Tíminn - 16.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1947, Blaðsíða 3
127. blatS TÍMI^, miSvlkMdagiim 16. jiilí 1947 3 Erich Kástner: Gestir í M ikiagarbi — Blöðin ljúga auðvitað, sagði ráðskonan. Maður hefir svo sem heyrt það fyrr. Hildi og Jóhanni var orðið órótt. —• Þriðja ráðningin væri hugsanleg, sagði Tobler. Ég hefði sem sé sé getað tekið þátt í samkeppninni og' kallað mig Schulze. — Það er auðvelt að vinna á þann hátt, sagði frú Kunkel — þegar maður á allt saman sjálfur. Hún velti vöngum um stund, en svo harðnaði svipurinn allt í einu -— það leyndi sér ekki, að nú þykknaði í henni. En þá hefði verksmiðjustjórnin getað rausnazt við að láta yður fá fyrstu verðlaun! — Það ætti að skjóta yður með hundabyssu, frú Kunkel, sagði Hildur. — Og hlaða hana með skemmdum eplum og fúlum eggjum, sagði Jóhann, sem jaínan var tillögugóður, þegar ráðskonan átti í hlut. — Þið gerið það við mig, sem ég á skilið, sagði gamla konan grátklökkri röddu. Jóhann reyndi að koma að skýringu. —t Verksmiðjustjórnin veit auðvitað ekki, hverjum hún er að veita verðlaunin. — Ég hefði haldið, að hún ætti að kannast við herra leyndarráðið, sagði ráðskonan þykkjuþung. — En þeir vita ekki, að það er leyndarráðið, sagði Hildur. — Það eru laglegir forstjórar, sagði frú Kunkel. Að vita ekki annað eins! Ja svei! Og hún sló á lær sér. — Hættið þið þessu bulli, sagði leyndarráðið, eða ég klifra upp á gluggatjaldastöngina. -t- Þarna heyrið þér, Jóhann, sagði frú Kunkel. Hvernig dirfist þér að gera leyndarráðinu svona gramt í geði? Jóhann gleypti vindlareykinn, sem hann ætlaði að blása út úr sér, engist í sæti sínu og hóstaði. Ráðskon- an glotti illkvittnislega. — Og hver voru svo þessi önnur verðlaun? spurði Hildur. Jóhann varð fyrstur til svars. —- Hálfs mánaðar dvöl í Miklagarði, einhverju gisti- húsi í Ölpunum. Ferð fram og til baka á öðru farrými, sagði hann hóstandi. — Guð komi til, sagði Hildur. Þú ætlar þó ekki að fara þangað sem Schulze? Miljónamæringurinn neri hendur sínar brosandi. — Þú átt kollgátuna, dóttir góð. Næstu daga verð ég ekki Tobler leyndarráð og miljónamæringur, held- ur fátækur verðlaunahafi, Schulze að nafni. Þar fæ ég ; loks dálitla tilbreytíngu. Loks losna ég við allt þetta ■ stjan og dekur. Hann.var í sjöunda himni. Ég veit varla orðið, hvernig fólk er í raun og veru. Ég vil brjót- ; ast út úr þessu fangelsi, sem ég er í. ' — Hvenær ferðu? spurði Hildur. 1 — Eftir fimm daga. Á morgun ætla ég að byrja að búa mig undir ferðina. Ég þarf að kaupa fáeinar ódýr- ar skyrtur, bindi og nælu í það. Og svo kaupi ég til- búin föt. Þá er allt í lagi. — Þú lætur okkur þó vonandi vita, ef þú verður tek- inn fastur eins og hver annarr óvalinn flækingur? sagði dóttir hans. Leyndarráðiö hristi höfuðið. Vertu óhrædd, dóttir • mín, sagði hann. Jóhann fer meö mér. Ég ætlast til að hann búi líka þarna í gistihúsinu. Auðvitað megum við ekki láta á því bera, að við þekkjumst. Við megum ekki tala saman. En hann veit þó alltaf, hvað mér líður. Jóhann var sem þrumulostinn. — Við látum klæðskerann minn taka af yður mál í fyrramálið, og svo saumar hann á yður fimm alklæðn- aði. Fólk heldur, að þér séuð stórhertogi á eftirlaunum. — Hvað? sagði Jóhann. Ég hefi aldrei aldrei viljað vera annað en þjónninn yðar. — Viljið þér þá heldur verða eftir heima? spurði Tobler um leið og hann reis á fætur. — Nei — nei, svaraði Jóhann. Ég skal vera stórher- togi, ef þér krefjizt þess. — Þér verðið þarna í gervi rikismanns, sagði Tobler. Hvers vegna þarf ég alltaf að vera auðmaðurinn? Þér getið verið í sporum mínum í tvær vikur. ■ — Ég veit ekki, hvort ég kysi heldur, sagði Jóhann hnugginn í bragði. Og má ég ekki einu sinni tala við yöur? Nei — alls ekki. Fólk af yðar stigum talar alls ekki við fátækan karlbjálfa, sem dottið hefir niður á að vinna verðlaun. Þér megið ekki tala við aðra en virðu- ; lega baróna og heimsfræga íþróttamenn. Eftir á að : hyggja — þér verðið líka að hafa allt, sem krefst til skíðaiðkana. ; — Ég get ekki staðið á skíðum, sagði þjónninn. — Þá verðið þér að læra það. Nú var Jóhanni nóg boðið. — Má ég ekki að minnsta kosti skjótast inn í her- bergið yðar og taka til í því? —- Nei. — Ég skal ekki gera það, þegar fólk er á ferli. \ 1 ------------------------—----------------------------—-> - Sjómcmnaútgáfan -> TILKYNNIR 5. og 6. bók útgáfunnar er komin út Áskrifendur í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja bókanna til Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar, Hallveigastíg 6A. Enn gefst mönnum kostur á að gerast áskrifendur Sjómanna- útgáfunnar og fá bækur hennar frá upphafi. Út eru komnar fjórar skáldsögur og tvær myndskreyttar ferðasögur, samtals um 90 arkir. Áskrifendur fá bækurnar fyrir 100 kr. óbundnar og 150 kr. í sterku samstæðu bandi. Lítið í bókabúðir næstu daga og athugið bækur Sjómannaútgáfunnar. — Bækurnar eru þessar: 1. Hvirfilvindur, skáldsaga eftir Josep Conrad. 2. Ævintýri í Suðurhöfum, skáldsaga eftir Edgar Allan Poe 3. Indíafarinn Mads Lange, eftir Krarup Nielsen. 4. Worse skiipstfón, skáldsaga eftir Alexander L. Kielland. 5. Garman og Worse, skáldsaga eftir Alexander L. KæOand. 6 Nordenskjöld, eftir Sven Hedin. Þrjár ekta sjómannabœkur koma út í sumar. Þœr heita: Margt Skeður á sœ, eftir Claes Krautz, úrval sannra sjóferðasagna í sjávarklóm, skáldsaga eftir Ch. Nordhoff og J. N Hall. Hornblower skipstjóri, skáldsaga eftir C. S. Forester. Sjómannaútgáfunnar Gerist áskrifendur Ég undirrit.... gerist hér með áskrifandi að bókum Sjómannaútgáfunnar (ób) (í bandi). Nafn ..................................... Heimilisfang ............................. Sendið til Bókaútgáfu Guðjónss Ó. Guðjónsson- ar, Hallveigastíg 6A, Reykjavík. Eignizt bækur Um íslenzkan land- iHinaó. (Framhald af 2. síðu) líta á rafmagnsmál sveitanna með sljóu kæruleysi eða illvilja. X Þá er að nefna samvinnuna. Bændur íslands hafa byggt upp sterk og öflug kaupfélög. Þau lá*$ þeir selja framleiðslu sína og nota þar umboðssöluformið og er yfirleitt 'ekki um neina tortryggni að ræða, Það er því enginn jarðvegur fyrir deilur á þeim grundvelli. Og innkaup fyrir bændur annast kaupfélög- in yfirleitt og hafa þannig sþar- að sveitunum stórfé. •Þessu verður að sjifsögðu háldið áfram, en auk þess eru mörg verkefni önnur, sem bíða úrlausnar í anda og krafti sam- vinnuhugsjónarinnar. Ræktun landsins verður unnin á þann hátt, sennilega uppbygging og hýsing jarðanna, kynbætur bú- stofnsins o. s. frv. auk þess sem samhjálp og verkaskipting fólks ins mun hvíla á hinum sama anda. Enn skal á það bent að víða um lönd bindast bændur nú samtökum um að bæta kjör sín og halda uppi verði á afurðum sínum. Bændastéttin er fjöl- mennasta stétt í heimi. Samtök hennar eru ný, en þau eru sterk. Vegna þessa mun verðlag á landbúnaðarvörum fara hækk- andi móts við annað verðlag á næstu tímum. Hitt er annað, þó að minna beri á þessari þróun nú af því, að um öll nálæg lönd er það þáttur í dýrtíðarvörnum, að halda niðri verðlagi landbúnað- arafurða með framlögum úr rík- issjóði, Þá er það staðreynd um allan heim, að með batnandi efnahag þjóða vex neyzla landbúnaðar- afurða, Vaxandi velmegun al- þýðustétta í borgum fylgir auk- inn markaður fyrir framleiðslu bænda. XI. Allar þessar staðreyndir benda í eina átt. Það er mikil hvatvísi og skammsýni að halda, að það sé hægt að dæma um framtíð. tilverurétt og lífsgleði íslenzks landbúnaðar méð því, að horfa um öxl eða einblína á ástand hans í dag. — Það er ekki for- tíðin, sem á þann hátt verður kvödd til vitnisburðar til að komast að réttri niðurstöðu. — Kunnáttubúskap á ræktuðu landi verða menn að athuga, til að dæma um framtíðina. Jafn- framt er gott að gefa gaum að því, sem er að gerast utan landsteinanna. íslenzkur landbúnaður þarf ekki að kvíða rökfastri athug- un hlutanna með fullri dóm- greind. 105 siimum yfir .11- lantsliafið. Dr. John R. Mott, sem er forseti ai- þjóðasamtaka KPUM og hlaut friðar- verðlaun Nobels í fyrra, lauk nýlega 105. ferð sinni yfir Atlantshafið. Mott er 82 ára gamall. IVý iunrás i Ung- vorjalaml. Ungverjaland varð í yor fyrir nýrri innrás úr austri. Það voru engisprettur, sem komu þangað í stœrri stíl en áður er dæmi til. Þær flutu í þéttum fylk- ingspi, oftast um 50 m. breiðum, og eyddu öllum gróðri, þar sem þær sett- ust á leið sinni. Tjónið’ af völdum þeirra er talið skipta tugum millj. kr. Tímaritiu. (Framhald af 2. síðu) ur-íslenzku skáldkonuna Guð- rúnu Finnsdóttur. Mun mörgum þykja fengur í þeirri grein. Hall- dór Jónasson skrifar um frjálsa þjóðborgarastefnu, ritstjórinn sérstaka grein um sjálfsævisögu Lárusar Rist, og Lárus Sigur- björnsson um leiksýningar Leik- félags Reykjavíkur. Þá eru sögur eftir Jochum M. Eggertsson og Jevgeni Samjatin, og kvæði eft- ir Jónatan Jónsson og Kolbrúnu. Þá er þýdd frásögn pm dvöl á Seyðisfirði 1859 og er höfundur hennar Englendingurinn And- rew James Symington, og upp- haf á þýddri grein eftir Alex- ander Cannon: Töfrar. Loks eru bókadómar. Eimreiðin skipar virðingarsess meðal islenzkra tímarita og ber því að gera meiri kröfur til hennar en annarra rita. Þetta hefti fullnægir að ýmsu leyti þeim kröfum, en að sumu leyti ekki. Vtmitð’ ötullega fyrir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.