Tíminn - 23.07.1947, Qupperneq 2

Tíminn - 23.07.1947, Qupperneq 2
2 TÍMPHV, miðvikmlagiim 23. júlí 1947 132. blað PÁLL ZÓPHÓNÍASSON: „Halló, halló, takið eftir“ Mlðvikudutjur 23. jjúlí Kosningaúrslitin í V-Skaf taf eilssýslu Á laugardaginn var birtist á annarri síðu Morgunblaðsins geðvonskufull grein um auka- kosninguna í Vestur-Skafta- fellsýslu. Þar er verið með ýms- ar dylgjur og vangaveltur um úrslitin, sem rétt þykir að at- huga nokkuð nánara. Það er ein helzta ályktun höfundarins, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi haldið fylgi sínu í kosningunni. Hér skal ekki verið að auka á vanstill- ingu höfundarins með því að mótmæla þessu, enda getur hver og einn dæmt um það sjálfur, hvort það er að standa í stað að lækka atkvæðatölu sína úr 325 í 285, þrátt fyrir aukna þátttöku í kosningunni. Hitt skal fúslega viðurkennt, að fylgið, sem Sjálfstæðisflokk- urinn fékk, var óeðlilega mik- ið, þar sem hér er um næstum hreint framleiðendakjördæmi að ræða og eiginlega ætti því ekki að finnast þar neinn stuðningsmaður mllliliðastefn- unnar. Þótt úrslit kosningar-( innar gengu í rétta átt, þarf enn að verða mikil breyting hjá Vestur-Skaftfellingum til þess að kosningaúrslit þar séu í samræmi við hagsmuni þeirra og eðlileg hugsjónamál. Það sést vel, að höfundurinn er enn að hálfu í flatsænginni hjá kommúnistum, því að hann virðist ekki geta hugsað sér þann rhöguleika, að kommún- istar tapi í kosningunum, held- ur geti atkvæðalækkun þeirra ekki stafað af öðru en því, að þeir láni atkvæðin. Þessari of- trú á kommúnistum og vantrú á andstæðingum þeixra verður að mótmæla mjög eindregið, þótt það ýfi eitthvað skaps- muni greinarhöf. Og það verður að segja flokki greinarhöfundar til lofs, að í umræddri kosn- ingu, vann hann allmörg at- kvæði af kommúnistum og vafa laust mun fleiri en Framsókn- arflokkurinn, enda var fram- bjóðandi Sjádfstæðisflokksins „línu“-kommúnistum mjög að skapi, þar sem hann var úr deild Ólafs Thors. Af þessari ástæðu þurfti Sjálfstæðisflokk- urinn sannarlega ekki að tapa kosningunnL í áframhaldí af þeirri ályktun greinarhöfúndar, að kommún- istar geti' ekki tapað í kosning- um,, heldur aðeins láni at- kvæðin, býr hann til slúðursög- ur.- um leymú3amning milli Her- manns Jönassonar og Brynjólfs Bjarna.fionar. Óþarft er að mót- mælai þessum söguburði, sem ímyndunarafli geðvonzkunnar hefir hér tekmt að framleiða, en aðeins látið nægja að benda á staðreyndirnar í þessum mál- um. — Framsóknarmenn hafa aldrei gert neitt leynibandalag við kommúnista, eins og Sjálf- stæðisflokkurinn gerði, þegar hann lyfti þeim til valda í verkalýðsfélögunum, og hugð- ist' þannig að koma Alþýðufl. á kné. Sá tilgangur heppnaðist þó ekki, en hins vegar hefir þessi verknaður Sjálfstæðis- flokksins skaðað þjóðina og at- vinnuvegi hennar meira en flest annað. Sú raunarsaga ætti líka að nægja til þess, að geðvondi karlinn í Mbl. sé ekki að brigsla öðrum um það, sem eru syndir hans eigins flokks. Sú skýring á ósigri Sjálfstæð- Þannig kallaði „kallari" Land- búnaðarsýningarinnar er hann þurfti að tilkynna sýningar- gestum eitthvað, og hann kall- aði í hátalara, svo að allir gátu heyrt, hvar sem þeir voru stadd- ir á hinu víðlenda sýningar- svæði. Nú eru sýningargestirn- ir farnir heim til sín, kallarinn og hátalarinn farnir, svo nú verður ekki náð þann veg til eftirtektar manna. En mér finnst samt að rétt sé að benda mönnum á eitt og annað sem sýningin sýndi og minna menn á að „taka eftir því“. Ekki þarf nú að minna for- eldra á ungbarnið í vöggunni, sem eftir var skilið í þrjá tíma, af því að foreldrarnir voru svo sokknir niður í að skoða sýn- inguna, að þeir gleymdu tím- anum, fannst engin stund liðin frá því þau gengu frá vöggunni, og þar til kallað var, og sagt að barnunginn væri orðinn óróleg- ur, ekki þarf heldur að minna menn á að „bíóið“ sé að byrja, því það er nú hætt, en margt af því sem fyrir augun bar var þess eðlis að af því má læra og um það þarf að hugsa, og á sumt af því vildi ég minna með þessum greinum. I. í einum skáp sýningarinnar gaf að líta vélþurrkað hey frá Ara Páli í Stóru-Sandvík. Við þann skápinn stönsuðu margir. Þar sást vélþurrkað, hvann- grænt og ylmandi hey, sem var isflokksins, að hann hafi ekki viljað beita sér vegna stjórnar- samvinnunnar, en Framsóknar- flokkurinn hafi ekkert tillit tekið til hennar, kemur hér úr hörðustu átt. Framsóknarflokk- urinn gerði ekki annað en að halda fram málstað sínum, eins og hann hafði vitanlega fullan rétt til, þrátt fyrir stjórn- arsamvinnuna, en Sjálfstæðis- menn notuðu yfirráð sín yfir veitingavaldinu til að gera frambjóðanda sinn að sýslu- manni í kjördæminu. Vegna stjórnarsamvinnunnar lét Framsóknarflokkurinn þetta ó- átalið, þótt þannig væri sköpuð ójafnari aðstaða hjá flokkunum í kosningabaráttunni. En þar sem Mbl. er stöðugt að brigzla Framsóknarmönnum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína, verður ekki lengur þagað um þetta. Af öllum hinum mörgu bolla- leggingum greinarhöf. er ekki nema ein rétt. Hún er sú, að giftumunur Gísla Sveinssonar og Jóns Kj artanssonar liggi að verulegu leyti í ólíkri afstöðu þeirra til ríkisstjórnar Ólafs Thors. Ósigur Sjálfstæðisflokks- ins rekur að töluverðu leyti ræt- ur til þess, að skilningur manna á óstjórn Ólafs Thors fer hratt vaxandi, þar sem afleiðingar hennar eru nú sem óðast að koma í ljós. Þess vegna snúa menn baki við þeim flokkum, er studdu hana, og fylkja sér um Framsóknarflokkinn og mál- stað hans. Til viðbótar kom svo vaxandi skilningur skaptfellskra bænda á því að skipa sér sam- an um þann flokk, sem jafnan hefir fylgt fram rétti bænd- anna. Aukakosningin í Vestur- Skaftafellssýslu er aðeins fyrsta merkið um þessa þróun, en hún á eftir að koma enn betur í ljós, þrátt fyrir allar geðvonsku- greinar í Mbl. ca. fimm sinnum bætiefnarík- ara en venjulegt þurrhey. Þetta hey hafði verið þurrkað með því að blása gegnum það heitu lofti. Það er nokkru betra til fóðurs en venjulegt þurrhey, og sér- staklega ríkara af bætiefnum. Þess vegna má fullyrða að t. d. mjólk úr kúm, sem gefið er það, er bætiefnaríkari en venjuleg mjólk, og að feitin í mjólkinni, sem vön er að minnka þegar líður á veturinn, og kýrnar hafa eitt forðanum frá sumrinu, helzt óbreytt, líkt og þegar gefið er mikið af votheyi, en í því hald- ast bætiefnin líka. Úti gaf svo að líta vélarnar sem heyið er þurrkað með. Mótorinn, sem knýr blásarann, sem blæs loftinu inn í kerfi af pípum, gerðum úr tréstokkum er liggja um gólf hlöðunnar, og opnast þar, svo loftið sem inn um þá fer verður að fara upp í gegnum heyið, og við það þornar það. Það var Ágúst Jónsson og Orka h.f. er sýndu þessi tæki. Undanfarin tvö ár hafa af hálfu ríkisstjórnarinnar verið gerðar nokkrar tilraunir með „súgþurrkunina". Fjarri er þó því að málið sé leyst enn. Enn er ekki víst hvaða vídd er heppi- legast að hafa á aðalstokknum inn hlöðuna, né hliðarstokkun- um er frá honum liggja. Ekki er heldur víst, hve langir hlið- arstokkarnir eiga að vera, né hve langt frá hliðvegg hlöðunn- ar þeir eiga að opnast. Allmargir bændur hafa nú komið á hjá sér súgþurrkun, og sumir halda að með því sé allur vandi við heyþurrkunina leyst- ur. Þessi skoðun kom fram í einu dagblaðinu nú nýverið. En þetta er mikill misskilningur. Til þess að mögulegt sé að þurrka hey með gegnblástri af köldu lofti, þarf heyið áður að vera orðið nokkuð visið og loftið að vera heitt og þurrt, af því veð- urfar sé þannig. Ingólfur Davífeon: Kornrækt mun hafa verið talsverð á íslandi á söguöld. En kornræktinni hnignaði er fram liðu stundir, og leið hún undir lok um 1600, að talið er. Síðustu aldirnar var helzt stunduð kornrækt í suðvestanverðu land- inu, einkum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Um miðja 16. öld greiddu 22 búendur landskuld sína til Viðeyjarklausturs og Bessastaða að nokkrum hluta í mjöli eða öli. Gufunes í Mos- fellssveit greiddi mest, 2 tunnur af öli og tvær af mjöli, eða 4 tunnur af öli árlega. Kornyrkja hefir Jsíðan verið reynd öðru hvoru allt til vorra daga, en oft- ast misheppnast. Menn voru búnir að missa trú á hana. Var jafnvel hent gaman að þeim, sem reyndu að rækta korn og talin sérvizka — að ætla sér að rækta korn að gagni á íslandi. En svo byrjaði ungur áhuga- maður kornræktartilraunir í En þessu er ekki alltaf til að dreifa. Og ekki þýðir að blása lofti sem mettað er með raka gegnum heyið, en þannig getur loftið oft verið dögum saman og er það undir tíðarfarinu komið. Sé hins vegar mögulegt að hita loftið upp, um leið og það fer inn gegnum aðalstokkinn, t. d. með því að hafa í honum hitunartæki, þá horfir málið öðru vísi við. Því hitni rakt loft, þó ekki sé nema lítið, getur það bætt við sig raka þó það gæti það ekki áður, meðan hitastig þess var lægra. Sumir hafa hitað loftið upp um leið, eða áður en þeir blésu því gegnum heyið, og hefir þurrkun heysins hjá þeim geng- ið ágætlega. Engir hafa þó þurrkað rennblautt hey þannig, og til þess mundi þurfa mikinn hita. En í sumar verða gerðar frek- ari tilraunir með súgþurrkun- ina. Skýrist málið þá vonandi bet- ur. Það sem alveg sérstaklega þarf að athuga, er hvernig loftið sem blásið er inn um stokkinn verður bezt og ódýrast hitað. Heppnist að hita það á viðunandi hátt, og kosti það ekki ofmikið, er málið nokkuð leyst. Bændur mundu þá í óþurrkatíð verka heyið í vot- hey, en annars vélþurrka það. Með votheysgerð og vélþurrk- un ætti að mega komast hjá að hey hrektust, og væri þá mikið fengið. En um leið og breytt yrði til, og hætt að þurrka heyið flatt í flekk, þá þarf fleira að breytast. Á sýningunni var tafla, sem sýndi hve miklu næringarefna- ríkara heyið er þegar það er snemmslegið. Nú eru menn að bíða eftir „fullri sprettu“, og þegar hún er fengin, bíða menn eftir þurrki — og meðan sprett- ur taðan úr sér — grasið trénar. — Mönnum ógnar að slá „niður Gróðrarstöðinni í Reykjavík 1923—1926 og síðan 1927 á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þótti mörgum þetta einkennilegt uppátæki og voru jafnvel hálf- gramir sumir hverjir. Hvers vegna snýr þessi at- hafnasami búfræðingur sér ekki heldur af alefli að grasrækt, sögðu þeir. — Allir vita að gras getur þrifist á íslandi, en korn- rækt, það var ljóta vitleysan! En Klemenz Kristjánsson lét allar úrtölur, sem vind um eyr- un þjóta. Hann trúði á korn- ræktina, honum heppnaðist hún, og hann hefir fyrir löngu gert garðinn frægan. Á Sámsstöðum eru bygg og hafrar álíka árviss og kartöfl- ur. „Þar sem að áður akrar huldu völl“, kvað Jónas. Nú má sleppa þessu áður. Akrar hylja nú íslenzkan völl á Sámsstöð- um og viðar. Ef þið viljið sjá kornstangamóðu og kornið í óþurrkinn". Og þetta er vork- unn. En þegar menn hætta að hugsa úm að þurrka flata flekki, þá byrja menn slá uppundir þrem vikum fyrr, eða aldrei seinna en um Jónsmessu. Og þá fer það eftir tíðarfarinu hvort heyið verður súgþurrkað eða sett í vothey. Á milli slátta verða svo látnar líða 4—6 vikur og túnin þríslegin. Með þessu mun fást allt að i/3 betra hey en nú fæst, og auk þess meira. Þá verður aldrei beðið með að byrja slátt, þar til búið er að rýja og losa sig við sauðféð, heldur slegið, úr því túnin eru vel hálf sprottin, og heyið súg- þurrkað, ef þurrkur næst á það í ca. einn dag, en annars súrsað. Og féð svo rúið og rekið milli slátta, eða þegar bezt stendur á. Slátturinn verður þá ekki eins bundinn við tíma og nú, og menn geta frekar stundað ann- að jafnhliða ef Svo ber undir. Ég spái því, að það líði fá ár, þar til þeir fyrstu af bændum þessa lands, eigi ekki annað hey en vothey og súgþurrkaff hey, og það mun þá sýna sig, að þeir þurfa minni fóðurbæti til að halda kúnum í nyt en áð- ur. Og slái þeir oft, og noti jöfnum höndum, eftir tíðarfar- inu að súrsa eða súgþurrka heyið, munu þeir finna að slátt- urinn verður annar, og fóðrun skepnanna önnur en áður var meðan þeir voru að berjast við að koma hrakningnum í þær. II. Undanfarin ár hefir oft og mikið verið talað um „fólks- flutninginn úr sveitinni, og hvaða orsakir mundu liggja til hans“. Um þetta hefir menn greint á, og einn nefnt þetta en annar hitt. Einstaka póli- tískir ofstækismenn hafa viljað kenna það éinstökum pólitísk- um flokkum, og jafnvel einstök- um mönnum innan flokkanna, að fólkið yndi ekki í sveitinni, heldur flyttist til sjávarsíðunn- ar. Og svo kemur Landbúnaðar- sýningin. Þar er sýnt með töl- um að fólkinu hefir fækkað í sveitunum, sérstaklega hin síð- ari ár. En þetta var ekki sund- urliðaff. Það sást ekki þar, að fólksflutningurinn er misjafn. Sumar sveitir, þar sem minnst bylgjast í golunni, þá bregðið ykkur að Sámsstöðum í ágúst- mánuði. — Þangað eiga allir jarðræktarmenn erindi. Tvö síðustu sumur hafa vérið 7 ha. undir korni á Sámsstöð- um. Árið 1945 var uppskeran um 80 tunnur af höfrum og byggi samanlagt. Þá var óhag- stætt árferði og verkafólksekla úr hófi fram, svo ekki var hægt að hirða kornið á réttum tíma. Vélar skorti einnig. — Sumarið 1946 var byggupp- skeran allt að 16 föld, og 10 til 12 föld uppskera af höfrum, enda var einmunatíð. Þá var Klemenz líka búinn að fá sjálf- bindara, mesta þarfa þing við uppskeruna. Telur Klemenz þessa vél hafa sparað 56 dags- verk og borgað sig samsumars. Verkið var ennfremur betur af hendi leyst en áður. — Stormar hafa oft reynst kornræktin^i hættulegir á haustin. Hefir stundum talsvert fokið úr öxun- um. Þessa hefir eflaust minna gætt forðum, þvi að þá hafa akrarnir notið skógarskjólsins. Þetta kornfok hyggst Klemenz að hindra í framtíðinni. Korn- afbrigðin þola misvel storma. Tvö síðustu árin hefir færeyskt bygg — Höjviks — Sigurkorn — verið reynt á Sámsstöðum. Það .gefur allt að því jafnmikla upp- skeru og Dönnesbygg, sem þar er mest ræktað, og stenst stormana miklu betur. En Kle- Fimmtugur: Sr. Hálfdán Helgason Prófastur að Mosfelli Sr. Hálfdán Helgason prófast- ur að Mosfelli er fimmtugur í dag. Hann hefir verið prestur að Mosfelli yfir 20 ár og jafnframt Þingvallaprestur síðan 1928. Prófastur Kjalarnessþings varð hann 1941 og formaður í Presta- félagi Suðurlands hefir hann verið síðustu árin. Sr. Hálfdán er mjög vel lát- inn af sóknar.börnum sínum, enda hafa honum verið falin mörg trúnaðarstörf heima í héraði sínu, sem hann hefir leyst af hendi með áhuga og kostgæfni. Þótt sr. Hálfdán sé fæddur og uppalinn í Reykja- vík, er hann fyrst og fremst góður fulltrúi sveitunga sinna, sem vill í engu láta hlut bænd- anna verða minni en annarra stétta þjóöfélagsins. hefir verið gert að umbótum á jörðunum eru að tæmast, en í öðrum fjölgar fólkinu jafnt og þétt, og fá þó færri land til að setjast þar að en vilja. Við athug- un á þessu sést mjög glöggt, að þar sem hin dauffa hönd íhalds- ins hefir ráðið, og haldið öllu í kyrrstöðudróma, þaðan hefir fólkið flúið, en þar sem fram- sækni og umbótahugur hefir ríkt og ráðið, samhliða trú á landinu, þar hefir fólkinu fjölgað. Á Landbúnaðarsýningunni (Framhald á 4. síöu) menz lætur ekki staðar numið við Færeyjabyggið. Hann hyggst að rækta skjólbelti úr birki og viði til hlífðar ökrun- um. Er hann þegar byrjaður á skjólbeltum í smáum stíl um bæ sinn. — Hafraræktin gengur vel. Eru einkum ræktaðir Niðarhafrar. Gáfu þeir 20—30 tunnur af hektara í fyrra. Klemenz vantar vélar til að afhýða hafrana, til þess að gera þá hæfilega í is- lenzkan hafragraut. Allt bezta kornið er selt til útsæðis. Hitt fer í fóðurblöndur handa kúm og í hænsnafóöur. Eru 80 tunn- ur af sáðhöfrum og 50 tunnur af sáðbyggi til sölu af síðustu uppskeru. — Talsverða grasfræ- rækt stundar Klemenz, en kveð - ur sig vanta vélar til að gerast stórtækur á því sviði. Kartöflurækt er allmikil á Sámsstöðum og telur Klemenz hana bera sig vel fjárhagslega, enda hestar og vélar látnar auka vinnuafköstin. Mest eru ræktuð afbrigðin Gullauga og Ben Lomond. Gullauga flutti Klemenz með sér í vasa sínum, að kalla má, 2 eða 3 kg. þegar hann kom heim frá útlöndum, að námi loknu. Er allt Gull- auga í landinu út af þeim kart- öflum komið. Þykir Gullauga frábærlega Ijúffengt eins og um var kveðið: Munu akrar hylja íslenzkan völl að nýju? í síffasta hefti Garðyrkjuritsins, sem nýlega er komið út, birt- ist grein eftir Ingólf Davíðsson um kornræktina á Sámsstöffum. Þar sem þar er í stuttu máli gefiff yfirlit um hinar merku til- raunir þar, tekur Tíminn sér leyfi til aff birta frásögn Ingólfs óbreytta. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.