Tíminn - 17.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1947, Blaðsíða 2
I Tim\\. fimmtudagiim 17. jiilí 1947 128. blað Flmmíitdafjur 17. júlí Innf lutningsreglur na r verða að breytast Stjórn gjaldeyrismálanna hef- ir á undanförnum árum verið með þeim hætti, að óhjákvæmi- legt verður að gæta mik- ils aðhalds og forsjár á því sviði á næstu árum. Pátt skipt- ir þá meira máli fyrir afkomu neytenda — og raunar þjóðar- innar allrar — en að fylgt verði þeim reglum um skiptingu inn- flutningsins, er tryggi sem bezt hag þeirra og viðskiptafrelsi. Tölur þær, sem birtar voru í seinasta blaði Tímans um inn- kaup kaupfélaganna, sýna gleggst, að réttur neytenda hef- ir verið fullkomlega fyrir borð borin með innflutningsreglum þeim, sem gilt hafa á undan- förnum árum. Sambandskaup- félögin hafa orðið að kaupa 29% af vörum sínum af heildverzl- unum, en myndu vitanlega hafa keypt þær af S.Í.S., ef innflutn- ingsreglurnar hefðu ekki fyrst og fremst lagt þar stein í veg- inn. Þetta hefir gert vörurnar dýrari en ella, því að S.Í.S. hefir lagt stórum minna á þær en heilcjsalarnir. Þá er og þess að gæta, að S.Í.S. myndi hafa get- að útvegað þessar vörur, án verulegs aukakostnaðar, og aukin vöruvelta hefði þannig gert því kleift að lækka álagn- ingu sína frá því, sem verið hefir. Þær innflutningsreglur, sem þannig hafa neytt kaupfélags- mennina til að skipta við heild- salana i stað eigin fyrirtækja og gert vörukaup þeirra mun ó- hagstæðari en ella, eru vitan- lega með öllu óhafandi. Þær eru eins konar arfur frá einok- unartímanum, þegar verzlunin var bundin á klafa vissra kaup- manna og þeir gátu beitt neyt- endur flestum þeim ókjörum, er þeim sýndist. Það mál verður því ekki dreg- ið lengur, þar sem tími strang- ari innflutningshafta virðist líka fara í hönd, að innflutn- ingsreglunnar verði teknar til gagngerða breytinga í þessum efnum. Þar ber vitanlega að fara þá leið, að réttur kaupfé- laganna sé tryggður, án þess að gengið sé þó á eðlilegan rétt annarra verzlunarfyrirtækja. Svo vill til, að mjög góður leiðarvísir er fyrir hendi í þeim efnum. Það er sala þeirra vara, sem engar verulegar innflutn- ingstakmarkanir hafa verið á, kornvara, kaffi og sykurs.Skipt- ingin á innflutningi þessara vara milli kaupfélaga og kaup- mannanna sýnir gleggst, hvert neytendur vilja beina viðskipt- um sínum. í fyrstu virðist þvi sanngjarnast að leggja hana til grundvallar við skiptingu þeirra vara, sem er takmarkað- ur innflutningur á, milli kaup- félaga og kaupmanna, en síðar kynni að þurfa að gera meiri breytingar, t. d. ef það kæmi i ljós, að kaupfélögin þyrftu samt að kaupa áfram vöru frá heild- sölunum í verulegum stíl. Samvinnumenn munu fylgja fast fram þeim breytingum á innflutningsreglunum, sem hér er bent á. Og vist er það, að þeir menn, sem þar kunna að standa á móti, eru ekki að hugsa um hag neytenda né lækkun dýrtíðar- innar, því að fá úrræði eru álit- legri í þeim efnum en aukin VíiaðaHqi Karakúlpestin í Jóni Pálmasyni. Jón Pálmason, ritstjóri ísa- foldar, hefir sýkst af slæmri veiki. Hann getur tæplega skrif- að svo blaðagrein, að hún snú- ist ekki að einhverju leyti um Karakúlpestina. Jón stendur í þeirri meiningu, að hægt sé að telja almenningi trú um, að Framsóknarflokkurinn beri á- byrgð á pestinni, ef sú blekk- ing sé endurtekin nógu oft. — Kannske gæti slíkur áróður heppnast hjá vinum Jóns aust- ur í Rússlandi, en í lýðfrjálsu landi á slík rógsaga sér enga uppreisnarvon. Þvert á móti stimplar hún þar höfund sinn sem sérstaklega ósvífna og ó- þverralega rægitungu. Þessi Karakúlpest, sem hefir gripið Jón Pálmason, gerir vit- anlega andstæðingum hans síð- ur en svo ógagn, en öllum sóma- kærum flokksmönnum hans er hún áreiðanleg til angurs og ama. Þeir ættu því að reyna að lækna hann af henni og mætti í því sambandi benda þeim á, að menn eru stundum læknaðir af andlegum kvillum með því að beina huga þeirra að nýjum verkefnum. Hvernig væri t. d. að fá Jón til að skýra fyrir al- menningi þá ráðgátu, hvers vegna forseti sameinaðs Alþingi fær áfengi með miklum af- slætti? Eyðijarðirnar og J. P. Jón Pálmason kemst nýlega að þeirri niðurstöðu í Mbl. grein, að jarðir fari í eyði vegna þess, að Framsóknarflokkurinn sé til. Þetta skýrir það illa, að aldrei hafa fleiri jarðir lagst í eyði, en einmitt þau tvö ár, sem á- hrifa Framsóknarmanna gætti minnst á stjórnarfarið í land- inu, þ. e. í valdatíð fyrrv. rikis- stjórnar. Sú staðreynd ein næg- ir til að hrinda öllum sleggju- samvinnuverzlun. Þess ber þvi að vænta, að slíkar breytingar komist á, án þess að um þær þurfi að verða hörð átök og deilur. dómum J. P. í þessu sambandi. Það er barátta Framsóknar- flokksins, sem næst þrautseigju bændanna, hefir hindrað það, að flóttinn úr sveitunum hefir ekki orðið stórfelldari en hann þó er. Fyrir atbeina hans hefir auknu fjármagni verið beint til sveitanna til þess að skapa líf- vænlegri aðstöðu þar. Næstum allar þessar ráðstafanir hafa sætt andstöðu og fjandskap þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem J. P. er fulltrúi fyrir. Hefði hún fengið að ráða, myndi byggðin nú þunnskipuð í sveit- um landsins. Þótt J. P. leyfi sér margt, ætti hann þó að sjá sóma sinn í því, að saga hans og flokkdeildar hans yrði ekki rifjuð upp í þeim málum. Til viðbótar mætti svo minna J. P. á það, að blómleg byggð hefir verið að leggjast í eyði í kjördæmi hans vegna ódugnað- ar hans við að koma henni í vegasamband. Hefir J. P. þó hælt sér af því, að hann hafi seinustu árin getað fengið all- ar þær fjárveitingar fyrir kjörr dæmið, sem hann hefir beðið um. Gagnslaust kosningarit. Jónas Jónsson gaf út nýtt hefti af Ófeigi fyrir aukakosn- inguna í Vestur-Skaftafellssýslu og átti það að nægja til þess, að fyrrv ritstjóri Morgunblaðs- ins yrði bóndanum hlutskarp- ari. Eins og vænta mátti, var þar haldið uppi ósvífnari og ill- gjarnari skrifum um Framsókn- arflokkin en jafnvel eru áður dæmi til af hálfu þessa manns, en ekki hafði hann þó kjark til þess að minnast á „svarta list- ann“ sinn að þessu sinni. En hvorki þetta „innlegg" J. J. í kosningabaráttuna né önnur afskipti hans af henni báru til- ætlaðan árangur. Bændur sjá, að „bændavináttu“ hans er að- eins gríma síðan hs-nn gerðist proventukarl hjá mesta stór- gróðavaldinu og tók að skrifa fyrir það óhróður og níð uní Framsóknarflokkinn og bænda- samtökin. Blekkingar Ófeigs. Óþarft er að elta ólar við allar þær blekkingar, sem er þyrlað upp um Framsóknarflokkinn og forráðamenn hans í seinasta Ófeigsheftinu. J. J. verður nú að játa það sem hreina lyga- sögu, að Hermann Jónasson hafi selt S.Í.S. hlutabréf í Eddu á þreföldu verði, en eykur hins vegar skömm sína með nýrri lygasögu um það, að Sigurður Jónasson hafi verið skrifaður fyrir bréfunum, en Hermann átt þau. Þá reynir hann að ó- frægja Eystein Jónsson með því, að flokksbræður hans fengu hann til að taka sæti í stjórn síldarverksmiðjanna. Sú ákvörð- un var tekin áður en vitað var um myndun ríkisstjórnarinnar, en vitanlega tekur E. J. ekki sæti í verksmiðjustjórninni meðan hann er ráðherra. J. J. hefir gert margt heimskulegt vegna hins blinda haturs síns til Framsóknarflokksins, en sjaldan hefir hann skotið fjarri markinu en með þessum róg- skrifum sínum, að E. J. sé bitl- ingar.júkur maður. Að öðru leyti skal ekki frek- ara rætt um þetta Ófeigs-hefti. Með því hefir J. J. eyrnamarkað sig afturhaldinu og auðvaldinu enn greinilegar en áður, og fjarlægst enn meira fortíð sína og æskuhugsjónir. En merkið, sem hann hjálpaði til að reisa, mun standa áfram og verða bor- ið fram til sigurs, þótt hinn gamli merkisberi hafi látið af- vegaleiðast „yfir landamærin“. Hver er hinn ajgbrýðissami? Nýlega hefir verið birt viðtal við Ólaf Thors í einu af Óslóar- blöðunum. Þar er sagt, að Ól- afur Thors hafi verið forsætis- og utanríkismálaráðherra í byrj un stríðsins og eins eftir það, þangað tii á síðastl. hausti. Ól- afur virðist því ekki hafa stytt ráðherratíð í viðtalinu við blaðamanninn. Inn í viðtalið við Ólaf læðir blaðamaðurinn svo frekar lítilsvirðandi dómum um Stefán Jóh. Stefánson. Dómana eignar hann íslenzkum almenn- Dáiiarmiimiiig: Séra Brynjólfur Magnússon I Grindavík. Séra Brynjólfur Magnússon prestur í Grindavík andaðist á sjúkrahúsi 5. þ. m. Með honum er fallinn í valinn einn af merk- ustu mönnum íslenzkrar presta- stéttar. Var hann óvenju góður ræðumaður og vinsæll svo af bar. Séra Brynjólfur var borinn til grafar í Grindavík að viðstöddu miklu fjölmenni síðastl laugar- dag og voru viðstaddir útför hans meðal annarra ellefu prestvígðir menn. Brynjólfur Magnússon prest- ur var fæddur í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 20. febr. 1881, en fluttist ungur að Ljárskógum í Laxárdal og ólst þar upp. Afl- aði hann sér menntunar á lærðaskólanum og prestaskól- anum af miklum dugnaði og þrautseigju, þrátt fyrir lítil efni. Lengst af varð hann að láta sumarvinnuna nægja yfir vet- urinn og sníða lifnaðarháttum sínum stakk eftir því. Að loknu skólanámi var séra Brynjólfur tvo vetur kennari í barnaskóla í Reykjavík. Eftir það varð hann prestur í Grinda- vik og var það til dauðadags, eða hátt á fjórða tug ára. Séra Brynjólfur tók virkan þátt í félagsmálum sóknarbarna sinna og lagði mikið á sig í þeim efnum. Átti hann drjúgan þátt í því að Grindavík komst í vegasamband og barðist ötul- lega fyrir því framfararmáli, jafnvel í stólræðum sínum. — Hann var í mörg ár oddviti hreppsnefndar Grindavíkur og þótti hann leysa það starf vel af höndum sem annað er hann tók fyrir. ingi, en afbrýðissemin, sem þar kemur fram, virðist sverja sig meira í ætt til mannsins, sem blaðamaðurinn er að tala við. Nokkuð er líka það, að það í- haldsblaðið, sem er handgengn- ast Ólafi og líkt hefir honum við Jón Sigurðsson, Vesturland á ísafirði, hefir nýlega veizt að Stefáni í mjög illkvittnum og afbrýðissömum tón. Séra Brynjólfur var kvæntur Þórunni Þóðrardóttur frá Akra- nesi. Bjuggu þau mörg ár að gamla prestsetrinu Stað. Stund- aði séra Brynjólfur um langt skeið bæði bátaútgerð og land- búnað, og reyndist búhöldur hinn mesti og var sjálfur af- kastamikill við vinnu. Síðar var prestsetrið flutt i Járngerðarstaðahverfi, sem er í miðri sveitinni. Þar er bygðin þéttust og þar var reist ný kirkja skömmu áður en séra Brynjólf- ur tók prestvígslu. Séra Brynjólfur var maður alþýðlegur í háttum sínum og mat mannkosti meira en skraut. Hann var drengur góður og reyndist öllum vel sem eitthvað þurftu til hans að sækja. Hann var rnaður ágætlega fróður, var sérstaklega vel að sér í ýmsum greinum náttúrufræðinnar og hafði yndi af lestri fræðibóka. Hann var vel að sér í málum og ræddi t. d. á latínu við ýmsa kirkjumenn, þegar hann og Ein- ar G. Einarsson í Garðhúsum ferðuðust um Spán og Ítalíu fyrir nokkrum árum. Mdinnumát ^ shuldar uorrar ui J landiJ. ^J/eitiJ á cJJandcfrœ/slusjóJ. JJlripstopa -JJiapparstí^ 29. Á slóðum Vestiir-fsleiidinga — 11. Ingólfsbærinn á Nýja-íslandi Gimli, 2. júlí 1947. Það leynist engum manni, er kemur til Gimli á Nýja-íslandi, að hann er kominn í byggðar- lag, er stendur á islenzkum merg Hvarvetna hljómar íslenzkt mál. Eftir götunum renna bílar, er á stendur Valdi’s Taxi, og ef til vill heitir bílstjórinn Sveini. Á spjöldunum á húsunum stendur Arnason’s Self Serve, Bjarna- son’s Limited, Thorunn’s Beauty Salon — og þar fram eftir göt- unum. Þegar komið er inn í gistihúsið, er mjög líklegt, að Stefán Eiríksson frá Djúpadal í Skagafirði taki brosandi á móti manni, og inni í bjórstofunni kunna þeir til dæmis að sitja, bræður frá Gróttu, Þórður og Sigurður, Þórðarsynir. Leggi maður leið sína út í Gimli café, bera þær Inga eða Berta á borð fyrir mann, og fyrr en varir getur Pálína Einarsson, barna- barn Kristjáns Geiteyings, og þar af leiðandi niðji Guðbrands Hólabiskups, staðið upp frá næsta borði, komið til manns og sagt: „Þú ert frá íslándi. Þekkirðu Brynjólf Þorláksson söngstjóra? Segðu honum, að ég biðji guð að blessa hann.“ Rangli maður svo inn í búð, getur vel komið í ljós, að verzl- unarstjórinn sé Gísli Sigmunds- son frá Seyðisfirði, eigandi Á- gúst Thorkelsson, skagfirzkur að ætt, og ljóshærða stúlkan, er afgreiðir mann, sé alíslenzk, þótt hún heiti Joyce. Og svipað verð- ur upp á teningnum, þótt farið sé inn í búðina á hinu horninu. Eigandi hennar heitir að vísu Tergsen, en hann er engu að síður frá Akureyri. Bregði maður sér inn í hið myndarlega pósthús á Gimli, ’ þarf ekki langra eftirgrennsl- ana við til þess að komast. að raun um, að þar ráða íslend- ingar ríkjum. Þetta pósthús reisti Skagfirðingurinn Guðni Þorsteinsson, sem nú er kominn á tíræðisaldur, og það er enn starfrækt af honum, börnum hans og barnabörnum. Fái gesturinn kvef (sem auð- vitað getur hent á Gimli eins og annars staðar í heiminum) er dr. Kjartan Johnson, ungur og glæsilegur læknir, ættaður frá Lundar, líklegur til þess að Fósthúsið í Gimli, reist og rekið af Guðna Þorsteinssyni. láta manni í té mixtúru, sem mýkir fyrir brjósti. Renni svo upp sunnudagur yfir gestinn á Gimli, getur hann farið í kirkju til íslenzks prests, hvort heldur það er nú af guð- rækni eða hræsni — eða bara forvitni. Auðvitað eru tveir ís- lenzkir söfnuðir á Gimli, eins og í öðrum byggðum íslendinga í Vesturheimi. Prestur únítara er séra Eyjólfur Melan, sem að vísu er ekki búsettur þar, heldur lengra norður í byggðunum. Prestur lúthersku kirkj unnar býr aftur á móti á Gimli. Hann heitir Skúli Sigurgeirsson og er Eyfirðingur að ætt. En í hvora kirkjuna sem farið er, þá heitir organistinn Anna Nordal, og hún er dóttir Rósu Davíðsdóttur frá Jódisarstöðum í Eyjafirði og Lárusar Nordal, Rafnssonar frá Akranesi, Guðmundssonar. Sé það aftur á móti tannpína er grípur mann, en ekki guð- rækni, þá er tannlæknirinn á næsta horni. Og hann heitir dr, Ingimundson, sonur Guðjóns Ingimundarsonar frá Vest- mannaeyjum, er ennþá er á lífi í Riverton. Svona íslenzkur er hann þá enn þessi sögufrægi bær — Gimli á Nýja íslandi, Þessi Ing- ólfsbær Ný-íslendinga. Hér var það, sem íslenzka landnámið á Nýja íslandi hófst. Sunnan við Gimli gengur skóg- artangi fram í Winnipegvatn. Hann heitir Víðines. Við þetta nes lentu fyrstu islenzku land- nemarnir síðasta sumardag 1875. Ferðinni hafði verið heitið norð- ur að íslendingafljóti, en at- vik'in féilu þannig, að þeir kom- ust ekki lengra en hingað. Þeir höfðu farið frá Winnipeg niður Rauðá á flatbotnuðum bátum eða köggum og fengið gufubát til þess að draga sig norður vatnið. £n þegar undir Víðines kom, neitaði skipstjórinn á gufu bátnum að fara lengra, svo að íslendingunum var nauðugur einn kostur að ganga þar á land og búa sig eftir föngum undir hinn stranga Manitóba vetur, er nú gekk í garð. Ég hygg, að það sé næsta erf- itt að gera sér grein fyrir því, hvað þessÁr fyrstu landnemar á Nýja-íslandi urðu að þola. Þeir komu úr fjarlægri heimsálfu, þreyttir og hraktir, og settust allslausir að í óbyggðum, þar sem allir landshættir voru þeim ókunnugir og ekkert skýli var að fá, nema þaÁ’, sem þeir sjálfir hrúguðu upp, en í hönd fór miklu kaldari vetur en þeir áttu að venjast. Og í þessum hópi voru konur, börn og gam- almenni — fólk á öllum aldri og misjafnlega á sig komið. Eftir fárra daga dvöl á þessari eyði- strönd fæddist þar í vísunda- j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.