Tíminn - 24.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudagiim 24. júlí 1947 133. blað Finnnitudafjur 24. júlí Kommúnistar biðla til Ólafsdeildarinnar Þjóðviljinn ber þess glögg merki síðustu dagana, að for- sprakkar kommúnista eru komnir í biðilsbuxur og enn sem fyrr eru það ráðherrastól- arnir, sem þeir eru að sækjast eftir. Þeir hugðust upphaflega að ná þessu marki með verk- fallsbröltinu. Þannig átti að kúga aðra flokka til undirgefni og hlýðni, en kommúnistar hafa nú vel fundið, að þessar aðfarir hafa aðeins fjarlægt þá tak- markinu. Þess vegna er nú eink- um beitt blíðmælum og þeim beint að þeim hluta Sjálfstæð- isflokksins, þar sem Ólafur Thors er fyrir. Til þess að sýna sem bezt góðan vilja, er Þjóðviljinn lát- inn kyrja harmasöng út af því, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa tapað Vestur-Skaftafells- sýslu. Það sé afleiðingin af sam- vinnunni við Framsóknarflokk- inn og megi nú þeir menn, sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur fyrir, minnast þess, að þeir hafi lifað meiri uppgangs- og blóma- tíma meðan þeir höfðu sam- starf við kommúnista. Leiðin fyrir þá sé engin önnur en að taka upp þráðinn aftur, þar 'sem hann féll niður síðastl. haust, og hefja að nýju samstarf verkamanna og atvinnurek- enda, en það þýðir á máli Þjóð- vilj ans samstarf kommúnista og Ólafsdeildar Sjálfstæðis- flokksins. Hér skal engu spáð um það, hvaða undírtektir þessi blíð- mæli kommúnista fá hjá heild- sölunum og milliliðunum, er skipa Ólafsdeild Sjálfstæðis- flokksins. En vissulega hafa þeir ekki nema góðs að minnast frá samstarfinu við kommúnista. Á tveimur árum fengu þeir þá að sóa nokkuð á annan miljarð kr. af erlendum gjaldeyri. Þeir fengu að reisa sér dýrar hallir og veglega sumarbústaði, en verkamannabústaðir og sam- vinnuhús mættu afgangi vegna efnisleysis og fjárskorts. Þeir fengu hvers kyns möguleika til að fela eignir sínar bæði utan- lands og innan. Það væri ekk- ert undarlegt, þótt þessir menn hugsuðu enn gott til samstarfs- ins Við kommúrttsta, enda ganga þær sögur, að Ólafsdeild- in sé þess mjög fýsandi. En það er sitt hvað að óska og framkvæma. Möguleikinn til samstarfs kommúnista og braskaranna er ekki hinn sami og hann áður var. Nú er ekki lengur hægt að gera alla ánægða meðan verið er að eyða gjaldeyrinum, er safnaðist á stríðsárunum. Nú þarf að gera raunhæfar ráðstafanir til úr- bóta og það er eftir að sjá, að kommúnistar fáist til að bera ábyrgð á slíkum ráðstöfunum. En þótt sá ágreiningur jafnað- ist og kommúnistar fengjust þar til að gera verzlun, sem braskararnir gætu vel við unað. er eftir að sjá, hvernig ætti að brúa bilið á sviði utanríkismál- anna. Kommúnistar hafa aldrei sýnt í blaði sínu auðmjúkari og takmarkalausari þjónkun við Rússa en seinustu mánuðina. Raunar er þetta sama sagan með kommúnista í öllum lýð- ræðislöndum um þessar mundir, og þannig ný sönnun þess, að Sósíalistaflokkurinn hér er að- eins angi hinnar alþjóðlegu PÁLL ZÓPHÓNIASSON: ..Halló. halló. takið eftir“ Framh. III. Löngum hefir það verið sagt að þeir menn sem færu á Bændaskóla gerðu allt annað er þeir kæmu af þeim en stunda búskap og hefir þetta verið einn liðurinn í róginum móti sveit- unum. Nú sýndu báðir bændaskól- arnir, hvor í sínu hólfi. Og það, sem þeir sýndu, var skrá yfir hve margir nemendur hefðu sótt þá, og að hverju þeir, sem nú lifðu af nemendum þeirra, störfuðu. Og þá kom í ljós að meiri hlutinn (60—70%) af kommúnistahreyfingar. Afleið- ing þessa er sú, að í öllum iýð- ræðislöndum eykst nú bilið milli kommúnista og lýðræðis- flokkanna. Það er því erfitt að sjá, hvernig Sjálfstæðisflokkn- um tækist að samríma það að teljast lýðræðisflokkur og hafa samvinnu við kommúnista með- an afstaða þeirra er óbreytt í utanríkismálum. Það eru þannig allar ástæður til að ætla, að sú ástleitni, serr. braskaradeild Sjálfstæðis- flokksins er nú sýnd af komm- únistum, verði ekki endurgoldin, þótt ekki skorti vilja hennar (U þess. Slíkt mun heldur ekki harmað af neinum þjóðhollum manni, því að svo dýr hefír s(ik san^vinna þegar reynst þjóð- inni. En hinu er ekki að neita, að innan Sósíalistaflokksins eru ýms nýtileg öfl, sem gætu gert gagn við þá endurreisn, er hér þarf að verða. En þessi öfl nýr- ast ekki, meðan þau binda sig aftan í forystu, er stjórnast í einu og öllu af hagsmunum er- lends stórveldis og lýðræðis- menn landsins geta því ekki átt samleið með. Fátt myndi heppi- legra íslenzkum stjórnrnálum en að þessi umbótaöfl Sósíal- istaflokksins slitu af sér flokks- böndin og lofuðu Moskvumönn- um að einangrast einum sér og missa jafnhliða hin óheiUavæn- legu áhrif sín á íslenzk stjórn- mál. nemendum er lokið hafa prófi frá skólunum, starfa að land-. búnaði og mestur hluti eldri nemendanna eru bændur. Líklega hefir þetta valdið einhverjum vonbrigðum, hjá þeim er lifðu í þeirri trú, að þetta væri öfugt, en það er alltaf betra að vita rétt en hyggja rangt, og gott til þess að vita, að ca. % hluti af þjóðinni sá sannleikann, svo væntanlega verður þetta ekki notað til þess að reyna að ófrægja skólana í næstu framtíð. Þeir, sem gjör þekkja, vita þá líka, að forustumenn landbún- w aðarframkvæmda víðs veg- ar um landið eru gamlir nemendur bændaskólanna og að víða hafa þeir átt frumkvæði að margháttuðum umbótum í sínum byggðarlögum. Og vafa-. samt er, hvort hægt er að meta réttilega þau áhrif, sem skól- arnir, gegnum nemendur sína, hafa haft á búnaðarframfar- irnar síðasta mannsaldurinn, en fullyrða má, að þau eru mik- il, og miklu meiri en menn grunar. IV. Það hefir verið sagt að heim- ilisiðnaður væri þverrandi, verksmiðjuiðnaður væri að taka við. Við fljótlega yfirsýn á heimilisiðnaðinum er þarna var sýndur virtist þetta vera vafa- samt. Og þó! Hverjir sýndu? Þegar litið er í sýningarskrána kemur í ljós, að langflestir sýn- ingarmunirnir eru gerðir af gömlum — sumum landskunn- um — handavinnukonum, og margir gerðir fyrir mörgum ár- um, og hafa verið margsýndir áður. Það er því hæpið, hvort iðnaðarmunirnir á sýningunni gefa rétta hugmynd af heimilis- iðnaðinum eins og hann er í dag og verður að ári, og hvort þeir eru ekki frekar sýnishorn af heimilisiðnaðinum eins og hann var fyrir hálfum til heilum mannsaldri síðan. Þetta kom ekki greinilega fram á sýning- unni, þvi mununum var ekki raðað þannig, að þróun heim- ilisiðnaðarins kæmi fram, og hvaða breytingum hann hefir og er að taka, og hefði þó bæði verið fróðlegt og skemmtilegt að geta séð það. Ekki var þeim heldur raðað svo að fram kæmi hversu misjafn hann er í hin- um ýmsu héruðum landsins, en líka það hefði verið stórfróðlegt fyrir sýningargesti að sjá. Enn kem ég í sveitir, þar sem margir ganga í fötum sem að öllu leyti eru heimagerð, en líka í aðrar, þar sem enginn sést í fötum, sem unnin eru heima. Og á nokkur heimili kem ég, þar sem allt — bókstaflega allt — er heimaunnið, fatnaður allur, húsbúnaður, stólar, borð og dívanar, rúmfatnaður og hvað eina, sem fyrir augað ber, ann- að en stærri jarðyrkjuverkfæri. Á þessum þætti heimilisiðnað- arins bar lítið á sýningupni. En því meira bar á útsaumi og ísaumi alls konar, og er það að vísu góð dægradvöl, er eykur nákvæmni til verka, glæðir feg- urðarsmekk, og þroskar hinn skapandi þátt í skapgerð manna, en er þó ekki eins hagrænn og hinn er beint snýr að búningi og híbýlaprýði manna, og sparar útlagða pen- inga úr búinu. Við nánari athugun finn ég nokkrar stúlkur milli tvítugs og þrítugs er eiga sýningarmuni, og nokkra unglingspilta er eiga útskorna muni, og munu þeir eiga að sýna það, sem koma skal — framtíðina. — En fátt er af þessu fólki, og bendir það annað hvort á, að heimilisiðn- aðurinn sem heild sé á leiðinni til grafar, eða að yngra fólkið hafi dregið sig.til baka af hæ- versku við hið eldra, og er meir en vafasamt hvort það hefir átt að gera það hér. Á sýningunni var konulíkan klætt í gamlan íslenzkan bún- ing, og þessi tilbúna frá var látin vera með rauðmálaðar neglur að tízku gleðikvenna. Og’ ég varð hissa. Vissi varla hvort þær hefðarfrúr, er að sýningunni stóðu, voru að spotta íslenzka kvenbúninginn, með málningu naglanpg,, eða hvort þær eru orðnar svo samgrónar götulífi Reykjavíkur, að þeim þykir það eiga við, að konur í fornum ís- lenzkum búningi, gangi með málaðar neglur eins og götu- drósir. Mér þótti þetta í hæsta máta óviðeigandi, og ég veit að það þótti fleirum, og sveitakon- um hefði ekki dottið þessi „tízka“ í hug. „íslenzk ull“ sýndi fjölda spjara er unnar voru úr ull. Var á því listahandbragð, en dýrar þótti mér flíkurnar. Þó tel ég mig vita, að þær konur, er tekið hafa ofan af og innan úr ullinni, tætt hana og kembt, spunniö hana og tvinnað, og síðan prjónað flíkurnar, hafi ekki haft tímakaup verkakvenna fyrir vinnu sína, og má þá segja, að flíkurnar séu ekki dýrar séðar frá því sjónarmiði. Og góðar voru þær, hlýjar eru þær og margar prýðilega fallegar. Sýnishorn voru þarna af bandi lituðu úr jurtalitufn. Gaf þar að líta mikla fjölbreytni í litum, og meiri en flestir hafa gert sér í hugarlund.- Og varan- legir eru jurtalitirnir. Þeir upp- litást ekki né þvost úr. í bókabúð sýningarinnar var hægt að fá bók um jurtalitun og veit ég, að allir þeir, er á- huga hafa fyrir litun úr jurt- um fá sér hana, því í henni eru leiðbeiningar um það, hvernig eigi að lita úr mosa, njóla, birki- berki o. s. frv. Það er mælt, að iðnaðarmenn ætli á næstu árum að halda stóra sýnirigu, og væri þá ósk- andi, ef heimilisiðaðurinn verð- ur sýndur þar, að sýningunni verði hagað þannig, að þróun hans sjáist betur, og á hvaða stigi hann stendur i hinum ein- stöku landshlutum. V. Gott og glöggt yfirlit var um mjólkurframleiðslu og mjólkur- iðnað landsmanna, eins og hann er nú, en varla sást þar þróun þessara mála nægjan- lega skýrt. Gömlu trogin og bytturnar, sem mjólkin var sett í voru að vísu sýnd, svo og strokkarnir, sem þá voru notaðir, og kirn- urnar, sem mjólkin var hleypt í. En á eftir trogunum og byttun- um komu skilvindurnar, og enn eru þær notaðar mjög víða. Þar hefði mátt sýna, hvaða þýðingu hefir, að skilja mjólkina strax volga, því að það atriði er mörg- um varla nógu ljóst, svo og að snúa skilvindunum hæfileg'a hratt, en það skiptir miklu, ef rjóminn á að nást vel úr mjólk- inni. Þætti rjómabúanna, sem um tíma voru þýðingarmikill þátt- ur í atvinnulífinu og skipti miklu fyrir bændurna, og var liður í þróunarsögu mjólkur- iðnaðarins, var að mestu sleppt, en þeim þættinum má þó ekki gleyma, er sýwj, á sögu mjólkur- iðnaðarins á landi sér. Aftur var prýðilega sýnt, hvernig þátttaka bænda í mjólkurbúunum hefir aukizt síðan 1928, og hvernig mjólkur- magnið, sem til búanna kemur, hefir aukizt ár frá ári. Þegar menn sjá, að daglega eru seldir 30—40000 lítrar af nýmjólk í Reykjavík, hljóta að opnast augu þeirra sem halda, að mögulegt sé að fullnægja mjólkurþörf Reykvíkinga með 50 til 200 kúa búi, svo að þeir sjái hvílík fjarstæða slíkt er. Aftur vantaði alveg að sýna, hve mikið vantar á, að bændur sendi daglega sama mjólkur- magn til búanna, en það þurfa þeir helzt að gera, bæði vegna kaupendanna, sem alltaf þurfa að fá mjólk, og sjálfra sín, því með því verður kostnaður við vinnsluna minnstur, og netto- verðið til bænda hæst. En til þess að þetta verði þarf bæði burðartími kúnna að breytast og meðritrðin á þeim, og þó þar sigi smám saman í rétta átt, mátti ýta á það með sýning- unni, og gat það haft sína þýð- ingu að gera það. Vinnsluvörurnar, sem þarna voru sýndar, voru fyrsta flokks vörur, entia er það löngu vitað, að mjólkurbú okkar standa fyllilega jafnfætis því, sem bezt er annars staðar í þeirri grein. Framhald. Rafmagnshnífar við uppskurði. Skurðlæknar eru nú farnir að nota rafmagnshnífa við uppskurði og fær- ist notkun þeirra sífellt í vöxt. Er nú meira að segja farið að nota þá við lungnauppskurði, síðan menn komust upp á að deyfa lungun án þess að lama andardrátttarvöðvana. Jóiisson. meiintamálaráðhorra: „Vér getum gert samvinnu Nor- egs og íslands að fögru fordæmi1 Eins og sagt var frá í seinasta blaði, tilkynntu fulltrúar frá Norðmönnum í veizlu, sem norski sendiherrann hélt í fyrra- kvöld, að norsku söfnin hefðu ákveðið að gefa íslendingum forn- gripi, er mynduðu sérstaka norska deild í Þjóðminjasafni ís- lands. Eysteinn Jónsson þakkaði gjafirnar af hálfu Islendinga, og fer ræða hans hér á eftir: Herra forseti íslands og frú, yðar konunglega tign Olav rík- isarfi Noregs, hæstvirti sendi- herra og frú, virðulega sam- koma. Ég stend hér upp í tilefni af ræðum þeirra herra Hövik full- trúa fyrir bæjarstjórn Þránd- heims, dómprófasts Sigurðar Fjær frá Niðaróss Dómkirkju, prófessors Jóhannes Böe, frá Háskólanum í Bergen, og flug- liðsforingjans Diesen. Ég stend hér til þess að þakka. Vér þökkum kveðjur flugliðs- foringjans til lands og þjóðar, og honum og hans mönnum fyrir samveruna á stríðsárunum. Vér þökkum hið hlýja ávarp frá Þrándheimi og biðjum herra Hövik að flytja innilegar kveðj- ur vorar til bæjarstjórnar Þrándheimsbæjar og til íbúa Niðaróss með þökk fyrir allt gamalt og gott. Vér þökkum dómprófasti Sig- urð Fjær fyrir hans fögru orð og ég fullvissa hann um, að vér tökum með sérstakri ánægju á móti minningargjöf frá Niðar- óss Dómkirkju og við lítum á það sem sérstakan heiður, að forrráðamenn kirkjunnar sjá ástæðu til þess að minnast samstarfs við íslendinga með slíkri gjöf. Prófessor Jóhannes Böe frá Háskólanum í Bergen hefir nú fært oss þau tíðindi, sem þykja munu mikil og góð, að norsku söfnin ætli sér að færa Þjóð- minjasafni voru að gjöf mikið úrval norskra gripa. Ég fullvissa yður um, að þessi höfðinglega gjöf verður þegin með sérstakri þökk, og það mun vekja fögnuð meðal þjóðarinn- ar þegar menn fá um þetta að vita. Ég bið yður, p’rófessor Böe, að flytja öllum þeim, sem að þessu standa kærar þakkir. Þá langar mig til þess að bæta við nokkrum orðum í til- efni af því, sem nú hefir gerzt. Alkunnugt ættjarðarkvæði ís- lenzkt hefst á þessa leið: „Þú álfu vorrar yngsta land“. Þetta er að því leyti rétt til orða tekið, að hin raunverulega saga íslands er ekki nema rúm- lega 1000 ára gömul, en flest önnur lönd álfunnar geta sýnt minjar um byggð og menning- arlega þróun miklu lengra aftur í aldir. En orð skáldsins má ekki taka of bókstaflega. Þeir, sem settust að byggð í þessu landi fyrir rúmum 1000 árum, fluttu hingað minningar, sem áttu sér djúpar rætur í' löngu liðinni tíð. Norska þjóðin hefir á stór- brotinn hátt sýnt oss íslend- ingum, hversu mjög hún metur sögulegar- og menningarlegar erfðir sínar, er Heimskringla Snorra Sturlusonar hefir varð- veitt og önnur fornrit vor, og nú á að bæta við höfðinglegri gjöf frá hinum norsku söfnum. í þessu sambandi er rétt að minna á það enn einu sinni að í skógardölum Noregs og fjarða- byggðum stóð vagga þeirrar þjóðar, sem nú byggir þetta land, og þar átti hún langa sögu, — sögu, sem e. t. v. hefir ekki látið eftir sig miklar sýni- legar minjar, en samt mótað hina ungu íslenzku þjóð. Eitt af höfuðskáldum íslend- inga, Matthías Jochumsson, orti á síðari hluta 19. aldar kvæði til Norðmanna, sem hefst á þessum orðum: „Nú hef ég litið landið minna feðra, það landið, sem mér hló á bernsku- dögum, er sál mín drakk af helgum hetju- sögum“. Hér er á skáldlegan hátt lýst því, sem ekki má gleymast, hvernig hinar gömlu sögur hafa um aldir tengt Norömenn og íslendinga órjúfandi bondum og munu halda áfram að gera það. Það eru ekki konungasögurnar einar, sem hafa frá barnæsku leitt huga vor íslendinga til Noregs. íslendingasögurnar hafa líka leitt oss þangað, — til lands feðra vorra, þótt vér höf- um fæst átt þess kost að kynn- ast landinu á annan hátt. Það er sjálfsagt of mikið sagt, en þó freistandi að segja það, að vér íslendingar séum vegna sagnanna aldir upp með artnan fótinn í fjörðum og byggðum Noregs. Með þetta i huga geta menn farið nærri um hverjum augum við lítum á norskar forn- minjar. Hin ágæta gjöf, sem Norð- menn nú hafa ákveðið að gefa oss, mun á nýjan og áþreifan- legan hátt veita okkur tæki- færi til þess að sjá og skilja hinn menningarlega skyldleika þjóða vorra, báeði frá þeim tíma, er þær áttu sömu sögu báðar og eftir að saga vor íslendinga hófst í nýju landi. Þegar grip- irnir frá norsku söfnunum eru komnir í Þjóðminjasafn vort, munu þeir tala sínu áhrifa mikla máli um skyldleika ís- lendinga og Norðmanna. Vér íslendingar höfum löng- um verið kallaðir söguþjóð og land vort sögueyja. Það er ekki laust við, að ýmsum hafi stund- um þótt nóg um þetta. Þá fáu áratugi, sem vér höfum verið sjálfum oss ráðandi, höfum vér átt annríkt við að byggja upp landið að nýju og skapa mögu- leika til menningarlífs fyrir þjóðina. Vér höfum verið önnum kafn- ir við að kynna oss tækni nú- tímans, alþjóðlega menningu og vísindi, ekki sízt í verklegum efnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.