Tíminn - 22.07.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÖKNARMENN! 4 Munib að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 22. JÉlA 1947 131. balð Mikill fjöldi Reykvíkinga fagnaöi norsku gestunum Bæriiut var fánum skreyttur Mikill mannfjöldi var saman kominn við höfnina þegar Lyra lagðist að bryggju rétt fyrir kl. 11 á laugardagsmorguninn var. Hafði fólk strax byrjað að safnast þar saman um tíuleytið og síðan verið stöðugur fólksstraumur þangað. Bærinn var allur fánum skreyttur, og voru norskir og íslenzkir fánar meðfram þeim götum, er krónprinsinn fór frá höfninni til þinghússins, þar sem forseti íslands tók á móti honum. Avarp Mellby’s (Framhald af 2. síðuj un fiskiveiðanna og um þrðun jarðhitans. Þegar jarðhitinn er frá tekinn eru möguleikarnir svipaðir, og með tilliti til land- búnaðar er um sömu viðfangs- efni að ræða, sem við þekkj- um úr okkar sveitum. Hér skal ekki meira rætt um ytri aðstæður til framtíðar- þróunar landanna. Það sem leggja þarf mesta áherzlu á, eru menningartengsl og menning- arsamvinna. Hér er á sterkum undirstöðum að bygggja. Báðar eru þjóðirnar krfstnar, báðar eru þær sömu ættar og báðar hafa þær orðið fyrir áhrifum vestan um haf. Þaðan barst okkur kristnin báðum í senn fyrir atbeina Ólafs Tryggvason- ar og Ólafs helga til forna. Á tímum Snorra voru tíðar sam- göngur milli sögueyjarinnar og Noregs. Smám saman lögðust þær niður. Ég er viss um aö það varð báðum til tjóns. En vér er- um af sömu rótum, vér erurr. sömu trúar og höfum um alda- raðir búið við sams konar rétt- arfar og sams konar stjórn. Á þessum grundvelli ætti oss oð vera auðvelt að vera hvor öðr- um stoð og stytta. Þegav vér komum nú undir forustu ríkis- arfa vors, sendimenn sem full- trúar lands vors og þjóðar, og færum yður minnismerki um hinn mikla sagnritara vor beggja, þá er þetta kveðja frá þjóð til þjóðar, og vér vonumst til þess af einlægni, að hér megi verða upphaf af örari samskiptum og samvinnu. Guð blessi ísland og íslenzku þjóðina. ^ MinnisvarlSI um . . . (Framhald af 1. síðuj prinsinum, forseta íslands, for- sætisráðherra og fulltrúum frá landher, flugher og sjóher Norðmanna. Loks er ógetið eins hátíðleg- asta þáttar þessarar athafnar, en það var flutningur á drápu, sem Davíð skáld Stefánsson hafði orkt í þessu tilefni og Páll ísólfsson samið lag við. Var fyrsti kafli kvæðisins, sem er í þremur köflum, sunginn af Fóstbræðrum, annar kaflinn lesinn upp af Brynjólfi Jóhann- essyni og þriðji kafli sunginn af Fóstbræðrum. Norsk messa. Kl. 2 síðdegis í gær var hald- in norsk-íslenzk guðsþjónusta í Dómkirkjunni og önnuðust þeir hana Sigvard Fjær, dómprófast- ur í Þrándheimi, og Bjarni Jónsson vígslubiskup. Fjær flutti sjálfa prédikunina og las í lok hennar ávarp frá Berggrav biskupi til íslenzku kirkjunnar, en ávarp það hafði hann sent í umboði norsku biskupanna. — Biskup íslands þakkaði. í lok messunnar voru sungnir þjóð- söngvar Noregs og íslands. Við- staddir voru forseti íslands og Ólafur krónprins, ásamt mörgu stórmenni. Kirkjan var full- skipuð. Athöfnin í Háskólanum. Kl. 4 síðdegis hófst athöfn í Háskólanum, er Háskóli íslands hafði efnt til í tilefni af Snorra- hátíðinni. Voru þar mættir allir hinir opinberu fulltrúar Norð- manna með krónprinsinn í far- arbroddi, menntamálaráðherra íslands, flestir ráðherrar og ýmsir embættismenn. Norsku tundurspillarnir, Oslo, Stavanger og Trondhjem, lögð- ust á ytri höfnina um sexleytið, og Lyra kom þar um líkt leyti. Móttökuathöfnin hófst með því, að Ólafur Thors, fyrrum forsætisráðherra, flutti ræðu fyrir hönd íslenzku Snorra- nefndarinnar. Bauð hann hina norsku gesti velkomna. Johan E. Mellbye, formaður norsku Snorranefndarinnar, svaraði með ræðu frá skipsfjöl, og er hún birt á öðrum stað. Að lok- inni ræðu Ólafs Thors lék lúðra- sveit norska þjóðsönginn og tók mannfjöldinn undir, en eftir ræðu Mellbye var íslenzki þjóð- söngurinn leikinn. Þegar þessari athöfn var lokið, gengu norsku gestirnir á land og fór Ólafur krónprins fyrstur. íslenzka rík- isstjórnin, forseti sameinaðs Al- þingis og borgarstjóri tóku þar á móti honum, en síðan fór hann á fund forseta ís- lands, sem tók á móti honum í Alþingishúsinu. Um kvöldið hafði ríkisstjórn- in boð infÁ á Hótel Borg og var þangað boðið öllum norskum gestum, ásamt mörgum íslend- ingum. Þar fluttu aðalræðurnar Bjarqi Benediktsson utanríkis- ráðherra og Káre Fostervold menntamálaráðherra. — Hófi þessu var lokið um ellefu leytið. Hinir norsku gestir munu vera um 110. Komu um 80 þeirra með Lyru og 30 með tundurspillun- um. Flestir þeirra eru fulltrúar stofnana eða félagssamtaka í Noregi. Þá eru meðal þeirra 11 norskir blaðamenn, sem eru hér í boði Blaðamannafél. íslands. Meðal gestanna eru tveir norsk- ir ráðherrar, Káre Fostervold menntamálaráðherra og Jens Chr. Hauge hermálaráðherra, forseti Óðalsþingsins, Olav Oks- vik, og fulltrúi lögþingsins, Jakob Lothe. „Það veit hvert barn .. . “ (Framhald af 2. síðu) svo djúpt í árinni að segja, að hefði Snorra ekki notið við, þá væri Noregur ekki frjálst ríki í dag. — Frá Reykholti hefir oss komið sá kraftur endurfæð- ingar, sem veldur því að hin forna saga Noregs ber nýjan, þróttmikinn ávöxt frá kynslóð til kynslóðar. Það er sagan, sem sögð er í Heimskringlu Snorra, sem bjargað hefir landi voru á örlagastundum og kennt þjóð- inni að þekkja sjálfa sig. Og þvílík saga. Skemmtilest- ur fyrir unga og aldna á hverju heimili Noregs, saga full af lif- andi myndum, hver blaðsíða þrungin eftirvæntingu, hetju- skap og speki, rist í huga vorn, barmafull af norsku þjóðar- stolti, eins og í orðum konungs fyrir Svoldarorrustu, en jafn- framt fullkomið listaverk að stíl og máli. Allir vitum vér að Heimskringla er mesti dýrgrip- ur þjóðarinnar, dýrgripur sem hinn mikli sonur íslands færði oss að gjöf. Snorri og ritverk hans standa því fyrir sjónum vorum sem hið göfugasta tákn hinna and- legu tengsla milli íslands og Noregs á blómatímum miðald- anna, milli tveggja sjálfsstæðra þjóða af sama stofni, þjóða sem áttu sameiginlegan arf úr heiðinni fornöld. — Snorri var alinn upp hjá Jóni Löftssyni, fremsta höfðingja íslands, dóttursyni Magnúsar konungs berfætts. Hann var velkominn gestur hjá jarli og konungi á Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thoinas Ths. Sabroe & Co. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga (jamla Síc Wýja Bíc (við Skúlagötu) ÆfinÉýranóttin (Her Adventurous Night) Spennandi og gamansömn saka- málamynd. Aðalhlutverk: DENNIS O’KEEFE. HELEN WALKER, og grínleikarinn FUZZY KNIGHT. Aukamynd: Ný fréttamynd. Bönnuð börnum yngri en 14 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Innheim tu- menn Tín nans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ferðum sínum til Noregs. Hann vissi allt, sem vitað var um nor■■ ræna sögu, ásatrú og bragfræðú Edda hans er aðalheimild vor um norrænan átrúnað fyrir j kristni, ótrúlega mikill menn- ingarsjóður dreginn saman og1 skráður af meistarahöndum. — Gylfaginning, sem lesa má i norskum skólabókum, er skemmtileg eins og þjóðsaga, en jafnframt framúrskarandi snjöll lýsing á heiðnum sið. — Skáldskaparmál eru tæmandi lýsing á skáldmáli, en þeim er einnig valinn búningur frá- sagnarinnar. — Háttatal er kennslubók í bragfræði, heim- ild um stíl og hljómbrigði skáld kvæða, kenningar þeirra og kennimyndir, veita jafnframt ágæta útsýn yfir allar tegund- ir íslenzks skáldskapar, en sem dæmi er notað lofkvæði höf- undar um Hákon konung og Skúla jarl. Öll verk Snorra hafa yfirbragð meistarans, lista- mannsins í meðferð tungunnar, í bundnu máli og óbundnu. Enginn hefir skrifað fegurra né ljósara norrænt mál. Þetta kemur jafnvel í ljós í nýjum norskum þýðingum. Það er eins og létt undiralda undir hinn sanna hljóm vorrar eigin tungu. Tungur vorar eru, hvernig sem á allt er litið, mjög skyldar. Því verður stíll Snorra því fegurri, sem nær er farið hans eigin orðum. Snorri lyfti móðurmáli sínu á hærra stig, hinni nor- rænu tungu, sem vér áttum eitt sinn með íslendingum. Hennar vegna þykjumst vér hafa nokk- urn rétt til að finna til stolts ásamt þeim. í dag hyllum vér minningu Snorra með virðingu og inni- legum þökkum fyrir gjöf hans. Jafnframt minnumst vér þeirra auðæfa skáldskapar og sögu, sem sköpuð voru á íslandi og einnig gefin Noregi, gefin Norð- urlöndum og heiminum öllum. Vér snúum oss að íslandi, heimkynni skálda og sögu- manna, til íslendinga sem enn þann dag í dag varðveita nor- ræna arfleifð í tungu og skáld- skap. Þó að íslenzka þjóðin sé frá sögunnar sjónarmiði yngsta greinin á hinum norræna stofni, þá finnst oss Norðmönnum jafnan sem þjóðin sé eldri, lík- ust móður, sem hefir miðlað oss af speki sinni og fornari minn- ingum en vor eigin þjóð hefir varðveitt. Því stendur ísland oss svo miklu nær en nokkuð annað land í heimi, landið sem fóstraði Snorra, vér þorum að segja einnig vorn Snorra Sturlu son. í dag stöndum vér hræðir í bqiga í Reykholti, bæ Snorra. Hér fæddust hugsanir hans, hér samdi hann ritverk sín í sínu mikla bókasafni, hér hlýddu vinir hans á rödd hans segja sögur, kveða kvæði eða henda gaman — og hér hlaut hann banahöggið haustnóttina dimmu fyrir 700 árum — hér er hann grafinn á þessum kirkju- stað. Tjat-natbíó Meðanmkvnn (Beware of Pity) Hrífandi mynd eftir skáldsögu Stefans Zweigs Lilli Palmer Albert Lieven Cedric Hardwicke Gladys Cooper Sýning kl. 5 7 — 9 Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem auðsýndu mér og börnum mínum svo ríkulegan vott vináttu og virðingar við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar GUÐMUNDAR SVEINSSONAR kaupfélagsstjóra. Hafnarfirði 21. júlí 1947. Guðrún Sigurðardóttir og börn. ,-Tvasr ])jóðir þakka . . (Framhald af 3. síðu) sækja eld djarfra hugsjóna í arfleifð Snorra Sturlusonar. Á 13. öld stóð hnignandi kon- ungsveldi og dauðadæmt lýð- veldi við gröf Snorra Sturlu- sonar. í dag reisir norska þjóð- in Snorra Sturlusyni veglegt minnismerki í Reykholti. í dag þakka tvær þjóðir höfundi Heimskringlu fyrir liðveizlu hans í undangenginni frelsís- baráttu. í dag taka norska kon- ungdæmið og íslenzka lýðveld- ið höndum saman yfir gröf hans. Sú athöfn er söguleg nauðsyn, táknræn um þjóðlega endurreisn, fengið frelsi og æv- arandi bróðurlega sambúð Norðmanna og íslendinga. Vegna bættra afgreiðsluskilyrða getur pöntunaraf- greiðsla vor, Skólavörðustíg 12, símar 2108 og 1245, sent vörur um allan bæinn. Mörgum félagsmönnum hefír reynst þægilegt og hag- kvæmt að panta í einu dálítinn forða af algengustu neysluvörum. Reynið pöntunarviðskiptin. KRON ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■-....- -1.. :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: Hjartans þakkir til barna, tengdabarna og hinna fjöl- i: „ mörgu vina okkar, er glöddu okkur með heimsóknum, dýrmætum gjöfum og heillaóskaskeytum á gullbrúðkaups- degi okkar og gerðu okkur með því daginn ógleymanlegan. H Guð blessi ykkur öll. || Ögn og Eggert Levy. H k fSLAND - NOREGUR Landsleikur í kuattspyrnu fer fram á iþróttavellinum fimnitu- daginn 24. þ. m. kl. 3 ‘4 s.d. Annar leikur við íslandsmeistarana (Fram) fer frani mánu- daginn 38. ]>. m. kl. 8V2 s.d. ' : ■ } I ^ Þriðji og síðasti leikur við úrvalslið iteykjavíkurfélaganna fer fram miðvikudaginn 30. ]>. m. kl. 8 V2 s.d. Aðgöngumiðar að öllum leikjunum verða seldir á íþróttavell- inum frá kl. 3—6 í dag og á morgun. MÓTTÖKUNEFNDIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.