Tíminn - 09.07.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMEHN! 4 Munið að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVtK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargotu. Sími 6066 9. JtlÁ 1947 122. blað Hvað vakfr fyrfr báskólakennaranum? (Framhald af 2. síðu) glötunarbarminum, — og sneri heimsrásinni við, eða öllu held- ur stöðvaði hana i bili, og gaf heiminum skilyrðisbundið tæki- færi (í reyndinni mjög takmark- að) til þess að smja við og bjargast. Ó, já. Mig skyldi sannarlega ekki furða, þótt það hefði eins og komið dálítið fát á skapar- ann, og rétt annaðhvort, þótt hann hefði eitthvað viljað á sig leggja til bjargar, þegar hann sá, hvernig öllu veraldarverk- inu ætlaði að reiða af, sem allt- af þó hann og enginn annar setti af stað í upphafi. Hér var þó ekki aðeins að ræða um eina „dauða stjórn“ heldur líka um milljónir lifandi sálna. En hvað sem þessu líður, dettur mér ekki i hug að efa, að koma Krists í heiminn hafi haft óendanlega mikla þýðingu fyrir mannkynið, alveg eins og ég efa ekki, að Kristur sjálfur hafi verið einn dásamlegasti per- sónuleikinn og stærsti andinn, sem gist hefir okkar jörð. En ef því er haldið fram, að ekkert gott, sem gildi hafi haft, hafi fyrirfundizt hjá mönnun- um áður en Kristur kom, virð- ist mér það sýna álíka mikla sannleikshollustu og sanngirni, sem ef talið væri, að engin ljós hefðu lýst híbýli manna áður en rafljósið kom til sögunnar. Þeg- ar öll þessi rökspeki dósentsins er athuguð, verður manni á að spyrja: Hvað vakir fyrir mann- inum? Virðist honum þessar hugmyndir um Satan og glötun mest alls mannkynsins svo fagr- ar og glæsilegar, að honum finn- ist jafnvel tilvinnandi að birta hvers konar rökvillum, ef verða mætti að þær gengju með því frekar í saklausar og fáfróðar sálir. En Kristur gat líka manna, sem leiddu burt frá sannleikan- um, þ. e. afvegaleiddu. Ég veit, að viljandi vill dósentinn ekki fylla þeirra flokk. En hvers vegna skilur hann ekki einfaldar og augljósar hliðstæður eins og ljós og myrkur annars vegar og sannleik og lygi hins vegar? Hvers vegna gengur hann í ber- högg við alla vísindalega reynslu og þekkingu, við niðurstöður einföldustu sálar- og uppeldis- fræði, við alla þróunarkenningu náttúruvísindanna, já, og við Krists eigin orð. Á föstudaginn langa, svo að segja andspænis Kristi á krossinum, virðist hann ganga fram hjá þessum dásam- legu orðum hans þar: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera“. Þarna and- spænis böðlum sínum, þegar einn stærsti harmleikur mann- kynssögunnar er að gerast, er eins og Kristur sjálfur gefi þá yfirlýsingu, að það sé ekki neinn sérstakur, utan að komandi „Satan“, sem standi á bak við syndir og glæpi mannanna, heldur aðeins þeirra eigin fá- vizka og vanþroski, eða blátt á- fram hið sama og seinnitíma þekking hefir virzt leiða í ljós. Er þetta ekki ein sönnun þess, að sönn þekking sé ekki í and- stöðu við líf og kenningu Krists, þessa guðdómlega fulltrúa sann- leikans og kærleikans? Ég efast ekki um, að dósentinn vilji eiga samleið með Kristi. En hann virðist enn of blindur af lygihugmyndum liðinna alda og svo flæktur í neti þeirra, að hann kemst ekkert áfram. En vald lygihugmyndanna getur verið ægilegt. Það var það á dögum Krists og átti sinn stóra þátt í harmleiknum á Golgata, það var það á öld trúarbragða- ofáóknanna og galdrabrenn- anna og í ótal myndum hafa þær sýnt sitt ægilega veldi nú á þess- um síðustu og „verstu“ tímum. Ég á því engri betri ósk til handa dósentinum vegna hans sjálfs og' vegna þeirrar stofnunar og þess málefnis, sem hann á að þjóna, en að honum auðnist að losa sig sem fyrst úr neti þeirra. Hrossin á Laud- búnaðarsýiimguiini (Framhald af 3. síðu) 5. Hálfsystur Roða. (Dætur gamla Blakks frá Árnanesi). Hryssurnar eru allar stórar og vel byggðar, sumar með góða líkamsbyggingu dráttarhesta. Hópurinn var ekki sérlega sam- stæður. 6 Dætur Þokka frá Brún. Með þeim var Þytur, sem er dóttur- sonur Þokka. Þessi hópur var ó- samstæður. Hryssurnar tæplega í meðallagi stórar, einhæfar í gangi, þrjár þeirra fremur með byggingu dráttarhesta en of litlar sem drátarhross. Afkvæmi Þokka frá Brún virðast standa langt að baki afkvæmum þeirra Blakks frá Árnanesi, Roða, Skugga og Kára. Munar mestu á stærð og ennfremur eru flest afkvæmi Þokka einhæf í gangi. Faðir Þokka var fiárekur íxá Geitaskarði, frekar stór heslur, en móðir Þokka var Snælda á Brún, purka lítil og kemur smæð hennar eflaust fram á af- kvæmum Þokka. 7. Dætur Blakks. Sýnandi var Hrossaræktarfél. Leirár- og Melasveitar. Hryssurnar eru ó- samstæðar og misjafnar og miklu lakari en faðir þeirra. Þrátt fyrir það hefir Blakkur bætt hrossin í Leirár- og Mela- sveit mikið. Móri frá Kjalardal var um skeið stóðhestur í Leirár- . og Melasveit. Vorið 1943 sá ég mörg afkvæmi Móra í Melasveit og voru sárafá þeirra nokkurs virði, vegna smæðar og bygg- ingargalla. Móri var köttur lit- ill og veikbyggður. Til fróðleiks set ég hér mál Blakks, sem nú er stóðhestur í Melasveitinni og Móra. Blakkur 144—135—176—19. ,Móri 133—126—144—16.5. Það er von að Blakkur eigi erfitt uppdráttar með dætrum Móra. VI. Sleipnisbikar inn. Eitt af þvi sem mikinn spenn- ing vakti meðal sýningargesta á búnaðarsýningunni, var keppnin um Sleipnisbikarinn. Það er veglegur silfurbikar, sem Bún- aðarfélag íslands gaf, til að glæða áhuga landsmanna á kynbtótum og ræktun reiðhesta. Hann er farandbikar og vinnst aldrei til fullrar eignar. Um bikarinn geta aðeins keppt stóð- hestar, sem eru tamdir sem reiðhestar. Á sýningunum, „sem skulu vera landssýningar, skal dæma um fegurff, byggingu, fjör, ganghæfni og tamningu hestanna". Á Landbúnaðarsýningunni kepptu nú í fyrsta sinni um Sleipnisbikarinn 5 stóðhestanna, sem þar voru sýndir. Það voru þeir Nökkvi frá Hólum, Skuggi úr Borgarnesi, Kópur frá Hítar- nesi, Logi frá Dalseli og Hálegg- ur. Það reyndist í þetta skipti dómnefndinni tiltölulega auð- velt að dæma þessi helðursverð- laun. Því þegar tillit var tekið til allra fimm ofangreindra at- riða, sem dæma átti um og ein- skis annars, kom ekki til greina nema einn hestanna af þessum fimm. Logi og Háleggur falla báðir úr leik, vegna þess, að þeir standa hinum þremur langt að baki hvað líkamsbyggingu og fegurð snertir. Logi hefir auk þess einhæfan gang og dálítið ókyrran höftjffburð. Nökkvi er sem stendur hvergi nærri nógu vel taminn, en er að sjá mikið gæðingsefni og eftir því fagur og vel byggður. Kópur er ná- gengur og dálítið skakkur á fótum. Hann hefir óvenju hátt og fallegt tölt, en vaggar á skeiði (er kastgengur). Hann er mjög ókyrr þegar farið er á bak honum. Skuggi úr Borgarnesi bar því sigur úr býtum í þetta sinn og hlaut Sleipnisbikarinn sem heið- ursverðlaun á Landbúnaðarsýn- ingunni. Hann er vel að þeim kominn, því hér er um óvenju- legan gæðing að ræða og auk þess afburða faliegan hest. Næst verður keppt um Sleipn- isbikarinn á Þingvöllum 1950.. Ef synir Skugga tveir, þeir Nökkvi og Gáski, sem voru á sýningunni, mæta á Þingvöllum fulltamdir 1950, verða þeir harð- ir keppinautar föður síns um Sleipnisbikarinn. Frúttir frá Hornafirði (Framhald af 1. síðu) verið þar eystra það sem af er sumri? — Það má kallast sæmilegt, en þó hefir verið fremur þurr- viðrasamt fyrir grasvöxt, og er spretta nú tæplega meiri en í meðallagi. En nú hefir ringt nokkuð síðustu daga, og er það til bóta. — Er mikið um byggingar- fi-amkvæmdir á Hornafirði og í nærsveitum í sumar? — Nei, til þess skortir bygg- ingarefni. Sement er að vísu fáanlegt, en timbur algerlega ófáanlegt. Heftir það allar bygg- ingarframkvæmdir. T. d. var ákveðið að hefja byggingu heimavistarskóla I sveit minni í vor, en nú hefir orðið að hætta við þá ráðagerð vegna vöntunar á mótatimbri. Er það mjög baga- legt. Mér sýnist hins vegar ekki vera tilfinnanlegur skortur á þeirrí vöru hér í höfuðstaðnum, því að heil húsahverfi eru hér í smíðum um alla borg. — Hvar á hinn nýi heimavist- arskóli ykkar að standa? — Honum mun verða valinn staður skammt frá brúnni á Laxá í Nesjum. — Voru ekki fénaðarhöld á- gæt hjá ykkur í vor? — Jú, við erum lausir við allar fjárpestir ennþá. Má það teljast mikil heppni, því að við höfðum tvo karakúlhrúta fyrir nokkrum árum, sem báðir munu hafa drepist úr pestum þeim, er það fé flutti til landsins, en smituðu þó ekki annað fé. Nú er bráð nauðsyn á að verja með öflugri girðingu að austan það svæði, sem þarna er ósýkt á suðausturhorni landsins, því að garnaveikin, er komin suður í Breiðdal og ef til vill á Beru- fjarðarströnd. En Vatnajökull gerir það að verkum, að aðstaða er mjög góð, ef tekst að girða örugglega að austan. — Hvað geturðu sagt mér af kartöfluræktinni hjá ykkur? — Hún er alltaf mikil, en gæti þó verið meiri. Það er einkum tvennt, sem er henni fjötur um fót, vöntun á stórum og örugg- um geymslum og skortur á næg- um tilbúnum áburði. Það er til- gangslaust að auka kartöflu- ræktina að mun þarna fyrr en stórar og góðar geymslur eru fengnar. svo að geyma megi uppskeruna allt árið og flytja hana á markað eftir þörfum og hentugleikum. En annars er Samvinnuhreyfingin (Framhald af 1. síðu) orðnir fullir af félagsanda og samvinnuvilja og eygja í sam- vinnustefnunni tækifæri og möguleika til að endurskapa at- vinnuveg sinn og koma lífsaf- . komu sinni á öruggari og betri! grundvöll. Nú eru félögin í sam- j bandi fiskimannasamvinnufé-! laganna í Hong Kong orðin j sextán að tölu, en ég veiti sam- bandinu forstöðu. — Hvers konar starfsemi er, það eiginlega, sem fiskimanna- j samvinnufélögin hafa aðallega 1 með höndum? — Aðallega að sjá fiskimönn- unum fyrir ýmsum þörfum þeirra og annast sölu á fiskaf- urðunum. Auk þess vinna fé- lögin að því að bæta líískjör fiskimanna, með því að hafa forgöngu um nýjar og bættar veiðiaðferðir. Auk þess hafa félöjrin nú tek- ið kennslumál á stefnuskrá sína. Kínverzkir samvinnumenn skilja það, að bezta leiðin til að koma fólkinu í skilning um gildi og þýðingu samvinnustefnunn- ar er aukin menntun. Skólamál eru því eitt af aðalmálum sam- vinnusamtaka fiskimannanna. í Hong Kong höfum við komið upp skóla fyrir um 1400 nem- endur, þar sem veitt er ókeypis kennsla í ýmsum gagnlegum fræðum. Almenningpr á þess annars ekki kost að njóta milf- illar menntunar, því að skóla- gjöld í Kína eru há og skölarnir því yfirleitt ekki nema fyrir þá ríku. Samvinnufélögin ætla að hjálpa ríkisvaldinu til að breyta þessu. í nýja skólanum okkar fá börn fiskimanna ókeypis mennt- un og auk þess eru jafnan nokkrir af þeim nemendum, sem bezt standa síg, kostaðir af sam- tökunum til framhaldsmennt- unar á æðri skólum. Þá hafa samvinnusamtökin komið upp kvöldnámskeiðum fyrir konur fiskimannanna. — Ertu kannske & vegum kln- verskra samvinnumanna hér? — Já, það er ég einmitt. Upp- haflega lagði ég leið mína til Englands og fór að heiman með skipum alla leiðina þangað. Ferðin tók 28 daga sakir þess, hve óvenju vel viðraði. Annars var ég alltaf ákveðinn að koma hingað, þar sem ég lít á íslend- inga sem fremstu fiskveiðaþjóö heimsins. England var aðeins áfangi á leið minni, en þar dvaldi ég nokkra mánuði á skóla sam- vinnumanna. HingaÖ er ég kominn til að kynna mér fiskveiðiaðferðir ykkar íslendinga. Síðan ætla ég að flytja eitthvað af reynzlu ykkar með mér heim til Kína, svo að hún megi koma kínversk- urn fiskimönnum að gagni. Ég undrast mjög alla þá gest- risni og alúð, sem ég hefi orðið aðnjótandi hér á landi. Ég er viss um að íslendingum og Kín- verjum myndi falla vel að kynn- ast, ef þeir ættu þess kost að hittast við og við. Ennþá eru fjarlægðirnar svo miklar að nokkuð langt er til Kina. En ef til vill átt þú eftir að heimsækja mig í sumarfríinu þínu heima í Hong Kong eftir nokkur ár, ef heimurinn heldur áfram að minnka eins ört á næstu árum og að undanförnu. Mig langar til að biðja þig að færa öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa greitt götu mína hér á landi mínar hjartans þakkir. En þeir eru margir, sem hafa leiðbeint mér og aðstoðað. Vil ég þar ekki.sízt nefna Sam- band ísl. samvinnufélaga, sem greitt hefir fyrir mér eins vel og nokkur kostur er. Ég vonast eftir að ég eigi eftir að koma aftur hingað til lands og eigi þess þá kost að kynnast betur hinni al- úðlegu og viðmótsþýðu íslenzku þjóð. kartöfluuppskeran í Hornafirði nokkuð árviss, og með notkun heppilegra véla, sem hefir auk- izt þar mjög á seinni árum, má gera kartöfluræktina bæði arð- bærari og ódýrari, og þá ætti aldrei að þurfa að koma til þess, að við þyrftum að flytja inn kartöflur. (jatnla Síc Mannaveiðar (A Game Of Death) Pramúrskarandi spennandi am- erísk kvikmynd, gerð samkvæmt skáldsögúnni „The Most Dang- erous Game“ eftir Richard Connell John Loder Audrey Long Edgar Barrler Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Vtjja Síc (r>ið Shúh»<"<ötu) Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. jt skugga mor ðing j ans („The Dark Corner“) Mikilfengleg og vel leikin stór- mynd. Aðalhlutverk: Lucille Ball Clifton Webb William Bendtx Aukamynd: NÝTT FRÉTTABLAÐ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Ijatnatkíc SHANGHAI (The Shanghai Gesture) Spennandi amerísk mynd. Gene Tierney, Victor Mature. Sýning kl. 5—7—9. Bönnuð yngri en 16 ára. Dýrasýningin I ÖRFIRISEY er opin alla daga frá kl. 8 árdegis. Mörg dýr nýkomin. Sjómannadagsráðið RENAULT- bifreiðarnar JHiðvikudaginn 9. júli verða afhent- ar liifreiðar þær, sem bera af- greiðslunúmerin 11 —25. Af hend- ingin fer fram kl. 1—4 e. h. þar sem bifreiðarnar standa við Hagaveg. Kaupendur þurfa að hafa með sér skrásetningarnúmer bifreiðarinnar. Viðskiptamálaráðuneytið Verkamannafélagið Dagsbrún. Tilkynning Samkvæmt samningum Dagsbrúnar við atvinnurekend- ur verður kaup verkamanna í Reykjavík í júlí sem hér segir: Almenn verkamannavinna: dagv. kr. 8,68, eftirvinna vinna 13,02, nætur- og helgidagav. 17,26. Kol, salt, sement, steypuvinna, fagvinna o. fl.: dag- vinna kr. 9,46, eftirvinna 14,20, nætur- og helgidaga- vínna 18,91. Félagsblaðið „Dagsbrún" kemur út eftir nokkra daga og verða þar birtir sundurliðaðir allir kauptaxtar félagsins. » stjOrnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.