Tíminn - 17.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.07.1947, Blaðsíða 3
128. blað TÓllW, fimmtuda»imi 17. júlí 1947 Dán ai* minnlng: Steinunn Frímannsdóttir Frú Steinunn Frímannsdóttir fæddist aö Helgavatni í Vatns- dal 12. maí 1863. Hún andaðist að heimili sínu hér í bænum þann 10. þessa mánaðar, rúm- lega 84 ára. Foreldrar hennar voru Frí- mann Ólafsson og kona hans, Jórunn Magnúsdóttir. Faðir Steinunnar lézt, er hún var ung að aldri, én móðir hennar bjó áfram stóru búi að Helgavatni þar til hún fluttist norður í Hörgárdal til dóttur sinnar. Fyrir og um tvítugsaldur dvaldi Steinunn nokkur 'ár í Reykjavík að heimili hinna al- þekktu ágætishjóna, Jóns Þor- kelssonar rektors og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Síðan um skeið í Kaupmannahöfn. 17. september 1888 giftist hún Stefáni Stefár»ssyn,i, er tekið hafði við kennslu í Möðruvalla- skóla árið áður. Vorið 1889 reistu þau bú í Stórubrekku í Möðru- vallasókn, en árið eftir tóku þau við hálfum Möðruvöllum og höfðu í seli að Heiðarhúsum, smábýli á Þelamörk. Um alda- mótin tóku þau alla Möðruvelli til ábúðar ásamt næstu jörð, Björg. 1910 hættu þau búskap og fluttu alfari til Akureyrar. Stef- án skólameistari andaðist 1921. Frú Steinunn bjó nokkur ár eftir það á Akureyri en síðan dvaldi hún ýmist á Þingeyrum eða í Reykjavík til dánardæg- urs. Möðruvellir í Hörgárdal eru höfuðból, sem víða kemur við sögu. Þar bjuggu löngum ríkir höfðingjar. Klaustur var þar um skeið, amtmannssetur og síðan gagnfræðaskóli, þar til hann fluttist til Akureyrar 1902. Stefán kennari og frú Stein- unn, — en svo voru þau oftast nefnd — bjuggu blómaskeið æv- innar á Möðruvöllum og juku enn á frægð hins forna staðar. Þau voru bæði glæsileg í sjón og framgöngu, svo að víða.var um talað. Þau voru á undan samtíðinni um allan menning- arbrag og búskaparhætti. tjaldi fyrsti íslendingurinn, er fyrst leit ljós dagsins á Nýja- íslandi, sonur eyfirzkra hjóna, Sigríðar Ólafsdóttur frá Gilsá og Jóh. Vilhjálms Jónsson frá Torfufelli. En heldur mun þessi fæðingardeild íslenzku land- nemanna hafa verið kuldaleg, því að það bæði fraus í tjald- inu og fennti í fletið hjá sæng- urkonunni. Eigi að síður lifði barnið. Það var drengur, og var hann skírður Jón Ólafsson, og varö síðar bóndi á Nýja-íslandi. En þó þessi drengur hjaraði, var þó manndauði meðal land- nemanna gifurlegur. Börn og lasburða fólk hrundi niður úr skyrbjúg og næringarskorti fyrsta veturinn, auk þess sem kuldi og ill aðbúð hefir auðvitað gert sitt. Seinna kom svo bólu- sóttin, er krafði mikilla fórna af hinum fámenna hópi ís- lendinga, er kominn var um svo langan veg til þess að leita hamingjunnar. Ska'tturinn, sem frumbyggj- arnir urðu að gjalda, var því býsna þungur. Engan, er nú reikar um þennan snotra bæ, fær grunað, hversu mörgum og heitum tregatárum þessi jörð er vöknuð, og hversu loftið hér hefir mettazt sorgarstunum lið- innar kynslóðar. En fórnirnar hafa ekki verið til elnskis færð- ar. Það sér hver sem hingað kemur. Framh. J. H. Á Möðruvöllum er kirkja, sem að öllu útliti og stærð bar af flestum sveitakirkj um landsins. Á Þeim árum voru einnig flestir sveitafundir og skemmtanir haldnar á Möðruvöllum. Fast heimilisfólk var einatt 20 til 30 manns. Varð þeim hjónum ein- att vel til hjúa og efast ég um að víða hafi verið jafnmikið mannval af glaðlyndu dugnað- arfólki eins og á Möðruvöllum í búskapartið þeirra Stefáns og Steinunnar. Mesta reglusemi var um alla vinnu og vinnutíma. Mjög var gestkvæmt á Möðru- völlum, þangað sóttu langferða- menn til gistingar, bæði útlend- ir og innlendir. Einnig komu þangað oft á góðviðris sumar- dögum hópar af fólki frá Ak- ureyri skemmtiferðir. Man ég, að eitt sinn á indælum þurrk- degi á miðjum engjaslætti, komu þangað um hádegisbil milli 10 og 20 þekktir borgarar frá Reykjavík og Akureyri og sátu þar stórveizlu til miðnætt- is. í þá daga gátu gestir ekki gert boð á undan sér, því enginn var síminn. Það er auðsætt mál, að á slíku heimili hvildi mikið á herðum frúarinnar, hún var einnig starfi sínu vaxin. Þau hjónin voru mjög sam- hent, áhugasöm og hugkvæm um allan búskap og framfarir. Þau elskuðu hina grænu jörð og töldu sér mikinn „yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð". Eins og öllum er kunnugt, var Stefáii skólameistari einn af allra beztu skólamönnum þessa lands og áhrif kennslu hans og glæsimennsku á fjölda ung- menna hafa gefið þjóðinni á- vöxt, er mölur og ryð fá eigi grandað. Frú Steinunn hafði einnig uppeldisleg áhrif, sem þjóðin stendur í þakkarskuld fyrir. Stefán var löngum svo hlað- inn störfum, við skólann, grasa- fræðirannsóknir, þingstörf og önnur félagsmál, að yfirumsjón hins stóra heimilis hvíldi mjög á hennar herðum. Auk þess sem börn þeirra hjóna, Vaitýr ritstjóri og Hulda forstöðukona Húsmæðraskólans, nutu hins ágætasta uppeldis og móðurlegrar umliyggju, veitti hún með áhrifum sínum fjölda ungmenna hið þarfasta vega- nesti. Manni sínum var hún ör- ugg stoð og stytta í blíðu og stríðu. Frú Steinunn var kona kurt- eis, trygglynd en þykkjuþung ef svo bar undir. Viðkvæm í luhd en stillt og hjálpsöm við þá er lent höfðu forsælumegin í líf- inu. Hafði yndi af góðhestum og man ég eftir, að tveir gæðing- ar hjónanna voru heigðir á fall- egum stað í Möðruvallatúni. Henni féll aldrei verk úr hendi, vann hún mikið að tóskap í tómstundum og lagði sig fram við að hafa allt sem bezt og fegurst að efni og áferð. Eftir að þau hjónin fluttust (Framhald á 4. síðu) Erich Kástner: Gestir í Miktagarði — Ég veiti yður kannske undanþágu, ef þér gætið þess, sagði leyndarráðið. Þá birti heldur yfir Jóhanni. — Ég á bara engin orð til, sagði ráðskonan allt í einu. — Þá ber nýrra við, sagði Hildur. Eruð þér ekki að gera að gamni yðar? Tobler hristi höfuðið. — Loforð öðru megin, svik hinu megin, sagði hann. — Ég hefi verið fimmtán ár á þessu heimili, sagði frú Kunkel. Og alltaf hefir einhver fjárinn verið á döfinni. Herra leyndarráðið er of hugmyndaríkur. En þetta er þó hámarkið. Ég leyfi mér að segja, að herra leyndarráðið er alltaf sama barnið. Það kemur mér kannske ekki við, sem bara er ráðskonan hans. En mér sárnar þetta. Og læknirinn hefir bannað mér að koinast í geðshræringu, því að taugarnar þola það ekki. Hvað stoðar það svo, þótt þið sendið mig á hverju ári á nýja og nýja baðstaði, þegar ég er ekki fyrr komin heim en húsbóndinn tekur upp á nýrri fjarstæðu? Blóðsóknin til höfuðsins er alltof mikil. Það er hreinasta undur, hvað ég þoli þetta •— hryss- urnar leyndarráðsins væru fyrir löngu dauðar. Ef ég gæti nú bara tekið inn töflurnar — þá liði mér kannske skár, En töflunum kem ég ekki niður •— þær eru allt of stórar handa mér. Og ekki má maður leysa þær upp í vatni, því að þá hrífa þær ekki. Því segi ég það, sem ég segi — guð hjá’pi mér, voluðum vesalingi. Hún þagnaði, dauðþreytt eftir þessa löngu ræðu. — Ég er hrædd um, að það sé farið slá út í fyrir yður, sagði Hildur. Tobler brosti. — Hundar, sem gelta bíta ekki. sagði hann. Það gilda svipuð lögmál um ráðskonur. ÞRIÐJI KAFLI Frú Hagedorn og sonur hennar. Sama dag og um sama leyti barði frú Hagedorn i Mommsensstræti að dyrum hjá Frank, leigjandanum. Það var ekki með glöðu geði, að hún barði að dyrum hjá honum. En hún gat ekki hliðrað sér hjá því leng- ur. Ekkja, sem á lærðan son, en hefir litlar tekjur, neyðist til þess að gera slíkt, ef sonur hennar fær hvergi vinnu. — Kom inn, hrópaði Frank. Hann var að leiörétta skólastíla. Bölvað illþýðið, tautaði hann með allan hug- ann við nemendur sína. þetta hyski á ekki aðra sál • en budduna, en menntun og þekking . .. — Ó, greip frú Hagedorn fram í fyrir honum og lét eins hún hefði ekki heyrt, hvað hann var að tauta. Viljið þér ekki kaffibolla? — Jú — og þá tvo, svaraöi Frank. — Hafið þér lesið blöðin? Það færðist roði í kinnarnar á gömlu konunni Frank hristi höfuðið. Hún lagði blað á borðið fyrir framan hann. — Lesið það, sem strikað er undir með rauðu, sagði hún hreykin. — Sonur yðar er fjandans sleipur náungi. sagði Frank, þegar frú Hagedorn kom aftur með kaffið. Fyrstu verðlaun enn einu sinni! Og fallegt er þarna suður í Ölpunum, skal ég segja yður. Ég hefi einu sinni komið þangað. Hvenær fer hann? — Núna strax eftir fimrn daga. Ég verð að vinda mér að því að þvo skyrturnar hans. Þetta er sjálfsagt eitt fínindis hótelð enn — allir í smóking. Það veröur bara drengurinn minn. sem ekki á annað að fara í en blá jakkaföt, sem hann er búinn að eiga í fjögur ár. Þér getið ímyndað yður, hvort þau eru ekki farin að snjást. Frank kennari slupaði í sig kaffið. — Hvað hefir sonur yðar annars oft unnið í verð- launasamkeppnum Frú Hagedorn settist gætilega á rauða hægindastól- inn leigjandans. Þetta er víst í sjöunda skiptið, sagði hún mæðulega. Það var í fyrsta skiptið, þegar hann fór Miðjarðarhafsferðina — fyrir þremur árum. Þau verðlaun fékk hann fyrir tvær stuðlaðar hendingar. Nú — svo var hann tvær vikur í gistihúsi í Chauteau Neuf. Það var rétt áður en þér komuð hingað. Svo var það dvölin á baöstöðunum i Norður-Þýzkalandi — það voru verðlaun F^rðalagsins, Svo var í heilsuhæl- inu í Pistyan — ekki svo að skilja, að sonur minn hafi nokkurn tima verið veikur. En það gat ekki gert hon- um neitt mein, þó að hann notfærði sér þessi verð- laun. Síðan flaug hann til Stokkhólms — fram og til baka. Þá var hann þrjá daga í skerjagarðinum sænska. í fyrravor var hann hálfan mánuð á Rivieraströnd- inni —• þér munið liklega eftir kortinu, sem hann sendi yður frá Monte Carlo? Og nú á hann að fara til Bruckbeuren. Það er náttúrlega ekki skömm að dvelja í Ölpunum í vetrardýrðinni. Ég er himinlifandi fyrir hans hönd. Hann á þó skíðaföt til þess að vera í á daginn. — Væri ef til vill hugsanlegt, að þér vilduð lána honum þykka frakkann yðar? Frakkinn hans er Útveguin með stuttum fyrirvara Fb u m m rigidaire frá Ameríku, gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum. ♦ Samband ísl. samvinnuf élaga TILKYNNING frá Fjárhagsráði Fjárhagsráð vekur athygli á eftirfarandi: 1. Að samkvæmt lögum nr. 70, 5. júní 1947 um fjárhags- ráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit þarf leyfi fjárhagsráðs til hvers konar fjárfestingar í landinu sbr. einkum 5. gr. 2. Að samkvæmt bráðabirgðaákvæði nefndra laga falla umboð nýbyggingarráðs og viðskiptaráðs ekki niður fyrr en ríkisstjórnin hefir skipað svo fyrir og hefir fjárhagsráð því ekki enn tekið við störfum þessara aðila. 3. Að menn eru varaðir við að hefja nokkrar fram- kvæmdir, hvort heldur með öflun efnis eða vinnuað- gerðum fyrr en þeir hafa fengið leyfi fjárhagsráðs, þar sem þeir geta átt á hættu að slíkar ráðstafanir verði í ósamræmi við þær reglur er settar verða um ráðstafanir á byggingarefni og fjárfestingu. 4. í samræmi við framanskráð eru byggingarefnasalar varaðir við að selja byggingarefni til nýrra bygginga nema tryggja sér að leyfi fjárhagsráðs liggi fyrir um viðkomandi byggingu. Flugferðir til Sola og Oslo Getum tekið farþega frá Reykjavík til Stvanger og Osló þann 27. júlí og 3. ágúst með 4ja hreyfla „Sandringham“ flugbát frá Del Norske Luftfartselskap A.s. (DNL). Nánari upplýsingar í skrifstofu vor»i, Hafnarstræti 23. Sími 1485. LOFTLEIÐIR H.F. r ÖLLUM ÞEIM, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöf- j um og skeytum í tilefni af 50 ára afmælisdegi mþrum j færi ég nrínar hjartans þakkir. Múlakoti, 14. júlí 1947. ÓL. TÚBALS. Úrsmíðavinnustofur og verzlanir undirritaðra verðalokaðar, vegna sumarleyfa, frá laugar- degi 19. júlí til mánudags 4. ágúst, að báðum dögum með- töidum. Jóh. Ármann Jónasson. Magnús Sigurjónsson. Kornelíus Jónsson. Sigurður Tómasson. Magnús Benjamínsson & Co. Carl F. Bartels. Jóhannes Norðfjörð. Jón Hermannsson. Sigurjón Jónsson. Sigurjón Egilsson. Halldór Sigurðsson. Einar Þórðarson, Hafnarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.