Tíminn - 12.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1947, Blaðsíða 2
TIMIIV\\ laMgardaginn 12. jiilí 1947 125. blað 2 Imugurdagur 12. jjúlí Niðurgreiðslurnar duga ekki lengur Málgagn kommúnista, Þjóð- viljinn, bregzt mjög illa við þeirri ályktun Tímans, að hin nýja grunnkaupshækkun hjá ♦ Dagsbrúnarmönnum hafi hnekkt stöðvunarbaráttu ríkis- stjórnarinnar í dýrtíðarmálinu og hljóti að gera henni ljóst, að niðurgreiðsluleiðin sé með öllu ófullnægjandi úrræði. Eðlileg afleiðing Dagsbrúnarsamnings- ins sé því sú, að niðurgreiðsl- urnar verði felldar niður að mestu eða öllu leyti og þjóðinni þannig gert Ijóst, hvernig komið sé, og þannig reynt að vekja meiri skilning fyrir raunhæfari úrræðum. Þjóðviljinn kallar þetta hótun til útvegsmanna og alþýðusam- takanna, hefndarráðstöfun og öðrum slíkum nöfnum. Það er vissulega ekki lengi að breytast hljóðið í skjánum þeim. Meðan á verkfallinu stóð, skammaði Þjóðviljinn ríkis- stjórnina daglega fyrir niður- greiðslurnar, þar sem þær væru aðeins aðferð til að falsa vísi- töluna. Jafnframt birti blaðið útreikninga, sem áttu að sýna tap verkalýðsins á niðurgreiðsl- unum. Nú heitir það hins vegar orðið „hefndarráðstöfun gegn verkalýðnum", ef niðurgreiðsl- urnar verða afnumdar. Slík blaðamennska sannar það vissu- lega betur en flest annfið, hve fullkomlega óábyrg og breytileg stjómmálabarátta kommúnista er í öllu því, sem snertir innan- landsmál. Það er haldið fram einu í dag og öðru á morgun, eftir því, hvað þykir „passa bezt í kramið“ í hvert sinn. Það eina, sem ekki breytist hjá kommún- istum, er stefnan í utanríkismál- unum, þ. e. a. s. hún er alltaf sú sama og hjá húsbændunum í Moskvu. Samkvæmt útreikningum, sem ríkisstjórnito birti nýlega, eru nu borguð niður 55 vísitölustig. Um næstu mánaðamót kemur ný verðhækkun á kolum og öðru brennsluefni inn í vísitöluna, á- samt fleiri verðhækkunum. Brátt hljóta svo að koma til sög- unnar verðhækkanir vegna Dagsbrúnarsamningsins, m. a. á landbúnaðarverðinu. Það er því ekki fjarri lagi að áætla, að bráðlega 'þyrfti að borga niður ein 100 vísitölustig, ef halda ætti vísitölunni áfram í 310 stigum. Hver heilvita maður hlýtur að gera sér ljóst, að slíkar niður- greiðslur, sem myndu kdsta rík- issjóð marga tugi millj. kr., eru honum fullkomlega um megn, nema farið yrði enn lengra inn á tollabrautina, sem enginn mun óska eftir. Sízt ættu laun- þegarnir líka að óska eftir þessu, þar sem vitanlegt er, að undir slíkum kringumstæðum myndi hvaða stjórn, sem væri, reyna að haga niðurgreiðslunum þannig, að þær kostuðu ríkissjóðinn sem minnst, en þá er jafnframt hætta á, að þær verði til óhags fyrir launþegana. Þess ber líka að gæta, að það er ekki að tjalda nema til einn- ar nætur að halda vísitölunni í 310 stigum. Þegar verðfallið kemur, mun það reynast at- vinnulífinu fullkomlega um megn að rísa undir svo hárri vísitölu. Niðurgreiðslurnar eru því ekki nema gálgafrestur, eins og alltaf hefir verið bent á hér í blaðinu. Vegna allra hluta Gl SLI KRISTJÁNSSON: ' I Kolbeinn Högnason: Launagreiðslur frá rikisfehirði Svo sem kunnugt er, hljóta flestir þeir, er búa úti í sveitum eða í kaupstöðum utan Reykja- víkur, og fá laun sín að meira eða minna leyti úr ríkissjóði, að hafa fulltrúa i Reykjavík til þess að taka á móti laununum hjá ríkisféhirði og senda þau síðan til hlutaðeigenda. Þetta fyrirkomulag var ef til vill ekki mjög umstangsmikið fyrr á tímum, þegar þeir voru fáir, sem fengu laun úr ríkis- kassa. En þótt hópur sá, sem nú býr utan höfuðstaðarins, fari sí- minnkandi í hlutfalli við íbúa- tölu landsins, þá mun þeim vart fækka að sama skapi, er fá laun, styrk eða aðrar greiðslur frá rík- inu. Það er að minnsta kosti staðreynd, að úr ýmsum áttum koma beiðnir til þeirra, er búa í höfuðstaðnum, um að vera um- boðsmenn í fjármálum, taka við launum hjá ríkisféhirði, o. s. frv. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að þeir sem búa úti um dreifðar byggðir landsins og þurfa að leita til lánsstofnana í Reykja- vík, hafi umboðsmenn þar, er annist lántöku, gangi frá láns- skjölum og afgreiði fé áleiðis til lántakenda. Og það er sjálf- sagt, eins og nú er um búið, að þeir' sem eiga heima í Reykja- vík, annist móttöku gjaldeyris- leyfa fyrir einstaklinga úti um land, unz fundin verður önnur er bezt, að þessi gálgafrestur sé styttur og horfzt í augu við alvöruna fyrr en síðar. Hafi ríkisstjórnin ekki gert sér þetta ljóst, er kominn tími til þess, að hún geri það. Jafn- framt þarf að hefjast þegar handa um undirbúning rót- tæfcari og raunhæfari ráðstaf- ana. í stjórnarsamningunum er talað um að kalla saman ráð- stefnu stéttasamtakanna um dýrtíðarmálið. Er ekki kominn tími til að það sé gert, svo að slík ráðstefna hafi haft tæki- færi til að starfa og íhuga málin áður en þingið kemur saman i haust? leið til úrræða vegna þeirra, sem þurfa á leyfum að halda en búa á fjarlægum slóðum og geta því ekki sótt þau sjálfir og greitt leyfisgjaldið á staðnum. En að embættismenn ríkisins og aðrir starfsmenn þurfi að hafa umboðsmenn í höfuðstaðn- um til þess að taka á móti mán- aðaflaunum, það er svo fornt fyrirkomulag, að það þekkist hvergi nú um stundir nema á íslandi. Hvergi nema á íslandi getur það komið fyrir, að ríkiskassinn þurfi að auglýsa eftir áramót, að eftirstöðvar af launum verði að sækja fyrir ákveðinn dag eða hið fyrsta, svo að hægt sé að loka reikningum. Það er nú svo, að þótt flestir í sveitum og kaupstöðum lands- ins eigi vini, kunningja eða ættmenni í Reykjavík, sem fúsir eru til þess að reka erindi fyrir þá, þá er það einnig staðreynd, að hinir eru til, sem engum hafa á að skipa til þess að reka þetta eða álíka erindi fyrir sig. Því er þá líka svo varið, að flestir þeir, sem í Reykjavík búa, hafa nóg á sinni könnu og lítinn tíma af- gangs til hlaupa fyrir Pétur eða Pál. Hið forna og stirða fyrirkomu- lag um launagreiðslur vekur nokkra furðu á meðal þeirra, sem kynnzt hafa afgreiðslu slíkra mála meðal annarra þjóða. Það skal fúslega viður- kennt, að póstgöngur eru strjál- ar hér á landi og miklu strjálli en annars staðar gerist, en þegar ég fer til ríkisféhirðis og tek á móti launum fyrir Pál kennara á Austurlandi, þá vel ég þó þann kostinn að senda þau til hans í póstávísun ef hann býr í grennd við pósthús, sem peningabréf annars, eða þá sem bankaávísun, ef hann óskar þess heldur. Og ég hygg, að sömu aðferð hljóti allir aðrir að nota, sem umboð hafa. En hvílíkt skóslit og tíma- eyðsla hjá allri þessari hersingu umboðsmanna í Reykjavík að rápa mánaðarlega, eða svo oft sem tök leyfa, upp í Arnarhvál til þess að taka þar á móti pen- ingum, kvitta á spjaldið og labba síðan í bankann eða póst- húsið og senda upphæðina til hins rétta aðila — að frádregnu burðargjaldi —. - Það virðist vissulega vera tímabært að breyta fornri venju og taka upp umsvifaminni að- ferðir en nú eru notaðar til þess að koma mánaðarlaunum frá ríkisféhirði til starfsmanna úti um byggðir landsins. Við umboðsmenn erum með öllu óþarfir milliliðir. Ríkiskass- inn á að geta afgreitt mánaðar- launin yfir í kassa póststjórnar- innar, sem afgreiðir þau áleið- is til réttra aðila sem póstávís- anir eða peningabréf, eftir því sem bezt hentar á hverjum út- borgunarstað. Þar sem hentara þykir, mætti nota bankana sem milliliði. Ef skrifstofa ríkisféhirðis sér engin tök á að færa fyrirkomu- lagið í þetta horf, þá virðist við- eigandi, að aðrar stofnanir greiddu fyrir þessu vegna starfs- mannahópa, t. d. fræðslumála- skrifstofan fyrir kennara, skrifstofa biskups fyrir presta o. s. frv. Bætt fyrirkoulag í þessum efnum mundi verða til mikils hagræðis fyrir starfsmennina og til léttis fyrir umboðsmanna- hópinn í Reykjavik, en ekki auka fyrirhöfn skrifstofanna að sama skapi. Sá, sem á fyrsta degi hvers almanaksmánaðar hefir séð póstinn greiða styrkinn til ekkjunnar, eftirlaun öldungsins, örorkubætur hins örkumla manns og laun embættismanns- ins, getur bezt vottað hve auð- veld þessi aðferð er fyrir alla aðila og getur ekki látið hjá líða að spyrja hvers vegna starfs- menn hins opinbera úti um land, beina ekki þeirri ósk til ráðu- neytisins eða ríkisféhirðis, að launagreiðslur geti framvegis orðið afgreiddar með nýju fyrir- kömulagi, sem i reyndinni verð- ur umstangsminna en það er nú ríkir. Landbúnaðarsýningin Þótt ég búskap hætti hrjáður, hrifist gat ég líkt og áður. - Geig með hugar gekk í salinn, gleðidrukkinn kvaddi ég. Nýjan eygði vonum veg, var þó bóndi litill talinn. Stóð mér öndvert stórkostleg stefnumynd - af djarfhug valin. Ég var meðal þeirra þarna þjóðar vorrar gæfubarna. Las ég sögu minna — og mína meira virta en daglegt er. Fagrar birtust myndir mér. Margt var fundið vert að sýna. Þróun vitni þögullt ber þeirri stétt — er má sér týna. Hér á höfuð- setur- svipinn. samvinnan - úr lofti ei gripin. Sterk og örugg stefnumótin standa - blasa augum við. Enn er mikið órækt svið. Enn þarf mörg að vinnast bótin. Áfram beint - ei út á hlið. Ýms af skafti höggvast spjótin. - Sá ég, sá ég gripi glæsta, gilda fola, stolta, æsta, prýsihryssur, mjúkar, mildar, merkiskýr og þrúðug naut. Sauðféð hlutnum lægsta laut, lágu til þess sakir gildar. Þessi sýnin hrífa hlaut horfins bónda þrár til vildar. svo að landsins blessun, brauð’ borgið sé - og menningunni. - Þó að þessi sýning segi sjálfrátt mest um nýja vegi, hafið, bændur, hóf í vali, hugsið vel, er breytið þið. Gott er margt í gömlum sið. Gætið rétt að verkin tali. - Aldrei villi ykkur mið óvís tízku fagurgali. Megi ykkar menning þróast, - megi starfið verða frjóast, þá er borgið lýð í landi, lifnuð hrein og fögur dáð. Mörgum þörfum metum náð. Margur leystur þjóðarvandi. - Ykkar megi aukast ráð einingar í sterku bandi. Hafið lof og heilar þakkir höfundar og starfsmenn rakkir fyrir afrek anda og handa óvirtan við búnað lands. Rétt þið gátuð hlutinn hans, hæsya lyft á tímum vanda, sannað réttinn sveitamanns, sýnt hann - augljóst hverjum landa. Kolb. Högnason. Eyðing tundurdufla Leit ég marga list og snilli lífsins anna gerða milli. Hvíldarstundin drýgð til dáða. Dýrmæt, fágæt nálaspor. Handbragð sýndi hugvit, þor - hljóða sókn til marksins þráða. - Mætti sveitamennlng vor meira ýmsri fegrun ráða. Gekk ég nær að Gerfifossi, gladdist, hreifst af töfrahnossi hinnar glæstu breiðu blóma. Birtist svipur lands mér nýr, minnisverður meginskýr, - mikið hlutverk leyst með sóma. - Bærinn gamli, bjartur, hlýr, bernsku mína leysti úr dróma. Leit ég og til véla, vefja. Vonin benti að reisa — hefja hlutverk stórt og heilt frá grunni - hjálp í bóndans þungu nauð, alla er létti orka dauö, örugg gerð i þjónustunni, Töluvert hefir borið á því, að tundurdufl rækju hér á land að undanförnu, og hafa Skipaút- gerð ríkisins nýlega borizt skýrslur um dufl gerð óvirk á eftirgreindum stöðum: Skýrsla frá Evald Kristensen, Neskaupstað: Eitt dufl að Stuðl- um í Norðfirði og annað í Djúpa- vogi. Skýrsla frá Skarphéðni Gísla- syni, Hornafirði: 3 dufl í Álfta- firði, 2 í Lónsvík, 1 á Hornsfjöru, 3 á Borgarfjöru. Skýrsla frá Jóni Gunnlaugs- syni, Siglufirði: 3 dufl norðar- lega á Skaga vestan Skagafjarð- ar-.— Skýrsla frá. Helga Eiríkssyni, Fossi, Vestur-Skaftafellssýslu: 3 dufl á Meðallandi. Öll framangreind dufl voru brezk að undanskildu einu þýzku á Skaga við Skagafjörð. Si^urbjjörn Linarsson. dósent: Golgata án Krists, ef píslarsag- an er þá fyrst rétt mynd af til- hér. En þessi heimur er á leið- inni að verða það, sem Guð djúptæka reynslu sannfærzt um, já, þreifað á raunveruleik þess Hvaö geröist á Golgata? lltvarpserindi á föstudaginn langa 1947. Niðurlag. Frá upphafi vega sinna hefir kristin trú játað og boðað ein- um rómi: Hið góða, sem birtist í Jesú frá Nazaret, var sjálfur Guð. Auðvitað er hið góða, hvar sem það birtist, frá Guði, en það var hvergi skírt eða grugg- laust í nokkrum manni. Sundur- þykki tilverunnar nær inn í innstu fylgsni hverrar sálar, — að einni undanskilinni, því að hún var ekki af þessum heimi ills og góðs, heldur að handan, úr þeim heimi, sem er aðeins og alveg góður, Guð. Þessi vissa, að hið góða hafi búið í Jesú frá Nazart grómlaust,. án aðkenn- ings af þeim tvískinnungi, sem einkennir oss alla menn aðra, er ekki fundin upp í vímu hrif- inna aðdáenda. Það var vissa og vitnisburður hans sjálfs. Hin hlífðarlausasta gagnrýni á heim ildunum um persónu hans og líf getur aldrei komizt fram hjá því. Faðirinn er í mér, ég í föð- urnum. Hver sem sér mig, sér föðurinn. Ég og faðirinn erum eitt. Þessi ummæli eru úr Jó- hannesarguðspjalli, en í fullu samræmi við sjálfsvitnisburði hinna guöspjallanna, þótt frem- ur kunni að dylj ast við fyrstu sýn. Og þessi vitnisburður var það líka, sem felldi hann. Það er m. ö. o. mennirnir og Guð, sem mætast á Golgata á ein- stæðan hátt — mennirnir eins og þeir eru, Guð eins og hann er, í ákveðnu atviki sögunnar, hér í heimi tíma og rúms, á vissri stund, á vissum stað, ein- hvern tíma á árunum 26—36, því þau ár var Pontius Pílatus land- stjóri í Júdeu. Þannig hugsum vér kristnir menn um atburði píslarsögunnar. Hún dregur upp óhugnanlega skýra og virkilega mynd af þvl, hvernig maðurinn er, hvernig vér erum, hvers konar heimur þetta er, sem vér lifum í. Næstliðin ár hafa á sorg- legan hátt áréttað raunveruleik þeirrar myndar. Vér vitum, að margir eru oss ósammála og telja, að vér aðhyllumst skoð- anir, sem séu dauðadæmdar. En oss finnst að tilveran hljóti að vera harla dapurleg, ef hún er verunni, þegar búið er að strika Krist út, ef sagan og framtíðin er golgata-myndin í óteljandi tilbrigðum, með ítrekuðu písl- arvætti hins góða, engum ör- uggum sigri þess. Hvorki Biblían né sú trú, sem á henni byggist, gerir neina tilraun til þess að svara spurningunni um uppruna hins illa á þann hátt, að það fullnægi rökhyggju mannsins. Kristin trú er engin alfræði. Hún hefir ákveðinn skilning á veruleikanum og ákveðinn boð- skap um það, hvernig brugðist skuli við þeim veruleika, og hún er þess fullviss, að þessi skiln- ingur og þessi boðskapur sé allt, sem auðið sé að vita og tjá um lífsbrýn grundvallaratriði á því stigi yfirsýnar og þroska, sem vér stöndum á. Svona er veru- leikinn, mannlífið. Hvers vegna — það vitum vér ekki. Hvaðan hið illa? Spekingarnir halda sjálfsagt áfram að glíma við þá gátu næstu aldatugina, eins og þeir hafa gert. Hin heilaga bók talar í myndum og líkingum um það atriði, eins og mikill meist- ari tali við börn um hluti, sem þau ráða ekki við. En frá fyrsta blaði til hins síðasta boðar hún að þessi heimur sé ekki slíkur, sem Guð vill. Því að hið illa er vill. — Úrslitaáfangi á þeirri leið var Golgata og það, sem gerðist á þriðja degi þar frá — upprisan. Hinni illu fram- vindu og öfugstefnu lífsins á jörð var hnekkt þar. Einar Ben. segir, þegar hann lýsir andláti meistara Jóns: „Þar áttu hið góða og illa vald einvig — og tapaði svartur". Þessar ljóðlín- ur eru alveg eins og endursögn á sífellt endurteknu stefi forn- kristins boðskapar um það, sem gerðist í lífi, dauða og upprisu Krists. Hingað ti.l jarðar kom sá, sen> var ljómi Guðs dýrðar og í- mynd veru hans, sonur Guðs. eða sonur Guðs kærleika, eins og Nýja testamentið orðar þetta líka, skilgetið afsprengi algæzk- unnar. Nýja testamentið kallar hann líka lífið oð ljósið og sann- leikann — hann kallar sig svo sjálfur. Og þessi persóna, Guð á jörð, kom til þess að heyja bar- áttu. Jesús leit á líf sitt frá upp- hafi til enda sem stríð, styrjöld við öfl illskunnar, bæði á and- legu og líkamlegu sviði. Þegar leið að úrslitunum hervæddist hann gegn mætti myrkranna, sem hann kallaði svo. Og í því einvigi tapaði svartur. Á grund- velli þess sigurs reis kirkjan. Og fjölmargir menn hafa fyrir sigurs. Vér kristnir menn horf- um m. ö. o. aftur til atburðar, sem vér erum sannfærðir um, að valdið hafi úrslitum í sögu heimsins. Því höldum vér páska. Vér höfum ekki hugmynd um, hvað langt er síðan heimurinn varð til, ekki hugmynd heldur um það, hvers vegna framvinda hans varð slík, sem raun er á, en það vitum vér, að fyrir nær- fellt 2000 árum átti sér stað sú íhlutun í örlög hans og þróun, sem ekki er sambærileg viö neitt sem skeð hefir nema sjálfa sköpun hans. Vér köllum þetta endurlausn. Vér tölum lika um friðþægingu.og eiginlega var það það atriði, sem ég ætlaði mér sérstaklega að tala um hér i kvöld, en það verður nú að bíða. Aðeins skal ég minnast á þetta: Friðþæging er sama og sætt, sáttargjörð aðila, sem eru á önd- verðum meiði, ósáttir. Finnst þér Guð muni vera sáttur við heiminn eins og hann er? Ertu sáttur við sjálfan þig, þegar þér hefir farizt illa? Eða við barnið þitt? Ef þú elskar einhvern, því ósáttari ertu þá við allt það„ bæði í umhverfi hans, innræti og atferli, sem níðist á honum og veldur honum böli. Einhverjir af oss hafa reynt hvað það er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.