Bændurnir byggja hús sín oftast eftir þess- ari meginreglu: „Allt undir einu þaki“. Það er að vísu ofurlítið fráhrindandi í okkar augum að hugsa til þess, að fólkið og dýr- in skuli búa hlið við hlið, að- eins með skilvegg á milli. Oft liggja dyr úr eldhúsinu beina leið út í fjósið. Þetta hefir að sjálfsögðu bæði kosti og galla, og hefði mátt teljast algerlega 6- viðunandi, ef hreinlætið í fjós- inu væri ekki svo gott sem raun ber vitni. Það er sagt, að fólkið taki oft af sér skóna, þegar það gengur inn í fjósið. Básarnir eru ævinlega stuttir og flórarnir venjulega nokkuð djúpir, eða 30—40 cm. á dýpt, og það hindrar það, að kýrnar standi niðri í þeim, því að það er mjög óþægilegt fyrir þær. Hey og hálmur til vetrarfóðurs er venjulega geymt í stakk við fjósvegginn, en yfir stakknum er ævinlega vandað stráþak eða járnþak. En hollenzki landbúnaðurinn er um þessar mundir á milli- stigi milli stríðsbúskapar og friðarbúskapar. Á stríðsárunum var meira af landi plægt til ak- urlendis en áður, til þess að framleiða sem mest af korni til manneldis. Nú er verið að breyta þessum stríðsökrum í graslendi aftur. Lögð er mikil áherzla á framleiðslu þeirra vara, sem heppilegar eru til útflutnings, s. s. mjólkurafurða, en jafnframt reynt að framleiða sem mest af því, sem landsbúar þurfa til matar, en það vantar mikið á, að Holland geti brauðfætt hinar níu milljónir ibúa sinna. Auk mjólkura'furða flytja Hollend- ingar mikið út af kartöflum, einkum til Spánar, Portúgals og Frakklands. Það er ófrjósamasta landið, sem Hollendingar nota, einkum til kartöfluræktar. Það er mjög athyglisvert að athuga hvernig háttað er um útflutn- ing kartaflna. Landbúnaðar- ráðunautur einn, sem hefir um- sjón með þessum málum, sagði okkur, að eftirlit með vörugæð- um væri mjög strangt. Aðeins híð allra bezta er talið hæft til útflutnings. Með því móti hafa unnizt tryggir markaðir og hátt verð. — Innflutningslöndin eru altaf reiðubúin til að greiða hærra verð fyrir vöru, sem er trygg að gæðum. Einkum er mikil eftirspurn eftir hollenzk- um útsæðiskartöflum, og eftir- litið með framleiðslu þeirra er mjög strangt. Um sprettutím- ann líta opinberir eftirlitsmenn eftir ekrunum, og ef þar finnst meira en ákveðinn hundraðs- hluti sjúkra plantna, er ekran hreinsuð og kartöflurnar bann- aðar til útflutnings. Það er líka eitt af útflutningsskilyrðunum, að kartöflurnar séu teknar upp fyrir vissan dag á haustin. Þær kartöflur, sem eru teknar upp fyrir hinn fyrsta ákveðna upp- skerudag, fara í A-flokk pg þær, sem teknar eru upp fyrir hinn næsta, í B-flokk, o. s. frv. Þess- ir uppskerudagar eru að vísu lítið eitt breytilegir frá ári til árs, en venjulega er hinn fyrsti ákveðinn síðustu dagana í júlí. Svo snemmtekin uppskera er að sjálfsögðu töluvert rýrari, en þetta er gert til þess að tryggja góða og útflutningshæfa vöru. Það er einkum á síðasta vaxt- arskeiði kartaflnanna, sem sýk- ingar verður vart, og eru það Hollendingar hafa gert stórfelldar á- ætlanir um þurrkun Suðursjávar, og sýnir myndin hvernig flóanum er skipt í þurrkunarsvæði (polder). Sum þess- ara svæða hafa nú þegar verið þurrkuð og ræktun þeirra hafin. einkum virus-sjúkdómar. Þar að auki gerir hið hlýja og raka loftslag það að verkum, að miklu torveldara er að rækta heil- brigðar kartöflur þar en hjá okkur, með því búskaparlagi að taka seint upp. Allur útflutningur kartaflna á sér stað með milligöngu B. E. A., en það er skammstöfun orðanna „Bureau Export Aardappelen“. Sú stofnun hefir aðalstöðvar sínar í Haag. Kartöflurnar eru einkum fluttar út í strigasekkj- um og við hvern sekk er fest málmplata, sem á er skráð hve- nær kartöflurnar eru uppskorn- ar, hvaða tegund það er og frá hvaða búgarði. Frægasta kartöflutegundin í Hollandi nefnist „Bintje“ og þykir framúrskarandi góð. Hún hefir nú breiðzt til fleiri landa, t. d. Danmerkur. Þetta er aflöng og ávöl kartafla, og mjög bragð- góð. Hún er líka fljótvaxin og stór og óvenj'ulega harðgerð og ónæm fyrir sjúkdómum. Hollenzka bóndanum er — eins og öllum öðrum stéttum þjóðfélagsins — lagt ríkt á hjarta að vera sparneytinn og nægjusamur, því að þjóðin sé fátæ>. og rúin eftir styrjöld og hernám, og að sparsemi og dugnaður sé eina leiðin til betra og bjartara lífs. Ferðamaðurinn þykist sjá það á öllu, að bónd- anum sé þetta fullkomlega ijóst, og hann geri sitt itrasta til þess að auka framleiðslu sína með öllum ráðum, sem hann ræður yfir. Vinnið ötulleqa fyrir Tíntann. Anglýsið í Tímanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.