Tíminn - 22.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1947, Blaðsíða 2
I 2 TÍMIW 1»riðjmlasiim 22. julí 1947 131. balð Þriðjudagur 22. júlí Snorrahátíðin Snorrahátíðin í Reykholti á sunnudaginn verður lengi minnistæður atbuirðufr. Hátíð- in tókst eins vel og bezt var á kosið, og réði þar ekki minnstu um, að veðráttan skipti skapi. Allt fram á laugardagskvöld hafði mátt heita stöðug ótíð á Suðvesturlandi um langan tíma, en þá skipti um. Á sunnudags- morguninn var komið millt og fagurt veður, er hélzt allan dag- inn. Jafnvel þeir, sem engan trúnað leggja á æðri forsjón, urðu að játa, að hér var engu líkara en að hulin máttarhönd gripi í taumana til þess að gera þennan atburð sem hátíðleg- astan. Þegar Alþingishátíðinni og lýð- veldishátíðinni er sleppt, mun ekki hafa verið haldin eins fjöl- menn samkoma hérlendis utan Reykjavíkur og Snorrahátíðin var. Það voru ekki aðeins Borg- firðingar og Reykvíkingar, er fjölmenntu þangað, þar sem þeir höfðu beztu aðstöðu til þess, heldur sótti hátíðina fjöldi fólks úr öðrum héruðum landsins. Norðlendingar voru þar vel fjölmennir og þar gaf að líta margt manna af Aust- fjörðum og Vestfjörðum og sýsl unum austanfjalls. Snorrahá- tíðin var þannig þjójðhátíð í beztu merkingu þess orðs. Það eru vafalaust margar stoðir, sem hafa runnið undir hina miklu þátttöku í Snorra- hátíðinni. Minningin um fræg- asta sagnritara íslendinga hefir verið þar drjúgur þáttur. Meira en nokkuð annað hefir þó hin veglega heimsókn Norðmanna með hinn glæsilega og ástsæla krónprins þeirra í fararbroddi ráðið sókn íslendinga á Snorra- hátiðina. Það var ekki fyrst og fremst íslenzka Snorranefndin eða íslenzka ríkisstjórnin, held- ur íslenzka þjóðin, sem vildi endurgjalda Norðmönnum hina góðu gjöf þeirra og veglegu heimsókn. Hún vildi sýna hug sinn til norsku þjóðarinnar í verki og það gerði hún með því að fjölmenna meira á Snorra- hátíðina en dæmi eru til um nokkra aðra samkomu hér á landi, þegar tvær allra stærstu þjóðhátíðar íslendinga eru und- anskildar. Það hefir í sambandi við Snorrahátíðina, eins og oft áð- ur, verið talað fagurlega um norræna samvinnu. En það hef- ir sjaldan verið gert gleggra og raunsærra eri í ræðu þeirri, sem Melbye, fyrrv. ráðherra, hélt, er hann ávarpaði íslenzku þjóð ina við komu Lyru á laugardag- inn var. Hann benti þar á, að slík samvinna hlyti fyrst og fremst að verða „menningar- tengsl og menningarsamvinna“. „Vér erum af sömu rót“, sagði hann, „vér erum sömu trúar og höfum um aldaraðir búið við sams konar réttarfar og sams konar stjórn. Á þessum grund- velli ætti oss að vera auðvellt að vera hvor öðrum stoð og stytta". Ræðu sinni lauk hann síðan með þeim orðum, að Snorrastyttan og heimsókn Norðmanna væri „kveðja frá þjóð til þjóðar, og vér vonumst til þess af einlægni, að hér megi verða upphaf af örari samskiptum og samvinnu". íslendingar efast ekki um, að þessi ósk Norðmanna sé borin fram af heilum hug. Þátttakan „Það veit hvert barn í Noregi í hverri skuld vér stöndum við Snorra" Klæða Hákonar Shetelis' prófessors á Snorrabátíðmnl. Herra forseti, íslendingar, konur og karlar, sem hér eruð saman komnir. Hans konunglega tign, Ólaf- ur krónprins hefir stýrt för vorri frá Noregi hingað til Reykholts til að heiðra minn- ingu Snorra Sturlusonar með innilegu þakklæti fyrir ritverk hans, Eddu, sem er auðugasta heimild um norrænt trúarlíf og skáldskap, og Heimskringlu, dýrmætasta þjóðartákn sem Noregur á. í augum hvers ein- asta Norðmanns er Reykholt helgidómi líkast. Hér stöndum vér nú með hrifningu í huga á þeim stað, sem Snorri valdi sér að bústað, þegar hann flutti frá Borg. Hér safnaði hann hinum mörgu bókum sínum, og hér skráði hann sínar eigin bækur. Vér stöndum nú á þeim stað, þar sem hann gekk um sjálíur, sem honum var svo kær, langar, aflíðandi hlíðar niður að flat- lendinu, sem hallar í vestur, en í fjarlægð skynjar hugurirm fjörð og haf,' hveri með ailfur- hvítum eimi, lengst til austurs sér á Langjökul eins og hvítan múr að fjallabaki, en norðan hans Eiríksjökul. Hér hefjr Snorri dag hvern litið yfir land sitt eins og vér gerum í dag, fagurt land. Hér í Reykholti finnst oss sem vér séum hinum Iifandi Snorra nær en á nokkrum öðrum stað. Hér skortir það eitt á, að vér þekkjum fátt eitt til framkomu hans eða útlits. En ástæða er til að halda, að hann hafi verið fríður maður og föngulegur, svo sem sagt er um bræður hans, Þórð og Sighvat, og efalaust var hann virðulegur höfðingi í öllu sínu fasi. Hann var félagslyndur og gestrisinn, kátur í vina hóp, skáld í miklu áliti og hafði unun af ungu fólki, svo sem skilja má af frásögninni af boðinu í Reykholti á jólum 1226, þar sem sögumaðurinn, Sturla Þórðar- í Snorrahátíðinni er svarið af hálfu þeirra. Ahar ástæður mæla þannig með því, að Snorra hátíðin tákni upphaf aukinna samskipta milli þessara frænd- þjóða og verði því jafnan talin hinn merkasti atburður, þegar sambúðarsaga þeirra er skráð. Hákon Shetelig: son, bróðursonur hans, var einnig viðstaddur, þá 12 ára gamall. Sagan segir, að Snorri hafi jafnan reynt að forðast ó- frið, og sagt hefir verið, að hann hafi skort kjark. Þó er rangt að líta hann þeim aug- um. Hann var annars eðlis en samtíðarmenn hans, sem kunnu því bezt að útkljá deilu- mál sín með ófriði og mann- drápum. Snorri miðlaði málum og tókst oft vel. Hann var stór- bóndi, starfsamur heima fyrir en jafnframt stjórnvitur. Tví- vegis var hann kjörinn lögsögu- maður. En öllu framar var hann listamaður, sagnritari, trúfræð- ingur, skáld og bragfræðingur. Hann var stórbrotinn maður í heimi vísinda og lista, og hann bar höfuð og herðar yfir víga- menn samtíðarinnar. Þegar hugurinn hvarflar til Snorra, dettur mér oft Cæsar í hug. Þar er um svipaða menn að ræða frá sjónarmiði sögunnar. Cæsar var líka andans mað- ur innan um ræningja, og því hefir sagan oft gert honum rangt til. Af ritum Snorra er augljóst hvað honum var hugstæðast. Þau bera glæsilegt vitni um þolinmæði rannsóknarans, hug arflug og skapandi þrótt lista- mannsins, samfara iðj usemi hins starfsama manns. Hér í Reykholti hafa verk hans fæðzt og fullgerzt. Hér stöndum vér á helgum stað. H. k. t. Ólafur konungsefni, sem í mörg ár hefir verið heiðursforseti norsku nefndarinnar, fulltrú- um ríkisstjórnarinnar, fulltrú- um alþjóðasamtaka í atvinnu- lífinu, fulltrúum háskólanna, ungmennafélaganna, sögufé- laganna og svo mætti lengi telja. Fyrir oss vakir að sýna, að það er öll norska þjóðin, sem hér hyllir Snorra Sturluson. — Þeir eru óteljandi Norðmenn sem gjarnan hefðu viljað vera hér, og ég get fullvissað yður um það, íslendingar, að í dag hvarflar hugur allra Norð- manna hingað til hátíðarinnar í Reykholti. Með því hugarfari varð Snorrastyttan til sem gjöf frá Noregi til íslands. Hugmyndin fæddist fyrir aldarfjórðungi. — Æskulýðurinn greip hana feg- ins hendi, og fyrsta nefndin var stofnuð í Bergen til að veita móttöku samskotum frá ein- stökum stöðum, en áður en varði hafði öll þjóðin samein- azt, enda er vitnisburðurinn nærtækur, því að hingað er kominn forseti bændafélags- ins norska, Johan Mellbye rík- isráð, en hann er einnig forseti Snorranefndarinnar. — Hér verður einnig að geta tveggja manna sem leyst hafa mikið verk af höndum. Þeir létust áð- ur en verkinu lyki, Torleiv Hannaas og Gustav Indrebö, báðir prófessorar í norrænni málfræði við Bergens Mueseum. Það kann að virðast að lang- ur tími sé nú liðinn frá því að verkið var hafið. Þetta er aö nokkru leyti einstökum óhöpp- um að kenna, svo sem fjártjóni í fjármálaöngþveitinu 1920. Eri raunverulega er ástæðan önn- ur. Það hlaut að taka drjúgan tíma að ná markinu, því að söfnunin leitaði ekki eftir stór- um framlögum einstakra manna, heldur einmitt hinum smáu framlögum almennings. Ungmennafélögin lögðu skatt á meðlimi sína, og fjármunir bár- ust að ár eftir ár. Það fór að óskum Snorra-nefndarinnar, styttan var gjöf frá norsku þjóðinni og frá þjóðinni er hún afhent islenzku þjóðinni í dag. Á 700 ára ártið Snorra 1941 var allt tilbúið, en þá olli stríðið nýjum töfum, stríðið, sem færði oss heim sanninn um það, í ennþá ríkari mæli, hvaða þýð- ingu konungasögurnar höfðu fyrir norsku þjóðina. „Mest þykir oss vert um vináttu norsku þjóðarinnar" Ræ$a Stefáns Jóli. Stefánssonar á Snorra- hátióiiiiii í dag hefir safnazt saman á hinum sögufræga stað, Reyk- holti, fjöldi Norðmanna og ís- lendinga. Þeir minnast með lotningu og hrifningu hins sí- gilda rithöfundar, Snorra Sturlusonar, sem fyrir tilverkn- að, höfðingsskap og ræktar- semi norsku þjóðarinnar er nú, í formi eins ágætasta lista- manns Norðmanna, kominn heim til ættaróðals síns með fríðu föruneyti, þar sem konungsefni Norðmanna, hans konunglega tign Ólafur krón- prins, er í fararbroddi. Snorri Sturluson og ógleym- anleg ritstörf hans, er fagurt tákn þeirrar andlegu reisnar, ritsnilli og sagnfræði, er varp- aði frægðai'ljóma á Norðurlönd á fyrri hluta 13. aldar. Og saga hans, afrek og örlög eru ein- mitt nátengd bæði norsku og íslenzku þjóðinni. Þar hafa of- izt saman í einstæðan örlaga- þráð menning þessara tveggja frændþjóða á háu stigi, einnig einkenni aldarinnar og átök í stjórnmálum. Fyrir íslendinga hefir Snorri verið stolt og heiður og ritverk hans orðið hvort tveggja í senn: eign alþýðunnar um • land allt og ótæmandi viðfangsefni þeirra manna, er lagt hafa stund á sagnfræöi og fagrar listir. Á ömurlegum tímabilum í sögu íslands hafa verk Snorra yljað og eggjað. Þau hafa einn- ig hitað norsku þjóðinni um hjartarætur, og að sögn þeirra, sem bezt mega um dæma, verið Norðmönnum í hörmungum hernámsáranna sú glóð, er styrkti og elfdi þann stálvilja, er gert hefir Norömenn heims- Það veit hvert smábarn í Nor- egi í hverri skuld vér stundum við Snorra. Það hefir verið sagt fyrr, og það verður sagt oft og enn skal það sagt hér í heyr- anda hljóði í Reykholti. Betri orðum verður ekki að því kom- ið en þeim, sem prófessor Worm Muller viðhafði í ræðu sinni hér í Reykholti 4. ágúst 1942: Því verður ekki með orðum lýst, hverja skuld þjóð vor á Snorra Sturlusyni að gjalda. Enginn maður erlendur hefir nokkurn tíma gert, né mun nokkurn tíma gera oss annan eins greiða og hann. Þaö má nærri því taka (Framhald á 4. síðu) fræga í styrjöldinni miklu. Það má segja, að sá andi, sem Snorri skýrir frá i Heimskringlu, að fylgt hafi Magnúsi konungi góða frá föður hans, Ólafi kon- ungi helga, hafi fylgt norsku þjóðinni í ógleymanlegri bar- áttu hennar gegn ofurefli ein- ræðis og kúgunar. En Snorri segir, að Ólafur helgi hafi eftir dauða sinn verið svo nákvæm- ur Magnúsi góða, syni sínum, að óvinir hans máttu enga mót- stöðu veita honum fyrir þá sök. Sá norski víkingsandi, sá þróttur, styrkur, menning og andlegi aflgjafi, er Snorri þannig lýsir á táknrænan hátt í sögu Noregs konunga, hefir fylgt norsku þjóðinni og borið hana áfram til sigra og frægðar. Allir þeir mörgu íslendingar, sem hér eru samankomnir í dag, og öll íslenzka þjóðin, þakkar Norðmönnum fyrir þá miklu og höfðinglegu gjöf, sem henni er nú færð, sem ér listaverkið styttan af Snorra Sturlusyni. Og vissulega þykir oss góð hin höfðinglega gjöf norsku þjóð- arinnar, en mest þykir oss þó vert um vinnáttu hennar, sem liggur að baki þessari gjöf, og þeirrar ógleymanlegu og virðu- llegu heimsóknar, er gjöf þess- ari fylgir. í nafni íslenzku þjóðarinnar, flyt ég norsku þjóðinni dýpstu og alúðarlegustu þakkii' fyrir gjöfina miklu. Ég þakka hans konunglegu tign Ólafi krón- prinsi Noregs, fyrir þann sóma, er hann hefir oss sýnt með heimsókn sinni og fyrir þau hlýju og fögru orð, er hann hefir mælt, er hann afhjúpaði og afhenti íslenzku þjóðinni styttuna fögru- af Snorra Sturlu syni. Um leið og ég veiti, viðtöku fyrir hönd íslenzku þjóðarinn- ar stytt^uni af Snorra Sturlu- syni, bið ég hans konunglegu tign, krónprinsinn, og alla hina mörgu og virðulegu fulltrúa Norðmanna, að flytja þjóð sinni hinar einlægustu og beztu þakk ir íslenzku þjóðarinnar fyrir hina fögru og hugþekku gjöf, og fyrir þá hina miklu vinsemd og virðingu, sem íslenzku þjóð- inni hefir verið sýnd. Samtim- is bið ég fulltrúa Norðmanna, er oss hafa heimsótt, að ílytja norsku þjóðinni einlægar árn- aðaróskir íslendinga. Johan E. Mellbye: ,0ss ætti að vera auövelt að vera hvorir öðrum stoð og stytta, Ávarp til Íslendinga, flntt við komu Lyru til Reykjavíkur 19. þ. m. Kæru íslendingar! Vér erum hingað komnir, fulltrúar norsku þjóðarinnar undir forystu heiðursforseta vors Ólafs ríkisarfa, til að afhenda minnismerki það um íslenzka sagnritarann Snorra Sturluson, sem konungsefni vort mun á morgun afhjúpa að Reykholti. Vér erum hingað komnir með þakklæti í huga, og segja má, að það sé ekki vonum fyrr, að vér reisum þeim manni minn- isvarða, sem með Heimskringlu sinni — Noregs konunga sögum — hefir gefið oss hinar afburða lýsingar sínar á forfeðrum vor- um heima og heiman, konung- um þeirra og höfðingjum í friði og ófriði, með þeim ágætum, að oss svellur hugur í brjósti, af- komendum þeirrra. Góðir íslendingar! Frá fornu fari hafa sterk tengsl verið okk- ar á milli. Fyrir þúsund árum byggðiát ísland af Noregi og hinum norsku Vestureyjum. í Landnámabók eru talin nöfn nær 400 landnámsmanna, flest- um frá Noregi vestanfjalls, nokkrum frá Noregi norðanverð um og enn öðrum frá Vestureyj- um, Orkneyjum, Suðureyjum, Skotlandi og írlandi, sem flest- ir voru norrænir menn, sumir hö.fðingjaættar, Það voru af- komendur þessara manna, og þá fyrst og fremst Snorri, sögur maðurinn mikli, ^em skráðu sögur feðra sinna. Hingað erum vér komnir, rík- isarfi vor í fararbroddi, full- trúar stórþings og stjórnar, fulltrúar háskóla og vísinda, og fulltrúar félagssamtaka, og þykir mér rétt að taka það fram, að forgöngu um reisn þessa minnismerkis og um för þessa áttu menn úr þeim hér- uðum Noregs, sem fóstrað höfðu landnámsmenn þá flesta, sem til íslands héldu fyrir þúsund árum. Það var eftir fyrirlestur, sem skáldið og presturinn And- ers Hoven hélt árið 1919, að hugmyndin fæddist með æsku- mönnum vestanfjalls. Hug- myndin var sú, að reisa skyldi Johan E. Mellbye minnismerkið bæði á íslandi og í Björgvin, en það var höfuð- staður Noregs í tíð Snorra. Af- hjúpa skyldi styttuna í Reyk- holti á 700 ára ártíð Snorra, árið 1941. En ófriðurinn olli því að þessu varö að fresta þar til nú. En segja má og, að á sama hátt og frumkvæðið var tekið af þjóðinni sjálfri, svo hefir og þjóðin framkvæmt þessa hug- sjón. Það er erfitt að koma orðum að því, í hverri þakkarskuld vér nútíma Norðmenn stöndum við Snorra Sturluson og ævistarf hans. Konungasögur hans eru tvímælalaust merkasti þjóðar- arfur vor frá þeim tíma, er Har- aldur Hárfagri sameinaði Nor- eg, og frá því, er heilagur Ólaf- ur kom kristni á. Af miklum lærdómi, snilld í máli og inni- legri samúð lýsir hann lífi feðra vorra á þeim tímum, svo að Heimskringlu ■ hans hefir af- burða vísindamaður erlendur líkt við Grikkjasögu Heródóts. Saga vorrar glæsilegu fortíðar auðgar andann. Hún hjálpaði oss til að halda höfði hátt á hinum erfiðu tímum vanmáttar, og hún átti sinn ríka þátt í endurreisninni 1814. Menn eins og Georg Sverdrup, Falsen Ja- cob Aall-og Christie höfðu all- ir orðið fyrir áhrifum af Snorra. Síðan hefir verk hans öðlast æ meiri og meiri þýðingu fyrir andlegt líf vort, hvort heldur það var fyrir atbeina sagnfræð- inga eins og P. A. Munch eða fyrir áhrif frá skáldunum Björnson, Ibsen, Sivle og fjölda annarra. Verk hans eru fram- úrskarandi, ekki einungis frá sagnfræðilegu, heldur einnig frá bókmenntalegu sjónarmiði. Mannlýsingar hans eru fram- úrskarandi, einkum þegar hann ræðir um hina fornu höfðingja eins og Erling Skjálgsson og Hárek í Þjóttu. Það er rétt, sem Finnur Jónsson segir í bók- menntasögu sinni, að hvernig sem á Heimskringlu er litið, þá er hún ekki einungis andlegt afrek, heldur stórvirki, sem ekki á sér sinn líka á þeim tíma, Sjálfur get ég sagt, að ekkert hvorki innanlands né utan, — hreif mig meira á æskuárun- um, en lýsingar á ævi, starfi og kristniboði Ólafs helga, og gamalt sveitafólk hefir sagt mér frá því, hvernig börnin sátu á æskuárum þeirra í kringum ar- ininn og mamma eða amma sögðu þeim úr fornsögunum. Góðir íslendingar! Öldum saman hafa leiðir okk ar verið skildar. Hér skal ekki minnzt á, að öldum saman voru löndin undir danskri stjórn eigi heldur á samninginn í Kiel né ytri að'stæður. Segja mætti, að bæði löndin hafi legið í dvala. Svo leit það út í Noregi og sama var vist upp á teningnum hér En það koma fyrir tímabii í sögu þjóðanna, jafnt og á ævum einstaklinganna, þegar sVo virð ist sem sá, er stýrir örlögum allra þjóða, finnst, að vaxtar sé þörf hið innra. Vér Norð- menn vöknuðum 1814, og nú hafið þér einnig byrjað sjálf- stætt líf. Mér virðist að þjóðirnar þurfi hvor annarar með, og gætu haft margt saman að sælda. Sé litið á landabréf kemur í ljós, að ísland liggur móts við Norður-Þrændalög og suður- hluta Norðlandsfylkis. Yfirleitt má segja, að héröð af landi voru séu meðal þeirra, sem ríkust eru af náttúruauði. Hin langa strönd opnar möguleika til fiskjar og siglinga, en á landi eru mögú- leikar til jarðyrkju og fjár- ræktar. í elfunum býr vatnsafl, en í fjöllunum nytsöm efni og málmar. Það var mér ánægja að lesa í bók eftir Th. Krabbe „Island og dets tekniske ut- vikling“, að ísland býr yfir miklum möguleikum, hvað snertir vatnsafl til þróunar raf- yrkju og iðnaðar. Ég las um þró (Frauihald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.