Tíminn - 03.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.07.1947, Blaðsíða 2
2 TlMIW fimmtndagiim 3. jnlí 1947 118. blað Fimmtudufjur 3. jjúlí 'iinjwijwiiíai ; * Hrakningar Snorra- styttunnar Um langt skeið hefir enginn atburður vakið hér meiri undr- un og gremju en synjun komm- unista í Dagsbrúnarstjórninni á uppskipun Snorrastyttunnar. Svo að segja öll þjóðin er þrungin gremju vegna þessa at- burðar. Það tvennt hefir verið gert hér í senn, að slegið hefir verið á framrétta bróðurhönd nánjistu frændþjóðarinnar og minning eins merkasta' íslend- ings, sem uppi hefir verið, hefir verið svívirt. Að öllu leyti hefir þessi at- burður þó ekki orðið til ógagns. Hann hefir sýnt betur en allt annað, hve framandi öll þjóð- rækni og þjóðernistilfinning er forsprökkum ísl. kommúnista. Hefðu þeir þekkt þessar tilfinn- ingar, myndu þeir ekki hafa framið þennan óhæfuverknað, sem ekki gat komið þeim að neinu haldi í verkfallinu, en að- eins aukið gegn þeim andúð og fyriilitningu. En íslenzkur hugs- unarháttur er þessum mönnum jafn fjarlægur og t. d. íbúum Kákasus. Svo blind er dýrkun þeirra á hinu útlenda valdi, sem þeir láta stjórnast af. Þess vegna ganga þeir jafn fullkom- lega í berhögg við íslenzkan þjóðarmetnað og þjóðrækni og raun ber hér vitni. Það var útlent vald, sem ógn- aði ^sjálfstæði íslendinga og eyðilagði það síðar að fullu, sem á afeiura tíma reyndi að hindra útför Snorra hingað og síðar stóð yfir höfuðsvörðum hans. Það er einnig armur útlends valds, er hindráð hefir útför Snorra að þessu sinni. Sagan hefir hér enn einu siuni endur- tekið sig. En nú er það íslend- inga að læra af reynslunni og falla ekki fyrir sömu exinni og Snorri á sinni tíð. Hrakningar Snorrastyttunnar er hin alvar- legasta áminning til allra ís- lendinga, sem unna frelsi og sjálfstæði. Þótt þessir hrakn- ingar séu leiðinlegir í svipinn, mættu þeir gjarnan verða til að gera hina merku vinargjöf Norð- manna þýðingarmeiri og gagn- legri íslenzku þjóðinni en hún hefði getað orðið að öðrum kosti. Lan db únaðars ýningin Merkur maður, sem var ný- kominn af landbúnaðarsýning- unni, lét þau orð falla, að hún væri glæsilegasti atburðurinn, sem hér hefði gerzt síðan lýð- veldið var stofnað. Að öllu athuguðu er þetta ekki ofmælt. Sýningin gefur ekki aðeins hina fullkomnustu yfirsýn um stórstíga þróun landbúnaðarins seinustu áratugina, heldur engu síður hina miklu framtíðar- möguleika hans, þegar aukin véltækni og rafmagn verða al- mennt komin í þjónustu sveit- anna. Enginn getur komið svo á sýninguna, að trú hans styrk- ist ekki á landið og þjóðina. Á undanförnum árum hefir mjög verið hamrað á því af ýmsum aðilum, að bændurnir væru ekki jafn áhugasamir um framfarir atvinnuvegar síns og aðrar stéttir og landbúnaðurinn hefði því dregist mjög aftur úr. Svo langt hefir verið gengið, að fjöllesin blöð hafa kallað þá svefngöngumenn og öðrum slík- EYSTEINN JÓNSSON: Kosningin í Vestur-Skaftafellssýslu Sjálfstæðismönnum i Rvík virðist vera talsvert mikið niðri fyírir útaf aukakosningunni í Vestur-Skaftafellssýslu. For- maðurinn ritar hvert ávarpið af öðru og varaformaðurinn Bjarni Benediktsson hefir séð ástæðu til þess að skrifa um hana. Auk þess eru svo minni- háttar ritsmíðar ónafngreindar. Þykir mér rétt að leggja nokk- ur orð í belg um þessa kosn- ingu, þar sem nú er komið. Ritgerðirnar í blöðum Sjálf- stæðismanna eru yfirleitt sam- bland af heldur væmnu hóli um Jón Kjartansson og svigurmæl- um 1 garð Framsóknarflokksins. Það er talað um atlögu Fram- sóknarflokksins gegn Sjálfstæð- isflokknum, sem hann sé í sam- starfi við. Ónáttúra, sem í þessu lýsi sér, torveldi ærlegt sam- starf stjórnmálaflokkanna í landinu og fleira ámóta, er á borð borið. Kenningin er í stuttu máli þessi: Af því að Gisli Sveinsson sýslumaður var kosinn í síðustu kosningum á þing í Vestur- Skaftafellssýslu, þá á Jón Kjart- ansson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, nú nýbakaður sýslumaður, að vera sjálfkjörinn þingmaður fyrir Vestur-Skaftafellinga. Hvað segja Vestur-Skaftfell- ingar um þessa kenningu? Ætli þeir kunni ekki betur við að ráða þessu sjálfir og ætli þeir hefðu haft það að miklu, þótt stjórn- málamenn í Reykjavík hefðu sezt niður og ætlað sér þá dul að <3 ákveða þeim Jón Kjartansson sem þingmann í stað Gísla Sveinssonar. Þá er tímabært að benda á það út af þessum skrifum, að Gísli Sveinsson var ekki kos- inn síðast fyrst og fremst af því að hann var Sjálfstæðis- maður, heldur þvert á móti af fjölmörgum þrátt fyrir það, að um nöfnum. Því hefir einnig verið haldið fram, að landbún- aðurinn ætti sér ekki mikla framtíð. Landbúnaðarsýningin kollvarpar fullkomlega öllum slíkum kenningum. Hún sýnir hina stórfelldu framfarasókn bændanna. Hún sannar ótvírætt hina glæsilegu framtíðarmögu- leika sveitanna. Hitt er svo annað mál, að sveitirnar þurfa á næstu árum að fá stór aukinn hluta sinn af veltufé þjóðarinnar, ef þær eiga að geta hagnýtt sér nógu fljótt þá tækni og þau þægindi, sem annars standa þeim til boða. Sama máli gegnir um sjávarþorpin og kauptúnin, sem eru óbein lyftistöng nærliggj- andi sveita og leggja drjúgan skerf til þjóðarbúsins. Land- búnaðarsýningin ætti að hjálpa til að glæða þann skilning, að ekki megi standa á rétti dreif- býlisins í þessum efnum né öðrum. Búnaðarfélag íslands, sem átti forgöngu að sýningunni, og aðrir þeir aðilar, sem að henni stúddu, eiga sannarlega skilið fyllstu þakkir fyrir sérstaklega vel heppnað starf. Svo vel hef- ir það tekizt, að óhætt má full- yrða, að landbúnaðarsýningin er vafalaust merkasti atburð- urinn, sem hér hefir gerzt síðan lýðveldið var stofnað, og enginn, sem á þess nokkurn kost, má láta það ógert að sjá hana og kynnast þeim boðskap, sem hún hefir að flytja. hann var Sjálfstæðismaður, og vegna þess, að hann var í opin- berri andstöðu við flokksfor- ustuna og þann málstað, sem Jón Kjartansson studdi og styður. Þá er ástæða til þess að skoða nánar þessa nýstárlegu kenn- ingu um samstarf stjórnmála- flokka um ríkisstjórn og lýð- ræðiskosningar. Er þá fyrst þess að geta, að ekki hafði Sjálfstæðisfl. til- einkað sér þá skoðun, sem nú er fram haldið, þegar Vilmund- ur Jónsson hætti þingmennsku í Norður-ísafjarðarsýslu — og er það þó aukaatriði — en sýnir hins vegar samræmið. Hitt er aðalátriðið, að sam- starf um ríkisstjórn er ekki sameining flokka. Hver flokkur heldur sínu flokksstarfi áfram og heldur fram sinni megin- stefnu og sínum aðaláhugamál- um. Það ber vott um frámunalegt þroskaleysi og lágreist stjórn- málastarf, ef ekki væri unnt að láta fara fram frjálsar almenn- ar kosningar í einu eða fleiri kjördæmum, án þess að það hafi áhrif á samstarf flokka um rík- isstjórn og lausn aðkallandi vandamála. Menn ættu því að spara sér allar frekari umræður um út- brot, árásir, óheilindi í sam- starfi og annað þvílíkt í sam- bandi við það, sem gerzt hefir og gera sér það ljóst, að það var hvorki eðlilegt né framkvæman- legt að „úrskurða" Vestur- Skaftfellingum þingmann í stað Gísla Sveinssonar. Við skiljum vel áhuga for- ystumanna Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík fyrir því að fá Jón Kjartansson kosinn á þing, sem þjónað hefir þeim dyggilega við Morgunblaöið nærfellt 25 ár. Hann er ofur eðlilegur. Vegna ofurkapps virðast sum- ir hins vegar ekki hafa gert sér fulla grein fyrir því, að málum er ekki þannig háttað, að Vest- ur-Skaftfellingum verði sagt fyrir verkum, og þeim ákveðinn þingmaður eftir geðþótta ann- ara. Þeir munu hafa fullan vilja á að ráða því sjálfir, hvern þeir senda á þing og framboðsrétt hafa þeir að lögum. Nú hefir sá ánægjulegi at- burður gerzt í sambandi við þessa aukakosningu, að fjöl- margir bændur og samvinnu- menn í héraðinu hafa orðið sammála um að bjóða fram einn úr sínum hópi, góðan bónda, ör- uggan og traustan til allra starfa, eindreginn og félagsvan- an samvinnumann, Jón Gíslason í Norðurhjáleigu í Álftaveri. Þetta er gleðiefni öllum þeim, sem hafa haft áhyggjur af því undanfarið, að bændum hefir fækkað á Alþingi. Kosningin í Vestur-Skafta- fellssýslu vekur mikla athygli um allt land — ekki sízt af því, að allir vita, að þar er valið á milli bóndans og ritstjóra Morg- unblaðsins, þótt hann sé nú orð- inn sýslumaður. Sí^ur Jóns Gíslasonar mundi verða sigur bændastéttarinnar. Hann gæti orðið upphaf að nýrri pólitískri sókn bænda- stéttarinnar — þar sem hann bæri vott um, að foændurnir vildu í verki styðja fulltrúa úr sinni eigin stétt. Það hvílir mikil ábyrgð á skaftfellskum bændum og sam- vinnumönnum við þessar kosn- ingar. Þeir hafa nú tækifæri til þess að orka mikið á framtíðar- þróun í þessum málum, einnig annarsstaðar á landiou. Því skyldu þeir ekki standa saman um það að velja á þing mann úr sínum hópi, sem þekk- ir þeirra hag og þeirra mál út í æsar, sem veit hvað gera þarf og sem er þannig að sér gjör, að hann mundi verða þeim til sóma, hvar sem hann færi. Hér kemur og fleira til. Jón Gíslason bíður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn, en nú er þannig ástatt í stjórnmálum landsins, að öll hin meiriháttar málefni eru leyst með samning- um á milli stjórnmálaflokkanna. Hver flokkur um sig leggur fram aðaláhugamál sín við samningana. Hvaða flokkur leggur fram aðalmálefni landbúnaðarins við slíka samningagerðir og gerir þau að sínum málum. Það gerir Framsóknarflokkurinn og eng- inn flokkur nema hann. Hvers vegna ættu bændur og sveitafólk ekki að styðja þann flokk sem berst fyrir málum þeirra? Hversu fer um málefni þeirra, ef sveitafólkið styður til forráða á þingi þá menn og þá flokka, sem gerast mótaðilar í samn- ingum um aðaláhugamál land- búnaðarins. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga bæði nú og endranær þegar gengið er til kosninga. Finnlandsfarar Ármanns Finnlandsfarar Ármanns héldu um fyrri helgi þrjár fimleika- og glímusýningar í íþróttahúsi í. B. R. við Háloga- land, við ágæta aðsókn. Flokkarnir eru nú farnir af stað og fór fyrri hópurinn á mánudagskvöldið með hinni nýju flugvél Loftleiða h.f., Heklu, til Stockhólms, en síðari hópurinn fór daginn eftir. Alls eru á milli 40 og 50 manns í förinni. Frá Stockhólmi verður farið með skipi til Finnlands. Félagið fékk leyfi viðskipta- málaráðherra til þess að hafa með sér gjafaböggla með alls- konar fatnaði til þess að láta af hendi rakna við þurfandi fólk í Finnlandi. Þess skal getið, vegna umtals í bænum um gjaldeyrisnotkun flokksins, að allt það, sem hann fær af gjaldeyri til fararinnar, er sem svarar 140 sænskum krónum á hvern mann, enda eru flokkarnir í boði Finna, meðan þeir standa þar við. Utanáskrift 1 Finnlandl er þessi: Islándska Idrottstruppen, c/o. Finnlands Festspel, Stadion, Helsingfors. Skinfaxi Skinfaxi, tímarit Ungmenna- félags íslands, 1. hefti 1947 er nýkominn út. Þetta er 38. árg. Skinfaxa, sem hefst með þessu hefti. Skinfaxi er því gamalt og rótfast tímarit í vissum skilningi. Það hefir verið mál- svari og málgagn einnar glæsi- legustu og þýðingarmestu fé- lagsmálahreyfingar á íslandi allan sinn dag, og í það hafa ritað margir hugsjónaríkustu og ritfærustu menn hins merki- lega framfara- og viðreisnar- timabils síðustu áratuga á ís- landi. Skinfaxi frá öndverðu er því einhver bezta heimild, sem til er um undirrót og upphaf margra merkilegustu nýjunga og framfara í þjóðmáíúm og félagsmálum íslendinga á síð- ari árum, og er því góð eign hverjum þeim, sem hug hefir á að kynnast ger þessu merkilega framfaratímabili í sögu ís- lendinga. Á síðari árum hefir nokkuð borið á því, að hinar öru breyt- ingar og flóð erlendra áhrifa hafi dregið úr starfsemi og lífs- þrótti ungmennafélaganna í landinu, en á allra síðustu ár- um hafa ungmennafélögin greinilga dafnað á ný til meira starfs og áhrifa, og virðast þau ætla að standa af sér rót það, sem orðið hefir á öllum félags- málum á síðari árum, og kæft margar félagsmálahreyfingar en fleytt ö2f?jum fram. Er því þess að vænta að starf ung- ' mennafélaganna verði á næstu árum sem fyrr snar þáttur í menningarlífi íslendinga. j Þetta hefti Skinfaxa — og raunar önnur síðari hefti ritsins — bera þsssu aukna lífsfjöri ungmennafélaganna ljóst vitni. í því er m. a. þessar greinar: Skylda ungmennafélaga við Skinfaxa, eftir Daníel Ágústín- usson, Framtíð sveitanna, eftir Ásmund Sigurðsson, Skáldið Örn Arnarson, eftir Stefán Júlíusson, Hinn fallni foringi, eftir S. J., Ungmennafélögin 40 ára, ræða eftir Jón Sigurðsson, Yztafelli, Útvarpsræða um bindindismál, eftir Halldór Kristjánsson, o. fl. Ritstjóri Skinfaxa er Stefán Júlíusson, kennari i Hafnarfirðl. KURL Kvæði eftir Kolbein Högna- son. Útg. ísafoldarprent- smiðja h.f. Reykjavík 1946. „Þar er ekki alveg nýtt, að íslendingur kveði“. — „Sem betur fer“, munu margir mæla, þegar um er rætt höfund þess- ara ljóðlína Kolbeins Högna- sonar úr Kollafirði, því að hinn helming vísunnar ósannar Kol- beinn nú með hverri ljóðabók- inni annarri betri. Fyrir um það bil tuttugu ár- um barst vísnakverið Stuðla- mál um landið og varð brátt vinsælt að vonum. Margar voru stökurnar í kveri þessu áður landfleygar og höfundar þeirra kunnir, en aðrir voru með öllu ókunnir að minnsta kosti í sum- um landshlutum, enda ungir menn. Svo var um Kolbein nokk- urn Högnason úr Kollafirði, en eftir hann voru sumar beztu stökurnar, sem mönnum kom saman um, að verða mundi langlífar í landinu, svo framar- lega sem ferskeytlan ætti sér framtíð sem ljóðaform. Við, sem lærðum vísur Kol- beins í Stuðlamálum, áttum þess von, að frá honum bærust margar slíkar á komandi árum, en hinu mun fæsta hafa órað fyrir, að Kolbeínn yrði eitt- hvert vinsælasta og athafna- mesta ljóðskáld landsins, en sú er nú — góðu heilli — raunin á orðin. Fyrir þrem árum komu út eftir Kolbein ljóðabækurnar Olbogabörn og Kræklur og Tíurl nú á síðasta hausti. Margan mun því furða á því, hve stór- virkur Kolbeinn er, ekki sizt þegar þess er gætt, að einungis mun vera um tómstundavinnu að ræða. íslendingar vita, að hér eru gefnar út miklu fleiri bækur — miðað við fólksfjölda — en með- al annarra menningarþjóða, og sumum þykir nóg um þetta bókaflóð. En hina ætla ég fieiri er unna því vel, að Íslendíngar haldi forystunni. Hitt liggur ekki eins í augum uppi, hvort íslendingar yrki einnig þjóða mest, en víst er um það, að mikið er ort og alþýða manna ann skáldskap. Kolbeinn hefir einungis ort 1 tómstundum sínum eins og landar hans yfirleitt fram að síðustu timum. En vart hafa tómstundirnar verið margar, meðán Kolbeinn bjó I Kollafirði, ef miðað er við það, sem eftir hann liggur þar. En svo rík er skáldæðin, að ytri aðstæður megna ekki að kæfa hana. — Ljóðin brjótast fram undan önnum dagsins eins og upp- sprettulindir undan fargi fjalla. Kolbeinn er, eins og margur landi hans, „næstum allur í hug- ar heimi, þótt hendurnar vinni langan dag“. Margt þótti mér ágætt í fyrri bókum Kolbeins, en þó tel ég Kurl bera af þeim að ýmsu leyti. Yrkisefni hans eru mörg sem fyrr, en þá má bóndinn sín næsta mikils og setur sinn svip á bókina.Flest kvæðin mun hann hafa ort, eftir að hann flutti til Reykjavíkur, og ýtir oft vel við reykvískum sveitamönnum, sem of sjaldan verður hugsað til bernsku sinnar. Auðvitað fær Kollafjörður bróðurpartinn af ættjarðar- kvæðum skáldsins: Frammi í Kollafirði fagurt á vorin er. Brýtur þar úthafsöldu einsamalt Helgusker. En þó getur hver, sem er, haft sitt íjall í huga, þegar hann les þessar ljóðlínur: Ég finn, ég veit ég var og er og verð til dauðans brot af þér. Og skyldi eilífð auðnast mér, ég unaðs nýt þar varla, njóti ég ekki friðar blárra fjalla. Þá eru í bókinni veigamikil kvæði sögulegs efnis svo sem: Gissur biskup ísleifsson, Unnur Marðardóttir, Þorgerður að Öx- ará og Víga-Styrr, en bezt þeirra þykir mér kvæðið Síðu- Hallur. Skemmtileg og nýstárleg eru draugakvæðin: Dalhúsa-Láki, Heygarðdráugurinn og Golþeys- ingur. Þá er í bókinni ný út- gáfa og athyglisverð af Mikla- bæjar-Sólveigu. Kolbeini er sýnt um að yrkja eftirmæli og afmæliskvæði, og eru mörg slík 1 bókinni. Þar tel ég fremst kvæðið Þorleifur á Vífilsstöðum. Heimspekin á sinn streng I hörpu Kolbeins: Lífið er stjarna, er Ijómar um nótt, hlær við sem snöggvast, hrapar svo skjótt. Er þá allt þrotið við umskiptin hér? Sólkerfahöfundur, svaraðu mér. Sumum vísnavinum mun þykja hlutur stökunnar lítill í (Framhald á 4. síOti)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.