Tíminn - 03.07.1947, Blaðsíða 1
; RTTSTJÓRI:
) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
) ÚTGEPANDI: j
j PRAMSÓKNARFLOKKURINN
j Símar 23S3 og 4373
\ PRENTSMIÐJAN EDDA hS.
TTST JÓRASKRrPSTOPUR:
EDDUHÚdl. Llndargötu 9 A
öímar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRrPRTOPA.
EDDUHÚSI, Wndargöw 9A
Html 2323
31. árg.
Reykjavík, fmamtuclagiim 3. júlí 1947
118. íílað
Hafin sala ríkisskuldabréfa sam-
kvæmt eignakönnunarlöguniim
Þrjár leiðir, sem hægt er að velja á milli.
Um þessar mundir er að hef jast sala á skuldabréfum þeim,
sem eignakönnunarlögin gera ráð fyrir, að mönnum verði gefinn
kostur á að kaupa til að leiðrétta framtöl sín, áður en eigna-
könnun fer fram. Þykir í því tilefni rétt að benda á þær aðrar
leiðir, sem mönnum er einnig gefinn kostur á í þessu sambandi,
svo að þeim verði auðveldara að velja á milli.
Verðlaunakeppni um
beztu skáldsöguna
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins ákvað á
sínum tíma að efna til verð-
launasamkeppni um skáldsögur
eftir íslenzka höfunda.
Var heitið 10 þús. kr. verð-
launum fyrir beztu skáldsöguna,
auk ritlauna. Þó var réttur á-
skilinn að láta verðlaun niður
falla, ef engin sagan þætti verð-
launahæf, eða skipta verðlaun-
um éf ástæða þætti til þess.
Fimm handrit hafa borizt í
þessari samkeppni og eru þau
nú til athugunar hjá prófnefnd.
Verður lokið við að dæma um
þau innan skamms.
Styrkir til vísinda-
iðkana í Noregi
Stjórnarnefnd Nansenssjóðs-
ins í Oslo hefir ákveðið að ráð-
stafa 2000 norskum krónum til
handa islenzkum vísindamanni
til vísindaiðkana í Noregi, og
er þessi styrkur veittur í þakk-
lætisskyni fyrir þá aðstoð, er ís-
lendingar veittu norskum vís-
indum á stríðsárunum. Umsókn-
ir um styrk þennan ber að
senda Háskóla íslands fyrir lok
júlímánaðar.
"oVerðbréfaleiðin.
Ríkisskuldabréf þau, sem hér
um ræðir, verða ekki talin með
skattskyldum eignum skatt-
þegns í hinu sérstaka eigna-
könnunarframtali. Þau skulu og
ásamt vöxtum vera skattfrjáls
til 31. des 1952, en þá skal eig-
andi þeirra sýna þau skattyfir-
völdunum til skrásetningar, ef
hann vill halda vöxtum af bréf-
unum, enda verða þau skatt-
skyld frá þeim tíma. Ef eigandi
sýnir ekki. bréfin til skrásetn-
ingar á tilskildum fresti, verða
vextir ekki greiddir en þá hald-
ast skatthlunnindin, sem að
framan greinir.
Verði lagður á sérstakur eign-
arskattur í eitt skipti, má, þrátt
fyrir framanskráð ákvæði, skatt
Ieggja bréfin í samræmi við aðr-
ar eignir, enda sé þá eiganda
þeirra heimilt að greiða skatt-
inn með hlutfallslegum afslætti
af nafnverði bréfanna.
Bréfin eru til 25 ára og greið-
ast af þeim 1% vextir á ári.
Maður hverfur
Aldraður maður hvarf frá
Seyðisfirði s.l. föstudag og hefir
ekki fundizt enn.
Hann heitir Pétur Einarsson.
Sást hann síðast vaða út í Fjarð-
ará og fundust húfa hans, jakki
og gleraugu á árbakkanum. Hef-
ir hans verið leitað meðfram
ánni, en án árangurs.
Vantaldar eignir, sem verða
undanþegnar sköttum.
Eignakönnunarlögin gera jafn-
framt ráð fyrir annari leið, sem
menn geta farið til að kom'ast
hjá meiriháttar viðurlögum, ef
þeir hafa ekki dregið mikið fé
undan skatti og eiga erfitt með
að festa það í skúldabréfunum.
Sú leið er þessi, samkv. 17. grein
laganna:
Nú kemur fram meiri eign á
eignakönnunarframtali eða við
rannsókn á því, en samrýmzt
getur fyrri framtölum viðkom-
andi skattþegns, og skal þá um
það fara sem hér segir:
Af eign allt að 25000 krónum,
sem sannanlega hefir verið til
orðin fyrir 1. jan. 1940, og þa og
síðan hefir verið undan fram-
tali dregin, skal ekkert gjald
greiða. Af því, sem umfram kanh
að yera, greiðist skattur sam-
kvæmt gildandi skattalögum, án
skattsektar.
Af eign, sem til hefir orðið
(Framhald á 4. síðu)
Kommúnistar sáu sitt óvænna í
sjómannadeilunni
Samnmgar voru imclirritaðir í gær.
í gær voru undirritaðir samningar milli Landssambands ísl.
utvegsmanna og Alþýðusambandsins um síldveiðikjör á þeim
stöðum, þar sem verkalýðsfélögin höfðu sagt upp samningum
og falið Alþýðusambandinu samningsumboð sitt. Munu þessir
nýju samningar ná til um 40% af síldarflotanum.
Upptök þessa máls voru þau,
að kommúnistar í Alþýðusam-
bandsstjórninni reyndu á síð-
astliðnum vetri að fá sjómanna-
félögin til að segja upp samn-
ingum og fela Alþýðusamband-
inu samingaumboðið. Fæst fé-
lögin urðu við þessu og fram-
lengdu samningana óbreytta.
Alþýðusambandið bar hins veg-
ar fram miklar kröfur fyrir hin
félögin um alls konar breyting-
ar á samningunum og auglýsti
vférkfall 20. f. m., þar sem samn-
ingar höfðu ekki tekizt þá. Sjó-
menn höfðu þetta verkfall hins
vegar að engu og var unn-
ið áfram við að búa skipin, eins
ogg ekkert hefði í skorist. Jafn-
framt sýndu sjómenn sig þess
albúha að fara á síldveiðar,
þrátt fyrir verkfallsyfirlýsing-
una. Kommúnistar sáu \>ess
vegna sitt óvænna og féllu frá
öllum kröfunum, nema lítils-
háttar hækkun á grunnírygg-
ingu, sem verður 610 kr. á mán-
uði eða 30 kr. hærri en hjá Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur. Að
öðru leytl var samningurinn
framlengdur óbreyttur.
Beztu kýrnar á sýningunni
HÍ
.;:
Skjalda frá Hjálmholti.
Margir beztu nautgripir landsins
sýndir á landbúnaðarsýningunni
Yfirlit um úthlutun verðlauna.
í búpeningsdeild landbúnaðarsýningarinnar hafa undanfarið
verið sýndir ýmsir úrvalsgripir og hafa þeir ekki sízt vakið at-
hygli sýningargesta. Jafnframt hefir farið fram veiting verð-
launa. Hér á eftir verður sagt frá úthlutun verðlauna fyrir beztu
nautgripina, sem voru á sýningunni, en síðar verður sagt frá
úthlutun verðlauna til annars búpenings. Þeir, sem ákváðu verð-
launin fyrir nautgripina, voru Páll Zóphóníasson ráðunautur,
Halldór Gunnlaugsson, bóndi í Hvammi og Eyvindur Jónsson
húfræðikandidat.
m
Rauöskinna frá Hrafnkelsstöoum.
Gengið á hátind Heklu
Hæð hans er nú yfir 1500 metrar, en lækkar
sennilega aftur.
Síðastliðinn sunnudag gengu þeir dr. Sigurður Þórarinsson,
Árni Stefánsson og Einar Sæmundsson á hátind Heklu, en þang-
að hefir ekki verið komizt fyrr síðan gosið hófst. Fyrir nokkru
mældist hæð þessa tinds um 1500 m., en mun hafa hækkað nokk-
uð síðan, en búist er við, að hann lækki aftur, þegar gosin hætta.
Hátindur Heklu er nú gígkeilan umh.verfis toppgíginn, og er á
líkum stað og hátindurinn var fyrir gosið.
Síldin komin
I gærmorgun bárust fyrstu
fregnir að norðan um, að skip
hefðu fengið síld að nokkru
ráði.
Þrjú skip munu hafa fengið
nokkurn afla og mestan Ársæll
Sigurðsson úr Hafnarfirði. Hann
fékk 250 4unnur og voru þær
lagðar inn í íshús Óskar Hall-
dórssonar í Siglufirði. Þá fékk
m.s. Edda frá Akureyri um 130
tunnur síldar.
Síldin mun öll hafa veiðzt
við Grímsey. Þá hefir einnig
frétzt, að sézt hafi til síldar vest-
ur á Húnaflóa og við Langanes.
Niðurjöfnun útsvara
Lokið er nú n'iðurjöfnun út-
svara á Akureyri -og í Hafnar-
firði.
Á Akureyri var jafnað niður
um 5 milj. kr. á um 3000 gjald-
endur. Hæsti skattgreiðandi er
Kaupfél. Eyfirðinga, sem greiðir
511 þús. kr. í útsvör og skatta,
þar af 149 þús. kr. í útsvar.
í Hafnarfirði var jafnað niður
4.1 rnilj. kr. Hæstu gjaldendur
þar eru bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar, Venus h.f., Vélsmiðja
Hafnarfjarðar og Raftækjaverk-
smiðjan.
Ekkert öskugos var í topp-
gígnum þennan dag og hefir
hann haft hægt um sig nú.um
iveggja vikna skeið. En miklar
drunur voru i gignum og lagði
upp úr honum mikla brenni-
! teinssvælu svo að illkleift var
að komast að honum hlémegin
Var gígurinn hið innra klæddur
gulri brennisteinsskán. Ekki var
hægt, sakir hita að ganga nema
þriðjung leiðar niður í botn
gígsins.
í axlargígnum var nokkurt
öskugos. Spúði hann öskunni
nær hljóðlaust. Gufugígarnir
neðar í sprungunni í suðvestur-
hlíðinni voru háværir að vanda.
Meiri hita gætir í vesturhlíð
Heklu en þegar þeir Pálmi
Hannesson og Sigurður klifu
fjallið fyrir 2 mánuðum. Leggur
nú allmikla gufu upp úr hlíð-
inni allt upp í 1000 m. hæð og
allmikill gufuhver hefir mynd-
azt í lægðinni norðaustan axl-
argígsins. Aska, sem fallið hefir
.úðustu 2 mánuðina, myndar nú
um 40 cm. þykkt lag efst í fjalls-
hlíðinni en í 1000 m. hæð er
öskulagið um 20 cm. þykkt.
Síðastliðna viku var ekkert
öskugos úr axlargíg, fram til
iaugardags, en þann dag og
á sunnudaginn var dálítið ösku-
fall. Hraunið rennur enn án
afláts.
Tilhögun sýningarinnar.
Nautgripasýningunni var hátt-
að þannig, að sýndir voru hópar
af sömu ætt, og helzt naut með
dætrum sínum. Alls voru sýnd-
ir fimm hópar, fjögur naut með
fjórum dætrum sínum hvert og
svo systrahópur, ásamt nauti
undan einni systurinni. Verð-
laun voru bæði veitt fyrir hóp-
ana sérstaklega og svo fyrir ein-
stök dýr.
Hér á eftir verður gerð nokk-
uð nánari grein fyrir flokkun-
um:
í fyrsta hópnum voru Máni
frá Kluftum og fjórar dætur
hans. Máni mun nú elzta naut
landsins, 11 y2 árs. Undan Mána
munu nú til um 80 dætur og
32 naut undan honum hafa ver-
ið seld til undaneldis. Meðal-
dóttir Mána hefir 4.28% feita
mjólk og mjólkar á ári 3500—
3600 lítra og gefur því yfir 15000
fitueiningar. Máni er eign Naut-
griparæktarf élags Hrunamanna-
hrepps. Mánahópurinn á sýn-
ingunni hlaut 1. verðlaun, 4000
kr., og sjálfur hlaut Máni og
allar dætur hans fyrstu ein-
staklingsverðlaun. — Þekktust
þeirra er Rauðskinna á Hrafn-
kelsstöðum, sem hefir mjólkað
tæp 4000 kg. að meðaltali síð-
ustu sex árin með 4.46% fitu.
í öðrum hópnum voru Repp
frá Klúftum, eign Nautgripa-
ræktarfélags Hraungerðis-
hrepps, ásamt fjórum dætrum
sínum. Hann er 6y2 árs, mjög
fallegur, en illur viðfangs. Hann
á nú 16 dætur. Dætur Repps
mjólka yfirleitt um 4000 1. á ári
og um 4% feitri mjólk. Repp-
hópurinn hlaut 1. verðlaun,
4000 kr., og sjálfur fékk Repp
og allar dætur hans 1. einstakl-
ingsverðlaun. Þekktust þeirra
er Skjalda í Hjálmholti, en nyt
hennar á síðastl. ári var 4585
lítrar með 4.42% fitu.
Þriðji hópurinn voru Klufti frá
Kluftum, albróðir Mána, eign
Nautgrj^aræktarfélags Gnúp-
verjahrepps, ásamt ¦ fjórum
dætrum sínum. Klufti er mjög
vel byggður, en dætur hans
hafa ekki reynzt jafnvel og
dætur Mána og Repps. Þessi
rxgpur hlaut 1. verðlaun, 4000
kr., og Klufti sjálfur og allar
dætur hans hlutu 1. einstakl-
ingsverðlaun.
Fjórði hópurinn var Glæsir
frá Kluftum, eign Nautgripa-
ræktarfélags Hrunamanna-
hrepps, ásamt 4 dætrum sínum.
Dætur hans eru enn lítt reynd-
ar, en virðast hafa fitumikla
mjólk. Hann er mjög vel byggð-
ur. Þessi hópur hlaut 2. verð-
laun, 2000 kr., og Glæsir og all-
ar dætur hans 2. einstaklings-
verðlaun.
Fimmti hópurinn voru fjórar
dætur Brands frá Húsatóftum,
ásamt syni einnar þeirrar, Lax-
dal, sem er eign nautgriparækt-
arfélagsins í Gnúpverjahreppn-
um. Þessi hópur fékk 2. verð-
laun, 2000 kr., og einstaklingar
hans 2. einstaklingsverðlaim.
Hér fara á eftir yfirlit um út-
hlutun einstaklingsverðlauna,
sem veitt voru kúnum á sýning-
unni, en áður hefir verið sagt
frá verðlaunum þeim, sem naut-
in fengu:
1. verðlaun:
Rauðskinna, 52. Eign Helga
Haraldssonar, Hrafnkellsst.
Hvanna 25. Eign Guðrúnar
Einarsdóttur, Laugum.
Rauðbrá 18. Eign Jóns G.
Jónssonar, Þverspyrnu.
(Framhald á 4. slðu)
Sýning Nínu f ramlengd
Töluvert á fjórða þúsund
manns hafa sótt sýningu Nínu
Sæmundsson og hefir sýningin
verið framlengd fram á næst-
komandi sunnudag.
Fyrir nokkru gaf listkonan
Listasafni ríkisins mynd sína
sem hún hefir gefið nafnið
Njáll.
Mikil aðsókn að Land-
búnaðarsýningunni
Mikil aðsókn er stöðugt að
Landbúnaðarsýningunni og voru
t gærdag kl. 6 búnir að skoða
hana alís 23.000 manns, þrátt
fyrjr óhagstætt veður. Sýningin
verður opin í dag eins og venju-
lega, frá kl. 10—23. Mestur hluti
búpenings þess, sem verið hefir
á sýningunni, hefir nú ýmist
verið fluttur burt eða er á förum,
sakir óhagstæðs veðurs. Þó verð-
ur eitthvað af beztu verðlauna-
hrossunum til sýnis í dag kl. 2
og kl. 9 í kvöld.
Kindur drepast úr öskuveiki
á Rangárvöllum
Nú hefir svo farið, sem margir hafa óttast, að öskuveiki hefir
orðið vart í sauðfé á öskufallssvæðinu. Hafa nú fengist samianir
fyrir þvi, að tvær kindur frá Hólum á Rangárvöllum hafa drep-
ist úr þessari veiki, en þær voru í högum í Næfurholti.
í fyrradag fóru læknarnir
Björn Sigurðsson og Páll A.
Pálsson austur til að ganga úr
skugga um það, hvort um ösku-
veiki væri að ræða. Leiddu rann-
sóknir þeirra í ljós, að svo var.
Þó að þetta séu fyrstu ábyggi-
legu fregnirnar um öskuveiki i
sauðfé á öskufallssvæðinu, geta
þó verið miklu meiri brögð að
henni. í fyrsta lagi hefir lítið
verið gætt að sauðfé fyrir aust-
an, síðan sleppt var í vor, og í
öðru lagi er ekki að búast víð
áhrifum öskuveikinnar fyrr en
eftir nokkuð langan tima frá
því féð fer fyrst að ganga á
haglendi, þar sem aska hefir
fallið.
í dag ætlar Páll A. Pálsson
dýralæknir austur á öskufalls-
svæðið og vera þar viðstaddur
á bæjunum, þegar bændur smala
fé sínu. Mun hann þá athuga
hvort nokkur frekari merki sjást
um öskuveikina.