Tíminn - 28.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.06.1947, Blaðsíða 4
FRA MSÓKNA RMENN! 4 MuriLð að koma í flokksskrifstofuna \ KEYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 28. JtiM 1947 115. blað Aðeins 4000 smál. . • (Framhald *f 1. atðu.) sér, er raunverulega ekkl búlð að tryggja sölu á nema 4000 smál. af hraðfrystum fiski fyrir á- byrgðarverð. Salan á þeim 8 þús. smál., sem eiga að fara til Bret- lands til viðbótar, og þeim 10 þús. smál., sem eiga að fara til Sóvétríkj anna, byggist alveg á síldarlýsisframleiðslunni. Bregð- ist hún, eru allar líkúr til þess, að þessi viðskipti fari alveg út um þúfur. Rússar eru t. d. ekkert spennt- orðrétt í íslenzkri þýðingu: „Að ir fyrir kaupum á hraðfrystum fiski, án síldarlýsisins. Sagðist utanríkisráðherranum frá því á þessa leið: „Um þetta segir nánar í skýrslu samninganefndarinnar frá 22. júní á þessa leið: „Kváðu þeir flökin, sem keypt voru í fyrra, hafa selzt seint, og væru þau jafnvel óseld enn að nokkru. Létu þeir sem þeir vildu helzt alveg losna við flökin. Kváðust þeir aðeins gera kost á að taka við þeim, til þess að ná í síldar- lýsið.“ Þá segist nefndin hafa samið sérstaka greinargerð til að sýna fram á, að ábyrgðar- verðið yrði að fást, ef ríkissjóð- ur ætti ekki að bera skarðan hlut frá borði. Síðan segir orð- rétt: „Ekki hafði þetta mikil áhrif á viðsemjendur okkar, þeir sögðust sem góðir kaup- menn gera kaupin þar sem þau væru hagkvæmust. Við yrðum að vera samkeppnisfærir í verði, ef við vildum selja varning okkar. Verðlagsmálin á íslandi þóttu þeim vera vandi stjórnar- innar þar, en ekki ráðstjórnar- innar í Moskvu". Skömmu síðar í skýrslu sinni segir nefndin um verð það, sem að lokum samdist um á freðfiskinum: „— — en oft fengum við að heyra, að þetta væri „aðeins gert til þess að ná samkomulagi almennt“ og væri mikils til of hátt verð miðað við norsku flökin“.“ Aðeins þriðjungur saltfisks- framieiðslunnar seldur. Um saltfiskssöluna fórust ut- anríkismálaráðherra orð á þessa leið: „Um saltfiskinn skal þess get- ið, að framleiðsla hans til þessa er 27 þúsund tonn, að mestu leyti bátafiskur, og ber þess- vegna ríkissjóður ábyrgð á verði hans samkvæmt ábyrgðarlög- unum, og nemur það kr. 2,25 fyrir kíló f.o.b., sbr. þriðju grein laganna. Af saltfiskinum er enn aðeins búið að selja um 8500 tonn, eða tæpan þriðjung. Miðað við verðið á því, sem þeg- ar hefir verið selt, mundi ríkið verða að greiða 12 milljónir kr. í uppbætur til að ná ábyrgðar- verðinu, ef öll framleiðslan seldist við sama verði. legar tilra^nir til að selja salt- legar tilraunir ti lað selja salt- fiskinn í ýmsum löndum og er enn of snemmt að. gteina frá þeim. Sá mikli annmarki er hins vegar á að selja fiskinn til ýmissa þeirra landa þar sem lík- legt er, að hann sé eftirsóttur, að þau geta ekki greitt hann nema í sínum eigin gjaldeyri, sem stundum er verðlítill og reikull í gengi. Til að ná ein- hverju andvirði mundi þá verða að taka vörur, sem hér henta misjafnlega og eru langt yfir heimsmarkaðsverði, enda e. t. v. beinlínis hækkaðar í verði til að samsvara hinu háa varðlagi, sem íslendingar hafa á sínum vörum. Slíkar vörur verða svo aftur til hækkunar á íslenzku verðlagi, svo að við erum litlu bættari.“ Aðeins áttunði hluti síidar- mjölsins seldur. Um sölu á síldarmjöli sagðíst utanríkismálaráðherra svo frá: „Um síldarmjöl gekk ekki sam- an við Englendinga vegna þess að heimtað var hærra verð en þeir vildu greiða. Af áætluðum útflutningi af sumarframleiðsl- unni hefir aðeins verið seldur Va hluti eða 5000 tonn til Hol- lands fyrir £ 35 pr. tonn f.o.b. og er allt í óvissu hvernig fer um sölu á afganginum.“ Norðmenn höfnuðu samvinnu vegna verðlagsins. Ráðherrann minntist nokkuð á samningana við Norðmenn, en þeir hafa enn ekki tekist. M. a. sagðist honum svo frá: „Meðal anars var rætt við þá um samvinnu á útboði á hraðfrystum fiski, en af hálfu þeirra var því lýst yfir, að þeir teldu sig ekki hafa hag af því að bjóða sinn fisk út nú fyrir svo hátt verð, sem íslendingar krefðust. Fulltrúi þeirra sagði norsku frystihúsin væru ánægð með það verð, sem þau fá fyrir freðfisk og þau hefðu ekki á- huga fyrir verðhækunum, þar sem þær mundu gera aðstöðu þeirra erfiðari eftir eitt eða tvö ár, þegar búizt er við, að verðið falli, og þær gæti einnig stefnt í verðbólguátt“, sbr. fundargerð frá 31. marz 1947. En um muninn á framleiðslu kostnaði hér og í Noregi skal aðeins vitnað til þess, sem segir í síðasta febrúar hefti Ægis s. 51—52, en þar stendur m. a. , Hitt er aftur á móti staðreynd, að á sama tíma sem hér er greitt 84 y2 eyrir fyrir kíló af slægðum og hausuðum fiski, greiða Norðmenn 37y2 eyrir ís- lenzkan fyrir fisk í sams konar ástandi og þetta verð nær eins og stendur til mikils hluta afl- ans“. Að vísu er hærra verð greitt fyrir þann fisk, sem hrað- frystur er, en það er aðeins lítill hluti aflans, og mikið lægra en það sem hér er greitt.“ Þessi afstaða Norðmanna mætti sýna okkur ljósast, hvert verðbólgustefna fyrrv. ríkis- stjórnar hefir leitt þjóðina, og ekki mun því síðar vænna að taka upp önnur og hyggilegri vinnubrögð í dýrtíðarmálunum. Kosningar. Seinasta fundardaginn fóru fram kosningar á trúnaðar- mönnum S. í. S. Úr stjórninni áttu að ganga Björn Kristjáns- on og Eysteinn Jónsson og voru báðir endurkosnir. Eysteinn Jónsson var og endurkosinn varaformaður Sambandsins. í varastjórn voru endurkosn- ir Skúli Guðmundsson, Þórhall- ur Sigtryggsson og Bjarni Bjarnason. Jón Guðmundsson var endurkosinn endurskoðandi S. í. S. til tveggja ára og Jón Hannesson vara endurskoðandi til tveggja ára. í fulltrúaráð Samvinnubygg- inganna voru kosnir: Björn Jónsson, Kolbeinsstöðum, Stein- þór Guðmundsson, Reykjavík, Jónas Jóhannesson, Vík, Svav- ar Þjóðbjörnsson, Akranesi, Magnús Kristjánsson, Hallgeirs- ey, Brynjólfur Þorvarðarson frá Reyðarfirði, Kristján Jónsson frá Garðstöðum, Eiríkur Þor- steinsson, Þingeyri, Árni G. Þor- steinsson, Patreksfirði, Jón Baldurs, Blönduósi, Þórarinn Eldjárn, Tjörn, Karl Hjálmars- son, Þórshöfn, Halldór Ásgríms- son, Vopnafirði, Guðráður Jóns- son, Norðfirði, Jón Eiríksson, Valaseli. Varamenn voru kosn- ir: Þórhallur Sigtryggson, Húsa- vik, Ragnar Ólafsson, Reykja- vík, Hálfdán Sveinsson, Akra- nesi, Ketill Guðmundsson, ísa- firði, Björn Stefánsson, Stöðv- arfirði, Kristján Kristjánsson, Reykjavík, Ólafur H. Sveinsson, Reykjavík. Fundarlok. Eftir hádegi þriðja fundar- daginn var haldið frá Þingvöll- um niður með Sogi og var Ljósa- fossstöðin skoðuð. Síðan var ek- ið til Selfoss og drukkið kaffi og skoðuð hin veglegu húsakynni Kaupfélags Árnesinga. Er til Reykjavíkur kom var farið beint á landbúnaðarsýninguna og bauð Bjarni Ásgeirsson atvinnu- málaráðherra gestina velkomna. Kvöldverður var snæddur að Hótel Winston og flutti fundar- stjórinn þar loka ræðu. Þakkaði hann Vilhjálmi Þór hin miklu störf hans, sem lýstu sér í starfs árangri S. í. S. á síðastl. £ri. — Fundarmenn tóku undir þessi orð og hylltu Vilhjálm með fer- földu húrra-hrópi. Áður á fund- inum höfðu fundarmenn einnig hyllt formann Sambandsins Einar Árnason, með ferföldu húrra-hrópi. KONA POTIFARS KONA POTIFARS. Þetta er eitt af listaverkum Nínu Sæmundsson, sem eru sýnd í Lista- mannaskálanum þessa dagana. Sýn- ingin er afar fjölbreytt, þar eru högg- myndir, málverk, teikningar og ljós- myndir af ýmsum ver?:um listakon- unnar. Sýninguna hafa sótt á þriðja þúsund manns, og stendur hún yfir fram á mánudag. Aðalfimdur S. í. S. . . . (Framliald af 1. síöu) þarfir félagsmanna þeirra. Virð- ist mjög aðkallandi, að bót verði ráðin á núverandi ástandi við Ieyfisveitingar á yfirstandandi ári. Það er því eindregið álit fund- arins, að sanngjarn innflutning- ur fyrir kaupfélögin í: vefnaðar- vörum, skófatnaði, búsáhöldum, rafknúnum heimilistækjum, byggingarvörum alls konar, á- vöxtum og nýlenduvörum, hreinlætisvörum og hráefnum til iðnaðar, fáist ekki, nema því aðeins að leyfisveitingar til kaupfélaganna á þessum vörum verði nú miðaðar við sölu félag- anna á skömmtunarvörum árin 1944 og 1945 og' síðan áfram- haldandi í sömu hlutföllum og félögin selja þessar vöruteg- undir (þ. e. skömmtunarvörurn- ar) árlega“. Þá var samþykkt svoíhljóð- andi ályktun um flutnings- málin: „Fundurinn ályktar að fela Sambandsstjórn að skipa 5—7 manna nefnd til þess að athuga og gera tillögur um á hvern hátt ódýrast og réttlátast verði fyrirkomið flutningum til hinna ýmsu hafna landsins." Prestarnir sammála (Framhald af 1. síöu) hópinn. Engin ný kirkjubygging var hafin önnur en byggingin á kór Hallgrímskirkj u í Reykjavík, en þrjár nýbyggðar kirkjur voru vígðar. Messugerðir voru um 4000 á öllu landinu. hefðu sex nýjir prestar bæzt í Góðir baðherbergis- speglar. Nú eru gerðir baðherbergisspeglar, sem döggvast ekki af gufu. Þótt mað- ur fái sér heitt bað á köldum vetrar- degi, myndast engin móða á baðher- bergisspglinum. Auglýsið í Tímanom. ttbreiðið Tímann! SKIPAUTG6RÐ RIKISINS 99 ESJA 99 fer héðan eftir helgina um Vestfjarðahafnir til Siglufjarðar og Akureyrar. Pantaðir farseðlar sóttir árdegis í dag. óskast Norðfjarðarbátur M/b. „Hafþór“ verður í förum í sumar frá 30. júní á mánudög- um, miðvikudögum, fimmtudög- um og laugardögum á milli Nes- kaupstaðar og Viðfjarðar, í sam- bandi við áætlunarbifreiðir. Aukaferðir fer báturinn eftir samkomulagi við útgerðarmann, Óskar Lárusson, Neskaupstað. N.s. Dronning Alexandrine fer héðan til Færeyja og Kaup- mannahafnar um 5. júlí. íslenzkir ríkisborgarar sýni vegabréf, stimplað af lögreglu- stjóra. Erlendir ríkisborgarar sýni skírteini frá borgarstjóraskrif- stofunni. Jes Zimsen. Sklpaafgrexðsla (Erlendur Pétursson). Vamlaðir gúmmískór tir söíu. Sigurgeir G. Áskelsson Ægissíðu við Kleppsveg, Reykjavik. (jatnla Síó Friðland ræningjanna (Badman’s Territory) Spennandi amerísk stórmynd. Að alhlutverk leika: Randolp Scott Ann Richards George „Gabby" Hayes Sýnd kl. 5, 7, og 9. tltjja Síi f viíf Steúlrtffötu) ■ * Villihesturinn REYKTR (Smoky) Fred Mac. Myrry og Anne Baxter, ásamt undrahestinum REYKVR. í myndinni spilar og syngur írægur guitarlelkari BURL IVES. Aukamynd: NÝTT FRÉTTABLAÐ. Sýnd kl.3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Tjarnarkíó KEPPEVAUTAR (Johnny Frenchman) Skemmtileg mynd úr lííl sjó- manna á Bretagne og Cornwall, leikin af enskum og frönskum leikurum. Francoise Rosay, Tom Walls, Patricia Roc. Sýning kl. 5—7—9. Bör Börssou, jr. Norsk gamanmynd. Sýning kl. 3. FJALAKÖTTURINN sýnir Revýuna Vertu bara kátur' í kvöld kl. 8 í Sjálfstæðishúsinu. Húsið opnað kl. 7,30. Sími 7104. Aðeins fáar sýningar eftir. óskast Löng vinna. Upplýsingar kl. 4—6 Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur Garðastræti 6. LANDBÚNADARSÝNINGIN verður opnuð laugardaginn 28. júní í skála við Reykjavíkurflugvöll Inng. frá Njarðarg. vestan við Tivoíi Klukkan 2.30 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á sýningarsvæðinu. Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra flytur ræðu. Karlakór Reykjavíkur syngur. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, sem er heiðursforseti sýningarinnar, opnar sýn- inguna með ræðu. ( Útvarpað verður frá staðnum og að setningarathöfn lokinni, verða sýningarskálar opnaðir almenningi. Landbúnaðarsýningin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.