Tíminn - 23.07.1947, Side 4
FRA M SÓKNA RMENN!
Munih að koma í flokksskrifstofuna
4
REYKJAVlK
Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í
Eddahúsinu við Lindargötu. Sími 6066
23. JÍJLÍ 1947
132. blað
Hin nýja útgáfa Islendingasagna
hefur vakið athygli um allan heim, meðal þeirra manna sem íslenzkum fræðum unna. íslendingasagnaútgáfunni •
hefur borist umsögn ýmsra merkra manna um útgáfuna t. d. skrifar:
DR. TURE JOHANNISSON prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Gautaborg:
„Þessari nýju útgáfu íslendinga sagna verður fagnað um öll Norðurlönd. Hún uppfyllir óskir margra manna með
því að bjóða vandaða endurprentun hinna gömlu meistaraverka, prentaða á óbrotinn, en virðulegan hátt og selda
við hóflegu verði.
Það er menningarleg þrekraun af bezta tagi, að ísland skuli á þessum erfiðu tímum hafa getað leitt til lykta svo
mikilfenglegt útgáfufyrirtæki“.
Kjörorðið er: fslendingasögurnar inn á hvert íslenzkt heimili
islendingasagnaútgáfan
Pósthólf 73. Reykjavík.
Þingvallaföi*
TVorðmanna
(Framhald af 1. síðu)
velkomna, Nils Handal, forseti
bæjarstjórnarinnar í Bergen og
Arnfinn Vibe, forseti bæjar-
stjórnarinnar í Osló. Færði
hann Reykjavíkurbæ að gjöf
frá Osló-borg sögu Oslóar í 4
stórum bindum. Að lokum tal-
aði svo Jakob Lothe, forseti
Lögþingsins.
Landskc|ipniii
(Framhald af 1. síðu)
son, Hörður Óskarsson og Ari
Gíslsson.
Auk landsliðsins, keppa Norð
menn við Fram á mánudaginn
kemur og úrvalslið úr Reykja-
víkurfélögunum á miðvikudag-
inn. Talið er, að landsliðið, sem
Norðmenn senda hingað, sé það
sterkasta, er þeir hafa á að
skipa.
GóÓar gjafir . . .
(Framhald af 1. síðu)
kaupmaður, sem flutti kveðju
frá borgarstjórninni í Þránd-
heimi.
Eysteinn Jónsson mennta-
málaráðherra svaraði ræðum
Norðmanna og þakkaði hinar
veglegu gjafir fyrir hönd fs-
lendinga.
Munu akrar hylja . . .
(Framhald af 3. síðu)
hvergi vera rekinn með meira
nýtízkusniði og hagsýni hér á
landi. Farið þangað, ef þið viljið
sjá nútíma búskap, eins og
hann tíðkast í jarðræktarlönd-
um. Klemenz kornbóndi getur
frætt ykkur um margt og látið
„verkin tala“.
Árið 1944 kom í Búfræðingn-
um fróðleg ritgerð, „Fóðurjurtir
og korn,“ (Búfræðirit Búnað-
arfélagsins IX), og 1946 kom út
á vegum Atvinnudeildar Há-
skólans annað merkilegt rit
Klemenzar, „Kornræktartil-
raunir á Sámsstöðum og víðar
gerðar 1923—1940“. Er heildar-
ályktun Klemenzar eftir 18 ára
reynzlu sú, að bygg- og hafra-
rækt geti orðið fastur þáttur í
Mikil síld . . .
(Framhald af 1. síðu)
fjörð. Hafa þannig þrjú síld-
veiðiskip strandað vegna þok-
unnar, og fjórða skipið, norskt
flutningaskip, strandaði við
Látrabjarg á mánudaginn, en
náði sér út aftur óskemmdu. —
Gerðist það einnig í þoku.
Um miðjan dag í gær hélzt
þokan enn og mun hafa haml-
að veiðunum. — Nokkur skip
komu í fyrrinótt ‘og í gær til
Raufarhafnar með góðan afla,
en ekki fengust nákvæmar
fréttir þaðan vegna. símabil-
unnar. Einnig komu skip með
góðan afla til Hjalteyrar.
Ó|»urrkarnlr . . .
(Framhald af 1. síðu)
12. júní að slá, hefir súgþurrk-
að alla sína töðu. Hann hitar
ekki loftið, sem hann blæs gegn
um heyið, og hefir því orðið að
þurrka heyið nokkuð úti áður
en hann setti það inn. En til
þess hafa þurrkarnir þar reynst
nægjanlegir, en svo rakt hefir
loftið verið, að enn blæs hann
gegnum heyið, enda hefir hann
líka smábætt við það.
2. Ari Páll í Stóru-Sandvík
hefir slegið og sett í hlöðu í
óþurrkunum. Heyið hefir verið
rennandi blautt, en hann hefir
sett á það blástur, og hann hit-
ar loftið, sem hann blæs gegn-
um heyið. Honum hefir heppn-
azt að þurrka töðu sína, þrátt
fyrir alla óþurrka. En hann
hefir þurft mikla kyndingu, og
gefur vafalaust um það skýrslu
síðar.
3. Nokkrir bændur hafa sett
í vothey, og vitanlega heppnast
það ágætlega. Með því hafa þeir
bjargað töðunni óhrakinni, og
komið henni af túnunum, en
háin er á mörgum túnum að
spretta upp úr flötu töðunni,
sem ekki bara hrekst, heldur
skemmir líka háarslægjuna.
Það lítur út fyrir að með því
að verka í vothey, og hafa súg-
þurrkun — kannski aðeins með
köldu lofti — muni meiga kom-
ast hjá því að láta hey hrekj-
ast og þurfa að þurrka það í
flekkjum. Og þá þyrfti hey
aldrei að spretta úr sér, þá
þyrfti aldrei að bíða eftir þurrki
með að losa.
íslenzkri jarðrækt í öllum veð-
ursælli héruðum landsins, ef
rétt er að farið.
Ilalló. halló . . .
(Framhald af 2. siðu)
mátti glöggt sjá, að þó fólkinu
í sveitinni hafi fækkað, þá af-
kastar það margfaldri vinnu við
það sem áður var og ber margt
til. En undirstaðan undir þeim
auknu afköstum eru þó umbæt-
urnar sem gerðar hafa verið á
jörðunum síðustu tuttugu árin,
og sem nú gera allt í senn, auka
arðinn af flatareiningu, gera
mögulegt að nota vélar við fóð-
uröflunina, mögulegt að afla
betra fóðurs, og loks hafa skap-
ast arðsamari skepnur til að
umsetja fóðrið í seljanlegar af-
urðir, en áður voru.
Það mun ca. 10 þús. færra
fólk vera í sveit nú en fyrir 25
árum, en það framfleytir nærri
helmingi fleiri kúm, sem gefa
nærri þrisvar sinnum meiri
mjólk, og enn kemur álika mik-
ið af kindakjöti til sölu að
haustinu og þá, og hefir þó
fénu fækkað um nærri -/t, ef
miðað er við tölu þess er það
var flest, sem raunar var n'okkru
síðar.
Hvar mundum við nú standa,
hefðu umbæturnar ekki verið
gerðar á jörðunum? Og hverjir
stóðu á móti þeim eftir því sem
geta þeirra leyfði? Hverjir hafa
ár eftir ár staðið í vegi fyrir
þvi að gert yrði véltækí land er
gæfi af sér 500 hesta árlega á
öllum þeim jörðum landsins,
sem hæfar teldust til að vera
áfram í byggð? Óg hver áhrif
mundi það hafa haft á fólks-
flutningana hefði það verið
gert? Þessum spurningum og
fleirum ætti lesandinn að svara,
eftir að hafa hugsað málið vel,
og þá grunar mig að hann muni
sjá hvaða orsakir eru til þess
að einstakir ofstækismenn eru
að reyna að kenna Framsókn-
armönnum um fólksflutninginn
úr sveitunum. Það bítur ætíð
sök sekan, og það er gamalt
kunnugt bragð, að sá seki reynir
að koma grun á aðra, til að
leiða hann af sjálfum sér. Og
svo eru líka til menn sem láta
hafa sig til eins og annárs, líkt
og gert var við manntegund þá
er „flugumenn" voru kallaðir
til forna.
Landbúnaðarsýningin sýndi
okkur hin auknu afköst sveita-
fólksins, hún sýndi okkur vél-
arnar sem það þarf að nota,
bæði við uppþurrkun mýranna,
stækkun túnanna og öflun
heyjanna. En sá stóri galli var
á, að sama og ekkert af þessum
tækjum var fáanlegt.
Hjá Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga liggja pantanir
fyrir í hundraða tali, sem ekki
er mögulegt að fullnægja. —
Bændur bíða og bíða, og fá ekki
tækin sem þeir þurfa til þess
að geta framleitt ódýrara en
þeir gera nú, og ber tvennt til,
annars vegár er enginn gjald-
eyrir orðinn til, til þess að kaupa
vélarnar fyrir, og hins vegar
gengur seint að fá þær frá
framleiðslulöndunum, því það
eru fleiri en við sem þurfa vél-
ar, og framleiðslugetan er enn
takmörkuð af erfiðleikum er
styrjöldin skapaði.
En tíminn mun bæði þurrka
burt erfiðleika þá er styrjöldin
skapaði, svo framleiðsla vél-
ánna komist í eðlilegt horf og
líka þá óheillastefnu, er ríkt
hefir í íslenzkum stjórnmálum
nú um skeið og komið atvinnu-
lífi þjóðarinnar í nær því
strand. En allt tekur tíma, og
fjöldinn allur af bændum lands-
ins eru þolinmóðir.
En annars þarf fleira til en
umbætur á jörðunum til þess
að fólkið vilji eins vel vera í
sveit og kaupstað. Það þarf að
fá sömu félagslegu réttindin á
báðum stöðum, en það hefir það
ekki enn (tryggingarnar). Það
þarf að fá sömu aðstöðu til
lífsþæginda á báðum stöðum
(rafmagn), en því fer fjarri að
það hafi það nú, og það þarf
að fá vegi og síma um sveitina,
eins og fólkið sem býr í kaup-
staðnum. Á móti ölíu þessu hafa
margir af þeim mönnum staðið,
er mest býsnast yfir fólksflutn-
ingunum úr sveitinni. Sumir eru
meira segja svo skammsýnir, að
þeir meta meira að leggja pen-
inga í sjóð, en brúa á sem
bændur þurfa daglega að fara
(jamla Síc
Lokaö til 4.
ágúst
Wýja Síc
(við Skíilagötu)
Æfintýranóttin
(Her Adventurous Night)
Spennandi og gamansömn saka-
málamynd. Aðalhlutverk:
DENNIS O’KEEPE. HELEN
WALKER, og grínleikarinn
PU.ZZY KNIGHT.
Aukamynd: Ný fréttamynd.
Bönnuð börnum yngri en 14 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Innheimtu-
menn Tímans
Munið að senda greiðslu
sem allra fyrst.
Ijanarbíc
Meðaiinikvun
(Beware of Pity)
Hrífandi mynd eftir skáldsögu
Stefans Zweigs
Lilli Palmer
Albert Lieven
Cedric Hardwicke
Gladys Cooper
Sýning kl. 5 — 7 — 9
—
STEFAN ISLANDI
óperusöngvari
ENDURTEKUR
KVEÐJUHLJÓMLEIKA
sína í Trípólíleikhúsinu í kvöld, kl. 9 síðd.
Vift liljóöfærið: Fritz Weissliapiiel.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur.
SÍÐASTA SINN.
Skálar
með loki úr eldföstu gleri á
aðeins kr. 8.00 til 12.75. —
Mjög góðar til að geyma í mat-
arleyfar, til að baka kökur,
hita upp mat og nota í ískápa,
K. Einarsson
& Björnsson h. f.
yfir til að koma frá sér mjólk
sinni. En líka þetta getur tím-
inn lagað. Með honum skulum
við vona að augu manna opnist
svo, að að því komi að allir geti
orðið sammála um að láta sama
rétt ganga yfir alla. Þegar það
verður kemur rafmagnið út um
sveitirnar, en verður ekki ein-
okað af þéttbýlinu, þegar það
kemur, fær sjúklingurinn jafna
dagpeninga hvort sem hann býr
í sveit eða kaupstað, og þegar
það kemur verður ekki stjórn-
skipuð nefnd, sem skammtar
bændum lægra afurðaverð fyrir
vörur sínar en þeir þurfa til að
búa við lík kjör og aðrar stéttir
þjóðfélagsins. En hvenær verð-
ur það? Gefur kosningin í
Vestur-Skaftafellssýslu von um
að sá tími sé nærri?
Framh.
Vinnið ötuUega fyrir
Tímann.
SK1PAUTG6RÐ
RIKISVNS
„SÚÐIN”
Vestur um land til Akureyrar
laugardaginn 26. þ. m. Tekið á
móti flutningi á allar venju-
legar viðkomuhafnir milli Pat-
reksfjarðar og Akureyrar í dag
og fram til hádegis á morgun.
Skipið kemur við á Sandi, Ól-
afsvík, Stykkishólmi og Flatey
végna pósts og farþega. Pant-
aðir farseðlar óskast sóttir á
morgun.
M.b. „Nanna”
Tekið á móti flutningi til
Snæfellsnesshafna, Stykkis-
hólms og Flateyrar í dag.
Frá HULL
E.s. .Reykjanes’
28. þ. m.
EINARSSQN, ZOEGA & Co. h.f.
Hafnarhúsinu
Símar 6697 og 7797.