Tíminn - 28.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1947, Blaðsíða 2
2 TtMI\N, laiigardagiim 28. jimí 1947 115. blað Laugardagur 28. jjúní Sókn samvinnunnar Aðalfundur Sambands ísl. sam vinnufélaga, sem var haldinn á Þingvöllum 23—25 þ. m., bar þess greinileg merki, að íslenzka samvinnuhreyfingin hefir sjald- an eða aldrei verið í meiri vexti en nú. Þetta sást ekki eingöngu á hinni stórauknu vörusölu S. í. S. á síðastl. ári, sem alls nam 147.8 millj. kr., og var því 45.1 millj. kr. meiri en árið áður. Þetta sást ekki heldur fyrst og fremst á því, að vörusala kaupfélag- anna í S. í. S., sem eru nú 55 með 27.000 félagsmönnum, hafði auk- izt um 42.9 millj. kr. á árinu og nam alls um 202 millj. króna. Framar öllu öðru sást þetta á hinum miklu og stórhuga fram- kvæmdum, sem S. í. S. hefir beitt sér fyrir að undanförnu, eða hefir í undirbúningi. Má þar fyrst og fremst nefna nýja olíufélagið, samvinnutrygging- arhar, Hvassafell og stækkun Gefjunar, en raunar marka þessar framkvæmdir hver um sig stór spor í umbótasókn landsmanna. Til viðbótar þessu koma svo margar aðrar þýðing- armiklar framkvæmdir, sem verða munu almenningi til hags- bóta. Það sást og ekki aðeins á þess- um framkvæmdum, sem gerð var grein fyrir á Sambandsfund- inum, að samvinnufélögin láta sér fyrst og fremst umhugað að vinna að bættum hag almenn- ings. Tvívegis á síðastl. ári hefir S. í. S. lækkað vöruálagningu sína og seldi því vörurnar með mun lægri álagningu en hin lögleyfða álagning er. Saman- burður, sem var gerður á verð- lagi kaupmanna og kaupfélaga víða á landinu, leiddi líka í ljós, að verðlag kaupfélaganna er mun lægra, einkum þegar tillit er tekið til ágóðauppbótarinnar. Þetta sannar það ótvírætt, að öruggasta verðlagseftirlitið, sem almenningur getur tryggt sér, er aukin og efld samvinnuverzl- un. Ef samvinnufélögin hefðu aldrei starfað hér á landi, myndu nú ekki aðeins hinar miklu eignir þeirra og sjóðir vera á hendi forríkra braskara, heldur einnig allur sá mikli gróði, sem verzlun þeirra hefir tryggt almenningi. íslenzk al- þýða myndi þá vera mörgum tugum hundraða millj. kr. fá- tækari en hún er nú og kjör hennar lakari að sama skapi. Tvímælalaust hefir ekkert átt stærri þátt í framförum íslands og kjarabótum islenzkrar al- þýðu en samvinnuhreyfingin. Án hennar hefði t. d. árangur- inn af baráttu verkalýðssam- takanna orðið sama og enginn, því að hefði hún ekki haft á- hrif á verðlagið, hefðu kaup- hækkanirnar runnið fljótlega aftur í vasa milliliðanna. Sá mikli árangur af starfi samvinnuhreyfingarinnar, sem náðst hefir á undanförnum ára- tugum og einna glæsilegastur hefir orðið á síðastl. ári, er vit- anlega ávöxtur af starfi fjöl- margra manna. En miklu hefir það ráðið, hve traustir og ötulir forustumenn hafa valizt þar til léiðsögu. Samvinnuhreyfingin hefir nú á að skipa óvenjulega mikilhæfum foringja, þar sem Vilhjálmur Þór er, eins og starfsárangur síðastl. árs sýnir bezt. Hinu má heldur ekki gleyma, að þeir, sem nú stjórna Þing Kvenfélagasambands íslands Þingi Kvenfélagasambands fslands lauk síðastliðið miðviku- dagskvöld, og hafði það þá staðið eina viku. Alls voru mættir 39 fulltrúar af 17 kjörsvæðum. Fara hér á eftir helztu tíðindi og á- lyktanir frá þinginu: Þessi erindi voru flutt á þing- | inu: Framtíðarstarf Kvenfélaga- sambands íslands: Rannveig Kristjánsdóttir. Húsmæðraskól- ar: Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri. Héraðshæli: Páll Kolka, læknir. Konur dreifbýlisins og Kvenfélagasamband íslands: Guðrún Pálsdóttir, Hallorms- stað. Auk þess voru rædd ýms mál- efni sambandsins. Meðal annarra samþykkta þingsins voru eftirfarandi á- lyktanir gerðar: Um heimilisvélar og raf- orkumál. „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að áætla á næstu tveimur árum ríflega upphæð í erlendum gjaldeyri til innkaupa á áhöldum og raf- knúnum vélum til þess að létta heimilisstörfin, og sé gjaldeyr- inum skipt til kaupa á hinum ýmsu tækjum í samráði við Kvenfélagasamband íslands. Ennfremur beinir landsþing K. í. þeirri áskorun til Alþingis, að verðtollur á þessum nauð- synlegu vinnutækjum húsmæðr- anna verði eigi hærri en tollur á landbúnaðarvélum.“ „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands felur stjórn sinni að senda svo fljótt sem unnt er eyðublöð út til allra kvenfélaga landsins og fela stjórnum félaganna að safna nákvæmum upplýsingum um það, hvaða áhöldum heimilin óska eftir til eigin afnota eða sameiginlegra afnota. Jafnframt sé aflað upplýsinga um hvaða áhöld hafa verið pöntuð hjá kaupmönnum og kaupfélögum. Ennfremur felur landsþingið stjórn sinni að sjá til að unnið sé úr þessum gögnum og niður- stöðunum fylgt eftir við Alþingi og ríkisstjórn." Sambandinu, njóta rikulegra á- vaxta af starfi hinna fyrri brautryðjenda eins og þeirra Hallgríms, Sigurðar og Aðal- steins Kristinssona og Jóns Árnasonar, svo að aðeins nokkur nöfn séu nefnd. Samvinnuhreyfingin sannar það stöðugt betur og betur, og það hefír sjaldan sézt gleggra en á síðastl. ári, að hún er fær um að leysa hin vandasömustu viðfangsefni á hinn heilbrigð- asta hátt. Þetta hefir ekki að- eins sannazt hér á landi heldur víðs vegar annars staðar í heim- inum. Kostur samvinnunnar er ekki aðeins sá, að hún tryggi mestan fjárhagslegan ávinning fyrir almenning, heldur er hann kannske stærstur sá, að hún eykur félagslegan þroska og menningu meira en nokkur önn- ur skipan sambúðarmálanna. Leið einstaklinganna og þjóð- anna til gæfu og gengis, er eng- um betri og öruggari en sú að efla samvinnuna á sem allra flestum sviðum, í stað hinnar skefjalausu samkeppni og blindu einstaklingshyggju, sem stefnt hefir mannkyninu út í fjölmargar fjárhagskreppur og tvær stórstyrjaldir á örskömm- um tíma. Framtíð mannkynsins er meira komin undir því en nokkru öðru, að andi samvinn- unnar sigri anda samkeppninn- ar og sérhyggjúhnar. „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands skorar á stjórn sambandsins að undirbúa stofnun verkfærakaupasjóðs fyrir húsmæður, er í líkingu við verkfærakaupasjóð Búnaðarfé- lags íslands styrki efnalitlar húsmæður til kaupa á nauðsyn- legum verkfærum til léttis við heimilisstörfin.“ „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að hraða sem mest rannsóknum á mögu- leikum til rafvirkjunar í stórum stíl út um sveitir landsins, þar sem þess hefir verið óskað.“ Uppeldis- og menningarmál. „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands beinir þeirri áskorun til stjórnar sinnar, að auk þess sem sambandið hafi sendikennara til þess að halda matreiðslunámskeið og veiti styrki til saumanámskeiða, leit- ist stjórnin einnig við að fá hæfa ráðunauta til leiðbein- inga- og fyrirlestrastarfsemi. Leggur þingið- sérstaka á- herzlu á, að ekki sé síður nauð- synlegt að leiðbeina fólki um hýbýlaskipan og húsgagnaval, og felur stjórninni að athuga, hvort ekki mætti t. d. koma á samkeppni milli húsgagiiateikn- ara.“ „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands beinir þeirri áskorun til fræðslumálastjórn- arinnar, að komið verði sem fyrst á fót fullkominni kennara- menptun í saumum og annarri handavinnu, en meðan því tak- marki verður ekki náð, séu starfrækt námskeið fyrir handa- vinnukennara, sem ekki hafa kennaramenntun, fyrst og fremst í hagnýtum saumum og prjóni. Lítur þingið svo á, að slík námskeið geti komið til mála í sambandi við Handíða- skólann, og séu þá haldin að vorinu eða sumrinu til.“ „Landsþing K. í. telur nauð- synlegt að samræma og kerfis- Austan ísafjarðardjúps utar- lega, milli Vébjarnarnúps og Kaldalóns, liggur sveit sú, ér Snæfjallaströnd heitir. Lítt mun hún fræg, hvorki í söng né sögu, nema þá ef vera skyldi fyrir hin snjóvgu íjöll, sem hún er við kennd. Þar hefir þó lifað fólk, allt frá landnámstíð og háð sína lífsbaráttu við sjó og land, storm og snjó, eins og Vestfirðingur- inn löngum hefir gert og mun gera um alla framtíð. Þar sem annars staðar um þetta land sannast það, sem Matthías segir um Skagafjörð, að: „Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu, tíminn langa dreg- ur drögu, dauða og lífs, sem enginn veit“. Fyrir 12 árum námu miðaldra hjón þarna land og reistu ný- býlið Lyngholt á eyðistað, • í landi jarðarinnar Bæir. Þessi hjón eru Ingvar Ásgeirs- son, smiður, og kona hans Sal- björg Jóhannsdóttir, ljósmóðir. Ingvar er fæddur 15. ágúst binda handavinnukennslu í barnaskólum og skorar á‘ fræðslumálastjóra að gera öfl- ugar ráðstafanir því til fram- kvæmda.“ „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands telur að í bæj - um og þorpum geti dagheimili og leikskólar fyrir börn innan skólaskyldualdurs verið mæðr- um hin mesta hjálp. Beinir þingið þeirri áskorun til kven- félaga og kvenfélagasambanda, að vinna að þessum málum eftir því sem við á á hverjum stað, og heitir á Alþingi dg bæjarfélög að veita til þess nauðsynlega aðstoð.“ „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands lýsir ánægju sinni yfir samtökum kvenna í áfengismálum og óskar þess ein- dregið, að öll félög innan sam- bandsins styðji þau samtök af alefli. Jafnframt skorar þingið á ríkisstjórnina og Alþingi það, er næst kemur saman, að láta ekki lengur dragast að gera ráð- stafanir til úrbóta áfengisböli þjóðarinnar.“ „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands skorar á rík- isstjórn íslands og bæjarstjórn Reykjavíkur að skipa nú þegar nefnd, til þess að íhuga og gera áætlun um framkvæmd tillagna þeirra, er herra Alfred Gíslason lælcnir hefir lagt fram til úrbóta í áfengismálum. Nefndina skipi fulltrúar frá Barnaverndarráði, Læknafélagi íslands, Sambandi íslenzkra barnakennara, Prestafélagi ís- lands og Kvenfélagasambandi íslands.“ Heilbrigðismál. „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands telur það orðna óumflýjanlega nauðsyn að bæta úr sjúkrahúss^örf og elli- heimilisþörf í héruðum lands- ins og mælir eindregið með frumvarpi því til laga um hér- aðshæli, sem lagt var fyrir síð- asta Alþingi." „7. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands beinir þeirri eindregnu ósk til landlæknis og heilbrigðisstjórnar landsins, að 1886, að Kambi í Reykhólasveit, þar sem foreldrar hans voru þá í húsmennsku. Móðir hans, Krist- rún Benediktsdóttir, var ættuð úr Strandasýslu, af Tröllatungu- ætt hinni eldri, sem er mjög fjölmenn og útbreidd um Stragda- og ísafjarðarsýslur. Ungur að aldri fluttist hann til ísafjarðar með foreldrum sínum og missti þar föður sinn. Nokkru fyrir fermingaraldur fluttist hann með móður sinni að Skjaldfönn í Skjaldfannar- dal, til hjónanna Ásgeirs Ól- afssonar og Steinunnar Jóns- dóttur, frá Grænanesi í Stein- grímsfirði, er þar bjuggu hinu mesta þrifnaEftrbúi. Þó bar meir frá um bókakost þeirra og bók- fýsi, enda var Steinunn af kunnri fræðimannadktt, bróður- dóttir Daða hins fróða Níels- sonar. s Ingvar var þegar á barnsaldri mjög hneigður til föndurs ým- iskonar og smíða og minnist hann Steinunnar svo, að hún hafi manna fremst hvatt sig til vegna bráðaðkallandi þarfar og tilfinnanlegrar vöntunar verði fæðingardeild Landspítalans tekin til afnota eigi síðar en á komandi hausti.“ Stjórnarkosning og þinglok. í þingsetningarræðu sinni hafði forseti sambandsins, frú Ragnhildar Pétursdóttur í Há- teigi lýst því yfír, að hún mundi eigi taka við kosningu sem for- seti, enda hefir hún gegnt for- setastörfum frá stofnuh sam- bandsins eða í 17 ár samfleytt. Kosin var í hennar stað frú Guðrún Pétursdóttir, Skóla- vörðustíg 11A, Reykjavík, en hún hefir verið meðstjórnandi sambandsins frá upphafi. Með- stjórnandi var kosin Rannveig Þorsteinsdóttir, Reykjavík, en frú Aðalbjörg Sigurðardóttir var fyrir í stjórninni. Þingið kaus fyrrverandi forseta sem heiðursforseta. Sunnudaginn 22. júní fóru fundarkonur austur að Laugar- vatni í boði Húsmæðrakennara- skóla íslands og bæjarstjórnar Reyki§víkur. Á mánudagskvöld sátu þær boð Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í Valhöll á Þing- völlum. Auk þess skoðuðu þingfulltrú- ar sýningu Nínu Sæmundsson í boði listakonunnar og sátu 19. júní fagnað Kvenréttindafélags íslands, er félagið bauð þeim til. Kaupfélag Sval- barðseyrar Aðalfundur Kaupfélags Sval- barðseyrar var haldinn á Sval- barðseyri 13. júní s. 1. Á fund- inum voru mættir 24 fulltrúar frá 10 félagsdeildum, auk félags- stjórnar og framkvæmdastjóra. Hagur félagsins var með mikl- um blóma s. 1. ár. Vörusala ftnnl. og erl.) var 1 807.006,24 kr. og hafði aukizt um kr. 244.649,52. Hækkun sameignarsjóða á ár- inu varð kr. 35.593,93, og eru þeir nú kr. 195.743,02. Stofnsjóður fé- lagsmanna er kr. 75.207,61. Inn- stæður félagsmanna eru krónur 791.110,13. Úthluað var 6% arði af vöru- úttekt s. 1. árs. Starf félagsins hefir aukizt mjög á síðastliðnum árum, og tala félagsmanna er nú 274. Á- að láta og lifa eftir þeirri til- hneigingu sinni. Þar á Skjald- fönn voru þá til bókbandstæki forn, sem þá höfðu eigi verið notuð um langt skeið. Fór hann nú að binda inn bækur og sýndi Steinunn honum sjálf fyrstu handtökin og hvernig ætti að nota tækin. Náði hann brátt þeirri leikni, að hann fór að binda inn bækur fyrir sjálfan sig og aðra, en þó í smáum stíl fram^in af. Aldrei hefir hann lært þessa iðn hjá meistara eða í skóla, en þó er nú svo komið, að alls hefir hann bundið um 5000 bindi bóka, fyrir einstakl- inga og bókasöfn, viðs vegar hér við Djúpið.Hann fór einnig mjög ungur að stunda smíðar á eigin .íóhann Hjaltason, kennari: Lyngholtshjónin 50 og 60 ára Oþrifnaður Þingvellir eru sögufrægasti staður ísland.s_ og einhver sá fegursti. Staðurinn er friðaður. Þar hefir verið komið upp þjóð- garði. Það opinbera hefir látið sér svo annt um Þingvelli, að sérstök nefnd hefir verið kosin af þinginu til þess að sjá um að vel væri þar á öllu haldið. Ef erlendan gest ber að garði, verða Þingvellir fyrst fyrir valinu til að sýna. Síðastl. sunnudag, 22. þ. m., fór ég ásamt kunningja mínum með norskan gest okkar til Þingvalla. Við komum þar inn í anddyri Valhallar. Snyrtiher- bergi og salerni hótelsins eru þar inn af ásamt bar í öðrum enda. Umgengnin á þessum stað var með þeim ódæmum, að því verð- ur varla með orðum lýst. Skít- urinn á gólfinu var það mikill, að hann hefði getað verið hálfs- mánaðar. Brotnar flöskur og bréfarusl var eins og fjara. Við annan vegginn, þar sem hand- laug hafði verið, stóðu pípurn- ar út i loftið. Það vildi svo vel til, að þarna voru landlæknir og bygginga- meistari ríkisins staddir, og skoðuðu þeir þessa umgengni og munu þeir geta borið um, hvort hér er orðum aukið. Víða úti um land er ástandið mjög slæmt á veitingastöðum, svo alls ekki er við það unandi.. Keflavíkurflugvöllurinn, með sínar brotnu trélokur fyrir aðal- dyrum, og allt sem þar er fyrir innan, er sérstakur kapituli, sem ástæða væri til að ræða um síðar. En af nefnd þeirri, sem stjórnar Þingvöllum og seít hefir þá á leigu, verður að krefjast þess, að umgengni sé þannig, að menn verði ekki að forðast að koma þar með gesti sína. H. P. hugi fyrir félagsstarfinu er mik- ill og vaxandi. Kaupfélag Svalbarðseyrar er meðal elztu kaupfélaga í land- inu og var eitt af þeim félögum, sem stofnuðu S. í. S. hönd og án þess að um nám væri að ræða. Stundaði hann nokkuð um eitt skeið smíði inn- anstokksmuna, íláta og áhalda margs konar, en síðar húsasmíði og hefir hann byggt 5—6 íbúð- arhús auk margra smærri bygg- inga. Þess má og geta, að nýbýli sitt hefir hann að öllu leyti byggt sjálfur — innanstokks- muni jafnt sem annað. Hinn 4. nóv. 1917 kvæntist hann Salbjörgu Jóhannsdóttur, Engilbertssonar frá Lónseyri. Hún er fædd að Unaðsdal hinn 30. sept. 1896. Móðir hennar, Sigrún Jónsdóttir, var ættuð frá Flatey á Breiðafirði. Árið 1928—29 lærði hún ljós- móðurfræði og tók að því búnu við lj ósmóðurstarfi hér í Snæ- fjallahreppi og hefir gegnt því síðan við ágætan orðstír. Hin síðustu ár hefir hún einnig ver- ið ljósmóðir í Nauteyrarhreppi. Síðastliðin 11 ár hefir barna- skóli sveitarinnar starfað í hús- um þeirra hjóna að Lyngholti og hefir frú Salbjörg haft á hendi handavinnukennslu við skólann, og farizt það svo vel, að til fyrirmyndar er. Hún er sér- lega vinssed kona og stuðla að því bæði glaðlyndi hennar og hispursleysi, en þó einkum hjálpfýsi hennar í þeirra garð er sjúkir eru, hvort heldur eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.