Tíminn - 03.07.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.07.1947, Blaðsíða 4
X. ÍRAMSÓKNARMENN! 4 Munið að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser i Edduhúsinu við Lindargótu. Sími 6066 3. JtiLÍ 1947 118. blað Ferðaskrifstofan efn- ir til fjögra skeramti- ferða um næstu helgi Hringferð um Borgarfjörð. Lagt af stað kl. 2 á laugardag, ekið um Hvalfjörð til Reykholts, gist að Hreðavatni um nóttina. Eftir hádegi á sunnudag ekið til Hvanneyrar og um Hvalfjörð til Reykjavíkur. Komið til Reykjavíkur seint á sunnudags- kvöld. Hekluferð. Lagt af stað kl. 3 á laugardag. Gengið að eldstöðvunum. Kom- ið til baka á sunnudagskvöld. Gullfoss og Geysir. Kl. 8 á sunnudag lagt af stað til Geysis. Komið við í Skálholti. Brúarhlöð skoðuð. Ekið um Þingvelli í heimleiðinni. Reykjavík. — Vík. — Kirkju- bæjarklaustur. — Fljótshverfi. Fjögra daga ferð. Ekið frá Reykjavík kl. 2 e. h. á laugar- dag. Helztu staðir skoðaðir und- ir Eyjafjöllum, t. d. Gljúfrabúi og Skógafoss o. fl. Gist um nóttina í Vík. Á sunnudag ekið að Kirkj ubæj arklaustri og gist þar. Á mánudag ekið austur í Fljótshverfi og til baka að Klaustri aftur. Á þriðjudag farið að Dyrhólaey, ekið síðan inn í Fljótshlíð að Múlakoti. Komið til Reykjavíkur kl. 9—10 að kvöldi. Margir hezto nautgriplr . . . (Framhald af 1. síðu) Lýsa 36. Eign Hjörleifs Sveins- sonar, Unnarholti. Búkolla 52. Eign Bjarna Kol- beinssonar, St. Mástungu. Búkolla 8. Eign Guðjóns Ól- afssonar, Stóra-Hofi. Búkolla 2. Eign Filippusar Jónssonar, Háholti. Skjalda 64. Eign Ólafs Ög- mundssonar, Hjálmholti. Baula 17. Eign Guðjóns Guð- jónssonar, Bollastöðum. Búbót 25. Eign Guðjóns Sig- urðssonar, Hrygg. Skrauta 26. Eign Guðjóns Sig- urðssonar, Hrygg. Hosa 13. Eign Steinþórs Gests- sonar, Hæli. 2. verðlaun: Laufa 8. Eign Stefáns Páls- sonar, Ásólfsstöðum. Huppa 39. Eign Sveins Sveins- sonar, Efra-Laugholti. Búkolla 38. Eign Sigurðar Ágústssonar, Birtingaholti. Huppa 34. Eign Hjörleifs Sveinssonar, Unnarholti. Búkolla 20. Eign Högna Guðnasonar, Laxárdal. Gríma. Eign sama. Laufa 25. Eign Guðm. Guð- mundssonar, Högnastöðum. Laufa 40. Eign Lýðs Pálsson- ar, Hlíð. Fyrstu verðlaun fyrir nautin voru 400 krónur, en kýrnar 300 kr. Önnur verðlaunin fyrir naut- in voru 200 kr., en kýrnar 150 krónur. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er viða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — íþróttakennurum boðið utan íþróttakennarasamband Finn- lands bauð íþróttakennarafélagi íslands að senda tvo fulltrúa, konu og karlmann, til þess að mæta á þróttahátíðinni í Finn- Jandi og eftir hátíðina á fund að íþrþttaskólanum í Virumaki, þar sem ræða skyldi íþróttamál og ýmsar sýningar fara fram. Fulltrúar ísl íþróttakennara verða: Frú Fríða Stefánsdóttir, íþróttakennari við Menntaskól- ann í Reykjavík, og hr. Jón Þor- steinsson, íþróttakennari. Óvenjulegur stuldur Síðastl. mánudagskvöld var jarðsímalínan, sem liggur frá Reykjavík að Reykjum í Mos- fellssveit, grafin upp og stolið af henni um 80. m. Skeði þetta í Ártúnsbrekku, rétt við Suður- landsbrautina. Sambandslaust varð við Mos- fellsdalinn um kl. 7 um kvöldið. Þegar farið var að grennslast fyrir um orsökina kom í Ijós, að stolið hafði verið um 80 m. af símalínunni. Talið er að þeir menn, sem þarna voru að verki, hafi álitið, að jarðsímakapallinn, sem þeir væru að hirða, væri gamalt rusl frá setuliðstímanum. Egill rauði Egill Rauði. fyrri nýbygging- artogarinn sem Neskaupstaður fær, kom þangað um helgina, en eins og kunnugt er voru það tveir togarar, sem féllu í hlut Neskaupstaðar. Er þetta fimmti nýbyggingar- togarinn, sem kemur til lands- ins. Sala ríkisskuldabréfa. (Framhald af 1. síðu) eftir 1. jan. 1940 og dregin hefir verið undan framtali, skal ekk- ert gjald greiða af fyrstu 15000 krónunum, af 15000—25000 kr. greiðist 5%, af 25000—35000 kr. greiðist 10% og af 35000—45000 kr. greiðist 15%. Af því, sem um- fram kann að vera, greiðist skattur samkvæmt gildandi lög- um, án skattsektar. Þriðja leiðin. Loks gera eignakönnunarlögin ráð fyrir þriðju leiðinni og er hún orðuð þannig 1 17. grein laganna: „Ofangreind ákvæði skulu ekki vera því til fyrirstöðu, að skattþegn geti, ef hann kýs það heldur, talið fram til skattyfir- valda, áður mánuður er liðinn frá framtalsdegi, undandregnar eignir og greitt vangoldinn skatt vegna undandráttarins, samkvæmt gildandi skattalög- um, án skattsekta. Skattþegn, sem þannig telur fram, skal njóta hagræðis þess, sem getur í 2. og 3. málsgrein þessarar greinar". Hér er átt við hlunn- indi þau, sem nefnd eru í þeim kafla 17. greinar, er birtur er hér á undan. Menn ættu að athuga gaum- gæfilega, hver þessara leiða muni reynast þeim haganlegust, áður en þeir velja á milli þeirra. Þurrkaður og pressaður saltfiskur p Nýskotinn svartfugl lækkað verð. FISKBÚÐIN Hverfisgötu 123. Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦ Kaupfélög'. Höfum fyrirliggjandi og eigum von á á næstunni alls- konar verkfærum til garð- og jarðyrkju, svo sem: stungukvíslar, arfasköfur, garðhrífur, fjölyrkjar, skóflur, kvíslar, járnkarlar, ♦ hakar. Allar nánari upplýsingar gefur: Samband ísl. samvinnufélaga Ðýrasýningin í Örfirisey er opin allda daga frá klukkan 8 árdegis. Nýkomin dýr eru íslenzkir Refir, Geitur, Kanínur, Grísir, Páfagaukar, Kanarífuglar, og íslenzkur Fálki. Sjómannadagsráðið ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Krul. (Framhald af 2. slðu) bók þessari, og átt annars von af Kolbeini. En margar góðar stökur eru í Kurlum: Þó að lífið þyki valt, ( þá skal öllu taka. Þakka blítt, en þola kalt, þreyja, starfa, vaka. Ýmislegt má að ljóðum Kol- beins finna, s. s. flestra ann- arra, en smávægilegt verður það, miðað við kostina. Ljóðin bera með sér, að maðurinn er ham- hleypa að yrkja, en ósýnna um að fága og snurfusa verk sín. Sums staðar bregður fyrir rím- göllum, sem erfiðara er að fyrir- gefa vegna þess, að Kolbeinn er rímsnillingur með afbrigðum, þegar hann vill það við hafa. Kolbeinn er ádeiluskáld, oft napur og beinskeytur og kemur það fram 1 fjölmörgurn kvæðum hans. En þó eru ljóðin í heild sinni jákvæð, því að bjartsýnin og lífsgleðin mega betur, og yfir þeim er heildarsvipur dreng- skapar og hreinlyndis. Nokkrur þýdd ljóð eru aftast í bó)/inni, mörg lagleg, en þó lætur Kolbeini betur að tala frá eigin brjósti. Ég hefði kunnað betur við, að getið hefði verið höfunda hinna þýddu kvæða. Ytri frágangur Kurla er lýta- laus, en hefði mátt vera miklu betri. Við munum vera margir, sem þökkum Kolbeini ljóðin, bæði fyrr og nú, og óskum þess, að enn þá séu ekki öll hans kurl komin til grafar. Gunnar Guðmundsson Minningarorð. (Framhald af 3. síðu) leiðir. Hvíldu þá öll störf á hús- móðurinni. En við þau kjör átti dalafólk að búa um aldaraðir. Var Benóný einn af þeim, sem þeklti tímana tvenna, tveggja til þriggja sólarhringp ferðir í kaupstað með lestir eða fjár- rekstur, og hins vegar jeppa eða vörubíla heim í hlað. Orðtæki hans var ávallt, er hann vann að endurbótum jarðarinnar: „HoVur er heima fenginn baggi“ Benóný var glaðlyndur, hjálp- fús og skemmtilegur heim að sækj,a, enda var heimili þeirra hjóna viðurkennt fyrir gest- risni. Góðlyndur var hann og brá helzt aldrei skapi, en kæmi það fyrir, gleymdi hann því seint. Fjármaður var hann með afbrigðum og glöggur á fé og átti oft einna fallegustu og þyngstu dilkana í sláturstöðum á haustin. Sárt mun honum hafa þótt, eins og mörgum öðr- um bændum þessa lands, að sjá á eftir fallega fénu sínu, er sauðfjársjúkdómar fóru að höggva skörð í bústofninn. Hinn 12. júní, þegar sólin skein í heiði yfir skrúðgrænum hlíðum Skorradalsins og blóma- bre!f.kur túnanna bjuggust sinu fegursta skrúði, safnaðist meg- inþorri íbúa tveggja hreppa Borgarfjarðar, ásamt mörgum fleiri, saman að Háafelli til þess að kveðja hinn látna nágranna sinn og fylgja honum til hinztu hvildar. Blesuð sé minning hans. Ó. J. H. (jatnla Síó Friðland ræningjaima (Badman’s Territory) Spennandi amerísk stórmynd. Aðalhlutverk leika: Randolp Scott Ann Richards George „Gabby“ Hayes Sýnd kl. 5, 7, og 9. Síé (við Sleúlwiitu) Villihesturinn REYKVR (Smoky) Fred Mac. Myrry og Anne Baxter, ásamt undrahestinum R E Y K U R. Sýnd kl. 9. NÆTURÓGNIR. Spennandi leynilögreglumynd með: Basil Rathbone og Nigel Bruce. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 16 ára. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Yjarhatbíó Fleaglehyskið („Murder, he says“) Amerísk sakamálamynd. Fred MacMurray, Marjorie Main, Jean Heather. Bönnuð innan 16 ára. Sýning kl. 6—7—9. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför Jóns Hjaltalín Brandssonar, frá Kambi Sesselja Stefánsdóttir, börn og tengdabörn. ÞAKKARÁVARP. Hér með þakka ég alla þá miklu hjálp og samúð, er mér var sýnd við andlát og jarðarför mannsins míns, Benónýs Helgasonar. Háafelli, Skorradal, 20. júní 1947. GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR. HÉR MEÐ þakka ég öllum, svo sem hreppsnefnd Vill- ingaholtshrepps og hreppsbúum, vinum og ættingjum, er sýndu mér vináttu sína á sjötíu ára afmæli mínu 14. júní síðastliðinn, bæði með heillaóskum, stórgjöfum og heim- sókn. Bið ég ykkur öllum allrar blessunar fyrir það allt. EINAR GÍSLASON á Urriðafossi. Samvinnumötuneytið heldur aðalfund sinn í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 9. júlí kl. 8,30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður ræ'tt um framtiðarstarfsemi félagsins, meðal annars það hvern- ig snúast á við synjun um leyfi til byggingar á lóðinni á Amtmannsstig 4. Menningar- og minn- ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóðarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þurlði Sæmundsen. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „esja 11 austur um land til Siglufjarðar og Akureyrar um næstu helgi. Kemur á venjulegar áætlunar- hafnir í báðum leiðum. Yinnið ötulleffa fyrir Títnann. Auglýsið í Tímannm. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir í dag, verða annars seldir öðrum. )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.